Að duga eða drepast

Á ég að vera spenntur eða kvíðinn? Á ég að skrifa þetta upp sem hádramatíska pepp ræðu eða ætti ég að flytja hér afar sorglegan útfararsálm? Í hreinskilni sagt stend ég alveg á gati hérna. Það er stórleikur á laugardaginn þegar Liverpool fær Tottenham í heimsókn í alveg fáranlega mikilvægum leik fyrir þessi tvo lið og hin fjögur sem eru í kringum þá. Þessi leikur getur – og mun líklega galopna baráttuna um Meistaradeildarsætin og þessi leikur gæti líka sett áttunda fingur Chelsea á titilinn.

Fyrir mánuði síðan eða svo hefði maður iðað í skinninu, varla sofið og fjandinn hafi það blóðflæði líkamans hefði örugglega leitað eitthvað norður og niður útaf spenningi. Það er nú ekki alveg staðan í dag samt, er það nokkuð? Heilt yfir held ég að það sé ekki eins mikil spenna fyrir þessum leik og það ætti í raun og veru að vera. Þarna munu mætast, öllu jafna, tvö af skemmtilegustu liðum deildarinnar – bæði vilja reyna að sækja, bæði geta verið afar klók í skipulagi sínu í stórum leikjum og bæði lið vilja spila á tánnum og pressa. Á pappír ætti þetta að geta orðið frábær leikur, frábær auglýsing fyrir liðin tvö og ensku deildina.

Maður ætti því að vera yfir sig spenntur fyrir þessum leik, ekki satt? Þegar uppi er staðið þá virðist meira benda til þess að við vinnum eða náum allavega í stig í þessum leik frekar en gegn botnliðunum svo ætti maður þá ekki bara að vera nokkuð bjartsýnn?

Æ, ég veit ekki. Það er hrikalega erfitt að ætla að vera eitthvað upp gíraður fyrir þennan leik og síðustu daga hef ég mikið velt fyrir mér hvernig ég ætti að nálgast þessa upphitun, hvaða leið ég ætlaði að fara og hvernig ég ætlaði að nálgast það en hér sit ég og hreinlega veit það ekki enn þá!

Það er einstaklega erfitt að vera Liverpool og koma inn í þennan leik og ekki búnir að vinna deildarleik á árinu 2017, náð í tvö mjög góð jafntefli við keppinauta og erum í alveg nokkuð ágætri stöðu þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum enn í miðjum pakkanum í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum en þegar flautað verður til leiks seinni part laugardags gæti staðan hins vegar orðið – og verður líklega – sú að Liverpool muni sitja í sjötta sæti deildarinnar, þá með leik til góða en það sannar vel hvað liðið hefur klúðrað sínum málum síðustu vikur.

Fjögur stig skilja að Liverpool og Tottenham þessa stundina, það er í sjálfu sér ekki neitt en tap á laugardaginn og við endum sjö stigum á eftir þeim og þá hugsanlega 2-6 stigum á eftir Arsenal, Man Utd og Man City takist þeim að klára sín verkefni – sem er nú þó ekki sjálfgefið þessa dagana en staðan er þó klárlega sú að Liverpool þarf bara að klára sitt og vera ekkert að treysta á mistök hjá hinum.

Tottenham eru í fínum málum í deildinni þessa dagana en líkt og hin liðin í þessari baráttu eru þeir ekkert alltaf sannfærandi í hverjum leik og hafa alveg klárlega sína veikleika. Í síðasta mánuði unnu þeir mjög sannfærandi og góðan sigur á Chelsea og voru svo nokkuð heppnir að sleppa með jafntefli gegn City en sterkt hjá þeim að næla í stigin gegn þessum liðum – þess á milli vinna þeir stóran sigur á Watford og WBA, gera markalaust jafntefli gegn Sunderland og vinna Middlesborough á vítaspyrnumarki. Það getur veirð afar erfitt að lesa í þetta lið stundum.

