Liverpool – Everton 3-1 (leik lokið)

90 min – 3-1, leik lokið! Frábær sigur! Skýrsla kemur síðar í dag.

59 min – 3-1, Origi eftir undirbúning Coutinho! Origi ekki búinn að vera inná nema í örfáar mínútur, kom inn í stað Mané sem mig grunar að sé alvarlega meiddur, akveg hrikalegt!

31 min – 2-1, Coutinho með frábært mark eftir einstaklingsframtak. Velkominn til baka!

28 min – 1-1, Pennington eftir slakan varnarleik í hornpyrnu.

7 min – 1-0, Mané!! Mané vann boltann á miðjunni, tók 1-2 við Firmino, hljóp á vörnina og lagði boltann í fjærhornið, frábært mark!

11:30 – Anthony Taylor flautar til leiks!

10:30 – Liðið er komið, það eru tvær breytingar frá því í leiknum gegn City. Lucas kemur inn í stað Lallana og Lovren tekur sæti Klavan.  Firmino og Coutinho eru báðir í liðinu, Grujic er víst á lífi en Henderson er ekki orðinn klár.

Persónulega hefði ég viljað sjá Coutinho inn á miðjunni og Woodburn koma inn í liðið en það er bara ég. Nú eru það bara þrjú stig takk!

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Origi

Lið Everton: Robles; Williams, Jagielka, Pennington; Holgate, Gueye, Davies, Baines; Barkley, Calvert-Lewin; Lukaku

Minnum á tístkeðjuna.


78 Comments

  1. Lets go!!
    Kveðja frá London með Pale Ale í hönd. Nýr bjór fyrir hvert Liverpool mark

  2. Þetta Lucas-óþol er farið að minna á sveppaofnæmi í húsum. Margir með þetta en engin góð skýring.
    Sjálfur er ég ánægður með að hafa þessa Liverpool HETJU á miðjunni og í sinni stöðu loksins. Það að við eigum ekki betri kosti þarna hefur meira með framistöðu þeirra sem ÁTTU að taka hans stöðu að gera en Lucas.

  3. Maður veit hvað ójafnrétti er þegar Lucas og Lukaku fara í skalleinvígi …..

  4. Finnst Milner vera að eiga slæman dag, of margar sendingar sem ganga ekki upp hjá honum. Lukaku er bara scary, verðum að skora annað mark sem fyrst.
    Mané og Can búnir að vera frábærir

  5. Fimm uppaldir í byrjunarliðinu hjá Everton en enginn hjá okkur. Æfa allir þeir efnilegustu í borginni með þeim bláu?

  6. Vá eru þið að grínast með þennan Coutinho!! Þvílíkt mark hjá drengnum!

  7. Þetta ætlar að verða erfiður en vonandi skemmtilegur dagur hjá “Helginn” #4
    Hætt við markaþurð í næstu leikjum ef hann stendur ekki við stóru orðin.

  8. Ehh… reyndar Jol var það Can sem sleppti Jagielka í horninu þannig að hann átti frían skalla beint í hættusvæðið. En við skulum samt skamma Lucas. Kom hann Lucas ekki líka að sölu Búnaðrabankans?

  9. Barkley, eins og venjulega, heppinn að vera inni á vellinum!

    Óþolandi að sjá hvað sumir menn fá marga sénsa hjá dómurunum

  10. #25 klárlega rautt viðbjóðslegt brot og einsgott að Lovren er í lagi eftir þetta

  11. Kominn á bjór nr.2…er að drìfa hann ì mig. Coutinho eruði ekki að djòka!

  12. Skriðdrekinn Emre Can búinn að vera drullugóður í þessum leik en þetta konfekt frá big game Phil var unaðslegt.

    YNWA

  13. Mjög solid leikur hjá Liverpool eftir fyrstu 45 mín.
    Liðið er ekki að gefa færi á sig nema jú auðvita þegar menn gleyma að dekka í hornspyrnu.
    Everton liðið mjög heppnir að vera ekki tveimur mönnum færri inn á vellinum. Barkley á auðvita að vera farinn útaf. Hann átti að fá gult þegar hann straujar E.Can í byrjun leiks og sá litur hefði mátt vera appelsínugulur(einhverjir hefðu gefið beint rautt en gult er lámark).
    Svo hvernig hann fer í Lovren er auðvita bara beint rautt og ekkert annað.
    A.Willams átti svo að fá beint rautt fyrir að stíga viljandi ofaná E.Can

