Liðið gegn Burnley.

Þá er búið að tilkynna liðið sem mætir Burnley og það lítur svona út:

Mignolet

TAA – Matip – Klavan – Robertson

Can – Milner – Coutinho

Salah – Sturridge – Firmino

Bekkur: Karius, Wijnaldum, Lovren, Henderson, Moreno, Oxlade-Chamberlain, Solanke.

Klopp gerir fjölmargar breytingar en ánægjulegast er að sjá Coutinho í byrjunarliðinu á nýjan leik.  Henderson og Wijnaldum hvíldir og Milner kemur inn. Uxinn hefði örugglega vijað fá sénsinn á miðjunni en Klopp tekur Milner fram yfir hann. Klavan vinur okkar fær svo sénsinn í dag.

Við minnum á #kopis á twitter og ummælakerfið hér að neðan.


102 Comments

  1. Mjög áhugaverðar breytingar, en ég er sammála strategíunni. Það verður að nota hópinn í vetur og Burnley á heimavelli hlýtur að vera einn þeirra leikja þar sem róterað er.

    Svo er ég bara ekkert viss um hverjir eru okkar bestu bakverðir t.d., kannski þeir sem byrja í dag?

    Held þetta verði góður dagur

  2. Er ekki skylda að sa sem kemur með spánna eigi að segja okkur hvernig leikurinn endar?

    Annars fer þetta 5-1 fyrir okkur þar sem uppahaldið okkar Klavan setur eitt rosalegt… veit reyndar ekki i hvort markið það verður

  3. Ánægður með liðsvalið. Það þarf að rótera aðeins. Gott líka að Sturridge fái að byrja leik. Á inni fyrir því.

  4. Sæl og blessuð.

    Renndi yfir fregnir af leiknum sem er að klárast. Merkilegt nokk þá gengur CP ekki betur ennþá þrátt fyrir þjálfaraskiptin!

    En sem áhugamanni um Virgil van Dijk þá vekur það athygli mína að hann er að koma inn á í leiknum gegn CP, fyrst á 87. mínútu.

    Kemst hann ekki í byrjunarliðið??? eða er hann eitthvað meiddur? veit einhver eitthvað um þetta 70 millj. punda prospekt?

  5. Flott lið og skynsamlegt að rótera eftir gríðarlega erfiðan leik sl. miðvikudagskvöld.

    Held mig við spánna: 3 – 0, Fiminio (2) og Salah sjá um mörkin.

    Ég trúi!

  6. Lúðvík nr 3. Ég held að það sé bara hægt verið að plásta sárin og koma honum í leikform. Hann tók nánast ekkert þátt á undirbúningstímabilinu og æfði einn í fýlu.

  7. rétt varðandi vaan diik. maðurinn hefur ekki spilað leik síðan jan-feb

  8. Þetta eru leikirnir sem skipta máli. Tap á leikvangi ljóssins er viðbúið og vonandi að liðið sé búið að taka brainfartiðút. Ef það á að vera í topp 4 þá skiptir ekki mestu máli að vinna topp4 4 heldur alla þá sem á eftir koma.

    Áfram LFC. Tökum þennan leik.

  9. í öðrum fréttum……

    “it’s important that you score more goals than your opponent”

    Hinn eini sanni Roy Hodgeson í viðtali eftir sinn fyrsta leik með CP.

    Elska að hann sé komin aftur, það er alltaf pláss fyrir trúðinn.

    Annars að leiknum, þetta verður strembið en ég hef trú að því að miðjan vinni þetta fyrir okkur í dag.

    3-1

    Up the mighty Reds!

  10. Coutinho sprækur en hann er eigingjarn og heftir spilið svolítið.

  11. Hefur fundist Coutinho hægja svoldið á spilinu hjá okkurn þeas hann hangir svoldið á boltanum stundum. EN ég fyrirgef honum það þar sem hann er sá sem skapar lang mest í þessu liði.

    Annars var ég búinn að gleyma hvernig það var að spila á móti svona liðum sem liggja á öllum mönnum tilbaka. Þetta verður svo hægt finnst manni, en maður er vanur Heavy Metal bolta undanfarnar vikur.

  12. Stórbrotinn varnarleikur. Unun að sjá. Rétt hJá Klopp, óþarfi að styrkja vörnina. Konfekt að sjá.

  13. Ekki nóg að vera í reitabolta með enga vörn , djöfulsins aumingjar

  14. Þetta er alveg svakalega þreytandi og barnalegur varnarleikur hvað í fjandanum er Klavan að gera að fara í sama bolta og Matip ömurlegt alltaf hreint að gera svona barnaleg mistök í hverjum leik

  15. og menn að furða sig á því að Salah hafi verið valin maður mánaðrins hjá UEFA ?

