Liverpool – Southampton 0-1 [skýrsla]

Ég vill koma því fram hér í fyrstu efnisgrein að Southampton sló Liverpool afar verðskuldað í tveimur leikjum. Þeir áttu fleiri dauðafæri, skoruðu fleiri mörk, vörðust frábærlega og núlluðu algjörlega á þær ógnir sem við áttum að hafa. Þeir unnu þetta á sínum forsendum af því að þeir voru betri, ekki bara af því að Liverpool voru lélegir. Það er kalt, súrt og rétt mat á þessu að mér finnst.

Nú er þetta hlutlausa mat mitt á þessari viðureign búið og nú ætla ég að fara að drulla aðeins yfir hitt og þetta…

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL
Loris Karius hélt okkur algjörlega inni í þessari viðureign. Var frábær í fyrri leiknum og var góður í kvöld og varði til að mynda frábærlega í fyrri hálfleik þegar Tadic átti skot úr dauðafæri fyrir Southampton. Það er frábært að sjá viðbrögð hans eftir að Mignolet tók sætið, eins og það var líka frábært að sjá Mignolet í þessari stöðu. Eflaust ekki langt í að hann festi á sig hanskana í deildarleikjunum aftur.

Hinn sem kom til greina sem besti leikmaður liðsins í kvöld var Trent Alexander-Arnold sem heldur áfram að koma mjög líflegur inn í liðið. Hann er ösku fljótur, fljótur að hugsa og alveg örugglega lang bestur í liðinu í að koma fyrirgjöfum inn í teiginn – því miður var aldrei neinn af ráði inn í teignum og líklegur til að skora en krossarnir voru góðir. Þessi strákur gæti átt eftir að eiga bjarta framtíð hjá okkur en hann er enn mjög “hrár” leikmaður.

VONDUR DAGUR
Brakar í puttunum Þá byrjar það…

Vörnin var gjörsamlega út á þekju oft á köflum. Miðverðirnir sóttu ofarlega á völlinn en þegar sóknirnar voru að klúðrast á mjög vondum stöðum voru varnarmenn okkar bara út um allar trissur og var alltof, alltof oft galopið fyrir Southampton í skyndisóknunum. Við fáum á okkur mark eftir skyndisókn í uppbótatíma eftir að við áttum mjög slæma hornspyrnu. Ekki í fyrsta skiptið sem það gerist og ekki það síðasta. Við erum að gefa alltof, alltof, alltof, alltof, A-L-L-T-O-F mörg ódýr og einföld mörk og færi á okkur. Léleg tækling, misreiknað “bounce” á boltanum, menn detta í vondum stöðum, lélegar og eitthvað svona rugl, þetta má vinsamlegast fara norður og niður takk.

Miðjan var bara einfaldlega ekki góð og hefur ekki verið í mánuðinum. Sorry en ég bara sé ekki hvað Can á að gera á miðjunni hjá okkur þessa dagana. Hann hægir á okkur, er hvorki varnarsinnaður miðjumaður né sóknarsinnaður, á oft mjög slakar sendingar og hleypur sig í vandræði. Hann býr ekki til mikið pláss jafn oft og til dæmis Lallana og Wijnaldum. Hann var ekki góður í dag og hefur ekki verið í dágóðan tíma. Hann og Henderson voru oft að þvælast fyrir hvor öðrum þegar þeir voru í djúpum stöðum, Can þvældist fannst mér oft fyrir í kringum teiginn. Hann átti reyndar hörkuskot beint á Forster í markinu hjá Southampton og afar óheppinn að skora ekki en það var í sjálfu sér það eina marktæka sem hann gerði. Já, hann átti líka fína stungusendingu sem maður hefði viljað sjá alla framherja okkar fá nema Sturridge.

Daniel “ég er besti framherjinn í hópnum” Sturridge. Hann á það til að reita af sér brandarana hann Daniel Sturridge. Hafið þið séð myndböndin af honum í rappkeppnunum í undirbúningstímabilinu? Þegar hann var í þrautaleik með Milner og Lallana? Þegar hann heldur því fram að hann sé besti framherjinn í hópi Liverpool? Hahaha, hann er alltaf svo fyndinn þegar hann bullar svona!

Það má vel vera að á “hreinum talent” sé Sturridge besti framherjinn í liðinu – jafnvel einn sá besti í deildinni. Þessi hreini talent hans er ekki til lengur því hann hreyfir ekki á sér rassgatið, hleypur sig í vandræði, er í feluleik bakvið varnarmenn (hann er nota bene það góður í feluleik að liðsfélagar hans vita ekki einu sinni af honum). Hann hefur misst allt hungrið úr sínum leik, hausinn er ekki þarna. Mér er alveg sama hvað hann segir, það er bara ekki málið. Hann missir hausinn, er latur og þvælist fyrir. Af hverju í ósköpunum er Klopp að færa Firmino, okkar besta framherja, úr stöðu til að koma Sturridge þarna? Það býr til tvö vandamál úr einu og algjör óþarfi.

Christian Benteke var gagnrýndur mikið í fyrra fyrir að passa ekki inn í liðið, vera ekki nógu góður og allt það. Hann lagði sig þó fram og skoraði nokkur sigurmörk fyrir okkur. Kallið mig klikkaðan en svona eftir á að hyggja þá hefði ég eiginlega viljað sjá Benteke áfram hjá okkur og Sturridge burt.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK
Janúar hefur verið glataður. Alveg hreint ömurlegur! Fullt af leikjum, einn sigur og við missum damp í deildinni, dettum úr bikarnum og hausinn virðist vera að fara. Við söknum Mane og allt það en ég ætla að beina spjótum að Klopp hérna.

Af hverju er liðinu ekki róterað meira, sérstaklega framan af leiktíð þegar við vorum að vinna leiki stórt og svona? Sturridge hefur ekki hungrið og virðist ekki í langtíma plönum félagsins, Origi er í mikilli lægð þessa dagana – af hverju er þá ekki bara reynt að spice-a þetta aðeins upp og setja kannski Woodburn eða annan ungan strák inn í liðið annað slagið og koma með smá hungur í þetta. Hefur heppnast vel með Alexander-Arnold hingað til.

Mane var að fara, við vissum það áður en við keyptum hann. Af hverju vorum við ekki með neitt plan um það hvernig við áttum að leysa þau vandræði þessar vikur sem hann fer burt? Er í alvöru lausnin að færa þrjá menn úr stöðum til þess eins og fylla skarð Mane og búa til fleiri vandamál þegar þú þarft í raun bara að leysa eitt?