    En jæja nóg um dómgæslu. Við höfum verið þéttir og náð nokkrum flottum spilaköflum. D.Lovren er búinn að vera eins og kóngur í vörninni og Coutinho með galdra sem hafa ekki sést lengi.
    Nú er bara að halda haus og klára þetta verkefni.

  14. Frábær mörk hjá okkur, klassi út í gegn.

    Það er með ólíkindum að barkley sé að fara byrja seinni hálfleikinn inn á!

    Við klárum þetta í seinni með tveimur mörkum í viðbót.

    KOMA SVO!!!!

  15. Fyrirmælin hjá Koeman fyrir leik hafa verið skýr: Í dag mun villimennskan ríkja!.

    Ógeðsleg tækling hver á fætur annarri frá þessu liði.

  16. Hahah, að fá þetta pláss og tíma á þessum stað! Snyrtilega klárað samt.

  17. Vúúhúú Origi kemur inn með látum! Get in!!!

    Robles í markinu hjá Everton hefur ekki einu sinni reynt að skutla sér í öllum mörkunum sem Liverpool hefur skorað í leiknum.

  18. Gaaaa, þessi ömurlegi bláskríll greinilega ekki kominn til að spila fótbolta í dag. Meira draslið og dómarinn meðsekur með að setja þessa ömurlegu línu.

  19. ÞAÐ ER BARA ANNAÐ LIÐIÐ AÐ SPILA FÓTBOLTA.Litla skítabláa liðið er bara að reyna meiða menn.

  20. Sturridge er að smita allt liðið með þessa helvítis meiðsla pest

  21. Þetta er orðin ansi dýr leikur fyrir okkur, Can greinilega mikið meiddur, þeir bláu virðast eiga að fara í manninn en ekki boltann.

  22. Can fékk gult fyrir að hitta ekki manninn með tæklingu en hjá Everton eru þeir að fá sama spjald fyrir að strauja okkar menn.

  23. Lovren og Matip hafa verið drullugóðir og haldið Lukaku meira og minna niðri í þessum leik.

  24. Síðan að Everton vann síðast á Anfield að þá eru samanlögð úrslit í Mersey side derby 29-9 Liverpool í hag. Stóri bróðir er alltaf sterkari en sá litli.

    YNWA

  25. Allt liðið frábært í dag og sérstaklega Lovren , Matip sem létu Lukaku hverfa í þessum leik
    Allir frábærir!

  26. Sælir félagar

    Frábær leikur hjá okkar mönnum og það má eiginlega segja að það hafi verið klassamunur á þessum liðum Liverpool borgar. Það sem var einna ánægjulegast samt var einkum þrennt – fyrir utan sigurinn auðvitað sem slíkan, það var:

    Að sjá varnarleikinn virka með okkar bestu miðvörðum þrátt fyrir mark eftir klavs í teignum
    Að sjá Coutinho koma svona vel til baka eftir erfiða ferð til S-Ameríku.
    Að sjá Origi, sem ég hefi nú ekki verið hrifinn af vægast sagt, koma inn með frábærum hætti.

    Það má þó segja að allir leikmenn stóðu sig vel þó Clyne hafi verið dálítið eins og út úr kú í fyrri hálfleik. Sem sagt gott.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Mané líklega illa meiddur vona að hann jafni sig sem allra fyrst það fer að þynnast allsvakalega í hópnum núna , vonandi kemur Hendo inn sem allra fyrst munum þurfa á honum að halda það er morgunljóst.

