Hvað vantar uppá?

Það er ágætt að nota enn eitt landsleikjahléið í það að rýna aðeins í það hvernig leikmannahópur okkar er samsettur og hvernig ég myndi vilja sjá hann bættann til skemmri tíma og kannski ekki síður til lengri tíma litið (skemmri tími = janúarglugginn, lengri tími = sumarglugginn og lengra). Það er ansi hreint mikið meira af jákvæðum hlutum en neikvæðum þegar horft er á leikmannahópinn. Það eru mjög mörg lið sem líta öfundaraugum á Liverpool þegar kemur að sóknarmöguleikum, enda fá lið sem standast okkur snúning þegar menn eru í sínum gír fram á við og allir heilir. Það eru aftur á móti færri lið sem bíða í röðum eftir að hirða upp varnarmennina okkar, sér í lagi þegar horft er til miðvarðanna. Ég ætla að byrja á að leggja mat mitt á núverandi hóp og ætla ég ekki að taka þetta stöðu fyrir stöðu, fyrst og fremst vegna þess hve mikið flæðið er á milli leikstaða framarlega á vellinum, heldur grúppa þetta aðeins meira niðu.

MARKVERÐIR

Liverpool hefur á að skipa þremur ágætum markvörðum og væntanlega er talsverð samkeppni um þessa stöðu. Það er þó enginn þeirra virkilega heimsklassa, ég held að allir séu sammála um það. Til skemmri tíma, þá er þetta ekki eitthvað sem telst vera algjört forgangsatriði. Eins bjánalega og það hljómaði hjá Klopp í sumar þegar hann sagðist ekki sjá marga betri varnarmenn þarna úti en hann hefði í dag, þá á það ágætlega við um markvarðarstöðuna. Hversu margir markverðir teljast vera í heimsklassa í dag? Þeir eru ekki margir. Hversu margir af þessum sem eru í heimsklassa, eru hjá öðrum liðum en þeim allra stærstu í heiminum? Ennþá færri. Eru Manuel Neuer, Thibaut Courtois, Hugo Lloris eða David De Gea að fara að skipta um lið á næstunni og það til Liverpool? Held að það sé gjörsamlega útilokað. Sá eini sem mér dettur til hugar í þessu sambandi er Jan Oblak hjá A.Madrid, og sá held ég að myndi kosta peninginn, sér í lagi þar sem að lið eins og Barcelona, Real Madrid og PSG eru ekkert að drukkna úr gæðum í markinu hjá sér.

Hvað þá? Næsti Neuer eða eitthvað álíka? Það er bara hörku gamble og til að mynda þá var Karius mjög mikils metinn í Þýskalandi þegar Klopp nældi í hann. Það er ekkert lokum fyrir það skotið að hann geti orðið sá markvörður sem menn bjuggust við. Það vill nefninlega oft verða þannig með markverði að það þarf lítið að gerast til að þeir verði í topp klassa, í rauninni eins og í hina áttina líka, það þarf oft ekkert mikið til að þeir brotlendi.

Karius og Ward eru báðir kornungir af markvörðum að vera og ég er nokkuð viss um að Klopp og hans menn eru ekkert búnir að útiloka það að annar þeirra geti orðið aðal númerið innan skamms. Þar til það gerist, þá er Mignolet líka á staðnum, ekki í heimsklassa, en mjög líklegast að dóla þar fyrir neðan. Það verður fróðlegt að sjá hvað verður með þessa stöðu til framtíðar, því í akademíunni er svo eitt mesta markmannsefni sem þar hefur sést, Pólverjinn Kamil Grabara.

