Byrjunarliðið gegn Leicester City

Þá er komið að seinni hlutanum í tvíleik vikunnar gegn Leicester City og vonandi gengur betur að þessu sinni gegn Refunum frá Eystri-Miðlöndum.

Byrjunarliðin eru klár og þau eru svona:

Á bekknum hjá Liverpool eru Karius, Klavan, Milner, Alexander-Arnold, Oxlade-Chamberlain, Solanke, Sturridge.

Sagnaskáldið Shakespeare stillir sínu liði svona upp:

Helstu tíðindi eru þau að Matip og Lovren hafa jafnað sig nógu tímanlega til að byrja báðir í hjarta varnarinnar. Can var líka tæpur en er nógu hraustur til að byrja inná ásamt Coutinho sem er vonandi að komast í almennilegt leikform.

Hjá Leicester þá eru allir þeirra sterkustu leikmenn komnir í byrjunarliðið eftir deildarbikarleikinn fyrr í vikunni. Vardy, Mahrez og Schmeichel allir mættir til leiks.

Koma svo Rauðliðar! Förum á refaveiðar og rífum þetta tímabil í gang! YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


112 Comments

  1. Bið til Fowler að við höldum hreinu í dag ! Það er lykilatriði í dag !

  2. Það er bara krafa að vinna þennan leik eftir alla skituna undanfarið það eru engar afsakanir gildar lengur hjá Klopp hann þarf að redeema sig og okkar menn í þessum leik.

  3. Jæja, öll ‘toppliðin’ að vinna og þetta verður að vinnast ef við eigum ekki að detta aftur úr. Mikið anskotinn er Southampton vel spilandi lið, horfði á þá yfirspila Móra og félaga, algjör skandall að sá leikur hafi tapast hjá þeim.

  4. Þurfum að vinna. Þetta lítur svolítið út eins og við þurfum að berjast við Tottenham um fjórða sætið, kannski full snemmt að pæla í því en chealsea og manchester liðin virðast vera í öðrum klassa, því miður. Eru þetta ekki þau lið sem eyddu mest í nýja leikmenn?

  5. Ég vil að Danny Ward fái miklu fleiri sjensa í markinu. Hvar á hann að spila ef Migs er alltaf í deildinni og Karius (hversvegna?) í Meistaradeildinni?

  6. Ég held að við ættum að hætta sagna Sako hann var að fá á sig 5 mörk og svo er hausinn á honum jafn hugsandi og á 5 ára barni.

  7. Var að horfa á Southampton – Man utd.
    Þar voru heimamenn betri og stjórnuðu leiknum en það breyttir litlu að þeir voru 60% með boltan, áttu 14 skot á mark þegar stigin skiluðu sér ekki.
    Man utd leikmenn voru lélegir en ná samt í 3 stig og er það merki um styrkleika eða hvað?

    Okkar menn eiga leik í dag og er ég viss um að við verðum lengst af sterkara lið á vellinum, við verðum meira með boltan og munum líklega skapa mun fleiri tækifæri en ég vona að við náum að enda með 3 stig einfaldlega af því að það man engin hverjir voru betri í svona leikjum og eina sem skiptir máli í öllum leikjum eru stiginn þrjú.

  8. Flott uppstilling. Andskotist til að klára þetta helvíti.
    Virkilega gaman að sjá “eðlilegan” varamannabekk.
    Stend við það sama, 2-4. Koma svo!!

  9. Þetta miss hjá Salah minnir svolítið á þegar Suárez bombaði í stöng í 5-1 leiknum gegn Arsenal og Kolo setti frákastið framhjá. 😛

  10. Gjörsamlega stórkostulegur bolti hjá Kútnum og vel afgreiddur skalli hjá Salah.

  11. Vörn og markmaður byrjuð að leika sér að hættunni, þvílíkur trúður í markinu hjá okkur.

  12. Coutiiiiiiiiinho!!! Magic! Frábært að hann sé enn í herbúðum félagsins.

  13. Annars er frábært að sjá nýja leikmenn koma svona frábærlega til leiks tvö ár í röð – þá auðvitað Mané og Salah. Salah er að koma inn í liðið eins og stormsveipur. Væri hressandi ef þetta gæti orðið normið.

