Podcast – Flott byrjun á glugganum

Leikmannamarkaðurinn er að nálgast yfirsnúning um þessar mundir enda liðin farin að mæta aftur til starfa. Leikmannakaup Liverpool voru auðvitað á dagskrá í dag auk þess sem við fórum lauslega fyrir það sem hin liðin hafa verið að gera.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Kristján Atli og SSteinn.

MP3: Þáttur 156

54 Comments

  1. Fletti upp í hvelli stærð vallana (Reyndar nokkra ára gamlar tölur, sjá Norwich og West Ham):

    1. Manchester City, City of Manchester Stadium, 116 x 77 yards, 8932
    2. Manchester United, Old Trafford, 116 x 76 yards, 8816
    3. Southampton, St Mary’s Stadium, 115 x 74.5, 8740
    4. Stoke City, Britannia Stadium, 115 x 75 yards, 8625
    5. Aston Villa, Villa Park, 114 x 75 yards, 8550
    6. Swansea, Liberty Stadium, 115 x 74 yards, 8510
    7. Arsenal, Emirates Stadium, 114 x 74 yards, 8436
    8. Cardiff City, Cardiff City Stadium, 114 x 74 yards, 8436
    9. Norwich, Carrow Road, 114 x 74 yards, 8436
    10. Sunderland, Stadium of Light, 114 x 74 yards, 8436
    11. West Bromwich, The Hawthorns, 114 x 74 yards, 8436
    12. Chelsea, Stamford Bridge, 110 x 75 yards, 8250
    13. Fulham, Craven Cottage, 110 x 75 yards, 8250
    14. Liverpool, Anfield, 110 x 75 yards, 8250
    15. Everton, Goodison Park, 109 x 74 yards, 8066
    16. Hull City, KC Stadium, 109 x 74 yards, 8066
    17. Newcastle United, St. James’s Park, 110 x 73 yards, 8030
    18. Tottenham Hotspur, White Hart Lane, 110 x 73 yards, 8030
    19. Crystal Palace, Selhurst Park, 109 x 72 yards, 7848
    20. West Ham United, Boleyn Ground, 110 x 70 yards, 7700

    Wembley er 8626 fer jardar, fer þá í fjórða sætið. Staða Stoke á listanum vekur athygli, en Mark Hughes stækkaði hann 2015. Reyni kannski að uppfæra listann sjálfur á morgun, með nýju Anfield tölunum og þurrka út óþarfa eins og Villa Park. En eins og strákarnir bentu á er þetta svakaleg breyting. Ég fann nokkrar greinar frá síðustu tveim árum að FA vilji staðla þetta alveg, hef nákvæmlega enga trú á að það gerist í bráð.

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir mig, alltaf gaman að hlusta á kop-ara spjalla þó ekki sé miklar fréttir að hafa.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Frábært podcast, keep up the good work. Skemmtilegt að sjá að minna draslið í manchester eru búnir að fjárfesta í leikmanni sem getur ómögulega skorað gegn okkur hehe.

  4. Óþægilega lítið að frétta af sölu á Sakho. Er það ekki áhyggjuefni? Hann hrapar augljóslega í verði þar sem Klopp vill losna við hann.

  5. Skv fréttum þá ætla eigendur Leipzig ekki að selja Keita í ár, ekki séns segja þeir.
    Það yrði áfall, fyrst Virgil og nú Keita – tvö efstu target Klopp.
    En sjáum hvað setur.

    Tíminn líður.

    Þolinmæði er dyggð en m.v sögu Liverpool í síðustu gluggum þá grunar manni að helstu targetin klúðrist og “panic” kaup komi svo í kjölfarið.

    þessi tími ársins er glataður…

  6. Takk fyrir pod-ið! Þessi gluggi ætlar að reynast erfiður. Þeir menn sem Klopp vill hvað mest (VvD og Keita) eru báðir á langtíma samningum og lykilmenn hjá félögum sem þurfa ekki að selja. Væri geggjað að sjá báða koma, enn ég tel það ólíklegt að við náum að landa einum. Ef svo fer þá setja okkar menn vonandi meiri pening í gæða vinstri bakvörð og öfluga varaskeifu fyrir væng mennina okkar. Þá er svo hægt að krækja í Keita næsta sumar, þá virkist £50 milljóna klásúla. Spurning hvað er best að gera í sambandi við miðvörð?

