Stoke úti á miðvikudag.

 

Það er þétt prógramið þessa dagana og næsta verkefni bíður Rauða Hersins á miðvikudagskvöldið þegar þeir heimsækja Stoke City í deildinni.  Við erum núna að renna inní þessa mikilvægu jólatörn og þá fer að sjást á liðunum úr hverju þau eru gerð og hversu vel þau höndla álagið. Ef Liverpool vill vera í og við topp fjögur eru svona leikir algjör skylda að klára.

 

Andstæðingarnir

Stoke sitja í 15. sæti deildarinnar með 13 stig, hafa unnið þrjá leiki, gert fjögur jafntefli og tapað sex leikjum. Af þeim þremur leikjum sem þeir hafa unnið voru tveir á heimavelli, t.d unnu þeir Arsenal heima og gerðu jafntefli við Man Utd heima. Ég tala bara fyrir mig en þegar ég heyri minnst á Stoke kemur einhvernveginn Tony Pulis alltaf upp í huga mér og margir ( mjög margir) rudda og leiðindaleikir í gegnum tíðina rifjast upp. En þó Mark Hughes sé af gamla skólanum skulum við ekki ætla honum þau leiðindi sem Pulis bauð uppá, ég hef séð ágætis leiki með Stoke í tíð Hughes og í liði hans eru nokkrir frambærilegir knattspyrnumenn sem vilja leika fótbolta. Starf Hughes hlýtur að hanga á bláþræði og eftir slæmt tap gegn Crystal Palace um helgina liggur mikið undir fyrir Hughes og lærisveina hans.

Þrátt fyrir þessa neikvæðu tengingu þegar ég hugsa um Stoke höfum við unnið átta af síðustu tíu leikjum gegn þeim í öllum keppnum. Töpuðum 6-1 fyrir þeim í maí 2015 í versta leik sem ég hef séð Liverpool spila en annars höfum við haft ágætis tak á þeim.

Sem áður segir eru Stoke hættulega nálægt fallsæti og ég býst við þeim dýrvitlausum gegn okkur. Þeir hafa verið að spila með þriggja manna varnarlínu með turnana Shawcross og Zouma og hinn þýska Wimmer.  Þeir hafa fengið á sig 26 mörk en skorað 16. Jack Butland þeirra aðalmarkvörður er meiddur á fingri og hefur Lee Grant staðið vaktina í hans fjarveru.  Ég tippa á að þeir leggi svona upp:

 

Grant

Zouma – Shawcross – Wimmer

Diouf – Fletcher – Allen – Pieters

Shaqiri – Choupo-Moting – Sobhi

Liverpool

Eftir erfiðan leik gegn Chelsea um helgina þar sem nokkrir fengu hvíld býst ég við töluvert breyttu byrjunarliði frá þeim leik. Meiðslalistinn okkar er í sögulegu lágmarki og Klopp hefur nánast úr öllum hópnum að velja. Menn settu spurningarmerki við byrjunarliðið gegn Chelsea en ef Willian hefði ekki skorað þetta heppnismark væri umræðan sjálfssagt á þá vegu að Klopp væri taktískur snillingur og gæti farið með ferska fætur inní Stoke leikinn fyrir vikið, en það er stutt á milli skúrksins og hetjunnar í þessum blessaða bolta. Can og Lovren eiga að vera orðnir heilir og býst ég við þeim síðarnefnda í byrjunarliðinu. Lallana er ekki klár í 90 mínútur og mun aftur sitja á tréverkinu.  Ég tippa á þetta byrjunarlið:

 

Mignolet

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Coutinho

Salah – Firmino – Mané

Bekkur:  Karius, Klavan, Chamberlain, Milner, Lallana, Can, Sturridge.

Wijnaldum kemur inn fyrir Milner, Mané fyrir Chamberlain og Firmino fyrir Sturridge. Lovren tekur svo stöðu Klavan í hjarta varnarinnar. Hópurinn er orðinn svo sterkur og meiðslalistinn jákvæður að það er ekki pláss fyrir Trent Alexander á bekk að þessu sinni í þessari spá minni.