Pochettino hefur gert frábæra hluti með þetta lið og þeir eru feykilega öflugir til baka – annað en okkar menn! Þeir hafa þó orðið fyrir smá blóðtöku en Jan Vertonghen og Danny Rose eru meiddir og verða að ég held alveg örugglega ekki með og þeir hafa verið í stórum hlutverkum fyrir þá í vetur. Toby Alderweireld meiddist eitthvað eða var eitthvað tæpur um daginn að mig minnir en man ekki til þess að hann ætti að vera frá í þessum leik. Það að Vertonghen og Rose vanti truflar þá vonandi eitthvað – en eins og sást í síðasta deildarleik þessara liða þá er bara alveg eftir því að varaskeifan eigi stórleik. Bölvaður ormurinn hann Michel Vorm!

Dejan Lovren er eitthvað tæpur fyrir leikinn og var ekki með síðast og Lallana fékk smá hvíld á æfingu í dag því þjálfarateymið vildi ekki taka of mikinn séns með hann. Klavan ætti líklega að vera búinn að komast yfir þessa manflu sína og getur mætt aftur til leiks og líklega þá annað hvort hann eða Lucas með Matip nema Lovren sé klár. Lallana verður vonandi klár í slaginn en Lovren líklega meira spurningarmerki. Annað bara nokkuð fínt held ég.

Úff, ég veit ekki…

Hvernig á maður eiginlega að reikna með að þetta muni koma til með að fara?

Það er afar erfitt að vita hvað maður á í vændum fyrir þennan leik og munum við líklega læra afar, afar margt um þetta lið og þennan leikmannahóp í þessum leik – jafnvel Jurgen Klopp líka. Liðið hefur verið að gefa ódýr mörk, ná ekki upp taktinum í spil sitt og svona. Það er kannski ekki sanngjarnt að segja að liðið hafi spilað allar 90 mínúturnar í hverjum leik á árinu illa, það er bara ekki satt og rétt en einbeitingaleysi og vanmat – já, köllum það bara vanmat – hefur verið að kosta liðið afar dýrmæt stig og stóra sénsa til að klára leiki.

Vitiði hvað fer lang, lang, lang mest í taugarnar á mér við þetta lið síðustu vikur?

Nei, það er ekki varnarmistökin – þó þau séu afar ofarlega á þessum lista sem er óþægilega langur.

Hvernig getur lið sem skorar guð má vita hvað mörg mörk á hin ýmsu lið sem reyna allar aðferðir til að stöðva sókn Liverpool-liðsins langt framan af leiktíð ekki lengur skotið á helvítis markið? Hvernig getur lið sem er 70-80% með boltann á vallarhelmingi mótherjana nær allan tíman í öllum leikjum undanfarið ekki átt skot á markið fyrr en ágætlega er liðið á seinni hálfleikinn og við þá komnir undir? Hvernig í ósköpunum getur liðið ekki átt fleiri skot fyrir 60.mínútu gegn Hull og Swansea? HVERNIG ER ÞETTA HÆGT?!?

Þegar ég var í handbolta í gamla daga þá gerðum við stundum svona stimplunar-æfingu. Þar var stillt upp í tvö lið, annað var í vörn og hitt í sókn, svo átti annað liðið að stimpla til að koma vörninni á hreyfingu og það átti ekkert að skjóta, bara leggja boltann á línuna þegar glufan opnaðist eða eitthvað. Þetta minnir mig óþægilega mikið á sóknarleikinn sem liðið hefur verið að sýna undanfarið. Spil fyrir utan teig, sendingin kemur inn í teig, fer á annan mann inn í teignum, aftur út úr teignum, aftur inn í teiginn, aftur á annan mann í teignum… zZzZz… svo skítur Coutinho yfir! Nei, þetta var viljandi skrifað “skítur” ekki “skýtur” því skotin hafa bara einfaldlega verið það léleg!

Þetta er að verða svolítið langt hjá mér svo ég ætla aðeins að stikla á stóru með þetta enda gæti ég örugglega skrifað um þetta í tíu mínútur en Firmino er frábær og einn mikilvægasti hlekkurinn í okkar sóknarleik, það má þó alveg setja ákveðin spurningarmerki um hann í þessum leikjum sem spilast eins og handboltaleikir á eitt mark. Hann er kannski ekki alveg nógu mikið “flat track bully” í sínum leik til að vera sá sem klárar þessa leiki en hann er fullkominn í leiki gegn liðum eins og Tottenham – sama má líklega segja um þá Wijnaldum og Can sem eru oftar en ekki frábærir í þeim leikjum en eiga það til að skilja eftir sig eitthvað ábótavant úr öðrum gerðum leikja. Þeir munu allir byrja á laugardaginn held ég og ættu að mínu mati að gera það.