Við fáum skell gegn Sunderland, Swansea og svo framvegis. Klopp talar um að hann og leikmenn séu “reiðir og ætla að nota það til að snúa blaðinu við”, allt í góðu en hvernig? Hversu marga skelli þurfum við að fá til að skoppa upp aftur? Er kannski kominn tími á að Klopp skoði smá taktíska breytingu eða sjái sig knúinn til að þrýsta á kaup?

NÆSTU VERKEFNI
Wolves í bikar og Chelsea í deildinni. Báðir heima, ég er svartsýnn og pirraður og nenni ekki mikið að velta mér upp úr þeim leikjum í kvöld.

44 Comments

  1. við vorum hærri á öllum sviðum tölfræðinnar, td 73% með boltan, og þar sem við sóttum meira í seinni en fyrri þætti mér gama að vita posession í seinni hálfleik, það er örugglega yfir 80%, þeir fengu tvær sóknir og eitt skot í seinni, það að þetta hafi verið sangjarn er bara kjaftæði.

    að þessu sögðu, þá getur þetta lið, með eða án Mane, ekki spilað við leikkerfið 6-3-1-0, við bara einfaldlega komumst ekki í gegn og allir vita það, þess vegna erum við bara að tapa á móti liðum í neðri hluta deildarinnar.

  2. Hlakka til að fá Mané til baka og við færum Firmino upp á topp aftur. Þannig spiluðum við langbest og óþolandi að sjá Firmino færðann til. Þá fer líka Lallana aftur á miðjuna með Wijnaldum og Henderson og Can fer heim til sín. Vill sjá alvöru miðjumann keyptann í sumar, kannski er það Dahoud en Can greyið gerir voðalega lítið fyrir þetta lið! Við þurfum líka svo mikið okkar 20 marka mann, Sturridge og Origi eru ekki þeir.

  3. #2. Það er nokkuð í það að Mane komi aftur. Senegal er með gott lið, og fer örugglega langt í afríkukepninni. Það er bara eins og þetta lið hafi hlaupið á vegg ! Þetta lið sem skoraði mörkliggur við að vild getur varla keypt mark í dag, gegn mjög varnarsinnuðum liðum sem beita skyndisóknum á móti hægum varnarlurkum okkar. Ég vona það svo heitt og innilega að Klopp versli einhvern ferskan varnarmann og svo sóknarmann til þess að bæta bæði gæði og breidd hjá þessu liði, og þá líka samkeppni. EKKI VEITIR AF !

  4. Klopp mun laga þetta…
    Hættum að drulla yfir allt og alla..

    Það má gagnrýna en höfum það til gagns.
    Það blæs á móti núna en klopp og þessir strákar munu koma til baka og auðlast reynslu.

    Klopp mun klára þesjá deild fyrir okkur fyrr en seinna.

  5. Klopp hefur engar lausnir við svona varnarleik. Ekkert plan B.

    Til dæmis alveg fáránlegt að vera ekki með amk einn sterkan turn í hópnum og geta þá ógnað á fleiri vegu. Einmitt til að brjóta upp svona lása.

    Sturridge er nákvæmlega engin ógn á móti svona vörn. Svo átti hann eitt mesta klúður sem ég hef séð þegar hann klippti boltann yfir, einn og hálfan meter frá marklínu!

    Og notabene, Southampton spiluðu án þess að hafa sinn besta leikmann, varnartröllið Virgil Van Dijk.

    Uppleggin hjá Klopp eru bara ekki að virka. Taktíkin er ekki bara að virka. Algjört þrot.

    Fótbolti er taktík og þar er Klopp ekki að ríða feitu hrossi.

    Já, okkar frábæri Jürgen Klopp var einfaldlega étinn í þessari viðureign og Southampton eiga fyllilega skilið að vera komnir á Wembley.

    Það versta er að þetta minnir allt of mikið á liðið undir Brendan Rodgers (nema þegar Suarez var allt í öllu og gerði það sem hann vildi).

    Allar viðvörunarbjöllur hringja. Því slæm úrslit ofan á slæm úrslit, trekk í trekk, leiða til minna sjálfstrausts og verri mórals. Sem svo leiðir af sér enn verri spilamennsku og áframhaldandi slæm úrslit. Þá er liðið komið í slæman vítahring og leiðin hröð niður á við. Og þá skiptir litlu máli hversu góður þjálfarinn er og jafnvel meistari Klopp yrði í miklum vandræðum. Þess vegna er ég hræddur um að við höfum í mesta lagi 4-5 leiki til að snúa þessari slæmu þróun við.

    Ég vill þó ekki sjá Klopp kaupa neinn núna. Því það er of seint! Við erum búnir að missa af titlinum og annar bikarmöguleikinn úr sögunni. Svo er Mané að koma til baka og Coutinho og Matip að komast í form.

    Málið er bara að Klopp vissi alltaf að Mané væri að fara í AFCON og að janúar yrði erfiður mánðuður með miklu álagi. Hann átti að vera klár með styrkingu strax þegar glugginn opnaði. Algjört helvítis klúður hjá manninum!

    En eitthvað verður að breytast. Menn verða að kyngja stoltinu og þora að prófa nýjar lausnir.

  6. Að fara frekar að vinna í skúrnum var tvímælalaust besta ákvörðun vikunnar. Nú er bara spurning hvort ekki séu næg verkefni um helgina :-/

  7. Hverskonar lið er þetta orðið??????? Vita þeir ekki hvernig á að skora mörk??????Aldeilis ótrúlega léleg frammistaða hjá þessu liði!!!!!!! Nú mega þeir sko skammast sín!!!!!!!

  8. Sælir félagar

    Það er eitthvað mikið að hjá LIverpool á því er enginn vafi.

    Það verður ekki leyst með einum mannig eftir hálfan mánuð það er morgunljóst.

    Að það hafi ekkert plan verið án Mané er stórmerkilegt það sér maður núna en Klopp átti auðvitað að sjá það fyrir. Það er vinnan hans.

    Að ekkert skuli hafa verið gert í málinu er alveg stórundarlegt það sér maður núna en Klopp átti að sjá það fyrir. Það er í hans verkahring.

    Allt sem Ólafur Haukur segir í skýrlsunni sinni er rétt.

    Nú liggur Klopp undir áföllum og er farinn að væla útaf dómgæslunni eins og hann væri Arsene Venger eða Móri leiðinlegi. Það er ömurlegt.