 

Spá

Spáum þessu 1-2 fyrir okkur. Stoke komast yfir í fyrri hálfleik eftir vandræðagang eftir hornspyrnu ( hvað annað?) en okkar menn svara með tveimur mörkum í síðari hálfleik sem þeir vinirnir og samlandarnir Coutinho og Firmino sjá um.  YNWA!!!

 

 

23 Comments

  1. markið og vinstri bakvörður er að gefa mörk þessa dagana, sýna sitt rétta andlit. ætti að keyra á Karíus í langan tíma eða Ward,,Simon er búinn,,,,eins með Moreno, henda honum út. Hendo og Milner ?? taka bara pláss frá öðrum…
    erum í sömu stöðu og alltaf,,,þurfum nýjan markmann og vörn og fyrirliða,,,

  2. Við ættum að vera með nokkra ferskar fætur gegn Stoke.
    Mane, Firminho, Lallana, Can, Lovren og Trent gætu allir verið með.

    Þetta verður hörkuleikur en ég held að okkar gæði tryggir okkur 3 stig og það að við getum róterað sterkari leikmönnum en Stoke.

  3. Ég er nokkuð bjartur fyrir þennan leik. Síðast þegar við fórum til Stoke voru allir dauð þreyttir og brassarnir okkar komu inná í hálfleik og unnu leikinn fyrir okkur.

    Núna ættu Firmino, Mane og Emre Can að vera ferskir og ég spái að þetta fari 3-1 fyrir LFC.

    Eigum samt að þurfa að þola það mikið lengur að hafa leikmann sem er hægur, með lélegt fyrsta touch, hörmulegar sendingar, vonlaus skotmaður og getur ekki tekið menn á sem fyrirliða? En þúst hann er allavegana duglegur…

    Mér er alveg sama þótt hann verður með 95% sendingar heppnaðar til baka og þótt hann skori winner í næsta leik. Hann er bara einfaldlega ekki nógu góður til að spila fyrir LFC. Hvað þá vera fyrirliði.

    Hvaða lið ætli að væru að reyna að fá hann ef hann væri að verða samningslaus? Juve? Bayern? City? …. Nei! Leicester City I besta falli.

  4. Sælir félagar

    Það sem Jonas 1# er nokkurn veginn það aem ég vildi sagt hafa. Ég vil að Karíusi verði spilað í næstu leikjum (fram að áramótum) og ef hann kemst í form á þeim tíma þá verður hann markvörður no. 1 hjá okkur. Reikna með að Klopp gambli ekki með annað og því ætti að vera nokkuð öruggur sigur í þessum leik. Spái 4 – 1 fyrir okkur og það verður mjög gaman þegar Shawcross verður rekinn útaf og við fáum vítaspyrnu sem Firmino tekur (Milner á bekknum) og setur upp í 4 marka markasúpu.

    Það er mál til komið að við fáum eitthvað af þessum vítaspyrnum dæmdar sem við eigum inni. Tvær augljósar hendur í síðasta leik og því fara dómarar að láta okkur hafa það sem við eigum. Við munum svo gefa mark í uppbótartíma bara svona til að halda vananum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Vill ekki sjá Lovren(selja´ann!!) og Hendo nálægt þessu liði eins og staðan er á þeim akkúrat núna. Geng svo langt að segja að fyrirliðinn hefur til loka þessa tímabils til að sanna sig. Eins og maður var ánægður með spilamennsku hans sem leiddi til þess að vera gerður að fyrirliða hefur maður miklar áhyggjur af honum núna. Maður er eins og biluð plata en drullastu Klopp til að spila með Can sem dýpsta miðjumanni, Gini sem box to box og Coutinho sem playmaker. Held að þetta sé besta miðjan sem völ er á þessa stundina.

    Trent hlýtur að koma í stað Gomez sem hefur spilað mikið undanfarið. Matip og Klavan, eins fucked og það er, fúnkera best saman af miðvörðunum okkar. Ok, Moreno átti ömurlegan leik í Sevilla en hefur heilt yfir verið solid. Það að hann hefur verið frekar solid er mikill plús því ég trúi því að Moreno muni nú vaxa jafnt og þétt í hörku öflugan vinstri bakvörð. Býst ekki við að sjá Robertson í þessum leik, hugsanlega ef þetta væri heimaleikur.