  16. Jæja sóknin reddar því að við erum ekki undir lengi flott mark hjá salah

  17. ánn gríns salah fer að gera tilkall í kaup ársins það er næstum öruggt að gæinn skori í hverjum leik

  18. Moreno er ekki inná kanski óþarfi að kenna honum um allt meira að segja þegar hann er ekki að spila

  19. ég held nú alveg vatni yfir dáðadrengnum Sturridge í nýtingu færa.

  20. #39 Heyrðist svvvvvvúuussssshhhh þegar þú last þetta. Kaldhæðni 101. Einkunn D-

  21. Sóknarmenn Liverpool hljóta að vera brjálaðir út í varnarmennina

  22. Eins og ég sagði, við þurfum að skora 3 mörk til að vinna þennan leik !

  23. Hehe MR Maggi hef bara svo oft séð fólk kenna honum og Lucas um allt sem hefur mistekist í Liverpool og það hefur oft ekki skipt máli hvort þeir spili eða ekki

  24. af hverju gerir dómarahelvítið ekkert í því þegar markmaður burnley er ca mínútu að taka hvert útspark ?

  25. Lélegt liverpool lið hefur ekkert í deildina að gera. Hvað þá CL. Hlægilegt lið og hlægilegir stuðningsmenn

  26. Jæja leikhlé. Salah maður fyrri hálfleiks. Pótentíal í kútnum en herslumuninn vantar. Sturridge hefði átt að nýta færin miklu betur. Dauðastaða í tvígang amk án þess að hafa rænu á að pikka í boltann.

    Glæpsamlegt að fá mark á sig gegn svona varnarsinnuðu liði.

  27. Salah er ljósi punkturinn í öllu saman , það að Burnley sé jafn líklegt og Liverpool að skora á Anfield kemur manni nákvæmlega ekkert á óvart.

    Þessi vörn er rusl og það breytist ekkert á móti Burnley ef við verðum í top 6 um áramótin þá mun það teljast kraftaverk ef þetta heldur svona áfram.
    Sóknin er góð það er ekkert nýtt virkilega flottir framávið og eiga nýta færin betur en meðan að við lekum mörkum inn eins og gatasigti þá yrði ég sáttur við 6-7 sætið um áramót.

  28. muna svo eftir afsökunni eftir leik….verðum að læra og verjast betur……á eftir að hljóma í allann vetur…drasl. er Coutinho að spila á mótir okkur ? hangir á boltanum og hægir á öllu og missir svo boltann……sama draslið.

  29. versta í þessu er það að Klopp kann ekki að skipuleggja varnarleik. 2 í samaboltan og hvar er miðjan til að hjálpa ???

  30. Verður þetta svona stöngin út dagur, eða stöngin inn dagur ? Það er spurningin !

  31. Þvílíkt mark sem þetta hefði getað orðið hjá Milner en finnst stundum of þröngt spilað en ég trúi ekki að Burnley nái að halda þessu

  32. Verið að slátra Burnley en samt er ekki verið að spila nógu vel…aðeins nákvæmara allt saman og þá steinliggur þetta. Koma svo!!!

  33. En mikið svakalega er þetta þreytt með dómara á Englandi omurlegt hvernig litla liðið fær alltaf að gera meira

  34. Ferlega léleg ákvarðanataka hjá Liverpool mönnum á síðasta þriðjungi. Skjóta eins og hænsni í staðinn fyrir að spila saman.

  35. sóknin er ekki að gera rassgat…. miðjan steindauð…. þetta er ekki mjög skemmtilegur leikur

  36. Inn á með Uxann. Hann er graður í að sanna sig hjá nýju liði.

  37. Dómarinn hægir á leiknum alveg eins og leikmenn burnley byrjuðu að gera á fyrstu mínútu. Þetta er samt veikleiki LFC í hnotskurn ásamt því að vera með eina lélegustu vörn í EPL. Við getum ekki brotið niður baráttuglöð ninni lið.

  38. Það koma dagar þar sem liðið getur ekki alltaf skorað meira en eitt mark. Þess vegna er óþolandi að hafa vörn sem getur ekki drullast til að halda hreinu gegn Burnley á Anfield.
    Erfitt að vinna leiki ef þú þarft alltaf að skora tvö eða fleiri.

  39. hahah 2 eins hornspyrnur sem gátu gefið mark en okkar menn fatta ekki hvernig á að verjast… eru spaugstofumenn að semja þetta handrit ??

  40. Og svo má Solanke byrja alla leiki. Sturridge er ekki að gera jackshit.

  41. Varla hægt að kenna klopp um það að við erum ekki að nýta okkar færi, erum að vaða í færum leik eftir leik.

  42. Tilhvers var verið að reka Brendan klopp er bara verri,þvílík frammistaða á þessu liði,þessi þverhaus klopp má fara fyrir mér liðið er ekkert betra með hann við stjórnvölin.

