Hull 2 Liverpool 0 [skýrsla]

Síðasta hálftíma leiksins hugsaði ég aðallega um það hvernig ég ætti að skrifa þessa skýrslu.

Ætti ég að vera faglegur, vísa í tölfræði um hversu ömurlegt þetta Liverpool-lið er orðið? Skrifa fallegar málsgreinar af stakri snilld um það hversu vonlaust það er að eyða tíma í þetta lið, ár eftir ár, og vonast eftir einhverju öðru en vonbrigðum? Eða kannski bara að setja inn YouTube-myndband af apa að pissa upp í sig og láta þar við sitja, eins og ég gerði eftir eitthvert ömurlegt tapið hérna um árið?

Í vor verða liðin 13 ár síðan við Einar Örn stofnuðum Kop.is. Síðan þá hef ég sennilega skrifað hátt í 500 leikskýrslur. Hef ekki talið þær, en þær eru margar. Allt of margar. Á þeim tíma hef ég fengið að skrifa um ótrúlegustu skitur sem hægt er að bjóða upp á innan knattspyrnuvallar, og þær hafa verið í öllum regnbogans litum.

Þetta var svona fjólublá skita. Þar sem liðið rembist og rembist en fær bara glóðarauga í staðinn. Hana, þetta verður að duga fyrir skáldlegar lýsingar á leiknum.

Ég veit í raun bara ekki hvað á að segja hérna. Þetta lið er sennilega gríðarlega ofmetið, af okkur og yfirboðurum þess hjá LFC. Það er enginn sigurvegari í þessu liði, það er enginn sem heldur haus undir pressu, það er enginn sem stígur upp og leiðir hópinn í gegnum öldudalina. Þegar á móti blæs leggjast menn bara. Það er heldur engin leiðsögn á hliðarlínunni þessar vikurnar. Sama taktíkin, sama ofurtrúin á sömu 14-16 leikmennina, sama þrjóskan í innáskiptingum. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að liðið geri nokkuð annað en þetta fram á vorið, með sömu niðurstöðum, ef enginn ætlar að stíga upp og reyna að gera eitthvað í málinu.

Þvílík andskotans sóun, að koma sér í þá stöðu sem liðið var í um áramót, og gera svo nákvæmlega ekkert, innan né utan vallar, til að spyrna við því þegar golan snerist á móti. Nú er golan orðin að fárviðri.

Fari það til helvítis, bara. Þvílík vonbrigði. Þvílík vörusvik. Þvílík tímasóun. Liverpool á þessum áratug, dömur mínar og herrar. Njótið!

YNWA

94 Comments

  1. Það var bara ein leið til að skrifa um þennan leik. Ef þessi leikskýrsla særir einhverjar tilfinningar er það ykkar vandamál. Dagurinn í dag var ekki mér að kenna.

  2. Klopp með skituna upp á hnakka. Maðurinn er glórulaus og með svona gríðarlegt sjálfsálit og ofmat á sjálfan sig og þessa pappakassa sem klæðast Liverpool treyjunni.

    Ég nenni þessu liði varla, eiga stórleik á móti toppliðunum og mæta ekki til leiks á móti hinum.

  3. Unfuckingbelievable. Djöfulsins tussur sem þetta lið getur verið.

  4. Sælir félagar

    Það sem er sárast í þessu er að maður er að missa trúna á Klopp. Hann virðist í algeru hugmyndaþroti. Það er sama uppleggið með sömu leikmönnum í öllum leikjum síðan í byrjun des. Ekkert breytist þó allir (nema Klopp) sjái að hinir stjórarnir hjá smáliðum sem öðrum eru búnir að lesa þessa einu leikaðferð sem Klopp virðist kunna niður í kjölinn. Það tók rúma þrjá mánuðir og sá eini sem skilur það ekki er stjórinn sjálfur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Guðs sé lof að við styrktum ekkert liðið í janúar, eins og sést eru þetta klárlega nægilega öflugt lið. Ég meina hver vill ekki hafa Lucas í vörninni og Mignolet fyrir aftan? Auka- og hornspyrnusérfræðinginn Milner í vinstri bakverði og miðju sem samanstendur af Henderson, Lallana og Can. Já og ég gleymdi hreinræktaða strikernum Firmino.

    Hlægilegt.

  6. Þetta var alveg með því daprasta.
    Rock bottom.
    Menn verða hálfa vikuna að skeina drullunni úr skrokknum á sér.

    Vika í næsta leik. Senda lungann úr byrjunarliðinu til Dubai strax, eingöngu strönd, sól, nudd og spa næstu 4 daga.
    Þeir eiga það ekkert skilið en það þarf að kúpla nokkra þarna út.
    Restin þarf að vera á skotæfingum þar til Klopp kemur úr úr kompunni með eitthvað plan fyrir framhaldið.

    Bjartsýnisrausið í mér er alvarlega að dofna.
    En andskotinn, við tökum Tottenham.

    YNWA

  7. Það er magnað hvernig sama liðið getur unnið Watford 6-1 fyrir 3 mánuðum síðan, og tapað svo 2-0 fyrir Hull í dag.

    Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um sjálfstraust. Það er einfaldlega við frostmark hjá liðinu. Veit ekki hvað þarf til að rífa það upp. Reyndar virtist það vera ekki svo slæmt í vikunni á móti Chelsea.

    En það þarf greinilega að finna einhverja leið til að taka á liðum sem parkera rútunni. Það þarf líka að vera hægt að skipta um plan. Kannski hefði verið gott að hafa Benteke áfram. Veit það ekki.

  8. Í fyrsta sinn í langan tíma gafst ég upp eftir 35 mín og fór út með drenginn í fótbolta. Mér var misboðið með enn einni hörmulegri spilamennskunni. Algerlega clueless. Hull, Bournemouth, Wolves, Plymouth, Swansea, Burnley, Sunderland. Hlæja öll að okkur. Spilum 10 leiki eftir áramót og vinnum einn og áttum ekki skilið gramm í viðbót. Mér finnst Klopp glórulaus þessar vikurnar sem og eigendur Liverpool. Coutinho, Henderson, Can, Milner o.fl. að spila tæpir viku eftir viku. Ekkert keypt. Ekkert selt. Ekkert gert. Alltaf það sama. Alltaf sömu mistökin. Alltaf sömu seinu skiptingarnar. Alltaf sömu markmennirnir. ÞETTA ER EKKI NÓGU GOTT!!! Ef liðið fjárfestir ekki almennilega í sumar og losar sig við battana þá verður þetta bara áfram sæti 6-10 næstu 100 árin.

  9. Ekkert jákvætt. Bara engir jákvæðir punktar til eftir þennan leik.

    Það vantar svo svakalega upp á gæðin í liðinu okkar að ekkert nema heppni, í formi mistaka dómara eða andstæðings, getur gefið okkur sigur. Það vantar gæði í staðsetningum, sendingum og skotum en það vantar sérstaklega upp á gæðin í ákvarðanatökum. Leik eftir leik.

    Svo er uppleggið og taktíkin ekki að ganga upp. Það skrifast alfarið á Klopp. Leik eftir leik.

    Það er alltaf að verða meira og meira ljóst að liðið var að spila stórkostlega yfir getu í haust – á sama tíma og helstu fjendur okkar voru að spila undir getu. Þetta sló ryki í augu okkar stuðningsmanna og olli því að við fórum að ofmeta liðið okkar og vanmeta helstu andstæðinga.

    Klopp verður að prófa eitthvað nýtt. HANN VERÐUR AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT! Liðið hans er að molna innan frá, mórallinn mun fara versnandi og sjálfstraustið fer hratt dvínandi. Liðið er að lenda í skelfilegum vítahring!

    Þrjóska er lang, lang, laaaaangversti ókostur allra knattspyrnustjóra (og stjórnenda og leiðtoga yfir höfuð). Þrjóskan fellir alla að lokum. Líka topp, toppmenn eins og Jürgen okkar Klopp.

