Podcast – Er hægt að kaupa klaka í Hveragerði?

Febrúar átti að vera öðruvísi en janúar. Það fór þó ekki alveg svoleiðis. Strákarnir gerðu upp tapið gegn Hull, ströndun móralsins á meðal stuðningsmanna og köfuðu djúpt ofan í það hvers vegna þetta gerist ár eftir ár hjá Liverpool. Í lokin var hitað upp fyrir Tottenham-leikinn og gerð heiðarleg tilraun til að finna jákvæðnina á ný.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Magnús.

MP3: Þáttur 139

19 Comments

  1. Dáist að ykkur.
    Gott stöff að vanda.
    Leikurinn á laugardaginn verður fróðlegur. Spurs verða að sækja til sigurs ætli þeir sér að veita Chelsea keppni. Það mun henta okkur og ég neita að trúa öðru en að okkar menn sigri. Við eigum það skilið.

    Skál þjáningabræður og systur

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt á þrautatímum. Í þættinum var aðeins tæpt á vandamáli (Maggi minnir mig) sem ég hefi verið að nefna. Það er hvað liðið á erfitt í teig andstæðinganna þar sem það vinnur varla skallaeinvígi. Þar af leiðir hafa margar skyndisóknir andstæðinganna komið eftir hornspyrnu og boltinn jafnvel endað í netinu hjá Liverpool. En allt um það, ég styð SStein í sigurvonum á móti Tottenham. Að tapa þeim leik væri verulega slæmt uppá framhaldið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Er nú ekki búinn að hlusta á þennan þátt en hló samt að fyrirsögninni, um að gera að hafa húmorinn í lagi þó að liðið okkar sé ekki að gera gott mót þessa dagana 🙂

  4. Ég held það sé brálæði að vera stöðugt að reyna það sama aftur, ég er sammála Sigurstein að spila sama liði og síðast nema Will inn fyrir Can á móti Tettenham, vegna þess að það lið kemur til með að sækja og við eigum ekki í sömu vandræðum með þannig lið sem leggja ekki rútunni.

    En á móti liði einsog Leicester, sem við mætum þar á eftir, vill ég að reynt vervði eitthvað nýtt á móti rútunni því þetta lið er bara ekki að ganga,

    td.
    Karius
    Clyne – Lowren-Matip- Moreno
    Millner-Henderson-Wijnaldum
    Lalana – Woodburn -Cutinio/Firmino

    Jafnvel bekkja bæði Cutinio og Firmino, það þarf að fá eitthvað ferst inn, skot að utan og snöggan framherja sem vill sýna sig og hefur engu að tapa, með Liverpool hjarta, þess vegna vill ég sjá Woodburn.

  5. Flott að vanda það er samt djöfullega erfitt að fá sig til að hlusta eða lesa eitthvað um liverpool þessa dagana svo svekktur er maður.

    Þessi umræða um Klopp og að skipta um nafn þar er út í hött og myndi toppa þetta fíaskó sem klúbburinn hefur gengið í gegnum þennan áratug…

  6. Flottur þáttur strákar og klakinn er klár í Bónus.
    Eftir svekkelsið móti Hull hef ég strækað á allar fótboltafréttir en lífið heldur áfram.
    Held að ef Sturridge fái 1-2 sénsa til að sanna sig í viðbót og ef það er ekki í næsta leik þá veit ég ekki hvenær. Oje gæti líka fengið innhopp en annars mikið til óbreytt lið. Áfram Klopp og ekkert kjaftæði. Spái 1-1 en vonast eftir sigri. YNWA

  7. Það er alltaf gaman að hlusta. Sérstaklega þegar menn eru ósammála. Ég hló upphátt með umræðuna með Can.