BAKVERÐIR

Það má alveg með sanni segja að það sé hægt að bæta allar stöður, hjá nánast öllum liðum í heiminum (örfáar undantekningar) og það á svo sannarlega vel við hjá Liverpool. Ég er nú engu að síður á því að gæðin í bakvarðarstöðum okkar séu bara nokkuð fín, sér í lagi þegar horft er til þess hvernig bakverðir nútímans eru hugsaðir. Alberto Moreno hefur í gegnum tíðina sýnt að hann sé efnilegur leikmaður í þessa stöðu, en hefur verið skelfilega mistækur. Hann hefur mjög margt til brunns að bera, mikinn hraða, góðan vinstri fót og óhemju dugnað. Ekki skemmir hugarfarið fyrir, en hann er alltaf tilbúinn að fórna sér fyrir málsstaðin, það skal ekki vanmetið. Hinum megin höfum við svo Clyne, sem er reyndar meiddur núna. Ég fer ekkert ofan af því að Clyne í góðu formi er einn albesti bakvörður deildarinnar. Hann er öflugur varnarlega og er með góðan hraða og hefur sýnt flotta hluti fram á við líka. Andy Robertson veitir Moreno góða keppni um stöðuna vinstra megin og svo er einn al efnilegasti leikmaður okkar, frábært backup og líklegast framtíðarmaður hægra megin, Alexander-Arnold. Í fjarveru Clyne hefur svo Gomez verið að standa sig vel hægra megin. Jon Flanagan er svo bakvörður sem getur spilað báðum megin, en ég held að dagar hans hjá Liverpool verði senn taldir, því miður fyrir hann.

Ég er sem sagt á því að bæting á þessum stöðum sé ekkert sem bráðliggi neitt á. Eins og með allar aðrar stöður, þá vill maður að sjálfsögðu ennþá meiri gæði, séu þau í boði á einhverjum tímapunkti, en langt því frá að vera forgangs mál, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma. Þessir gaurar okkar eru allir á afar fínum aldri.

MIÐVERÐIR

Já, hvar skal byrja? Jú, best að byrja á því að segja að ég hef talsvert álit á Joel Matip og hef trú á því að hann sé flottur lykill inn í næstu árin þegar kemur að þessari stöðu. En þar með eru jákvæðu hlutirnir nánast upptaldir. Jú, Joe Gomez er bráðefnilegur, engin spurning um það. En líklegast kemur þessi miðvarðarkrísa of fljótt fyrir hann og hann ætti þessa dagana og mánuðina að vera fyrst og fremst að setja pressu á Matip fyrir þessa stöðu hægra megin í vörninni. Hinum megin erum við svo í ruglinu, gjörsamlega í ruglinu. Síðasta vor þá var ég með þá flugu í kollinum að við þyrftum að fá einn góðan miðvörð vinstra megin í vörnina (lesist Virgil van Dijk) og að þá myndi Dejan Lovren detta niður í það að verða þriðji kostur. Ég er farinn að efast all verulega ym það að það sé nóg. Ragnar Klavan er auðvitað aldrei nálægt því í þessari veröld að vera nægilega góður fyrir Liverpool og því ætla ég ekki að eyða frekari orðum í hann. Það er bara orðið svo svakalegt forgangsmál að fá annan miðvörð að það hreinlega VERÐUR að gerast í janúar. Helst vildi ég klára kaupin á honum Virgil, en ef það er ekki í boði, þá einhvern annan sem væri þá hugsaður líka til lengri tíma.

Sem sagt, kaupa öflugan í janúar og skoða svo annann í stað Dejan Lovren í næsta sumarglugga. Þar með værum við komnir með ágætis gæði út tímabilið og svo klárað að stoppa í götin næsta sumar. Losa svo hann Ragga frænda ykkar úr prísundinni og leyfa honum að komast í bolta þar sem hann spilar við menn á svipuðum stað í fótboltalífinu.

MIÐJUMENN

Það má alveg með sanni segja að í þessum stöðum sé slatti af gæðum og mikið magn. Jordan Henderson, Emre Can, Gini Wijnaldum, Coutinho, Adam Lallana, James Milner, Marko Grujic og jafnvel Ovie Ejaria. Oxlade-Chamberlain er svo enn einn kosturinn á miðjunni, þó svo að maður sjái hann meira fyrir sér framar á vellinum.