    Það er meiriháttar krísa í gangi hjá liðinu. Miklu meiri en maður var hræddur um. Og var maður nú neikvæður fyrir. Eftir morgundaginn verðum við að öllum líkindum í 5. sæti og aðeins einu stigi frá 6. sætinu. Spilamennskan gefur svo fyrirheit um að hlutirnir fari bara versnandi.

    Megi þetta allt fara til andskotans bara.

  10. Sem betur fer horfði eg ekki a þetta! Það ætti að draga af öllum amk vikulaun. Þetta er ömurlegt en ekki svo óvænt!

  11. Coutinho ?? ofmetinn,,,,að hafa brassa í liðinu er ekki að virka..selja þá alla í sumar….þurfum menn með betri nýtingu. Hitta rammann úr 1 skoti af 40. ekki gott…og markmann ??

  12. Af hverju manni er orða vant eftir að hafa þurft að venjast svona frammistöðu í allt of langan tíma skil ég ekki, enda ekki nema í meðallagi greindur.
    En ég er ekki það heimskur að fatta ekki að mannskapurinn hjá Liverpool er langt frá því nógu góður.

    Klopp hefur nú haft tvo glugga til að styrkja liðið, en samt er Liverpool svooo langt frá því að eiga sjéns í deildina.

    Baráttan um Evrópudeildarsætið er hafin.

  13. #7 “Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um sjálfstraust”. Í alvörunni, er það eina vandamál liðsins??. Vissulega eitt af vandamálunum af því en langt í frá eina vandamálið.

    Vandamálið er ansi stórt. Vissulega er skortur á sjálfstrausti eitt af vandamálum en það er bara svo miklu, miklu, miklu meira að hjá liðinu.

    1) Skortur á gæðum.
    2) Alltof lítill leikmannahópur, eða allt of fáir sem geta talist vera með getu til að spila í úrvalsdeildinni. Max 14 leikmenn.
    3) Enginn sigurvegar í hópnum.
    4) Enginn leiðtogi í hópnum.
    5) Ekkert plan B. Klopp er algerlega cluesless hvernig á að spila á móti liðum sem pakka í vörn á móti okkur. ÖLL 19 liðin í úrvalsdeildinni er löngu búin að lesa leik okkar.

  14. Ég heimta að fá endurgreitt, það er alltaf verið að endursýna sama leikinn aftur og aftur!!!

    Erum við að fara klúðra enn einu tímabilinu út af þrjóskum stjóra? Maðurinn hlýtur að vera búinn að átta sig á að þetta kerfi gengur ekki. Öll liðin leyfa Liverpool að dúlla sér með boltann fyrir utan teig því það kemur nákvæmlega ekkert út úr því. Þessir leikmenn virðast ekki geta sent eða skotið boltanum án þess að taka amk tíu snertingar áður.

    Það er orðið verulega slæmt þegar það er orðið skemmtilegra að horfa á Sunderland spila heldur en Liverpool.

  15. Horfði ekki á leikinn. Hafði bara enga trú að Klopp væri búinn finna lausn. Amen við pistlinum!

  16. Að liverpool séu búnir að tapa 4 leikjum af 24 er kannski ekki skelfilegt á þessum tímapunkti en það sem er skelfilegt er á móti hverjum þetta er.
    Burnley á útivelli 2-0 þar sem fyrsti 11 manna pakkinn stóð fyrir framan okkur.
    Bourmouth á útivelli 4-3 ég skil ekki enþá hvernig hægt var að tapa þessum leik 3-1 yfir.
    Swansea á heimavelli 2-3 hvaða bull var þessi leikur. Náðum að jafna og allt með okkur en töpum samt.
    Hull 0-2 á útivelli þetta snýst um úrslit ekki að vinna alla tölfræðiþætti nema þann eina sem skiptir máli(s.s úrslitinn).

    Þetta eru leikirnir sem okkar lið hefur tapað í vetur og er það 11 manna varnarpakkinn sem Klopp og félgar hafa ekki fundið lausn á. Ég er núna ekki það heilalaus að fara á Klopp út vagnin því ég hef 100% trú á þessum stjóra og þeir leikmenn sem hann hefur verið að eyða mest í Mane, Winjaldum og svo hinn ókeypis Matip hafa verið góð viðbót við liðið en hann þarf samt að finna lausn á þessu og sem fyrst.
    Væntingarnar fyrir tímabilið voru að berjast um meistardeildarsæti og komast langt í bikarkeppnum og síðaramarkmiðið er úr söguni og vona ég að strákarnir komast í gang til að berjast um meistaradeildarsæti.

    Framistöðu leikmanna.
    Mignolet 4 – en og aftur að gefa ódýrt mark.
    Clyne 5 – lélegur í dag, reyndi lítið á hann varnarlega en þrátt fyrir nokkur ákjósaleg tækifæri til að koma með góða bolta inn eða vera fljótari að ákveða sig þá átti hann í vandræðum allan leikinn.
    Lucas 4 – Var ágætur í fyrihálfleik en við söknuðum þess að hafa annan stóran miðvörð og svo er maðurinn einfaldlega hægari en allt sem hægt er.
    Matip 4 – hefur verið skelfilegur frá því að hann kom aftur.
    Millner 4 – hefur verið lélegur í undanförnum leikjum og heldur því áfram. Það reynir oftast ekki á hann varnarlega og hann er lélegur sóknarlega afhverju ekki að láta bara Moreno sem getur ekki varist en er áræðin sóknarlega í liðið.
    Henderson 6 – var að reyna í þessum leik. Átti nokkrar mjög góða sendingar og átti fínt skot sem var varið glæsilega en hann verður einfaldlega að gera enþá meira fyrir okkur.
    Lallana 4- ég er líklega aðdáandi númer 1 en hann var lélegur í dag.
    Can 4 – mér finnst hann skelfilegur og að hann hafi átt lélegan leik finnst mér bara vera venjulegur Can leikur.
    Coutinho 3 – lélegasti leikur hans í Liverpool búning.
    Mane 6 – okkar besti maður í þessum leik og átti nokkrar rispur þar sem andstæðingurinn þurfti að brjóta á honum. Að vera bestur í þessum leik eftir nokkrar góðar rispur segjir meira um framistöðu liðsfélagana en að hann hafi verið eitthvað stórkostlegur.
    Firminho 4- gjörsamlega týndur í þessum leik .

    Skelfileg úrslit og hlutirnir alls ekki að falla með okkur þessa stundina en það er ekkert annað í boði en að einbeita sér að næsta leik. Maður má nefnilega ekki leyfa sér að detta alveg í skítinn eins og liðið gerði í þessu leik og svo hoppa á vagnin þegar vel gengur eins og stuðningsmaður númer 1.
    Ég er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool síðan 80s og ég hef séð stöðuna á liðinu mun verri en hún er í dag en ég geri samt þá kröfu að liðið lærir af sínum misstökum en endurtaki þau ekki trekk í trekk.

  17. Sama sagan að endurtaka sig. Nýr þjálfari sem byrjar ágætlega og lentir svo á vegg, Brendan byrjaði fínt og keypti svo Benteke í von um að eiga einn stóran og sterkan striker í svona leiki til að geta dælt inní teig, Benteke væri náttúrulega búin að skila miklu meiru en sturridge og origi til samans.
    Annars er næsta sumar stórt fyrir liverpool, ef klopp og stjórninn styrkja ekki liðið almennilega og ekki með sirka 2 góðum 5-7 meðalmönnum er sama uppá teningnum næsta tímabil.

    peningar ráða í þessu og ef okkar lið er tilbúið í þann slag verður hugsanlega gaman næsta season.

  18. Ég fann jákvæðann punkt.. það eru bara 2 leikir eftir í febrúar ?

