Liverpool v Arsenal [dagbók]

Búið!! YES!!!

91.mín: Nei annars… 3-1!!! Frábær skyndisókn Liverpool sem Lallana býr til og kemur með frábæra sendingu á Origi sem gefur boltann inn í teig á Wijnaldum sem skorar og gerir út um leikinn! Hann er svo góður í þessari stöðu!

90.mín: Þrjár mínútur í uppbótartíma. Lucas er að koma inn á. Plís haldið þetta út!

82.mín: Origi minnir á sig og á fínan skalla sem syngur í stönginni!

79.mín: Divock Origi kemur inn fyrir Coutinho. Brassinn verið mjög góður í dag og virðist loksins að finna taktinn aftur.

76.mín: Emre Can er sjárþjáður og heldur um aftanvert hnéð á sér og veltist um grasið. Lítur ekki vel út. Hann á gulu spjaldi virtist brjóta á Walcott og var kannski smá heppinn að fá ekki seinna gula spjaldið sitt. Í stað fær Granit Xhaka gult fyrir að tuða yfir því að Can hafi ekki fengið – fín skipti það!

75.mín: Coutinho með mjög góða aukaspyrnu sem ratar á kollinn á Matip í góðri stöðu en hann nær ekki nógu góðum skalla.

67.mín: Emre Can nælir sér í gult spjald þegar hann stökk á Sanchez til að stöðva hraða sókn Arsenal. Þeir héldu boltanum og hægði ekkert á sókninni. Þar af leiðandi afar óþarft spjald á Can.

56.mín: 2-1. Danny Welbeck minnkar muninn fyrir Arsenal með góðri afgreiðslu yfir Mignolet í markinu. Arsenal komið sterkari út í seinni hálfleikinn og nú skiptir miklu máli fyrir Liverpool að bregðast rétt við þessu.

47.mín: Arsenal í dauðafæri en Mignolet ver frábærlega skalla Giroud af stuttu færi.

Hálfleikur: Frábær frammistaða Liverpool í hálfleiknum og mjög verðskulduð forysta. Ég held að spilamennskan hefur oft kannski verið betri þannig séð en baráttan, pressan og “tilgangurinn” í sóknarleiknum hefur verið til fyrirmyndar og skipulagið í vörninni gott. Sem sagt í stuttu máli; allt sem var ekki raunin síðasta mánudag!

44.mín: Coutinho í dauðafæri en nær ekki nógu góðri snertingu og boltinn í fangið á Cech af stuttu færi.

39.mín: 2-0! Sadio Mane skorar eftir flottan undirbúning frá Firmino. Þetta er Liverpool sem mætti Tottenham en ekki Leicester, það fer ekki á milli mála!

33.mín: Coquelin fær gult spjald fyrir að rífa aftan í Lallana. Liverpool er að pressa Arsenal í kaf þessa stundina og stjórna leiknum, það virðist vera að fara aðeins í taugarnar á Arsenal.

27.mín: Fín sókn frá Liverpool en skot Coutinho fyrir utan teig fer nokkuð beint á Cech í marki Arsenal. Liverpool fékk í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert varð úr – shocker!

23.mín: Firmino sleppur einn í gegn eftir góða sendingu Mane en var því miður rangstæður.

9.mín: 1-0! Roberto Firmino kemur boltanum í netið eftir mjög flottan undirbúning Lallana, Coutinho og Mane. Frábær byrjun hjá okkar mönnum í dag!


(Kristján Atli):

Jæja, næsti stórleikur er runninn upp og byrjunarliðin eru komin.

Lið Liverpool:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Wijnaldum – Can – Lallana

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Lovren, Lucas, Moreno, Trent A-A, Woodburn, Origi.

Ég verð að viðurkenna ákveðin vonbrigði hér. Klopp breytir bara engu úr sínu sterkasta byrjunarliði ótilneyddur. Hvaða skilaboð sendir það t.d. Origi eða Moreno að geta ekki fengið séns eftir frammistöður sumra síðustu vikur? Ég hefði viljað sjá Moreno inn og Milner á miðjuna í stað Can, Origi inn fyrir Firmino og jafnvel pláss einhvers staðar fyrir Trent Alexander-Arnold. En það er bara ég.

Lið Arsenal er einnig óvænt, Mesut Özil missir af vegna veikinda og Alexis Sanchez er á bekk:

Cech

Bellerin – Mustafi – Koscielny – Monreal

Ox-Chamberlin – Cocquelin – Xhaka – Iwobi

Giroud – Welbeck

Bekkur: Ospina, Gabriel, Gibbs, Ramsey, Lucas Perez, Walcott, Sanchez.

