Etihad næst á dagskrá

Andstæðingar Liverpool á morgun eru að mínu mati þeir bestu í ensku deildinni um þessar mundir. Þeir eru vissulega 10 stigum á eftir Chelsea en núna eftir áramót myndi ég frekar velja að mæta þeim bláu frekar en þeim ljósbláu. Liðið hans Guardiola var aðeins seinna í gang í vetur, þeir eru að spila mikið fleiri leiki og hafa lent í mun meiri meiðslavandræðum en þeir stefna hratt þangað sem svona ríkt lið á að vera.

City hefur aðeins tapað einum leik á Etihad í vetur og það var einmitt gegn Chelsea. Fimm leikir hafa hinsvegar endað með jafntefli og þar á meðal er síðasti heimaleikur þeirra gegn Stoke. Liverpool er aðeins einu stigi á eftir þeim í töflunni en City á leik til góða, þetta er því rándýr leikur fyrir okkar menn upp á sæti í Meistaradeildinni.

City spilaði síðast á miðvikudaginn er liðið féll eftirminnilega úr leik í Meistaradeildinni gegn frábæru liði Monaco. City menn virkuðu þreyttir á lokamínútunum í þeim leik og vonandi situr þessi skellur eitthvað í þeim er ferskt Liverpool lið mætir í heimsókn.

Vandamál City eru nákvæmlega þau sömu og Liverpool er að glíma við. Markmaðurinn er ekki nógu góður og vörnin er mikið í meiðslavandræðum og lekur allt of mikið af mörkum. Sóknarlega eru þeir hinsvegar ógnvekjandi svo vægt sé tekið til orða.

Raheem Sterling hefur verið einn af þeirra betri leikmönnum í vetur. Á hinum vængnum er Leroy Sané farin að finna fjölina en þar er á ferðinni hrikalega spennandi leikmaður. Tríóið var fullkomnað með Gabriel Jesus en eftir að hann meiddist kom Aguero bara aftur inn, besti sóknarmaður deildarinnar.

David Silva er besti leikmaður liðsins og hefur þessar sprengjur til að leita uppi, De Bryne er með honum á miðjunni ásamt annaðhvort Yaya Toure eða Fernandinho. Gundogan er meiddur. Það er því kannski ekki skrítið að þetta lið sé gott sóknarlega.

Það er samt ekkert lið sem hefur skorað meira í deildinni heldur en okkar menn og engin ástæða að fara inn í þennan leik með einhverja minnimáttarkend. Liverpool vann fyrri leik liðanna á gamlaársdag með 1-0 sigri sem reyndar útskýrði alls ekki afhverju þetta eru bestu sóknarlið deildarinnar.

Lið Liverpool 

Klopp hefur ekki marga möguleika þessa dagana og byrjunarliðið segir sig nokkuð sjálft fyrir leiki. Bekkurinn ætti þó að vera aðeins meira fullorðins í þessum leik heldur en þeim síðasta.

Lovren spilaði með U23 ára liðinu í vikunni, spilaði þar 75 mínútur og var góður. Ég tippa á að hann komi inn fyrir Klavan þrátt fyrir að hann hafi staðið sem vel gegn Burnley. Firmino á séns á að ná þessum leik skv. Klopp en ég tippa á að hann verði bara á bekknum. Henderson og Sturridge eru pottþétt ekki leikfærir.

Grujic ætti að koma aftur inn í hópinn, hann var mjög góður í miðri viku með U23 ára liðinu og virðist vera búinn að ná sér af meiðslum.

Trent Alexander-Arnold er farinn að pressa fast á sæti Clyne í liðinu, hann var maður leiksins með U23 ára liðinu um daginn og rúmlega það.

Ben Woodburn var settur inná um síðustu helgi þegar hálftími var eftir og það fyrir Coutinho sem var ekki meiddur. Það segir líklega töluvert um það hversu nálægt liðinu hann er kominn.

Ef að Monaco getur spilað eins og þeir gera með 18-22 ára stráka ættu þessir gríðarlega efnilegu leikmenn Liverpool að geta gert sér vonir um sénsa, sérstaklega undir stjórn Klopp.

Spá:

Alltaf finnst manni að þetta góða gegni gegn toppliðunum geti ekki gengið endalaust og af öllum leikjum tímabilsins held ég að þetta sé sá erfiðasti á pappír. Það eru samt veikleikar á liði City sem henta okkar mönnum mjög vel og þeir eru vonandi ekki búnir að jafna sig bæði líkamlega og andlega eftir ferðalagið til Frakklands í miðri viku.

Spái því 2-3 sigri okkar manna. Coutinho kemst aftur í gang og skorar ásamt Origi og Matip.

 

12 Comments

  1. Eftir að hafa horft á síðustu leiki LFC þá efast maður um góð úrslit, vona samt það besta ?

  2. Takk fyrir upphitunina EM. Það er ekki miklu við hana að bæta. EM segir það sem hægt er að segja um þennan leik, býrjunarlið, uppstillingu, vinningslíkur og úrslit Því er hans spá nokkuð raunhæf og mín spá sú sama og hans mín 2 – 3.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  3. Þetta verður rosalegur leikur.
    Liverpool á tvo stórleiki(Þá meina ég gegn stórum liðum) eftir Man City úti á morgun og svo Everton heima í næsta leik á eftir – s.s ef við skoðum gengi liverpool á leiktíðinni þá eru næstu tveir leikir léttir og svo hefst 8 leikja erfit prógram 😉

    Maður veit aldrei hvar maður hefur liverpool en eitt veitt ég að við eigum eftir að sakna Henderson gríðarlega mikið á morgun enda leiðtoginn í hápressuni þar sem hann hleypur á við tvo á meðan að E.Can er þyngri típan sem er ekki eins sanfærandi í þessari pressu.
    Man City eru að fara að sækja mikið og það þýðir að við eigum eftir að fá mark eða mörk á okkur en við elskum aftur á móti að spila á móti liðum sem vilja sækja og við eigum eftir að skapa eitthvað og skora líka mark eða mörk.