    Fremstu þrír eru no brainer. Áttu að byrja á móti Chelski og fá hvíld eftir 60 min. Hefði skilið róteringu Klopps á móti öllum öðrum liðum á heimavelli nema Ars, Che, Man-liðin og Spurs. Hreinlega glæpsamlegt liðsval með skjaldbökurnar Milner og Hendo á miðjunni. Næsti leikur sem þeir tveir spila saman á miðjunni ætti að vera eftir ca. 10 ár í einhverjum charity leik. Liverpool voru heppnir að vera 1-0 yfir, skoruðu úr sínu eina færi og sóknarleikurinn alveg hreint ömurlegur. Að láta Studge leiða línuna á móti þremur miðvörðum Chelski bar vott um taktískt skilningsleysi. Því miður er Studge búinn, seljann á meðan það fæst eitthvað fyrir hann í janúar. West Ham, C. Palace, Swansea og WBA gætu alveg verið það desperate að henda 20 kúlum í Studge kallinn.

    Takk fyrir flotta upphitun. Spái markaleik, 4-3 fyrir okkur auðvitað. Salah með 2, Firmino og Mane með hin tvö.

  6. Ég vona bara að Henderson fái að verma bekkinn. Finnst miðjan hafa verið yfirspiluð í síðustu tveimur leikjum. Miðjan með Henderson sem varnartengilið virkar bitlaus og hann er ekki sá leiðtogi sem við þurfum. Eða hvað veit ég svosem …

  7. Sælir þjáningabræður og -systur.

    Ég tek undir það með mörgum í kommentum hér og í þræðinum eftir leikinn gegn Chelsea að einhverra breytinga er þörf. Henderson kallinn, hann er bara að eiga lélegt tímabil heilt yfir. Vörnin hjá okkar mönnum er brothætt sem endranær, og allir geta lesið leik liðsins eins og opna bók. Sevilla náði að stoppa Salah og öll ensku liðin eru með menn í yfirvinnu við að greina hvernig þeim tókst það.

    Ég tek hins vegar alls ekki undir það að Mignolet hafi átt einhverja “sök” á markinu hjá Chelsea. Allir leikmenninir á vellinum og allir áhorfendur á Anfield (og þeir sem horfðu á í víðtækinu) bjuggust við fyrirgjöf. Meira að segja William sjálfur ætlaði að gefa boltann fyrir en hitti boltann ekki betur en svo að hann fór í netið. Fúlt en verum ekki svo ferkantaðir að geta ekki hrósað því sem vel er gert – og þetta var bara fáránlega fallegt mark!

    Miðað við hvernig sálarástandið hjá kop.is verjum er þessi misserin (já eða bara hinum almenna stuðningsmanni) þá biði ég ekki í það að Klopp myndi ákveða – eins og einhverjir kalla hér eftir (SigKarl, ég er að horfa á þig!) – að spila Karius í næstu leikum “no matter what”. Ein mistök og hér fer allt á hliðina.

    Hvorki Karius né Mignolet (né Lovren, Moreno, Klavan, Henderson, Can, Coutinho eða Firmino, svo “the usual suspects” séu einir nefndir) eiga nokkra innistæðu inni hjá kop-verjum. Hér hengja menn ekki bakara fyrir smið heldur skal hver einasti leikmaður hengdur ef hann spilar ekki eins og heimsklassaleikmaður óháð hæfileikum.

    Mignolet er enginn heimsklassamarkmaður. Í rúmlega meðallagi, í mínum bókum. Jafnan góður en stundum slæmur. Karius fær Meistaradeildina til að spila sig inn í liðið og það er vel. Það er þá samkeppni á meðan um þessa stöðu, sem er gott fyrir alla aðila. Mignolet er þó skör betri – í það minnsta treysti ég honum meira en Karius – hvort sem okkur líkar betur eða verr.

