Liverpool – West Ham 2-2

Leik lokið

Ömurleg úrslit í kjölfar vondrar frammistöðu síðustu helgi.

Skýrsla á eftir.

47.mín Origi. Loksins fáum við gjöf…Randolph missir kross í fætur Origi sem klárar.

Koma nú!!!

Hálfleikur Flott fyrsta kortér og svo orkulaust eftir þsð. Alversti fyrri hálfleikur á Anfield lengi. Vonandi sjáum við breytingu. Menn eru hér klárlega mýs!

1-2 Antonio á 39.mínútu. Vond frammistaða eftir fyrsta kortérið.

1-1 Payet úr aukaspyrnu á 28.mínútu.

1-0 Lallana á 5.mínútu eftir sendingu frá Mané vinstra megin

Við erum sestir niður á Shake & pizza til að glápa…það gæti mögulega þýtt eilítið stopult færsluflot. En sjáum hvað gengur.

Byrjunarliðið mætt…set uppsetninguna inn á eftir.

Svona er það í dag

Karius
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Lallana – Henderson – Wijnaldum
Firmino – Origi – Mané

Can dettur út – annars allt á reglulegu róli.

Styttist í leik….kominn tími á að setja upp tíst-keðjuna!

Í öðrum fréttum er það helst að Diego Costa kláraði WBA upp á eigin spýtur undir lok Chelsealeiksins og skellti þeim aftur í toppsætið.



Þriðji sunnudagur í Aðventu og Stekkjarstaur að klæða sig í Liverpool gallann einhvers staðar uppi á fjöllum að gera sig kláran í fyrstu skóferð þeirra 13 bræðra þetta árið.

milner_forsidaStóra dæmið fyrir okkur öll er auðvitað það að í dag koma Hamrarnir hans Slaven Bilic norður til borgarinnar við Mersey. Þar er sólin komin upp og hitastigið 9 gráður á Celsíus, þurrt og smá vindur. Fólk er vaknað líklega, að fylla sig upp af morgunmatnum, taka til búninginn eins og Stekkjarstaur karlinn og að fara í gegnum leikdagsrútínuna. Einhverjir kannski náð að kaupa leikprógrammið fyrir leikinn í gær og eru að lesa það með morgunmatnum, mér fannst forsíðan býsna flott og ágætt að láta hana prýða leikþráðinn, Milner tilbúinn í stríðið sýnist mér, líkt og alltaf áður.

Töluverður hópur Íslendinga er í borginni og af þeim var að heyra í gær að það væri góð stemming og heilmikil eftirvænting fyrir leiknum. Sama er auðvitað hér á skerinu, að þessu sinni ætlum við einhverjir kop-arar að skríða út úr einstaklingsskelinni og líta á leikinn saman á Shake & pizza í Egilshöll. Það gæti þýtt eitthvað smá flökt á reglulegum uppfærslum þessa þráðar um það leyti sem leikur hefst en vonandi þó ekkert alvarlegt.

Við minnum þá auðvitað á “tíst-keðjuna” þar sem allir þeir sem vilja taka þátt í spjalli um leikinn á twitter setja myllumerkið #kopis inn í færslu sína og þá birtist hún á keðjunni sem við tengjum við þessa færslu þegar á daginn líður.

Eins Steini lýsti í upphituninni, í dag er spurningin einföld…eru strákarnir okkar menn eða mýs – svar við því ætti að liggja klárt um 18:30 í dag.

Þráðurinn mun uppfærður reglulega – nýjasta efst.

72 Comments

  1. Er búinn að vera í fótboltadepurð síðan á sunnudaginn síðasta en mikið svakalega er ákvörðun Matips að gleðja mann mikið. Tap City i gær… Ég meina skíttap þeirra (segið svo að CL hafi ekki áhrif a deildar formið) er hjartahlýjandi einnig. Núna vil ég bara eitt og það er að við skellum okkur á sigurbrautina skemmtilegu á nýjan leik. Er algjörlega handviss að okkar menn mæta einbeittir og hungraðir í dag. Eigum við að segja solid 2-0 sigur með mörkum frá Origi og Milner (víti).
    Koma svo strákar!!!

  2. èg ætla að vona að klopp haldi sìnu striki og keyri à þetta lið er hrifinn af þvì sem hann er að gera og það skiptir engu màli hver mòtherjinn er hann heldur sinni stefnu og ekkert bullshit þetta er það sem mig hefur fundist skorta hjà þeim sem à undan komu voru alltaf að stilla upp liði eftir þvì hver andstæðingurinn var en nùna er ekkert pælt ì þvì bara keyrt à andstæðinginn enda er formið à liðinu allt annað en undanfarin àr styð þetta með þeim àföllum sem það kostar helmingi skemmtilegri bolti að sjà..liverpool till the end;)

  3. Þessi leikur verður aldrei sjálfgefinn. West Ham gæti parkað öllu liðinu í markteignum og síðan grísað inn einu marki.