    Get bara ekki beðið eftir af deildin byrji, þetta er orðið frekar þreyttur gluggi

  7. Takk fyrir þetta strákar.

    Ég mundi gefa svo mikið fyrir það að Klopp og Sakho næðu sáttum og gætu unnið áfram saman, báðir þrjóskir naglar. Sakho gæti alveg verið okkar Dijk, mundi spara mikla vinnu. Fyrir utan að við værum sennilega að missa varnarmann sem er í háum klassa fyrir lítinn pening.

    Mér fannst vanta smá umræðu hjá ykkur varðandi hvaða ungu leikmenn ættu að fara út á láni til að öðlast reynslu. Á að halda Ojo, Woodburn, Ejaria og þessum gæjum öllum hjá klúbbnum til að spila aðalega fyrir varaliðið og fá eitt og eitt tækifæri með aðalliðinu eða ætti að lána þá út til að öðlast reynslu?

    Eitt að lokum, ætli Firmino sé að vinna með Colgate eða Sensodyne?

  8. —————– Mignolet —————–
    ———————————————–
    Clyne — van Dijk — Matip — Milner
    ———————————————–
    ———- Keita —- Henderson ——–
    ———————————————–
    — Mané —- Coutinho —- Salah —-
    ———————————————-
    —————- Firmino ——————-

    Þetta verður liðið á móti Watford !

  9. Takk fyrir flott podkast, sem var bitastæðara en gúrkutíðin lofaði.

    #12, vona það, nema, það mætti vera alvöru vinstri bakvörður frekar en millner, millner ætti að vera varaskeifa.

  10. Eftir að þessi þáttur var tekin upp er Lukako á leið í United, Glichy komin til Tyrklands, Leipzig þvertekur fyrir að selja Keita og almenn lágdeyfð bara. Annars var ég að lesa að stjórnarformaður Leipzig ætlar ekki að standa í vegi fyrir Keita meðan Ralf Ragnick íþróttastjóri liðsins ætlar að gera það. Eru greinilega komin innanbúðarátök í Leipzig sem verður vonandi gott fyrir okkur.

  11. Stjórnarformaðurinn vill ekki hitta Ralf Ragnick á beer festivali í Þýskalandi undir einhverju pálmatréi sko…

  12. ******BREAKING NEWS*****

    Konan hans Ralf Rangnick íþróttaálfs Leipzig segir að meðalfýlukast hans sé tvær vikur.

    Því megi búast við því að uppúrþví verði Keita orðinn leikmaður Liverpool.

    Annars er ég bara góður. Rata út.

  13. Þið sem eruð með aðgang að LFC GO á official Liverpool síðunni þá mæli ég með að skoða myndband sem er með titilinn:

    Inside Training: Unprecedented access on day one of pre-season

    Þarna sér maður hvernig allir sport scientist-arnir hjá Liverpool vinna með leikmenn eftir frí að þá má sjá að í fitness testi er Milner í lang besta formi af öllum sem eru komnir til baka.

    Þvílíkur fagmaður þarna á ferð og ég er viss um að hann á eftir að vera okkar aðal vinstri bakvörður á næsta tímabili.

    Hann á eftir að vera betri þegar vinstri kantmaðurinn er natural left footer ( Salah ) því þegar Coutinho var með Milner vinstra megin þá vissu andstæðingar okkar að við myndum alltaf leita inná völlinn frekar en upp kantinn.

  14. Trent A Arnold búinn að skrifa undir nýjan samning. Þessi ungi leikmaður á framtíðina fyrir sér og eru þetta frábærar fréttir. Hann virkar vel nothæfur í dag og á bara eftir að vera betri. Ég man þegar maður sá hann í byrjunarliðinu gegn Man utd þá var maður stressaður yfir því að henda svona ungum leikmanni í djúpulaugina. Hann hafði spilað fleiri leiki fyrir liðið en engan af þessari stærðagráðu. Hann virkaði sultuslakur og sá maður strax að þetta er strákur sem er ekki að banka á hurðina heldur hefur sparkað henni upp og er tilbúinn í slagin og verður næst tilhlökkun en ekki stress þegar hann spilar sinn næsta stórleik.

