Landsleikjahlé – opinn þráður

Þá er blessað landsleikjahléð skollið á. Má alveg deila um hvort það sé bölvun eða blessun, kannski er bara fínt að brjóta upp stemminguna hjá hópnum.

Það eru engar stórfréttir af okkar mönnum. Ben Woodburn var reyndar valinn ungi leikmaður ársins í Wales af almenningi, og er vel að því kominn.

Enn er verið að karpa um það hvenær leikurinn við Arsenal verður spilaður nákvæmlega, tillögur um að spila hann á aðfangadag virðast fara illa í nánast alla sem koma að leiknum, skal það engan undra. Fyrir okkur sem horfum heima í stofu gæti þetta mögulega virkað, en ég myndi ekki vilja vera að fara á völlinn og eiga svo eftir að koma mér heim eftir leik kl. 18 á aðfangadagskvöld.

Orðið er annars laust.

21 Comments

  1. Ekki er ég viss um að það hjálpi til uppá gleðilega Jólahátíð að Liverpool soili á aðfangadag en þþar sem þetta er lið Arsenal þá hef ég litlar áhyggjur. Eg ætla rétt að vona að menn komi með hausinn rétt skrúfaðan á í næsta leik gegn manutd. Það mun lítið hafa að segja að spila á sama hátt og gegn liðsmönnum Rafa um síðustu helgi. Sturrigde virðist því miður ekki vera kominn í stand til að vera í byrjunarliði Liverpool hann hægir á öllu spili frammi og hvað eigum við þá ef ekki hraðann ? Fyrir utan það að hann er ekki heldur að nýta færin sín þessa dagana. Vona að Sturrigde afsanni þessa kenningu mína og það fljótlega. Solanke ætti að fá að byrja ef Bobby er ekki í standi eða illa fyrirkallaður.

  2. Var að lesa grein THE REDS ARE MISSING CLYNE, NOT VIRGIL VAN DIJK , ég er svo mikið á sama máli og þessi aðili sem er að segja okkur að Gomes TAA, og hvað þá Flanò eru bara langt frá þeim gæðum að vera í hægri bakverði hjá okkar liði,Gomes og TAA eru vissulega ungir og eiga mögulega margt eftir ólært enn Þeir eru langt frá þeim gæðum sem búa í Clyne. Ekki má taka því þannig að við eigum eitthvað af betri kostum þarna eða hvað ? Munið þið þegar við sáum Can í þessari stöðu, hann spilaði hana með miklum ágætu og við held ég höfðum allir orð á því hversu vel hann gerði það. það er frekar erfitt fyrir mig sem einn mesta Moreno út mann að segja það að Moreno hefur eiginlega verið best varnarmaður Liverpool og jafnvel líkur á því að maður fái sér Moreno í stað Mané næst eða kannski ekki. Enn bara svona pælingar í löngu og leiðinlegu landsleikja hléí sem reyndar eru reyndar kannski einhverjir stærstu og mikilvægustu í lífi okkar Íslendinga? Enn ætla segja það gott í bili. Áfram LFC tökum þetta Man U og pökkum hroka og gleði þeirra upp á síðkastið ofan í tösku eftir hlé.

  3. Varnarleikur liða á ekki að hrynja við það að hægri bakvörðurinn (Clyne) sé meiddur. Hann var m.a. partur af vörninni sem fékk á sig 42 deildarmörk í fyrr eða rúmlega mark í leik.

    Við erum á árabát sem lekur en hunsuðum algjörlega að laga hann. Vonuðumst til að þetta myndi reddast. Í stað þess að reyna að negla fyrir götin. Á meðan Utd lagaði sinn bát, vel rúmlega það og er komið á fljúgandi siglingu með maratöluna 21:2.

  4. #2 E.Can var einn lélegasti hægri bakvörður sem Liverpool hefur átt. Hann var settur í þessa stöðu og gat ekki ráðið við hraða kanntara, var alltaf úr stöðu og reyndi of mikið sjálfur.