    Ég vil Klopp áfram og það lengi enn. Samt vil ég að hann standi sig betur en hann hefur gert í des/jan. Það vilja auðvitað allir Poolarar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Eg segi nu bara sem betur fer er januar fullur af bikarleikjum, ef þetta væru deildarleikir, hvar værum við þa?

  10. Við áttum aldrei að selja Benteke. Gegn minni liðum sem liggja í í vörn held ég að best sé að spila 442 með stóran framherja með einum minni, Það er engin ógn í loftinu í liðinu okkar. Veit ekki hvað við erum búnir að skora úr mörgum hornspyrnum síða Skrölti og Benteke fóru en þau eru ekki mörg. Annars áttum við ekkert slæman leik nema við gátum nýtt færin betur.
    Það er stutt á milli gráturs og gleði í þessum bransa og er það okkar að gráta núna.
    Tökum bara hina dolluna hún er miklu betri.

    Áfram LIVERPOOL. 😀

  11. Mér fannst nú okkar menn reyndar góðir í seinni hálfleik… nema að klára færi, og þá vinnur maður ekki leiki.
    Drullufúll og finnst ég alltaf vera að horfa á sama leikinn. Hvernig væri að sleppa hápressunni svo mótherjarnir komi kannski úr skotgröfunum… amk þar til við erum með mannskap til að spila þennan bolta

  12. Til að vinna leiki þurfum við að skora mörk. Því miður er enginn Gerrard og enginn Suarez. Það er eitthvað mikið að, ég sá þetta best um daginn á Anfield þegar við töpuðum á móti Swansea. Við Púllarar erum ýmsuvanir, en héldum að Klopp myndi breyta þessu, en það tekur bara tíma. Við stöndum uppi að lokum sem sigurvegarar Ensku deildarinnar. Okkar tími mun koma. Áfram Liverpool,

  13. Klopp er jafnvel kominn í þrot eins og þetta félag okkar. Hann vanmetur deildina mikið og ofmetur sjálfan sig. Hefur núna ítrekað fallið á prófinu. Hrynji liðið áfram og þetta endar í 6 sætinu þá vonandi selja FSG félagið. . Við erum alltaf á byrjunarreit hvort sem er. Það er hlegið af LFC ár eftir ár. .. fact.
    Er kominn með svoleiðis uppi kok á metnaðarleysinu hjá LFC

  14. Algerleg frábær skýrsla og spot on!

    Það er eitthvað mjög mikið að hjá liðinu. Jafnvel heimsins mestu Pollyönnur hljóta að sjá það. Plís, plís, ekki nefna Mane enn eina ferðina. Liðið á ekki að hrynja við að missa einn leikmann í einn mánuð. Ef svo er þá er liðið bara alls ekki nógu gott.

    Ég er búinn að segja það ansi oft og segi það enn. Liðin í deildinni eru búin að lesa okkur. Þau vita hvaða svæðum á að loka gagnvart leikmönnum eins og Lallana, Firminio og Coutinho. Við vitum nákvæmlega hvað mun bíða okkur á Anfield á næstunni á móti liðum eins og Burnley og Bournmouth. Að mínu mati er vörnin með þá Matit og Lovren aftasta alls ekki okkar aðalvandamál heldur steingeldur sóknarleikur sem er svo hægur og fyrirsjáanlegur. Okkur sárvantar sterka fljóta kantmenn sem geta sprengt upp svona varnir.

    Allir öskra núna á að kaupa leikmenn í janúar. Gott og vel, hvaða leikmenn eru á lausu? Getur einhver hér sagt mér það? Haldið þið í alvöru að topp-lið í Evrópu vilji selja lykilmenn sína til okkar núna í janúar?? Eeeee Nei.

    Þessi janúar-mánuður er búinn að vera alger martröð hjá Liverpool. Ef það verða ekki stórkostlegar bretyingar á spilamennsku liðisins á næstunni þá getum við gleymt því að vera í topp4 í lok tímabils. Djöfull er þetta þreytandi!

  15. Fúlt en enginn heimsendir. Sá ekki betur en að mínir menn væru vel stemmdir og seldu sig dýrt. Southampton voru klókir og unnu einvígið, respect til þeirra. Ég sé engan helv… heimsendi þó svo að við höfum ekki komist yfir i kvöld. Sturridge fekk tvö mjög góð færi og ef hann hefði nýtt þau þá væri annar hljómur i mannskapnum herna. Auðvitað eigum við að styrkja hópinn i janúar, engin spurning en þá þurfa lika menn að vera a lausu. Skil ekki reyndar af hverju Markovic gæti ekki nýst þvi hann hefur potential. Karíus frábær og Matip flottur. Gaman lika að sjá TAA koma inn og vonandi fær hann fleiri tækifæri á næstunni. Svekkjandi að missa af Wembley en okkar menn munu rífa sig upp. Það er alveg klárt!

  16. Og mikið er eg sammála Klopp þarna. Það væri annað hljóð i strokknum ef td við hefðum náð 3 punktum a old trafford og værum komnir a Wembley. Í svona baráttu þarf nefnilega ekki nema eitt litið flaut fra þeim svartklædda til að snarbreyta genginu (og geðheilsunni).
    „Við feng­um fær­in en höfðum enga heppni með okk­ur. Þeir björguðu með heppni, góð markvarsla en al­gjör heppni. Dóm­ar­inn sá svo ekki þegar [Shane] Long fékk bolt­ann í hönd­ina og það hjálp­ar ekki í leik eins og þess­um,“ sagði Klopp og hélt áfram á þess­um nót­um.

    „Það væri ágætt ef við heyrðum dóm­ar­ann flauta svona eins og einu sinni. Ég veit ekki hversu oft þetta hef­ur gerst á tíma­bil­inu. Á móti Manchester United feng­um við á okk­ur mark úr rang­stöðu og eng­inn seg­ir neitt. Í kvöld átt­um við að fá víti, en eng­inn seg­ir neitt,“ sagði Klopp hund­fúll.

    Við búum þvi miður ekki við þann lúxus að mega skora rangstöðu mörk i kippum eins og lærisveinar þunglynda portugalans gera vist.

  17. Come fucking on eru menn að væla undan dómaranum !!!
    Southampton heilt yfir mun betri í öllum 180 mínútunum og Klopp skólaður til.

    Verstu mistök sem maður hefur gert er að trúa þvælunni og bullinu í FSG og Klopp um að þeir ætli að færa titla á Anfield. Maður gerir alltaf væntingar til LFC eins og stóru félaganna en sú tíð er liðin fyrir löngu. FSG eiga að koma hreint fram og viðurkenna að þeir séu komnir í þrot.

