Liverpool 2 – Burnley 1

LEIK LOKIÐ!!!

75 mín Áttum flottan kafla sem kom okkur yfir í leiknum en Burnley eru nú komnir ofar á völlinn og ætla að gera læti úr leiknum. Verða spennandi síðustu 15!

61 mín 2-1 Frábært langskot Emre Can upp úr innkasti. Dásamlegt, eitthvað sem gleður mitt gamla hjarta.

60 mín Við erum loksins að ná upp smá pressu í þessum leik. Ben Woodburn var að koma inn fyrir Coutinho!!!

46 mín 1-1 Wijnaldum nokkrum sekúndum fyrir leikslok, sending frá vinstri sem vörn Burnley tekst ekki að hreinsa og Wijnaldum skorar úr markteignum. Ekkert endilega sanngjarnt en vá hvað við tökum þetta!

30 mín Sorgleg frammistaða. Eftir 30 mínútur höfum við ekki átt skot á mark og erum einu marki undir.

7.mín 0-1 Þar með hófst það. Burnley búið að vera í sókn síðustu þrjár mínútur, fengu nægan tíma til að senda sendingu frá miðju í gegnum alla vörnina á fjær þar sem Barnes kláraði örugglega. Verulega vond byrjun.

Leikur hafinn;

Þar með hefur verið lagt í hann í rigningunni á Merseyside.

Spörkum í átt að Annie Road í fyrri eins og við viljum – að Kop-stúkunni í seinni hálfleik.

Byrjunarliðið mætt:

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Wilson, Gomez, Alexander-Arnold, Woodburn.

Semsagt enginn Lovren í hóp ofan á að Firmino er ekki með heldur. Risaleikur fyrir Origi í dag!!!

Minnum á tístkeðjuna.


Þá hefjum við leikþráð fyrir leik okkar við Jóa Berg og félaga í Burnley…og treystum auðvitað á það að okkar menn sýni nú fram á það að þeir hafi nú eitthvað þróað leik sinn og geti nú græjað sig upp í gæðaframmistöðu gegn liði utan topp sex sætanna.

Í Liverpool er 10 stiga hiti og milt veður, rignir eitthvað á meðan á leik stendur og eykur auðvitað möguleikann á hröðum fótboltaleik. Sem er gott. Annars er enn lítið nýtt að frétta úr þessari himnesku borg, óvíst með þátttöku Firmino og Jói Berg verður í jakkafötum og hvergi nálægt liði gestanna.

Bæti hér inn á leiðinni fram að leik ef eitthvað fréttnæmt kemur upp, tístkeðjan kemur upp 90 mínútum fyrir leik og svo auðvitað byrjunarlið og síðan breytist þráðurinn i uppfærslu af stöðunni í leiknum jafnóðum og eitthvað gerist.

KOMA SVOOOOOOOOOOO!

81 Comments

  1. Firmino er búinn að vera meiddur alla vikuna og hefur nánast ekkert æft.

  2. Hvernig er það, hafa menn verið að deila með sér linkum á leikinn hér á spjallinu. Geta ekki séð leikinn á næsta pöbb eða í sjónvarpi. Neyðin kennir naktri og allt það…

    ‘Eg bara man ekki hvenær ég gerði þetta seinast…

  3. Þetta var liðið eins og maður átti von á og ef Lovren hefði verði heill þá hefði maður samt viljað halda Klavan inni fyrir góðan leik síðast.

    Ég vona að menn mæta til leiks af fullum krafti í dag. Pressi þá hátt og nái að skapa einhver færi. Origi fær tækifærið og væri helvíti gott ef hann myndi nota það vel 🙂

  4. Bekkurinn er: Karius, Lucas, Moreno, Toggi litli, Svenni stubbur, Freddi fimm ára og Snuddu-Sveinn.

    Það er eins gott að byrjunarliðið mæti í vinnuna í dag því ekki er #BREIDDIN að fara að landa þessum stigum…

  5. Synd að vera bara með þrjár skiptingar og geta ekki nýtt breiddina á varamannabekknum til fulls!

  6. Þeir eru með Brady sem er geggjaður spyrnumaður á bekknum. Þannig að Barton tekur þá spyrnurnar þeirra.
    Ward sem er vinstri bakvordur hjá þeim og er í raun alls ekki bakvordur að upplagi ætti að lenda í vandræðum með Mané. Held að ef við finnum Mané mikið þá gæti það orðið veisla.