  14. Voru ekki einhverjir sem vildu geyma coutinho uppí stúku í vetur? Finnst ykkur það ennþá?

  15. Most direct free-kick goals in the PL since Aug 2016:
    4 – Chelsea, P. Coutinho.
    2 – Man City, Arsenal, Swansea, W.Ham, Burnley, Stoke, Hull

  16. Liverpool bara búið að bakka alltof aftarlega síðustu mínútur, bjóðum hættunni heim !

  17. Salah er ekki aðeins frábær framávið heldur líka í hina áttina. Amk. tvisvar hefur hann tekið glóandi sprett tilbaka og pressað Leicester-mann út úr vænlegri skyndisókn.

  18. Jæja, þá byrjar vitleysan, dómara fíflið gefur þeim mark, eftir að Vardy lætur sig detta, og hefði átt að fá gult fyrir að fífla díomarann !

  19. Nákvæmlega þarna hefði verið áhugavert að sjá Danny Ward. Hann Á teiginn sinn, en Migs er ekki alltaf öruggur í úthlaupum. Dæmigert skítamark úr föstu leikatriði.

  20. Hverju áttum við von á, að halda hreinu, nei. Við þurfum alltaf að skora 3 mörk til að vinna.

  21. Dómaraskandall!
    1) Aldrei aukaspyrna á Matip
    2) Ólögleg blokkering á Mignolet í horninu.

  22. 2-1 eins og þetta átti að vera, eitt dæmt af þeim sem átti ekki að vera dæmt af. Eitt ólöglegt mark. Sóknarleikurinn þrusu beittur.

    En jesús minn almáttugur hvað Lovren og Mignó reyna sitt ítrasta til að gefa frá okkur stig.

  23. Búið að vera flottur fyrri hálfleikur en að sjálfsögðu þarf dómarinn að eyðileggja frammistöðu Liverpool með 2 fáránlegum ákvörðunum í fyrsta lagi aukaspyrnan sem Vardy fær fyrir að henda sér og svo er þetta svo mikil pjura blokkering í horninu hjá okasaki að það öskrar á manm

  24. Mignolet að hleypa Leicester aftur inn í þetta, það er enginn markmaður í úrvalsdeildinni lélegri í úthlaupum og fyrirgjöfum en Migno. Djöfull getur þessi maður gert mann reiðan

  25. Ef þið viljið einfaldlega hagnast á Liverpool, setjið á bet365 að Liverpool fái á sig mark úr föstum leikatriðum og að bæði lið skori. $$$$$ ekki nóg með að Gísli, Eiríkur og Helgi séu að halda uppteknum hætti, þá er Belgíska vafflan að verða linari og linari….

  26. Þetta var bara meðal hálfleikur hjá okkar mönnum. Við ógnum alltaf en við gefum líka færi á okkur. Ég ætla að halda mig við 3-2 spá mína fyrir Liverpool.

    p.s áður en menn fara að hengja Mignolet fyrir þetta mark þá er klárlega haldið í vinstri hendina hans í úthlaupinu í langan tíma og er það alltaf brot en þetta er svona týpískt liverpool mark til að fá á sig og svo má ekki gleyma ótrúlegri heimsku Matip að bjóða Wardy uppí dans og gefa aukaspyrnuna rétt fyrir utan teig að óþörfu sem leiddi til þess að þeir fá hornspyrnu sem þeir skora úr.