    Southampton vann þetta fair. Vælið í Klopp í garð dómaranna er aumkunarvert – hann er að fela það að hann er taktískt búinn að skíta uppá bak og veðjar ítrekað á ranga hesta. Emre Can….. Jesús. Juve mega fá hann fyrir pund.

    Hef 2x farið með drenginn minn á Anfield. Nauð honum að fara núna í febrúar og í kvöld sagði hann við mig eftir leik “pabbi ég vil frekar bara fara seinna” áhuginn er enginn enda vonbrigðin mikil. Skil hann vel, færi ekki sjálfur núna þótt ég fengi borgað fyrír það

  18. Liv er í draslflokki eftir áramót. Vörnin léleg og framlínan, miðja sæmó. Þetta er ekki liðið sem var fyrir áramót, mannskapurinn er bara í doða og það er orðið leiðinlegt að horfa þá þetta.

  19. Ég held að lausnin á svona varnaleik eins og við erum að mæta sé kairó, með svo hægri júnka.
    Guðmundur Guðmundsson er að losna frá Danmörku og er ekki búin að semja við neitt lið. Hann kann að opna handboltavarnir.

    Þetta er orðið svo líkt handbolta að ég er byrjaður að skilja hvað Basten er að meina.

  20. Búinn að ná andanum.
    Það er brekka í þessu.
    Liðið er einfaldlega örþreytt.
    Lærdómur tímabilsins er að það er ekki hægt að láta mannskapinn hlaupa svona mikið og pressa svona grimmt út heilt tímabil. Desember og Janúar eru kaldir, blautir og þungir mánuðir.
    Annað hvort þarf aðra taktík inn á milli eða vera með sterkari hóp til að dreifa álagi.
    Klopp er að fá það kalt í andlitið að það er ekkert vetrarfrí.
    Hann verður viðbúinn næsta tímabil, alltaf næsta tímabil 😀
    Nú er að standa bak við liðið og styðja það upp þessa brekku.
    Trúi á run þegar sólin hækkar á lofti.

    YNWA

  21. Réttara að segja að lunginn úr liðinu er örþreyttur.
    Sturridge er ekki þreyttur. Hann er bara lélegur kallinn.
    YNWA

  22. 18#
    Æi komm fokking on sjálfur. Auðvitað gerum við tilkall til víti þegar varnarmaður Soton handleikur boltann á lokamínútum þessa leiks, það er bara eðlilegt og fullkomlega sanngjarnt. Auðvitað er Klopp og fleiri pirraðir eftir svona leik. Ætli þetta komment hjá honum sé ekki bara uppsafnaður pirringur, hann gefur það amk í ljós, með því að benda t.d. á rangstöðumarkið hjá manjú á móti okkur. Talandi um þann leik, fékk teiknimyndafígúran hann Poppa ekkert bann eftir líkamsárásina á Henderson? Nei, auðvitað ekki, enda í ,,rétta” liðinu.

    Nei, Soton voru ekki betri í 180 mín og að þeir hafi skólað Klopp til taktískt er bara bull.
    Soton voru miklu betri í fyrri leiknum, það vita allir, og þeir áttu skilið stærri sigur þar. Hins vegar á Anfield voru Liverpool miklu betri, þar var sótt án afláts og mörg góð færi og hálffæri nýttust ekki. Ef þessi færi nýtast ekki þá vandast málið ekki satt? Þetta snýst jú um að nýta færin!

    Ég veit ekki betur en að mínir menn hafi verið yfirnburðarlið í gærkvöldi, þó svo að Soton hafi átt frábærar skyndisóknir og varist vel. Flott lið hjá þeim og ég hef borið töluverða virðingu fyrir þessu liði í mörg ár.

    Átti Klopp að bakka með liðið og beita skyndisóknum í þessum leik? Nei auðvitað ekki.
    Átti Klopp að nota Woodburn í þessum leik í stað þess að nota Sturridge? Nei auðvitað ekki.
    Átti Klopp að nota Gini í staðinn fyrir Can, hugsanlega…
    Hvað átti Klopp að gera svona rosalega mikið annað í gærkvöldi? Hann lagði upp með sóknarleik og notaði sitt sterkasta lið í þessum umdeilda deildarbikar. Við nýttum ekki eitt færi og þá er hann búinn að skíta upp á bakið og meira að segja þá eru FSG líka búnir að vera! Hvaða ruglumbull er þetta eiginilega? Það er fínt að gagnrýna og ræða málin en að drulla yfir okkar mann og menn þegar á móti blæs er óþolandi.

    Hvað kemur málinu við hvað Sturridge gerði fyrir tímabilið, einhver brandarakeppni á instagram eða eitthvað? Hann er world class þegar hann fær tækifæri til að sýna það, ekki satt? Hvernig var hann þegar hann spilaði marga leiki með Suarez?? Hann var gjörsamlega óstöðvandi. Er sama staðan uppi núna hjá honum? Nei.

    Vissulega er liðið okkar í lægð og það er óþolandi, sérstaklega miðað við rönnið sem við vorum komnir á í fyrra. Ég efast ekkert um að liðið okkar nái fullu swingi fljótlega.

    YNWA!

  23. Góðan daginn, púllarar.
    Hef ekki kíkt hingað inn lengi en gerði slíkt núna og fann mig knúinn að tjá mig um mínar skoðanir.

    Punktur 1:
    Það sem mér finnst númer 1, 2 og 3 hjá okkur er að fá inn ALVÖRU varnarsinnaðan miðjumann en það hefur sýnt sig svo oft að lið standa og falla með slíkum manni (Leicester sl timabil og Konte; Chelsea og Real Madrid og Makelele). Ef við höfum mann sem hægt er að treysta á í DMC stöðunni þá munum við geta pressað betur á þeim mönnum sem við stólum á á þriðja hluta vallarins. Núna, er enginn að éta upp skyndisóknir andstæðinga sem eru farnir að læra á að spila gegn okkur og loka búllunni og treysta á þetta eina dauðafæri sem þeir fá (og væntanlega skora ur). Can, Lucas, Henderson. Þeir eru ekki það sem við leitum að. Við þurfum að klára þetta Carvalho mál og fá hann inn (eða einhvern í hans klassa) í janúar til að laga sjálfstraustið sem virðist brotið og þá er illt í efni.

