Nokkrar pælingar

Nokkrar handahófskendar pælingar í landsleikjahléi:

Áhyggjur af Oxlade-Chamberlain

Það er óhætt að segja að fyrstu vikur AOC hafi verið vonbrigði og það er aðeins erfitt að átta sig hvert hlutverk hans eigi að vera. Þegar Liverpool kaupir mann á £35-40m er sanngjarnt að búst við því að sjá hann nánast strax í liðinu. Hann hefur hinsvegar spilað 163 mínútur síðan hann kom og verið vægast sagt afleitur. Ekki bara þar heldur hafa frammistöður hans með Arsenal (gegn Liverpool) og enska landsliðinu þar sem hann er að byrja leiki ekki hjálpað.  Hann yfirgaf Arsenal svo sannarlega ekki til að fara í sama hlutverk hjá Liverpool, sem varamaður sem hægt er að rótera í mörgum stöðum. Það er allt of snemmt að dæma hann strax en það vekur upp slæmar spurningar að sjá hann ekki komast í liðið þegar bæði Coutinho og Lallana eru fjarverandi eins og hefur verið núna í byrjun tímabilsins.

Hann kom auðvitað bara fyrir sex vikum en vonandi deyr með honum mýtan um að gott sé að kaupa leikmenn með reynslu að ensku úrvalsdeildinni. Hún skiptir engu máli umfram aðrar deildir ef leikmaðurinn er nógu góður. Andy Carroll var síðasti Englendingur sem kostaði svona mikið sem undirstrikar þetta.

Klopp hefur komið honum til varnar og talað réttilega um að hann þurfi tíma og þolinmæði til að aðlagast Liverpool. Klopp spilar allt öðruvísi fótbolta heldur en Wenger og auðvitað var vont að hann næði ekki undirbúningstímabilinu með Liverpool. Hann þarf engu að síður að fara sýna eitthvað smá mjög fljótlega.

Hin sumarkaupin

Pirringur yfir byrjun Chamberlain er bara partur af áhyggjum yfir sumarglugganum. Eins og staðan er núna hefur Liverpool liðið lítið sem ekkert batnað á þeim stöðum sem þurfti að bæta. Vissulega var mikil þörf á Salah og hann hefur byrjað með látum, man varla eftir mikið betri byrjun hjá nýjum leikmanni Liverpool. Maður myndi líka ætla að þakið hjá honum sé mun hærra og bæti hann sig fyrir framan markið verður fljótlega farið að tala um heimsklassa leikmann.

Chamberlain átti að þétta miðjuna og líklega eru kaupin á honum óþægilega mikið undir smásjánni þar sem bæði Keita og Van Dijk klikkuðu. Það vita allir afhverju kaupin á þeim gegnu ekki upp en það breytir því ekki að Liverpool styrkti sig fyrir vikið bara ekki nóg í sumar (að því er virðist).  James Milner eykur breiddina hvað mest á miðjunni ásamt auðvitað Coutinho sem er núna farinn að finna fjölina í nýju hlutverki.

Andy Robertson er í svipaðri stöðu og Chamberlain bara ekki með eins þungan verðmiða á bakinu. Eins hefur góð frammistaða Moreno gert það að verkum að Robertson er ekki undir smásjánni. Hinsvegar er áhugavert að Moreno heldur honum út úr liðinu miðað við hversu toxic Moreno var á síðasta tímabili. Vara vinstri bakvörður var a.m.k. ekkert sérstaklega aðkallandi í sumar.

Solanke er síðan þriðji kostur í sóknina í liði sem spilar með einn sóknarmann. Frábært efni en hefur líklega ekki mikil áhrif á gengi Liverpool á þessu tímabili.

Hópurinn var alls ekkert afleitur fyrir og sérstaklega ekki byrjunarliðið, það að halda Coutinho var stórt en við þurfum töluvert meira frá bretunum þremur til að þessi gluggi teljist góður.

Man Utd næst á versta tíma?

Liverpool fór inn í þetta landsleikjahlé með jafntefli gegn Burnley og Newcastle í tveimur af síðustu þremur deildarleikjum. Næstu leikir eru gegn United heima og Tottenham úti og því góður séns að Liverpool verði komið töluvert langt aftur úr strax eftir níu umferðir. M.ö.o. liðið verður að stíga upp í þessum stórleikjum.