    Mér finnst magnað að FSG fær oftast frí í gagnrýni hjá ykkur. Síðan Klopp tók við hefur Liverpool 100% reynt án árangus við þessa leikmenn. Texeira, Dahoud, Zieli?ski, Chilwell, Pulisic, Dembélé og Draxler. Þetta er bara sem er alveg 100% en það er örugglega fullt annað sem maður veit ekki um. Að segja blákalt að þeir séu að styðja Klopp er einfaldlega ekki rétt. Fyrir mér er þetta klárt mál að launaþak og kaupstefna FSG er ekki að virka. Það má berja hausnum við stein og vona að við eigum Leicester ævintýri. Það gerist einu sinni á 20ára fresti og við vorum að missa af því í fyrra.

    En Tottenham er auðveldur 2-0 sigur. Við erum búnir að eiga auðvelt með þá og það verður óbreytt.

  8. Sælir og takk fyrir podcastið sem var áheyrilegt eins og venjulega.

    Langar aðeins að taka janúargluggann umræðuna aðeins lengra.

    Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig leikmannakaup fara fram. Hef m.a. lesið fleiri ævisögur leikmanna og stjóra en nokkrum manni er hollt.

    Þar koma auðvitað fram oft hugleiðingar og upplýsingar um leikmannakaup. Af því má ráða að leikmannakaup eiga sér oft mjög langan aðdraganda. Eru almennt ekkert að gerast á síðustu stundu.

    Oftar en ekki er byrjað að kanna landið þ.e. gæti viðkomandi hugsað sér að koma í ákv. klúbb eða ekki. Þetta er löngu áður en málið fer í einhvern formlegan farveg umboðsmanna og það allt. Einhver sem þekkir leikmanninn hefur þá samband við leikmanninn og málið er kannað óformlega því klúbbarnir mega ekki hafa samband beint á þessu stigi.

    Stundum fá menn nei strax og málið dautt. Og þannig sögur geta allir og þá meina ég allir framkvæmdastjórar sagt. Sem sagt menn finna alveg rétta leikmanninn, en hann vill bara ekki koma (en þá er hann kannski ekki rétti maðurinn, en það er útidúr).

    Stundum fer málið lengra og viðræður hefjast og á einhverjum punkti verður ekkert úr þeim af milljón ástæðum.

    Við Liverpoolmenn vitum að Liverpool vildi ekki borga uppsett verð fyrir Ronaldo á sínum tíma. Auðvitað eftir á hyggja var það kannski ekki góður bissness en það er nú einu sinni þannig að engin vísindi eru jafn nákvæm og eftirá vísindi.

    Eitthvað ámóta dæmi var í gangi með Dele Alli líka.

    Svo eru einhverjir leikmenn hjá okkur sem aðrir voru að spá í líka en þannig verður þetta alltaf.

    Og þá kem ég að janúarglugganum hjá okkur. Margir hafa spurt og kallað eftir því að Liverpool hefði átt að kaupa leikmenn í janúar. Ekki síst að því að liðið var að spila svo illa í síðustu leikjum.

    En ég held nefnilega að málið sé flóknara en svo. Janúarkaup hjá Klopp og co. hafa örugglega komið til skoðunar í haust, okt/nóv (ekki þar fyrir að menn eru örugglega allt árið að uppfæra databasið um leikmenn).

    Þá lék allt í lyndi, liðið að spila vel og skora eins enginn væri morgundagurinn og það án þess að nota strikerana að ráði.

    Vörnin var að vísu að leka mörkum, en án efa hafa menn verið þess vissir að það mætti laga eða þétta eitthvað.

    Og þá hafa menn komið að spurningunni, eigum við að kaupa menn í janúar?

    Svarið hefur væntanlega verið nei……..nema það komi einhver frábær kauptækifæri upp í hendurnar sem ekki er hægt að sleppa.

    Það hafa menn rökstutt þannig:

    1. Liðið er að spila vel, erum í efsta sæti eða við það.
    2. Erum bara í deildarkeppni og því lítið álag.
    3. Leggjum alla áherslu á deildina. Eigum kannski möguleika að vinna hana eða ættum allavega að geta náð inn í Meistaradeildina með óbreyttan hóp.
    4. Setjum púðrið í það og látum bikarkeppninnar mæta afgangi (breyttist kannski aðeins þegar menn stóðu frammi fyrir möguleikanum á úrslitaleika í deildarkeppninni en það er keppni sem er búinn snemma og hefði því kannski ekki breytt svo miklu með leikjaálag).
    5. Tryggjum Meistaradeildarsæti að lágmarki og þá getum við keypt og fengið betri/sterkari leikmenn í sumar.

