Man Utd – Liverpool 1-1 (Skýrslan)

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Mignolet
. Varði nokkrum sinnum mjög vel, sérstaklega frá Mkhitaryan og Zlatan í fyrri hálfleik og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Hefur verið góður síðan hann kom aftur inn í liðið og ekki gert sig sekan um nein mistök.

Það verður einnig að minnast á Alexander-Arnold, að byrja sinn fyrsta leik í EPL er risa áfangi, hvað þá þegar leikurinn er á Old Trafford. Var örlítið stressaður í byrjun leiks og missti boltann á slæmum stað í byrjun síðari hálfeiks, fyrir utan það var strákurinn góður og á sér bjarta framtíð!

Það er ekki tilviljun að við vinnum aftur miðjubaráttuna þegar Henderson kemur aftur inn í liðið. Hann er okkur gríðarlega mikilvægur, bindur sókn og vörn vel saman og er virkilega mikilvægur í pressunni hjá liðinu. Wijnaldum var einnig góður í dag, helsta gagnrýnin á hans leik er líklega færanýtingin. Fékk tækifæri til að klára leikinn í tvígang.

VONDUR DAGUR

Heilt yfir var liðið að spila nokkuð vel og gaf ekki mörg færa á sér. Vörnin stóðs sig heilt yfir vel, ekki auðvelt verkefni að spila fyrst á móti Martial, Mkhitarya, Zlatan og Pogba og svo Fellaini í þokkabót þegar heimamenn fóru í löngu boltana. Emra Can fannst mér slakastur af þeim Lallana, Henderson og Wijnaldum. Ósanngjarnt kannski að taka hann fyrir en ég vil fara að sjá meira frá honum.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

Liverpool var nokkuð varnarsinnað í dag, kannski skiljanlegt í ljósi þess að við vorum að spila á Old Trafford við Manchester lið sem hafði sigrað níu leiki í röð á meðan okkar menn hafa verið að hiksta síðustu vikur og verið í talsverðum meiðslavandræðum. Það eru ekkert slæm úrslit að fara á Old Trafford og sækja eitt stig, sérstaklega án Mané, Clyne, Matip og Coutinho (að mestu). Þetta er samt svolítið eins og tap þegar liðið fær á sig mark svona seint í leiknum. Það verður samt að segjast að þó að liðið hafi legið til baka þá var það samt klárlega að spila til sigurs og áttum við hættulegri færi síðustu 20 mínútur leiksins eða svo (eftir að Coutinho kom inn) og hefðum í raun átt að taka öll þrjú stigin, Firmino og Winjaldum fengu báðir mjög góð færi til að klára leikinn.

Menn eiga kannski eitthvað eftir að ræða rangstæðuna í aðdraganda marki United. Jújú, var rangstæða að ég held en heilt yfir þá er ég á því að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit.

Það var gríðarlega mikilvægt að tapa ekki þessum leik í dag, þá hefðu verið tvö stig á milli liðanna og orðið ansi mikil barátta um topp fjögur sæti. Á móti kemur að með hverju tapaða stiginu þá minnka möguleikarnir okkar á að ná Chelsea, þeir eru að spila ótrúlega vel og virðast ekkert ætla að hægja á sér.

NÆSTU VERKEFNI

Það er leikið nokkuð þétt næstu tvær vikurnar, bætist þá við deildarprógrammið leikirnir gegn Plymouth og síðari leikurinn gegn Southampton. Deildin er samt sú keppni sem ég vil leggja allt púður í og eru næstu þrír leikir okkar þar Swansea (H), Chelsea (H) og Hull (Ú). Á sama tíma mætir Chelsea liðið Hull (H), Liverpool (Ú) og Arsenal (H). Það væri hrikalega sterkt að sækja fullt hús stiga í þessum leikjum og setja smá pressu á Chelsea.

Næsti leikur er allavega Plymouth (Ú) í bikarnum á miðvikudaginn – ég vil sjá unglingana notaða í þeim leik þar sem við eigum Swansea á laugardaginn.

27 Comments

  1. Henderson er algjör lykilmaður á miðjunni. Þvílíkt vinnuframlag og ósérhlífni. Ólöglega jöfnunarmarkið svekkjandi en hefði samt þegið þessi úrslit fyrir fram. Algjört lykilatriði að hafa ekki tapað honum a.m.k!