    Punktur 2:
    Vinstri bakveður er staða sem við gætum fyllt núna og fært Milner til bráðabirgða í DMC stöðuna sem yrði MIKILL munur á því sem nú er. Það er ekki hægt að biða lengur og bera fyrir sig að janúar sé erfiður mánuður til að versla osfrv. Það er alltaf hægt að tryggja sér leikmenn fyrir sumarið í það minnsta með smá yfirverði. Ég meina, við höfum smellt £35m í Carroll og £20m í Markovic sem segir manni að slík upphæð í “established” vinstri bakvörð ætti ekki að vera vandamál sérstaklega þar sem við komum út í plús eftir “kaup/sölur” sl. sumar. Svo eigum við pening frá verðandi sölu á Sakho (og væntanlega Sturridge) inni.

    Puntur 3:
    Okkur vantar svo sóknarmann með mikla vinnu (Mané týpu sem getur skorað) til að gera okkur verulega erfiða að verjast gegn. Sturridge þarf að selja svo hægt sé að fá eitthvað fyrir hann. Gott á meðan hann er heill.

    Puntkur 4:
    FSG þarf að bakka upp Klopp því við höldum ekki besta þjálfara í heimi með því að segja honum að hann geti engu eytt og þurfi að ala upp smábörn en samt tryggja okkur topp 4. Ósannngjarnt það.
    FSG þarf að bakka hann upp og gefa honum það sem við fáum fyrir Sakho/Sturridge/Lucas + aðrar sölur og síðan bæta við þá summu ef þarf. Það er ólíðandi að leikmenn sem smell passa í hópinn séu ekki keyptir af því að við vildum ekki borga aðeins meira. Ég minni á það þegar ónefnt lið keypti Rio og Rooney sama sumar fyrir met upphæðir og þeir dugðu þeim í 10+ ár. Hvað er £30m+ fyrir ungan mann ef þú deilir því niður á mögulegan árafjölda sem hann spilar með okkur?

    Við þurfum að fylla upp í eina af þessum þremur stöðum sem ég minntist á hér að ofan til að haldast inn í topp 4 – eða eiga séns. Eins og er er hópurinn of þunnur en Klopp hefur unnið frábært starf fram að þessu með að stjórna skipinu. Gefum honum aðeins betri bát.

  24. Pirraður er ég klárlega, en frekar á ykkur heldur en tapinu. Hér er allt í volæði og Klopp er víst orðinn hálf vonlaus þjálfari. Það brakar í puttunum á skýrsluhöfundi áður en hann byrjar að skrifa um vonda kaflann, svona eins og honum hlakki til.
    Dude, Oddi og co fengu meiri olíu á eldinn og geta vælt meira hvað allt er ömurlegt, heyrðist minna í þeim fyrir áramót. Og SigKarl, hann er jú bara alltaf sammála skýrsluhöfundi, sama hver hann er.
    Jú við erum dottin úr þessum bikar, komumst reyndar mun lengra en flest öll frábæru liðin sem við horfum upp til (þessi með öllum góðu leikmönnunum). Ég man ekki eftir mörgum færum hjá Southampton í þessum leik, enda spiluðu þeir með 10 manns inn í sínum teig nær allan leikinn. Sturridge klúðrar tveim dauðafærum, og þeir rétt bjarga á línu. Víti hefði heldur ekki verið ósanngjarnt. Við sköpuðum okkur næg færi í seinnihálfleik til að skora mark.

    Þrátt fyrir dapran janúar með aðeins einu sigurleik erum við samt ennþá við toppinn og erum að fá menn tilbaka úr meiðslum og bönnum.

    Verum nú smá jákvæð svona í morgunsárið og hættum þessari neikvæðni sem er farin að vera full mikið viðloðandi við marga spjall-spekinga hérna.

  25. Varðandi það að Klopp hafi ekki verið með neitt plan þegar Mane myndi fara. Ég tel það ekki rétt. Hann var aðeins gagnrýndur fyrri part tímabils fyrir að spila ekki Sturridge vegna þess að alltaf þegar hann fékk séns þá skoraði hann (hann er með átta mörk í átta deildarleikjum). Ég tel að hann hafi einfaldlega verið að hvíla Studge til að nota hann uppi á toppi þegar Mane myndi fara. Það sem er hins vegar gagnrýnivert er að það hafi ekki verið neitt plan ef að Studge myndi klikka, eins og hann gerir alltaf þegar treyst er á hann.

    Annað. Ég er ekki sammála því að Firmo sé tekinn úr sinni bestu stöðu þegar hann er tekinn af toppnum. Maðurinn er ekki striker og færanýting hans sýnir það best. Hann er betri fyrir aftan fremsta mann. Ég er 100% sammála því að það ætti að leyfa Woodburn að spreita sig í alvöru deildarleik með topplið fyrir aftan sig. Hins vegar væri besti kosturinn að finna einhvern góðan framherja á markaðnum og splæsa í svoleiðis. Ef hvorugur þessi kostur er nýttur þá er Firmo besti kosturinn uppi á toppi og líklega verður það þannig í næsta leik.

  26. Viðurkenni það að ég skil það ekki þegar menn fara að tala um að það væri allt annað hljóð ef við hefðum unnið leiki, t.d. eins og þann og á Old Trafford.

    AUÐVITAÐ!!!!

    Þess vegna er mjög skiljanlegt að við séum pirruð og reið yfir því að “Liverpool-syndrome” vaknar enn á ný í janúar, nú hjá manni sem við höfum öll ofurtrú á.

    Það er annað tveggja sem er að gerast…

    A) Búið er að finna út hlaupaleiðir og leikskipulag LFC. Ég sá ekki öll þessi dauðafæri í gær, vissulega fékk Sturridge dauðafæri og Can var nærri búinn að skora eftir mistök markmannsins. En vorum við að fara í gegnum þetta Southampton lið að vild í þessum leikjum. Alls ekki. Ef þetta er svarið er ekki nema um tvennt að ræða, fá meiri gæði inn í liðið með leikmannakaupum, menn sem geta unnið leiki með einstaklingsframtaki eða alvöru striker sem er að sópa til sín í boxinu…eða hnika til leikkerfinu og reyna að bregðast við 6-3-1 leikkerfunum.

