Byrjunarliðið gegn City (leikþráður)

Þá er þetta landsleikjahlé loks á enda! Virkilega erfitt verkefni í dag þegar okkar menn heimsækja bláa liðið í Manchester.

Það eru þrjár breytingar síðan í leiknum gegn Arsenal. Mignolet kemur aftur inn í stað Karius, TAA inn í stað Gomez og Klavan kemur inn í stað Lovren. Ég veit ekki hvort að Lovren sé eitthvað tæpur (er á bekknum) eða hvort breytingin sé taktísk hjá Klopp.

Mignolet

Trent – Matip – Klavan – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Can

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Lovren, Gomez, Milner, Chamberlain, Sturridge, Solanke

Það er nokkuð öruggt að það verða mörk í dag. Aguero og Jesus byrja báðir en Kompany er frá vegna meiðsla. Lið City er annars: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Mendy, Danilo, Fernandinho, De Bruyne, Silva, Aguero og Jesus.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

110 Comments

  1. Klavan mjög óvænt í liðinu í dag eftir að Lovren var flottur gegn Arsenal.

    En treystum Klopp og höfum trú á þessu verkefni.

  2. Orðið mjög langt síðan við höfum verið með svona hrikalega öflugan bekk. Hefði viljað sjá Robertson á bekknum samt. YNWA

  3. Jæja þetta eru víst varnarmenn okkar í dag gegn
    De Bruyne, Silva, Aguero,Jesus og félögum.

    Ég vil sjá can og hendo hlaupa úr sér lungun í leiknum og dómera miðjuna í dag þá vinnum við þennan leik.

    það er gaman að sjá möguleikana á bekknum
    Milner, Chamberlain, Sturridge, Solanke og lallana og couto eru ekki með.
    þegar þeir koma til baka verða alltaf stór nöfn sem komast ekki í hóp liverpool er með flotta breidd framarlega á vellinum.

    þetta verður geggjaður leikur tveggja liða sem vilja spila bolta sem vert er að horfa á!..

    ég vona bara að rauða liðið taki 3 stig út úr þessari verslu. get ómögulega sett inn spá…

  4. Klopp útskýrði Klavan málið á þann hátt, að Lovren er búinn að spila mikið að undanförnu og hann vildi hafa ferskari mann inni. Annars kom það Kloppó á óvart hvað Man sjittý eru varnarsinnaðir í dag …. 5 í afturlínunni …
    YNWA !

  5. Ótrúlega flottur bekkur, sbr. athugasemd 3. Samt eigum við td Coutinho og Lallana inni. Varðandi Robertsson hefði ég hreinlega viljað sá hann byrja!

  6. Vá frábært Klavan sá stórkostlegi varnarmaður byrjar leikinn. Klopp á í einhverju furðulegu sambandi við þennan mann.

    en þetta er í lagi við erum með enþá betri mann á bekknum sem er Chamberlain.

  7. úfff…….ég veit ekki hvað ég á að segja með Klavan. Finnst Lovren miklu betri fótboltamaður. Verðum við samt ekki að treysta Klopp? Er frekar svartsýnn fyrir þennan leik en væri mjög áænægður með 2-2 jafntefli. Firminio og Mane skora á eftir.

    Koma svo rauðir

  8. Góðan dag spái 3.1. Lfc. Okkar men. . Þetta verður veisla . Ragnar fær reynslu klopp trúir á manin. Og verður gaman að sjá hvað gerist í leiknum !! . Áfram. LFC . Væri gaman að vinna. Nokkra leiki í. Röð!. Kv. Áki.

  9. Miðað við varnarlínurnar í dag spái ég 8-7 fyrir Liverpool, koma svo …..

  10. Finn hjartað taka aukaslög bara við það eitt að sjá Ragnar Klavan þarna á móti öflugum sóknarmönnum Man C – Nokkrum númerum of lítill svona fyrirfram, en …

  11. EItthva[ taktleysi í okkar mönnum, mikið um misheppnaðar sendingar osfr

    En er sáttur við 0-0 í hálfleik.

  12. Jæja Arnold útaf bara nuna. Hann er einfaldlega ekki með í leiknum. Getur ekki einu sinni tekið innkast.

  13. …það liggur aðeins á okkar mönnum….. 🙁
    …en svo er það bara næsta síson 😉

  14. Þetta lá nú í loftinu og Klavan virkar rosalega traustur.

    jesús kristur.

