Spartak 1 – 1 Liverpool

Mörkin
23. Fernando 1-0
31. Coutinho 1-1

Leikurinn
Þetta var leikur sem okkar menn áttu að vinna, en verður líklega helst minnst fyrir glötuð marktækifæri. Firmino fann sig alls ekki í leiknum, hefði getað skorað snemma í leiknum þegar hann fékk frían skalla rétt fyrir framan markteig en skallaði nánast beint á markvörðinn. Salah fékk svipað færi í lokin. Sturridge kom inn á í seinni hálfleik og fann sig ekki, fékk samt nokkur færi til að skora en nýtti ekkert þeirra. Mané og Coutinho gerðu vel í markinu, en því miður var það eina sóknin sem skilaði marki.

Vörnin fannst mér alls ekki slæm í þessum leik, þó svo að hún sé auðvitað ennþá umfjöllunarefni og verður það alveg örugglega næstu mánuðina. Markið má e.t.v. einna helst skrifa á Can sem tapaði boltanum klaufalega á miðjunni, það leiddi til áhlaups sem endaði á því að Coutinho gaf aukaspyrnu, og svo má spyrja sig hvort Karius hefði átt að gera betur í aukaspyrnunni. Almennt fannst mér Karius ekki vera að gera neitt til að undirstrika að hann eigi að fá einhver fleiri tækifæri í deildinni, og undirritaður er hreinlega farinn að hallast að því að Ward megi alveg fara að fá fleiri tækifæri á kostnað Karius og jafnvel Mignolet.

Bestu menn leiksins
Eins og kemur fram að ofan voru nokkrir leikmenn sem voru ekki að finna sig. Mér fannst vörnin þó vera nokkuð solid, en ætla að tilnefna fyrirliðann Henderson sem mann leiksins, mér fannst hann vera að vinna vel allan leikinn, braut upp nokkrar skyndisóknir Spartak og hefði með réttu átt að eiga stoðsendingu þegar hann átti frábæra sendingu á Sturridge sem var aleinn fyrir innan vörnina en náði ekki að klára sitt færi. Coutinho og Mané áttu líka spretti, persónulega hefði ég viljað sjá Mané klára leikinn og frekar að fá Firmino útaf þegar Sturridge kom inn á. Þá fannst mér varnarlínan eiga nokkuð góðan dag, svona heilt yfir.

Vondur dagur
Hér er það klárlega Can sem er nefndur fyrstur. Hann fékk á sig gult spjald strax á 5. mínútu, missti boltann klaufalega í markinu, og var svo að lokum tekinn út af. Honum skammt á hæla kemur svo Firmino sem er í einhverri lægð. Ég er búinn að nefna Karius, ef hann er sá sem Klopp keypti til liðsins til að verða markvörður nr. 1, þá má hann alveg fara að sýna það. Það þarf klárlega að gefa honum tíma, rétt eins og öðrum leikmönnum, en í augnablikinu virkar hann ekki á mig sem upgrade á Mignolet.

Umfjöllunin eftir leik
Færanýtingin. Þetta átti að vera sterka hlið þessa liðs, nú loksins með Coutinho, Mané, Salah og Firmino í framlínunni. En nei, útkoman er eitt mark. Maður spyr sig hvort Solanke hefði mátt koma inn á, Klopp notaði bara tvær skiptingar og hefði að mínu mati alveg mátt skipta Firmino fyrr út og setja Solanke inn á.

Við skulum samt muna að þetta var útileikur í Rússlandi, stemmingin á pöllunum var gríðarleg, og í sjálfu sér er ágætt að fara þaðan með eitt stig. En þá verður líka heimaleikurinn að vinnast. Nú er það ljóst að liðið má t.d. ekki tapa úti á móti Sevilla, verður að vinna Spartak heima, og svo þarf að sjálfsögðu að klára Maribor bæði heima og heiman, ekkert ósvipað eins og Sevilla gerðu í kvöld með því að vinna 3-0.