    Klopp tók stóra áhættu gegn Chelsea með því að henda Mané og Firmino á bekkinn. Sagan segir að það hafi hann gert vegna þess að þeirra frammistaða í seinni hálfleik gegn Sevilla, þegar allt hrundi, hafi gert það að verkum. Þeir hafi hengt haus og ekki stigið upp þegar liðið nauðsynlega þurfti á því að halda. Klopp sýndi hér klærnar og enginn – ekki einu sinni tveir af þremur mikilvægustu og bestu leikmönnum liðsins – kemst upp með neitt múður.

    Þeir koma væntanlega aftur inn gegn Stoke og liðið segir sig nokkuð sjálft (að því gefnu að allir séu heilir):

    Mignolet
    TAA/Gomez – Matip – Lovren – Moreno
    Winjaldum/Can – Henderson – Coutinho
    Salah – Firmino – Mané

    Þetta lið er nógu sterkt til að vinna Stoke alla daga vikunnar og tvisvar á sunnudegi. Þannnig ég býst bara við því að Liverpool “púlli” Liverpool og geri sér lífið leitt. Þetta endar í stórmeistarajafntefli, 2-2, og Firmino og Salah skora mörkin.

    Homer

  8. Jæja ég sá síðasta leik og hef líklega verið að horfa á annan leik en þið hinir því ég var að horfa á mitt lið yfirspila rússaliðið og fá á sig heppnist mark undir lokin og þess fyrir utan þá eru ekki nema þrjú stig uppí 3 sætið og 6 stig uppí annað sætið og nánast komnir áfram í meistaradeildinni, ég veit ekki með ykkur en ég er bara nokkuð sáttur með það sem komið er af tímabilinu og þann mannskap sem spilar fyrir Liverpool.

  9. Í þessum leik verður á brattann að sækja til að byrja með enn svo hrekkur þetta í gang mín spá er 1-5 verðum á skotskónnum í þessum leik og bætum í markatöluna. Salah 2 mörk, Firmino 1, Mané 1 og síðan kemur eitt frá Ox í lokinn sem hefur farið vaxandi að mínum mati.

  10. Sælir félagar

    Já og sérstaklega sæll Hómer, það er alltaf gaman þegar manni er veitt athygli jafnvel þó í athyglinni felist gagnrýni. Við erum einfaldlega ósammála þarna og það er í góðu lagi. Ég held að Karíur sé framtíðin hjá Liverpool og ég vil ekki fresta framtíðinni. Ég vil fá hann inn strax, veita honum traust og ég hefi trú á að hann muni standa undir því.

    Það getur verið að Mignolet sé einhverjum millimetrum betri í einhverju tilfellum en Karíus er jafn góður milli stanganna, ákveðnari í úthlaupum og fljótari á fótum. Þetta segir mér að hann hefði varið fyrirgjöf/skot Willian. Aðrar vörslur hefðu allir markmenn tekið eins og Mignolet gerði, það voru allt skylduvörslur og hefði verið stórkostlegt slys að verja þær ekki.

    En svona er þetta við getum ekki verið sammála um allt. Eitt erum við þó öll sammála um og það er að við styðjum liðið okkar og Klopp fram í rauðan dauðann, eða að minnsta kosti langleiðina þangað.

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Takk fyrir góða upphitun. Það eru “nail-biting” tímar framundan þ.s. mörgum spurningum um okkar ágæta lið verður svarað. Hér eru mín fimm sent og það sem poppar úr kollinum á þessari stundu:

    1. Salah, Mane, Coutinho og Firmino eru magnaðir. Slæmt að það eru engir svona magnaðir í vörn eða á miðsvæðinu.

    2. Henderson hefur verið brokkgengur og því miður var erfitt að mótmæla t.d. neikvæðri umfjöllun Messunar á Stöð 2 Sport um hann – Henderson var svo miklu betri hér áður en núna er hann mest í að senda boltann til hliðar og til baka og virðist forðast tæklingar. Sorry, ég bara man ekki eftir jafn slökum fyrirliða Liverpool, þ.e.a.s. fótboltalega séð. Hef líka miklar efasemdir um Henderson sem okkar Kolbein kaftein – sé ekki hvernig hann er að gera aðra í kringum sig betri og leiða liðið til sigurs eða peppa menn upp þegar á móti blæs… og já þegar við þurfum að verja forystu þá dúndrar hann oftast bara boltanum fram þegar hann fær hann, sbr. leikurinn á móti Sevilla þ.s. hann var með rúmlega 50% heppnaðar sendingar í seinni hálfleik. Traoere gamli í stígvélum og Biscan frændi hans í inniskóm hefðu gert betur.

