Leicester 2 – 3 Liverpool

Það er sjaldan lognmolla í kringum Klopp-stýrt Liverpool og þessi leikur á King Power vellinum var engin undantekning. Hjartað var margsinnis í buxunum og stundum jafnvel eitthvað meira en það og þá erum við bara að tala um úthlaupin hjá Mignolet.

Mörkin

0-1 Mohamed Salah 15.mín
0-2 Philippe Coutinho 23.mín
1-2 Shinji Okazaki 45.mín
1-3 Jordan Henderson 68.mín
2-3 Jamie Vardy 69.mín

Leikurinn

Þetta byrjaði nokkuð þétt hjá okkar mönnum og við vorum vel inni í leiknum fyrstu mínúturnar á meðan bæði lið voru að stunda þreyfingar. Okkur óx ásmegin og Emre Can smellti góðu skoti í stöng og Salah feilaði frákastið á betri löppinni. Einni ögurstund síðar sendi Coutinho gylltan bananabolta á fjærstöng þar sem hinn egypski Messi skallaði boltann í netið framhjá erfðaefni Peter Schmeichel.

Eftir það var leikurinn okkar og þungi í sóknarleiknum. Á 25.mínútu fengum við aukaspyrnu 25 jarda frá marki. Coutinho ákvað að hlaða í fallega afsökunarbeiðni fyrir Barca-bullið í sumar með því að krulla glæsilegt skot út við stöng framhjá blondínubaunanum. Komnir á beinu brautina en Mignolet fannst þetta ögn of auðvelt og hafði aðrar hugmyndir um hvernig skemmtilegur knattspyrnuleikur á að þróast. Hann hafði daðrað við vandræði með hreinsun á snigilhraða en þegar að rétt var að detta í hálfleik fór flippið í gang. Samvinnuverkefni Símons og dómarans í röngum ákvörðun endaði með klúðurslegu marki á versta tíma sem aldrei átti að verða til.

1-2 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var óttaleg moðsuða framan af en allt í einu fór leikurinn á yfirsnúning þegar að Liverpool átti frábæra skyndisókn eftir að hafa verið djúpt í vörn. Sprengdum fram á margmenni og Henderson sem byrjaði manna dýpstur skeiðaði tignarlega upp allan völlinn, fékk fína sendingu frá varamanninum Sturridge og sendi hann framhjá vinalega danska draugnum í markinu.

Game over? Alls ekki enda væri það allt of auðvelt. Gray átti skot úr teignum sem Mignolet varði beint fyrir kollvikin á Vardy sem þakkaði fyrir sig með auðveldu marki. Þarna liðu 90 sekúndur á milli þess að sigur ætti að vera kominn á örugga siglingu en nú sigldi Liverpool á milli skers og báru. Einni ögurstundu síðar var það blindsker! Vardy fær stungu innfyrir og eltir boltann, Mignolet er á undan en kiksar boltann og straujar Jamie í leiðinni. Víti! Vardy kunni greinilega ekki góðu gömlu regluna um að sá tekur ekki vítið sem brotið er á og stígur upp móður og másandi. Símon segir víti skal varið og tekur til eftir eigið klúður með því að verja þrumuskot Vardy.

Eftir þetta var leikurinn alveg á hnífsegg en hvorugt lið fékk færin til að drepa eða jafna leikinn. Hendi á Can hefði getað sett leikinn í vitleysu en sem betur fer héldum við þetta út og kærkominn sigur staðreynd.

Bestu menn Liverpool

Coutinho lagði upp og skoraði þannig að hann er að nálgast sitt eðlilega form eftir farsakennt sumar með vottorð í leikfimi og yfirdrifið spænskt fáránleikhús. Að mínu mati var samt fyrirliðinn herra Henderson frábær í leiknum. Ódrepandi, stanslaust hlaupandi og skoraði á endanum sigurmarkið. Jordan Henderson fær Kop.is-kampavín leiksins.

Vondur dagur

Séra Símon hefur ekki haft gott af hvíldinni eða róteringardansinum sem Klopp hefur boðið upp í. Ákvarðanatakan og almenn fagmennska er úti á túni og vítamarkvarslan er rétt sárabót sem bjargar honum frá því að vera allsherjar skúrkur leiksins. Karius mun pottþétt byrja í marki í Moskvu og ef það endar ekki í stórslysi þá gæti hann haldið stöðunni lengur.

Tölfræðin

Leikina tvo á undan þessum átti Liverpool 56 markskot sem enduðu með einu ögurmarki en nú brustu stíflurnar með 3 mörkum í 23 skotum.

Umræðan

Það hlaut að koma að því að flóðgáttirnar myndu opnast og hægðatregðan fyrir framan markið myndi á endanum skila sér sína leið. Á þessari speki byggði tölfræðitröllið og einkavinur minn Biscant sinn spádóm með hárréttum úrslitum um 2-3 sigur. Biscant, take a bow!

Allir andstæðingar okkar í toppbaráttunni unnu sína leiki í dag og því var lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgja hópnum. Þrátt fyrir rússíbanareið þessa leiks þá kláruðum við þó ferðina þrátt fyrir miklar meltingartruflanir og það mun væntanlega gera margt gott fyrir sjálfstraustið. Umræðan hafði skapað pressu á liðið og Klopp en í bili þá er því létt og vonandi beina brautin framundan.