Næst heimsækja okkar menn St. James’ Park og hitta þar fyrir Rafa nokkurn Benitez. Newcastle töpuðu síðasta leik og verða því örugglega grimmir, enda höfðu þeir átt nokkuð gott mót fram að því, voru í efri hlutanum, og vilja örugglega komast þangað aftur. Sá leikur er á sunnudaginn svo okkar menn fá nú smá hvíld fyrir þann leik. Ég á svosem ekki von á því að liðið sé orðið eitthvað úrvinda strax í lok september, og virtist a.m.k. vera í mun betra leikformi heldur en Spartak menn.

55 Comments

  1. 7 mín meiðsli markmanns,
    2 mín meðslin í uppbótartíma,
    2 mín meðsli í venjulegum tíma
    1 mín tvær skiptingar liverpool
    = 8.30sek

    þetta er frönski stærðfræði.

  2. Þvílík hörmung. Þetta var gersamlega glatað. Ákvarðanatakan og færanýtingin á síðasta fjórðung vallarhelmingsins var hreint og beint ömurleg.

    Sevilla er búið að vinna þennan riðil. Þeir eru ljósárum betri en þetta rússneska lið og munu ekki misstíga sig á móti þeim.

    Ljósið í myrkrinu er hins vegar það að við munum ná 2. sætinu. Annað yrði alger skandall!

  3. Svekk að ná ekki þremur stigum en lokaboltarnir klikkuðu allt of oft.

    Henderson, Coutinho, Moreno og Lovren flottir í kvöld meðan sumir léku langt undir getu. Hefði verið gott að hafa Lallana í þennan leik.

  4. Vitum sögu þessa riðils. Það verður hádramatík í síðustu umferð riðilsins. Þar sem Liverpool tekst að skora eða brenna dauðafæri á lokamínútum leiksins sem mun skera úr um það hvort liðið fari áfram eða ekki. Getum ekki farið þægilegu leiðina. Menn eiga að vera búnir að læra það.

  5. getum við samt núna farið að tala um að það vantar líka sóknarmann í þetta lið, mikið agalega væri ég til í að vera með okkar Harry Kane,Lukaku,Costa,Morata bara gæja sem þarf ekki 11 færi til að skora eitt mark. getum ekki endalaust tönglast á því að vera með geggjaða sókn meðan við skorum bara eitt mark úr 20+ færum.

  6. Sælir félagar

    Það virðist vera svo að samtök knattspyrnudómara hafi ákveðið að liverpool liðið skuli ekki fá vítaspyrnu hvað sem tautar og raular. Maður er náttla búinn að átta sig á þessu á Englandi en að þetta væri alþjóðlegt samsæri hjá dómurum það vissi maður ekki. Erfitt fyrir leikmenn að kljást við lið sem hafa alltaf 12 manninn með sér. Annars áttu Liverpool menn að drullast til að klára færin sín og vinna þennan leik. Miðja og vörn góð en sóknin bara skorar ekki. Ömurlegt.

    Þa‘ er nú þannig

    YNWA

  7. #9 Shiturinn titturinn hvað ég var að fara negla í þetta nákvæmlega sama comment. Svo sammála.

  8. Karíus og Firmino ekki góðir í þessum leik. Ég vona að Ward fái að verja mark okkar í næsta leik, hvíla hina tvo trúðana. Tölfræði vinnur ekki leiki, mörk gera það, og í dag voru Spartak með 50% nýtingu, en mun lélegri nýting hjá okkur. Sturridge er mjög ryðgaður, hefði viljað sjá Solanke líka inná til að þjarma að rússunum, sem voru flest allir komnir með krampa.

  9. 2 skot á ramman hjá spartak en það er nóg til að ná í stig eða vinni leiki gegn LFC.

  10. Ef að við værum með framherja sem gæti klárað færin sín þá er það ekkert vafaatriði að hann myndi slá öll met. Firmino búinn að vera ömurlegar uppa síðkastið, og Sturridge ekkert sérstakur.

  11. #12 ég leyfir mér að efast um að þair hafi í raun verið að fá krampa.

  12. Henderson vann fyrir kaupinu sínu í kvöld en Sturridge ryðgaði greinilega í flugvélinni á leiðinni til Moskvu. Skil engan veginn hvers vegna Mané var tekinn út af, nema hann sé eitthvað meiddur, og Can þarf kælibúnað og stilliskrúfur á höfuðstykkið. Og svo er það aftur þetta með Danny Ward vs. Karius. Er einhver sem skilur það? Liverpool átti að vinna þetta 3-0. Andskotans.