  19. Á þessu ári munum við berjast um sæti 4-6 það held ég að sé einfaldlega raunverulegt að ætlast til ekki meira en svo. Á næsta ári munum við berjast um sæti 1-4 og árið 2018 verðum við í baráttunni um sæti 1-2. Þegar þessir ungu drengir í liðinu verða komnir á aldurinn 25-28 að þá munum við loksins sjá meiri stöðugleika. Migno þarf að selja, Karíus þarf að fá traustið eins og De gea fékk þrátt fyrir skitu á fyrsta tímabili og upp og niður á því næsta en er einn besti markmaður í heimi í dag. Af hverju halda menn að við þurfum önnur lið til að búa til leikmenn frekar en að styðja við bakið á uppbyggingunni?
    Ég er ekkert öðruvísi en aðrir Poolarar að hafa haldið með þeim frá því að ég man eftir mér og upplifað endalaus vonbrigði en samt glæsta sigra og nokkra bikara. Við erum ekki miðlungs lið og stöðug skipti á stjórum hefur ekkert gert okkur að betra liði.
    Að segja að Klopp sé FLOPP er einfaldlega ekki rétt, hver í ósköpunum á að koma í hans stað? Drullist nú niður á jörðina og hættið þessari endalausu óþolinmæði og skítkasti á liðið sem mun verða betra og betra með árunum, þurfum að trúa því. Er hægt að ætlast til eitthvaðmeira en það?

  20. Vá hvað er leiðinlegt að horfa á svona leiki, og þá meina ég þegar andstæðingurinn sendir boltann til Liverpool og svo hlaupa þeir til baka og stilla upp í handboltavörn. Það er 6 – 7 manna lína með 2 – 3 fyrir framan og einn hangir frammi. Og þetta er ekkert að gerast á 80 mín .. Nei nei þetta er strax á fyrstu mínútu. Þetta gerist leik eftir leik og nú spyr ég hvað er hægt að gera gegn svona taktík?

  21. Vel gert hjá höfundi þessa pistils en ég hafði búist við sirka einni setningu og snöggu bæ bæ.

    Það sem verulega pirrar mig er það að sjá liðið algjörlega hrynja sem lið rétt eins og þeir unnu sem lið fram að þessu. Það sýnir að það er enginn til að berja menn áfram (nema frussið í þjóðverjanum á hliðarlínunni og minnir það á nettan rigningarúða hér í UK), sem er áhyggjuefni. Við höfum byggt upp lið fullt af “softies” sem koma jafn vel greiddir af vellinum og þeir voru 95 min áður.

    Hefur liðið verið að spila langt yfir getu og það að koma í ljós núna? Mögulega. Þjálfarinn hefur haldið að sér höndum mun fastar en krakki sem vill ekki láta frá sér nammið og tekið upp kunnuglegan tón sem heyrst hafði undir fyrirrennara hans einhverjum árum áður.

    “Við kaupum ekki bara til að kaupa. Erum hættir að henda peningum bara til að henda þeim”.

    Flott! En ef trúin á þennan hóp er svona mikil þá verður eitthvað að gefa sig. Annað hvort er um ofmat á eigin leikmönnum að ræða eða það þarf að fara að kasta peningum á þetta vandamàl svo ekki eigi verr að fara (of seint þetta tímabil samt)!

    Ég hef alltaf varið Klopp og geri það áfram þar sem mér líkar hans “fílósófía” en ég ætla samt að gefa þjálfarateyminu áminningu í þetta sinn fyrir að meta stöðuna rangt. Ekki hjálpaði það að koma með einhverjar heimskulegar launahækkanir á miðju tímabili sem hefur algjörlega snúið þeim leikmönnum við og gert þá að miðlungs leikmönnum.

    Núna þarf Klopp virkilega að sanna sína getu sem þjálfari og snúa þessu við og reyna að halda Liverpool í topp 8 þetta tímabil. Ég sé ekki möguleika á topp 4, 5, 6 eða 7 hér með þetta drop í spilamennsku.

  22. hvað er annað hægt að segja um stjórann ?? leik eftir leik drullar hann upp á bak, ekkert plan B og sama skitan. Lið sitja aftur og sækja hratt og vinna????””” engin svör og bara ekkert. Stjóri sem bregst ekki við og virðist ekki vita hvernig á að bregðast við þessu = er bara ekki með þetta. Hann getur talað og talað ( röflað) en því miður sama steypan… ef hann breytir ekki í næsta leik vill ég hann burt!!! Milner á miðjuna, keyra á striker , prufa markmann nr 3 í markið,,,,,eitthvað nýtt..sakar ekki að prufa. Prufa að húðskamma menn, taka menn útaf í fyrri hálfleik, leikhléi eða eitthvað.

  23. Klopp er ekki að spila. Leikmenn verða að fara að átt sig á því að það er ekki nóg í enska boltanum að vera meira með boltann, það þarf að hitta markið og gera mörk. Það eru margir í liðinu sem eiga ekki heima þar. En Klopp með allar sínar hugmyndir verður að fara að leifa okkur að sjá þær. Við Púllarara heimtum það. Áfram Liverpool.

  24. Sælir félagar

    LFC Forever segir:
    “1) Skortur á gæðum.
    2) Alltof lítill leikmannahópur, eða allt of fáir sem geta talist vera með getu til að spila í úrvalsdeildinni. Max 14 leikmenn.
    3) Enginn sigurvegar í hópnum.
    4) Enginn leiðtogi í hópnum.
    5) Ekkert plan B. Klopp er algerlega cluesless hvernig á að spila á móti liðum sem pakka í vörn á móti okkur. ÖLL 19 liðin í úrvalsdeildinni er löngu búin að lesa leik okkar.”

    Þetta er allt satt og rétt en má bæta einhverju við? Já það má. Til dæmis er það eins og útspark hjá andstæðingunum þegar Liverpool fær hornspyrnu. Það eru teljandi á fingrum annarar handar þau tilvik sem liðið hefur unnið sóknarskalla (reyndar varnarskalla líka).

    Það þýðir einnfaldlega að liðið fær á sig skyndisókn eftir skyndisókn eftir hornspyrnur. Hvað eru andstæðingar liðsins búnir að skora mörg mörk eftir að Liverpool fær hornspyrnu? Það væri gaman ef einhver vissi það. Fyrirgjafir, aukaspyrnur og hornspyrnur eru nánast ávísun á skyndisókn og oft mark sem liðið fær á sig. Benteke hvað? Sakho hvað?

    Einhæfni gjaldþrota sóknarleiks ásamt slökum varnarleik, markvörslu og slökum mannskap er aðal ástæða þess að liðið vinnu bara ekki leik. Þessi atriði er auðvitað það sem fótbolti snýst um og því eru Klopp og félagar gjaldþrota, komnir algerlega á hausinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Því miður, í fyrsta skipti í mörg mörg ár er ég komin með ógeð á fótbolta, að horfa á Liverpool. Þið getið vælt um að alvöru stuðningsmenn styðji liðið í gegnum súrt og sætt og ég hef gert það, síðan 1973. Nú er bara nóg komið, ég er með Woy bragð í munninum, og andleysi,aðgerðarleysi og hrun liðs hef ég aldrei á ævinni horft upp á eins og síðustu 30 plús daga, það er bara eins og liðið vilji ekki skora, þora því ekki, eru bara skíthræddar skræfur þarna inná, gettum ekki varist, getum ekki skorað, getum ekki neitt. Gott hjá FSG og Klopp að sjá ekki þörfina fyrir styrkingu í janúar. FRÁBÆRT ! Ég nenni ekki að horfa lengur, andleg heilsa er í veði, fæ mér bara góðan göngutúr og svo er það bara næsta tímabil.