    Hef samt trú á okkar mönnnum og við vinnum þennan leik.

  4. Eftir sigurmark Costa þá er sigur algjörlega lífsnauðsynlegur ef við ætlum að halda eitthvað í toppliðin. Annars óttast ég mest að Chelsea fari að stinga þetta af. Spurning hversu lengi þeir ná að halda í þetta geðveika run sem þeir eru á meðan nánast allir keppinautarnir misstíga sig öðru hvoru.

  5. Ánægður að Can dettur út og Wijnaldum heldur sætinu. Hann er betri leikmaður.

  6. Rosalega er þessi varamannabekkur slappur.
    Vonandi verða þessir sem byrja þennan leik nægilega góðir til að klára leikinn

  7. Já sammála, Coutinho, Sturridge og Ings meiddir….Woodburn eini sóknarmaðurinn á bekknum. Verður að versla eitthvað í Janúar ef það ætlar að tolla í toppbaráttunni.

  8. Maður hélt að breydd myndi ekki vera vandamálið í vetur og núna loksins þegar reynir á breyddina sökum jólatarnar þá eru nokkrir meiddir.
    Coutinho, Can, Sturridge og Ings
    Lallana/Matip nýkomnir tilbaka
    Ef Matip meiðist þá er Lucas svarið í miðverðinum= ekki gott ástand.

    Það þýðir samt ekkert að vera að væla yfir þessu þetta er staðan og nú er bara að komast í gegnum þessa törn og vera enþá nálagt toppnum þegar henni líkur.

  9. Virkilega flott mark og flott fyrir Lallana að skora svona strax eftir endurkomu

  10. Mun Klopp verja Baktus, Krius, ég var að segja að hann ætti ekki að taka annað hornið, heldur standa nær miðjunni.

  11. Jæja er ekki kominn tími á að Klopp viðurkenni mistökin sín og hendi þessum Karius útúr liðinu

  12. Hvað á þetta kusk eiginlega að fá að vera lengi þarna í rammanum…

  13. Virkilega döpur varnarvinna hjá Lallana þarna stórhættulegt að gefa aukaspyrnu þarna en Karius á að taka þennan bolta þannig að nú er bara að spýta í lófana og KEYRA yfir þetta wh lið

  14. Payet var allan daginn að fara að leggja hann í varnarhornið,miðað við hvernig Karius lagðist í e-k fósturstöðu við stöngina….Skelfilegt og Mignolet(sem ég er ekki hrifinn af) er bara betri en þessi pappakassi – Plain and simple.

  15. Hvaða hörmung er þetta þeir eru gersamlega á hælunum í öllum aðgerðum

  16. Velkomnir til raunveruleikans

    Að menn hafi verið að tala um titilinn og þetta lið í sömu andrá er brandari.

    Erum í plús 11m í sumarglugga. Engin breidd. Ekkert world class sign.

    Höldum þessu aldrei út.

    Erum markmanns lausir í þokkabót

  17. 6 mörk fengin a sig a sidudtu 90 min. Gott ad allt er ordid edlilegt a ny.

  18. Firminio þarf lika að geta performerað þótt Coutinho sé ekki með honum þarna. Búinn að vera arfa slakur síðan hann meiddist.

  19. Það er alveg sama hvað er hægt að kenna liðinu um lélega varnarvinnu og allt það…. en þessi markmaður er gjörsamlega vonlaus frá A til Ö

    Djöfull er þetta pirrandi að fara úr mignolet yfir í þessa fokking keilu!!!

  20. hvar er markmaðurinn eg sá það fyrir longu að matip var buin að misreikna boltan en kuskið er bara frosið a linunni frekar en að hirða boltan strax. þú vinnur engan fótboltaleik ef hver einasti bolti sem rúllar í átt að rammanum fer innfyrir línuna

  21. Hverslags djöfulsins hörmung er liðið að bjóða manni uppá á sínum eigin heimavelli. Er Liverpool blaðran sprungin. Byrja vel og virðast halda í framhaldinu að leikurinn sé búinn. Ég hélt að þessar dekurdukkur hefðu lært það í síðasta leik að það þarf að leika 9o mín. en ekki 10 mí. Andskotinn bara að horfa uppá þessa helvítis hörmung.

  22. Voru ekki einhverjir að tala um að Vijaldum væri betri en Can. Hann er búinn að vera í þessu Barcelona fríi allan leikinn

  23. Verð að segja að ég átta mig ekki á hversvegna Mignolet á ekki að fá að spreyta sig í næsta leik. Karius er búinn að gera nóg af mistökum í bili.

  24. guð minn góður!