  13. Óskandi að einhver flokkurinn gefi kosningaloforð þess efnis að stuðningsmenn Liverpool eigi rétt á 2-3 frídögum á mánuði frá vinnu til að jafna sig á endurteknum vonbrigðum.

  14. Þetta var stórt svekkelsi og gjörsamlega ótrulegt að þessir leikmenn þurfi 20 plús færi til að skora mörk.
    Það er ekki nóg að vera fáranlega fljótur ef þú hittir síðan aldrei á markið.

    Trúi ekki öðru en að það verði reynt að fá alvöru sóknarmann og alvöru miðvörð í januar.
    Firmino verður aldrei 20 marka maður og Sturridge mun ekki ná 10-15 mörkum.
    En þessi riðill á samt að vera nokkuð save hvort sem það verður 1 eða 2 sætið.

    Er ekki Mane örugglega löglegur í næsta leik ?

  15. Voða trú hefur Klopp á Fermino, en sá er ekki framherji. Sturridge hefði átt að byrja og E Can er bara skriðdreki í Liverpool búningi. Þeir þurfa að fara að hætta að skjóta beint á markmanninn, þetta er pirrandi.

  16. Fyrst að Sturridge er heill þá myndi ég vilja sjá hann fá tækifæri í nokkra leiki í röð. Hann er riðgaður en ef hann kemst í form þá er hann miklu betri sóknarmaður en Firmino.

  17. Held að Solanke hafi ekki verið í hóp í dag, svo erfitt hefði verið að skipta honum inn á!

  18. #24: alveg rétt. Þá spyr maður sig hvort hann hefði ekki mátt vera í hóp!

  19. #10 Sigkarl! Ertu virkilega að kenna dómaranum um þetta og hann hafi verið 12 maðurinn þeirra? Vill ekki trúa því að þú haldir þessu virkilega fram!!
    Ömurlegt jafntefli og ekki var það dómaranum að kenna!!

  20. Sammála þér Daníel og mig grunar að þegar leið á leikinn þá hafi Klopp verið farin að sjá eftir að hafa ekki haft Solanke á bekknum. Það kæmi mér svo ekki á óvart að hann fari að fá fleirri tækifæri fyrst svona illa gengur að nýta færin.

  21. Ég veit ekki á hvað leik þið voruð að horfa á en sá leikur sem ég sá var á þá leið að Liverpool lá í sókna og hefði átt að vinna þennan leik stórt ef þessir markmenn hefðu ekki verið að þvælast fyrir, sko þá á ég við þeirra markmann sem voru reyndar tveir inná, en ekki okkar markmaður hann gleymdi alveg að vera fyrir.

  22. Vissulega svekkjandi að ná bara jafntefli úr þessum leik en enginn heimsendir. Í mínum huga er það mikilvægasta af öllu að komast áfram í 16-liða úrslit og það þarf ekkert endilega að vera verra að lenda í öðru sæti. Sé ekki að það sé neitt betra eða verra að fá t.d. Júve eða Bayern eða chelskí eða barca eða psg. Tel okkur reyndar eiga mun meiri möguleika á móti þessum liðum en þeim semi-sterku liðunum sbr. Sevilla og Moscow.

    Punkurinn minn er sem sagt þessi. Öll liðin sem fara áfram verða sterk, það er alveg á hreinu. Við getum vel farið alla leið í þessari keppni, rétt eins og í öllum öðrum keppnum.

    p.s. ég sakna Milners tölvert mikið.

  23. Liverpool miklu betra liðið en og aftur vorum við klaufar að skora ekki fleiri mörk. Það vantar ekki færi heldur einfaldlega kraftinn til að klára.

    Menn leiksins eru tveir:
    Coutinho er að koma sterkur inn og sýnir okkur að þetta Barcelona mál er ekki að trufla hann inná vellinum.
    Lovren var frábær í vörninni í dag. Menn hafa verið að hakka hann í sig og það skiljanlega en í dag steig hann varla feilspor, vann 50/50 boltana og var meiri segja ógnandi í föstum leikatriðum.
    TAA – strákurinn er 18 ára og spilaði eins og reynslubolti í kvöld.