Mér sýnist þetta vera 4-4-2 hjá þeim með Welbeck í vinnunni í kringum mann sem heldur bolta frammi. Welbeck og Giroud eru einnig báðir hættulegir í teignum, sem er ekki tilviljun í dag held ég.

Þetta verður hörkuleikur. Koma svo!

YNWA

63 Comments

  1. Eins gott að menn rífi sig í gang eftir ömurlegan leik seinast.
    Gríðarlega mikilvægur leikur sem má alls ekki tapast.

  2. Sammála KAR, myndi banka mjög fast hjá stjóranum ef ég væri Moreno eða Origi. Því miður eru ekki nægjanlega margir aðrir sem gera tilkall til þess.

  3. Sama byrjunarlið og er búið að skit tapa síðustu leikjum.Klopp er búin að missa það.Og eftir leikinn eigum við eftir að væla yfir sömu hlutunum.Can winjaldin og mingolet sucka.Milner er ekki bakvörður.Firminho á að fara á bekkinn og sturidge á ad byrja.

  4. Ég er bara frekar fúll yfir þessu byrjunarliði, verð að segja það. Það má lesa ákveðna hluti úr þessu:

    1: Klopp segir í haust að hópurinn sé nógu sterkur og notar svo bara 16 manns eða svo af honum. Var hann að ljúga í haust eða breyttist skoðun hans þegar leið á veturinn?

    2: Lucas er sá eini sem víkur eftir Leicester. Var þetta þá allt honum að kenna? Því ég er stórkostlega ósammála ef það er málið.

    3: Trú Klopp á Origi er greinilega ekki mikil. Ég hef minni áhyggjur af ungu strákunum og ég veit að Moreno er nær pottþétt farinn í sumar en Origi á enn að vera í plönum stjórans. Firmino skoraði tvö í seinni hálfleik gegn Swansea í janúar en hefur annars ekki skorað mark með liðinu síðan 27. desember. Það eru tveir og hálfur mánuður sem hann hefur verið meira og minna ömurlegur. Og samt fær Origi ekki séns? Skil ekkert.

    Vonandi vinnum við í kvöld. Annars er ég ekki að fara að klóra mér neitt minna í hausnum yfir þessu næstu daga …

  5. Er Wenger að fara beita skyndisóknum og skalla boltum? Kannski skiljanlegt m.v. okkar frammistöðu geng liðum sem spila þannig…

  6. hann hefði ekki gert þetta á beknum 🙂

    en altaf gaman að sjá að þegar Liverpool tapar og einhverjir eiga ekki góðan leik, þá á að selja þennan og reka þennan og hinn….
    t.d er milner búinn að vera einn besti vinstribakvörður í deildini í vetur…. endilga hendum honum 🙂

    en 1-0 og go Liverpool 😉

  7. Þegar ég las upphitunar og sá að steini sagði að Firmino væri með 3 mörk í síðustu 18 leikjum þá grunaði mig að hann setti hann í dag en var samt alveg sammála með að henda honum á bekkinn..

    En núna er bara að halda áfram. Fleiri mörk takk

  8. Firmino er alls ekki ömurlegur leikmaður,en sem fremsti maður liðsins þá eru 3 mörk í 18 leikjum alls ekki nógu gott. En hann er að eiga flottan leik fram að þessu,sem er bara hið besta mál.

    Annars er LFC að tæta þetta Arsenal lið í sig…

  9. Frábær fyrrihálfleikur og af hverju í ósköpunum getur þetta lið ekki mætt í alla leiki.
    Það býr svo mikið í þessu liði að það gerir mann bara reiðari að sjá hvað þeir eru góðir á móti toppliðum því að hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar en hausin skilar sér ekki alltaf í alla leiki.

  10. Vilja menn virkilega fá slappan Moreno í liðið ?
    Ekki ég aldrei!

    Áfram Liverpool !!

  11. Vilja menn virkilega fá slappan Móral reno í liðið ?
    Ekki ég aldrei!

    Áfram Liverpool !!