  7. Öflugur bekkur, haugur af leikmönnum þarna sem geta breytt leiknum………NOT.

  8. Þessi leikur verður að vinnast, það er ekkert flóknara. Burnley eru sjóðheitir á útivelli með recordið 0 – 2 – 11!

    Það mun reyna rosalega á leikmenn eins og Mane, Coutinho og Lallana að finna glufur á varnarmúrnum sem þeir munu stilla upp. Nú væri gott að vera með fljóta öfluga kantmenn. Kæmi ekki á óvart að Moreno fengi sénsinn í seinni hálfleik.

  9. Ég býst við nákvæmlega engu það er betra en að vera með of miklar vonir eftir skitu síðustu 3 mánuði eða svo fyrir utan Tottenham og Arsenal leikina.
    Klopp hefur ekki enn fundið hvað hann á að gera við háloftabolta liðin sem liggja aftarlega og það er engin á bekknum sem gæti breytt neinu þar að leiðandi er eina vonin að byrjunarliðið í dag sýni í hvað þeim býr , one hopes.

  10. Það er ekki boðlegt fyrir lið sem vill vera í toppbaráttu á öllum vígstöðvum að tefla fram svona hóp!

    Þessi bekkur maður! Úff! Síðan er menn í byrjunarliðinu sem yrðu varla velkomnir til Rotherham Utd.

    Sama sagan. Eins gott að allir okkar leikmenn mæti 100% einbeittir í leikinn. Annars er ekki von á góðu.
    Ég vil alvöru metnað í leikmannakaup næsta sumar. Enga meðalmennsku.

  11. Menn orðnir heitir hérna og byrjaðir að styrkja Carlsberg. En þegar einhver má vera að þá vantar mig miða á Liverpool leiki. Annaðhvort í Lundúnum eða í Liverpool. Eruði Kop foringjar eitthvað tengdir að redda 1-2 miðum?

  12. Nu er ekki hægt að kenna Lucasi um markið…… hverjum er þétt nuna Að kenna,

    Það er nu foucking þannig

  13. Kemur engum á óvart að við séum að tapa. Andlausir aumingjar. Þeir hafa ekki karakterinn í að koma til baka úr þessu. Eru eflaust of uppteknir að að vorkenna sjálfum sér og ímynda sér hvað þeir munu segja í næsta drottningarviðtali fyrir City leikinn þar sem öllu fögru er lofað upp á nýtt

  14. Þegar mark er skorað eru gerð mistök – Þetta skrifast á miðjuna og vörnin öll nánast með allt niður um sig þarna!!

    Hörmuleg byrjun og menn bara nánast bara ekki með í byrjun leiks.

  15. James Milner kemur alltaf með einhverjar helvítis blöðrubolta fyrirgjafir eða kærulausar sendingar sem koma okkur í vandræði!

  16. Hahahahaha það er brandari að horfa upp á hvað við erum lélegir.

    Þetta lið er samansafn af aumingjum.

    En hey, þjálfarinn er sáttur.

  17. Hlýtur að vera lélegasta lfc lið aldarinnar semer að spila þennan leik.

  18. Spilamennskan í fyrri er heilt yfir ágæt. Þetta er nkl það sem FSG vill. Vonandi náum við að jafna. 1-1 gegn Burnley væri aldeilis flott.

  19. Ekki veit ég hvað Coutinho hefur étið. Hann er slappari en allt sem slappt er!

  20. Ef Klopp hættir ekki þessu glotti á hliðarlínunni alltaf þegar við erum að tapa þá þurka ég þetta glott af honum sjálfur!!