  15. Arnold, Klavan og Moreno allir allt of litlir varnarmenn á pappírum gegn stórliðum. Hugsun Klopp er greinilega sú að það sé í lagi að fá á sig eitt til tvö mörk í leik. Framlínan eigi alltaf að geta bætt það að upp jafn óðum. Og já, nú var vörnin hjá Liverpool algjörlega sofandi. Sannaðu nú að sóknin geti jafnað og komist svo yfir áður en við fáum á okkur fleiri mörk kæri Klopp.

  16. Lélegt.

    En af hverju var Emre fokking Can að taka aukaspyrnu TAA hefði alltaf skorað úr?

  17. Frábær leikur fram á við en vörnin að venju shaky. Nóg eftir Koma svo hafa trú á okkar mönnum???

  18. Með Klavan í vörninni munum við alltaf leka mörkum gegn betri liðum. Kristallar slæman sumarglugga að þurfa spila svona caliber af leikmanni á Ethiad!!

    Salah, í dauðafæri en hann er slakur slúttari finnst mér. Auðvelt að lesa hann. Þarf að æfa betur þessa tækni og þá getur hann orðið heimsklassaleikmaður!

    Við skorum samt í þessum leik. Stelum þessu í lokin. Koma svo!

  19. Er einhver hér inni á þessu spjalli sem vill verja þá ákvörðun Klopp að hafa Klavan í byrjunarliði Liverpool í þessum leik ?

  20. ææ…frábær leikur ónýtur! Aumingja Mane…ömurlegt. Við búnir að vera virkilega góðir en einum færri á Ethiad……helvítis andskotans.

    Hef samt áfram fulla trú á þessu liði okkar.

  21. Sennilega eitt það rauðasta spjald sem ég hef séð. Stórhættuleg hegðun.

  22. Hræðilegt slys hjá Mane, en ég held að dómarinn hafi bara ekki getað annað en veifað rauðu. Ég vorkenni Mane og Ederson jafn mikið.

  23. Eina sem Mane gerir er að horfa á boltann. Þetta er alltaf rautt en samt óviljandi.

  24. Þetta hefur verið ágætur leikur hjá liverpool fram á það. Man City skapað lítið og Salah búinn að koma sér í góð tækifæri til að skora eða búa ekki til en með lélegum árangri.

    Markið sem City skorar er samt alltof einfalt þar sem Matip/Klavan ekki nógu þéttir og Klavan spilar hann réttstæðan.
    Þetta var alltaf rautt á Mane það er bara þannig. Þetta var ótrúlega heimskulegt hjá honum. Hann er að horfa á boltan allan tíman en hann bauð hættuni heim og er hann að fara í 3.leikja bann.
    Liverpool hafa ekki verið síðri en Man City í þessum leik en City hefur skorað og það skilur að.

    Þessi leikur er ekki búinn en ég vona að Klopp taki Trent útaf í háfleik og seti Gomez eða Millner í bakvörðinn.

  25. Mummi: þannig að fótur í höfuðhæð sem smellur í kjálkanum á andstæðingnum er ekki rautt spjald?

  26. Eru menn bara í alvöru að reyna að verja þetta brot hjá Mané?

    Þetta var bara með því allra rauðasta sem ég hef séð.

  27. Þetta er bara svona drengir mínir, sum lið þurfa einfaldlega að vera fleiri inná til að vinna okkur

  28. Þetta er ekki ásetningur , ekki rautt og ef að menn þurfa að drulla svona yfir greyið drenginn þá eiga þeir að skammast sín og geta átt það við sjálfan sig. Svona á ekki heima hér

  29. þegar Gary Neville er brjálaður yfir rauðu spjaldi á Liverpool og segir það rangt er það væntanlega rangt. Dómarinn búin að skemma leikinn.

  30. alltaf rautt því miður.
    það má ekki fara svona hátt með loppina sama hvar það er á vellinum eða hvort markmaður standi út fyrir teig.

    ósáttur við hvernig lfc kom inn í leikinn eftir spjaldið.
    byðu eftir að city myndi skora mark nr 2 .

    þetta verður erfitt úr þessu.