Já, slatti af mönnum og 3 stöður í boði í hverjum leik miðað við kerfið núna, stundum jafnvel bara 2. Við vitum líka að Naby Keita kemur í síðasta lagi næsta sumar og er það nú einn spennandi kostur. Ég er ekki viss um hvort menn geri sér almennt grein fyrir því hversu stór kaup það eru að næla í þennan gaur. Þetta eru algjör RISA kaup.

Ég er reyndar nokkuð viss um að Emre Can hverfi á braut í sumar og margir hafa sett spurningamerkið við Coutinho, þ.e. að menn hljóti að láta undan fyrir rest og selji hann. Ég er sjálfur reyndar ekkert sannfærður um það. Næsta sumar á hann ennþá 4 ár eftir af samningi sínum og það hefur engin klásúla bæst við frá því í sumar. Hann verður því á nákvæmlega þeim stað og við viljum hafa hann á. Ef liðið fær eitthvað stjarnfræðilegt tilboð snemma næsta sumar, þá getur vel verið að menn meti það svo að ekki sé forsvaranlegt að neita slíku boði. Ef það gerist, þá segir það sig sjálft, það verður keyptur alvöru kaggi í staðinn.

Þannig að það er fullt af breidd þarna og það þarf lítið að spá í breiddinn sem slíkri, og til skemmri tíma þá er þetta alveg í góðu lagi. Þetta snýst fyrst og síðast um hvort hægt sér að auka gæðin. Ef Can myndi skrifa undir samning, þá værum við í þrusu málum og þá gæti ég séð okkur losa einn út, hvort sem það væri Milner eða Grujic.

SÓKNARMENN

Já, ég set fremstu menn alla saman í einn graut, alveg sama hvort menn séu flokkaðir sem framherjar eða kantmenn. Það er líka sjaldan ljóst þegar leikir hefjast, hvar hver leikmaður á að spila. Meira að segja eru menn ekki alltaf klárir á því (þeir sem eru að horfa) eftir að þeir byrja. Roberto Firmino, Mo Salah, Sadio Mané, Daniel Sturridge, Dominic Solanke, Alex Oxlade-Chamberlain og Danny Ings. Þessir þrír fyrstu fá mann hreinlega til að slefa aðeins, svo góðir eru þeir. Það er heldur ekki ónýtt að eiga hina 4 til taks eins og staðan er í dag. Þar fyrir utan eru ungir strákar sem eru að taka miklum framförum, sumir á láni og aðrir á svæðinu. Ben Woodburn, Harry Wilson, Ryan Kent, Sheyi Ojo svo einhverjir séu nefndir. Svo er Divock Origi að standa sig vel í Þýskalandi á láni og Lazar Markovic er…já, eða bara alls ekki. Svo eru strákar eins og Rhian Brewster sem nýlega sló í gegn á HM U-19 að mig minnir og varð þar markahæstur í liði Heimsmeistaranna.

Þarna er um að ræða 3-4 stöður og ekki neitt sem ég sé að þurfi að bregðast við strax í janúar. Menn að koma tilbaka úr meiðslum og slíku og fyrstu 3 kostirnir algjörlega og fullkomlega í heimsklassa og 2-3 þar á eftir í mjög fínum klassa. En hvað svo? Hvernig mun þetta þróast með Sturridge til að myna? Ef horft er til lengri tíma, þá megum við alveg við því að bæta við vopnum í framlínuna. Líklegast (því miður) er framtíð Danny Ings hjá Liverpool lítil, hann er einfaldlega búinn að missa of mikið úr síðustu 2 tímabilin, til þess að geta komið tilbaka hjá okkur. Hann á þó algjörlega möguleika á að geta orðið prýðilegur Úrvalsdeilarleikmaður, en ég tel að hann verði ekki lengi hjá okkur. Flottur gaur og greinilega sterkur andlega.

Dominic Solanke er ákaflega efnilegt eintak, en ég held að það sé alveg hægt að bæta við verulegum gæðum í sóknina og samt haldið áfram að byggja hann upp og þróa út í það sem hann gefur tilefni til að verða. Ég sé Daniel Sturridge ekki fara á næstunni, hann veit sjálfur að þetta er hans síðasti séns hjá stórum klúbbi og ef einhver hefur trú á hans hæfileikum, þá er það hann sjálfur. Sem sagt, einn alvöru sóknarleikmaður næsta sumar takk.