    Þó við vinnum þennan leik 5-2 þá vil ég sjá einhvern annan í búrinu í næsta leik. Líka hrikalega kaldhæðnislegt miðað við hvað við erum búnir að mæra Matip og svo kemur hann með þessa skitu. Þessi leikur verður að vinnast, það er ekkert flóknara! Leikmenn eins og Firminio, Origi, Mane og Lallana verða að fara að stíga upp.

  25. Hvað þarf þessi markmaður að gera mörg mistök? Burt með hann úr markinu!!!!!!!!
    Áfram Liverpool,

  26. Hvernig er það, á Matip að sleppa við alla gagnrýni fyrir þetta mark?

  27. Karíus guð minn góður og voru menn ekki að sakna Matip. Varnarvinna hans í seinna markinu fer langt með að toppa 200 mistök Lovren í gegnum tíðina. Ef Klopp heldur ekki alvöru ræðu yfir þessum dúukulísum þá er hann ekkert betri en þetta dekurrófu lið.

  28. Ömurlegur 45 mín búnar.
    West Ham ætlaði sér bara að pakka í vörn og reyna að taka Sunderland/Southampton.
    Við skorum eftir 4 mín og þá hélt maður að West Ham myndi koma framar sem myndi gefa okkur tækifæri á að fá fleiri færi.
    West Ham var ekkert á því að fara að sækja eitthvað en Karius(þýska ruslið) gaf þeim markið með því að standa alltof langt í sýnu horni og vera svo með gúmmí hendi til að ná ekki að slá boltan í burtu.
    Jæja 1-1 og þá er bara að fara að sækja af krafti og við fórum að keyra aðeins á þá en neibb. Matip með skelfilega fótavinnu og misreiknar boltan, Karíus alveg frosinn á og ákvað að leyfa West Ham gaurnum allan þann tíma sem hann þurfti til að skora.

    Fyrir leikinn kom Hyypia fram í viðtali og talaði um að Liverpool hefði aldrei tapað tveimur leikjum í röð undir stjórn Klopp og þá fékk maður hnút í magan því að svona láta menn ekki út úr sér nema að vilja fá það í bakið.

    Það eru 45 mín eftir og það er ekkert sem bendir til þess að liverpool séu að fara að fá eitthvað út úr þessum leik. Spilið er hægt og West Ham þéttir en Klopp bað um trú og verður maður að trúa að þetta sé hægt en spilamennska liðsins er ekki auðvelda manni að trúa á liðið.

    p.s ég hef verið að byðja um að Mignolet fari á bekkinn en núna er maður farinn að sakna hans og segjir það rosalega mikið.

  29. Mignolet var að spila nokkuð vel framan af og hafði ekki gert mistök í þó nokkurn tíma þegar Klopp hendir honum á bekkinn og kemur með sinn eigin markvörð inn sem getur ekki blautan. Hættið að líkja honum við De Gea og hans upphafs ströggl hjá United, afhverju fær Mignolet ekki þann frípassa? Klopp er of þrjóskur og það er að kosta okkur.

  30. Hættum þessu helvítis væli og klárum þennan andskotans leik! Við erum á Anfield for crying out loud!

  31. lítið hægt að segja.. liverpool verður að fara að raða inn mörkum í seinni hálfleik því það er ekki séns í helvíti að west ham skori ekki aftur.

  32. Menn eða mýs?
    Komið út sem brjálaðir karlmenn í seinni og klárið þetta!
    YNWA

  33. Jæja gott að sjá að fleiri markverðir gera mistök nú er að láta kné fylgja kvíði og halda áfram

  34. Til hamingju félagar.
    Við erum bara langt langt langt frá þessum bestu liðum. Hugarfar okkar manna er ekkert. Þegar smá álag eða pressa er á hópnum þá koðna menn niður. Svo vantar gæði. Myndi maður sjá Klavan eða Karius t.d á öðrum stað en uppi stúku hjá Arsenal – Chelsea eða City. (United lika)
    Nei metnaður FSG er enginn – jú græða money í sumar.

  35. Umhugsunarverð í tölfræði Liverpool almennt hvað þeir koma fáum skotum á mark andstæðinga.

  36. Við erum ekkert betri en gera jafntefli gegn þessu liði. Eru bara meðal klúbbur. Það breytist ekki fyrr en menn eyða peningum. FSG out. Klopp líka ef hann vill ekki kaupa alvöru menn

  37. úff……hvað er hægt að segja??

    Liðið okkar leit frábærlega fyrir nokkrum vikum síðan. Nú er þetta í mesta lagi miðlungslið. Hugmyndasnautt og algerlega gelt sóknarlega. Jafntefli á móti West Ham á Anfield, í alvörunni!!??

