Liðið gegn Sevilla

Þá er búið að tilkynna liðið sem tekur á móti Sevilla núna kl. 18:45 að íslenskum tíma. Eins og Klopp var búinn að segja er Karius í marki, við eigum örugglega eftir að fjalla betur um þessa róteringu á markvörðum sem virðist vera í kortunum. Síðan er litli töframaðurinn okkar mættur á ný, og byrjar á bekknum. Veit ekki hvenær maður hefði giskað á að sjá Sturridge og Coutinho saman á bekknum í leik í meistaradeildinni. Loks er Salah í liðinu þrátt fyrir hnjask í hálsi í gær, gott að sjá að hann er leikfær. Mané er svo að sjálfsögðu með enda nær leikbannið eftir City leikinn ekki til meistaradeildarinnar.

Karius

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Can

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Klavan, Robertson, Milner, Chamberlain, Sturridge, Coutinho

Nú er ekkert sem heitir, menn verða að girða sig í brók og mæta ákveðnir til leiks!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

60 Comments

  1. U19 liðið endaði á því að vinna 4-0, og mér finnst bara full ástæða til að fara fram á sömu úrslit hjá aðalliðinu.

  2. Ég ætla að vera með Klopp í þessu markmannadæmi. Er einfaldlega ekki sammála þessum gamaldags hugsunarhætti að vörn og markmenn séu svo brothættir andlega að þeir verði alltaf að vera í liði og búa til eitthvað efnasamband sem er bara til í fótboltavörn.

    Mignolet er ágætur að verjast beinum skotum — sennilega betri en Karius. Hann hefur líka spilað í EPL í nokkur ár og þekkir sóknirnar vel. En Karíus er miklu fljótari af línunni og betri að styðja vörnina með því að koma út og hreinsa upp. Hans megin galli er að hann staðsetur sig stundum rangt í föstum leikatriðum og er stundum aðeins hikandi í markteignum.

    Karíus er framtíðin–LFC getur líklega ekki farið út og keypt betri markmenn í dag, nema einhverja gamlingja sem eiga eftir 1-2 tímabil og eru ekki vanir að spila eins hátt og Klopp vill.

    Ég hlakka til að sjá hvernig þetta veðmál hans fer — því að ef það fer illa þá munu margir öskra og grenja. En ekki ég — hann er alltaf að hugsa um að byggja up til lengri tíma. Hann er ekki að reyna að vinna EPL eða UCL þetta árið — hann er að byggja liðið sem getur unnið EPL og UCL sama árið.

    In Klopp we trust — YNWA

  3. Hverjum datt í hug að láta Liverpool spila þegar Eldhúsdagsumræður frá Alþingi eru á RÚV?
    Hvoru á maður að fórna?

  4. Allt sem tengist íslenskri pólitík má fórna 😀

    KOMA SVO LIVERPOOL!!

  5. Já lovren er meira en nógu góður fyrir liverpool, segir enginn….aldrei, nema klopp

  6. Ég er nú ekki farinn að efast um Klopp ennþá. En Lovren er ekki og hefur aldrei verið með gæði til að vera starter í stórliði. FÁRÁNLEGA mistækur leikmaður.

  7. ekki vörn að kenna,,sjáið allt auða svæðið fyrir framan vörnina,,hvar í helv,,,eru miðjumennirnir,,,þetta kerfinu að kenna,,,,Klopparinn er þrjóskur og það mun verða okkur að falli…

  8. Svona gerist þegar vandamálum er sópað undir teppi. Afrek að hafa ekki styrkt þessa vörn fyrir tímabilið.

  9. Auðvitað er þetta Lovren að kenna komon!!! Á ekki varnarmaður að geta hreinsað svona bolta úr teignum!?!?!

  10. Ég hef lengi talað um varnarleik lfc í heild og er alveg á því.

    en guð minn góður þetta voru einstaklingsmistök
    neil ruddock hefði hreinsað þetta frá í núverandi ástandi þetta er ekki hægt með lovren kallinn

  11. Jæja þessi frábæra vörn hjá Liverpool er bara brillera í kvöld.

    til hamingju Klopp þú hlítur að vera sáttur núna.

  12. Jess! Eins illa og vörnin klikkaði áðan var þetta frábærlega gert, einkum hjá Moreno!

  13. “Made by Moreno” var sagt á skjánum hjá mér. Hvar eruð þið nú sem eruð á Moreno-out-vagninum?

  14. Hver er þessi litli aulalegi á hliðarlínunni sem virðist vera í einhverri Klopp look-a-like keppni?

  15. Firmino er stórfenglegur leikmaður, hreyfingarnar, stuttu sendingarnar. Algjör unun að fylgjast með honum.

    Í þeim sögðu orðum klikkar hann á víti 🙂

  16. geggjaður, geggjaður, geggjaður leikur so far. Maður lifandi hvað er gaman að horfa á þetta lið! Ótrúlegt að Sevilla sé enn inn í þessu!

  17. Flottur fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum.
    Fengum á okkur ömurlegt mark þar sem þeir fengu nóg pláss að gefa fyrir og þar klúðraði Lovren.
    Fyrir utan þetta höfum við verið miklu betri og fengið fullt af tækifærum að skora. Firminho klúðraði víti sem er lélegt en hefur annars átt mjög góðan leik.
    Moreno samt maður fyrirhálfleiks og er hann að spila eins og 30 m punda nýr vinstri bakvörður = eins og nýr maður eftir síðustu leiktíð

    Gestirnir eru samt með gott lið og tel ég að við þurfum annað mark til að vinna leikinn.