  15. Ef tekst að selja Sakho á 30 milljónir þá tæknilega kostar Virgil V.Dijk bara 40 milljónir. Excel 101.

  16. Er sammála þeim sem lagði til að halda Sakho. Stundum er bara ástæða til að jafna ágreining. Hitt er, að framkoma hans er ekki það sem við viljum, EN, hann vill vinna, það er það sem við viljum ekki satt. Annars fíla ég þessa síðu, gott podcast, gott stuðningsfólk LFC hér.
    YNWA

  17. Mig langar að gera að tillögu, að fólk segji frá því hvernig LFC varð þeirra klúbbur, örugglega fjölmargar ástæður. Ég skal byrja. En fyrst er að nefna, er að finna eithvað, eithvað sem liðið gerir, stundum er það Man u undir stjórn Ferguson, Arsenal hjá Wenger, eða Chelsea hjá Moriniho etc. Eithað sem heillar fólk. Sumir eru Leedsarar, Derbyar etc. En mín saga er einföld.

    Var í KR, fékk boðsmiða á KR-Liverpool 1965/6 upp frá því var no turning back:)
    Koma svo, eina stutta takk.
    YNWA

  18. Sá sem var bestur í fótbolta í sjö ára bekk hélt með Liverpool og Fram.
    Málið dautt enda árið ’72.

    YNWA

  19. Það voru of margir sem héldu með Gunners ´71 og þegar ég heyrði að lið væri lið verkamanna og héti hjá stuðningsmönnum rauði herinn! Oft erfitt en ljúft.

  20. Óþolandi að horfa upp á Utd landa Romelu Lukaku á 75 milljónir punda. Á meðan sumarið okkar fer í að prútta um Naby Keita sem endar á því að LFC kaupir valkost númer fjögur eða fimm í stöðuna.

  21. Frábært hlaðvarp að venju. Takk fyrir mig.

    Ég byrjaði að halda með Liverpool ’77, þá fjögurra ára gamall. Ástæaðan var jú auðvitað sú að þetta var langflottasti klúbburinn og svo hjálpaði auðvitað til að margir í fjölskyldunni minni héldu með þessum stórkostlega fótboltaklúbbi.

    Núna er kannski að koma annar vinkill á sumarið:
    https://www.thisisanfield.com/2017/07/psg-claimed-targeting-philippe-coutinho-kylian-mbappe-move-falls/

    Ef við erum að spá í Keita á ca.70 og VVD á sömu upphæð, þá fyndist mér nú að verðmiðinn á Kútnum okkar ætti að vera um 150 mills.

    p.s. Að lukúka hafi farið til móra er mér óskiljanlegt, sennilega er hann búinn að eyðileggja ferilinn sinn sem fótboltamaður, peningalega er hann í fínum málum 🙂

  22. Líst helvíti vel á kaupin so far. Það hlítur að hríslast upp hrollur um varnarmenn anstæðinga okkar í haust þegar þeir sjá Salah á einum væng og Mane á hinum.

    Ég hef þó áhyggjur ef vörnin verður ekki styrkt, það er vörnin sem þarf fyrst og fremst að laga, við höfðum eitt skemmtilegasta sóknarlið síðasta árs.

    Varðandi þessi Lukaku kaup, mér finnst helvíti mikil bjartsýni að telja að hann sé að eyðileggja feriliinn sinn, en verð að segja að ég vil frekar sjá hann í United en Chelsea, jafnar þetta aðeins og setur Conte í klemmu. Þeir sigruðu deildina full auðveldlega í fyrra.

  23. Ég hef séð 2 leiki með hann og það var á móti beyern og dortmund. Og hann var stórkostlegt í þeim leikjum.