Það hjálpar ekki að Liverpool á að sjálfsögðu fyrsta leik mögulegan eftir landsleikjahlé. Hádegisleik á laugardegi. Það þýðir að Firmino og Coutinho ná nánast ekkert að æfa í vikunni, Braselía á leik á miðvikudaginn og okkar menn verða líklega ekki komnir til Englands fyrr en á fimmtudaginn.

Mané og Salah fá hinsvegar nánast alla vikuna til að undirbúa sig þvi ég held að þeirra lið eigi bara leik núna um helgina, ekkert í miðri viku.

Meiðsli Lovren

Það var nú ekki á það bætandi í vörn Liverpool en Lovren sagði frá því fyrir stuttu að hann væri að bryðja verkjalyf fyrir hvern leik, rétt eins og við sem erum að horfa á varnarleik Liverpool í hverri viku. Hann er ekki með Króatíu í kvöld og óvíst hvort hann verði klár í Úkraínu leikinn, við (íslendingar) vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru Króötum. Nokkuð ljóst að þessi meiðsli hans eru eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af því eins og staðan er núna er Klavan að fara byrja gegn United.

Sturridge er búinn

Þetta er ekkert flókið, Daniel Sturridge hefur átt eitt gott tímabil á ferlinum, það var því miður fyrir fjórum árum og í kjölfarið fékk hann (allt of) stóran samning sem gerir það verkum að Liverpool losnar ekki svo glatt við hann. Hann hefur vissulega sýnt góða takta stundum þegar hann kemur í liðið eftir meiðsli en staðreyndin er að hann hefur aðeins skorað 14 mörk í deildinni síðan hann skrifaði undir samning fyrir þremur árum og þau skiluðu sjö stigum.

Firmino hefur verið í lægð undanfarið og Sturridge fékk heldur betur sénsinn gegn Newcastle. Þar óttast ég að við höfum verið að horfa á nákvæmlega það sem gerðist hjá Owen og Fowler á þessum aldri. Hann er 28 ára, búinn að vera meira og minna meiddur í þrjú ár og var það reyndar líka fyrir þetta eina alvöru góða tímabil.

Sturridge hefur verið heill heilsu á þessu tímabili og ljóst að maður hefur vægast sagt áhyggjur þó það sé ennþá aðeins of snemmt að afskrifa hann með öllu. Tek fram að þetta er sokkur sem ég væri mikið til í að éta. Geri það ekki þó hann skori 2-3 mörk á næstunni en hverfur svo aftur. Þurfum mikið meira frá Surridge, þurfum eitthvað í samræmi við samninginn sem hann er með. Held að hann sé búinn að vera á mun betri samning undanfarin þrjú ár heldur en t.d. Harry Kane.


Þetta hefur ekki alveg verið að spilast með okkur undanfarnar vikur og nokkur óveðursský á lofti en engin ástæða til að fara á taugum. Liverpool liðið á meira en nóg inni.

50 Comments

  1. Nú eru menn að tala um að CAN sé að fara til Bayern frítt á næsta ári.

  2. Við skulum ekki afskrifa Sturridge alveg. Owen átti fínan feril og varð englandsmeistari þrátt fyrir að vera meiðslapési.
    Just sayin..

  3. Sammála #2. Ég er ekki tilbúin að afskrifa Sturridge alveg, gefum honum nokkra leiki í viðbót. Það er vel þekkt þegar leikmenn eru búnir að ganga í gegnum erfið meiðsli í langan tíma að þeir séu eitthvað ragir að beita sér 100% þegar þeir ná sér aftur. Hann vantar bara sjálfstraust og trú á að hann sé FIT. Þetta kemur hjá honum 🙂 Vörnin er samt okkar mesta vandamál. Við erum að skapa fullt af færum, en þurfum bara eitt færi á okkur sem skilar oftar en ekki marki á okkur.

  4. Förum aðeins yfir þetta.

    1. OX hefur varla verið að spila. Hann byrjaði inná í einhverjum deildarbikarleik þegar hann var nýkominn og er bara hægt og rólega að komast inní þetta hjá okkur. Ég hef trú að hann eigi eftir að nýtast okkur vel.

    2. Robertson var keyptur til að aukavalmöleikana í vinstri bakverði. Moreno hefur staðið sig ágætlega og tel ég að Robertson verður bara að bíða eftir sínu tækifæri. Hann er ungur og hans framtíð hjá liðinu er bara rétt að byrja.