    ERGÓ. Erum ekkert að hugsa um janúarkaup. Er ekkert sem þrýstir á það og kannski ruggar það bara bátnum að óþörfu. Erum kannski ekki fá akkúrat þann mann sem okkur langar mest í sem gæti komið í veg fyrir réttu kaupin í sumar.

    Svo þegar janúarskitan brestur á þá er sennilega of seint að kaupa alvöru og góða leikmenn og við vitum að það er undantekning en ekki regla um janúarkaupin.

  9. Gott að hafa í huga
    2015/16 8.sæti 60 stig
    2014/15 6.sæti 62 stig
    2013/14 2.sæti 84 stig
    2012/13 7.sæti 61 stig
    2011/12 8.sæti 52 stig
    2010/11 6.sæti 58 stig
    2009/10 7.sæti 63 stig

    Staðan í dag er
    5.sæti 46 stig eftir 24.leiki

    Við byrjuðum frábærlega eða eiginlega framar öllum vonum. Maður var í svo miklum vafa, Karius var meiddur og við enþá með Mignolet. Matip ekki í lagi og við áttum eiginlegan engan alvöru vinstri bakvörð.
    Liðið okkar á pappír var svona 5-6.sæti ef maður ætti að vera hreinskilinn en eins og Leicester ævintýrið sýndi þá er allt hægt í boltanum og var maður að vonast eftir meistardeildarsæti og kannski vinna einn bikar(það síðasta tekst ekki).
    Maður er búinn að halda með þessu liði svo lengi að maður nýtur þess þegar vel gengur en maður passar sig á að missa sig ekki í gleðini(enda marg oft brenndur á því) en í þessum samning er líka að fara ekki of langt niður heldur þegar illa gengur. Maður leyfir sér að vera pirraður, reiður, fúll og taka ósigrana inn á sig en ekki of lengi og maður er búinn að leyfa sér að horfa á stórumyndina.

    Hver er stóramyndinn?
    Jú við fengum eftirsóknaverðan stjóra sem ég held að flest stórlið í heiminum vildu hafa. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill, hann kemur vel fram og liðið okkar spilar sóknarknattspyrnu. Hann kom inn eins og stormsveipur á miðju tímabili og leikmenn tóku vel á móti honum og komust í tvo úrslitaleiki.
    Þarna var Klopp að vinna með lið sem hann bjó ekkert til en sá að það voru nothæfir leikmenn þarna. Hann nældi sér í nokkra leikmenn í sumar og er það eiginlega frekar leikmennn sem hann nældi ekki í sem hafa ekki verið að standa sig því að kaupinn hafa bara verið nokkuð góð.
    Mane – virkilega góð kaup við fyrstu sín. Strax orðinn lykilmaður sem við söknuðum strax þegar hann fór til Afríku.
    Matip – frír en strax okkar besti miðvörður.
    Winjaldum – Hann skilar oftast sínu og hefur skorað mikilvæg mörk(skil ekki afhverju Can er að byrja þessa dagana).
    Karius – Byrjaði ekki vel en maður afskrifar hann ekki strax.
    Klavan – er bara varamiðvörður og menn eru fljótir að gagnrína hann fyrst og fremst þegar eitthvað klikkar í vörninni en gleyma að hann hefur oft verið í liðinu þegar við höfum verið að vinna flotta sigra.

    Þetta voru svona þeir helstu.
    Klopp talaði um að okkur ber að hafa trú á liðinu að hann veit af söguni en það á ekki að bitna á leikmönum liðsins í dag hvað liðið hefur verið að gera síðustu 20 ár. Hans og þeira hlutverk er einfaldlega að standa sig í nútíðinni og Klopp líka með augun á framtíðina í leiðinni.