SAMANTEKT

Já, ég hef séð stuðningsmenn félagsins fara hamförum á netinu yfir því að Liverpool sé 5-6 leikmönnum frá því að keppa um titla. Það er kannski hægt að segja þetta í ár, þar sem Man.City hafa sett viðmið sem erfitt er að ná. Ég held að menn séu aðeins á villigötum ef menn ætla að miða við þá akkúrat núna, því ég sé bara varla það lið í veröldinni sem stenst þeim snúning eins og staðan er í dag. En erum við 5-6 leikmönnum frá því að keppa þarna á toppnum? Þarna fyrir aftan City og vonandi að nálgast þá meira og keppa í nánustu framtíð? Nei, held ekki. Eins og staðan er í dag, þá er Liverpool heilum 4 stigum frá öðru sæti og algjörir lykilmenn búnir að vera fjarverandi alltof stóran hluta af tímabilinu. Ég er á því að einn alvöru miðvörður í janúar muni fleyta okkur upp í baráttuna um 2-4 sætið og alveg jafnfætis hinum liðunum. Skammtímaplanið ætti að skila okkur þangað.

Langtímaplanið væri svo að bæta við miðverði, miðjumanni (Keita) og alvöru sóknarmanni inn í myndina til að taka verulega stórt skref í þá átt sem við ætlum. Fari Coutinho, þá að sjálfsögðu bætist annar slíkur kaggi í flóruna.

Aðal málið í mínum huga er að með því að bæta alvöru miðverði við í janúar, þá verður næsta sumar þannig að það er virkilega í fyrsta skipti í afar langan tíma hægt að fara að horfa til fárra mjög svo góðra leikmanna. Þá kemst það á radarinn að bæta við leikmönnum sem eru að bæta byrjunarliðið og þar með styrk liðsins í heild alveg gríðarlega.

Já, ég er nokkuð bjartsýnn bara, er það glæpur?

18 Comments

  1. Algjörlega Spot on Steini. Spurningin er bara eins og með markverðina hvaða alvöru miðvörður er þarna úti? Ég er enn gríðarlega spenntur fyrir Virgil en verður hann falur í janúar? Hvaða miðvörður sem dytti inn í byrjunarlið og bætti okkur er mögulega í boði í janúar? Ég hafði og hef þá trú að Klopp sé með njósnarateymi sitt á fullu í Þýskalandi þegar kemur að miðvörðum því þýskt í vörn eru oftar en ekki gæði.

  2. Ég hugsa að mér finnst mest spennandi ungi miðvörðurinn í dag vera Aymeric Laporte hjá Athletic Bilbao. Þessi strákur er franskur Baski og grjótharður í horn að taka eins og hann á kyn til.

    Leiðtogi á velli og hefur t.d. verið fyrirliði allra yngri landsliða Frakka.

    Ekki að hann sé til sölu tel ég vera og Bilbao er ekkert grín að eiga við í samningamálum. Hann á líka 2-3 ár eftir af samningi. Hins vegar er hann með útgönguverð upp á 65 m evra og maður má láta sig dreyma.

  3. Van Dijk verður að vera til sölu. Í síðasta glugga tóku forráðamenn Southamton ekki í mál að selja hann.

    Svo gleymdir þú í þessum pistli að nefna Trent Alexsander Arnold sem möguleika í hægri bakverði.

    ” Eins bjánalega og það hljómaði hjá Klopp í sumar þegar hann sagðist ekki sjá marga betri varnarmenn þarna úti”
    Ég geri þá ráð fyrir því að ummæli Slaven Bilic hljómi þá líka bjánalega í þínum eyrum þegar hann sagði að allir miðverðir sem spili fyrir Liverpool geti litið illa út. Væntanlega duga enginn rök eins og að benda á þá augljósu staðreynd að Liverpool spilar ekki með varnartengilið og spilar blússandi sóknarbolta sem að sjálfsögðu verður þess valdandi að vörnin er oft ansi berskjólduð.