    3. Ég kvíð þessum Man utd leik lítið. Það er eitthvað sem segjir mér að við eigum eftir að sjá Liverpool í vígahug í þeim leik.

    4. Meiðsli Lovren veldur manni áhyggjum en þá er best að fara í landsleikjarhlé og hvíla(hann fór ekki í landsliðsverkefni).

    5. Sturridge er ekki búinn. Ég tel að hann eigi enþá eftir að spila stórt hlutverk hjá okkur í vetur.

    Bónus: Minn uppáhalds leikmaður í Liverpool Lallana fer bráðum að koma tilbaka og svo held ég að vægi Clyne sé mjög vanmetið af stuðningsmönnum Liverpool. Leikmaður sem skilar alltaf sínu sem er áskrift að stöðuleiki á varnarleik ef aðrir taka hann til fyrirmyndar.

  5. Kæru félagar mig langar að setja nokkrar línur hér inn um L.F.C. og Jurgen klopp.Nú tala menn um að komin sé tími á Klopp,ok er það málið? svar mitt er já.Hvað hefur breyst við komu Klopp?mjög lítið.Klopp búin að starfa í tvö ár,er það nógu langur tími?svar mitt er já.Skil reyndar aldrey af hverju nýir stjórar hjá L.F.C. t.d. Rodgers,Dalglish,ogKlopp þurfa mikin tíma til að byggja upp sitt lið.Það tók Conte ekki langan tíma að breyta hlutum hjá Chelsea tvær þrjár breitingar og meistarar strax takk fyrir.Gardiola fyrsta tímbil annað sæti tók við góðu liði kaupir nokkra menn RÉTTA MENN og (vinnur deildina mjög líklega á sínu öðru timabili.)Móri dapurt fyrsta tímabil og þó ekki tveir titlar í hús, frábær byrjun á sínu öðru tímabili.Kaupir RÉTTA MENN.Þessir stjórar virðast hafa það fram yfir Klopp að finna rétta menn fyrir sín lið.Eftir tvö ár hjá Klopp virðist hann ekki vera með það sem til þarf.Eftir sirkusinn í sumar þegar reynt var í þrjá mánuði að kaupa Van Dike og ekkert gékk (ekkert plan B)og í leiðini okkar besti hafsent seldur fyrir einhver strákapör (sem voru smávægileg samkvæmt miðlum)og segist hafa frábæra varnamenn,ok Lovren grátlegur Matib aðeins minna grátlegur ákveður svo einn daginn að smíða eitt stikki senter níu úr vængmanni hef aldrey séð það gert áður þó fylgst með í 45 ár Kaupir eitt stk vængmann 35/40 mills( staða sem við erum hvað best mannaðir)og maðurinn fær ekkert að spila og breytist varla eftir að Lallana kemur inn.Er með besta mann H,M undir 21 árs fær ekki tækifæri,veit hann er nítján ára en kommon!Svona gæji á skilið tækifæri.Kæru félagar ég er í það minnsta löngun orðinn pirraður á þessari Klopp dýrkun hann er ekki yfir gagnrýni hafin.

  6. Takk fyrir skemmtilegar pælingar! Væri ekki ráð að benda Klopp á íslensku landsliðs miðverðina… held varla að þeir séu verri en núverandi aðalpar hjá Liverpool FC!

  7. Það er full hart að segja að Sturridge sé búinn.
    Hann er fyrst núna að halda sér heilum í langan tíma og er ekki í neinni leikæfingu og snerpan ekki alveg eins og hún á að vera.
    Ég vona að Sturridge fái nokkra leiki í röð í byrjunarliðinu eða á meðan hann er heill allavega.
    Heill Sturridge er það besta sem við höfum í dag.

  8. Sturridge það besta sem við höfum? Dastu ofan í bjórgám fyrir viku síðan og ert ennþá að reyna að drekka þig út úr honum?

  9. Ææi ég veit ekki. Mér finnst þetta skrifað í þessum biarpolar” anda sem við Liverpoolaðhangendur þekkjum vel. Annað hvort er lífið æðislegt eða ömurlegt.