    Ég á von á hörku leik. Ég spái því að við náum í þetta 4.sæti í ár en við töpum samt leiknum á morgun 2-1 Man City.

  4. Bæði þessi lið eru frábær á sinn hátt en ófullkomin ef svo má segja. Þetta verður því þjálfaraleikur, þ.e. hvort þessara miklu meistara stillir upp betri taktík.

    Einn besti þýski taktíkerinn á móti einum besta spænska taktíkernum. Raunar er ekki alveg víst að Guardiola skilgreini sig sem Spánverja. Hann er s.s. Katalóni en í þeirri góðu þjóð sameinast margir bestu eðliskostir suður Evrópumanna og þeirra sem norðar búa og þú finnur varla betri fulltrúa Katalóníu en Pep Guardiola.

    Alla vega held ég að þetta verði leikur sem fyrir hlutlausan verður mikil skemmtun. Klopp og Guardiola þekkja hvorn annan mæta vel. Þeir hafa mæst 9 sinnum og Klopp hefur naumlega vinninginn sem 5 sigra. Það eru engin illindi á milli þeirra en mikil virðing og ég yrði ekki hissa þó að þeir fengu sé einn kaldann eftir leikinn hver sem úrslitin verða.

    Ég held að Klopp sé aðeins betri taktíker en Guardiola og byggi það á því að Bayern, með sína miklu yfirburði hvað gæði leikmanna varðar, átti ávallt í miklum vandræðum með Dortmund undir stjórn Klopp. City er langt frá því að vera Bayern en á móti kemur að Liverpool er kannski ekki neitt Dortmund heldur.

    Ég held að ég muni sætta mig við jafntefli en el samt þá von í brjósti að Klopp takist að nýta sér að City mun verða of mikið í mun að kvitta fyrir Mónakó fokkuppið. Þannig ef tekst að tjasla Firmino saman getum við vel skilað öllum stigunum. Just saying:-)

  5. Takk fyrir þessa upphitun og spjall í kjölfarið. Einn mikilvægasti leikur vetrarins en það má kannski alltaf segja um næsta leik að hann sé sá mikilvægasti. Er Lovren ekki heill heilsu? Veit ekki hvort hann er nokkuð betri en Klaven sem hefur verið alveg ágætur upp á síðkastið. Held að okkar menn nái upp 100% einbeitningu í þessum leik og Can og Winjaldum eigi miðjuna. Síðan er bara spurning hvort menn nái ekki að skora gegn liði sem hlýtur að vera gríðarlega svekkt eftir tapið í Meistaradeildinni. Þarf ekki Couthino að skora í þessum leik og minna þar með hressilega á sig?

  6. Ég var hér um bil alveg búinn að missa trú á að við fengum að sjá Liverpool spila í CL á næsta tímabili, en nú er sú von komin til baka. Þessi leikur er fáránlega mikilvægur.

    Það er eitt alveg á hreinu, við munum sakna Henderson í þessum leik. Can þarf að eiga mjög góðan leik bæði varnarlega og í afturliggjandi playmaker hlutverki, hann þarf að sýna mikinn þroska og mikla vinnu. Þessi leikur er stórt próf fyrir hann sem ungan leikmann sem gæti átt framtíð fyrir sér í stóru félagi. Ég hef ekkert svo mikla trú á honum en ég ét sokka brosandi.

    Coutinho stígur upp, ég er viss um það. Hann er búinn að vera að spara sig fyrir þennan leik. Origi líka. Mér er alveg sama hvort Klavan eða Lovren fær að vera við hlið Matip, þetta verður alltaf erfitt. Við munum fá á okkur 1-2 mörk.

    Ef við skorum fyrsta markið munum við vinna.

    Takk fyrir hnitmiðaða upphitun.

  7. Firmino og Origi tæpir….sjáum örugglega B.Woodburn á einhverjum tímapunkti. Væri ekkert leiðinlegt ef hann stimplar sig inn með þrennu. Annars er peningurinn undir á að Matip skori.

  8. Það hefur verið heldur dauft yfir öllu undanfarið, einhver skömm yfir ljótum sigri? Hræðsla við leikinn í dag að mæta þarna og hafa ekki Hendó í vinnslunni er ógnvekjandi en þá verða aðrir að stíga upp allavega verður þetta eitthvað og spenningurinn eykst eftir því sem líður á daginn.
    Takk allir og munum að við göngum ekki einir.
    Björn I

  9. Jafntefli úr þessum leik yrði engin heimsendir en síðustu viðureignir hafa verið okkar megin og virðist Klopp hafa haft gott tak á Pep um þessar mundir ætla vera bjartsýnn og spá okkur sigri það yrði virkilega flott statement hjá okkur um að við gefum ekki CL sætið eftir , önnur úrslit yrðu samt ekki heimsendir það verða samt 9 umferðir eftir og þetta er ekki búið.

  10. Team to face Man City: Mignolet, Clyne, Matip, Klavan, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana, Mane, Coutinho, Firmino.

    Subs: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Woodburn, Lucas, Lovren, Origi.

  11. Team to face Liverpool: Caballero, Fernandinho, Stones, Otamendi, Clichy, Yaya Toure, Sane, De Bruyne, Silva, Sterling, Aguero.

    Subs: Bravo, Sagna, Fernando, Nolito, Kolarov, Iheanacho, A. Garcia.

Podcast – Einn af leikjum tímabilsins

Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)