    Rótgróið hatur þitt á Ragnari Klvan er mér löngu orðið ljóst eftir að hafa hlustað á ansi mörg prodköst í gegnum tíðna en þegar ég hef séð hann spila hefur mér fundist vera fínasta backup fyrir hina miðverðina og skilað sínu þokkalega. Sérstaklega undanfarið þegar Liverpool hefur ekki verið eins sókndjarft og áður og fær meiri hjálp frá miðjunni. Klavan hefur vissulega verið mistækur en það hefur Lovren verið líka. Raunar fullyrði ég að Lovren sé mistækari.

  4. Sælir félagar

    Takk fyrir þetta SSteinn og þetta er fín yfirferð þó ég sé mati þínu ekki sammála í öllum atriðum. Hvað TAA varðar þá misskilur Brynjar#3 eitthvað það sem þú segir um hann en um annan hægri bakvörð, Clyne, þá er ég ekki sammála. Mér finnst hann í besta falli sæmilegur og varla það sem sóknarbakvörður og er þar á svipuðu plani að mínu mati og Gomez og varnarlega eru þeir af svipuðu kalíberi að mínu mati. TAA er gífurlega áhugaverður leikmaður til framtíðar litið sérstaklega sóknarlega. Þar erum við sammála.

    Um Ragnar Klavan er ég sammála Brynjari#3. Hann stendur algerlega fyrir sínu og er jafnvel ekki eins mistækur og Lovren. Aftur á móti tel ég Matip ofmetinn miðvörð. Að mínu mati helgast það af því að viðmiðin sem hann hefur við hliðina á sér eru það slök að miðað við þau virðist hann góður. Mér er til efs að hann kæmist á bekkinn hjá liðum eins og MC, CFC, THFC eða Arsenal svo dæmi séu tekin. Hinsvegar getur hann nýst sem gott backup fyrir annan miðvörð. Þetta segir að okkur vantar í reynd 2 klassa miðverði.

    Að öðru leyti er ég sammála þér um aðrar stöður á vellinum og miðja og sókn ættu að vera frábærlega mönnuð þegar Keita verður kominn og sóknarmaður sem ég held þó að D. Ings ætti að geta mannað. Það er að segja target maður sem er sterkur í loftinu og tekur mikið til sín þar sem þarf að brjóta á bak aftur strætóa a la Móri mótorkjaftur. En enn og aftur takk fyrir umræðuna í þessu ofurleiðinlega landsleikjahléi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Takk fyrir þennan pistil og umræður i kjölfarið. Gott að fara örlítið yfir stöðuna. Veit svosem ekki af hverju þessi óskapa umræðu er alltaf um Klaven. Gleymum því ekki að hann var hugsaður sem backup og jafnvel varabakup og alls ekki meir. Liðið okkar hefur því miður ekki tök á því í augnablikinu að vera með heimsklassa varnarmann sem kemst ekki í liðið. Því segi èg; Klaven hefur bara staðið sig nákvæmlega jafn vel og efni stóðu til, jafnvel betur í mörgum leikjum. Aðra sögu er að segja af Lovren og jafnvel Matip líka. Þeir félagar eiga að vera númer 1 og 2 í miðverðinum og á þá þarf krafan að vera annars bara nýir í þá stöður og þeir færast neðar í goggunarröðina.

  6. Það allavega vantar ekki mikið uppá þessa samantekt!….kannski helst spurningarmerki hvort eigi að selja Can í janúar og fá pening fyrir hann eða halda áfram núverandi samningaviðræðum og vona það besta.