    Ég er ekki sammála því að Champerlein sé endilega hugsaður sem miðjumaður. Hann hefur hraðann til að spila sem vængmaður en hitt get ég tekið undir með höfundi þessarar greinar að hann er ekki að standa undir væntingum en ég hef fulla trú á því að hann eigi mikið inni. Svo vil ég minna á að Firmino byrjaði ekkert voðalega vel, sama á við um Lallana og Henderson.

    Hvað Sturridge varðar þá hefur hann oft nú verið ansi drjúgur undanfarin ár en undanfarið hefur hann ekki verið sjálfum sér líkur. Ef einhver leikmaður er líklegur til þess að troða sokki upp í kok þessara neikvæðnisradda þá er það akkurat hann.

    Ég er of bjartsýnn að eðlisfari til að taka undir svona. Glasið er alltaf hálffullt hjá mér og það er alltaf að fyllas í það.

  10. Finnst bara orðið leiðinlegt að fylgjast með Liverpool þetta er alltaf sama sápuóperan. Vörnin er búin að vera til vandræða síðan langt áður en að Klopp tók við og það hefur nákvæmnlega ekki neitt verið gert til þess að bæta úr því. Í byrjun sumars vissu allir hvað var mikilvægast fyrir Liverpool að gera í glugganum og hvað var gert nákvæmnlega ekki neitt. Þetta er bara sorglegt hvað getuleysið virðist vera algjört. Vorum í dauðafæri á að styrkja okkur verulega í sumar en það var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt og nú uppskerum við eins og við sáun. Dottnir út úr einum bikar förum illa af stað í meistaradeildinni og drögumst aftur úr í deildinni. Það er alltaf næsta ár er það ekki.

  11. Ég hefði viljað sjá Milner í hægri bakverði, tel hann töluvert betri en þeir sem eru að spila þessa stöðu núna (Gomes getur þvímiður ekki krossað fyrir). Svo verður Firmino að skora meira !!!!. Og varðandi Sturridge, aðal vopnið hans var hraði en eftir öll meiðslin þá er hans besta vopn farið, í dag er hann bara ágætur leikmaður !!! Það helsta sem ég er ósáttur við vin min Klopp er að ég hefði viljað kaupa reynslumikinn miðvörð í sumar víst Dik kaupin klikkuðu. Og að lokum þetta : Það væri algjört harakírí að reka Klopp !!!

  12. Sælir félagar,

    stærsta vandamál liverpool í dag að mínu mati er einn risastór þáttur….. spil liðsins er orðið fyrirsjáanlegt..

    lið eru farin að átta sig á því hvernig stígandinn í sókninni er og hvernig er best að stoppa það og hvar á að pressa á varnamenn svo þeir geri mistök

    að vísu er hægt að röfla um það að tækifærin hafi ekki verið nýtt og þar fram eftir götunum. en ef maður pælir í því hvernig sumir leikmenn eru að skjóta og úr hvernig aðstöðu getur maður vel séð það að andstæðingur hræðist það ekki…

    eins er það með vörnina það er stress og vantraust milli leikmanna og dekkningin í föstu leikatriðunum í besta falli hlægileg. haldiði í alvöru að það sé ekki búið að lesa þetta af andstæðingum okkar?

    það sem hefur fallið soldið í gleymsku þegar ritað og rætt er um gengið er miðjan að mínu mati… það er einn leikmaður sem er notaður mikið sem er kominn með hugann við annað lið… þ.e. emre can, wijnaldum hefur ekki getað neitt það sem af er og svo er henderson þarna sem er ekki í öfundsverðu hlutverki að reyna líma spilið saman… einhvern veginn finnst manni skína í gegn að miðjumennirnir vita hreinlega ekki hvert sitt hlutverk er á vellinum….

    bottom line er að vandi liðsins er miklu stærri heldur en að þessi leikmaður sé búinn eða þessi leikmaður sé meiddur og svo framvegis.

    það er ákveðin rómantík að hlusta á þjálfarann tala um “gegenpressing” og það allt en einhversstsaðar þá hafa hinar gullnu reglur fótboltans fallið í gleymsku:

    sókn vinnur leiki
    vörn vinnur titla.

  13. Fengum á okkur 1,1 mark per leik í fyrra. 1,42 eftir 7 leiki á þessu ári. Erum með 1,7 mörk per leik á þessu season. Ekki vill það batna.

