Byrjunarliðið gegn Maribor

Meistaradeildin á Anfield á þessu ágæta miðvikudagskvöldi er fín leið til að hefja nóvembermánuð. Eða það vonum við í það minnsta og í heimsókn eru komnir fyrrum heiðursgestir úr Hafnarfirði sem Púlarar unnu sögulegan 0-7 stórsigur á fyrir skemmstu. Það verður erfitt að toppa slík úrslit en eins lengi og stigin 3 falla í okkar skaut þá grunar mig að flestum Púlurum verði nokk sama um markatöluna.

Byrjunarliðið hefur verið kunngert og er eftirfarandi:

Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Klavan, Moreno, Can, Milner, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Salah, Firmino.

Bekkurinn: Mignolet, Gomez, Robertson, Henderson, Grujic, Sturridge, Solanke

Mestu athygli vekur að Oxlade-Chamberlain byrjar inná og það er fyrsti byrjunarliðsleikur hans á Anfield og í CL fyrir LFC. Í markið er Karius mættur,  Alexander-Arnold í hægri bakvörðinn og Emre Can á miðjuna. Einhverjir hefðu vonast eftir að sjá Robertson fá einn leik í vinstri bakverðinum en það verður að bíða betri tíma og er hann til taks á bekknum.

Skyldusigur, 3 stig og ekkert múður!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

38 Comments

  1. Ef það ætti að hvíla leikmann eins og Salah einhvern tímann á leiktíðinni þá er það í svona leik á móti svona liði.
    Sturridge á bekknum kemur mér á óvart, einnig finnst mér ótrúlegt að Robertson fái ekki tækifæri í þessum leik. Varð Moreno allt í einu frábær bakvörður í sumar eftir að hafa ekki átt nokkurn séns á byrjunarliði í fyrra.
    Vonandi sleppa lykilmenn við meiðsli í kvöld.

    Sterkt lið sem hefði alveg mátt breyta meira að mínu mati, en vonandi verður þetta fótboltaveisla.

  2. Líst vel á þetta! Hef mjög einfaldan smekk, vil bara þriggja stiga og meiðslalaust kvöld.
    Segjum 3-1.

  3. Persónulega er ég hundfúll yfir þessu liðsvali. Hefði viljað Sturridge, Robertson, Grujic og Solanke alla byrja.

  4. Uuuu okey.. hægasti og mest rólegasti leikur það sem af er… og Gini meiðist. W…t…f! Only at LFC..

  5. Pakka í vörn og beita svo skyndisóknum það klikkar ekki á móti Liverpool .

    ha ha ha þetta er meira djók liðið 🙂

  6. Lítið hægt að kvarta, okkar menn eru að reyna allt. Oxlade, Salah og bakverðirnir búnir að vera flottir, það er bara tímaspursmál hvenær markið kemur.

  7. Verður að taka sénsa. Þrjá í vörn og tvo í framlínuna. Gengur ekkert svona.

  8. Hvaða mancrush er Höddi Magg með á Chamberlain?

    Mér finnst hann ekki hafa getað rassgat. Ekki frekar en aðrir reyndar…..

  9. Það vantar bara smá herslumun í síðustu snertinguna hjá okkar mönnum og þetta mun koma. Mikilvægt að halda einbeitingunni. Tel að við setjum tvö í seinni og Maribor verði fyrstir til að missa einbeitinguna.

  10. Þetta er full hægt og við hálfkærulausir þegar tækifæri gefst en fyrsta snertingin ekki að gera sig hjá Salah, Firminho og Can.
    Það var ljóst strax í byrjun að þetta yrði engin markaveisla og færinn myndu ekki vera mikið þegar þeir stilla upp í 5-4-1 og þessi fremsti er nálagt eigin vítateig.

    Það þýðir samt að við fáum að vera með boltan að vild og byggja upp sóknir en málið er að leikmenn eins og Can, Millner og Henderson skapa oftast EKKERT. Ég held að við ættum að taka Millner/Can útaf og setja inná Sturridge/Solanke og færa Firminho á miðsvæðið með Henderson og leyfa Sturridge/Solanke að vera frami.

    Þetta tekur tíma en það er ekkert panic í gangi hjá okkur og er það gott.

  11. Mér finnst skorta tvo hluti hjá Liverpool. Annað er að nýta betur föst leikatriði og svo þarf einhvern plan B framherja sem er allt öðruvísi en hinir. Hávaxinn og góður í loftinu svo það sé hægt að senda háa bolta inn í teiginn sem skapa hættu.

    Annars er ekki við Liverpool að sakast ef nánast öll lítil lið vð stilla sér svo aftarlega að jafnvel fremstu menn liðsins fara ekki upp fyrir miðju.

  12. Liverpool 83.5% með boltan já þið lásuð það rétt 412 passes á móti 57 má þetta bara ?

  13. Þetta þarf ekki að vera flókið! Snyrtilegur þríhyrningur og flott afgreiðsla.

  14. Nú orðið getur maður stólað á þrjú núll sigur þegar við brennum af víti. Get lifað með því 🙂

Podcast – Hægt á byggja á góðum sigri gegn Huddersfield

Liverpool 3 – 0 Maribor