Opinn þráður – Henderson fyrirliði Englands

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga langar augljóslega í fastráðningu og ætlar af þeim sökum að spila sínu besta liði á morgun gegn Slóveníu. Ekki að ég hafi nokkra einustu hugmynd afhverju það er svona mikið stórmál að taka Wayne Rooney úr byrjunarliðinu hjá Englendingum (eða United) þá var haldin blaðamannafundur í dag þar sem Southgate og Rooney mættu báðir til að tilkynna þetta formlega.

Fyrirliði á morgun verður fyrirliði Liverpool sem sýnir kannski best hversu langt hann hefur náð í sínu bataferli eftir undanfarin tvö tímabil. Þetta er mikill heiður fyrir Henderson sem vonandi tekur við þessu hlutverki hjá Englendingum til frambúðar rétt eins og hann er að gera hjá Liverpool.

8 Comments

  1. Wijnaldum að meiðast og líklega ekki með gegn Man utd.
    Lallana talinn ólíkur.

    Þetta tvennt veikir okkar lið mikið þar sem Lallana hefur verið einn besti maður liðsins og Wijnaldum búinn að vera solid á miðjuni.

    Það sem ég tel að munu gerast er að E.Can/Coutinho koma inná á miðsvæðið með Henderson. E.Can kannski ekki alveg kominn í gang og Coutinho ekki með hlaupagetu Lallana en það þýðir að framlínan verður Firminho, Mane og Sturridge líklega.

  2. Já djöflans og Frakkar og Hollendingarnir sem spila Man Utd sluppu óskaddaðir !!!!!!!!!!

  3. #2 Heldur að Kevin Stewart gæti ekki komið inn líka? Halda Coutinho í sinni stöðu.

    Annars finnst mér það ekki skipta máli að A.Taylor dæmi leikinn, hann er góður dómari svo það eitt og sér ætti að vera nægileg ástæða. Mögnuð staðreynd að Mike Dean hafi aldrei dæmt leik hjá Liverpool, djöfull erum við heppnir 🙂

  4. #5
    Nei ég held að Klopp hendi ekki inn Kevin Stewart í byrjunarliðið í þessum leik. Ég tel að hann myndi frekar setja Lucas inná miðsvæðið en Steward.
    Þar sem við erum á heimavelli þá tel ég að við munum bara keyra á þetta og höldum okkur við einn sóknarsinnaðan miðjumann. Henderson/Can myndu vera vinnuhestarnir í pressuni og Coutinho þá þarf að hlaupa meira en venjulega en fær samt plássið fyrir framan þá til að skapa 🙂

  5. Vorkenni Rooney.
    Ferilinn hefur verið á stöðugri niðurleið alveg frá þeim örlagaríka degi sem pabbi hans keyrði honum á æfingu á vitlausan völl í Liverpool-borg.

  6. Ok ég ætla að vera neikvæði gaurinn og kannski ekki margir sammála mér en ég er farinn að vorkenna okkar striker líka. Frábær striker, hann hefur hraða, snerpu, finishing, staðsetningu og touch. Hann hefur meira að segja bætt vinnusemi sína eftir að Klopp mætti.

    En það er eitt sem vantar upp á til að hann verði frábær framherji, þ.e. ákvarðanartaka með boltann.

    Hversu oft er hann með boltan og ákveður að gera eitthvað fancy í staðinn fyrir að gefa hann á leikmann í betri stöðu?
    Hversu oft reynir hann skot í staðinn fyrir að gefa hann á leikmann í betri stöðu?

    Þess vegna er ég alveg sammála Giggs.
    http://www.90min.com/posts/3932386-ryan-giggs-claims-daniel-sturridge-needs-to-improve-decision-making-to-become-top-striker?a_aid=35322

Hópferð á Anfield!

Klopp er farinn að spila “Heavy Metal”