  21. hvað erum við að reyna að koma okkur i meistaradeildina ? sem betur fer vorum við ekki þar i vetur, við værum ekki i topp 10 þá.
    við þurfum lágmark 11 nýja leikmenn ef við ætlum að vera i evrópukeppni og reyna að vinna titla á næsta tímabili. það er enginn i þessu byrjunarliði sem er nógu góður og bekkurinn er hræðilegur.
    eg er korter i það að missa trúnna á klopp.
    við hlæjum að mourinho sem er bara buinn að vera i nokkra mánuði á meðan við segjum að klopp þurfi meiri tíma

  22. Nauðsynlegt, heppni. En hvað þarf margar hornspyrnur til að skora mark???

  23. loksins.
    drullast svo til að mæta með hausinn skrúfaðan á í seinni hálfleik!

  24. Jæja nú fá þessir ótrúlega döpru leikmenn smá tíma til að svolgra í sig nokkrum tebollum.

    Vonandi verður ekki sami aumingjaskapurinn á boðstólnum í seinni.

  25. Reynið svo að standa undir nafni sem STUÐNINGSMENN Liverpool !!!!

    Óþolandi að fylgjast með þessum drulludreifurum sem þrífast hér inni.

  26. Hræðilegur leikur so far og við rosalega heppnir að vera ekki undir. Ætla rétt að vona að liðið fái hárblásarann frá Klopp í hálfleik, sérstaklega Clyne, en guð minn góður hvað hann er búinn að vera lélegur og ber ALLA ábyrgð á marki Burnley.

    Þetta á að vera skyldusigur því þetta Burnley liði er hvorki fugl né fiskur. Vil sjá Moreno inn á fljótlega í seinni hálfleik. Blása til sóknar og taka meiri áhættu.

  27. 1 spurning. Afhverju erum vi? a? spila med djupann midumann? Allar sendingar Burnley eru yfir vornina. Afhverju geta burnley verid ad spila med 2 framherja og tvo kanntmenn hatt uppi an þess ad lenda i vandradum inna midjunni en vid ad eida 1 manni i þad ad liggja djupt og horfa a sendingar fljuga yfir sig.

  28. Skil ekki fótboltalinka sem er einn stór vírus…hver er tilgangurinn?

  29. Tyrkja Guddan Emre Can!!! Origi búinn að leggja upp bæði mörkin.

    Koma svo og bæta við mörkum takk!

  30. Byrjuðum seinni jafn illa og fyrri. En menn virðast örlítið vera að rífa sig upp úr aumingjaskapnum. Langt frá því að vera sáttur en maður heldur í vonina.

    Stórkostlegt mark hjá Can.

  31. Raggi to the rescue þarna munaði litlu!
    Eistinn var tilbúinn til að fórna eistunum til að bjarga marki

  32. Liverpool á góða möguleika á sigrum á móti öllum liðum sem ekki eru í fallsæti.

  33. Magnaður þessi bolti coutinho í heimsklassa fyrir. áramót draugur eftir áramót:(

  34. Flott mark hjá Can en hann hefur strögglað í baráttunni um miðjuna í þessum leik.

    Cútinjó er skugginn af sjálfum sér þessi dægrin og okkur vantar sárlega karakter sem getur leyst Henderson af þegar hann er í sínum hefðbundum meiðslum. Sá leikmaður er ekki Can,allavega.

    Höldum þetta vonandi út.

  35. Úff þetta hafðist drullumikilvægir punktar í cl baráttunni

    YNWA

  36. Sæl og blessuð.

    Lukkan brosti við okkur. Þeir hættulegir og áttu færin til að jafna. Mané er ekki að sannfæra mig. Var hrein hörmung í leiknum. Náðum við nema tveimur skotum á rammann?

  37. Ljótt var það og afskaplega lélegt.

    En með dass af heppni náum við að landa skyldusigri og þrjú stig í sarpinn.

    Vona innilega að menn rífi sig upp fyrir næsta leik á móti City.

    Áfram Liverpool!