Það kitlar svolítið og manni langar svolítið til að Klopp taki eitthvað svaka yfirlýsingaríkt val á þessu liðsvali sínu fyrir leikinn en ég reikna ekki endilega með því. Mignolet átti mjög stórt klúður sem kostaði markið sem eiginlega kláraði leikinn í síðustu umferð og kæmi mér ekki á óvart ef Karius fái tækifærið núna, það væri líklega bara nokkuð sanngjarnt líka.

Annað er líklega bara nokkuð straight forward hugsa ég. Kannski Coutinho, sem hefur verið ryðgaður undanfarið færi á bekkinn ef Lallana verður með og Wijnaldum og Can verða á miðjunni og Lallana, Firmino og Mane frammi en sé Lallana ekki klár verður þetta bara augljóslega eins bara Coutinho fyrir Lallana.

Spáum þessu bara svona:

Karius

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Can – Henderson – Wijnaldum

Mané – Firmino – Coutinho

Fínt lið og ætti alveg að geta klárað þennan leik ef menn eru með hausinn rétt stilltan. Klopp gaf leikmönnum smá frí eftir leikinn gegn Hull og vonandi koma menn vel endurnærður og ólmir í að snúa taflinu við og halda sér enn í miðri barátunni. Nú munum við fá að sjá hvort þetta Liverpool-lið hafi það sem þarf til að klára það sem þeir hófu. Eru þetta menn eða mýs?

31 Comments

  1. The only way is up. 3 punktar og þrjú mörk takk, annars er ég farinn í sumarfrí.

  2. Sælir félagar

    Ég vil Lallana inn fyrir Can en að öðru leyti sáttur við uppstillinguna. Þessi leikur verður að vinnast annars fer ég í sumarfrí eins og Kristófer. Það þýðir auðvitað ekkert að segja svona. Maður getur aldrei látið vera að fylgjast með og ergja sig eða gleðjast eftir atvikum. Spái 4 – 2 í hröðum og skemmtilegum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Ef Liverpool tapar þessum leik þá er ég formlega hættur að horfa á leiki með þeim og fer frekar að horfa á ÍNN eða Omega.

  4. #Robbi, betri lausn er að veðja á Tottenham…þá vinnuru sama hvernig fer.

  5. Af hverju byrjar allaf Firmino þegar hann er búinn að gera uppá bak í síðustu leikjum??

  6. Ef við töpum þessum leik þá er ég hættur að … ýmislegt svosem en ég hætti aldrei að fylgjast með og styðja mína menn.
    Ég get leikandi verið gullfiskur og gírað mig upp fyrir hvern leik.
    Og það mun ég gera fyrir þessa lykilbaráttu á morgun.
    Vonandi eru snillingarnir okkar sama sinnis, úthvïldir eftir day off og vonandi verður Anfield á sjóðandi útopnu.
    Tottenham mun aldrei lifa það af.

    Vonandi 🙂

    YNWA

  7. Nr4
    Þegar illa gengur á að maður að styðja liðið sem aldrei fyrr.
    Þó það sé erfitt.

  8. Ekki dettur mér í hug að hætta að fylgjast með Liverpool þótt að þeir myndu tapa 0-5 á morgun.
    Að fara í gegnum erfiðarstundir með Liverpool er nákvæmlega það sem það segjir. Það er drullu erfitt og lætur manni ekki líða vel en það gerir góðu stundirnar bara skemmtilegri.
    Ekki tók maður pásu þegar Sounes var að láta liðið hrapa, Hodgson var með liðið í algjöri drullu eða þegar Rodgers var kominn með liðið í reitarbolta án sóknarleik og varnarleik. Því að ef maður tekur pásu þegar illa gengur þá finnst manni það helvíti hart að mega mæta bara til leiks þegar vel gengur og kalla sig sannan stuðningsmann.
    Það má vera ósáttur, það má vera fúll, það má gagnrína stjóran, eigendur, leikmenn og jafnvel stuðningsmenn en maður gefst ekki upp sem stuðningsmaður.