  7. https://www.thisisanfield.com/2017/11/jurgen-klopps-new-look-4-2-2-2-long-making-liverpool/

    Áhugaverður pistill hérna um mögulegt 4-2-2-2 framtíðar leikskipulag Liverpool. Sérstaklega með væntanlegri innkomu Naby Keita sem er þaulvanur þessu leikkerfi.
    Sammála SSteinn með að það sé klár tilefni til bjartsýni. Breiddin hjá Liverpool er að verða svakaleg og ef við bætum lykilstöður erum við með frábæran hóp sem getur gert sterka atlögu að titlinum. Hryggjasúluna verður að laga;

    Fá nýjan markmann nr.1

    Fá leiðtoga í miðja vörnina

    Fá nýjan fyrirliða fyrir Liverpool (face it Henderson bara ræður ekki við þetta hlutverk) sem yrði vonandi heimsklassa miðjumaður við hlið Naby Keita.

    Svo þurfum við að koma mönnum eins og Sturridge og hans ofurlaunum frá Liverpool. Okkur sárvantar hraðan og hreyfanlegan Striker sem hægt er að stóla á varðandi mörk.

    Heimsklassa menn í þessar 4 stöður sem henta inní liðskipulagið og liðsandann og við getum virkilega farið að tala saman.

  8. Það er mér til efs Brynjar að þú hafir lesið pistilinn, þar sem ég kom sérstaklega inn á Trent Alexander-Arnold: “…og svo er einn al efnilegasti leikmaður okkar, frábært backup og líklegast framtíðarmaður hægra megin, Alexander-Arnold. ”

    Fannst þér það virkilega “meika sens” að segja að það séu ekki til miðverðir þarna úti sem eru betri en þeir sem Liverpool hafa á að skipa? Ef svo er, þá er það bara þitt mat og bara allt í fína. I beg to differ, sama hvað atvinnulaus Bilic segir. Miðverðir okkar hafa verið akkorði við að framkvæma bjánaleg einstaklingsmistök.

    Og að tala um rótgróið hatur mitt á ákveðnum leikmanni er í besta lagi fyndið. Ég hata ekki nokkurn mann, ekki einu sinni Tim Cahill. Mér finnst Ragnar Klavan vera einfaldlega langt, langt frá því að vera nægilega góður til að fá mínútur í Liverpool liðinu. Við skulum samt róa okkur í einhverri histerískri hatursumræðu eins og þetta séu virkir í athugasemdum á DV.

    En flott að fá umræður svona almennt hérna inni, hver hefur sína sýn á hlutina og hvernig menn telja að helst ætti að bæta liðið til skemmri eða lengri tíma.

  9. Að mörgu leyti er ég sammála sem greinahöfundur bendir réttilega á í pistli sínum, Það er hægt að segja að við séum komnir með nokkuð öfluga breidd á liðið fyrir utan miðvarðastöðuna okkar, 4-5 nýjir leikmenn til gera liðið samkeppnishæft við Man City er bara alls ekkert vitlaust.

    Mín skoðun miðað við hvernig liðið hefur spilað í vetur er að okkur sárlega vantar alvöru leiðtoga, Leikmann Eins og Viera var hjá Arsenal á sínum tíma. gefur miðverðinna meira sjálfstraust með skipulagi sínu og leiðir liðið áfram þegar þess þarf. Henderson á allveg sína leiki enn ég er bara ekki sannfærður um að hann sé nógu öflugur til að leiða liðið á toppinn.

    í Raun má segja að Hryggjarsúlan sé soldið veikburða eins og er, enn stöðurnar í kringum hryggjarsúlunna okkar hefur held ég aldrei verið eins góðar síðan ég man eftir mér. Ég sé allveg fyrir mér ef það kæmi sterkur miðjumaður sem er sannkallaður leiðtogi stjórnar liðinnu og 1 sterkur varnamaður sem stýrir vörninni og fyrst og fremst lætur heyra í sér öskrar frá sér bara allt annað enn þögn þá séum við komnir í góð mál.

    Þegar maður hugsar til fortíðar og spáir í öll liðin sem ég hef fylgst með sem Liverpool hefur haft, Þá virðist liðið alltaf vera þessum 3-5 topp leikmönnum frá því að vera topplið með 1 undantekningu! Vonandi nær Klopp að breytta því með næstu 2 gluggum.

  10. Ég las reyndar pistilinn en hef ekki séð þetta með Trent.