    Lélegustu leikmenn liðsins.
    Can átti einfaldlega dapran dag
    Sturridge kom inná og átti að gera miklu betri með færin sín.
    Karius átti að verja þetta skot.
    Firminho var ekki alveg með þetta í kvöld.

    2 stig eftir 2 leiki. Þetta snýst um að komast áfram í næstu umferð og ég tel að okkar menn geri það og ég er ekki búinn að gefast upp um að vinna þennan riðil.

  24. Sælir félagar

    Sigfús G #26 já mér fannst að við hefðum átt að fá tvisvar víti en hvað veit ég sosum. Ég er alveg sammála þér með frammistöðu okkar manna og segi það líka í athugasemdinni sem þú vitnar í.

    Ég nefndi það eftir frammistöðu Minjo í síðasta leik að ég vildi að Karíus fengi næstu 4 til 5 leiki til að sýna að hann sé þess verður að vera markmaður númer 1. Ég telk þetta til baka. maðurinn lyfti sér ca. 10 sentimetra í markinu sem hann fékk á sig. Þvílík fótavinna hefur ekki sést síðan níræður ellibelgur eins og ég fór í mark síðast í hjólastólnum sínum. Það ðvar skelfilegt að horfa uppá þetta – ég meina hjá Karíusi. Danny Ward á minn disk næstu 5 leiki.

    Skiptingarnar hjá Klopp orkuðu tvímælis þá gerðar voru og hljóta að koma einhverjar skýringar á því af hverju Mané fór útaf og af hverju Firmino var inná, og af hverju Salah fær 1000 færi í leik en skorar bara eitt mark og af hverju þetta og af hverju hitt.

  25. Kaupum bara báða markverði Spartak Moskvu. Málið leyst 🙂

    Þess utan þá hefði Karius hugsanlega átt að verja þetta en skotið var þéttingsfast og gott. Myndi ekki kalla þetta skylduvörslu en toppklassa markvörður hefði líklega varið þetta, en okkur vantar bara einn slíkan í liðið.

    Stóra vandamálið þessa dagana er jafnvel ekki það hversu mikið við erum að leka mörkum heldur hversu illa við nýtum okkar mýmörgu færi. Það er gömul saga og ný að mörk breyta leikjum og ef við værum að skora úr þeim dauðafærum sem við fáum þá værum við að breyta gangi leikjanna ansi mikið okkur í hag. Hvort að þetta sé einfaldlega spurning um að detta í stuð eða ekki skal ósagt látið en með okkar nálgun í leikina um “heavy metal football” en augljósan varnarveikleika þá verðum við að slútta þessum blessuðu sóknum okkar til að vinna leiki. Frekar einfalt en satt.

    Held samt að við komumst örugglega upp úr þessum riðli 7,9,13.

    YNWA

  26. Við hreinlega yfirspiluðum Rússana á útivelli. Ég er ekkert viss um að Sevilla vinni þarna, þeir eru hreinlega ekkert góðir og ekki svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár.

    Held því fram hér og nú að við vinnum þennan riðil. En talandi um riðil, þvílik lukka. Finnst ekki eitt lið þarna geta reassgat. Rússarnir fóru ekki yfir miðju og skoruðu mark sem mér fannst að Karius hefði átt að verja, hann var staðsettur fáránlega í þessu marki.

    En talandi um Karius, hann er svo miklu betri í að koma boltanum aftur í leik en Mignolet, en ég man ekki eftir að hann hafi varið almennilegt skot í þessum leikjum sem hann hefur spilað. Finnst svoldið ósanngjant að Migno fái ekki að spila í CL.

    Annars er ég nokkuð bjrtsýnn bara…….

  27. #33 sammála með markið, að skipta svona keppnunum a milli markvarða er eitthvað sem maður ser ekki annarstaðar, en staðreyndin er að við erum með þrjá fina markverði a bekkinn, en engan nogu goðan til að vera aðalmarkvörður.

    Siðan er það Sturage, hann þarf spilatima, hann er topp stræker en alltaf svo riðgaður þvi hann hefur engan spilatima.