  2. Flott leikskýrsla og súmerar leikinn vel upp.

    Mignolet og Lovren frábærir í leiknum sem og Henderson. Ég held að menn þurfi ekkert að velta því lengur fyrir sér hver er mikilvægasti leikmaður okkar, það er fyrirliðinn enginn spurning!

    Er mjög ánægður með leikinn. Auðvitað er maður svekktur að hafa ekki unnið hann en þegar rykið sest niður þá átta menn á sig að þetta eru frábær úrslit. Ég var mjög svartsýnn fyrir þennan leik.. Við erum áfram í titilbaráttu, engin spurning og höldum United 5 stigum fyrir aftan okkur.

    Er enn þeirrar skoðunar að Klopp þurfi að styrkja hópinn með helst tveimur sterkum leikmönnum núna í janúar. Verst að þessir leikmenn eru ekkert endilega á lausu en við þurfum allavega að reyna að ná í þá. Breiddin hjá okkur er bara ekki nægileg.

    Næsti leikur, bikarleikur á móti Plymouth. Sendum allt varaliðið eða unglingaliðið í þann leik. Mér er skítsama þó við dettum út úr þeirri keppni. Þurfum okkar sterkasta lið vel hvílt á móti Gylfa og félögum um næstu helgi. Deildin á að sjálfsögðu að vera í algerum forgangi.

  3. Mér fannst gríðaleg breyting þegar Coutinho kom inná, hafði góð áhrif á Firmino, linka vel saman
    Annars hlakka ég til að vera með ykkur næstu helgi ?

  4. Ég skil alltaf meira og meira með hverjum deginum sem líður afhverju Gerrard traðkaði á Herrera

  5. Þrátt fyrir að jöfnunarmarkið hjá utd hafi verið sárt og sérstaklega þar sem það kemur eftir rangstaðu.

    Þá getur maður samt brosað og hugsað! Þessi klopp er magnaður…

    Segir fyrir leik hvað á ég að óttast á OT?

    Mætir með frekar vængbrotið lið í lykil leik gegn erkifjendum og taldir underdogs hjá flestum sem töluðu um leikinn.

    Með 18ára gamlan Gutta í vörninni ! Ég sá liðið og hugsaði nei anskotin er couto ekki meira klár en sem varamaður ! Oh þessi helvítis afrikukeppni væri gott að hafa mané núna ! Meira helvítis bullið þetta Fifa! Matip fær ekki að spila.. og clyne hann er aldrei meiddur! Nema núna gegn helvítis utd…

    Og þrátt fyrir allt spilaðist gegn okkur fyrir leikinn og reyndar stórar ákvarðanir inná vellinum..

    Þá er maður pínu súr eftir leik sem við í raun áttum ekki að eiga séns ì fyrirfram 🙂

    Nú er couto að koma mané vonandi sem fyrst og matip studge heldur sér heilum og jafnvel að það detti inn styrkur í jan..

    Og ég hef fulla trú á að liverpool nái chelsea fyrir mötslok..

  6. Góð barátta og líklega sangjörn úrslit. Liðið seldi sig dýrt og var pressað og fengu Man utd menn engan tíma og fóru því í leið númer 1 eða hálofta bolta og sendu þeir 99 svoleiðs bolta í leiknum sem er það mesta sem lið sendi í þessari umferð.
    Mér fannst kannski Klopp ekki alveg bregðast rétt við í þeiri stöðu og hefði maður vilja sjá einfaldlega aðeins þéttari pakka fyrir framan vörnina til að vinna síðariboltan og datt manni í hug Kevin Steward eða jafnvel Gomez til að fara í þessa baráttu(en við vorum mikið að tapa henni í restina, hefði verið gott að hafa Matip).

    En jæja 1 stig og næsti leikur í deild er Swansea sem er ekkert gefið(voru helvíti góðir þegar staðan var 0-0 gegn Arsenal um helgina og sköpuðu hættu en um leið og þeir fengu mark á sig þá hættu þeir).