  38. ” Kemur engum á óvart að við séum að tapa. Andlausir aumingjar. Þeir hafa ekki karakterinn í að koma til baka úr þessu. Eru eflaust of uppteknir að að vorkenna sjálfum sér og ímynda sér hvað þeir munu segja í næsta drottningarviðtali fyrir City leikinn þar sem öllu fögru er lofað upp á nýtt,,
    # 26

    Ég reikna með að þessu andlausu karakterlausu aumingjar sem vorkenna sjálfum sér hafi gert þig sáttan með 3 stig 😉

  39. Þetta gefur von um að það sé ennþá barátta og karakter í þessu lið.

    Ekkert til að dásama við þennan leik en fjandinn hafi það, þetta lætur mann líða miklu betur með allt í lífinu.

    City eftir viku! COME ON!!!

  40. Frábær sigur sem var aldrei í hættu og Burnley átti eiginlega aldrei séns.

    Miðjan hjá okkur hreinlega átti þennan leik og Meistaradeildarsæti í augsýn.

    Þá er það Man.City næst……

    YNWA.

  41. Já, þetta var frábær sigur. Ekki fallegur leikur, en það er tilbreyting að taka Chelsea á þetta og vinna leiki þó við spilum illa. Við höfum reyndar engan Costa til að klára leiki fyrir okkur eins og þeir.

    Gríðarlega mikilvægur sigur og líka mjög sterkur móralskt séð.

    Mignolet laaaaaaangbesti leikmaður liðsins í dag. Að mínu mati er markmannsstaðan ekki forgangsatriðið þegar kemur að leikmannakaupum í sumar. Þurfum samt klárlega heimsklassahafsent í sumar og styrkja okkur víða á vellinum.

    City á Ethiad næst….það verður rosalegt.

  42. Mikilvæg 3 stig en tæpt var það. Engin af okkar bestu mönnum átti góðan leik, ég meina 11-12 horn og það kemur aldrei hætta hjá marki Burnley.

    Mane sást varla en hann er nú minn uppáhalds maður ásamt Coutino, sem er einhversstaðar annars staðar.

    Þetta verður rossaleg baráta um 4 sætið.

  43. Ekki misskilja mig, frábært að vinna loksins ljótan sigur, En í alvöru talað, er þetta e-h grín?
    Á heimavelli á móti Burnley, 2-1 yfir og það fer allt í panik. Af hverju halda menn ekki boltanum og láta Burnley hlaupa á eftir eins og höfuðlausar hænur? Þetta eru ekki byrjendur í íþóttinni, allt landsliðsmenn.

    Auðvitað geta menn tapað leikjum eða gert jafntefli, og þegar það hefur gerst hefur það oftast verið eftir að LFC sé vaðandi í færum og markvörður andstæðinganna að eiga stórleik.

    Hvenær í ferlinu gerðist það að LFC parkeraði rútunni á móti nýliðum í deildinni á heimavelli?

    Mjög góð3 stig en ég er orðlaus yfir spilamennskunni.

  44. Góður punktur #77. Og það lá mark í loftinu hjá Burnley á loka mínutu. það virtist engin hjá lfc þora að byggj upp sókn á síðustu metrunum.
    Vorum heppnir, ekkert annað.

  45. Sæl öll.

    Góður sigur í dag og frábært að vinna loks lið í neðrihlutanum og ekki láta þá “bully-a” okkur út eins og þeir reyndu á köflum og sérstaklega í lokin. Hvenær í ósköpunum ætla menn að hætta að agnúast út í Lucas. Átti mjög fína innkomu og eins og hópurinn er samsettur þessi misserinn erhann einfaldlega einn af solid leikmönnum utan first 11. Ég er síðan mjög ánægður með breytinguna á Mignolet síðustu vikurnar. Hann er að fara út í fleiri og fleiri bolta og, ekki misskilja mig, setur hnéið á undan sér og merkir þannig svæðið sitt og skítsama þótt sóknarmaður “lendi” á hnéinu, ég er drullu ánægður með þetta breytta “attitude” hjá honum. Wijnaldum maður leiksins í mínum bókum.

  46. Athyglisverð tilvilljun að þrátt fyrir að miðja var sérstaklega vond hjá okkur í þessum leik þá voru það einmitt miðjumenn sem skoruðu mörkin.

Upphitun: Liverpool – Burnley

Liverpool 2 – Burnley 1 (leikskýrsla)