    Já við höfum rekist á vegg en ég get sagt ykkur það að liverpool hefur oftast en ekki undanfarinn 27 ár rekist á veggi og hefur mörgu sinnum verið erfit að fara yfir þá veggi en ég trúi því að Klopp munn læra meira á sína leikmenn, enskuúrvaldsdeildina og hann munn komast yfir þennan vegg og láta liðið okkar komast aftur í gang.
    Hann hefur talað um það að leikirnir undanfarið hafa sagt sér ýmislegt um sína leikmenn og tel ég að með því er að hann segja að hann er strax farin að hugsa um hverjir eru í hans plönum og hverjir ekki.
    Það sjá allir hvert vandamál liverpool er:
    1. Að brjóta niður varnar fyrir fram lakari liða sem pakka með 11 manna varnarpakka – Þetta er eiginlega lúxusvandamál sem ég tel að muni leysast. Þetta er pirrandi en ég hef trú á að Klopp og leikmenninir finna leið og það fljótlega.
    2. Aulamörk úr föstumleikatriðum eða eftir markmans misstök – þetta er eitthvað sem hægt er að vinna í á æfingarsvæðinu en markmans misstök eru eitthvað sem við þurfum að skoða aftur fyrir sumarað og sjá hvort að við ættum ekki að fjárfesta í nýjum markverði. Því að á meðan að markverðir Spurs, Man utd og Chelsea hafa verið að bjarga mörgum stigum eru okkar menn að kosta okkur stig og jafnvel sigra.

    Það eru auðvita fullt af fleirum vandamálum breydd, er Millner lausninn í vinstri bak? , vantar okkur ekki annan strekan varnasinnaðan miðjumann(Chelsea er að vinna mótið út af einum slíkum) o.s.frv

    En ég tel að brjóta niður varnir og klaufamörk eru það sem er að fella okkur um þessar mundir og séu eitthvað sem hægt er að bæta strax á þessu tímabili.

    Framtíð Liverpool undir Klopp tel ég vera mjög góð. Eftir að hafa farið með Kop.is á leik og upplifað stemninguna í borgini og viðhorf heimamana þá ríkir mikil bjartsýni á liðið og meiri en oft áður(ég hef farið 5 sinnum á Anfield) og tel ég að þótt að þessi skref séu erfið í dag þá held ég að við höldum þeim áfram í rétta átt og að Klopp mun gera eitthvað stórkostlegt fyrir þetta lið en það tekur smá tíma(s.s ég dæmi hann frá þeim tíma sem hann kom og var tilbúinn aðgefa honum 3-4 ár að koma okkur á mjög góðan stað en dæmi hann ekki frá 1991-20014 þegar hann var ekki á svæðinu en okkur gekki ekki of vel í deildinni flest árin)

    YNWA

  10. Það vantar bara tvo heimsklassa sóknarmenn sem eru snöggir, duglegir í hápressu og geta skorað. Svona í sama gæðaflokki og Mane. Þeir koma í sumar.

    Hvað varðar þetta season þá náum við 2-4 sæti.

    Við skulum ekki gleyma að það eru aðeins 4 stig í annað sætið og við eigum að spila við það lið á Anfield á laugardaginn.

    Róum okkur og njótum þess að vera til, YNWA.

  11. Ég er alveg sammála ykkur með nánast allt saman. Það vantar klárlega einhverj X-FActor í liðið sem verður til þess að menn halda áfram þó svo að þeir lendi 1-0 undir eða engin færi eru að fara eins og þau ættu að gera.

    Fyrir ekki svo mörgum árum voru við með menn sem gerðu líf lykilmanna andstæðinganna ömurlegt inná vellinum ef þeir voru að spila vel. Marcherano, Hamann, Sissoko, Gerrard, Lucas, Carragher og meiri að segja Flanagan!
    Þetta eru allt leikmenn sem settu tóninn í leikjum með einni harðri tæklingu eða voru alltaf að jagast í öðrum leikmönnum.
    Ég hef saknað þess að fá að sjá í seinustu leikjum, þegar að lítið er að ganga upp, menn “commit-a” sig því sem þeir eru að gera og fara af öllu afli inn í allt sem að þeim kemur. Milner fer reglulega í 50/50 boltana sem eru dauðir og neglir á móti leikmönnum en svo er það bara búið. Ekkert meira, enginn andi eða gredda.