    Lovren var einn allra besti maðurinn í Southamton þegar hann kom yfir til Liverpool og Matip hafði spilað um tvöhundrað leiki í Bundesligunni. Þeir þóttu báðir bera af í sínum liðum. R

    Það þarf nú ekki að sjá mikið af Klavan spila til að skilja afhverju þér líkar hann ekki. Hann er t.d ekki sá hraðasti og hefur verið mistækur í gegnum tíðina. En ef hann er skoðaður nánar, virðist hann hafa öll verkfærin. T.d góður að verjast, með góða sendingagetu og með góðan leikskilning og góður skallamaður. Miðverðir þurfa ekkert endilega að vera þeir snöggustu ef þeir búa yfir öðrum eiginleikum eins og líkamlegum styrk. Mér finnst þú í raunni dæma hann svipað og t.d Sakho var oft dæmdur fyrir að bera sig luralega en einmitt Sakho var alveg jafn mikið að gera af sköndulum og klavan en átti samt að vera aðalnúmerið í vörninni og var þar að auk með rifinn heilavöðva og þurfti því að fara.

    Minn punktur er sá allir miðverðir geta litið út ef þeir eru ekki með meiri hjálp frá miðjunni en raun ber vitni. Ég er þeirrar skoðunar að jafnvel Van Dijk gæti litið illa út í þessum leikstíl og tek heilshugar undir með Jurgen Klopp að varnamennirnir eru ekki vandamálið heldur hvernig liðið verst í heild sinni.

    Enda eftir að bakverðinir eru ekki að fara eins framanlega og áður, þá er Liverpool ekki að fá á sig eins mikið af mörkum. Einkennileg tilviljun.

    Þegar ég er að tala um “rótgróið hatur” , þá er augljóst að ég er ekki að tala um það í orðsins fyllstu merkingu, heldur þá staðreynd að þú hefur nákvæmlega ekkert álit á Klavan og í hreinskilni sagt, þá finnst mér þú ekki dæma hann sanngjarnt. T.d hefur hann spilað vel í undanförnum leikjum og hefur akkurat ekki verið vandamálið en þú ert enn alveg gallharður á því að hann sé algjörlega vonlaus leikmaður.

  11. Flottur pistill og mjög sammála honum. Draumurinn væri að fá í janúar þá Virgil og Maschareno. Jú, manni má alveg dreyma enda er sjálfur Klopp í stjóra sætinu okkar.

  12. Klavan hefur komið ágætlega inn í síðustu leikjum, menn dæma hann of hart, sennilega út af tengingu við íslenska nafnið Ragnar, en allir voru á því að íslenski Ragnar ætti að fa pláss í Liverpool vörninni eftir hinn góða árangur á EM

  13. Maður er líka bjartsýn á framhaldið hjá liverpool.
    Mér finnst nefnilega svo margir góðir hlutir vera í gangi þótt að við séum ekki að fara að berjast við enska titilinn í ár.

    1. Klopp – Mér fannst hann blása lífi í okkar klúbb sem var pínu fast í hlutlausum. Við áttum eitt ár sem við voru ótrúlega nálagt því að verða meistara en árin á undan og eftir voru ekki merkileg og má segja að við höfum klúðrar okkar Leicester tækifæri á þessu eina tímabili því að það var undantekning en ekki regla.
    6,8 og 7.sæti svo þetta ótrúlega tímabil og 6.sæti og 8.sæti. Á fyrsta fulla tímabili Klopp lentum við í 4. sæti = frábær árangur , ekki það sem við viljum en mikil framför.
    Hann kemur með ákveðna hugsun og gerir mikla kröfur til leikmanna og finnst mér að liðið okkar hafi fengið smá auka kraft með tilkomu hans bæði innan vallar sem utan.