  28. Sæl öll,

    þá er ég loksins búinn að róa taugarnar eftir leikinn. Þessi úrslit eru enginn heimsendir en mikið eru þau svekkjandi. Við vorum betri í öllu nema markvörslu, alltaf er það eitthvað sem þarf að klikka.

    Það jákvæða úr þessum leik er að sjá Mané og Coutinho spila vel saman. Lovren var traustur. TAA var góður líka, er það reyndar yfirleitt þegar hann þarf lítið að verjast, og sama á við Moreno. Svo er það Hendo sem hefur verið mikið betri í seinustu tvem leikjum heldur en öllum öðrum leikjum tímabilsins.

    Það neikvæða: framlínan verður að skila meira af sér, allavega 4 eða 5 færi sem að voru mjög góð og það þarf að klára allavega helminginn af þeim færum. Ef að Kane væri í þessu liði væri hann kominn með hátt í 20 mörk á þessari leiktíð. Eins og margir hafa bent á var Karius allt í lagi fyrir utan þessi mistök sín, EN þessi mistök eiga aldrei að gerast hjá leikmanni í liði eins og Liverpool, alltof of slakt hjá honum og ég vil bara sjá Mignolet í markinu í meistaradeildinni. Can átti afar slakan leik, og Sturridge og Firmino líka. Spurning um að gefa Solanke meiri séns? Minnir reyndar að hann hafi ekki farið neitt svakalega vel með sín færi þegar hann fékk sénsinn seinast.

    Leikmenn þurfa að finna sjálfstraust og spila af meiri aga, Klopp þarf að hætta að hlífa sínum mönnum svona mikið og krefjast þess einfaldlega að þeir einbeiti sér betur.

    Annars fannst mér þessi mynd hérna lýsa leiknum mjög vel, þetta er auðvitað í stöðunni 1-1:

    https://twitter.com/BassTunedToRed/status/912762093715247104/photo/1?ref_src=twsrc%5Etfw&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.thisisanfield.com%2F2017%2F09%2Fspartak-moscow-1-1-liverpool-another-frustrating-draw-champions-league%2F

  29. Var með þær væntingar um CL ætti ver skemmtun! Vona að þetta Spartak lið sé að spila þar í sinni síðustu keppni, djöfuls leiðindi er að horfa á þetta lIð með 12 manninn sér við hlið allan tímannn. Veit einhver með hvaða liði Putin heldur ? Jæja djöfullinn hafi það næsta leik takk.

  30. Hvernig er hægt að gera kröfu á að liðið haldi hreinu þegar það er stöðugt verið að rótera mönnum í varnarlínunni og reyndar ekki bara í varnarlínunni heldur markvarðarstöðunni líka.

    Ef að það á að nást einhver stöðugleiki þá þarf að komast festa í markmannsmálin og varnarstöðurnar. Það er meiri stöðugleiki á leikmannamálum í framlínunni heldur en í varnarlínunni.

  31. Sturridge á að starta næst umfram Firminio, hann hefur varla sést uppá síðkastið.

    Svo er þessi 10% nýting Salah á dauðafærum orðin harkalega þreytt, gæinn verður að fara slútta betur.

  32. Suarez þurfti nú 10 færi til að skora eitt mark á fyrsta timabili sinu hjá Liverpool svo opnuðust floðgattir. Verur vonandi þannig lika hjá Salah.

  33. Er búið að leggja niður podcöstin?Nei ég bara spyr.

    Það er nú þannig

    YNWA

  34. Í gærkvöldi sáum við einn allra besta leik LFC á þessu tímabili hvað varðar liðsheildina. Vörnin var solid, miðjan var mjög öflug og sóknin líka. Það vantaði bara að klína helvítis tuðrunni í netið. Ekki gleyma því að við vorum að spila með meistarana í rússnesku deildinni og það í Rússlandi. LFC var með þvílíka yfirburði og það var geggjað að sjá flæðið í leiknum. Lovren, Can, Moreno og Alexander-Arnold fá SO fyrir að standa vaktina vel og svo var Hendo geggjaður í leiknum. Ef þetta er það sem koma skal í varnarleiknum og á miðjunni þá lítur þetta betur út í mínum augum. Enginn heimsendir. Tökum sex punkta á móti Maribor, 3 punkta á móti Spartak á heimavelli og svo klárum við Sevilla. Þetta er allt í okkar höndum ennþá.
    YNWA

  35. Ég sá skallann hjá Salah í lokin inni…hefði hitt 5x stuðul. En fokk it aðal peningurinn var á Madrid. 2,35 að vinna Dortmund, hvaða grín var það.