  24. Mér var gefið bítlaplata um 1975 þá sjö ára og BINGO YNWA eftir það.
    Ingó bingó,Bítlarnir og Liverpool það verður ekkert betra. 🙂

  25. Verið að bulla og þvaðra um Coutinho enn eina ferðina og núna PSG.
    Afhverju í fjandanum ætti Coutinho að vilja fara til PSG það er skref niður á við frá LFC með Klopp við stjórnvöld maður myndi alveg skilja svoleiðisskref þegar G&H ógeðin voru og roy hodgson en ekki núna.

    þetta LFC lið er á siglingu og leiðin liggur upp það sjá það allir hvað Klopp er að gera sem vilja sjá.
    Okkar lið verður með flugeldasýningu á þessu tímabili hlakkar til að sjá þá keyra yfir liðin með Mané og Salah þeir verða ekki stoppaðir.

  26. Eina liðið sem hugsanlega gæti keypt Cuta litla af okkur væri Barca, en það er örugglega ekki að fara að gerast þetta sumar. Þetta sumar, vonandi, ólikt flestum öðrum sumrum undanfarið, munum við halda öllum okkar sterkustu mönnum, því ef það gerist ekki, þá missa aðdáendur klúbbsinns trúna á eigendunum og það gæti haft alvarlegar afleiðingar…

  27. Afhverju ætti Philippe Coutinho að hafna PSG? París ein fallegasta borg heims, PSG með fast sæti í CL ár hvert, keppir um alla titla í Frakklandi og reyna allt til að landa CL titlinum í safnið. Auk þess eru þrír félagar hans í landsliðinu að mála hjá félaginu.

  28. P.S. Þá skipta launin öllu enda gætu PSG líklega tvöfaldað laun hans hjá LFC. Þar sem hollusta er á undanhaldi í knattspyrnuheiminum.

  29. En hvað er Gylfi okkar að pæla, vill engin betri klúbbur bjóða í hann ? Fer hann þá í fílu og endar hjá Everton ??? maður spyr sig er þetta bara ok ?

  30. Um kannski af því hann er að spila í bestu og skemmtilegustu deil í heimi. Akkuru ætti honum að langa spila í frönsku deildinni. látum okkur sjá chelsea treysti sér ekki til að borga þóknunina fyrir raiola. Þannig gefum okkur að þeir séu að eyða 100 mpunda í hann. Er ekki allt í lagi myndi ekki tíma 50 mp í hann jújú æginlega fínt að raða inn mörkum á m+oti liðunum fyrir neða everton á töflunni taktu nú saman mörkin sem hann skoraði á móti liðunum fyrir ofan þá og seg’u mér að hann sé þess virði

  31. #35 Ætla ekki að halda því fram að þetta sé ekki rétt hjá þér en það væri ansi fokkins lélegt af yfirstjórn klúbbsins að láta svona leikmann fara.

    Ég myndi skilja þetta ef Coutinho væri í öngum sínum og vildi einfaldlega fara þá er lítið hægt að gera en það er ekki að heyra á honum en LFC á að segja skýrt að hann sé ekki til sölu og hætta þessu bulli ég vill fá grjóthart statement í fjölmiðla að þeir vilji halda lykilmanni sínum.

    Ekki eitthvað daður í allt sumar frá þessum klúbbum þoli það ekki!
    Coutinho er club favorite um þessar mundir og stuðningsmenn myndu ekki sætta sig við að hann færi.

  32. #37 hvenær er Gylfi “okkar” á öðrum tímum en með landsliðinu?

  33. HM ’90 kveikti á áhuganum mínum á fótbolta fyrir alvöru,þá 10 ára gamall.

    Þá fór ég að skoða bestu liðin í Evrópu og LFC var meistari þetta árið á Englandi,þannig að örlög mín voru ráðin þar með.

    Ég reyndi að skipta um lið eftir 2-3 ár og valdi Sheffield Wednesday,af handahófi eftir hafa sett nokkur lið í skál og dregið – en það virkaði ekkert eftir að hafa gert mitt besta til að styðja það lið í nokkra mánuði.Þannig að LFC hefur dregið mig í gegnum eyðimörkina í 27 ár – með nokkrum viðkomum hjá litlum vinjum hér og þar á leiðinni.