  14. Eftir síðasta leik var líklega ágætt að fá smá frí frá Liverpool og fókus okkar allra er líklega á Laugardalsvöll í dag. Það verður því líklega lítið um virkni hérna fyrr en á miðvikudaginn er við áætlum næsta podcast. Áfram Ísland.

  15. Það eru einhverjir misvitrir miðlar að segja frá husanlega nýjum eigendum. Hvað segja kophöfundar….er eitthvað inside scoop?

  16. Til Hamingju Salah með frábæran leik með Egyptum !
    :O)
    Minn maður kemur vonandi fullur sjálfstrausts í næsta leik á móti Móra…

    YNWA

  17. Mig langar að leggja orð í belg þar sem mest allt er mjög málefnanlegt hér að ofan.

    “Áhyggjur af Oxlade-Chamberlain”
    Er það? Hafa menn virkilega áhyggjur af því hvernig Ox byrjar þetta hjá Liverpool eða er verið að bera hann saman við Salah (svipaður verðmiði).
    Við vorum að fá til okkar strák frá Arsenal sem hefur verið notaður einfaldlega í þær stöður sem vantaði og hefur verið mikið gagnrýndur fyrir sína framistöðu.
    Það er ekkert skrítið að menn séu í rugli ef þeir spila miðju í einum leik, bakvörð í þeim næsta og svo kannski nánast sókarmann í þriðja leiknum.

    Við sáum bara hvernig Milner byrjaði í bakverði….man ekki betur en að menn froðufeltu nánst yfir þeirri tilfærslu þar sem hann var ekki að valda hlutverkefni.
    Eftir að byrja 10 leiki í röð var þetta allt að koma hjá honum og menn farnir að róast.
    Reyndar eru einhverjir að kalla eftir honum í hægri bakvörð….ætla ekki í þá umræðu!

    Ox þarf að fá tíma til þess að aðlagast.
    Salah hefur gert það mjög hratt, Mané var enga stund af því en munurinn á þessum tveimur og Chaimberlain er að þeir voru að byrja alla leiki hjá sínu liði seinustu tvö til þrjú tímabil.
    Þ.a.l eru þeir fullmótaðir leikmenn.
    Spurning um að gafa honum smá séns….þolinmæðin er náttúrulega svo gríðarlega mikil hjá okkur stuðningsmönnum Liverpool 😉

    “Hin sumarkaupin”
    Þessi umræða ætti eiginlega að heita “Ekki hin kaupin”, þ.e. þeir leikmenn sem komu ekki í sumar 😉
    Neinei, það er rætt eiginlega í öllum öðrum þráðum svo að við skulum sleppa því.
    Robertson er frábær viðbót og varð til þess að Moreno tók skrefið og sýndi hvað í honum býr. Þeir eru báðir þokkalega ungir og eiga framtíð fyrir sér í boltanum. Ég hef mikla trú á Robertson en hann fékk klárlega að njóta vafans þegar að hann var keyptur.

    Solanek fær fáa sénsa (skiljanlega) en ef að við förum ekki að skora af einhverri alvöru í næstu leikjum myndi ég vilja sjá hann byrja leik á kostnað Firmino. Fá hann svo alveg spólgraðann inn í leikinn.
    Ungur náungi með helling af hæfileikum og er klárlega hugsaður til lengri tíma.

    “Man Utd næst á versta tíma?”
    Er ekki hægt að segja að þessi leikur komi á besta tíma?
    Nú er einfaldlega að rífa sig upp á rasshárrunum og skora meira en þeir í þessum leik.
    Alveg deginum ljósara að Lukkutröllið er að fara að skora í þessum leik en við verðum að gera það líka gegn betri markvörðum í heimi.
    Ég vill sjá miðju með Emre Can, Henderson og Coutinho – Power og Creativity
    Can þarf að eiga flottan leik til þess að halda í við Matic og svo er líklegt að Herrera komi þarna inn. Míkrafónninn er meiddur í 2 vikur svo að við skálum fyrir því.

    Ég hef fulla trú á því að þetta verði leikurinn sem kveikir í okkar mönnum og við dettum á gott “Run” eftir það.
    Mín spá er 4-2 fyrir okkar mönnum og að Herrera fái rautt í fyrri hálfleik.