    Því miður þá er það að koma betur og betur í ljós að við erum rosalega háðir Coutinho. Liðið hefur gersamlega hrunið eftir að hann meiddist. Ömurlega steingeldir og hugmyndasnauðir sóknarlega. Getur einhver sagt mér hvað kom fyrir Firminio?? Hann var ömurlegur í þessum leik og ótrúlegt að hann skyldi haldast inná allan leikinn

    Eina ógnunin var frá Mane, en hann var líka að klúðra málum og reyna of mikið. Lallana er algerlega skugginn af sjálfum sér og gaf óþarfa aukaspyrnu. Winjaldum var lélegur sem og Clyne og Milner. Held að Henderson hafi bara verið skástur, svei mér þá. Ömurlegur leikur á Anfield.

    Já, í lokin. Vil ekki sjá þennan markvörð í búrinu í næsta leik!

  38. Fáranlegt að vera með 55 snertingar í boxinu! Allt of mikið dútl á okkar mönnum

  39. Þá vitum við það: Liðið okkar er stútfullt af litlum, ræfilslegum músum.

    Það er bara gjöf Randolph að þakka að Liverpool fékk stig út úr þessum skammarlega leik.

    Ég held að Klopp-bólan sé sprungin í ár. Nokkir góðir meiddir og þá getur liðið ekki blautan.

    En lausnin er einföld, lífið er einfalt og fótbolti er ótrúlega einfaldur. Við þurfum fleiri góða leikmenn, það er eins augljóst og það getur orðið.

    Gleymum allri titlaumræðu, gleymum henni hratt og fast. Liðið er langt, langt, langt frá því að vera í meistaraklassa. Maður sér það á allri holningu liðsins. Óstabílt. Liverpool eins og við þekkjum það 🙁

    Góð byrjun gerir það hins vegar að verkum að við gætum verið í baráttunni um meistaradeildarsæti í vor.

    Áfram Liverpool!

  40. Mér finnst menn fyrst og fremst ekki jafn ferskir og þeir voru í byrjun móts. Kannski hefur Ferguson rétt fyrir sér þegar hann segir að ekkert lið getur spilað svona Klopp bolta með pressu og hlaupum í Ensku deildinni heilt tímabil. Svo virkar breiddin í liðinu bara ekki svo mikil heldur.

  41. Áttum ALDREI að fá þessi mörk á okkur. Það sýður á mér og sem betur f**** fer er mjög stutt í næsta leik því ég er alveg við það detta í fótboltaþunglyndi!

    Við erum með slakan markmann, því miður og slakan markmann á bekknum. Eg helt að það væri styrkleiki hjá Karius að vinna framarlega sbr. seinna markið hjá WH.

    Við áttum að fá víti, það er alveg klárt. Óheppnir með skallann í þverslána í lok fyrri. Annars vantar meiri neista hjá okkur og græðgi. Mér finnst liðið oftast vinna vel og pressa flott en að fá á sig 6 mörk á móti wh og bournemouth er eitthvað sem við eigum ekki að lifa við!

    Andskotinn hafi það!

  42. Er þessi Karius tilraun bara fullreynd? Held því miður að Mignolet sé skárri kostur þó vondur sé.

  43. Carragher er ekki að gera liðinu neinn greiða svo mikið er víst.

    Annars er alger óþarfi að fara á taugum. Fínir kaflar inn á milli þó úrslitin hefðu mátt vera betri.

    Ef Klopp stendur með Karius geri ég það auk þess sem það er ósanngjarnt að kenna honum alfarið um mörkin.

  44. Æii hvernig eiga menn að vera fullkomnir frá fyrsta degi. Ég vill sjá Karius áfram í búrinu, við gáfum Mignolet hvað mörg tímabil? Klopp er enginn vitleysingur svona eins og margir tala um þegar vel gengur, hann kann þetta fag betur en við. Karius er næsti David de Gea, munið eftir þessu kommenti í lok tímabils þegar hann verður búinn að eiga sturlaðann seinni hluta tímabils. Plús það að það er fínt að taka út slappa kaflan svona snemma, þá er ekkert nema gott eftir. Gleðileg jól hóhóhó!

  45. mignolet í helvítis markið.. hann er allann daginn betri en þetta.. hann vissulega gerir mistök inn á milli en ekki svona.. plús ég sé ekkert gott við karius, hvað hefur hann stoppað?.. mignolet hefur átt frábærar vörslur.. varið mörg víti.. en karius skilar engu nema mistökum.

    þegar maður sá mignolet fyrst þá var maður bara yes!.. varði víti og tryggði okkur 3 stig.. drullu góður.. svo fór hann að dala en átti frábærar vörslur inn á milli.. karius?.. hvað eru hans bestu moments?

Menn eða mýs?

Liverpool 2 – West Ham 2 (skýrsla)