  31. Þetta lið er og mun alltaf vera miðlungs lið með svona varnalínu.
    Það versta er að þeir sætta sig við það.

  32. Hahaha Klopp er svo mikið comedy. Hafðir ekki nema tvo mánuði til að finna þér nýjan miðvörð. Ákvaðst samt að sleppa því og vera frekar með Ragnar Klavan ;). Erum ekki að fara keppast við lið eins og Utd, City og Chelsea á þessu timabili haha.

  33. vá hvað maður er pirraður, en ekkert við þessu að segja.
    besti maður deildarinnar í Ágúst farinn útaf og manni langar að vissu leiti að gefa skít í leikinn og hvíla menn í seinni hálfleik… jafnvel þó Bravo sé í marki.

  34. Verja þetta brot frá Mané rr ekki í lagi með ykkur hann fer í 50/50 bolta markmaðurinn komin langt út úr vítateig og Mané tekur aldrei augun af boltanum. Það er leiðinlegt að marmaðurinn skuli hafa meitt sig en þetta er aldrei rautt spjald. Hefði orðið meira fúll ef að Mané hefði ekki reynt við boltann.

  35. Aron #50 Og hvað hefði nú svona magnaður stjóri eins og þú gert í hans sporum ?

  36. Er einhver með það á hreinu hvenær við fengum seinast á okkur rautt spjald?

  37. en í guðsbænum…
    titilbaratta liverpool tapast ekki á tapi gegn City á útivelli.
    ekki fara dæma liðið niður um deild strax

  38. Vorum líklegri í þessum leik þrátt fyrir að vera margi undir þangað til að dómarinn ákvað að City fengi öll 3 stiginn.

  39. #54 Haha ekki vera svona heimskur, ég er ekki að fá borgað fleiri milljónir á mánuði fyrir að þjálfa Liverpool. Væri samt örugglega betra ef að aðdaendur Liverpool væru bara folk eins og þu sem sættir sig við meðalmennsku.

  40. Aldrei rautt, 50- 50 bolti, Ég skil ekki þessa ákvörðun að hafa þennan afskaplega lélega klavan í liðinu, fatta það bara ekki !

  41. Ansi er ég hræddur um að Mignolet spili ekki marga leiki í vetur. Spark út í bláinn leiddi til fyrra marksins og hann gerði ekki einusinni tilraun til að fara út í boltann í seinna markinu. Markmaður á að hirða fyrirgjöf á markteig sérstaklega þegar enginn var að hindra hann.

  42. Tapa gegn Man City sem er líklegsta liðið til að verða meistarar í ár á útivelli er engin heimsendir.
    Liðið okkar spilaði ekki síðri en þeir 11 á móti 11 en þeir nýttu færið en við ekki.

    Menn eru að skiptast í tvær fylkingar með rauðaspjaldið. T.Henry/G.Nevill/G.Lineker segja að þetta sé ekki rautt spjald en Carragher/P.Nevill segja að þetta sé rautt.

    Þeir sem segja að þetta sé ekki rautt tala um að þetta sé engin ásetningur, ef þetta væri á miðjum vellinum og ekki markmaður í spilunum þá hefði þetta ekki verið rautt og að þetta var einfaldlega 50/50 bolti en af því að einhver meiði sig þá hefur það áhrif á dómaran.

    Þeir sem segja að þetta sé rautt tala einfaldlega um að þetta hafi verið það hættulegt og glórulaust og því er þetta rautt spjald og skiptir ásetningur engu máli í þessu.

  43. Sæl öll

    Fínn leikur sem Liverpool býður upp á. Skemmtunin hefði geta verið meiri ef allir væru inn á. Maður ætlast ekki til þess að Liverpool taki mörg stig á þessum velli þegar skoðað er hvaðan þau eiga að koma fyrir hvert tímabil. En af því að berin eru súr að þá væri þetta man shitti lið ekki neitt nema fyrir olíu peninga frá sádí arabíu.

  44. Aron #50 og #59 þú veist að það má aldrei gagnrýna Liverpool hér inn á þessari síðu því þá fer allur meðverknis kórinn að gráta 🙂

  45. Ooog Klopp frábæri tekur Salah útaf, eini maðurinn inna vellinum hja Lpool sem hefði mögulega geta gert eitthvað.

  46. Slys, já. Háska leikur, já. Rautt, já. 3ja leikja bann, já því miður. Mane til varnar að þetta var óvart og markvörðurinn virðist stinga undir sig höfðinu sem er líka háska leikur.