    “Meiðsli Lovren”
    Mikið áhyggjuefni og geta þessi meiðslu haft áhrif á að yfirmaður sjúkramála var látinn fyrir fyrir helgina?
    Vonandi hefur þessi landsleikjapása farið vel með kappann og að hann sé nánast búinn að ná sér. Ef ekki þá væri ég alveg til í að sjá Gomez fá start….bara allt nema Ragnar Klavan.

    “Sturridge er búinn”
    Klárt mál að hann fær alltaf að njóta vafans.
    Hann er viðloðandi landsliðið og hefur verið að ná sér aftur á strik eftir löng (og þrálát) meiðsli. Auðvitað hefur hann misst niður hraða en hann er líka mikill fótboltaheili og sér hlaup sem aðrir sjá ekki eða svæði sem menn geta hlaupið í.
    Klárlega “Team-Player” sem ekki er þörf á að losa sig við, alls ekki.

    Nú er bara að vona það besta og sjá hvernig laugardagurinn þróast.
    Ég vill sjá nánast óbreytt lið ef að engir eru meiddir í hópnum.
    Mignolet – Gomez, Matip, Lovren, Moreno – Henderson, Can, Coutinho – Mané, Firmino, Salah.

    YNWA – In Klopp we trust!

  18. Sælir félagar

    Það sem Sfinnur#23 segir!!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

    PS. Ég ætlaði nú alltaf að halda kjafti svona einu sinni á einum spjallþræði en gat það ekki. Maður er nú alveg ótrúlegur bullukollur satt best að segja.

  19. Svona aðeins um LFC og íslenska landsliðið. Eftir að vera búin að horfa á íslenska liðið núna í tveimur leikjum þá er það bæði gott og slæmt að verða að viðurkenna að þegar það koma fyrirgjafir eða áhlaup á íslensku vörnina þá er maður nokkuð viss um að strákarnir nái að verjast og eða Hannes grípi inn í. Allavega að það væri slys ef þeir fengju mark á sig. Því miður er hugsunin með vörnina hjá LFC oft sú að maður hugsar úff við sluppum með skrekkinn núna. Annars held ég að þetta væri minna mál ef sóknarmennirnir í LFC þyrftu ekki a.m.k. 10 færi til að geta skorað eitt mark.
    Annars bara góður, held við tökum Móra og félaga um helgina.

  20. Vissu ekki allir utan við þá sem stjórna hjá Liverpool að þessi Ox kaup myndu floppa? Get a.m.k. ekki bent á marga sem ljómuðu með þessi kaup. Þeir voru allavega færri en fleiri. Þannig að þetta getur ekki komið á óvart.

    Að öðru. Þá var Sadio Mané að meiðast og missir af Utd leiknum.
    Afhverju er svona vonlaust fyrir LFC að taka skref upp á við án þess að taka tvö skref til baka?
    Erum við í slönguspilinu?

  21. Jæja Mané meiddur í 1 og hálfan mánuð í það minnsta , þetta tímabil versnar bara.

  22. Getur einhver ykkar komið skilaboðum til Klopp fyrir mig ?
    Ráða Heimi sem aðstoðarþjálfara og láta hann horfa bara á varnarleikinn og vinna með varnarmennina okkar, væri það ekki ráð ?

  23. Maður er ekki að nenna þessu. Mane frá í 6 vikur, 9 leikir. Þá er hann kominn í netta 12 leiki frá og það er bara nóvember þegar hann kemur til baka. Vonandi að skammturinn sé búinn.

  24. Sæl og blessuð.

    Þetta skýrir margt – slaka frammistöðu hans í síðustu leikjum og að hann skyldi jafnan vera tekinn út af fyrstur manna. Jæja, þá erum við aftur komin í hæga gírinn. Endalaus pósessjón, engin mörk og svo lekur einhver ófögnuður inn fyrir línuna eftir misskilning í vörninni, sofandahátt eða annan hreinræktaðan aulaskap.

    Mikið var það kærkomið að horfa á íslenska landsliðið í sínum leikjum og átta sig á þvi að það er hægt að spila varnarleik sem heldur lakinu hreinu. Maður gleymdi sér í rauninni og átti alltaf von á því að forystan tapaðist. En nei, þetta er ekki Lovren og Matip heldur Raggi Sig (sem Fulham gat ekki notað) og Kári!

