Nýja Breiðholt

1-TyfYqXeH1Q7YQJFSYcv_XgKæru lesendur, það er komið að stærstu bóksöluhelgi ársins og þá langar mig að minna á skáldsögu mína, Nýja Breiðholt, sem kom út nú í haust.

Bókin hefur gengið vel og fengið góðar viðtökur, sem ég er þakklátur fyrir. Til að mynda segir í jákvæðum dómi DV að bókin „vekur hins vegar listræna nautn með því að ná að draga upp mynd af lifandi sögusviði sem er í senn framandi og kunnuglegt.“

Þá var ég á forsíðu Morgunblaðsins sl. mánudag og í viðtali sem má lesa hér, en þar er bókin sögð „þægi­lega skrifuð og afar sjón­ræn“.

Það hefur verið frábært að prófa þessa hlið ritstarfa í haust, að flækjast um allan bæ og kynna skáldsögu (og sjálfan mig), þó það hafi kostað aðeins minni þátttöku en venjulega á Kop.is. Ég mæti þó af fullum krafti hér á síðuna eftir áramót.

Mig langar í raun bara að biðja ykkur lesendur Kop.is um að hafa bókina og mig í huga þegar kemur að því að klára jólagjafainnkaupin. Ef ætlunin er að kaupa bók eða bækur fyrir lestrarhestana í fjölskyldum og vinahópum ykkar, hafið það þá Nýja Breiðholt. Hún er jú einu sinni næstum því helmingi ódýrari en flestar skáldsögur sem komu út í haust (sem stafar af því að hún er í kilju en flestar aðrar innbundnar).

Bókin fæst í flestum Bónus-verslunum Höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri, í Hagkaup í Garðabæ, Kringlunni og Skeifunni, á Heimkaup þar sem þið getið pantað á afslætti á netinu og sent heim að dyrum, og að sjálfsögu í öllum bókabúðum landsins.

Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla, jólagjöfin í ár! Eigum við ekki að segja svoleiðis í markaðssetningunni? Jújú ,gerum það bara. JÓLAGJÖFIN Í ÁR!

Takk fyrir mig, góðar stundir.

YNWA

7 Comments

  1. Viðbót: fyrir þau sem hafa lesið bókina þigg ég stjörnugjöf eða umsagnir á Goodreads . Endilega skráið ykkur þar ef þið hafið lesið.

    Nota bene: Þetta verður í síðasta sinn sem ég auglýsi bókina á Kop.is, enda jólabókaflóðinu alveg að ljúka. Ég hef reynt að halda þessu í algjöru lágmarki en þakka lesendum fyrir þolinmæðina og jákvæðnina. Það hefur verið virkilega gaman að hitta mörg ykkar sem kaupa og/eða biðja um áritun og segjast koma frá Kop.is til bókarinnar, eða einfaldlega blikka mig og segja You’ll never walk alone. Þið eruð frábær, takk!

  2. Búinn að kaupa.
    Gangi þér vel. Þú átt það skilið. Takk sömuleiðis

  3. Ég veit ekki til þess, nei, Hjörleifur. Ég held að það væri þá helst að biðja einhvern á landinu um að kaupa fyrir þig og senda þér í pósti.

  4. Flott bòk sem er allveg hægt að mæla með, takk kærlega fyrir gòða bòk. Vona að hùn rokseljist. Kær kveðja burkni

  5. Sælir drengir!

    Ég keypti að sjálfsögðu bókina fyrir löngu og mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á góðri og þæginlegri lesningu.

Markdown / Olíumálverk til sölu

It’s derby day!!!