    2. Spilamennskan. Jájá varnarleikurinn þarf að batna en djöfull erum við alltaf ógnandi og hættulegir fram á við og þótt að maður er taugahrúga að horfa á varnarleik liðsins og galopna leiki þá er ég viss um að andstæðingar liverpool hlakka ekki til að spila á móti þeim

    3. Ungir leikmenn. Það þarf að átta sig á því að við erum að spila nokkrum kjúklingum í vetur í lykilhlutverkum og margir af aðalköllum eiga að eiga sín bestu ár eftir t.d
    Trent 19 ára
    Gomez 20 ára
    Matip 26 ára
    Winjaldum 27 ára
    Henderson 27 ára
    Firminho 26 ára
    Coutunho 25 ára
    Moreno 25 ára
    Ox 24 ára
    Salah 25 ára
    Mane 25 ára
    Solanke 20 ára
    Woodburn 18 ára

    4. Meiðsli – já þetta er sá þáttur sem gott væri að losna við eða jafnvel minka aðeins en það er stundum erfitt að eiga við þettan en maður þarf samt alltaf að miða við gengi liðsins á þeim valmöguleikum sem stjórinn hefur. Þú getur lenti í meiðslum á nokkrum mönnum en svo getur þú lent í meiðslum á lykilmönnum og meiðsli á svoleiðisköppum veikja lið mikið.

    Lallana og Clyne hafa misst af tímabilinu fram tilþessa en Lallana var einn af okkar bestu leikmönum á síðustu leiktíð og Clyne er eins stöðugur og hægt er.
    Svo eru margir sem hafa ekki spilað mikið af þessum fyrstu 11 leikjum t.d
    Coutinho 5 leikir og Mane 6 leikir en aðeins Matip, Salah og Firminho eru þeir einu sem spilað hafa 11 deildarleiki og sjáið þig þá strax hvað margir hafa verið að missa af leik eða leikjum.

    5. Stígandi og reynsla. Mér finnst eins og Klopp og hans menn séu farnir að lesa meira í enskudeildina. Já það má gagnrína hann fyrir að hafa ekki bæt inn miðverði en maður sér að hann er búinn að draga úr þessari hápressu aðeins því að hann sá að leikmenn gátu ekki staðið sig í henni yfir heilt tímabil því að hraðinn er nógu mikil fyrir á Englandi.
    Maður hefur séð Klopp vera aðeins að fikta í leikerfi(sjá síðasta leik) og maður finnst eins og ungu gauranir séu farnir að ná meiri stöðuleika sem er lykilinn að stigasöfnum.

    Mín spá:
    Ég spái því að Liverpool endar í top 4 aftur í ár og ég spái því að við munum laga varnarleikinn aðeins eftir áramót og enþá betur eftir næsta sumarglugga en liðið mun halda áfram með blússandi sóknarleik og að við munum fara að berjast um enskatitilinn á næstu 2-3 tímabilum.
    Svo mikla trú hef ég á Liverpool og Klopp.

  14. Sannast sagna, þá hefur Klavan kallinn vaxið ef eithvað er, hverju það er að þakka, sennilega Klopp, enda varla keypt hann nema hafa séð einhvern möguleika í honum. Heilt yfir þá þurfum við einungis sterkan afturliggjandi miðvörð, Keita verður framliggjandi miðvörður, síðan alvöru varnarmann, sem hefur það í blóðinu að verjast, og límt saman vörnina. Að öðru leiti erum við bara í góðum málum, og vá, þegar allir eru heilir, þá er þetta bara frábært lið, örvæntum eigi.
    YNWA

  15. Vill grjóthart statement frá klúbbnum bjóða sóðalega upphæð í Van Djik í janúar okkur vantar alvöru leikmann eins og hann.
    Drauma setupið yrði Clyne – Matip – Van Djik – Moreno þaes ef Clyne jafnar sig á þessum meiðslum á næstunni og Moreno heldur áfram að standa sig og hann hefur gert.
    Lovren og Klavan geta þá rifist um bekkinn mér er sama.
    TAA og Gomez hafa staðið sig vel og eiga helling inni það er auðséð.

  16. Nr 17: Já best ég svari sjálfum mér… commentið nr 16 er líka vikugamalt!!

    Ég rata víst sjálfur út….

Podcast – Clean sheet Klavan

Sevilla – Liverpool 3-3