  43. Ekki klopp að kenna að menn geta ekki nýtt eitthvað af þessum 30 skotum á markið

  44. Greinilega einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp. Sterling að bæta við sjötta marki City.

  45. #43
    Guðjón Halldór

    16.09.2017 kl. 14:34

    Sóknarmenn Liverpool hljóta að vera brjálaðir út í varnarmennina

    Æji ætli varnarmennirnir séu ekki jafn brjálaðir yfir færanýtingu framherjinn. …

  46. “Same old same old”. Ekkert plan B. Vörn sem lekur alltaf allavega einu sinni. Skiptingar seint eða ekki.

  47. Hið stórkostlega sóknarlið Liverpool að skora eitt mark á heimavelli á móti littla Burnley meiriháttar frammistaða,eru menn ekki bara sáttir.

  48. Erum búnir að breytast í United á síðasta tímabili jafnteflis skitur.

  49. Já verður gaman að heyra ykkur verja vörnina áfram. Þvílíkir jólasveinar sem eru þarna í miðverðum hjá okkur. geta ekki og munu aldrei geta skallað bolta í burtu. þvílík skita.
    En að geta ekki drullað 10mörkum inn úr þessum helvítis 30-40færum/skotum sem menn eru að fá er bara skítlélegt.

  50. Rétt hjá þér 75.
    Enda dálítill pirringur hjá leikmönnum Liverpool út í hvorn annan.

  51. Verður gaman að sjá pollyönnukórinn réttlæta þessi úrslit

  52. Æ, æ, æ. Nú mun reyna á Klopp. Liðið er gersamlega rúið öllu sjálfstrausti. Rosalega mikið um rangar ákvarðanir í sóknarleik. Vörnin er svo óörugg að það hálfa væri nóg. Þetta lítur ekki nógu vel út. Svo er Coutinho með fýlusvip allan tímann og átti ca. 100 skot upp í stúku í leiknum.

    Klopp allt of lengi að bregðast við. Skiptingarnar áttu að koma miklu, miklu fyrr. Hvernig fór Solanke að því að klúðra þessu færi og skjóta í slánna.

    Erum nú þegar 5 stigum frá City og einungis 5 umferðir búnar af mótinu. Úff…..

  53. 35 marktækifæri segja ekki allt lang flestar mjög slakar og lyktuðu af eigingirni með skotum úr erfiðum stöðum það síður á mér…

  54. Djöfulsins vonbrigði sem þetta lið getur verið, allt liðið skítandi í brækurnar eins og einhverjir kjúklingar í seinni (sá ekki fyrri). Það vantar menn sem missa ekki allt niðrum sig í mótlæti í þetta lið.

  55. Eina ráðið til að eiga orðið góða helgi er að hætta að horfa þannig er nú það

  56. lélegt,,,bað ekki Klopp um að vera metinn eftir síðasta tímabil ?? hann fær falleinkun hjá mér. er ekki með þetta. búinn að fá leik eftir leik til að laga sama fokkið en veit ekki og getur ekki lagað lekann. að fá svona gefins mörk leik eftir leik er bara ekki hægt og eina sem getum verið sáttir með er að koma öðrum til að hlæja. Jú þetta er einn brandari….

  57. Við miklu betri sem er jákvætt:)

    TAA má nú taka nokkrar vikur með u23.

    Burnley er besta lið deildarinnar í að vera fyrir skotum. Varla gott fótboltalið.

    Pope er ljótur íþróttamaður (ekki utlitslega)

    Vörnin góð í dag. Klavan gerði rétt í að bakka upp matip. Can eða milner áttu að elta Arfield.

    Fínt að taka út “slæman” kafla núna. Þegar það er ekki meira búið.

    Næsta leik takk

  58. Þýðir ekki að ræða hvað við erum langt á eftir city eða united eða chelsea við erum ekki að spila nálægt þeim á sama leveli við erum í struggli og algjöru tjóni varnarlega þá sérstaklega.

    City er búið að skora samtals 15 mörk í 3 leikjum og fá á sig hvað ? 2 ? við erum í öðru sæti yfir flest mörk á okkur held ég eins og staðan er núna það er STÓRT vandamál.

  59. Þetta er ekki lengur boðlegt hjá LFC og það á heimavelli gegn lélegu liði. Ég er hræddur um að Klopp veði að fara að hugsa sinn gang. Hann er ekki heilagur.

  60. Gef Klopp tækifæri fram að áramótum. Ef við erum ekki í topp 4 þá má hann drulla sér í burtu. Færanýtingin hjá þessu liði er til háborinar skammar. Vörnin er bara eitthvað sem ég nenni ekki að tala um.

Upphitun: Burnley á heimavelli

Liverpool – Burnley 1-1