  26. Ég er búinn að vera neikvæður. Kallaður ýmsum nöfnum fyrir að benda á hið augljósa. En eftir svona leik bara hef ég engan áhuga að rífast við ykkur bræður eða deila við ykkur, vildi helst geta faðmað hvern einasta og deilt með ykkur bjór. Ekkert annað sem við eigum skilið í dag en smá sáluhjálp og kærleikur 🙂
    Áfram LFC

  27. Ég held að það sé kominn tími á að taka Can og Milner út úr liðinu, stilla upp í 3 manna varnar línu og spila með 2 strikera, það er ekki séns að spila sig i gegnum 6 – 3 – 1 liðum þá verða menn bara að fylla vítateginn hjá þeim af rauðum treyjum og vinna seinni boltan.

    mignolet
    Cline Matip Lovren
    Mane Henderson coutinho
    Lalana Firmino
    Sturridge Origi

  28. Bara eitt sem hægt er að segja.

    KLOPP OUT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  29. Það eru ekki mörg ár síðan þetta var svona hjá Englandi varðandi fyrirlíða

    U16 Jordan Rossiter
    U18 Winston
    U21 Henderson
    A Gerrard

    Samt er liðið uppfullt af dúkkulísum sem eru búnar að láta sparka sér út af vellinum.

    Menn spila bara eins og ó smurð vel og sendingar ganga ílla og skotin verr og enginn segir neitt á vellinum svo sjáanlegt er…

    Hornið sem skóp fyrsta markið var gefið með kæruleysi hjá Can til að byrja með svo náttla kom en eitt sirkus atriðið í teignum.

    Skotið hjá couto lallana fær auðvelda sendingu við kanntinn og missir hann útaf og clyne Jesús drengur…

    Og það segir enginn neitt það er ekkert skap það er enginn kóngur eða neitt
    Bara bein Lína af teknískun snöggum og vél greiddum strákum…
    Það liggur við að maður hefði fagnað því að fá Joe barton í janúar gæi sem gæti tekið eina tveggjafóta helst á samherja og vekja þessa kórdrengi frá værum blundi sem ætlar engann tíma að enda alveg er ég viss um að mamma þeirra búi heima hjá þeim öllum og mati og klæði þá á morgnana ..

    Ég tel það bara nokkuð gott hjá Kristjáni Atla að setja niður nokkur orð ég hefði sett myndina af apanum…

    Klopp boltinn er hjá þér…..

  30. Eftirfarandi samtal verður að eiga sér stað ekki seinna en á mánudag á Melwood.

    Klopp: Migno, spjallaðu aðeins við mig.

    Mignolet: Ok.

    Klopp: Heyrðu, þú varst að spila þinn síðasta leik fyrir Liverpool.

    Mignolet: Ha, hvað ertu að meina?

    Klopp: Það sem ég sagði, þetta var síðasti leikur þinn fyrir Liverpool. Karíus getur ekki verið verri.

    Mignolet: En ég var hetja í síðasta leik, varði víti og bjargaði stigi.

    Klopp: Vera kann en þú kostaðir okkur leikinn í dag.

    Mignolet: Hvað ertu að meina?

    Klopp: Allir alvöru markmenn hefðu annað hvort gripið boltann eða látið brjóta á sér. Þú gerðir hvorugt. Þú gerir vörnina óörugga og nánast aldrei skiptir framlag þitt máli. Og þú kannt ekki að sparka út og ert lengi að koma boltanum í leik. Sorry gamli en þú verður seldur í vor.

  31. Þetta er fyrsta heila tímabil Klopp. Að hlaupa miklu meira heldur en andstæðingurinn yrði erfitt að halda út að mati margra spekulanta. Það er að koma á daginn. Það er ekkert hlé um jólin heldur spilað tvöfalt. Klopp þarf að fara aðlaga sig.

  32. Verð bara að leggja orð i belg hér.
    Hugsa að fyrir tímabilið hafi 4-5 sætið verið það sem stefnt var á. Hópurinn minnkaður og reynt að spila ákveðnum mönnum saman. Ég veit ekki hvað gerist með suma stuðningsmenn en það er ekkert sjálfgefið í fótbolta því miður. Þetta virðist ekki vera að virka því miður en við erum enþá í risa séns á meistaradeild og það er það sem skiptir máli. Við höfum ekki sama hóp eða peninga eins og sum lið og liðin með mesta peninginn eru jú enþá fyrir neðan okkur. Sumir eru að gefast upp á klopp en voru fyrir mánuði að falla í yfirlið yfir honum. Sumir hérna sem eiga sð heita fullorðnir menn mættu aðeins róa sig. Gagnrýni er af hunu góða en öllu má ofgera.
    Þetta er langhlaup og ég sé bætingu á liðinu miðað við í fyrra og trúi
    YNWA in klopp we trust

  33. Held bara að Kóp.is ætti að hafa samband við Rauða Krossin og fá hóp Áfallahjálp fyrir okkur poolarana.

  34. Sturridge og Origi inná = 2 færri.. farinn að hlakka til sumarsins,rosaleg hreinsun mun verður að fara framm.

  35. Menn eru aðeins of mikið að fá flogakast hérna yfir þessum leik, ég náði ekki að horfa á hann live, en út frá þessum higlights: http://www.fullmatchesandshows.com/2017/02/04/hull-city-vs-liverpool-highlights/

    Þá get ég ekki betur séð en að við höfum átt fullt af færum sem voru ílla nýtt, Mignolet á svo algjöra ræpu í þessu fyrsta mark, en athugið að boltinn var búinn að skoppa þarna þrisvar inní teignum án þess að nokkur rauður varnarmaður snerti tuðruna.

    Svo skora þeir seinna markið í týpísku counter attacki sem við erum að sjá aftur og aftur í vetur þegar að Liverpool liggur á andstæðingnum.

    Það er ekkert hægt að snappa bara og benda á Klopp, leikmennirnir eru bara ekki að performa.

  36. Svo ég snúi aðeins útúr frægum frasa eftir Gertrude Stein:

    Klopp er Rogers er Dalgish er Hodgson…

  37. Er það ekki eitthvað til að fá flogakast útaf? 🙂

    Vera alltaf með 80% skapa lítið sem ekkert og fá jafn mörg mörk á sig og sóknir andstæðingana eru margar.
    Og ekki Bara í dag heldur leik eftir leik…
    Og við fáum jafn mörg stig í dag og fyrir að hafa verið meira með boltann gegn hinum liðunum.

  38. er ekki frá því að salan á Benteke sé bara að fara flokkast undir slæm sala ef liðið ætlar að vera í þessum endalausu fallhlífaboltun inní teig það þýðir nákvæmlega ekki neitt að dæla svona boltum inní teig á 170cm brassa með 2 miðverði i kringum sig, ef þetta er planið þá hefðu þeir bara átt að halda benteke eða fjandinn hafi það nota origi.

  39. Er ég sá eini sem efast um að Jordan Henderson sé sá fyrirliði F.C Liverpool sem gerir þá að meisturum í P.L. já eða nái árangri í Evrópu?

  40. #18… þú getur ekki stolið þessu af mér! 🙂 Ég fattaði þetta á undan .. sjá #111 í fyrri þræði!

    YNWA …. Alveg sama hvað! 🙂

  41. Akkúrat núna kannast maður við liðið sitt, sama sagan enn og aftur það er þá bara næsta ár.

    Enska deildin er bara það erfið að þó þú sért með topp þjálfara einsog Klopp þá þarftu breiðan hóp af gæðaleikmönnum og þegar horft er yfir hóp Liverpool þá er engin sem getur talist til heimsklassa leikmanns.
    Þetta mun og verður alltaf svona þangað til Liverpool fær sykupabba eða fjárfesta sem á skítnóg af peningum sem geta komið klúbbnum næsta level.

    Deildin er farinn og liðið fallið úr öllum öðrum keppnum, það er ljóst og nú þarf að tryggja meistaradeildarsæti og vona ég svo innilega að það takist því það er alltof langt síðan maður hefur heyrt meistaradeildarþemað hljóma á Anfield.

    Ef ekki þá mun það teljast mikil vonbrigði fyrir okkar klúbb.