    Framistöðurleikmanna.
    Mignolet 9 – einfaldlega flottur leikur og mikilvægar markvörslur
    Millner 8 – mjög solid leikur.
    Lovren 8 – flottur og hélt Zlatan lengst af í skefjun en átti ekki að vera að dekka hann þegar hann skoraði
    Raggi 7 – heilt yfir góður. Þótt að maður hefði viljað hafa Matip þarna, þá verður það ekki tekið af honum að hann hefur komið manni á óvart.
    TAA 7 – 18 ára og spila gegn á þessum velli og standa sig vel er gott veganesti í framtíðina. Tapaði einu sinni bolta á hættulegum stað sem hefði getað verið dýrkeypt.
    Henderson 8 – vá hvað við söknuðum hans.
    Winjaldum 7 – virkilega solid
    E.Can 5 – Hægur, lengi á boltan, tapar bolta og að mínu mati veikur hlekkur í þessu liði.
    Lallana 8 – flottur. Hleypur úr sér lungum og er ógnandi.
    Firmino 8 – sjá Lallana
    Origi 6 – átti ágætan fyrihálfleik en týndist í þeim síðari og var tekinn af velli.
    Coutinho 8 – flott innákoma og kom með líf í þetta.

    s.s Mignolet maður leiksins hjá mér.

    Næstu 10 dagar verða spennandi. Vonandi áfram í FA Cup, Deildarbikar og 3 stig gegn Swansea áður en við fáum Chelsea heima og ég trú því að þetta gengur eftir.

  7. Mér finnst undarlegt að pistlahöfundur hafi ekki rætt um framgöngu Paul Popba gegn Henderson. Kannski er þetta bara ég er en mér fannst þetta vera hreint rautt og hann ætti að vera settur í bann fyrir þetta atvik, því svona framganga á ekki að sjást í fótboltaleik.

    https://mobile.twitter.com/ArsenalohoIic/status/820673084709539843

    Svo fannst mér líka aumingjalegt þegar Hierra tók í peysu Firmino og þegar firmino ýtti við honum, lét hann eins og hann hafi verið sleginn í framan en svo þegar myndbandsvélar náðu myndir af atvikinu, þá reyndist það ekki vera rétt. Gullt hefði kannski verið sanngjarnt en hann var allavega miklu nær því að eiga skilið rautt en Firmino með því að reyna að svindla á dómaranum.

    Annars var þetta drengilegur leikur að mestu leiti hjá leikmönnum Man Und. Man bara eftir þessum tveimur atvikum sem voru virkilega óheiðarleg.

  8. Bið ekki um meira enn 2 menn í kaupum í janúar einn frammi og einn í vörn mættu vera Milner týpur báðir bara með smá meiri hraða.
    Enn ég er sammála flestum þessi leikur var langt frá svekkjandi því Liverpool barðist vel á erfiðum útivelli og átti jafn mikið í þessum leik og heimamenn sem voru með allt sitt besta sem þeir gátu sett inná völlinn en voru samt allveg að missa þetta. Held að ManU verði að fara kaupa eitthvað af fleirri 100 m.punda mönnum ætli þeira að eiga séns í deildina :-).

  9. Af hverju nota klopp ekki nema eina skiptingu? Var sturegd ekki i lagi i staðinn fyrir hina dauð þreyta þarna frami?

  10. Fínn leikur og umfram mínum vonum.

    Þá er ég ekki að meina úrslitin heldur frammistaðan. Sérstaklega í fyrri hálfleik þegar pressan var mögnuð og eyddi alveg út hættunni á miðju United – sem er nokkuð verk skal ég segja ykkur.

    Svo þegar að Móri fór að sparka langt var allt annað að sjá viðbrögð hafsentanna og varnarleiksins en t.d. gegn Burnley, Bournemouth og West Ham. Markið þeirra hefði svo engin nema Zlatan getað skorað og hundfúl frammistaða aðstoðardómarans svíður auðvitað, hryllileg staðsetning.

    Svo hefði Gini getað verið aðeins yfirvegaðri í uppbótartímanum, þetta var gott færi og hann hafði meiri tíma en hann nýtti sér.

    Fyrirfram klárlega tekið stigið – skulum átta okkur á því að eftir run-ið sem United hefur verið á voru þeir farnir að tala margir um að Chelsea væri ekki ómögulega langt á undan þeim! Nú er skyldusigur í kop.is-leiknum okkar um næstu helgi, komast á Wembley áður en Chelsea koma á Anfield í leik tímabilsins….stuðið maður – stuðið!!!

  11. Ekkert ósanngjörn úrslit en mætti úrvalsdeildin ekki hafa 4 Línuverði á leikjum?
    Nóg af mistökunum heilt yfir seasonið og ekki væri það of dýrt !

  12. Mér hefur oft þótt ástæða til að gangrýna Can, en ekki í þessum leik. Ástæðan fyrir því að Pogba sást ekki nema þegar hann hafði misst kúlið, var frábær frammistaða hjá Can.