    Ég er á báðum áttum með það hvað “vantar” inní þetta lið, hvort sem það er heimsklassa leikmaður eða leikmaður sem er á svipuðu plani og flestir okkar menn en spila 35 leiki á tímabili, hinir eru notaðir til þess að hvíla.
    Nú langar mig að spyrja tölfræði karlana hérna inni, er einhver leikmaður Liverpool í dag sem hefur spilað alla leikina 2017 (þá skulum við taka deildina einungis því bikarinn var mikið rotation). Eini sem mér dettur í hug er Milner en ég er þó ekki viss.

    Ég er auðvitað (eins og sést hér að ofan) gríðarlega svektur með gang mála hjá okkar mönnum eftir áramót en er samt að reyna að hugsa þetta öðruvísi. Ef að einhver hefði komið til mín í sumar (fyrir leiktíðina) og sagt að um áramót myndum við vera í 2 sæti rétt á eftir toppliðinu. Hefði fagnað því en sagt að það væri hæpið. Ef að sama maður hefði sagt að við myndum vera í kringum toppsætið / sætin nánast alla leiktíðina. Já takk en aftur, ólíklegt.
    Fyrir mér er þetta tímabil að spilast mun, mun, mun betur en ég átti von á fyrir leiktíðina vegna þess hvernig seinustu tímabil hafa farið. Við skulum passa okkur að detta ekki í endalaust svartnætti. Með því erum við einfaldlega að vera ósanngjarnir og frekir á það sem er verið að gera. Og að einhverjir séu að kalla eftir höfðinu á Klopp….sálfræðingur er klárlega sá einstaklingur sem þið ættuð að hitta nokkrum sinnum í viku.

    YNWA – In Klopp we trust!

  12. Sælir félagar

    Það er örugglega mikið til í því sem Hamlet#8 segir um leikmannakaupin og ég er sammála skrifum Sig. Einars#9 og Sigfinns #12. Þrátt fyrir að maður viti að þetta sem þessir ágætu drengir segja er allt bæði satt og rétt þá er það bara þannig að eftir skitu eins og á móti Hull þá verður maður algerlega trítilvitlaus og vill helst sá hausa fjúka. Það er náttla bara geðvonska og vonbrigði og það jafnar sig þegar frá líður sem betur fer.

    Það er nú þannig

    YNWA

  13. Sælir félagar

    Liverpool are reported to have stepped up their interest in Borussia Dortmund striker Pierre-Emerick Aubameyang.

    Jürgen Klopp, who worked with Aubameyang during his time at the Bundesliga club, could be reunited with the Gabon international come the beginning of next season. The German is apparently preparing to battle Manchester City boss Pep Guardiola for the star striker’s signature, with Arsenal and Real Madrid also interested in the player.

    Hvað segja menn um þetta

  14. ef við höldum áfram með tölfræði Sfinnur,
    þá hefur Chelsea notað færsta leikmenn í vetur eða 21 meðan liverpool hefur notað 23
    bara til að flækja umræðuna.

    því það fer svakalega í mig þegar við Poolarar virðumst fastir að okkar lið sé svo þreytt og jari jari….

  15. Chelsea hefur sama og ekkert misst af sínum lykilmönnum í meiðsli. Það var helst í byrjun tímabilsins að þeir voru eitthvað án þeirra manna sem nú eru orðnir lykilmenn liðsins og viti menn þeir voru að tapa stigum þá, jafnvel talað um að Conte væri strax kominn undir pressu.

    Chelsea var ekki að spila tvo deildarbikarleiki í janúar eða aukaleik í FA Cup. Allt leikir svo komu á hroðalegum tíma fyrir okkar menn og kostaði mjög mögulega stig í deildarleikjum liðsins.