  27. Migs ? Loksins að þetta lítur sæmilega út þá byrjar hann að skíta á sig. Ward nr 1 og selja þetta drasl…..

  28. Var ekki alltaf rangstæða þegar aukaspyrnan er tekin og leicester skorar markið sem var dæmt af. Er það ekki það sem flaggað var á. En dómgæslan í aðdraganda marksins er skelfileg. Aldrei aukaspyrna og síðan er brotið á mignolet. Klárlega haldið í hann.

  29. Brot á Mignolet og svo líka ragnstaða á Ogazaki í markinu þar sem Mignolet var fyrir framan hann þegar boltanum var spilað aftur til Ogazaki. Hörmuleg dómgæsla! Hér vantar video dómgæslu í gær.

  30. Steinar ertu viss um að þetta var vitlaust dæmt með markið sem var dæmt af því hann var kolrangstædur þegar fyrsta spyrnan kom og linuvördurinn getur metið það svo að hann græddi á því þó hann var ekki rangstædur þegar skallinn kom

  31. @Snake

    Leikmaðurinn þarf þá strax að hafa áhrif á leikinn sem hann gerði ekki fyrren í snertingunni á eftir þegar hann var réttstæður. En þetta eru vissulega erfiðar reglur til að framfylgja svo vel sé.

  32. þið sem eruð að hlusta á lýsandann á Stöð 2 Sport, slakið á. Hann er augljóslega ekki hlutlaus. Reyndar líklega púllari. Hlutlaust mat getur ekki verið annað en að Vardy átti að fá spjald og sömuleiðis er brotið á Mignolet í markinu.

    Ef menn ætlast til þess að Matip sé ekki nálægt Vardy og að Mignolet reyni ekki við boltann, þá verður vörnin okkar ekki betri við það.

    Annars var líklega dæmt löglegt mark af Leicester, þannig að þetta jafnar sig kannski út.

  33. Maður er nú bara alltaf með lífið í lúkunum þegar Leicester sækir það er bara staðreynd málsins,enn annars bara þokkalegur fyrri hálfleikur.

  34. Mingo fór í skógarferð dú da dú da annað mark úr hornspyrñu romm dittý dú da dei. Finnst eins og ég hafi séð þetta áður.

  35. Leikurinn er ekki búinn en verð að viðurkenna það ég væri alveg til í að 90 mín væru búnar en ekki hálfleikur.

  36. Rangstaðan í markinu sem var dæmd af var á #15 sem vann skallaboltann. Rangstæður þegar aukaspyrnan var tekin.

  37. Ég spá því að Liverpool geri a.m.k. 1 varnarmistök í seinni sem gefa mark svo spurningin er bara hvort við náum að setja eitt eða fleiri.

  38. @Steinar
    Magire, sem skallaði inn á Okasaki í rangstöðumarkinu, var rangstæður þegar aukaspyrnan var tekin.

  39. Held að það sé lítið við Mignolet að sakast, hann er greinilega hindraður. Dómarinn nýbúinn að dæma á okkur aukaspyrnu og gefa spjald fyrir svipaða hindrun.

  40. hefur gengið illa að spila boltanum og fá eitthvað flæði….vörnin lekur eins og við var að búast.

  41. Þið sem eruð að halda því fram að markið sem var dæmt af hafi verið löglegt eruð algjörlega í ruglinu og greinilega að hlusta á ísl lýsingu, ALLIR sérfræðingar í setti Sky segja þetta pottþétt rangstöðu á þann sem skallaði á Okasaki ! Og það sést vel í endursýningu

  42. Málið er bara að leikmenn LFC fara á taugum þegar lið ná að minnka muninn í eitt mark, vantar algjörlega leiðtoga í þetta lið.

  43. Ótrúlegt að það að vera yfir gerir ekkert fyrir mann þessa dagana, maður er skíthræddur um að tapa niður forskotinu. Ætli leikmennirnir séu eins?

  44. Lovren átti að fá víti þarna. Fær i stað gult fyrir að vera brjálaður yfir því að fá ekki víti. Stundum finnst mér að það ætti að vera hægt að gefa dómurum gult og rautt í miðjum leik og skipta þeim út af.