    En hann er auðvita ekki hægri bakvörður heldur miðjumaður og þar nýtist hann betur 🙂

  5. Sælir félagar

    Þeir sem hafa verið að hnýta í Klopp ættu að átta sig á því að viðö gætum misst hann. Hann er sterklega orðaður við þýsku meistarana í BM. Það yrði mikið högg fyrir Liverpool ef hann færi þó það yrði ekki fyrr en í sumar. Ég vil Klopp í mörg ár enn og vona að Bæjarar ráði einhvern til lengri tíma núna. Ef þeir taka aula eins og Van Gaal þá er það ávísun á að þeir ætla sér stærri bita í sumar. Því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Sammála þér Sigkarl, það er hægt að hnýta í FSG fyrir að eyða ekki meiri pening en að hnýta í Klopp er asnalegt. Það er ekki eins og hann sé með budduna og geti fengið þá sem hann vill.

  7. Það vantar breidd í vörnina hjá okkur en að næsta leik , tapist hann þá erum við skítamálum

  8. Það hlýtur að mega skjóta aðeins á Klopp varðandi kaupin í sumar.
    Van Dijk var greinilega ekki til sölu. Var þá brunnurinn af miðvörðum tómur? Peningurinn var klárlega til staðar.
    Ég hugsa að við finnum um 200 miðverði sem eru töluvert betri en Klavan. Svo má örugglega finna 50 miðverði sem eru talsvert betri en Lövren eða sambærilegir. Var gjörsamlega ómögulegt að finna einn frambærilegann mann í staðinn þó það væri ekki nema til að kaupa VVD í janúar?

  9. #5 Sammála þér Sigkarl .
    Fólk sem hefur verið að segja Klopp out er í besta falli að trolla í versta falli virkilega tognað á heila ef þeir halda að það sé eitthver þarna úti sem er betri en hann um þessar mundir þá skjátlast þeim.
    Er vörnin og varnarleikur okkar skita ? Já er hægt að laga það já vissulega.

    Erum með frábæra sókn og eitt sókndjarfasta lið í evrópu en hefur engan veginn verið að sýna né geta það sem þeir eiga inni að mínu mati og hafa verið mjög óheppnir þó að það sé ekki endalaust hægt að fela sig á bakvið það þá er það samt leiðindar staðreynd ættum að vera með fleiri stig í deild heldur en raun ber vitni.

    Það er ekkert hægt að gera nema reyna vera jákvæð með áframhaldið og vonandi fara okkar menn að girða sig í brók. Það þýðir ekkert að væla og skæla hvað Manchester liðunum gengur vel eða hvað þaug eru mörgum stigum á undan eins og staðan er núna þaug hafa einfaldlega byrjað þetta mót frábærlega.
    Það er engin búin að vinna deildina í byrjun oktober samt.

    Á svipuðum tíma í fyrra var verið að spá okkur titlinum það fór ekki þannig og ég trúi ekki öðru nema við förum að sýna betri spilamennsku von bráðar og jafnvel setja pressu á top4.

  10. Þetta er allt á réttri leið. Smá panik fyrir framan markið og einn og einn leki í verjum.

    Er alveg að fara að smella.

    Kann vel við hverja er reynt við í gluggum. Verst að tannhjólið virðist örlítið ekki í synci.
    Þeir eru ekki að koma á réttum hlekkjum, þeir eru kannski að koma of seint.

    Þegar við fáum styrkingu í vörnina í janúar, í hvaða sæti verðum við á þeim tíma?
    Þegar við fáum Keita í júní, hver hverfur á braut?

    Ég hef reyndar fulla trú á því að við fáum gott run eftir þetta landsleikjahlé og verðum í ágætri stöðu í janúarglugganum.
    Seinni hluti tímabilsins verði svo með þeim betri í langan tíma.

    You ain´t seen nothing yet.

    YNWA

  11. Ég tel að liðið okkar eigi eftir að eiga gott tímabil þegar upp er staðið.

    Liðið okkar spilar sóknarknattspyrnu og er það lið í deildinni sem á flest markskot en það eitt og sér skiptir litlu þegar boltinn fer ekki inn en það er samt ágætur grunnur að hafa og tel ég að liðið á eftir að taka smá run þegar menn fara að setja boltan inn fyrir marklínuna og fá smá meiri sjálfstraust í sínum aðgerðum.
    Varnarleikurinn er ekki nógu góður það er nokkuð ljóst. Það eru svo mörg spurningarmerki við þann hluta en ég tel að við fáum svör við einhverjum af þeim í janúar.
    Markmanstaðan er enþá ekki góð, við eigum tvo meðalmarkmenn sem vantar sjálfstraust og er það helst Ward sem maður byndir vonir við.
    Við erum að nota tvo kjúklinga í hægri bakverði, þessi reynsla á eftir að nýtast þeim og liðinu vel en liðið er meira stöðugt með Clyne þarna.
    Vinstri bakvarðastaðan er ekki í ofgóðum höndum(fótum) en Moreno hefur verið fyrsti valkostur og hefur hann komið manni á óvart með nokkrum flottum leikjum. Hann er samt dálítið viltur varnarlega og þarf að bæta sendingar sóknarlega.
    Miðvarðastaðan er okkar stærsta vandamál en samvina Matip og Lovren hefur ekki verið nógu góð. Menn hafa kennt Lovren um flest allt sem illa fer þar og á hann skilið mikið af þessari gagnríni en Matip hefur ekki verið að gera neina stórkostlega hluti heldur.

