Podcast: Meistaradeild

Fjórða sæti varð niðurstaðan eftir langan og oft á tíðum erfðan vetur og við stuðningsmenn Liverpool erum í fullum rétti að fagna Meistaradeildarsæti vel eftir allt of langa bið. Þetta breytir öllu fyrir sumarið og næsta tímabil og ljóst að við horfum bjartsýnir til framtíðar í þætti kvöldins og fórum um nokkuð víðan völl.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 153

24 Comments

  1. Ég er búinn að vera límdur yfir fréttir frá Manchester í kvöld. Sannarlega ömurleg tíðindi og með hliðsjón af listamanninum er líklegt að hryggjarstykki tónleikagesta hafi verið u.þ.b. 12-20 ára stelpur. Gerist ekki mikið ömurlegra.

    Ég sendi íbúum Manchester og þeim sem eiga um sárt að binda eftir atburði kvöldsins í borginni mína samúð.

    Podacstið verður tekið á morgun.

  2. Með sárri hryggð

    Hvílík hörmungartíðindi sem dunið hafa yfir Manchester borg. Þetta er þyngra en tárum taki og ég á ekki orð til að lýsa hryggð minni vegna þessa atburðar og andstyggð á þeim sem framja svona glæpi. Ég votta íbúum Manchester borgar og öllum sem eiga um sárt að binda mína dýpstu samúð.

  3. Sagan gengur um göturnar að Iker Casillas sé búinn að ákveða að skrifa undir samning við LFC!

  4. Þið töluðu um að Liverpool gæti mætt Roma í umspilinu.
    Mér skilst að Roma verði líka seeded, sjá m.a. http://www.footballseeding.com/european-cups/champions-league-seeding-17-18/ þar sem fram kemur að 3. sætið á Ítalíu verði seeded, sjálfsagt þar sem önnur úrslit í Evrópu um helgina hafa endað rétt fyrir Ítalina.

    Svo varðandi áhyggjur ykkar af því að Ítalir gætu í framtíðinni tekið fjórða UCL sætið af Englendingum, þá virðist UEFA verið búið að ákveða að 4 stærstu deildirnar fái allar 4 sæti beint inn í riðlakeppnina frá og með næsta tímabili.
    http://www.uefa.com/uefachampionsleague/news/newsid=2398899.html

  5. Takk fyrir flott podcast.

    Held að það sé morgunljóst að tvær og sennilega þrjár stöður séu í algerum forgangi varðandi styrkingu liðsins, þ.e. hafsent, striker og vinstri bakvörð. Treysti Klopp til að geirnegla það sem fyrst í sumar. Hefði heldur ekkert á móti því að fá eitt stykki af Kante-klóni á miðjuna, en það er kannski til of mikils ætlast.

    Mane tvímælalaust bestu kaup ársins auk þess sem við fengum hann í raun á slikk!

    Rétt hjá #3 að við getum ekki mætt ítölsku liði í playoff. Ítölsku liðin verða seeded hvort sem það verður Roma eða Napoli. Svo er ekki rétt að við sleppum við Sporting Lissabon ef Ajax vinnur á miðvikudaginn. Við sleppum þá við CSKA Moskvu sem verður þá seeded.

    Hér fyrir neðan er frábær síða sem fjallar um þetta allt saman. Mæli svo sannarlega með henni.

    https://kassiesa.home.xs4all.nl/bert/uefa/seedcl2017.html

    Það er t.d. ljóst að Liverpool verður í pot 3 í meistaradeildardrættinum ef þeir komast áfram úr play-off. Tottenham verður þar líka en Manchester City (og United ef þeir klára Ajax) verður í pot 2. Chelsea verður auðvitað í pot1 ásamt öðrum meisturum sterkustu deildanna.

  6. Ég held að það verði enginn miðvörður keyptur. Þetta er bara bakvarðarstöðurnar tvær og sóknarlínan. Það sem vantaði svo sárlega á tímabilinu var að bakverðirnir væru betri fram á við og að menn gætu opnað tíu mann varnir.