    2017-18: bless allar væntingar. 🙁

  25. Ég er sammála þessum áhyggjum af OX. 40m er mikil áhætta fyrir jafn óstöðugan leikmann og uxann. Arsenal félagar mínir voru allavega bara helvíti sáttir með þennan díl fyrir leikmann sem átti ár eftir af samningnum, þeir vilja hins vegar ekki missa Sanchez eða Özil hvað sem það kostar.

    Það er nú samt full mikið af volæði og eymd hérna. Hörkuleikur (og sigur) á laugardaginn og allt verður betra. Eigum við ekki bara að hætta og gefast upp víst Mane meiddist? Landsleikjahlé gefa (aðallega þó fyrir Ísland þessa daganna) og taka. Kante meiddist illa, Fellaini meiddist, Mustafi meiddist illa. Þetta er bara partur af leiktíðinni og snýr ekki bara að leikmönnum Liverpool.

    3-1 á laugardag, Milner, Salah og svo kemur Sturridge og treður einum sokk upp í ykkur. Svo koma væntanlega Ragnarara Reykásar þessar síðu og fara lofsyngja snilli Klopp.

    Það er ýmislegt brotið og margt sem má laga, en þetta er maraþon og ég er svoleiðis hundviss um að við munum taka júnæted frekar sannfærandi á laugardag.

  26. Mane frá í 6.vikur(var búinn að missa af 3 leikjum vegna leikbans) þetta mun veikja okkur og ég tala nú ekki um að Lallana er ekki byrjaður að spila .
    Aftur á móti eru við líklega með mestu breyddina fram á við og getum við sett Coutinho, OX eða Sturridge í framlínuna en Mane er samt það góður að það veikir samt alltaf okkar lið.

    Svona er samt þessi fótbolti og á hverju ári meiðast hjá okkur lykilmenn og það þýðir ekkert að láta það á sig fá. Bara áfram með þetta og stefnum við bara á sigur í næsta leik gegn Man utd.

  27. #37 Keli – Þetta er akkúrat málið. Það er augljóst að allur samanburður við mancherster liðin og chelsea er gjörsamlega óraunhæfur. Þau eru bara að keppa í annarri deild hvað eyðslu varðar.

    Reyndar er ótrúlegt að sjá tölurnar hjá Tottenham þarna en ekki má gleyma því að þeir hafa ennþá ekkert unnið og ekki komist lönd né strönd í Evrópu þó svo að þeir séu búnir að vera sterkir í PL síðustu ár. Vafalaust eru eigendur lfc að vonast til þess að kópera þeirra árangur en það verður að segjast eins og er að síðustu 30 árin eða svo er Leicester liðið það eina sem hefur náð að krækja í PL titil án þess að hafa fjárfest í leikmönnum til samræmis…..ekki sú aðferð sem ég er spenntur fyrir því að eigendur lfc séu að kópera (því það augljóslega skilar ekki titlum reglulega).

    En eru eigendurnir góðir, þessi umræða kemur alltaf upp þegar það kemur niðursveifla í gengi liðsins og yfirleitt fylgir einhver frétt um að fjárfestir frá miðausturlöndum hafi verið á síðasta leik lfc. Ég held að við sem stuðningsmenn séum pínu brenndir hvað síðustu eigendur voru lélegir (sem þeir vissulega voru). Mér finnst klúbburinn rekinn vel og skynsamlega og loksins var völlurinn stækkaður þó svo að ég hefði vissulega vilja sjá næsta skref fljótlega í þeim efnum. Ég hef hinsvegar ekki séð neitt frá þessum eigendum sem gefur til kynna að þeirra markmið sé að vinna PL titilinn (eða aðra titla). Flestallar ákvarðanir þeirra eru til þess fallnar að auka virði fjárfestingar FSG til lengri tíma, þeirra markmið er að mínu mati skýrt. Þeir eru fjárfestar og vilja ávöxtun, ef því fylgir titlar þá er það frábært en það er ekki forgangsmál þrátt fyrir að þeir hafi sagt annað þegar þeir tóku við klúbbnum. Þá spyr ég, ef eigendur hafa það ekki sem forgangsmál að vinna titla….hvernig í ósköpunum eiga leikmenn og þjálfarateymi að ná að mótivera sig þá til þess?

    ofangreint er að sjálfsögðu bara mín skoðun.

    kv
    al

  28. #38 eru þeir i annarri deild hvað eyðslu varðar ? ef það er horft yfir 10 ára tímabil þá erum við búnir að eyða svipað og united t.d.
    munurinn er að við höfum verið að kaupa magn umfram gæði, við höfum ekkert verið að eyða mikið minna en þessi lið

  29. Ég ber allavega smá virðingu fyrir manjù fyrir að eyða peningum sem koma í gegnum klùbbinn ekki olìu peningar.Lið eins og PSG,Chelsea og Man City eiga enga virðingu skilið í þessum peninga málum.Ath mitt mat ??