  12. Vilja menn virkilega fá slappan Móral reno í liðið ?
    Ekki ég aldrei!
    Áfram Liverpool !

  13. Hva? segja menn. Hópfer? a Burnley leikinn næstu helgi? Neee kannski ekki. Held eg þurfi a? setja i þvottavel e?a eitthva? þá.
    #helvitislittlulidin

  14. Seinasti sigurleikur sem ég sá var gegn stoke þann 27. Des. Ég missti af City sigrinum og chelsea sigrinum. Sirka þrír mánuðir síðan eg sá okkar menn vinna með mínum eigin augum í deildinni. Bið til guðs að þetta leiðinlega streak tekur á enda í dag

  15. Sælir félagar

    Ég ætlaði ekki að horfa á þennan leik en gat svo auðvitað stillt mig. Ég sé ekki eftir því. Hörku frammistaða í fyrri og Nallarnir heppnir að vera bara tveimur mörkum undir. Allir að leggja sig fram og allir að spila vel. Líka Can.Gaman gaman!!!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Klavan bindur þetta lið saman, segi það og skrifa. 🙂

    Við göngum blindir inn í leiki gegn varnarsinnuðum liðum og góðu liðin gera öll sömu mistökin gegn okkur. Þessi rússíbanareið út tímabilið verður áhugaverð.

    En flott frammistaða sem okkar menn bjóða uppá í dag.

  17. Lallana, Wijnaldum og Can hafa hertekið miðjuna og þá er allt miklu léttara fyrir alla aðra. Greinileg skilaboð um að vinna baráttuna um miðjuna með hörku fyrsta og annan bolta því aðeins þá munum við vinna leiki á Englandi. Berjast og djöflast í 90 mín. og eftirleikurinn er auðveldur.

  18. Hva? er gott vi? handþurk? Handábur?ur
    Hva? er gott vi? varaþurk? Varasalvi
    Hva? er gott vi? markaþurk? Liverpool.

    Fyrsta mark welbeck sí?an i april a si?asta ari.

  19. Hvad er gott vid handþurk? Handábur?ur
    Hvad er gott vid varaþurk? Varasalvi
    Hvad er gott vid markaþurk? Liverpool.

    Fyrsta mark welbeck sí?an i april a si?asta ari.

  20. Vinnum bara stórlið. Það þýðir að ef við komumst í meistaradeildina þá vinnum við hana. Ekki flókið. Ef leikurinn væri gegn Sunderland þá hefðum við tapað 0-2

  21. Bara ef að við hefðum unnið Leicester þá væri annað sæti okkar í dag!
    En frábær sigur hjá okkar mönnum og cl sætið er ennþá í fullu fjöri.

    YNWA

  22. Liverpool is like a box of chocolates. You never know what you’re gonna get.

    Maður svífur á skýi þangað til Burnley skýtur mann niður um næstu helgi.

  23. Jæja þá er þetta komið það er hægt að sækja helvítis dolluna

  24. Sælir félagar

    Ekki hægt annað en vera sáttur við þennan leik. Af hverju liðið spilar ekki svona á móti “minni” liðunum er óskiljanlegt. Sóknarþungi Liverpool var gífurlegur í þessum leik og þó Nallarnir kæmust aðeins inn í leikinn um miðjan seinni þá var þetta einhvern veginn aldrei í hættu. Allir stóðu sig mjög vel frá markmanni til fremsta manns.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Hvar var þetta lið á móti Leicester eða Swansea eða öðrum neðri deildar liðum sem að þeir skítapa alltaf á móti.

    getur einhver sagt mér það?

  26. Glæsilegur sigur!! en skulum gera okkur grein fyrir því að næsta lið sem við spilum við mun ekki reyna spila gegn okkur heldur pakka öllum í vörn á teiginn og beita skyndisóknum vonandi fer Klopparinn að finna einhver svör við því

  27. Það er rannsóknarefni að þetta Liverpool lið skuli bara til leiks gegn “stóru” liðunum!!

    Risa.. risa .. risa.. risa.. Sigur. Neikvæðnin í kringum liðið hefði náð nýjum hæðum ef úrslitin hefðu verið önnur!!

    Eitt er víst…. EKKI … EKKI lesa of mikið í þennan sigur! Enga ofurbjartsýni og engar yfirlýsingar! Þetta er allt saman kususkítur nema nú komi áframhaldandi stigasöfnun!

    YNWA

  28. Vorkenni Steinn.

    Var með spenna rétta þar tíu Winaldum skoraði….. en Takk

  29. Typiskt fyrir Klopp að vinna stóru liðin og steinliggja svo fyrir þeim smærri. Þar vantar plan B.

  30. Gunnar nr.40

    Liverpool væri alveg með sama syndrom í Meistaradeildinni, myndum rúlla yfir Barcelon/Real Madrid/Bayern en skíta svo gegn Dynamo Kiev eða Feyenoord í næsta leik.