  7. Það er pottþétt að við kaupum miðvörð í sumar. Við seljum tvo (Sakho og Ragnar) og jafnvel Lucas líka, og þá vantar klárlega miðvörð.
    Helst vil ég miðvörð sem er betri en Matip og Lovren, þótt þeir hafi reyndar staðið sig mjög vel þegar þeir hafa náð að spila saman. Það er hins vegar eins öruggt og nokkuð getur verið, að þeir spila saman innan við 75% allra leikja á næsta tímabili. Sjálfsagt í mesta lagi 50%. Það er því nauðsynlegt að eiga minnst 3 topp miðverði ef við ætlum að ná hærra á næsta ári.

  8. Vináttuleikurinn að hefjast eftir smá stund en það er athyglisvert byrjunarlið með Carragher og Gerrard inná og Agger á bekknum

  9. Mæli með sportsmania.rocks
    Kostar slikk og færð flest í hd.
    Virkar flott í símann líka

  10. United að vinna báða bikarana sem við klúðruðum í fyrra. Þarft að vera andlega sterkur til að halda með Liverpool því miður. Spilamennskan þeirra er hinsvegar hræðileg. Rashford sem fremsti maður er að spila á miðjunni#parkthebus

  11. Griezmann til United fer að verða ansi líklegt núna held ég því miður..

    Stefnir allt í hrikalegann sumarglugga!

  12. Áttum okkur á því að þar sem Móri er þar eru fullt af penningum. Hann hefur undanfarinn ár með Real, Man utd, Chelsea, Inter verið í þeiri stöðu að eyða fullt af penningum í tilbúnar stjörnur og það verður engin breytting á í sumar. Það má ekki gleyma því að Móri náði í stærstu bitana á leikmannamarkaðinum á síðustu leiktíð og voru það allt góðir leikmenn en Móri hjálpar þeim lítið að bæta sig.

    Það sem við Liverpool aðdáendur ættum að einbeita okkur að er okkar lið. Liðið okkar spilar skemmtilegan fótbolta og erum með stjóra sem var að taka sína fyrstu heilu leiktíð með liðið og nældi í 76 stig í deild sem verður að teljast nokkuð gott.
    Matip, Winjaldum, Mane voru kannski ekki stærstu nöfnin á markaðnum síðasta sumar en ég tel að þeir hafi allir staðið sig vel í rauðabúningum og væri helvít gott ef við eigum annað svona gott sumar og fáum 3-4 sterka leikmenn til að gera kröfu í liðið og auka breydd.

    Eitt er víst að maður fer brosandi inn í sumarið með þetta lið því að þeir stóðust væntingar og er það meira en oft áður og sköpuðu fullt af góðum minningum með nokkrum frábærum leikjum í vetur.

  13. Nýjasta nýtt er að Klopp ætli ekki að kaupa markmann og það er nkl það sem ég reiknaði með. Mignole var virkilega flottur eftir áramót og hann verður bara áfram í markinu.

    Þurfum einn frabæran hafsent, við þurfum vinstri bakvörð en ég held það verði erfitt að kaupa betri vinstri bakvið en hægri fótarmanninn Milner. Eg væri til í striker sem skilar 20 plús mörkum en hann verður erfitt að finna. Eg væri líka til i Alonso playmaker a miðjuna. Eg vil einfaldlega fá eina 4 leikmenn sem styrkja byrjunarliðið en það mun kosta haug af seðlum enda erum við með fullt af góðum fótbolta mönnum í okkar fyrstu 11.. svo er lykilatriði að halda Coutinho ásamt okkar bestu mönnum.

    Klopp segir að sumarkaupin séu langt komin en samt sér maður ekki mikið af slúðri um leikmenn til okkar, greinilegt að okkar menn eru að vinna á bakvið tjöldum eins og svo oft áður og maður bíður bara spenntur…

Sami Hyypia og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Leikmannakaupin 2017?