  13. Sæl öll.

    Þá er þessi erfiði leikur búin og úrslitin alveg ásættanleg miðað við að dómarinn var blindur og einn leikmaður misskildi svolítið sinn tilgang í leiknum en það þýðir ekki að grenja út af því.

    Mourhino segir í blaðaviðtali að okkar menn hafi varist allan leikinn og að hans menn hefðu verið í stórsókn..hér er tölfræðin í stuttu: Man.ut. á undan

    Skot: 8-6
    skot á mark 5-5
    Varin skot 5-3
    Horn 5-7
    Rangst.4-2
    Nú hef ég ekki mikið vit á fótbolta en mér finnst þessi tölfræði ekki segja mér að Liverpool hafi legið í vörn í 90 mín
    Jafnmörk skot á markið, De Gea varði 5 sinnum en Mignole 3 svar.
    Það er ekki skrýtið þó leikmenn viti ekki hver þeirra tilgangur er ef stjórinn þeirra skilur ekki leikinn. Okkar menn voru betri í fyrri hálfleik en hinir í seinni….

    Annars er ég svo reið út í þennan leikmann sem skildi ekki tilgang sinn að ef ég myndi mæta honum myndi ég líklega taka hann hálstaki og snúa hann niður það er alveg leyfilegt fyrir framan 65.000 manns afhverju má þá ekki gera það úti á götu.
    Sorrý hvað ég er pirruð en svipurinn á þessum leikmanni þegar hann réðist á Henderson finnst mér benda til þess að það er eitthvað mikið að hjá honum og því vona ég að þetta atvik verði skoðað svo hann skaði ekki einhvern næst þegar æði rennur á hann.

    En ég trúi…om æ hvað ég trúi.
    Þangað til næst

  14. Daginn eftir… Er ég enn fjúkandi reiður yfir því að pogba skyldi ekki fá neitt fyrir líkamsárásina á Hendo. Þessir pappakassar hjá FA skulu nú drattast til að velta annarri rasskinninni og taka á þessu máli, það er hægt fyrst pogba fékk ekki spjald, ekki satt? Sama með herrera, þvílíka framkoman. Hann hefði átt að fá aukaspjald fyrir að reyna að blekkja dómarann og grípa fyrir andlitið. Svo auðvitað þurftu þeir smá aðstoð til að skora eitt mark, sóknin kemur út frá rangstöðu og ef þannig er það bara. Alveg sama hvað hver segir. Þessi sókn hefði átt að stoppa þar og þá hefðu þeir ekki skorað úr þessari sókn. Kannski síðar, hver veit en þarna högnuðust þeir á ömurlegri staðsetningu línuvarðar.

    Er hrikalega stoltur af liðinu okkar, það mætti fullir af eldmóði og unnu sína vinnu. Báru enga virðingu fyrir þessu hrokagikkjum enda engin ástæða til. Gat ekki séð að Mótorkjaftur hafi verið eitthvað stresslaus á hliðarlínunni. Hann ætti nú að skjóta aðeins meir á Klopp fyrir leik. Auðvitað er þetta mannfífl eins og 6 ára krakki sem beittur hefur verið einelti. Auðvitað þurfti hann að koma með eitthvað fáránlegt komment eins og að þeir hafi verið í sókn og við í vörn. Allir sem sáu leikinn vita að bæði lið sóttu og bæði lið vörðust. Hvað er að þessum bitra manni? Það er ekki að furða að leikmennirnir hans beita skítabrögðum sbr pogba og herrera.

    Okkar menn mættu með hálflaskað lið og unnu sér svo sannarlega inn fyrir stiginu og hefðu vel getað fengið þrjú.

    Er mjög stoltur af liðinu okkar en er líka hryllilega pirraður á þessum atriðum.
    Mignolet var í heimsklassa í gær og ATT var frábær, þvílíkt efni þessi pjakkur!

    Mikið hlakka ég til þegar við fáum Coutinho(á fullu), Matip og Mané til baka!
    Vona að Klopp kræki í 1-2 spennandi kosti í janúar til að breikka hópinn aðeins.

    Staðan í deildinni er frábær hjá okkur, auk þess sem við sjáum glitta í Wembley í EFL. Eins erum við enn í FA-cup.

    Ég trúi alla leið!