Moscow Moscow here we come.

62 Comments

  1. Þvílíkur rússíbani. Gott að fá 3 stig en vörnin verður að bæta sig, vonandi að Klopp róteri henni sem minnst svo það komi vonandi einhver stöðugleiki í varnarleikinn.

  2. Best að tjá sig ekkert um vörnina eða markmanninn……… En 3 mikilvæg stig í hús og maður er að spá í að fara upp á slysó og fá róandi.

    YNWA

  3. Nú er staðan orðin þannig að ef andstæðingarnir fá víti, þá eru nálægt því 50% líkur á að Mignolet verji vítið (7 af 15 varin, 47% líkur).

    Semsagt, svipaðir möguleikar á að skora eins og með öll hin föstu leikatriðin.

  4. Frábær úrslit!

    En guð minn góður, þessi vörn og markvarslan…

  5. Úff, þarf að teygja á eftir að hafa horft á þennan rússibana, kannski líka ísbað. Þvílíkt sterkt að koma tilbaka eftir síðasta leik og taka 3 stig, þrátt fyrir slappa vörn og plús og mínus markvörslu. Maður leiksins, nýji leikmaðurinn nr 10 🙂 VELKOMINN AFTUR Kútur.

  6. Bestu menn: Coutinho, Salah
    Verstu: Lovren( fyrri hálfleik), Mignó, Gomez (seinni hálfleik) og svona honorable mention fyrir gini ekki af því að hann hafi gert eitthvað skelfilegt heldur af því hann var bara ekkert með.

    Góður sigur en djöfull ofboðslega er þetta erfitt. Þetta er eins og að horfa á íslenska landsliðið i handbolta. Alltaf erfiðasta leið í boði sem er tekin.

  7. fengum á okkur víti sem var ekki verðskuldað, migs tók boltan og þess vegna ekkert víti, en sluppum við aulgjóst víti á Can, dæmt af mark ranglega af japananum en síðan skorðuðu þeir mark sem átti að vera dæmt rangstaða. hlutirnir jafnast út.

  8. Snarbrjálaður leikur. Mjög sterk þrjú stig. Henderson minn maður leiksins.

  9. Ég spáði 3-2 fyrir leikinn og það stóðst 🙂

    Þetta var týpískur Liverpool leikur. Liðið virtist ætla að fara með sangjarna 2-0 stöðu í hálfleik en klárt brot á Mignolet og staðan 2-1 og okkar menn í vörninni með 0% sjálfstraust fyrir leikinn fóru í – 10 %.
    3-1 og þá hélt maður að þetta væri að vera komið en þá áttaði maður sig á því að þetta er aldrei komið þegar maður heldur með Liverpool og þeir skora strax á eftir og svo drullar Mignolet á sig og gefur víti en nær að skeina sig vel og varði vítið.
    Svo héldum við þetta út og 3 stig kominn í hús.

    Coutinho maður leiksins og er gaman að sjá hann byrja að spila aftur vel og svo finnst mér gaman að sjá Moreno vera komin með líflínu eftir að maður var búinn að afskrifa hans feril hjá okkur.

    Næsti leikur í Rússlandi og svo er það Benitez og félagar á útivelli og þeir leikur eru alltaf veisla.

  10. We are back in it , allt opið núna og leiðin liggur vonandi uppá við núna það ber að gleðjast yfir þessu.
    Mórallinn var orðinn slæmur bæði hjá liðinu og stuðningsmönnum LFC en þetta var baráttu sigur á móti spræku Leceister liði og vonandi byggja menn oná þetta og koma fullir sjálfstraust í næsta leik.

  11. Úff, þetta hefði ekki átt að vera svona erfitt. Sóknarleikurinn stórfínn m.v. Mané skortinn. Salah og Coutinho frábærir og Hendo dró vagninn framan af í síðari hálfleik þegar leikurinn var að mörgu leyti undir (að fá mark á sig rétt fyrir hálfleik er erfitt og þarf að rífa sig upp).

    Firmino og Wijnaldum komust ekki alveg í takt við leikinn. Mjög erfiður dagur hjá Gomez og Mignolet var bara Mignolet – Símon tekur og Símon gefur.

    Munur að hafa loks a.m.k. þokkalegan bekk. Karius, Klavan, Milner, Alexander-Arnold, Oxlade-Chamberlain, Solanke, Sturridge er ekkert slor miðað við margt sem við höfum séð síðustu tímabil.

    Allt í einu virkar Moreno eins og fínasti bakvörður, stórmerkilegt.

  12. “Moreno orðinn stabílasti og besti varnarmaðurinn okkar.”

    #10 já hann ser stabill, maður getur alltaf treyst á að hann sækir vel og verst illa, það er ákveðin tegund af stöðuleika.

  13. Þetta var klikkaður leikur, það var eins og Karmað væri í einhverjum yfirgír í dag.

    Rangstöðumark dæmt af, en við fengum á okkur mark þar sem brotið var á markmanninum.