    B) Liðinu vantar breidd í lykilstöðum. Margir áttu slakan leik í gær. Eiginlega allir. Samt kom fyrsta skipting á 75.mínútu og sú næsta 10 mínútum síðar. Hendo er ekki heill og Coutinho og Matip ryðgaðir. Menn tala um þreytu. Sú þreyta er ekki líkamleg hjá þeim sem ekki eru meiddir. Hún er andleg og vekur mér pínu áhyggjur þar sem það er morgunljóst að við ætlum að vera með lið sem spilar 2 leiki flestar vikur. Við þessu eru líka til tvær tilraunir til lausna. Sú fyrri er að kaupa gæði og leysa af menn sem þurfa að spila alla leiki annað slagið, þarna er ég sérstaklega að tala um menn eins og Milner, Hendo og Firmino (jafnvel Lallana) sem hafa ekki verið skugginn af sér núna í janúar. Hitt er að halda áfram að spila mönnum og minnka æfingaálagið verulega milli leikja og treysta á það að tappinn fari úr flöskunni og leikgleðin komi aftur í ljós.

    Í báðum þessum tilvikum vill ég sjá leikmannakaup…þar sem mér finnst komið í ljós að þeir sem standa utan við fyrstu 11 – 13 eru einfaldlega of veikir fyrir topplið í enska boltanum. Vissulega eru margir efnilegir, en ekki tilbúnir.

    Ég hef orðið þá skoðun á meistaranum Klopp að þar fari hins vegar ansi þrjóskur einstaklingur sem hefur mikla trú á því sem hann er að gera…kannski of mikla…svo ég er ekkert viss um að hann vilji eitthvað flýta því verkefni sem hann er með í höndunum.

    Næsta verkefnið er FA bikarinn. Það verður hunderfitt og það kæmi mér ekki á óvart að þrautagangan héldi þar áfram.

    Við sættum okkur öll við það ef að við endum í 4.sæti deildarinnar í vor. Ef hins vegar þessi þraut heldur áfram um sinn þá erum við ekki á góðum stað í þeirri baráttu og það að lenda utan Meistaradeildarinnar enn eitt árið og enginn bikarinn á hillunni eftir veturinn væru sennilega stærstu vonbrigðin ansi lengi.

    Það er alveg ljóst að Klopp hefur allt aðra áru í kringum sig nú en fyrir mánuði og satt að segja þá verður fróðlegt að sjá hvernig hlutir þróast þar til í upphafi febrúar.

  27. Maggi:
    ,,Viðurkenni það að ég skil það ekki þegar menn fara að tala um að það væri allt annað hljóð ef við hefðum unnið leiki, t.d. eins og þann og á Old Trafford.”

    Hvað er ekki að skilja? Ég nefndi þetta sem dæmi um hversu hrikalega stutt er á milli feigs og ófeigs. Ef til að mynda manjú hefðu ekki fengið að skora enn eitt rangstæðumarkið og að við hefðum fengið víti í gærkvöldi að þá hefði staðan í hausamótunum okkar verið allt önnur. Samt hefði Klopp ekki gert neitt öðruvísi, heldur einfaldlega fengið þessi tvö dæmi með sér í farteskið. Er einfaldlega að benda á að það er mjög skrítið að menn geta stigið upp á stól og hraunað yfir liðið okkar, Klopp og eigendur þegar við náum ekki að skora á móti Soton. Þeir hafa verið með 15 hrein lök í vetur… Þetta eru engir aumingjar!! Við blésum til sóknar og það gekk ekki í gær, þrátt fyrir tiltölulega fína frammistöðu á móti mjög samanþjöppuðum varnarleik.

    Sammála með breiddina, það er augljóst.

  28. Það að tapa verðskuldað fyrir Southampton og gera verðskuldað jafntefli við United vekur okkur enga gleði.

    Það er ekki til heppni í fótbolta og við erum heimsmeistarar í “ef” – afsökunum sem mér finnst kjánalegt.

    Það er krísa í klúbbnum, hún þarf ekkert að verða stór og mikil og endanleg neitt…en það er krísa. 1 mark í 4 leikjum í bikarkeppnum er ömurleg frammistaða ofan á 2 stig í þremur deildarleikjum gegn tveimur liðum í fallsætum.

    Það er ekkert “ef” til og þess vegna erum við fúl. Eigum við þá bara að vera glöð…yfir frammistöðum?

    Ef við horfum á frammistöður vorum við skítlélegir gegn Swansea, Sunderland og báðum Plymouth leikjunum. Hættum að benda á annað en útkomur og staðreyndir og tölum út frá því.

    Klopp og leikmennirnir eru lentir inni í “shit-storm” og það er sá fyrsti alvöru á hans ferli…nú er að sjá hvernig hann kemur út úr því.

  29. Ég er að mörgu leyti sammála Magga #26. Ástandið minnir örlítið, og þá meina ég örlítið, á skyndilegt andleysi og kraftleysi hjá Dortmund undir stjórn Klopp frá október 2014 til janúar 2015. Þá var staðan þannig að liðið sem spilaði úrslitaleikinn í CL 2014 var í neðsta sætinu í Bundes. Vitanlega er ólíku saman að jafna við stöðuna í dag enda Liverpool í ágætis málum í deildinni en það er því miður ekkert nýtt að liðin hans Klopp taki dýfu hvað form varðar.

    Ég held að skýringar Magga séu réttar. Klopp hefur ekki verið nógu fljótur að koma sér upp plani B og hópurinn er ekki nægilega breiður. Þetta er ekki flóknara held ég.

    Ég kaupi ekki þá skýringu að atvinnumenn í fótbolta geti ekki hlaupið að kröfu þjálfarans. Í fyrra hljóp Liverpool liðið í PL 1282 km sem er mest allra liða en þó aðeins rúmu 1% meira en ManCity sem hljóp næst mest og 6% meira en meðaltal deildarinnar. Auðvitað segir svona tölfræði ekki alla söguna en segir samt eitthvað.

    Ég er líka sammála áliti Magga, þ.e. ef ég skil hann rétt, að Klopp mun standa og falla með sinni fótboltaheimspeki. Það má kalla það þrjósku eða eitthvað jafnvel enn verra en Klopp er Svabi, en sá þjóðflokkur er í senn frægur fyrir afburða stjórnunarhæfileika og að fara sínar leiðir hvað sem öðrum finnst. Það er því miklu líklegra að Klopp breyti Liverpool en að Liverpool breyti Klopp.

    Ég játa að vera mikill aðdáandi Svaba og margir frábærir þjálfarar koma frá þessu svæði. Raunar alveg stórmerkilegt hvað margir þjálfarar í Bundes eru Svabar. Líka heimsþekktir afburðamenn eins og Rommel, Zeppelin greifi og Diesel að ógleymdum Albert Einstein.