  15. Sælir félagar

    Tek undir allt í góðri skýrslu Eyþórs og einnig vil ég gera LFC #2 að mínum. Ég sá ekki Pogba atvikið en bæði það og Herrera brotin áttu skilið rautt. Var samt nokkuð sáttur við niðurstöðu leiksins en samt sárt að fá á sig rangstöðumark dæmt gilt í blálokin.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Þessir leikur var lélegur af hálfu beggja liða. Við hefðum svo sem getað stolið 3 stigum í þessum skyndisóknum en tókst ekki að nýta þau færi. Sem betur fer gaf Pogba okkur víti svo við kæmumst yfir. United átti svo amk 3 dauðafæri sem þeir klúðruðu og þeir lágu allmikið á okkur fyrir minn smekk. Finnst asnalegt þegar menn hérna saka Mourinho um að “leggja rútunni” en þegar við spilum eins djúpt og í gær er það bara “betra skipulag” en andstæðingurinn. Við lögðum rútunni eftir markið okkar og það er bara ekkert að því að viðurkenna það.

  17. Já talandi um Mignolet. Ef kauðinn spilar alltaf á svona kvaleberi fram að vori, þá töpum við ekki mörgum leikjum eða hvað þá stigum í viðbót í deildinni og verðum jafnvel í barátt um Englandsmeistaratitilinn.

    Reyndar hefur hann hafa oft sýnt fína takta í gegnum tíðina en svo þess á milli átt það til að vera skelfilega klaufalegur og fyrir vikið hefur hann uppskorið þennan pirring stuðningsmanna og hefur aldrei verið almennilega treyst.

  18. Getur einhver frætt mig um það hvernig staðan á Matip er ?
    Mun Liverpool ekki þora að tefla honum fram á meðan Cameroon er að keppa í Afríkukeppninni?
    Hvernig ætli reglunar séu þegar leikmaður hefur ekki áhuga á að spila fyrir þjóð sína ?

  19. Ég veit ekki hversu oft Pogba missti boltann á hættulegum stöðum og gerði heimskulega hluti. Veit ekki hversu oft ég sagði í boði Pogba þegar hann missti boltann og Váá hvað það var skemmtilegt. Mér finnst hann ofmetinn, ekki misskilja mig samt hann er fínasti leikmaður en hann á langt í land. Hendo var með hann í hægri vasanum á Anfield og ákvað að setja hann líka í vinstri vasann á Old trafforf.
    Pogba er enginn Henderson það vitum við allir.

  20. Það er allt annað að sjá Mignolet í dag, allt annað yfirbragð eftir hann missti sætið til Karíus. Klopp virðist hafa gert hann að betri markmanni við það að taka hann ur liðinu. Hræðslan virðist farinn og hann er að spila fyrir sjálfan sig, sem er gott. Ég er lika viss um að Karíus komi sterkur til leiks þegar við þurfum á honum að halda næst. Þetta gæti hjálpað liðinu ut tímabilið að hafa heilbrigða samkeppni tveggja markmanna sem báðir trúa þvi að geta orðið nr.1.

  21. Leikmenn Liverpool voru með fleiri snertingar á vallarhelmingi andstæðinganna en leikmenn manutd. Vildi bara henda þessu út.

    – var annars einhver búinn að telja hversu oft varnarmenn manutd sendu aftur á markvörðinn?

  22. Getur einhver útskýrt fyrir mér og afhverju enska knattspyrnusambandið skoði ekki þessa fjölbragðaglímu hjá Pogba á Henderson?

  23. Þýðir ekkert að henda svona tölfræði fram. Murinjo og félagar telja sjálfir og leiðrétta sky og alla hina… þvílíku bjanarnir. Á ekkert að henda þessum PP i 5 leikja bann eða er hann i ,,rétta” liðinu?

  24. Nú ætlar FA að fara að taka upp eftirá refsingar fyrir leikaraskap, ætli þeir dæmi ekki Hendo fyrir leikaraskap í horninu á sunnudag, það væri alveg eftir þeim.

  25. Ef Liverpool ætlaði sér að kaupa leikmann væri ekki betra að vera búinn að klára það verkefni. Einfaldlega til þess að auka breyddina eftir að við missum Matip/Mane og svo fullt af leikjum í FA Cup og Deildarbikar.
    Svo ef við kaupum þá er það líklega alveg í blá lokinn og þá verða Matip/Mane að mæta á svæðið(Matip má þá spila) og leikjaálagið búið að minka.

Man Utd – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Podcast – Stál í stál á Old Trafford