    Henderson skorar mark og leiðir svo til marks.

    Mignolet fær dæmt á sig víti en ver svo sama víti.

    Góð þrjú stig, en ekki meira af þessu takk.

  14. Frábær sigur, en enn og aftur tvískipt lið hjá Liverpool, frábært sóknarlið og svo varnarlið sem engan veginn er hægt að treysta.

  15. Marki? var rèttilega dæmt af ma?urinn sem skallar à oksakí er rangstæ?ur!

  16. Vá þoldi nánast ekki álagið í þessum leik – en sætari sigur fyrir vikið, meiriháttar að hirða öll stigin af þessu ömurlega Leicester liði!!!

  17. Í einu orði sagt frábært. Að koma til baka eftir svekkjandi leiki undanfarið er það mikilvægasta. Ef liðið skorar þrjú mörk er næstum því hægt að stóla á sigur, en því miður bara næstum því. Nú þarf Klopp að berja liðið saman og byggja ofan á þetta. Jákvæðast, fyrir utan að verja vítaspyrnu, var að Henderson skyldi skora. Gæti rifið hann á fullt og úr fjórða í fimmta gír. Gestur þú segir ekki meira af þessu, ég segi meira af þessu takk. Þrjú stig í hús og eftir á skiptir ekki öllu hvernig þau komu.

  18. #14 Jói Spói. Mér fannst Moreno nú bara vera virkilega fínn varnarlega í dag., seinast og flesta leiki á þessu tímabili. Auðvitað hefur gamli Moreno komið fram í einhverjum leikjum en miðað við restina af vörninni þá er hann búinn að vera hvað bestur varnarlega.

  19. Henderson var algjörlega að bjarga miðjunni var frábær í leiknum. Can upp og ofan og winjaldum fannst mér bara drifta út úr leiknum alltof oft.
    Moreno frábær og svo eigum við Robertson sem er ekkert búin að vera síðri.
    Tveir góðir í vinstri bak, hvenar sást það síðast.

  20. slakur dómari.. okasaki var augljóslega brotlegur í markinu, aldrei víti, sko það var brotið á salah í aðdraganda vítisins. og stór plús hjá klopp með skiptingarnar

  21. Það var gott að vinna þennan leik, til að vera með efstu liðum. En leikhópurinn hjá okkur er ekki orðinn nógu góður til að hafa við efstu liðum, er ég þá sérstaklega að tala um markvörslu og vörn. En þetta kemur hjá Klopp. Hann verður bara að fá sinn tíma. Þegar hann tók við talaði hann um fjögur ár. En við Púllarar erum orðnir svo langþreyttir á vondu gengi. En þetta kemur hjá Klopp Áfram Liverpool.

  22. Djöfull er ég að verða brjálaður á þessu, maður veit alltaf með svona 15 sekúndna fyrirvara hvenær Liverpool fær á sig mark. Var einhver hér sem hélt að Liverpool fengi ekki á sig mark úr hornspyrnunni á 48. mínútu fyrri hálfleiks? Var einhver hér sem hélt að Leicester mundi ekki minnka muninn strax í 2-3 eftir markið hans Hendo?

    Svona taugaveiklaðir menn eins og ég eiga mjög bágt með að horfa á þessa leiki, þegar að Matip og Lovren eru að senda sín á milli með Vardy, hrægamminn sjálfan, fyrir framan sig – það fer um mig þegar þeir gera þetta, og þeir gera þetta alveg trekk í trekk.

    En við getum ekki verið annað en ánægðir með þennan sigur. Coutinho er mættur til leiks, Salah farinn að skora úr þriðja hverju dauðafæri sem er mun skárra en til að byrja með, Henderson sýndi loksins örlitla fyrirliðahæfileika í þessum leik og dróg menn áfram og skoraði verðskuldað mark. Hann var líka mikið í að rífast við Anthony Taylor (sem átt hvert “fuck off” skilið fjórum sinnum í þessum leik).

    Dómgæslan var sú allra versta sem ég hef séð á þessu tímabili.
    1. Gula spjaldið sem Matip fékk fyrir “brot” á Vardy, sem gaf aukaspyrnu, sem leiddi til hornspyrnu sem leiddi til marks.
    2. Vítaspyrnudómurinn, Migno nær boltanum, var alltaf mun nær því að ná boltanum en Vardy svo mér hefði fundist réttara að dæma á Vardy og gult.
    3. Dæma ekki víti á Can. Moreno bjargaði því reyndar, hann hljóp akkúrat á réttum tímapunkti í sjónlínu línuvarðarins og blokkaði Can þegar hann tók hann niður með höndinni.
    – Ég vill síðan benda á markið sem dæmt var af Okasaki var ekki rangur dómur þó svo að hann sjálfur hafi ekki verið rangstæður – Sá sem skallaði boltann á hann var fyrir innan vörnina þegar aukaspyrnan var tekin.

    Heilt yfir góður leikur, stjórnuðum lengst af, menn að stíga upp eftir slök úrslit – en vörnin veeeerður að fara að halda hreinu og það gerist ekki nema Klopp hætti þessari endalausu róteringu.

    FORZA LIVERPOOL!