    3. Mignolet er fínn markmaður sem hefur bætt sig en það platar töluvert að maður ber hann saman við hans eigin fyrri frammistöðu sem var ekki góð. Ég er sammála Dananum sem var eitt sinn í marki fyrir Ferguson. Við eigum að gefa Karius alvöru séns, maður þarf að geta eitthvað til að vera talinn annar besti markmaðurinn í Þýskalandi.

    4. Þurfum fleiri fyrirliða um völlinn. Þó það sé einn kafteinn með band um hendina þá þarf a.m.k. einn í vörn, miðju og sókn.

    5. Til að klára dæmið virðist okkur vanta, að minnsta kosti, einn til tvo topp varnarmenn og topp miðjumann (Ferlegt að þurfa að bíða svona eftir Keita).

    6. Þrátt fyrir allt er liðið ekki í vondum málum – En Klopp vill að við trúum á titlasöfnum og toppárangur og þá þarf að laga nokkra hluti… Ég treysti Klopp fyllilega til þess.

    Hefjum aftur gott rönn á móti Stoke.

  12. Væri til í að sjá Karíus inni, ekki það að Migs hafi tapað stigunum um helgina, þetta var óverjandi sending, en hann er framtíðin, þar að auki þarf að byggja Hendó upp aftur og best að spila Lalana í hanns stað. en okkur vantar miðvörð og varnartengilið, þetta þarf að koma í janúar, ef ekki þá er veruleg hætta á að í svona upp og niður gengi náum við ekki evrópusæti.

  13. „Traoere gamli í stígvélum og Biscan frændi hans í inniskóm hefðu gert betur.”

    HAHAHA! Dagurinn er strax orðinn betri!

  14. Hvad med ad spludra i Marek Hamsik til ad leysa thetta midjuvandamal okkar thar er leidtogi buinn ad vera fyrirlidi i Napoli i morg ar. og er sennilega betri fotboltamadur en hendo/can/winaldum/milner/lallana?

  15. Ef hvorugur þeirra Henderson og Milner byrjar inná á morgun, hver er þá þriðji í kafteinsröðinni? Veit einhver?

  16. Mignelet er miklu betri markvörður en Karius. Henderson fá hinsvegar fá hvíld.
    Góðar stundir.

  17. Jú passar, langlíklegast að það verði Mignolet. Er samt ekki viss um að Klopp fari að henda þeim báðum á bekkinn í einu. En ég var svosem ekki sannspár með liðið á móti Chelsea heldur…

  18. Karius er alls ekki að heilla og skil ég ekki menn hérna sem vilja hann inn fyrir Mignolet?!
    Við þurfum nýjan markvörð til framtíðar og Karius er það ekki. Maður er búinn að sjá nógu marga leiki með honum til að sjá það að Karius er enginn shotstopper og skotin fara nánast í gegnum hann.

    Glórulaus umræða að halda því fram að Karius sé þessi markvörður sem framtíð LFC byggist á.

  19. Jafn glórulaust að gefa Karius varla séns áður en menn koma með svona statement.
    Hann fékk nokkra leiki í röð í byrjun síðasta tímabils, þegar að hann var ennþá að venjast deildinni og var svo hengdur eftir slæma frammistöðu á móti Watford og hefur varla fengið séns síðan. Það er erfitt að dæma leikmenn sem að fá ekki almennilegt run í liðinu. Hvað þá ef að þeir eru að koma frá annari deild.

  20. Klopp virist hlusta a stuðnungsmennina . Henderson og Milner eru komnir á bekkinn.En svo einhverrjahluta vegna er Shala kominn á treverkið???

Hópferð á Liverpool – Newcastle

Podcast – Miðjan fær sex