  34. Sælir félagar

    Ég er búinn að styðja Liverpool síðan 1964-65 og þið getið reiknað hvað það eru mörg ár. Ég var mikill aðdáandi The Beatles á sínum tíma og þó ég væri ekki mikill fótboltafíkill á þessum árum þá ákvað ég að Liverpool væri mitt lið vegna The Beatles enda var ég svo grænn á þessum tíma að ég vissi ekki um litla liðið í borginni þá, enda var aldrei á það minnst.

    Síðan þá hefi ég aldrei litið til baka í stuðningi mínum við LFC. Það má segja að þetta sé fjölskyldusyndróm að fylgja Liverpool. Bræður mínir flestir sem á annað borð fylgdust með fótbolta studdu liðið (nema einn sem var Nalli en hann er nýlega látinn). Inn í ættina hafa þó skotist einn og einn MU maður í gegnum systur mínar en þeir eru teljandi á fingrum annar handar

    Það er nú þannig

    YNWA

  35. Ég man eftir því að ég byrjaði fyrst að fylgjast með Liverpool ’89 þá 7 ára gamall, pabbi ýtti mér samt að Liverpool svona 4 ára gamall. Mín alvöru fyrsta minning var samt markið hans Michael Thomas ’91 :p ég man að ég var svo sár og grét úr mér augun það sem eftir var dagsins 🙁 eftir það kom ekki annað til greina en að halda með Liverpool (besta liði veraldar).

  36. #43 Iss og fliss, þetta er nú eiginlega ekkert. Ég hef haldið með Liverpoolliðinu síðan það var í svarthvítu búningunum.

  37. Haukur#39# Ef þið hefðuð verið með mann eins og Lukaku sem hefði skorað 25 mörk á moti liðunum i 8.-20. sæti, þá væri titillinn ykkar. Ekki satt?

  38. Þar sem allir eru að rifja upp hvenær þeir urðu fyrst ástfangnir af Lfc þá langar mig einnig að gera það. Þegar ég var smá polli átti ég vin sem var alltaf að syngja söng um Valsara og varð ég fljótlega orðin smitaður af söngnum og fór ég að halda með Val, og viti menn fyrsti leikur í ensku sem ég sé í sjónvarpi er Lfc vs Everton (Bjarni Fel lýsti einum vikugömlum þætti í sjónvarpinu í þá tíð eins og kanski einhverjir muna) ? ég segi bara sem betur fer voru Lfc í rauðu búningnum í þessum leik og ekki leikur með ManU því þá hefði þetta kanski verið ManU sem ég væri að dýrka og ég dæmdur til glötunar að eil….jæja nóg um það.
    Flottur þáttur gott spjall takk fyrir mig.

  39. Ættli Klopp sé ennþá brosandi með sólhattinn? Þolinmóður og slakur?

  40. Frábær spurning varðandi af hverju maður styður Liverpool og/eða önnur félög. Eins og við vitum eru það litlu atvikin sem móta barnsálina rétt eins og þau stóru. Atvik sem síðan sitja í manni alla ævi og verða eins og hluti af DNA kjarnsýrunum.

    Í mínu tilfelli fékk ég sögu Liverpool í jólagjöf líklega 11 ára gamall. Ég las þessa bók spjaldanna á milli og síðan hefur félagið verið liðið mitt í Englandi. Liverpool er besta liðið til að halda með og nálgast þráhyggju hjá mér. Verð til dæmis alltaf að spila YNWA á eitthvað hljóðfæri fyrir leik og er 100% sannfærður um að órofa tengsl séu á milli þess hvað vel ég spila lagið og hversu vel Liverpool spilar. Klikkað 🙂

    Ég held raunar líka upp á Derby County svo því sé haldið til haga sem eru áhrif frá besta æskuvini mínum sem er mikill aðdáandi Hrútanna.