    Ég bind miklar vonir við Clyne/Lallana munu koma inn og hjálpa okkur mikið. Lallana með vinnslu og sköpunarkrafti og gætum við gegn smærri liðum sem pakka í vörn látið Henderson passa vörnina á miðsvæðinu með Lallana/Coutinho fyrir framan hann og Mane/Firminho/Salah fremsta. Þetta lið ætti að geta opnað alla varnarmúra.

    Clyne gefur okkur svo ákveðna ró og reynslu sem ég tel að vörnin okkar þarfnast. Hann er ekki stórkostlegur en hann skilar alltaf sínu og ef það sem maður les um kappan er satt þá nýtur hann virðinga samherja sína sem getur hjálpað varnarlínu sem er að panica.

    Ég reiknaði ekki með að liverpool væri að berjast um Enskatitilinn í ár en maður vill festa liðið í top 4 og fara að ná að vinna einn bikar eða svo og það er ekki útilokað.

  12. Við fáum ekki betri mann en Klopp til að stjórna þessu frábæra félagi – hann verður vonandi þarna næstu árin

  13. Sæl og blessuð

    Flottar greiningar og pælingar en svarið við vandamálum okkar er alltof einfalt. Það snýst ekki um plön og strúktúr heldur að nýta dauðafæri og hleypa ekki sókninni í gegn á aulalegan hátt.

    Ef menn hefðu skorað, einn á móti markmanni (sem stundum liggur í jörðinni) þá værum við í skýjunum með glæsilega sigra að baki í haust og frábæra markatölu.

  14. Sælir félagar

    Mér finnst podcast-laus vika ónýt vika.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Ekki láta svona, það býr svo miklu meira í þessu liði en við gerum okkur mögulega grein fyrir. T.d. Mane er kominn úr 3ja leikja banni, virkaði óöruggur í síðasta leik, var eiginlega ekki með sjálfum sér. Skotnýting mjög slæm, miðjan ekki að virka, vegna I dont know. OK, virkja þetta allt saman, og við erum on the tracks. Koma svo félagar, gefa góðar og jákvæðar árur til liðsmanna okkar. Manasteftirjúnætid næst, sjáum til eftir það.
    YNWA

  16. Þetta tímabil okkar hefur ekki byrjað nógu vel það er rétt. Ég ásamt örugglega mörgum skil ekki hvað Klopp var að spá. Allir voru sammála því að væri ekki hægt að fara inn í nýtt tímabil með Matip-Lovren-Klavan sem varnarmenn liðsins. Klopp reyndi að kaupa Van Dijk en það misstókst. Hvernig honum hafi dottið það í hug að sætta sig við þessa vörn í stað þess að kaupa í það minnsta einn góðan varnarmann skil ég ekki og mun líklega aldrei skilja. Bakvörðurinn Clyne skiptir ekki svo miklu máli það eru þessir varnarmenn sem eru alls ekki nógu góðir fyrir lið sem ætlar sér að ná langt.

  17. Hrikalega er þetta búið að vera lengi að líða þetta landsleikjahlé.

  18. #17″ Bakvörðurinn Clyne skiptir ekki svo miklu máli það eru þessi varnarmenn sem eru ekki nógu góðir fyrir lið sem ætlar sér að ná langt.” !
    Vissi ekki að Clyne væri sóknarmaður enn hvað veit ég ?

  19. #4 Sigurður mér fannst Can svo góður í þessari stöðu kanski bara því hann var þá ekki að virka heldur á miðjunni á þessum tíma ? Enn allavega þá sakna ég Clyne mikið og ég held að það skipti vörnina miklu máli að vera með góða varnarbakverði.

Liverpool 1-1 Newcastle.

Nokkrar pælingar