  18. Það er eiginlega hálf sorglegt að Firmino hafi ekki skorað úr þessu víti. Það væri mjög verðskuldað ef Liverpool væri 3-1 yfir. Tala nú ekki um ef Sevilla kemur snarbrjálað í næsta hálfleik og byrjar að setja á okkur mark eins og þeir gerðu í úrslitaleiknum gegn okkur þarna um árið.

  19. Björn #13: af hverju ættum við að fá Caulker lánaðan? Er ekki sóknarlínan einmitt sú best mannaða?

  20. sáuði hvar Matip var þegar við fengum markið á okkur, ?? miðverðirnir eru oftar en ekki út úr stöðum hjá okkur ????!!??!!?

  21. Meiri vitleysingurinn þessi þjálfari hjá Sevilla láta reka sig út fyrir eitthvað svona bull

  22. Varnarleikur Liverpool alveg hörmulegur sem fyrr, en Klopp hlýtur samt að vera sáttur.

  23. Þetta er svakalega barnaleg vinnubrögð í varnarvinnu og þá er ég ekki að meina bara varnarmennina því miðjan er úti að skíta í þessu marki innkast og engin pressa frá miðju

  24. hei,,,,þeir fá innkast og menn snúa baki í boltann ?? Hendo?? sjálfur fu.. fyrirliðinn…

  25. Ég bara spyr, hvað þarf til þess að fsg og Klopp átti sig á hvað við erum með SKELFILEGA varnarmenn ? ? ? ? ? eru þeir ónæmir fyrir þessari hörmung ? Við þurfum alltaf 3 mörk plús til þess að vinna leiki ! ! ! !

  26. What. The. Fuck??? Mané út??? Hann er stöðug ógn og þarf ekki að spila í tvær vikur eftir þennan leik!

  27. Ég er enn að átta mig á Klopp, hvernig hann gat hugsað sér að fara í þetta mót með þessa vörn. Ég er frarinn að halda að hann hafi ekki fengið neinn pening frá eigendum til að kaupa menn.

  28. Klopp og Fsg fá fall einkunn með því að styrkja ekki vörninna…

  29. Hreint út sagt frábær varnarleikur hja Liverpool í dag eins og svo oft áður.

  30. Ekki bætir það nú þessa hörmulegu vörn að missa mann í bann. Ég skil samt ekki þennan æsing í Klopp sem hlýtur að vera ánægður með vörnina sem hann stendur og fellur með.

  31. heimska,,snúa baki þegar innkast er tekið og fl…Hendo fyrirliði held nú að hans tími er kominn. Láta annan hafa bandið..

  32. Ógeðslega svekkjandi en samt ekkert slæm úrslit. Dýrt að nýta ekki færin sín. Maribor og Moskava gerðu jafntefli.

    Vörnin klárlega veikleiki í þessu liði okkar. Leikmenn virðist hafa sprengt sig í fyrri hálfleik. Getum alveg náð hagstæðum úrslitum á móti þessu liði á Spáni í lokaumferðinni.

  33. Jordan Henderson er búinn að vers hörmulegur allt þetta tímabil. Hann átti matkið sem þeir skoruðu. Vill fá hann út of Ox inn á miðjuna eða coutinho einhverstaðar inn svo hendo drulli ser úr st.11

  34. Hreint út sagt frábær varnarleikur hja Liverpool í dag eins og svo oft áður.

  35. Það er óþolandi að það sé ekki nó að skora 1 til 2 mörk
    til að vinna leik við þurfur að skora 3 mörk til að fá 3 stig í öllum leikum
    það er bara ekki að ganga upp ……………. arrrggggg

  36. Sæl öll.

    Ekki heppnuðust töfrabrögðin fullkomlega hjá okkar mönnum en fyrri hálfleikur var þó alveg magnaður…maður minn stemmingin ég fékk gæsahúð og tár í augun og minningar frá því ég var á Anfield á Evrópukvöldi rifjuðust upp.

    Sevilla er gott lið, mjög gott lið og það að ná 1 stigi er alveg í lagi. Sérstaklega þegar strákarnir okkur voru mjög brothættir síðan um helgina. Þeir vissu alveg hvers var krafist af þeim og þeir reyndu en þegar þeir sáu jöfnunarmarkið þá brotnuðu þeir svolítið andlega.
    Þeir þurfa einn góðan sigur og þá finna þeir sjálfstraustið.
    Lovren klikkaði og það kostaði okkur mark líklega á engin erfiðara en hann og til að lenda ekki í þessu aftur þá fór hann varlega.

    En það sem er aðalatriðið í þessu öllu saman er að þeir eru mannlegir þeir gera mistök,þeir eiga slæma daga bara rétt eins og við öll. Ef ég á slæman dag og geri slæm mistök og er minnt á það daglega þá verð ég stressuð og hættan á að ég fari að ofhugsa eykst og þá geri ég önnur mistök…nú er það Klopp og sálfræðinga félagsins að koma kollinum á drengjunum í rétt stand og þá maður minn koma þeir aftur til leiks með þungarokkið og hætta að hlusta á sorgleg lög.

    Ein smá spurning svona í lokin ég er að fara til Budapest á morgun og verði í heila viku og það eru 2 leikir þessa viku , veit einhver um stað í miðborginni þar sem ég get séð leikina?

    Þangað til næst

    YNWA

Upphitun: Sevilla í Meistaradeild

Liverpool 2 – Sevilla 2