    Ég spái hörkuleik á morgum. Okkar menn munu selja sig dýrt en Tottenham er eins og Chelsea light. Þeir eru ekki eins góðir en gefa fá færi á sér og eru duglegir að nýta sér misstök andstæðingana. Ég hef trú á að okkar menn vinni leikinn en jafntefli kæmi mér ekkert á óvart.

    YNWA – í blíðu og stríðu.

  9. þessi pistill fyrir leikinn lýsir nákvæmlega minni líðan fyrir leik … það er nákvæmlega ekkert til festa reiður á hvernig eða hvaða lið mætir til leiks. Undanfarnir leikir hafa verið martraðar útgáfa af Deja Vu – óhugguleg endurtekning þar sem er hægt að segja mjög flótlega eftir að leikur hefur verið flautaður á að þetta verði nákvæmlega sama tradegian og síðast og þarsíðast. Ég ætla mæta með opið hjarta og horfa á fyrstu 10 mínúturnar á morgun og líklega fer ég svo og tékka öðru hvoru á símanum til að sjá þetta fara eins og áður. En komið mér á óvart núna …. þetta er Klopp … þetta eru frábærir einstaklingar þarna inn á milli og geta svo miklu meira en þeir hafa verið að sýna … komið í flæði og verið enn í flæði þegar leikurinn verður flautaður af – PLÍÍÍÍS

  10. Alltaf gaman að lesa pistlana ykkar…en guð minn góður manstu ekki hvað Karius er búinn að vera lélegur…líka í bikarleikjunum…áfram Mignolet!

  11. Lítið sjálfstraust verður okkur að falli á laugardaginn og það er bara einfaldlega betra jafnvægi í liði Spurs.

  12. vinnum 3-0 og förum aftur af stað. Lallana inn fyrir Can þá er ég sáttur 🙂

  13. Lallana inn eða eitthvað allt annað fyrir Can er ég hjartanlega sammála um og líka má Coutinho fara útaf í háflleik fyrir Sturridge ef hann er ekki enn tilbúinn í verkefnið !
    koma svo vinna þetta má ver tæpt ef það er barátta í 90 mín +.

  14. Já….það er ekkert annað. Flott upphitun en ég verð að vera ósammála því að Can og Wijnaldum eigi að byrja þennan leik.
    Can er í gríðarlega miklu uppáhaldi hjá mér en hann hefur alls ekki verð að finna sig í seinustu leikjum. Mér persónulega finnst ekki hægt að segja “hann er góður bara gegn stóru liðinum, þess vegna á hann að vera inni.” Ef að menn eru lélegir gegn Hull, Wolfes, Swansea og Sunderland en góðir gegn Chelsea, þá áttu bara að fara á bekkinn. Klárt mál! Koma hausnum í lag og aðeins blása.

    Eins og menn hafa verið að segja hér að ofan þá vill maður Lallana þarna inn fyrir Can en ég væri líka til í að sjá Sturridge koma þarna inn (helst Lallana líka en ég veit ekki hver ætti að fara út fyrir hann). Spurning samt að “eiga hann inni”, eins langt og það hefur verið að ná undanfarið.

    Ég spái skemmtilegum leik þar sem bæði lið sækja á fullu, verður spurning um dagsform varnarmanna held ég. Lovren verður að vera með….ég get ekki Klavan þarna. Væri meira til í að sjá Gomez með Matip ef Lovren er ekki klár.

    Segjum að þessi leikur endi 3-2 fyrir okkar mönnum. Mané (2) og Studge (1) þegar að hann kemur inná. Kane og Alli skora fyrir Spurs.

    YNWA – In Klopp we trust!

  15. Bara ekki Matip og Lucas í vörninni, frekar myndi ég vilja fá Joe Gomes með Matip ef að Lovren er out.

    ……………….Sturridge…………….
    Coutinho…..Firmino……Mane
    ……Henderson…..Winjaldum

  16. Heyr heyr #10

    Ég er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool frá því ég var 6 ára gamall og man óljóst eftir deildartitlunum eftir að ég byrjaði að halda með liðinu. Ég get tekið undir með mönnum hérna að auðvitað verður maður pirraður yfir þessu þegar illa gengur en það er órjúfanlegur hluti af þessu. Þetta er ekki sigling um lygnan sjó, heldur er þetta ferð þar sem við förum upp og niður öldudali. Þegar illa gengur stekk ég ekki frá borði heldur held ég mig fast í og hangi um borð í skipinu. Það pirrar mig aðeins þegar menn drulla yfir leikmenn hérna trekk í trekk. Auðvitað á maður að gera kröfur en við verðum að vera raunsæir.