  23. Var það ekki í aðdraganda vítisins sem var togaði í treyju Salah og ekkert dæmt. Augljós aukaspyrna og gult. En nenni samt ekki að velta mér mjög mikið upp úr þessu enda frábær sigur og þrjú góð stig í hús. Hættum svo að væla í smá stund og njótum og vonum að ánægjustundirnar verði margar næstu mánuði og ár. Við erum með þann hóp sem við höfum og því verður bara ekkert breytt fyrr en í fyrsta lagi í janúar.
    YNWA

  24. Ætla samt að bæta við í ljósi leikskýrslunnar. Skil því miður ekki ummælin um Mignolet…..hvað var svona slæmt hjá honum í dag!
    YNWA

  25. Á meðan Coutinho hlóð í fallbyssuskotið voru aðrir með vottorð í leikfimi.

  26. Er enn að jafna mig hérna,2 tímum síðar og klósettið stíflað eftir allar meltingatruflanirnar og vægu hjartaflöktin voru ekki að hjálpa.

    Hendó og Coutinho menn leiksins en Mignolet,Wijnaldum og Gomez voru hörmulegir,vægast sagt.

    Spartak Moskva næst….

  27. Sælir félagar

    Doremí segir í reynd allt sem ég vildi sagt hafa nema eitt. Ég vil Minjo úr markinu amk. næstu fjóra leiki. Ég vil sjá hvort Karíus nær ekki að spila sig í alvöru form í næstu 4 leikjum því það munaði engu að Minjo gæfi tvö mörk algerlega á eigin reikning. Ég er drullusáttur með niðurstöðu þessa leiks og djö . . . er Sturridge góður í fótbolta.

    Ef Sturridge bara nennti/gæti hlaupið væri Klopp í vandræðum að velja milli hans og Firmino. Firmino minn maður var tæpur fyrir þennan leik enda var hann á Sturridge-joggi nánast allan leikinn þessi maður sem annars hleypur uppihaldslaust í 100 mín. í hverjum leik. Blessaður kallinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  28. Honorable mention: Daniel Sturridge.

    Virðist vera lífsglaðari en áður og kom flottur inn.

  29. Sturridge átti frábæra innkomu. Í leikformi Sturridge hefði sett 2 í dag en hann náði að færa varnarlínu Leichester aftar sem létti pressunni aðeins.

    Can tröll í fyrri og Henderson leiðtogi í seinni.

    Maður leiksins er samt án vafa litli Brassinn okkar. Stjórnaði fyrri hálfleiknum svo um munaði. Dró af honum í seinni en þegar hann fær boltann í fæturna er erfitt að ná honum af honum.

    3 stig og on we go.

  30. Algjörlega sammála #31 og 32. Sturridge minnir á sig og verður í byrjunarliði ef hann heldur svona áfram. Algör klassi, áfram hærra!!!

  31. Gott að vinna leik 11 á móti 12 þetta fyrsta mark átti aldrei að standa og heppni hjá þeim í marki 2. Vörninn hefur oft verið verri og mér fannst miðverðir okkar góðir enn hann Gomes þarf að gera betur ef það á ekki að henda honum út á hafsjá þegar Clyne kemur til baka því hann einfaldlega getur ekki tekið góðar ákvarðanir og ekki spilað bolta að neinu marki getur lítið sem ekkert tekið þátt í sóknarleik það þarf betri mann í hans stöðu veit ekki hvort hann sé nógu góður í þessa deild? þegar maður er farinn að finnast hægri staðan verri enn sú vinstri þá er eitthvað mikið að !! Enn ég ætla að njóta sigurvímunar í kvöld.
    Takk fyrir mig.

  32. Ekki veit ég hverjum hefði dottið í hug að við myndum eiga auðveldan leik. Við fáum að meðaltali fleiri en eitt mark á okkur og skorum blessunarlega að meðaltali aðeins fleiri. Dreifingin og staðalfrávikið er svo ossalega út og suður að ekki er hægt að taka neinu sem sjálfsögðu. En meðaltöl og miðgildi svíkja ekki auðveldlega og því augljóst að þessi leikur gat ekki farið öðruvísi en 2-3. Ég spái samt óstöðugleika áfram, svona með haustlægðunum.

  33. Í framhjáhlaupi: sáum við e.t.v. eina ástæðuna fyrir því í leik Palace gegn City hvers vegna Sakho var seldur? Hann leit ekki beint vel út í tveimur mörkum City.

  34. skil ekki hvernig hægt er að efast um rangstöðuna í marki okasaki þegar aukaspyrnan er tekin eru amk fjórir leikmenn fyrir innan vörn LFC það sem á eftir kemur skiftir ekki máli

  35. Athugavert hvað það eru margir að hvarta yfir dómaranum. Greinilegt að menn upplifa leikinn mismunandi

  36. Einstaklega slök skýrsla. Eftir lesturinn líður mér eins og við hefðum tapað enn einum leiknum á velli sem hefur reynst eintök eyðimerkurganga í fjölda ára. Að leggja Mignolet í hálfgert einelti er eintsakt afrek af skýrsluhöfundi. Maður leiksins er alls ekki skýrsluhöfundur.