  47. Kæri Aron #59, En þú telur þig samt hafa efni á því að lítilsvirða maðurinn sem fær borgað miljónir á viku.
    Og EKKI kalla fólk sem þú þekkir ekki heimskt !!!

    Sýndu fólki virðingu í ummælum þínum. hér inni.

    Það er jú bara hálfleikur.

  48. Er Mané í banni í meistaradeildina? Eða bara í leikjum í enskum keppnum?

  49. já, Mane fær pottþétt 3 leiki. Að ég fæ best vitað er hann EKKI í banni í Meistaradeildinni.

    Hættum svo þessu væli, þetta er langhlaup þetta mót. Hlaut að koma að því að við myndum tapa á móti topp4 liði. Nú er bara að bæta árangurinn á móti hinum 15 liðunum.

    Hef fulla trú á Kopp.

    YNWA

  50. Við höfum ekki manskap tIl að gera n eitt í deildinn
    Þetta var ekki rautt því markmaðurinn var í baràtttu um boltann
    Með hausinn niðir og var ekki með boltan ferkar em sóknarmaðurinn
    Liverpool ef ekki af fara að trufla toppliðin í þessari deild við hofum ekki gæðin í það
    Sorry

  51. Ég vona bara að Klopp finni góðan augnlækni sem getur lagað augað sem sér eða sér ekki varnarleik.

  52. Sammála #74 ef þetta er ekki “wake up call” fyrir þá sem eru að stjórna þessu liði (þ.a.m. JK) þá veit ég ekki hvað. Erum með flotta framlínu og ekki meira enn það því miður.

  53. Ég skammast mín. Ragnar Klavan inná!!! Erum undir og þú tekur Salah af velli!! Næsta breyting er að hann setur Milner inná þegar sturridge er á fkn bekknum!! Ég er ekki mikill aðdáandi Klopp lengur eftir að hafa ekko keypt neinn hafsent og ætlar að nota Klavan. Hann keypti Robertson sem kemst ekki einu sinni í fkn hóp. Keita sem við getum ekki notað fyrr en eftir ár og Ox Chamberlain sem við fkn þurfum ekki einu sinni.

    Kauptu fkn hafsent!!! Helst 2-3

  54. svartsýnisraus og allt það,en manni finnst ótrúlegt að fyrst klopp gat ekki fengið van dijk að ekki var hægt að finna einhversstaðar einhvern varnarmann skömminni skárri en klavan? maður fær kjánahroll af þessu rugli.

  55. Hvað er fkn málið með Klopp og Sturridge!! Vill alls ekki missa hann. Hann bara notar hann ekki. Annaðhvort notaru hann eða hypjar þig úr þessum klúbb Klopp!!!

  56. Arnolt ekki tilbúin að spila fyrir liðið og rifta samningnum við klavan ég vil alldrei sjá hann aftur í liverpool búning og við verðum að kaupa 2 miðverði í janúar .

  57. Góðu fréttirnar eru að Mane verður klár fyrir united leikinn.
    Missir af Burnley, Leicester og Newcastel.
    Við fáum Coutinho eða Oxlade inn í staðinn, engin heimsendir þrátt fyrir skelfilegt tap í dag.

    Menn mega ekki missa hausinn í volæði og gefast upp.

  58. Eru það Smjattpattarnir sem búa á Milner?

    Annars vinna engin lið titla á sóknarleik. Harður veruleiki dagsins í dag er að lið þurfa solid vörn til að taka til sín titla.
    Já, við getum litið rosa vel út á móti steingeldu liði Arsenal en það er ennþá vöntun á pússlum í þessu Liverpool ævintýri okkar.
    Slökum á í ruglinu, tökum þessum drullu leikjum sem við eigum eftir að vera vitni að og hreinlega njótum að horfa á skemmtilegan fótbolta sem liðið er að bjóða fólki upp á, það má ekki vanmeta slíkt skemmtanagildi þó.

