Liðið gegn Brighton

Þá er liðið klárt og Klopp heldur áfram að rótera. Moreno tekur sér sæti á bekknum, Gomez er veikur, Matip meiddur og Klavan kemur aftur á bekkinn eftir veikindi.

Veit ekki hvað mér finnst um þetta. Lovren og Can í miðverði og Robertson að spila sinn fyrsta leik í vinstri bak í einhverja þrjá mánuði. Mané svo á bekknum

Mignolet

TAA – Can – Lovren – Robertson

Henderson – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Coutinho

 

Bekkur: Karius, Klavan, Grujic, Oxlade-Chamberlain, Mane, Solanke, Sturridge

Koma svo, ekkert annað en þrjú stig koma til greina!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

YNWA

42 Comments

 1. 1
  IngiSig

  Hefði viljað sjá Uxann byrja þennan leik

  (0)
 2. 2
  Bjössi

  Sókn er besta vörnin.. koma svo !

  (0)
 3. 3
  Sigurdur Einar

  Það er gott að vera með stóran hóp og það er að sýna sig í dag. Við erum með valmöguleika á bekknum í Mane/Sturridge/Solanke til að búa til færi en ég tel að við verðum í miklum vandræðum varnarlega en ég hef enga trú á E.Can í miðverðinum(hann er alltof villtur og staðsetningar eru hans helsta vandamál en þær eru grunnur að góðum miðverði).

  Ég held að við verðum að skora lámark þrjú mörk í dag til að vinna og gæti maður alveg séð það gerast.

  (2)
 4. 4
  Sölvi

  Basl er búskapur,en þetta hefst á endanum…

  (1)
 5. 5
  Andri Hrannar

  Jahérna … ef það verða ekki keyptir varnarmenn í janúar þá eru þeir á Anfield að reykja eitthvað verulega gott stöff.

  (3)
 6. 6

  Þetta er sterkt byrjunarlið. Can hefur áður spilað sem miðvörður fyrir Liverpool og Coutinho er kominn í stöðu sem hann stóð sig framúrskarandi vel í fyrra.. Gott að hafa Mane og Sturridge á bekknum ef það þarf að gera taktískar breytingar á meðan leik stendur.

  (0)
 7. 7
  Krulli

  Annar leikurinn af þremur sem Mané hvílir. Eitthvað í gangi milil hans og Klopp?

  (1)
 8. 8
  ibbirabbi

  mörkin okkar koma örugglega snemma eins og í leikjunum fyrir Stoke leikinnn. Nú reynir à að halda mögulegu forskoti og sýna seiglu út allan leikinn. Mane gæti verið lausnin í seinni hàlfleik eins og Mo var à móti Stoke ef Klopp þrjóskast ekki við … annars veit ég ekkert um þetta og ætti að halda mér saman!

  (1)
 9. 9
  Elmar

  Það er kalt hérna útí Brighton en ég vona eftir sigri í dag.

  (3)
 10. 10
  gettra

  Held þetta verði meira 3-4-3 með Can sem aftasta miðjumann.

  Svo í hita leiksins fer þetta í klassískt 1-1-8 sem við höfum verið að nota af og til, eða jafnvel 0-0-10.

  (3)
 11. 11
  RH

  Minn maður Salah á bara taka þrennu á þetta og málið er dautt.
  Maður er kvíðinn fyrir þessari uppstillingu en forvitinn á sama tíma.
  YNWA bræður og systur!

  (1)
 12. 12
  RH

  #7 nei trúi því ekki frekar hafa ferskan Mané til að sprengja allt upp ef Klopp þarf að breyta til annars vill maður alltaf sjá leikman eins og Mané byrja það er satt.

  (1)
 13. 13
  Daníel Sigurgeirsson

  Ég er nú bara nokkuð sáttur við liðsspána hjá mér eftir allt saman. Matip út, Milner inn, og svo aðeins róterað með stöðurnar á vellinum. Vonum að þetta plan gangi upp hjá Klopp.

  (2)
 14. 14
  eo

  veit nokkur hvar hægt ert að horfa á leikinn í borgarnesi?