    Þetta var nú útúrdúr en góðu tíðindin eru að Klopp nær ávallt að rífa sín lið upp. Á rassgatinu ef það þarf með jafnvel. Dortmund 2015 fór loks í gang eftir áramótin og Klopp skilaði liðinu úr botnsætinu í 7 sætið þegar upp var staðið.

  30. Vá hvað ég er sammála Magga hér!

    Það er enginn að tala um heimsendir en það er klárlega “krísa” á Anfield, kannski ekki endilega einhver mikil krísa en krísa engu að síður. Það reynir roslega á Klopp núna. Hann er ekki bara að glíma við það hvernig á að bæta dapra frammistöðu og þá sérstaklega steingeldan sóknarleik heldur þarf hann að finna leið til að rífa upp sjálfstraustið hjá liðinu. Það er risaverkefni!

    Annað, það er bara fínt ef einhverjir stuðningsmenn kjósa að vera jákvæðir og segja að við höfum bara verið óheppnir og dómgæslan ekki fallið með okkur. Þetta sé allt að koma o.s.frv. Bara hið besta mál. Það er líka allt í lagi að vera hundfúll, reiður og gagnrýna ömurlega spilamennsku og skelfileg úrslit núna í janúar. Það gerir menn ekkert að verri stuðnginsmönnum, svo framarlega sem sú gagnrýni er málefnaleg.

  31. Er ekki augljóst hvers vegna liðið undir stjórn Klopp hikstar í janúar? Á þessum tíma árs hafa lið undir hans stjórn vanalega verið í vetrarfríi en nú ber svo við að í stað þess að liðið sé að hlaða batteríin er leikjaálagið það mesta það sem af er tímabilinu. Klopp gerir miklar kröfur til sinna liða og nú virðast menn einfaldlega vera að þrotum komnir sem sást vel á því að það var sáralítil hreyfing á mönnum án boltans í gær og Southampton áttu ekki í miklum vandræðum. Tek fram að ég hef enn ofurtrú á Klopp og hans hugmyndafræði en tel samt að hann þurfi að laga sinn stíl betur að Englandi. Ef einhver getur komið Liverpool aftur á toppinn í Englandi er það Jurgen Klopp en því miður fyrir okkur óþreyjufullu áhangendur liðsins virðist hann þurfa tíma, sem ég vona svo sannarlega að hann fái. YNWA

  32. Sælir félagar

    Ég veit ekki alveg en það virðist sem það sé virt manni til lasts að vera sammála t. d. skýrsluhöfundum, Doddi#25 eða öðrum sem hafa verulegar áhyggjur af frammistöðu liðsins og þeirri þróun á leik þess sem verið hefur í des/jan. Það er auðvitað mál hvers og eins á hverju hann er pirraður en betra væri að Doddarnir snéru sér að því að ræða það sem menn segja og hrekja það, nú eða vera því sammála eftir atvikum, Annað hefi ég ekki að segja um þetta.

    Mér finnst umræður Magga og Svavars málefnalegar. Þeir ræða um það sem skilur á milli í skoðunum og reyna að rökstyðja það en snúa sér EKKI að persónu hvors annars eða skammast út í það að hinn skuli ekki vera á sama máli. Það er umræða sem leiðir til niðurstöðu og er fínt. Ég læt þetta nægja í bili en tek það fram að ég er sammála mörgu sem hér er sagt og svo ekki öðru og mér finnst það bara í góðu lagi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  33. Veit ekki alveg hvað fólk er að nöldra yfir hér, eftir allt “the alternative fact” er að við bustuðum þennan leik 73-27

  34. menn eru að hlaupa vitlaus hlaup, eru eins og hauslausar hænur inn í vellinum. Skilja eftir sig stór svæði sem enginn dekkar. t.d Milner í gær,,,var kominn ofarlega á völlinn, missir boltann og eltir manninn inná miðjuna en það voru tveir lausir á kantinum sem hann hefði frekar átt að bakka og verjast. og hvað skeði ? jú boltinn barst þangað, enginn að dekka og hinir fengu skyndisókn. Prufa að bakka aðeins með bakverðina og hugsa um vörnina. Það er alltof margir frammi sem eru bara að þvælast fyrir hvorum öðrum. þetta er bara skipulags skítur að verða og ekkert plan B….kaupa rándýran varnarsinnaðan miðjumann. Eru ekki búnir að eiga svoleiðis í mörg ár.

  35. Þetta er á köflum góð umræða.

    Kenning:
    Liverpool á núna 11-12 útileikmenn sem geta spilað í Kloppbolta. Emre Can og Wijnaldum geta það (svona þokkalega) en hvorki Sturridge né Origi.

    Um leið og vantar eitt púsl í þetta, þá hikstar vélin. Núna vantar Mané. Sóknarleikurinn er allur annar þegar Firmino er uppi á topp og Mané og Coutinho sitthvorum megin við hann. Þá er Lallana á miðjunni og Can/Wijnaldum og Henderson þar fyrir aftan. Þetta lið er mjög gott og skorar að vild, leysir rútubílavarnir eins og ekkert sé. Efast ekki um að Clyne sé nógu góður í þetta og Milner hefur leyst þetta vel, spurning samt hvort ekki þurfi að fara í uppfærslu á vinstri bakvarðarstöðunni í sumar.

    Ergo: það vantar fleiri leikmenn af þessu kalíberi. Sturridge og Origi passa ekki inn, enn sem komið er allavega, ég hef meiri trú á að Origi geti aðlagast en Sturridge fer líklega í sumar.

    Ein pæling:
    Hvernig væri ef Liverpool myndi viljandi veikja miðjuna? Eða minnka pressuna á köflum? Leyfa varnarsinnuðum liðum að koma framar á völlinn, líkt og Frakkar gerðu við íslenska landsliðið á EM í sumar, með engum smá árangri. Leyfa þeim öðru hvoru að koma upp með boltann og sækja síðan hratt á þá. Þá þarf að æfa hraðar sóknir sérstaklega því þegar þau tækifæri bjóðast þá eru þau allt of oft illa nýtt eins og staðan er núna. Maður tekur líka eftir því að öll lið eru mjög fljót til baka, sækja á fáum mönnum sem er auðvitað erfitt að eiga við. Kannski þyrfti Klopp að spá aðeins í þetta.

  36. @ 36. Ívar Örn.

    Er Liverpool með lið til að sækja hratt á andstæðinginn? Eini leikmaðurinn í herbúðum Liverpool sem hefur hraða og kann fótbolta er staddur í Gabon.