    Varðandi þessa siglingalíkingu mína þá reyndar sá ég á twitter þar sem einhver var að lýsa því að halda með Liverpool við það að horfa á Titanic og vonast til þess að báturinn sökkvi ekki. Ég held áfram að horfa á þetta fagra fley á siglingunni og vonast eftir farsælum endi.

    YNWA

  17. Þetta verður fróðlegur leikur. Ómögulegt að segja til um hvernig hann myn spilast. Bæði lið þurfa að sigra. Sem er gott fyrir Liverpool. Er samt mjög hræddur um að það sé komin uppgjöf i leikmenn Liverpool, eitthvað sem eg sé ekki hjá Tottenham. Ættla að skjóta á 1-1 jafntefli í kaflaskiptum leik. Origi með markið.

    Áfram Liverpool!!!

  18. Seldum við Lazar Markovic? Hvernig samningur var þetta þegar hann fór til Hull?

  19. Mér lýst ílla á þetta ef Klopp ætli ekki að breyta aðeins um stíl.. Ekkert plan B og fl.. hann hlýtur samt að breyta einhverjum áherslum. Erum að tapa á skyndisóknum, ætli hann sé með rétt gleraugu ?

  20. #21 “Jafntefli væru frábær úrslit”

    Í alvörunni, er þetta metnaður stuðningsmanna fyrir hönd okkar liðs?

    Kannski ósköp skiljanlegt í ljósi þess hvernig liðið er búið að spila undanfarna tvo mánuði. En come on jafntefli væru skelfileg úrslit og líkurnar á topp4 myndu minna verulega.

    Það reynir rosalega á Klopp núna. Sjálfstraust liðsins er í molum og hann þarf að finna leið til að rífa leikmennina upp á rasshárunum og láta þá fara að spila fótbolta aftur. Það verður erfitt en engan veginn ómögulegt.

    Er sammála liðsuppsstillingu fyrir utan að ég vil ekki sjá Can nálægt byrjunarliðinu. Can er efnilegur leikmaður og á eftir að verða góður leikmaður þegar fram í sækir. Hann er bara í gríðalegri lægð um þessar mundir og honum er enginn greiður gerður með því að vera í byrjunarliðinu.

    Vona það besta en býst við hinu vesta. Eigum við ekki að segja 3 – 2 fyrir Liverpool. Jebb, mikil óskhyggja hér frekar en annað.

  21. Ég tek undir með Magnúsi, eins og formið hefur verði á okkar mönnum í undaförnum leikjum mundi maður vera nokkuð sáttur við jafntefli, en að sjáfsögðu vill maður sigur, og ef þeir finna taktinn aftur, þá vinna þeir, áfram Liverpool.

  22. Mjög góð skýrsla sem lýsir vel hvernig okkur líður með þetta allt saman. Maður er dofinn af því þetta hefur þróast svona en ef við hefðum byrjað tímabilið svona og værum búnir að rífa okkur upp síðustu mánuði að þá væri hausinn á manni léttari.

    Verðum að fokkings vinna þennan leik! Við bara verðum!!

    Spái 1-0 með marki frá Milner, úr víti.

  23. æi, er þetta ekki æðisleg byrjun á laugardeginum. Arsenal vinnur öruggan sigur á hinu frábæra liði Hull og Júnæted eru komnir yfir á móti Watford eftir að hafa átt c.a. 20 dauðfæri áður en þeir skoruðu.

  24. #26 ætti það þá ekki að vera ágætis motivation fyrir okkar menn að komast aftur yfir United í dag? 🙂

  25. Hvað er i gangi, Lucas i vörninni. A bara að henda hvíta handklæðinu inn a völlinn strax. Djöfulsins ástand er þetta hjá klúbbnum að þurfa að nota þennan lucas ennþá

Podcast – Er hægt að kaupa klaka í Hveragerði?

Liverpool – Tottenham 2-0 (leik lokið)