  37. Nokkur sjónarhorn á aukaspyrnuna hjá Kútnum: https://streamable.com/l081i

    #1 – örlítið deflection
    #2 – Schmeichel hoppar einhverra hluta vegna smávegis rétt áður en spyrnan er tekin, þýðir að hann nær viðspyrnu síðar en ella
    #3 – #1 og #2 breyta þó litlu, þetta hefði alltaf endað í horninu. 🙂

  38. Er orðlaus yfir meðferðinni á Mignolet í þessari skýrslu. Bara skil ekki hvað er á ferðinni. Mögnuð markvarsla rétt fyrir hálfleik í horn þar sem kemur mark þar sem var skýlaust brotið á honum. Varslan hans sem leiðit til marks númer tvö hjá Leicester er frábær en Matip á hælunum að taka frákast. Fær svo á sig vafasamt víti og tekur það frábærlega. Tók vissulega einu sinni alltof mikinn tíma á boltann í fyrri hálfleik og slapp með það. Á meðan að litið er framhjá linri vörn hafsentaparsins sem átti að mínu viti afleitan dag.

    Ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og ætla ekki að segja neitt annað en það að ég er eins ósammála því að hann sé eitthvað “shaky” miðað við daginn og hægt er.

    Hins vegar er varnarleikur liðsins eins shaky og hægt er. Deili fullkomlega þeirri skoðun að þetta var ekki aukaspyrna og gult á Matip…og því að þetta var einstaklega illa dæmdur leikur. En það verður ekkert litið framhjá því að við erum í bölvuðu brasi með háa bolta í kringum teiginn…sem er ákveðið vandamál þar sem við erum að spila í Englandi…og það er í rauninni alveg magnað að vera ekki alveg sáttur og yfirvegaður í 0-2 og 1-3 stöðu. Fannst bakverðirnir báðu megin eiga flottan dag en parið í veseni.

    Er svo fullkomlega sammála valinu á manni leiksins í skýrslunni. Hendo var frábær, Coutinho auðvitað match-winner en ofan á hlaupin og markið sást augljóslega hver er fyrirliði liðsins. Hann var mættur að verja Coutinho og Salah þegar nautin í Leicester voru að djöflast í þeim, rauk í AD2 þegar mark Leicester fékk glórulaust að standa og fylgdi dómaratríóinu alveg í búningsklefann í hálfleik. Vel gert Hendo.

    Jákvætt að vinna þennan leik á þessum stað, höfum ekki farið svo létt í gegnum Leicester og getum farið til Moskvu með fín 3 stig með okkur. Bring on Moscow and then Rafa!!!

  39. Skýrsluhöfundur hefur vonandi bara farið aðeins fram úr sér í stuðinu yfir sigri. En hann má tóna málfarið aðeins niður, til samræmis við frábærar siðareglur sem gilda hér á síðunni um komment. Það er óþarfi að uppnefna Kasper Schmeichel þrisvar.

  40. Það er líklegra að liðin skori á okkur úr hornspyrnu en vítaspyrnu (án djóks)

  41. @Gestur Páll

    Takk fyrir það. Ég myndi seint kalla úrslit Liverpool á heimavelli Leicester eyðimerkurgöngu þó að við höfum tapað síðustu tveimur leikjum þar á undan. Úrslit okkar á King Power, Walker Stadium eða Filbert Street frá stofnun úrvalsdeildarinnar eru unnir 5 leikir, 3 jafntefli og 4 töp í samtals 12 leikjum. Það er ágætis record og ekkert til að kvarta yfir á útivelli svo sem. Mignolet-eineltið skal ég minnast á í samhengi við skoðunnarbróður þinn Magga í þeim efnum.

    @Maggi

    Ég veit ekki hvað þarf til að kalla eitthvað magnaða markvörslu en að mínu mati var það ekki þessi auðveldi bolti sem Mignolet tekur “sjónvarpsmarkvörslu” á til að verja í horn í fyrri hálfleik. Ósköp venjuleg markvarsla sem allir markverðir flestra meistaraflokka eiga að verja þægilega. Sér boltann allan tímann og er í auðveldri seilingarfjarlægð.

    Ég er að sjálfsögðu sammála því að togað er smá í Simon í horninu en hann fer samt í úthlaup og pakka af leikmönnum sem hann á aldrei að voga sér í. Brotið sjálft hefur ekkert með hans ákvarðanatöku að gera að fara í fyrirgjöf sem hann á ekki séns í. Hann á að bíða á línunni þarna og þetta eru að mínu mati hans mistök. Réttari dómgæsla hefði getað bjargað honum frá hans slæmu ákvörðun en á slíkt er ekki hægt að treysta í ensku deildinni.

    Vítaspyrnan er svo algerlega kapituli útaf fyrir sig. Mistökin að kiksa boltann eru skelfileg því hann straujar manninn með því klúðri og gefur vítið í kjölfarið. Ekki við neinn annan að sakast þar og víti alla daga ársins. Hann ver vítið vissulega glæsilega en fyrir mér strikar það ekki hvort annað út því að þetta hefði aldrei gerst til að byrja með nema fyrir mistök Mignolet að hreinsa boltann. Einhverjir dómarar hefðu jafnvel gefið rautt og við verið í vondum málum í framhaldinu.