    Sad but true. Býst við tapi gegn Burnley í næsta leik. Yo-Yo-ið heldur áfram að skoppa.

  31. Frábær sigur og gleðjumst félagar yfir því. Við erum með góðan árangur gegn stóru liðunum en höfum verið að tapa fyrir þeim slakari. Veit ekki hvort mér liði eitthvað betur ef þetta væri akkúrat öfugt 🙂
    YNWA

  32. Liverpool minnir mig á golfsveifluna mína…of oft í úti en ógeðslega gaman þegar hún er inni…

  33. Flottur sigur. Djöfull skilur maður að Arsenal menn séu komnir með nóg. Virtust alveg þurrir. En þrjú góð stig sem must var að taka. We need to win the rest!

  34. Mér finnst eins og sumir eru alltaf að væla yfir sömu hlutunum og skilja ekki svörinn.
    Spurt er í c.a 1003 skiptið á þessari síðu af hverju spila þeir ekki svona gegn minni liðunum?

    Svar í 46 skiptið: Af því að minni liðinn spila ekki svona á móti okkur. Liverpool eru frábærir gegn liðum sem vilja halda bolta, vilja sækja og fara með marga fram gegn okkur. Þá virkar pressan, þá vinnum við boltan á hættulegum stöðum, þá fá snillingarnir okkar frami pláss til að hlaupa í (og þá sérstaklega bakvið varnarlínu andstæðinga).

    Gegn minniliðum þá er pakkað gegn okkur. Pressan hefur lítið að segja af því að lið vilja ekki reyna að spila mikið heldur bara dúndra fram og stinga innfyrir(hæga varnarlínu liverpool). Ekkert pláss fyrir snillingana okkar(Firminho, Coutinho, Lallana, Mane) og engin hætti í fyrirgjöfum hjá okkur eða föstum leikatriðum.

    Maður er ekkert stressaður fyrir Arsenal leik heldur er Burnley meiri fyrirstaða enda höfum við ekki fundið lausnir gangvart pökkunarliðum.

    Annars var þetta frábær sigur í dag. Menn að leggja sig fram, spilamennskan mjög góð(samt ekki okkar besti leikur) og flott að liðið gaf fá færi á sig á þessum 90 mín( mann eftir skalla og svo markinu).

  35. Flott leikur.

    Heyrði þennan hjá einum hörðum Púlara. ” Liverpool er eins og Hrói Höttur, tekur frá þeim ríku og gefur þeim fátæku”

    Nokkuð til í þessu.

  36. Brynjar #51 Alls ekki stofna Topp 6 deild… við getum ekkert gegn bottom 6 !!

  37. Frabær sigur! Virkilega gott fyrir sálarlífið… Hvað gerist á móti miðjumoðsliðinu Burnley? Ég spái stórsigri, 4-0.

  38. Víst bakka “litlu liðin” á móti Liverpool en Arsenal gerði það líka til að byrja með. Svo virðist sem þetta sé meira andlegt heldur en eitthvað taktískt.

    Annars flottur leikur. Efast ekki um að brassarnir fari að spila betur með hækkandi hitastigi og betri völlum. Það að fara kalla eftir Moreno í stað Millner ber vott um örvæntingu. Þó svo Millner er ekki heimsklassa bakvörður þá hefur hann einfaldlega miklu meira football IQ en Moreno.

    Eitt af vandamálunum við Liverpool á móti liðum sem liggja djúpt er að Liverpool hefur engan franávið sem getur unnið bolta í loftinu. Sem þýðir að við höfum ekki leikmann sem getur skorað með skalla eða unnið boltann eftir fyrirgjafir. Önnur tooplið hafa leikmenn eins og Costa, Zlatan, Giroud og Kanell sem geta barist í boxinu á móti liðum sem liggja djúpt.

    En hið jákvæða er að við erum í þriðja sæti þrátt fyrir allt. Jafnvel enn fyrir ofan og við lið sem halda var vatni yfir spilamennsku sinni.

  39. Þið eruð gullfiskar, við erum með flott lið. Er hættur nenna kíkja hérna inná eftir tapleiki. Klopp er maðurinn og Lucas Leiva er Kóngurinn í liverpool. Styðjið nú við bakið á mönnum restina af seasoninu líka þegar móti blæs! Spáum svo í uppfærslum í sumar! YNWA

Bikarúrslit?

Liverpool 3-1 Arsenal [Skýrsla]