Kop.is Podcast #125

Hér er þáttur númer 125 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Einar Matthías og SSteinn.

Í þættinum ræddu strákarnir fyrsta ár Klopp hjá Liverpool, fréttir úr landsleikjahléi og spáðu ítarlega í spilin fyrir leikinn gegn Man Utd.

MP3: Þáttur 125

25 Comments

  1. Ég er ekki frá því að Steini hafi farið í smá fýlu yfir þessum DV kommentum hans Babu þarna síðustu mínúturnar. Annars flottur þáttur, gríðarlega mikilvægt á rólegri næturvakt!

  2. Fyrst heavy metal greinin og svo podcast strax í kjölfarið!!

    *Left hook* *Right hook* *Uppercut (Liv 3 – M.Utd 0)*

  3. Erum við að tala um Karius fái rautt í stöðunni 2-1 fyrir Liverpool og Mignolet komi inná og verji vítið?

  4. Sælir félagar

    Spennan er farin að segja til sín vegna mánudagsleiksins. Hún minnkar ekkert við að hlusta á þetta podcast, eykst frekar en hitt. Niðurstaðan eins og ég skildi þá félaga er að dagformið og heimavöllurinn ráði úrslitum. Ef okkar menn koma á fullu og mjög árásargjarnir inn í leikinn fer hann 3 -1 en annars 2 – 1. Ég hallast að 3 – 1 spánni ef allt gengur eftir og þó mest að 4 – 1 sem er ný draumaspá og afar upplífgandi, ánægjuleg og áhugaverð spá.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Erum við að tala um Karius fái rautt í stöðunni 2-1 fyrir Liverpool og Mignolet komi inná og verji vítið?

    Og þetta gerist á 95 mínútu þegar Mourinho er búin að fullnýta Fergie Time.

  6. Væri flott ef hægt væri að skipta Mignolet inná eins og vara-markmanni í handbolta til að taka vítin.

  7. Sælir félagar

    Vírusvörnin mín varar við því að sörverinn á þessar síður sé ótraustur. Eset Smart security sem er besta vísusvörn og eldveggur sem ég hefi notað segir þetta. En blokkar síðuna samt ekki, En hvað veit ég svo sem

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Klopp valinn stjóri september-mánaðar 🙂

    Óvænt? Nei alls ekki!

  9. Takk fyrir fínann þàtt. Langar að henda inn tveimur punktum, aðallega til þess að koma með ódýrann brandara ì neðstu línu.
    Lengi grunað þetta með landsleikjameiðslin og kanski eru þau að einhverju leyti útaf minni spàmönnum hafa ekki sömu hæfileika en ætla að taka þetta à hörkunni þegar stóru liðin koma í heimsókn?
    Svo mæli èg með að til þess að forðast Manchester miskilning þà er hægt að kalla annað liðið Trafford?
    Eða jafnvel Gamla FradTorf…

  10. Mér finnst Klopp þegar vera orðinn einn af þessum stóru stjórum sem eru goðsagnir hjá Liverpool. Auðvitað er það að stórum hluta vegna þess að aðferðir hans sýna árangur og það lyti strax öðruvísi út ef hann væri að tapa leik eftir leik.
    En aðalástæðan fyrir því er hvernig karakter hann er. Þessi líflegi galsi og ástríða smitar út frá sér og mér finnst eins og aðhangendur annarra liða slefi af öfund yfir því að við höfðum fengið hann til okkar.

    Ég er stórlega efins um að neinn framkvæmdarstjóri passi jafn vel við þennan leikstíl og þessa sögu og hann.

  11. Ég man ekki til þess að áður hafi biðin eftir næsta leik verið svona löng.

  12. #14

    Sammála. Þessi bið er alltof löng. Mér finnst að það eigi að skella á einum æfingaleik (sjónvarps), enda meira en 48 tímar til leiks Liverpool og Man. Utd.

  13. Joe Allen getur ekki hætt að skora. Kominn með tvö í dag í hálfleik. Hefur skorað í síðustu þremur deildarleikjum og með landsliðinu í vikuni.

    Hefði viljað hafa svona gaur í hópnum og fannst mér hann mjög góður eftir að Klopp tók við liðinu.

  14. sturluð staðreynd en 3-0 sigur á utd og við erum á toppnum 😉

  15. Það hefur nú sjaldan reynst okkur vel að liðin fyrir ofan okkur misstigi sig.
    Ætla bara að vonast eftir sigri í þessum leik og sjá svo bara hverju það skilar.

  16. Dómarinn sem mun dæma leikinn ólst upp rétt við Old Trafford og öll fjölskylda hans styður United. Hvað segja menn um það?

  17. Vinur minn dæmdi leik í neðri deild á Íslandi í sumar sem hafði mikil áhrif á annað lið – liðið sem hann hefur stutt af ástíður frá því að hann var barn. Hann dæmdi að eigin mati algjörlega hlutlaust og vel, og leikurinn fór á versta veg fyrir hans lið (sem var btw. ekki að spila svo sem, en úrslitin skiptu það lið miklu máli), svo það er engan veginn öruggt að dómgæslan verði Liverpool í óhag. Ég er samt þeirrar skoðunar að ekki eigi að setja svona pressu á dómara, þ.e. láta þá t.d. dæma leiki æskuliðs síns, þegar það er eflaust hægt að finna dómara sem hefur engin verulegt tengsl við liðin tvö. Frammistaða dómara er metin eftir hlutlægum mælikvörðum eftir leik, og það sem skiptir dómara mestu máli er að ná sem bestum árangri í dómgæslunni. Þetta eru atvinnumenn sem eru að reyna að ná í gott record til að vinna sig upp.

Klopp er farinn að spila “Heavy Metal”

Man United kemur á Anfield