  37. Búinn að anda inn og út frá leiknum í gær, nokkuð ljóst að eitthvað er að hjá okkar ástsæla. Hefur Hollendingurinn sem gagnrýndi Klopparann í ágúst síðastliðnum fyrir allt of stífar æfingar á undirbúningstímabilinu hafi rétt fyrir sér að blaðran sé hreinlega sprungin og menn gjörsamlega með tóman tank ? Ég neita að trúa því að svo sé. Hver hefur svo sem ekki séð þetta áður. Það er nokkuð ljóst að við söknum Mané en það er ekki eina ástæðan, við sáum leiki í des sem við vorum í vandræðum þótt við hefðum Mané.
    Ég trúi enn á Klopp og félaga og treysti því að þeir finni lausnir á þessu. Spurning hvort við förum að ráðum Conte og skellum í 3-5-2 kerfi, varla versna hlutirnir við að prófa það.

  38. Sæl öll.

    Ég ætla svo sannarlega að styðja Klopp áfram og gef ekkert og í raun aðeins hlátur í huga fyrir alla þá eftir á speki sem svífur hér yfir vötnum. Maðurinn er nú í fyrsta sinn að taka þátt í ensku deildinni þar sem leikjaálag er aldrei meira enn yfir það tímabil sem hann er vanur að vera í vetrarfríi.
    Í gær var stillt upp sterkasta mögulega liði en það gekk bara ekki að opna andstæðinginn og því fór sem fór. Ég er alveg sannfærður um að ef að hann hefði valið það að nota unga leikmenn í verkefnið og tapað leiknum að þá væri sama neikvæðnin hér nema þá væri umræðan um heimskulegt val á leikmönnum ” af hverju var ekki valið sterkasta liðið”. Það er bara þannig að margir reglulegir spjallarar hér eru með rosalega neikvæða nálgun á fótbolta. Ég fæ alltaf mynd af mourinho upp í huga mér þegar ég tala um neikvæða nálgun því hann er meistari í því. Hefur allt á hornum sér og elur leikmenn sýna á neikvæðni.

    Mér finnst mikið… mikið skemmtilegra að horfa á liðið halda boltanum og reyna opna andstæðinginn heldur en að leggjast í kör og bíða eftir einhverju tækifæri. Þetta lið er einfaldlega í þróun og þróun tekur tíma. Sú jákvæða nálgun sem Klopp er með á fótbolta er ég rosalega hrifinn af og mér dettur ekki í hug að gagnrýna hann eftir á er varðar taktík.

    Svo er ég alls ekki sammála því að heppni sé ekki til í fótbolta. Það veltur t.d. aðeins á heppni hvort dómari flauti vafaatriði eða ekki.

    Liverpool hefur ekki verið að ríða feitum hesti á þessari öld né síðasta áratug síðustu aldar. Klopp er búinn að umturna öllu hjá Liverpool síðan hann kom fyrir 14 mánuðum og það er mikið skemmtilegra að horfa á liðið spila. Þegar best lætur láta þeir andstæðinginn líta út fyrir að vera byrjendur og skora mörk að vild. Það að halda því fram að hann hafi ekki haft plan b þegar Mané fór segjir meira um þá sem halda því fram en Klopp. Mér finnst augljóst að hann veðjaði að sjálfsögðu á Sturridge en það hefur ekki alveg gengið upp, við sjáum hvað setur.

    Ok… ok fúllt að missa af úrslitaleik en ég græt það bara ekki neitt. Ég vil mikið frekar halda liðinu í topp 4 og komast í meistaradeildina það væri langt fyrir ofan mínar væntingar fyrir tímabilið. Meistaradeildin býr til grundvöll fyrir breiðan hóp og að mínu viti á að leggja alla áherslu á topp 4 og gekk það vel fyrir áramót.

  39. Alexander Arnold góður i leiknum!!!? Af og frá og verdur að taka sér tak og reyndar allir þessir ungu strákar. Þetta er Liverpúl, ekkert KR eða svoleiðis 4. deildar klúbbur. Tapið í gær er ófyrirgefanlegt og er enganveginn afsakanlegt. En það er varla við øðru að búast þegar ekki er splæst í leikmenn.

  40. Finnst margir hverjir hér óþægilega svartsýnir, talandi um að Klopp sé búinn að missa það og að lið séu byrjuð að lesa okkur og þar fram eftir götunum. Ekki héldu menn að LFC myndi vinna alla leiki ALLTAF !! Eðlilega koma lægðir, það gerist hjá öllum liðum og LFC engin undantekning þar frá. Finnst of djúpt í árina tekið að segja að allt sé ómögulegt því fyrir mánuði síðan vorum við með besta lið í heimi.

    Vissulega gengur illa en það er hluti af uppbyggingarfasanum hjá Klopp og FSG. Aðal fókusinn hlýtur að vera að koma liðinu í CL og eins langt í öllum öðrum keppnum og möguleiki er. Nú er liðið farið út úr einni keppni því að Southampton sló LFC út fair and square. Það er staðreyndin.

    Klopp þarf hinsvegar að endurskoða liðið og hvað það er sem er í gangi. Emre Can fyrir mér virkar ekki á miðjunni í leik þar sem þarf að sækja hratt og keyra á lið. Hann er fínn í baráttuleikjum á móti sterkum stórum liðum en þegar hann þarf að senda hratt og hugsa hratt þá er hann ekki maðurinn sem þarf á miðjuna. Sturridge finnst mér bara alls alls ekki passa í liðið eins og það er að spila núna. Hann er illa staðsettur, hægur, með lélegt touch og svo klúðrar hann dauðafærum eins og í gær sem er ekki að hjálpa honum. Það þarf meiri breidd í liðið og meiri hæfileika. Kantmann/menn og svo 20 marka striker. Miðjan okkar getur staðist bestu lið deildarinnar og vörnin verður betri þegar þeir ná að spila meira saman (með Matip). Okkur vantar alvöru STRIKER !!!

  41. Var ekki betra að tapa þessum leik heldur en úrslitaleiknum á móti MU, ég held það

  42. Er Lazar Markovic það lélegur leikmaður að það var betra að lána hann til Hull strax frekar en að nota hann í hóp. Held að það hefði alltaf verið betra að hafa hann á bekk frekar en bæði Lucas og Klavan.

Liverpool v Southampton [Leik lokið]

Ferðasaga kop.is – sjöunda ferðalag