  42. Held að það væri hollt fyrir marga að rifja upp orð Shankly. Ég er eiginlega hættur að nenna koma hér, þetta var hræðilegur ósigur en menn verða halda haus. Ekki drulla yfir allt og alla.

  43. Já og ef Benitez væri stjóri núna, væri sagt að hann væri búinn að tapa klefanum. Er það málið?

  44. Svekkjandi en kæru stuðningsmenn. Andið með nefinu og hægt inn og út áður en þið hraunið fram og til baka yfir liðið. Liðið hefur verið feykigott í vetur og spilað í heild gríðarlega vel. Vissulega hefur gefið á bátinn upp á síðkastið og óskandi að fleiri stig hefðu komið í hús nú eftir áramot. Líka væri óskandi að okkar góða lið ætti bara eftir að spila gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Nú þurfa allir að senda góða og uppibyggilega strauma til liðsins og hætta þessarri helvítis niðurdrepandi neikvæðni. Ég efast ekki augnablik um gæði liðsins og stjóra þess. Lið verða ekki bara léleg og stjórinn ómögulegur á nokkrum vikum. Nú er liðið vissulega í lægð og þaðan er bara hægt að spyrna sér í eina átt, þ.e. upp á við og í átt til toppsins. Góðar stundir.

  45. Smá reality check…. en 12.feb næstkomandi, daginn eftir leik á móti svo sannarlega fljúgandi liði, gætum við auðveldlega verið komnir í 6.sæti. Hljómar það kunnuglega, 6.sæti, miðjumoð og kannski Europea League næsta haust og allir kátir.

    Heavy Metal Football, high pressing og allt þetta sem Klopp stendur fyrir, hvar er það. Það er einfaldlega búið að lesa okkar menn eins og galopna bók. Lið liggja djúpt, beita skyndisóknum, fá föst leikatriði og vinna 1 til 2-0. Við stimplum hægri vinstri, skjótum yfir og framhjá eða sendum fyrir og Lallana, Can, Coutinho og Mane eiga ekki breik á móti leikmönnum sem eru hálfum meter hærri en þeir. Klopp á engin svör.

    Besti miðvörðurinn okkar var settur í straff og svo lánaður í Crystal Palance bara út af því að hann er með of dýra klippingu og mætti of seint í nokkur moment á PreSeason. Í staðinn þurfum við að spila Lucas gjörsamlega úr stöðu, því Ragnar Klavan hinn varamiðvörðurinn okkar, sem btw getur ekki neitt, er meiddur. Já og markmennirnir okkar geta ekki rassagat.

    Þetta er gjörsamlega óþolandi og sama sagan að endurtaka sig. Við aðdáendur farnir að bíða eftir sumrinu því þá á að hreinsa, nýjir fengnir inn og byrja upp á nýtt og næsta season verður seasonið. Hugsið ykkur, það er 4.febrúar, 4 mánuðir eftir af tímabilinu 4!!! og við eigum engan fræðilegan möguleika á því að vinna neina keppni. Við unnum síðast leik fyrir 5 vikum síðan, og nei ég tel ekki sigur á móti f…. Plymouth Argyle með. Þetta er einfaldlega ekki í lagi fyrir Liverpool. Við eigum að heita stórveldi en því miður þá lítur þetta mjög illa út.

  46. Það vantar leiðtoga inn á völlinn – einhvern sem rífur kjaft þegar það á við og stappar í menn stálið…

  47. Sæl og blessuð.

    Já, það er einmitt lóðið. Hvað á þjálfari að gera þegar andstæðingar skora svona mark, eins og þetta í kvöld sem breytti öllu? eða þegar sóknarmenn geta ekki rassgatast til að nýta súperfín færi sem þeir fá? Það var sem mig minnti – Mané hefur ekkert alltaf átt neinn stórleik, þó hann hafi verið þokkalegur í dag. Liðið stóð aldrei og féll með honum. Spáði því einmitt í einhverju kommentinu að þetta væri ekki svona einfalt að nú væri komið stóra tannhjólið sem hin öll myndu snúast eftir.

    Nú er bara að bíða eftir hinni ljúfu sumartíð. Hvað bíður okkar þar? Traustir miðverðir? Skorandi framherjar? Sprækir kantarar?

    Vertum björt en ekki svört.

  48. Einhver nefndi 4 lið sem pökkuðu í 11-0-0 kerfi og sparka boltanum til baka ef þau álpast til að vinna hann á óþægilegum stað. Annara talar um hvað föstu leikatriði liverpool séu þeim sjálfum stórhættuleg. Svarið er einfalt. Sparka boltanum útaf every time. Myndi alveg þiggja þessi 4 stig sem við hefðum getað fengið með jafnteflum

  49. Hvað eins og alltof oft breytir leiknum. Í stöðunni 0-0 er svo sem ekkert vandamál . Liverpool var líklegra til að skora. Þá kemur upp eitthvað sem er ekkiceinhverju sinni færi á okkur og þetta er vonandi í síðasta skipti í lífi mínu sem ég skrifa þetta nafn. Simon Mignolet.

    Þessir maður hefur gefið ca 50 mörk síðustu 4 ár.
    Ég get ekki þennan gaur eina mínútu í viðbót

  50. Klopp Out drengir???!!!??

    Í alvöru?? Er það virkilega það sem menn hér vilja? Sjá Klopp hverfa á braut?

    Nei hættið nú alveg. Ég hreinlega trúi því ekki að menn vilji það virkilega?

    Ég held að við Liverpool-menn ættum aðeins að lækka væntingar okkar og vera í smá contacti við raunveruleikann. Ég sagði fyrir leiktíðina við mína félaga að við myndum aldrei ná langt með þessum kaupum sem við gerðum í sumar. Svo þegar tímabilið hófst trúði ég því að ég hefði etv. bara haft rangt fyrir mér. Við værum jafnvel að fara gera eitthvað í vetur? Svo leið á veturinn og um áramót vorum við í frábærum málum. Síðan þá hefur eitthvað gerst sem ég kann kannski ekki að útskýra á prenti, en um algert knattspyrnulegt hugmyndarleysi er að ræða hjá okkar mönnum. Alltaf verið að reyna gera sömu hlutina án árangurs………….
    Það þarf enginn að segja mér að þetta sé Klopp að kenna að sömu menn og voru að brillera fyrir áramót geta bara ekki rassgat núna. Þetta hefur eitthvað með hausinn á leikmönnunum að gera.. sjáfstraustið farið í rassgat á einhvern óútskýranlegan hátt.

    Hugsum okkur aðeins um áður en við förum að öskra á Klopp í burtu. Horfum frekar á þá sem stjórna þessum klúbb. Mér hefur alltaf, alltaf síðan að ég fór að fylgjast með boltanum við vera kaupa þá næst bestu í bransanum.. spara smá(Torres og Suarez undanskildir)… henda krónunni fyrir aurinn.

    Styðjum Klopp alla leið…

  51. Sótti þetta Hull lið ekki stig á Old Trafford í síðustu umferð ? Kannski eru þeir að komast á flug. Gerum ekki lítið úr þeim.

  52. Furðulegt, Liv gerir ekkert til að breyta til við lið semm pakka í vörn. Ég hef talað um langskot að marki en þeir gera það ekki. Hvað voru mörg þannig skot í gær 2-3 og langt yfir. Hversvegna er Klopp alltaf að nota Can sem er bara Skriðdreki og er með slæmar sendingar og Sturridge, hversvegna er hann ekki notaður í byrjun, hann nýtist ekki er hann kemur inná 70-80 mín, hann er eini framherjinn sem við höfum, Roberto Firmino er ekki framherji. Hornspyrnur, 1 Hjá Hull og boltinn inn 7-8 hjá Liv og ekkert gengur. Þeir verða að hætta þessu kantspili á móti liðum sem hafa alla í vörn, það gengur ekkert frekar en HORNSPYRNURNAR. AAMMEENN.

