Podcast – Allir í búning með Mané á bakinu

Eftir ebólu janúar og Hull hamfarir í kjölfarið var sigur á Tottenham gríðarlega mikilvægur á allan hátt og hressti heldur betur lund Liverpool manna. Þetta var krufið í þessum þætti með vangaveltum í kringum það. Herferðin gegn Emre Can hélt áfram með heldur betur óvæntu twisti og margt fleira. Létt yfir mönnum enda tilefni til.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Viðmælendur: SSteinn, Magnús og Sveinn Waage.

MP3: Þáttur 140

6 Comments

  1. Takk fyrir mig.

    Hahaha á Barca og Arsa i CL… Örugglega hiti og sviti í svefnpokunum hans Wengers.

  2. Ég hef það fyrir viðmið sem Liverpool aðdáandi að gera ekki grín að öðrum liðum sem eru í keppnum sem Liverpool kemst ekki í. Alveg sama þótt að þau séu að drulla á sig 😉

    Ég trúi því samt að á næsta tímabili mun ég hafa rétt á að skjóta léttum skotum því að ég hef trú á að okkar menn verði í meistaradeildinni 🙂

  3. Mér finnst það nú athyglisvert hvað Bayern Munchen með Alonso 35 ára sem primusmotor á miðjunni skuli vera svona miklu betra en Arsenal og þá sennilega líka miklu betri en Liverpool.
    Það sem ég er að reyna að segja er að ég held að Liverpool sé komið svo langt aftur úr liðum eins og Bayren, P.S.G og Real Madrid að það verði vart í mínu lífi sem maður getur reiknað með að það verði komið á sama stað og þessi lið aftur.
    Við eru með Klopp sem mun koma okkur áleiðis en ég held samt ekki alla leið nema það komi til peningar og það miklir peningar og það skeður ekki með núverandi eigendum.
    Ég held að við verðum að flest okkar að fara í raunveruleikatékk þegar kemur að kröfum til liðsins. En það er svo sem ekkert slæmt við að vera stuðningsmaður miðlungs liðs.Við skulum bara ekki vorkenna sjálfum okkur þegar illa gengur af því að til þess að komast á efsta tindinn í fótboltanum þarf bestu leikmennina sem munu ekki koma til okkar af því að aurarnir til að kaupa þá eru ekki til.
    En Alonso er enþá ógeðlega góður !!!!

  4. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og umræður. Ég styð Einar Matthías og Klopp í því að Can á eftir að verða magnaður leikmaður og það sem menn gleymdu í umræðunum um hann og leikinn var að Klopp sendi hann inná til að loka leiknum endanlega. Það gera menn ekki gegn liðum eins og Tottenham, sem geta klárað leiki á núll einni, nema eitthvað sé í þá spunnið.

    Það sem Tommi#3 segir um Arsenal og afleiðu hans þar um að við séum langt á eftir þessum liðum þá má benda á það að þegar besti maður Nallanna var fór útaf meiddu þá riðlaðist vörnin og BM gekk á lagið. Fram að því héldu Arsenal menn haus og áttu sín móment í leiknum. Það sem ég er að meina er að við erum á okkar besta degi alveg jafnokar þessara liða og höfum enda unnið Arsenal reglulega undanfarið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Jújú alveg réttmætur punktur að hlæja ekki að þessum liðum þegar við förum ekki oft í CL en þetta var samt svona hahhaha-kvöld. Burt séð frá öllu.

    Ég hef nettar áhyggjur af því að enska deildin fari að missa sæti í þessum evrópukeppnum, í kvöld eru t.d. spurs í vondum málum á móti liði sem er í 8.sæti í belgísku deildinni. Svo má alveg búast við því að manjhú detti út í þessari umferð enda er það opinber skoðun fýlupúkans að þessi evrópukeppni er honum til trafala.

    Mjög magnað með Alonso, sammála því. Ég hefði svo viljað fá hann tilbaka fyrir tveimur árum þegar það var í umræðunni. Heimsklassa leikmaður og einn af mínum all time favourite.

  6. Thja dóttir mín sem er 11 ára og fanatískur Liverpool aðdáandi…. ( Ég sver það að ég átti engann þátt í því…. hóst hóst) að hún vildi fá nr 11 Firmino á búninginn sinn…. og að sjálfsögðu sagði pabbinn já…

Molar á mánudegi

Gæti Liverpool unnið deildina með Firmino sem “níu”?