  30. Það er hægt að spila heimsklassa varnarleik með leikmönnum hjá Aberdeen, Rubin Kazan, Hammarby, varamanni hjá Bristol City og afturliggjandi miðjumanni hjá Cardiff……það sannar íslenska landsliðið.

  31. Eigum við ekki einhverja gutta í yngri liðunum sem geta komið inn með ferska og hraða fætur í næsta leik? Treysti Gerrard til að geta bent Klopparanum á hvort ekki leynanst einn eða tveir gullmolar þar sem hægt er að henda í djúpu laugina

  32. Verið að ræða FSG hérna í tilefni þess að á sunnudaginn verða kominn 7 ár síðan þeir keypti Liverpool. Ótal stuðningsmenn útí Englandi að deila sinni skoðun. hhttp://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/fsg-seven-years-liverpool-fans-13744332

    Mín skoðun er að þeir hafa bara ekki það sem þarf til að koma Liverpool í fremstu röð í Evrópu. Lofuðu bikurum þegar þeir komu = afraksturinn er 1 bikar á 7 árum.
    Þeirra mesta afrek á vellinum er að hafa náð í Klopp sem er heimsklassa þjálfari. Honum ætla þeir að láta leikmenn over-performa til að geta rekið klúbbinn “on the cheap”.
    Þeir sjást ekki lengur á leikjum og stýra félaginu í gegnum Skype og e-mail.

    Mér er slétt sama þó þeir hafi bjargað Liverpool frá mögulegu gjaldþroti og séu búnir að stórauka markaðsvirði þess. Héldu að þeir gætu rekið Liverpool útfrá einhverri moneyball hugmyndafræði sem var aldrei að fara virka í enska boltanum. Ég er stórhræddur að Klopp nenni þessu ekki mikið lengur ef FSG halda áfram að frústrera hann. Hlýtur að vera freistandi fyrir hann að horfa yfir til Bayern Munchen með afburða leikmannahóp og frábærlega rekinn klúbb viðskiptalega af mönnum sem hafa líka vit á fótbolta. Bayern myndi stökkva á að taka Klopp á sekúndubroti ef það biðist.

    FSG stóðu sig vel mjög í viðskiptamálum en það er augljóst að þetta var meira fjárfesting hjá þeim frekar en hugsjónamál að kaupa Liverpool. Allt sem þeir hafa gert síðustu ár hefur verið til að hámarka virði klúbbsins fyrir sölu. Vonandi gengur hún í gegn á næstunni og Klopp fær þann stuðning sem hann á skilið.

  33. Það yrði vont að tapa á móti ManUtd. En það skásta væri jafntefli. En sigur væri æðislegt. ÁFRAM LIVERPOOL.

  34. Svartsýnin hér er með ólíkindum. LFC verður fyrsta alvöru liðið sem Man Utd fær á þessu tímabili. Við klárum þá á Anfield. Mané meiddur, þá bara stígur annar upp. Hættum volæðinu

  35. #43 ég bíð eftir að Rhian Brewster komi inn og fari að raða m?rkum.
    Hægt að fylgjast með honum á u17 world cup þar sem hann setti eitt úr auka í dag.
    YNWA

  36. #40 Miðað við greinina í echo og ef horft er í nettó eyðslu þá finnst mér augljós munur á liðunum, að því gefnu að þessar tölur séu nærri lagi.

    Ég tek hinsvegar undir að brúttó eyðsla lfc síðustu ár hefur ekki verið skynsamleg og alveg ógrynni af peningum sem hafa farið í leikmenn sem hafa ekki staðið undir verðmiðanum. En stærsta ástæðan fyrir því að nettó eyðslan er svona lág er sú staðreynd að undir stjórn fsg hefur klúbburinn selt Torres, Suarez, Sterling, Sakho ásamt auðvitað fleirrum.

Landsleikjahlé – opinn þráður

Podcast – Mjög gott/vont landsleikjahlé