  53. http://www.empireofthekop.com/2017/02/05/john-w-henry-leaked-emails-would-accept-lfc-point-reduction-fsg-stole-franchise-on-the-cheap-more/

    Þessi grein summar upp nokkurn vegin mína skoðun á eigendum LFC. Allt sem þarna kemur fram (hvort satt eður ei) styður við allar þær kenningar varðandi skort á fjárfestingu í liðinu osfrv.

    * Fá stórt franchise “on the cheap” = Taka yfir skuldir LFC og eignast klúbbinn (£300m) er hlægilegt og í raun bara verið að gefa mönnum klúbbinn. Tick í það box.

    ** Topp þjálfari + topp markaðsteymi ofl ráðið til að markaðsetja klúbbinn og gera “franchise-ið” stærra og auka sölugildi þess. = Allir samningar sem gerðir hafa verið + þessar æfingaferðir liðsins síðan kaninn tók yfir hefur verið fjölgað og farið víðar. Tick í það box.

    *** Stækkunin á vellinum var gerð til að fá fleiri dýrari sæti inn og meira í kassann og gera þessa fjárfestingu að betri söluvöru er staðreynd. Þeir hinsvegar bjuggust ekki við að aðdáendur myndu mótmæla frekar þegar þeir vildu ekki borga uppblásið miðaverð, og FSG ákvað að mótmæla sjálfir með því að frysta miðaverðið (og þykjast gera alla ánægða) og stoppa frekari framkvæmdir af því að þetta kostar þá of mikið. = Þeirra áhugi var að nota klúbbinn (eins og Glaciers hafa gert hjá ónefndu liði) til að fjármagna þetta plan þeirra og það ósjálfrátt bitnar á kaupum á nýjum leikmönnum. Tick í box.

    **** Vitnunin í Glacierz og hvernig þeir komust yfir ónefnt lið er tekið sem dæmi í bréfinu og eru heildar áform þessara amerísku kúreka. Þeir eru EKKI hér til að stjórna liðinu til sigurs. Þeir eru hér til að gefa mönnum von og reyna að fá Klopp til að stýra skipinu upp á við og gera allan pakkann eins áhugaverðan og hægt er þar til þeir fá þá tölu sem þeir vilja. Þá eru þeir farnir. £300m fyrir þennan klúbb er djók og ef þeir fengu 3-4x hærra verð fyrir pakkann er ljóst að þeir eru farnir.

    Við þurfum þetta ekki. Ég er alfarið á móti svona billjarðamæringabrjálæði sem er í boltanum í dag en það gerir ekkert nema að skemma boltann. Ég myndi vilja fá inn eigendur eins og Tottenham eru með. Gaurar sem er ekki sama. Gaurar sem vilja vinna. Vilja að vegferð klúbbsins sé höfð að leiðarljósi. Svoleiðis gaurar eiga skilið að fà sitt “dividend” á hverju ári.

    Trú mín á þennan LFC pakka eins og hann er í dag er 5% en því fyrr sem við finnum einhvern sem vill klúbbnum vel því betur sett verðum við. Abramovic byrjaði alla þessa peningaþvælu en hann virðist þó vilja sínum klúbbi vel sem er það sem menn vilja.

  54. Er það bara ég eða vinnur Liverpool ekki leiki sem Höddi magg lýsir ? Get ekki lýsingarnar hans frekar en okkar ástkæra lið nú um stundir enn og aftur komnir á byrjunarreit.

  55. Hefðum átt að halda Sakho, Markovic, sérstaklega Joe Allen og Benteke. Svo með þennan blessaða Firmino ofmat. Firmino er ekki striker hann getur ekki rassgat í þessari stöðu. Mér er sama þótt hann sé kominn með nokkur mörk. Eftir að hann skorar þá sést hann varla í næstu 5-6 leikjum. Annaðhvort að hafa Firmino út á kanti eða holunni jafnvel eða bara drullast með þennan ofmetna leikmann á bekkinn. Sturridge er að spila svona kaldur því að hann er varla notaður og skortir sjálfstraust. Get ekki ýmindað mér hversu góður hann væri með sjálfstraust í botn og byrjandi alla leiki.

  56. Sælir félagar

    Set hér inn copy/paste sem félagar okkar á Englandi eru að pæla. Það er ekki bara hér á kop.is sem óánægja kraumar. Ég vil samt taka fram að ég er ekki endilega sammála öllu því sem þarna er sagt – en það er krísa í stuðningsmannahópi heimsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

    “So just exactly what are you going to do about this disastrous run of performances Mr Klopp? Let me give you a few pieces of advice Sir.
    1.Keeping faith with players who are badly out of form is pointless!e.g. Can, Firmino, Origi
    2. Playing a small guy (Lucas) in central defence is pointless!
    3. Not playing a tried and trusted world class striker (Sturridge) is criminal!
    4. Giving substitutes just 15 minutes or less is pointless! They need more time to make an impact. Different I agree if it is because of an injury happening but tactically naive otherwise!
    5. Selecting players who have repeatedly proven not to be up the job is criminal! e.g. Lovren, Moreno
    6. This club has always had a tradition and foundation of a No.1 Keeper who is absolutely world class. Mignolet is NOT and Karius is NOT and NEVER WILL BE!!!
    Now Mr Klopp Sir, we need to see some common sense actions, immediately before the target of Champions League qualification disappears quicker than you can say Can. This shambolic series of performances since the turn of the year now means we will be 4th after this weekend and only 1 point above Manchester United. You cannot permit Liverpool FC to miss out again!!!
    Why is it you have singularly failed to find a solution to teams blockading their goalmouth and hitting us on the break? You simply keep pursuing one strategy regardless. The team is clueless. No width to get behind opposition defences. Your chosen front line prancing around like girls holding hands playing ring a ring of roses!
    Your defence goes AWOL more times than a young squaddie who misses his mum tucking him in for the night! All over the place more often than not. Goalkeepers who look as though their hands are plastered with grease cannot catch a cold!!! What is HAPPENING!!!
    We need ANSWERS”

  57. Æj hvað þetta er krúttlegt að lesa kommentin hérna – þ.e. það sem maður getur lesið. Flestir hérna eru eins og lítil börn á leikskóla sem fengu ekki uppáhalds dótið sitt og væla í kjölfarið.

    Klopp out? Menn segjast vera að “missa trúna á stjóranum.” For real? Í alvöru?? Hann er vissulega að fá á sig verðskuldaða gagnrýni og hann segir að hann þurfi sjálfur að bregðast við því en í alvörunni? Eru menn að hoppa á þennan vagn?

    Klopp tók við fyrir 15 mánuðum síðan. Síðan þá höfum við upplifað 14 mánuði af algjörri snilld. Massa sóknarbolti og skemmtun og teikn á lofti um að margt sé að fara til betri vegar. Eins og flottur pistill frá Einari sýndi vel (http://www.kop.is/2017/02/02/nog-komid-af-bolmodi/). Svo kemur einn erfiður mánuður og þá verður allt vitlaust. Ég þarf að passa mig á því að vera ekki dónalegur og nota ekki ljót orð og því kýs ég að nota að menn séu jah.. ekki gáfulegir.

    Tölum saman eftir næsta tímabil og þá skal ég KANNSKI hoppa á þennan vagn. En einhvernvegin efast ég um að það verði þörf á því. Bjartir tímar framundan.

  58. Bara smá það er ekki búið hengja hana pollýönnu er að horfa U23 á móti spurs 2-2 getum skorað og magnað mark hjá Ojo

  59. Tottenham heima næst á laug, allt eða ekkert leikur, City komnir fyrir ofan okkur og ef United vinnur á eftir munar stigi á milli okkar, einu stigi! Maður var hlæjandi að því hvað við vorum komnir þæginlega langt frá þeim fyrir nokkrum vikum. Fari það bölvað.