    Ég held líka upp á Athletic Bilbao á Spáni. Ég vinn dálítið í Baskalandi og fótboltahefðir Baskanna lýsa þessari frábæru þjóð vel. Baskar eru ekki allra enda stoltir, þrjóskir og fara síðar eigin leiðir en eru besta fólk við nánari kynni. Ég, sem er menntaður verkfræðingur, hef alltaf verið heillaður af dugnaði þeirra og snilli á mörgum sviðum. Athletic Bilbao hefur unnið ótal titla og tekist að halda sér í La Liga alla tíð og aðeins Barca og Real Madrid geta státað af því. Það sem gerir árangur Athletic svona merkan er að á þessum tímum þegar allt er til sölu, hollusta við félagið sitt er eitthvað sögulegt fyrirbæri og auðhyggjan ræður öllu heldur Athletic sig við að aðeins Baskar spili fyrir félagið. Athletic Bilbao er þannig eitt sterkasta tákn sjálfstæðisbaráttu Baska. Af einhverjum ástæðum höfðar þetta sterkt til mín.

    Svo eru dæmi um að ég skipti um félag eða áhuginn minnki. Ég var til dæmis mikill Bayern maður sem strákur. Eftir að ég fór að vinna í Þýskalandi og kynnast afstöðu margra Þjóðverja til félagsins dofnaði áhugi minn. Bayern er vissulega ótrúlega flott félag sem ég hef enn taugar til en lið eins og Dortmund eru samt að gera miklu merkilegri hluti þegar nánar er skoðað. Félagið sem ég hef hvað sterkastar taugar til er líklega Freiburg. Aðallega af því að ég fer reglulega á leiki með Freiburg þar sem ég vinn oft rétt við borgina og hef t.d. verið á æfingu hjá þeim og kynnst aðeins stórkostlegri unglingaakademíu félagsins.

    Hér heima er það Valur sem ég hef alltaf stutt. Það eru nú einfaldlega vegna þess að Valur var fyrsta félagið sem ég æfði með sem 6-7 ára gutti. Svo fluttum við í Breiðholtið og ég æfði og spilaði allan minn ómerkilega og stutta ferli með ÍR. En römm er sú taug og Valur hefur alltaf verið mitt félag.

  41. Sælir félagar

    Ég veit ekki hvort “Kilroy was here” áttar sig á því að ég er fæddur 1949 og er því vel við aldur. Hann telur ástæðu til að henda gaman að áratuga stuðningi mínum við Liverpool sem er lóklega (?!?) lengri en lífaldur hans. Ég hefi gengið í gegnu súrt og sætt með þessu félagi og átti margar sælustundir á seinni parti síðustu aldar. Vonandi fara þannig stundir að renna upp aftur.

    Annars held ég líka með Brighton and Hove Albion eftir að dóttir mín var við nám í Brighton og hreifst af heimaliðinu. Það er vísu svona “semi” fylgisspekt en samt smá. .Eg hefi haldið með Real Madrid í ára tugi og helgast það af Puskas og de Stefano sem voru magnaðir fótboltamenn. Í Þýskalandi er Dortmund mitt lið og Juve (gamla frúin) á íÍtalíu.

    Hér á klakanum er Völsungur mitt helsta stuðninglið enda borinn og barnfæddur Húsvíkingur. Ég hefi líka haldið með Skaganum frá því að ég var stubbur eins og flestir landsbyggðarmenn gerðu hér áður fyrri þegar Skaginn var eina liðið sem ógnaði Reykjavíkurliðunum. Ég flutti á Skagann 1990 og bý þar enn og átti marga hamingjudaga með Skagaliðinu á árunum 1991 til 95 þegar Skaginn vann allt sem hægt var að vinna. Það voru dýrðardagar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  42. Eftir að hafa lesið bókina um Kevin Keegan 1979 ef eg elsksð þetta félag

  43. Dududududurududu dududurududu…..osfrv, svo heyrum við í Bjarna Fel. og vikugamli leikurinn byrjar 🙂
    1976 er Keven Keegan aðal kallinn og Liverpool er það sem er sýnt í sjónvarpinu, engin geymvísindi, 2+2 eru fjórir og ég held með Liverpool 🙂

  44. Eru allir í fríi hjá Liverpool? Maður spyr sig. Lítið er að frétta í það minnsta. Vonandi góðs viti

Júlí! Glugginn opinn!! Geisp…

Opinn þráður – Solanke skrifar undir