  36. Sæl og blessuð.

    Prós: Vörnin góð (ok ekki merkileg sókn hjá andst), ÁTTUM miðjuna, brutumst í gegnum vörnina margsinnis og komumst í amk 5 dauðafæri.

    Kons: Slúttið vantaði og það er ótækt að 50% markskota rati í markið okkar. Vil sjá Karíus krúnurakaðan í næsta leik.

    Niðurstaða: Hefði verið mikið vandamál ef engin færi hefðu litið dagsins ljós en raunin er öll önnur.

    Erum í léttum riðli og megum við svona harðlífi. Count your blessings, segja þeir – reyndu að átta þig á því hvað í velgengninni er bara heppni og hvað er afrakstur vinnu og hugsunar. Heppni breytist. Hið sama á við um óheppni. Það kemur að því að gæfan snýst okkur í vil og þá verður þetta nýr Arsenalleikur. Salah FÆR ekki ótal marktækifæri … hann vinnur sér inn þessi færi. Það er risaplús fyrir hann og það kemur að því að hann skorar.

    Er á því að hann og Mané eru hvor um sig með þá eiginleika sem við höfum saknað frá því að nafni kvaddi á sínum tíma. Þegar þeir finna fjölina sína, verða hrokafyllri og beittari, þá erum við að tala um 2014/15 revisited.

    Svo stend ég keikur við þá spá mína að vörnin sé að fara að virka. Þessi varnarmistök fara að heyra til algerra undantekninga og fleiri hrein lök fara að blakta á snúrunni.

  37. Ég held að það sjáist best að okkur vanti hreina níu… WC striker. Bobby og Daniel eru ekki að fara gera margar rósir á þessu tímabili

    Sjáið bara Lukaku hjá United…. Morata hjá Chelsea.. Lakazette hjá Arsenal… Allt verða þetta leikmenn sem ná í stigin sem telja í lok tímabils.

    Við erum í djúpum skít. Það er eitthvað stórfenglegt slys að fara gerast á þessari leiktíð.

  38. Klopp virðist bara ekki hafa sérstakan áhuga á að spila með hreinann striker. Bobby býr til fullt af færum af að því hann startar pressunni með því að þröngva boltanum á kantana þar sem auðveldara er að pressa.

  39. In Liverpool’s last six games, they’ve had 121 shots, netted just six times and secured just one win.

    Þessi setning öskrar á þörfina fyrir alvöru markaskorara a la Suarez, Torres, Fowler, Rush, Keegan……… því miður höfum við ekki einn slíkan innan okkar liðs í dag.

    Eðlilega var varnarleikurinn á móti Spartak Moskvu ok enda andstæðingurinn ekki upp á marga fiska.

    Eftir stendur – vantar 20 – 30 marka striker pr season sem við eigum ekki til – alvöru foringja í vörnina a la Charrager, Hyypia, Hansen sem við eigum heldur ekki til og eitt stykki Steven Gerrard á miðjuna.

  40. Tók Romelu Lukaku 4 mínútur að skora gegn CSKA. Munurinn á heimsklassa framherja og þeim framherjum sem við erum með.

  41. United 0-3 yfir í Moskvu í halfleik.

    Mourinho er ljósárum á undan Klopp. Hann sér vanda og tæklar hann eins og maður. Kaupir menn í þær stöður sem þarf. Lukaku er einn af bestu framherjum PL og Matic kaupin algjör snilld.

    Svo sárt að horfa uppá þetta.

    Margir okkar að reyna að finna eitthvað jákvætt við stigið í gær, sýnir bara hvaða standard er orðinn á okkar klúbb. Það er bara gaman að vera með.