  60. Sælir félagar

    ArnórHe#60 það eru afar fáir sem eru að biðja um að Klopp verði látinn fara. Það að auki þurfa menn og konur ekkert sérstakt leyfi frá þér til að koma ergelsi sínu á framfæri enda er full ástæða til að ergja sig eftir frammistöðu liðsins, ekki í einn mánuð heldur tvo.

    Þessi skita byrjaði í des. og síðan hefur ekkert breyst, upplegg leikja alltaf það sama og árangurinn í samræmi við það. Það er fullkomlega eðlilegt að mönnum blöskri. Þetta 14 mánaða bull er varla svaravert því endirinn á síðasta tímabili var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Náðum ekki einu sinni Evrópusæti(sem ef til vill er þakkarvert).

    En allir vildu gefa Klopp möguleika á að nýta sumargluggann og koma sínu skikki á liðið með heilu undirbúningstímabili. Niðurstaðan er nú í feb. slök í besta falli og jafnvel útlit fyrir að liðið haldi áfram í frjálsu falli niður töfluna. Þó við vonum það besta og viljum að Klopp haldi áfram með liðið er útlitið í besta falli ekki gott.

    Það er nú þannig

    YNWA

  61. Helgin verður betri og betri. Talibana liðin frá Manchester bæði að hirða 3 stig

  62. #62 það sorglegasta við það að utd eru bara einu stigi á eftir okkur er staðreyndin að þetta er örugglega lélegasta united lið sem maður hefur séð.
    Með eitthvern ofmetinn franskan homma og 35 ára gamlan zlatan og það er ógeðslegt að sjá þetta rusl lið sem united er í dag að vera ná okkur afþví að LFC er búið að vera með skitu í yfir mánuð núna.

  63. Það er fullt af snillingum hérna inni eða hvað?
    Reka Klopp, öll lið búin að lesa leikstíl Liverpool. Þetta eru það sem svo kallaðir snillingar eru að tala um. Fyrir rétt rúmum mánuði þá hefðu sömu snillingar vaðið eld og brennistein fyrir Klopp..Ég ætla ekkert að ræða þetta hvað þetta eru vitlausar hugmyndir,
    nema þá kannski það að nánast 100 % af liðunum fyrir neðan topp sex nota þá leikaðferð gegn þeim bestu að liggja aftur og sækja með hröðum sóknum.
    Svo eru margir hér sem eru búnir að afskrifa topp fjögur sætin!!!!! ÞVÍLÍKIRLÚSERAR

    ÁFRAM KLOPP

  64. Lítur út fyrir að við séum ekki að vera í evrópu næsta season, Þessi Kloop factor er svo að fjara út. Ég ætla að gefa honum næsta sumar ef það er eyðurmerkurganga og ég er að horfa á Mignolet á milli stangana á ný og Can á miðju og Firmino frammi alla leiki þá er mér slétt skít sama hvað hann gerði hjá Dortmund , pakkaðu saman og látu þig hverfa…. taktu bara með þennan Mongole

  65. #66 djufull ertu blindur ef þú sérð ekki hvað er að gerast algjört hrun hjá LFC top 4 ? dude verðum komnir í 6-8 sætið innan bráðar ef þetta heldur svona áfram og united er einu stigi á eftir okkur í 6tja sæti en já flott að taka pollýönu á þetta , þetta spjallborð er til að ræða saman hvort sem það er í blíðu eða stríðu og það má alveg pústa út þegar illa gengur það er málfrelsi hérna.

  66. #65 þótt þú gerir lítið ur Man utd, þá verðum við ekkert betri
    þótt zlatan sé 35 ára, þá er hann næst markahæstur i deildinni og Man utd er i urslitum deildarbikarsins og komnir afram i FA cup og i útsláttarkeppni evrópudeildar
    og miðað við að þú segir að þetta se lélegasta Man utd lið sem þú hefur séð, það segir eiginlega meira um okkar lið og við erum BARA að keppa i deildinni.

    eg bara skil ekki klopp,,það er eins og hann lærir aldrei..hann gerði þetta nákvæmlega sama hja Dortmund..keyrði liðinu út, sem endaði með þvi að allir voru orðnir meiddir hja honum

    og öll þessi meiðsli hja okkur, þetta eru allt vöðvameiðsli og i 90% tilvika koma þau ekki nema útaf of miklu álagi

    ég sé ástandið ekki batna hja okkur a næstunni, enn það er samt ekki tími til að láta hann fara..hann fær allaveganna tíma fram á sumar

  67. Vill ekki vera leiðinlegur en það eru margir hér sem tala að Klopp þurfi tíma (sem er gott og blessað) EN af hverju þarf Conte ekki nema eitt tímabil (rúma 6 mánuði og hann er búinn að vinna deildina) ??
    Tók við liði sem endaði í 10.sæti árið 2016. Eru nú að rúlla upp deild. Hann lærði fljótt eftir tapið gegn okkur í haust og breitti um taktik. Pirrar mig hvað Klopp virðist lausna laus

  68. Nr 1,2 og 3 þá erum við að ofmeta þenna leikamannahóp. Liverpool er með 6besta hóp deildarinnar og allt ofar en það er frábært(eins sorglegt og það hljómar).
    Bæði FSG og Klopp þurfa að taka þetta á sig. Klopp hefur fengið 3 glugga til að styrkja liðið en samt byrjaði bara tveir leikmenn sem Klopp hefur fengið til liðsins í gær.
    Byrjunarlið Liverpool er fínt og getur á góðum degi staðið í hvaða liði sem er, en allt utan þess er annað hvort ekki að vikra fyrir okkur eða ekki nógu gott.
    Að fara inn í þetta tímabil með þessa markmenn, bakverði, miðjumenn og kanntmenn er vandræðalegt bæði hjá Klopp og FSG. Þetta er klárt ofmat að liðið.

    Mín skoðun er sú að Klopp þarf flott nafn í ,,Sporting Director,, sem mun þrýsta á kaup á heimsklassaleikmönnum. Annað er að FSG er komið á endastöð með þetta lið. Þeir eru búnir að standa sig fínt en nú þarf fjármag til að geta keppt við stóruliðin, bæði launalega og í leikmannakaupum.

    #fsgout

  69. Renndi í gegnum stats-síðuna Squawka.com og þar koma margir forvitnilegir hlutir í ljós.

    1. Liverpool hefur skorað 6 mörk úr hornum – 4. sæti í deildinni.
    2. Liverpool á flestar heppnaðar sendingar í deildinni (kom lítið á óvart, líklega 90% til hliðar eða til baka fyrir aftan miðju).
    3. Liverpool er í öðru sæti yfir possession í leikjum (repeat á síðasta).
    4. Liverpool er með flestar key passes í deildinni og flest assistin (jahérna hér).
    5. Liverpool er rankað (veit ekki almennilega hvernig þeir finna það út) nr. 16 í deildinni varnarlega (hélt að þetta væri verra).

    Fyrir mér er þetta einfalt. Í leikskipulaginu sem við erum að spila þurfum við að vera með heimsklassa miðjumenn sem geta snúið fram á við og sent boltann framávið. Henderson, Can og Wijnaldum eru allir með sína kosti og marga góða kosti. Þeir eru hinsvegar allir hrein hörmung í uppspili. Þeir kunna ekki að færa boltann á milli varnar og fremstu manna. Eða ef þeir kunna það þá eru þeir alveg ofboðslega lélegir í því.

    Þetta gerir það að verkum að bæði er alveg ótrúlega auðvelt að pressa okkur því að þeir þora ekki að snúa með boltann og ótrúlega auðvelt að stilla sér upp varnarlega á móti þeim og loka þeim svæðum sem Coutinho, Lallana og Firmino eru góðir að vinna í. Liðin raða mönnum inná teiginn og þá þarf að vinna með fyrirgjafir, sem við erum svona allt í lagi í, en við höfum nákvæmlega engan inní boxi til að klára þær sóknir. Firmino er skítsæmilegur í því, en ekkert meira en það (hence chelsea færið.. og fleiri).