    Þreyta er ein af mörgum ástæðum þess að Liverpool á í basli núna, það er búið að vera gríðarlegt leikjaálag undanfarið, liðið var mjög öflugt fram að því. Nánast allir lykilmenn Liverpool hafia meiðst á einhverju stigi tímabilsins nú þegar og oft eru það nokkrir í einu sem eru frá. Þetta hefur Chelsea nánast ekkert þurft að glíma við.

    Þar ofan er leikstíll Liverpool að ég held töluvert orkufrekari en leikstíll Chelsea (sem er auðvitað vandamál forráða manna Liverpool að leysa).

  16. Sfinnur #12 ….. þú talar um leikmenn sem voru góðir að taka stjörnurnar úr leikjum…. en ef þú spáir í það…. við erum búnir að spila við öll stóruliðin og heitustu leikmenn þeirra liða hafa ekki sést í þeim leikjum…. Pogba…Ibra….Hazard…. Costa…Aguero…. og allir þessir kallar…. engin af þeim hefur átt góðan leik á móti Liverpool

  17. Já, það er gaman þegar að menn sem skrá sig sem “f” tjá sig, maður tekur gríðarlega mikið mark á því þegar að menn koma ekki einu sinni undir nafni.

    En þetta er til #15 sem er f.
    Hvar tala ég um að menn séu þreyttir? Ég vill alls ekki meina að menn séu mikið þreyttir. Jú, auðvitað hafa verið leikir þokkalega þétt undanfarnar vikur en hafi séð hvernig fótboltamenn líta út? Það er enginn að segja mér það að þeir sem eru valdir af þjálfara séu alveg dauðþreyttir þegar að leikur byrjar.
    Ég hinsvegar tek undir með SSteini að þetta getur miklu frekar verið eitthvað andlegt. Hvort sem það sé andleg þreyta eða einfaldlega eitthvað sem er að klikka í hausunum veit ég ekki.
    Ég held allavega að menn sem æfa fótbolta líklega 12 til 14 sinnum í viku og spila 1 til 2 leiki á viku séu ekki líkamlega búnir á því. Af hverju? Því þetta er vinnan þeirra og þeir mæta í hana á hverjum degi vegna ástríðu.

    Sigkarl, ég vill ekki meina að einhverjir hausar eigi að fjúka, síður en svo. Eiginlega þver öfugt. Dangla aðeins í þessa hausa, fara með þá í gegnum sögu klúbbsins og sína þeim hvernig þetta var gert hér á árum áður.
    Motivation-ið þarf að vera til staðar gegn litlu liðunum. Tímabilið 13/14 var gott gegn litlu liðunum og það var allt Suarez að þakka. Þarna einfaldlega vissi hann að hann gæti skorað allt að 3 mörk í leik og hann var að spila fótbolta gegn þeim liðum eins og hann væri að spila úrslitaleik í CL. Ég vill trúa því að þessi leikmaður sem okkur vantar, nákvæmlega í þetta hlutverk, hafi verið alveg gríðarlega óheppinn seinustu 2 árin hjá okkar klúbb og það er Danny Ings.

    Mikið rosalega væri gott að hafa hann sem “Plan B”. Sprengikrafturinn sem hann var með, áræðnin og hraðinn….þetta hefði getað verið hans tímabil. Sorglegt hvernig fór fyrir kallinum, ég fékk sting í hjartað þegar að ég sá fréttina og var innst inni að vinast eftir því að þetta væri gömul frétt.

    En já, F – Komdu undir nafni og ræddu málin 😉

    YNWA – In Klopp we trust!

  18. Svo ég taki aðeins upp hanskann fyrir f hvað nickname-ið varðar þá er hann ekkert í feluleik þannig og með gott og gilt netfang að því er ég best veit og alveg málefnalegur þó við séum ekki sammála hérna.

    Fomið hjá okkur gefur líklega (of mikið) færi á nafnlausum ummælum, ekki að fb tenging í ummælakerfum hjálpi öðrum miðlum nokkurn skapaðan hlut.

Hull 2 Liverpool 0 [skýrsla]

Að duga eða drepast