    Þá er óupptalið klúðrið í fyrri hálfleik þegar að hann tekur heila eilífð að hreinsa með vinstri fætinum og Vardy blokkar það. Boltinn fellur til Okasaki sem klúðrar alveg skotinu en betri skotmaður hefði lyft boltanum auðveldlega í opið markið með markmanninn sem strandaglóp. Hann slapp vel þar en mistök engu að síður.

    Ég ber jafn mikla virðingu fyrir skoðun Magga því að honum fannst Mignolet eiga góðan dag en í þeim hóp sem ég horfði á leikinn með voru allir á nálunum í hvert skipti sem reyndi á fyrirgjöf eða sendingu á markvörð. Að mínu mati átti hann slæman dag og hans mistök gáfu eitt mark og þau hefðu auðveldlega geta verið fleiri.

    En gaman að við nafnarnir séum sammála um fyrirliðann sem að oft er ósungin hetja liðsins og nýtur ekki alltaf sannmælis meðal stuðningsmanna. Sannarlega frábær frammistaða hjá Jordan og skoraði sigurmark til að toppa flottan leik. Nú þarf bara að halda áfram á sömu braut í Moskvu og á St. James’ Park.

    Peter Beardsley

    YNWA

  42. Frábær 3 stig og nauðsynleg í baráttunni.

    Nokkrir punktar:
    Mér fannst liðið spila nokkuð vel og verðskulda sigurinn.
    Báðir aukaspyrnudómarnir sem gáfu mörk voru í ódýrari kantinum fannst mér.
    Lélegt hjá Mignolet að láta brjóta á sér í hornspyrnunni sem gaf mark. Önnur lið fá ekki svona mörk á sig og afhverju ætti Liverpool þá að gera það.
    Aftur lélegt hjá Mig vini mínum í vítinu…hvað er maðurinn að pæla. Hann reddaði þessu samt vel og stýrði sigrinum í hús.
    Þetta rétt slapp fyrir horn og vonandi fer að færast smá ró yfir liðið núna.

  43. Eftir að hafa séð það helsta úr þessum leik, þá á maður varla til orð yfir slakri dómgæslu leiksins. Ég hélt að ég sæi bara svona tilþrif í bumbuboltanum (þegar hangið er í Migno í horninu) og komist upp með það!! Jesus Petur og allir hans frændur,… Og þessi aukaspyrna sem dæmd var á Matip þegar vardy hleypur utan í hann og lætur sig falla. Svo alveg til að toppa ömurlegan leik að þá spjaldar hann Matip og kaupir lélegustu leikrænu tilþrifin í evrópu þegar Ox-inn okkar fékk gult spjald í restina.

    Eg er virkilega ánægður með liðið mitt eftir þennan leik. Þeir börðust og unnu mikilvægan útisigur. Mané kemur inn núna og svo styttist í Lallana og Ings til að stækka hópinn enn frekar. Vonandi fer Clyne að ná bata einnig.

  44. Vorum við ekki að vinna fyrrverandi Englandsmeistara fyrirekkisvolöngusíðan á þeirra eigin heimavelli???

    Annars bara allt sem Maggi segir í 42 hér að ofan með upphrópunarmerkjum!!!

    Áfram Liverpool!

    Koma svo!

  45. Sælir félagar

    Allt þa sem Magnús Þórarinsson (Peter Beardsley) segir er eins og talað út úr mínu hjarta. Svo skil ég ekki hnútukastið í skýrsluhöfund. Þí menn séu ósammála honum í einhverju er ósköp vel hægt að svara því án þess að vera með einhver persónuleg leiðindi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  46. Mér fannst Minjó mjög góður ástæða fyrir að hann leit út fyrir að vera ekki góður var slök dómgæsla. Hann átti í það minsta tvær heimsklassa markvörslur. Kúturinn er samt minn maður leiksins, það eru ekki margir sem skora af 20 metra færi með vegg fyrir framan sig.

  47. Fáið þið greitt fyrir hvert “innuendo” í þessum skýrslum…finnst þetta komið út í öfgar stundum.

  48. Mjög mikið til í þessari grein. http://www.football365.com/news/lack-of-liverpool-leaders-yet-another-klopp-contradiction

    Það eru Lovren eða Mignolet sem eiga að vera stjórna vörninni og Henderson á að vera stjórna liðinu. Við þurfum einfaldlega sterkari leiðtoga í okkar ástkæra lið. Það er eins og þrátt fyrir endalausar æfingar á Melwood að liðið hafi bara ekki trú á að geta varist föstum leikatriðum. Við fáum Naby Keita inni næsta sumar og það myndi hjálpa við að verja vörnina og láta Lovren líta betur út en ég er hræddur um að við verðum að finna meiri nagla þarna aftast. Maður með yfirvegun eins og Hyppia kom til Liverpool á c.a. 2m punda. Þurfum ekki að rembast eins og rjúpa við staur að ná í Van Dijk á 60m. Njósnarateymi Liverpool þarf að fara taka puttann úr rassgatinu og fara finna þessa varnarmenn sem geta varið háum boltum og stýrt vörninni.