    Við þurfum allavega einn með hraða þarna fremst til að geta sprengt upp. Hann var í burtu allan Janúar og ALLT fór í FOKK. Núna er hann kominn aftur, við fáum góða hvíld milli leikja núna, menn vonandi núllstilla sig eftir þessa skitu og koma dýrvitlausir á móti Tottenham.

    Ég nenni ekki að afskrifa þetta season og ég nenni ALLS EKKI að afskrifa Klopp. ALLIR hérna elskuðu hann árið 2016.

  70. Tom Brady í Liverpool, þvílíkur leikmaður með hugarfar sigurvegarans.
    Hugarfar leikmanna Liverpool er afleitt og því þarf að breyta, strax. Setja svokallaða lykilmenn á bekkinn eða út úr hóp.

  71. Sjálfsagt þurfum við einhvern betri mannskap, t.d. markvörð, miðvörð og klassa striker, en eins og staðan er í dag virðist leikskipulag Jorgen Klopp vera aðal vandamálið, eða er eitthvað skipulag sjáanlegt ? Ég hef einhvern veginn alls ekki trú á Klopp eins og staðan er núna.

  72. Þessir eigendur eru aldrei að fara kaupa topp leikmenn! Þeirra viðskiptamódel er ekki þannig sett upp.
    Kaupa ódýra efnilega leikmenn og selja dýrt.

  73. Er ekki kominn tíminn til að bekkja Töframanninn og Fimino og nátturulega Can, hvernig lýst fólki á það? í ljósi þess að það er ekkert að koma úr sturrage og origi heldur að skoða Ojo og Wilson, ég veit að þeir eru framtíðin og mikil áhætta að setja þá í byrjunarliðið á móti Totenham, en hlutirnir eru bara ekki að ganga og einsog Einstein sagði er það geðveiki að reyna og reyna og reyna aftur sömu hlutina en reikna með annari niðurstöðu.

    A.M.K verður að taka til í hausnum á mönnum, eg er efinns með að skipt Migs út vegna þess að ekkert sem Karíus hefur sýnt gefur til kynna að hann sé eitthvað betri kostur, kanski skipta þeim til að hrista upp í þeim en ég á ekkert von á neinum kraftaverkun frá Karíus, þetta eru báðir fínir markmenn, bara ekkert meira en það.

  74. Ég vona að liðið verði svona á móti Spurs.

    —————Karíus——–
    Clyne—Matip—Lovren—Milner
    —-Winjaldum—Henderson——
    Mane——-Coutinho——Moreno
    —————Sturridge—————-

    Gefa Sturridge nokkra leiki frammi og sjá hvort að hann hrökkvi ekki í gang, einnig væri ég til í að sjá snöggan Moreno á vinstri kantinum.
    Droppa Firmino og Emre Can og smella þeim á bekkinn.

  75. Er hugsanegt að tenging sé milli gengis liðsins og Gerards? Hann fer og allt gengur upp, hann kemur til baka og allt fer á rassgatið.

  76. Ég las á Liverpool Echo í gær flott svör frá Dortmund aðdáendum, þar sem þeir hvetja okkur til þess að sýna þolinmæði og treysta Klopp.

    Ég ætla að taka það til mín og sclaaaaka á.
    Þessi endalausi rússibani sem það er að vera Liverpool aðdáandi tekur of mikið í.

  77. #87 klárt mál að ég vill sjá Klopp áfram en við munum þurfa sjá gerðar massívar breytingar bæði á hugarfari og mannskap þetta gengur ekki , vinna chelsea og öll top liðin meira og minna og svo skíta uppá bak á móti liðum í neðri deildum og neðstu sætum.

    En jæja samkvæmt einhverjum reikniformúlum þá mun Liverpool ekki ná top 4 í ár ..kemur á óvart tja allavega ekki fyrir þá sem horfðu á Liverpool spila EFTIR Desember.

    Við munum ná 6tja sætinu samkvæmt þessum spám en mér þykir það frekar bjartsýnt meðað við spilagetu , Djufull er það eitthvað súrt úr því að tala um titilbaráttu og vera í bullandi séns fram að áramótum og svo þetta algjört prump.
    Væri gott fyrir sálartetrið að taka Tottenham en þeir eru búnir að vera sjóðandi undanfarið sé það ekki gerast.
    Get ekki beðið eftir leikjum á móti lúdórassgat eitthvert staðar í austurevrópu á fimtudögum.
    fokk this shit get ekki meir over and out já ég er farinn útí hornið!

  78. Sælir félagar

    Þetta er athyglivert sem kemur fram hjá Robbi#89. En þar fyrir utan, er ekki ástæða til að koma með nýjan þráð. Skömmin batnar ekki viða það að sjá þessar tölur Hull/Liverpool í hvert skipti sem maður kíkir hér inn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  79. Sigkarl #63
    Ég skil ekki af hverju einstaklingar ættu að þurfa að fá leyfi frá mér til að koma ergelsi sínu á framfæri og skil ekki hvernig þér tekst að leggja þann skilning í þetta svar mitt. Ég hef fullan rétt á því að gagnrýna skoðanir annarra og nákvæmlega ekkert að því. Algjör óþarfi að fara í persónulegar dylgjur með þetta. Alveg eins hafa aðrir hafa rétt til að gagnrýna mína skoðun. Ég stend við það þegar ég segi að viðhorfa margra hér inni gagnvart Klopp er að mínu mati kjánalegt og algjör óþarfi að rísa á afturlappirnar með það. Við erum að tala um EINN slæman mánuð, ekki tvo.

    Í desember unnu Liverpool 4 af 6 leikjum, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum. Samt segir þú að skitan hafi byrjað þá. Hvað viltu eiginlega? 6 af 6 hefði verið geggjað en rólegur Kífer.

    Ég er enn og aftur ósammála því að tími Klopp hafi verið lélegur hjá Liverpool. Tveir úrslitaleikir á síðasta tímabili eru ekki slæmur árangur að mínu mati en deildin hefði vissulega mátt ganga betur en ég held að það sé ekki hægt að gera annað en að minnast á mikið leikjaálag og þunnan hóp í lok síðasta tímabils. Á þessu tímabili hafa bikarkeppnirnar verið lagðar til hliðar og deildin sett í forgang. Niðurstaðan nú í febrúar er mesta stigasöfnun síðan 13/14 og 08/09. Liðið er í fimmta sæti, stigi frá meistaradeildarsæti og fjórum stigum frá öðru sæti. Þetta kallar þú slakt. Enn og aftur. Hvað viltu eiginlega? Sigur í öllum leikjum og toppsætið er næs en markmið tímabilsins er topp fjórir hjá flestum. Ennþá er það nokkurn vegin á pari (-1 stig).

    Þegar 14 leikir eru eftir og nóg af stigum í pottinum er ástæða til bjartsýni. Öll lið ganga í gegnum lægðir og eru Man City besta dæmið um slíkt á þessu tímabili, ásamt Liverpool. Það er þitt val að blöskra þessi árangur. Sjálfur er ég þolinmóðari týpan og hef fulla trú á Klopp í verkefnið. Það er margt flott að gerast undir hans stjórn og engin ástæða til að detta í panic. Útlitið er í versta falli gott. Í besta falli frábært.

  80. Sælir félagar

    Árangur Klopp íer sá sami og árangur B. Rodgers í fyrirstu 54 leikjum þessara stjóra. það er ef till vill ásættanlegur árangur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  81. I guðanna bænum hendið einhverri færslu hér inn til að losna við þessa fjandans skýrslu.
    Er ekki hægt að tala um afmæli Sammy Lee eða eitthvað?

Hull v Liverpool [dagbók]

Podcast – Er hægt að kaupa klaka í Hveragerði?