    Við hlógum margir að United í upphafi tímabils í fyrra, Móri var rakkaður niður. Þeir áttu “slæmt” tímabil en landa 3 titlum. Hvað gera þeir svo í sumar?? Styrkja liðið. Eru með einhverja bestu vörn deildar, Heimsklassa markmann og Mourinho náði í Matic og Lukaku fram. Pogba að vaxa og þar voru menn ekki bara sáttir við að komast í CL – heldur er stefnt á sigur. PL ekki topp 4 heldur vinna deild. Liverpool “við erum að byggja til framtíðar” Gefum Klopp tíma. Conte þurfti ekki langan tíma. Mourinho ekki heldur.

    Svo sér maður að við erum flest meðvirk og sættum okkur við þetta. Sad.

    Ég mun aldrei hætta að styðja Liverpool en mér sárnar þetta metnaðar eða getuleysi klúbbsins. Efast mikið um Klopp og skil margt ekki sem hann er að gera. Vil samt ekki reka manninn og vil sjá hann troða sokk í okkur sem efast.

    En já nóg af ranti – spái okkur 0-4 sigri á Rafa og Newcastle

  42. Þetta er ekkert nýtt Oddi. Man Utd hafa verið “all in” s.l. 25 ár meðan Liverpool hefur verið í einhverju hálfkáki. Utd sjá mann sem þeira verða að fá, borga uppsett verð, kabúmm… afreitt mál. Á meðan Liverpool prúttar endalaust, missir af leikmönnunum, fær þá seinna (Keita) eða kaupir valkosti númer tvö eða þrjú.

  43. Í einu orði sagt viðbjóðsleg umferð í Meistaradeildinni. Öll ensku liðin vinna sína leiki……nema Liverpool. Ég nenni alls ekki að ræða leikinn í Moskvu í kvöld.

  44. #50 Sammála öllu sem þú segir og þá sérstaklega með þessa óþolandi meðvirki í öllum hér inni sem verða brjálaði þegar einhver dirfist að segja að Liverpool séu lélegir eða einhver sé ekki nógu góður.

    þetta lið er bara ekki nógu gott fyrir meistaradeildina og þeir eru ekki heldur nógu góðir fyrir ensku deildina og hvort að það sé þjálfunar aðferð Klopp eða grasið á Anfield veit ég ekki en ég hef ekki góða tilfiningu fyrir þessu liði því miður.

  45. vill sjá sturridge byrja um helgina.. þurfum að koma honum í gáng.. hann er ryðgaður þar sem hann hefur ekki fengið að spila neitt.. maðurinn þarft að fá fullar 90min og sjá hvort að hann smelli ekki í gáng… firmino eigi skilið að vera á bekknum eftir frammistöðu hans í þessum leik.

    held að klopp verði að fara að reina að þjálfa mannskapinn upp í föstum leikatriðum.. eins og þetta er í dag getum við þessvegna fengið 100 hornspyrnur í leik og við vitum það fyrirframm að við erum ekki að fara að skora úr þeim, þetta þarf að laga.

  46. þetta er alveg stórundarlegt ! það er alveg hægt að segja að united hafi verið á sama stað og við undanfarin ár og jafnvel verið komnir aðeins fyrir aftan okkur, en á örfáum mánuðum er eins og þeir séu komnir laaangt fram úr okkur !! þeir eru orðnir miiiiiklu heilsteyptara lið ! þeir eru orðnir hrikalega öflugir fram á við og liklega með eina bestu vörn deildarinnar og með einn besta markmann heims þar fyrir aftan !!
    ég bara skil þetta ekki, það er alltaf sama sagan hja okkur, ef við tökum skref fram á við, þá er nánast klárt að við tökum skref afturá bak a tímabilinu á eftir eða stöndum í stað !

    er það klopp sem er svona takmarkaður stjóri ? ég hef allaveganna ekki séð neina bætingu á liðinu
    fáránlegt að segja það en af topp liðinum þá kæmust markmennirnir okkar og ALLIR varnarmennirnir okkar ekki nálægt þeim liðum og þetta eru leikmennirnir hans klopp !! sem hann vildi fara með inní tímabilið !!

Byrjunarliðið gegn Spartak

Podcast – Afrek að vinna bara einn leik í september