    Ég finn mikið til með Klopp. Einn besti þjálfari heims og algjör prófessor í fótboltafræðum. Með afburðaárangur gegn bestu liðum deildarinnar og Evrópu. Eftir fyrri Leicester leikinn gat hann ekki annað viðurkennt algert ógeð á að fá endalaust svona mörk á sig. Er að reyna gefa Liverpool vel pússaða demanta meðan einhver api er sitjandi á grindverki kastandi skít í hann.

    Kannski hafa hæfileikar Klopp í mótiveringu orðið til þess að ýta um of undir sjálfstraust Lovren og látið hann missa einbeitingu. Þegar þeir sumir ættu meira skilið vænt spark í rassinn fyrir að klúðra hlutunum á nákvæmlega sama hátt leik eftir leik eftir leik.

    Coutinho sagan er greinilega ekki að hjálpa okkur heldur. Litli Kútur er okkar besti leikmaður en hann verður seint kallaður mikill leiðtogi eða maður sem tekur mikla ábyrgð. Daðrið hjá Emre Can við Juve er ekki að hjálpa heldur. Hann er með stature til að rífa liðið upp en hefur ekki gert hingað til. Þegar við erum með ofvirka stráklinga eins og Moreno og Gomez í byrjunarliði bara verða reynslumeiri leikmenn að stíga upp og leiðbeina þeim. Það hefur ekki verið að gerast í byrjun þessa tímabils. Eins og liðið sé bara í leiðslu og sömu mistökin að gerast trekk í trekk.

    En róum okkur samt. Byrjunin á tímabilinu er ágæt og svakalega mikið eftir af deildinni. FSG klúðruðu leikmannglugganum enn eina ferðina eftir að hafa lofað mikilli eyðslu. Ekki við liðið eða Klopp að sakast í því. Við eigum Clyne inni og hans endurkoma ætti styrkja vörnina vel. Gomez og Arnold ekki verið að standa sig nógu vel. Þetta mikla rotation hjá Klopp mun líklega hjálpa liðinu mikið eftir áramót. Munum ekki lenda á sama vegg og síðasta season. Við munum fá auka liðstyrk í janúarglugganum svo það er möst að halda okkur inní CL og í titilbáráttu fram að því. Þá munu menn mögulega lofsyngja Klopp fyrir að hafa spilað frábærlega á öllum hópnum.
    Sjáum til.

    Það er allavega dásamleg skemmtun að horfa á Liverpool þessa dagana.

  49. Svona ef menn skilja ekkert í skýrsluhöfundi að leyfa sér að finna að Mignolet, þá er það ansi hreint víða að hann er jarðaður fyrir frammistöðuna. Getið til dæmist hlustað á podcastið í dag á Anfield Wrap, þar sem umræðan um markvörsluna hefst á 12. mínútu. Það eru verulega margir á því að bæði mörkin skrifist á Mignolet og vítið var honum að kenna.

    https://www.theanfieldwrap.com/2017/09/free-podcast-liverpool-find-form-foxes/

    Ef “uppnefnin” á Kasper fóru fyrir brjóstið á einhverjum, þá mæli ég ekki með að hlustað sé á podcastið, því orðbragðið samræmist ekki alveg viðmiðum á Alþingi eða fréttastofu RÚV.

    Að hluta til á Mignolet samúð mína. Þetta er hringl og rugl í kringum stöðuna. Við vitum líka að vörnin er ekki sú sterkasta. Þetta virkar einsog einhverskonar spírall, vörnin er stressuð útaf markverðinum, og markvörðurinn er stressaður útaf vörninni. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

  50. Mikið er ég orðinn þreyttur á þessu endalausa væli um að FSG hafi ekki gert hitt og þetta. Ég veit ekki betur en að það hafi verið KLOPP sem ákvað að kaupa ekki varnarmann ef Van Dijk kæmi ekki. FSG voru til í að eyða í sumar en Southampton vildi ekki selja Van Dijk og Leipzig vildi ekki selja Keita. Samt náðu þeir að tryggja sér Keita næsta sumar.
    Ég er alls ekki ánægður með allt sem FSG hefur gert, en það er samt ekki hægt að kenna þeim um það ef Klopp og njósnateymið finna ekki menn til að bæta liðið.

  51. Þú allavega klínir ekki vítinu á dómarann….algjört pjúra víti. Mignolet reddaði sér fyrir horn með að verja vítið þannig að hann verður ekki gagnrýndur frekar. Vona bara að hann verði betri eftir sem líður á….helst í næsta leik. Allt of mikið af shaky momentum og í þessari deild þá má ekkert lið ivð að tapa stigum.

  52. Umræðan hér er í takt við það sem gerist annars staðar á Alnetinu og í samfélaginu – menn geta tuðað og vælt og skælt út af öllu og engu.

    Ef það er ekki Mignolet, þá er það frammistaða Lovren. Og ef það er ekki Lovren, þá er það Klavan. Og ef ekki Klavan, þá er #kloppout vagninn kominn af stað. Einhver gleymdi svo að taka húmorspillurnar sínar og kvartaði yfir léttu gríni á kostnað Peter Schmeichel.