  45. Já, að sjálfsögðu átti Lovren að fá víti þarna. Hrikalega blatant grab og hold, með báðum höndum.

  46. Henderson búinn að vera geggjaður í síðari btw, átti þetta mark sannarlega skilið.

  47. Djöfull er Mignolet slappur. Óþolandi að vera alltaf með þessa meðalmennsku í markmannsstöðunni.

  48. Hahah, þarna þekkir maður liðið, 90 sek á milli markanna. Sturridge klárar þetta vonandi endanlega!

  49. Þetta er svo líkt þessu liði og teyndar hlægilegt. Skyldi Klopp verja vörn og markmann, sennilega.

  50. Djöfulsins helvíti, skipta Karius inná. Mignolet hvað er Klopp að pæla að hafa hann inná.

  51. Æi Davíð Leó nr. 75…
    Hvað er stuðningsfulltrúinn þinn búin að segja þér oft að vera ekki að pósta svona smekkleysu á netið?
    Skamm!

  52. Réttlætið sigraði aldrei fucking víti. Þessi dómari er svo skelfilegur að það hálfa væri nóg.

  53. Af hverju erum við að bakka svona mikið ??????? Nú kom Inachio inná og hann skorar ALLTAF 🙁

  54. Ég sem hélt að 3 mörk væri nóg til þess að vinna þennan leik 🙁 úff, þurfum allavega 4

  55. OptaJoe? @OptaJoe 47s47 seconds ago
    7 – Since joining @LFC in 2013, Simon Mignolet has saved 7 of the 15 @premierleague penalties he’s faced; more than any other keeper. Cat.

  56. þetta er bara brandari að verða..eru menn sprungnir eða hvað,,,hvað er æft á æfingarsvæðinu ? taka svo þessa fuglahræðu úr markinu þó hann hafi drullast til að verja þetta víti….lélegt.

  57. Aumingjaverðlaun ársins fær Davoð Leó með komment nr 75. – fífl..

  58. Flott úrslit en afhverju má þetta tröll wes morgan alltaf spila glímu er það bara af því hann er í litlu liði?

  59. Rosalegur leikur. Hef sjaldan verið jafn stressaður með liðið. Sá bara seinni hálfleikinn þar sem liðið lá meira og minna undir svakalegri pressu Leicester. Því meiri er fögnuðurinn. Takk fyrir 3 stig. Held ég við endum aftur í fjórða.

  60. Classic hræsni hér á ferð 91#-104# Hef séð þá ófáa leiki með taylor að dæma og er ekki hátt skrifaður hjá mér. Að kalla mig Aumingja! Fífl! og gefa í skyn að ég hafi stuðningsfulltrúa vegna comment hjá mér á taylor er varla svaravert.
    Það einna sem er aumt hér er árásir á aðra stuðningsmenn hérna inni. Segi ekki meira en þetta.

  61. Dómarinn var á móti okkur allan leikinn, vorum á einum erfiðasta útivelli í deildinni og stuðningsmenn þeirra voru á milljón að stiðja þeirra menn áfram. Samt skorum við 3 mörk en fáum á okkur 2.mörk sem voru klaufaleg en fokkit. Geggjuð frammistaða og þótt við fengum á okkur 2.mörk þá var vörnin mjög fín.

  62. Afhv er Moreno byrjaður að spila eins og Marcelo í Real Madrid. Ruglaður sóknarlega og frábær varnalega

  63. Sigur, hvað vill fólk meira. Leicester er ekkert auðelt, þessir leikir voru að fara illa með okkur á síðustu leiktíð. Mane kominn aftur, verum bjartsýn. Svo Rússar, Spartak Moskva, tökum þá. Þetta lið hefur góða áru, skemmum það ekki með neikvæðni.
    YNWA

Upphitun: Leicester í deild

Leicester 2 – 3 Liverpool