  (0)
 15. 15
  Bjössi

  Ef liðið verst sem lið þá er skiptir ekki höfuðmáli hvort Can sé settur í miðvörðinn eður ei .. Sá áðan í einni sókn hjá Brighton að Gigi var kominn þarna í miðvörðinn þar sem Can var kominn til að aðstoða bakvörð út við hornfána.. Þetta er nákvæmlega eins og þetta á að vera .. færslur hjá varnarmönnum og miðjumenn detta niður, menn þurfa bara að vera stemmdir í þetta !

  (1)
 16. 16
  Kobbih

  Að reyna finna glufu á þessari vörn með Henderson og Milner á miðjunni er eins og að reyna þræða nál með skíðalúffur á hvorri hönd!

  (3)
 17. 17
  Eyjólfur

  Kröftuglega gert hjá Emre!

  (0)
 18. 18
  Mr. Maggi

  Coutinho 2 assist á 2 mín

  (0)
 19. 19
  Eyjólfur

  OMG, haha, 2-0!

  (0)
 20. 20
  Eyjólfur

  Gjörsamlega geggjaður bolti með vinstri frá Kútnum.

  (0)
 21. 21
  ommi

  Eitthvað eru við góðir í fótbolta, jibbí

  (0)
 22. 22
  Bjössi

  ssssccchnnniiiiilld !!! Can Flottur .. Salah flottur .. Robbertson Góður .. Firmino Nettur !!

  (0)
 23. 23
  Andri Hrannar

  Skyndisókn 101

  (0)
 24. 24
  Hallur Ásgeirs

  Flottur fyrri hálfleikur.

  Annað. Ég og bróðir minn erum að fara á LIVERPOOL everton. Ég er með 3 miða og þar sem einn sem ætlaði með okkir kemst ekki þá er eg með auka miða. Ef það er fullbókað í ferðina hjá Kop þá er hægt að hafa samband við td á facebook. Hallur Ásgeirsson Coach.

  En það þarf að staðfesta það í dag .

  YNWA

  (0)
 25. 25
  Eyjólfur

  Holy sh#t, þessar gagnsóknir!

  (0)
 26. 26
  gettra

  Óþolandi þessi Mignolet. Alltaf að flækjast fyrir boltanum…

  (4)
 27. 27
  Steinar

  Ef þetta er víti að þá eru nú ansi mörg víti sem ætti að dæma per hornspyrnu… Klikkaður dómur.

  (4)
 28. 28
  ommi

  jæja nú verða c.a 100 vítaspyrnur dæmdar út leiktíðina ef menn ætla
  dæma á svona snertingar.

  (2)
 29. 29
  Lúðvík Sverriz

  Dómaraskandall.

  (2)
 30. 30
  Mr. Maggi

  Þetta er eitt mest soft víti sem ég hef séð.

  (2)
 31. 31
  Dog23

  Ok ef þetta er víti þá ætti að dæma vít í öllum hornspyrnum.

  (2)
 32. 32
  RH

  Versti dómur á þessu ári

  (2)
 33. 33
  Gustith

  Aldrei víti ,enn það þarf að gera eitthvað þarna hægra megin.

  (2)
 34. 34
  Mr. Maggi

  Grujic eða Mane inn fyrir Milner eða Henderson takk

  (2)
 35. 35
  RH

  Firmino búinn að vera geggjaður

  (3)
 36. 36
  IngiSig

  Skiptingu klopp ekki bíða of lengi. Nota þennan hóp

  (1)
 37. 37
  Eyjólfur

  Haha, gaman að sjá þessa týpu aftur hjá Kútnum! Vel gert.

  (1)
 38. 38
  Mr. Maggi

  Snillingur þessi drengur

  (1)
 39. 39
  Lúðvík Sverriz

  Þvílíkt!!!

  (2)
 40. 40
  Stefán

  Þvílíkur leikur hjá Firmino og Kúturinn má bara ekki fara frá okkur !!

  (3)
 41. 41
  RH

  Sturlaður leikur

  (2)
 42. 42
  ommi

  Vá félagar…… þvílík veisla.

  (0)