  28. Ross Barkley minnir mig á viðbjóðinn Herrera. Djöfull var það þess virði þegar Gerrard traðkað i á honum. Fékk reyndar rautt en algjörlega þess virði

  29. Snyrtileg afgreiðsla í dag á Everton mönnum og þeir kirfilega geymdir á sínum stað – Vel fyrir neðan okkur og án væntinga,enn eitt árið.Barkley átti að sjá rauða spjaldið í fyrri og Williams kannski líka í seinni.

    Coutinho maður leiksins og ánægjulegt að sjá hann með töfrana á ný í takkaskónum – Kannski eru þetta gömlu skórnir hans Hemma Gunn!?

    Bournemouth næst….

  30. Hvernig virkar þetta með refsingar að leik loknum?

    Er einhver hætta á því að Williams og Barkley verði komnir í bann fyrir næsta leik Everton gegn Man. Utd.?

  31. Frábær sigur í alla staði.

    Emre Van og Wijnaldum hrikalega öflugir á miðjunni en annars var allt lið gott. Matip frábær og Cautinho að sýna hvað hann getur.

    Hauslaust Everton lið átti ekkert skilið í þessum leik.

    Dómarinn enskur og vondur.

    Nú byrjar erfiða prógrammið hjá liðinu 😉

    Áfram Liverpool!

  32. Það er jákvætt að litlu liðin séu ekki lengur fyrirstaða.

    Tókuð þið annars eftir að markvörðurinn hreyfði sig ekki í neinu marki Liverpool – ætli fólk hefði tekið eftir því ef það hefði verið Mignolet megin?

  33. Frábær frammistaða hjá Coutinho, Lucas, Lovren og Mane í dag! Restin gerði vel líka. Reyndar kominn tími á að Firmino fari að skora reglulega aftur!

  34. Maður leiksins var kristján atli á .net þannig er fílingurin núna guð minn góður hvað þetta neverton lið er grillað svo toppar fíflið á hliðalínuni allt með viðtalinu eftir leik og ekki í fyrsta skiptið með dramarugli því þeim tókst bara að koma einum manni meiddum útaf. Ef ég væri í liverpool núna og leið á hótelið eftir leik myndi ég ganga þangað sæll og glaður en að borga eitthverju taxa hönkinu fyrir að skila mér.

  35. Maður leiksins er klárlega Lucas Leiva sem kemur inn á miðjuna í þessum leik og étur hana. Menn hérna eins og Jol verða að hætta þessu gagnrýnisbulli á Lucas. Maðurinn er alltaf tekinn af lífi áður en hann mætir á völlinn. Þeir sem sjá ekki mikilvægi Lucas skylja einfaldlega ekki hvað Fótbolti gengur útá. En frábær sigur og góð spilamennska hjà öllu liðinu.

  36. Er einhver með síðu þar sem hægt er að sjá allan leikinn? Ekki bara highlights. Fyrirfram þakkir.

  37. Þessi sigur í dag heldur okkur í toppbaráttunni og er það vel.
    En ég er hræddur um að Klopp þurfi að endurskoða þetta Sakho dæmi. Hann er að brillera með CP. Grunar að Sakho/Matip yrði eitt af topp miðvarðapörum deildarinnar.

  38. #75,

    Sakho hefur allt sem þarf til að vera gjörsamlega frábær miðvörður. Á góðum degi hjá honum er hann auðveldlega ca topp 10 í heiminum. Hefur samt eitthvað kastast í kekki, agamál og slíkt. Persónulega væri ég ofboðslega mikið til í að sjá Sakho í beast mode í rauðu treyjunni en treysti jafnframt dómgreind Klopp til að taka þessar ákvarðanir.

  39. You haven’t won a trophy
    You haven’t won a trophy
    You haven’t won a trophyyyy!!! since 1995!!
    Since 1995
    Since 1995
    Ótrúlega gaman að syngja þetta úr Anfield Road stúkunni í dag

  40. Annars var Zaha gjörsamlega geggjaður hjá CP í dag og Benteke næstbestur imo.

Liverpool – Everton

Liverpool – Everton 3-1 (leikskýrsla)