    Nú fær pistlahöfundur að kenna á “reiðinni” – af því einhverjir eru ekki sammála honum þá er þetta versta leiksskýrsla allra tíma.

    Stundum, oftar en ég kæri mig um, þá fallast manni bara hendur!

    Ágæti Magnús – a.k.a. Peter Beardsley – þú hlýtur nafnbótina Ragnar Klavan helgarinnar. Geri aðrir betur 🙂

    Allt þetta tekur athyglina frá því sem skiptir öllu máli og það eru þessi þrjú stig sem okkar menn höluðu inn í gær. Ég ætla ekkert að væla undan því – við viljum alltaf þrjú stig og okkar menn náðu þeim. Og það þrátt fyrir mótlæti undanfarnar vikur, léleg úrslit, meiðsli og almenn leiðindi í kringum klúbbinn þegar á móti blæs.

    Ég tek alltaf 3 stig fram fyrir flotta spilamennsku. Að mínu mati var Coutinho maður leiksins – hann tilkynnti sig til leiks með flottri spilamennsku eftir dramað í sumar. Og markið var algjört gull.

    Pistlahöfundi færi ég mínar bestu þakkir fyrir ágæta leiksskýrslu – þó ekki væri nema fyrir neitt annað en að rifja upp fyrir mér Biscant, nafn sem ég hef ekki séð á netrúnti mínum í háa herrans tíð!

    Og fyrst ég er byrjaður að skrifa þetta örkorn, þá vil ég bara líka nota tækifærið og óska kop.is til hamingju með nýja ritara á síðunni. Ykkur tókst vel til við að gera virkilega flotta stuðningsmannasíðu enn flottari 🙂

    Long may it continue, eins og enskir myndu taka til orða.

    Homer

  53. Öll þessi umræða um hvort Migno sé ekki nógu góður eða eigi heimsklassa markvörslu o.s.frv finnst mér persónulega á villigötum. Fyrir mér er hann einfaldlega ekki nógu góður. Hvað olli þessum atriðum hjá honum í leiknum finnst mér eiga að vera spurningin. Tímasetningar, styrkur í út hlaupum og hvernig hann ver boltan er einfaldlega ekki nógu gott, hann á þess á milli fínar markvörslur enda er það hans verk. En það er ekki nóg. Punktur

  54. Ég væri til í að sjá greiningu á skoðunum manna hérna inni eftir því hvort þeir horfðu á leikinn í gegnum Stöð 2 sport eða annar staðar. Lýsandinn þar átti álika góðan dag og dómarinn.

    Öll mörk sem eru skoruð í fótbolta koma til af því að einhver sigraði einhvern annan. Stundum gerist það jafnvel uppi við vítateig andstæðinganna, en oftast á eigin vallarhelmingi að mistökin eru gerð og þú færð á þig mark. Þess vegna eru menn að reyna að skipuleggja lið sitt og þess vegna eru atriði eins og hraði Salah/Mane, eða snilli Coutinho/Firmino okkur svona mikilvæg í sókninni.

    Í fyrra markinu er augljóslega brotið á Mignolet (hann sigraður), en ef hann hefði staðið á línunni og reynt að verja skalla á tveggja metra færi, hefði allt orðið vitlaust vegna þess að hann hafi ekki farið út í boltann.

    Í seinna markinu missir Joe Gomez manninn framhjá sér ekki langt frá miðlínu, Salah er ekki nógu fljótur að átta sig á því og ekki í stöðu til að bregðast við. Henderson er það hins vegar, en einhverra hluta vegna hægir á sér í stað þess að keyra áfram og pressa á/koma í veg fyrir sendinguna inn í teig, kannski þreyttur eftir sprettinn fram á við í markinu. Þeir eru sumsé þrír sigraðir og varnarskipulagið komið úr skorðum. Þar sem það er enginn í Leicester manninum (Henderson búinn að hægja á sér), hefur hann nógan tíma og finnur Grey inni í teig. Mignolet ver, en Matip kominn úr stöðu (sigraður) því hann var að reyna að minnka markið/keyra í átt að skotinu. Vardy fær boltann liggur við í hausinn og skorar.

    Niðurstaða lýsandans á Stöð 2 sport og sumra hér inni, er að Mignolet hefði átt að slá boltann yfir. Þetta sé því enn eitt markið sem hann ber ábyrgð á. Ég er ekki sammála því.

  55. Ég er samála Magga að mörkin eru ekki mig að kenna þessi vörn er bara hræðileg og er alltof auðvelt að mörk sém eru að koma mig mundi ekki líta svona ítla út ef vörnin væri betri en vítið þar leit hann ítla út en það vöru eiginlega einu mistökin sém hann átti en þetta er orðið mjög þreitt þessi vörn þetta er bara vandræðalegt hvað hún er bar ónít ég vil bara að klopp fari bara yfir varnarleik á æfingu því sóknin hún er ágætt þar bara að níta færin betur en vörn vinnur titla

Byrjunarliðið gegn Leicester City

Spartak Moskva – Lið fólksins