  59. Sæl öll

    Af hverju var það ekki rautt á shittí þegar gæinn fór með hnèið í hausinn á Mignolet í fyrirgjöf sem Mignolet tók?

  60. Ég bara sé ekki með nokkru móti að Liverpool muni spjara sig í Meistaradeildinni með varnarlínu sem helst líkist líkgöngu.

  61. sama draslið,,vörn og hræjið í markinu….með þetta svona vinnum við ekkert. fá 4 mörk á okkur í gegnum miðjuna á ekki að vera hægt. þetta eru ekki flókin mörk sem við fáum alltaf á okkur hahah….sömu menn eru alltaf úti að skíta. Klopparinn veit ekki hvað vörn er og kann ekki að verjast svo þetta er ekki að fara lagast. bakka með helv..bakverðina þannig að miðjan þéttist……þetta er bara skrípaleikur…fokk

  62. Bakhrinding á Winjaldum gaf City sendingarmöguleikann í fyrra markinu. Ekki rautt á Mane samkvæmt enskri hefð en klárt rautt samkvæmt Evrópureglum.

    Dómarinn réð úrslitum í leiknum, því miður. Vorum betri fram að því.

    Og Fifa þarf að fara að breyta þessum brottrekstrarreglum sem eyðileggur alla toppleiki. Víti og nýr maður inn á.

  63. Það vissu allir nema Klopp að vörnin er einsog svissneskur ostur,hvað var til ráða jú kaupa uxan frá arsenal flottur klopp.

  64. #70 hættu þessu fkn jákvæðna bulli. Gætum verið 12-0 undir. Þú veist sjálfur að við eigum ekki erindi í fkn neitt. Þetta er til skammar!!! Pappakassijn Klopp keypti engan fkn gagnlegan varnamann til að nota

  65. Jæja manni setur hljóðan eftir svona niðurlægingu og bara greinilegt að þetta skrifast alfarið á Klopp og hans ótrúlegu heimsku eða þrjósku eða hvað það er sem stjórnar hausnum á honum.

    Og af hverju í andskotanum keypti maðurinn ekki alla vega 2 góða varnarmenn í sumar ég meina hann hafði 2 andskotans mánuði til þess.

    Ég er ekki að skilja þetta.

  66. Spurning um að koma Uxanum í Utd fyrir næsta leik. Ætli þeir myndu þá ekki tapa 6-0?

  67. Verð að viðurkenna að ég gafst upp eftir fyrri hálfleik. Valdi frekar að spila einhverja vitleysu á gítarinn minn. Eftir einn bjór og gítar er ég slakur og glasið hálffullt.

    Sko, við vorum að spila við besta liðið í PL held ég. Skíttöpuðum fyrir miklu betra liði en það er ekki eins og þessi leikur ráði öllu um framganginn í vetur. Það er líka hægt að nota svona rassskellingu til að mótivera mannskapinn. Það er risaleikur á miðvikudaginn t.d.

    Sá ekki Ox spila en leikurinn var tapaður í fyrri hálfleik þannig að ég skil ekki alveg hvaða tilgangi þjónar að hrauna yfir hann? Er Ox þessi nýi Can kannski? Hef aldrei kunnað við að menn séu að hæðast að okkar leikmönnum. Allir eiga einhvern tímann slæman dag eða daga.

    Hitt er svo annað mál að Klopp má alveg fá gusur mín vegna fyrir að styrkja ekki vörnina. Þannig mistök eru allt annars eðlis en slæmur dagur á vellinum. Klavan er bara það sem hann hefur alltaf verið; miðlungsleikmaður og það skrifast á Klopp að hann spili fyrir Liverpool.

    Sem sagt, við töpuðum fyrir MC sem er fúlt en sanngjarnt. Ef við hefðum tapað ósanngjarnt liði mér ekki vel en við þessu er ekkert að segja. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og vinna Sevilla á miðvikudaginn og þá heyrir þetta allt sögunni til.

  68. Ég er alveg á því að með svona vörn vinnur þetta lið ekki titla. Að hafa ekki verslað varnarmenn í glugganum er alveg galið. Það er ekki nóg að vera með flotta framlínu og þokkalega miðju ef varnarmennirnir eru ekki betri en þetta.

Upphitun: Alvöru verkefni! Manchester City úti.

Man City – Liverpool 5-0