Liverpool – Hull City 5-1 (skýrsla)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

1-0 16. mín. Lallana
2-0 28. mín. Milner (víti)
3-0 35. mín. Mane
3-1 50. mín. Meyler
4-1 51. mín. Coutinho
5-1 70. mín. Milner (víti)

Byrjunarliðið:

Karius

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Moreno, Lucas, Can (74 min í stað Henderson), Grujic (74 min í stað Coutinho), Origi, Sturridge (69 min í stað Lallana)

Bestu leikmenn Liverpool

Nánast öll þau Liverpool lið sem ég hef horft á í gegnum tíðina hafa nánast staðið og fallið með einum eða tveimur leikmönnum. Fowler, Owen, Gerrard, Torres, Suarez og svo mætti áfram telja. Liðsheildin er styrkleikur Liverpool liðsins sem Klopp er að byggja upp og það er kærkomin breyting!

Þetta Liverpool lið hefur skorað 24 mörk í 8 leikjum eða 3 mörk að meðaltali í leik. Ekki nóg með það heldur eru það 9 Leikmenn hafa skorað þessi mörk. 5 mörk skoruð í dag en samt erum við með Sturridge á bekknum, leikmann sem við höfum ekki getað verið án s.l. 3 ár eða svo.

Það er erfitt að velja besta mann leiksins, þannig hefur það verið nokkrum sinnum það sem af er leiktíðar. Ég verð eiginlega að velja 3-4, Lallana var frábær, skoraði gott mark og lagði annað upp. Coutinho fékk fyrri vítaspyrnuna, átti stoðsendinguna á Mane og skoraði frábært mark sjálfur. Milner var einnig frábær, skoraði tvö mörk (bæði úr vítum) og var frábæran í leiknum, sérstaklega fyrri hálfleik. Mane var einnig öflugur, skoraði gott mark og olli varnarmönnum Hull vandræðum hvað eftir annað.

Vondur dagur

Pass. Erfitt að setja út á þessa leikmenn sem voru inn á vellinum í dag. Ætli Sakho fái ekki þessa nafnbót í dag, átti vægast sagt slæman dag og gulltryggði það líklega að hans framtíð liggur hjá öðrum klúbbi en Liverpool.

Hvað þýða úrslitin

Við fórum upp fyrir Everton og erum í 3-4 sæti með Arsenal, stigi á eftir Spurs og 5 stigum á eftir toppliði City og Liverpool klárlega búnir að eiga erfiðasta leikjaprógramið (á pappír amk).

Þetta Liverpool lið á að geta átt virkilega gott mót. Næsti leikur er úti gegn Swansea og liðið þarf að halda þessari spilamennsku áfram og sýna að þessi Burnley leikur var undantekningin. Eins og ég var neikvæður í sumar og í byrjun móts þá hefur það heldur betur snúist við, vonandi er þetta það sem koma skal!

Dómgæslan

Var fín, ég skemmti mér amk það vel yfir þessum leik að hann pirraði mig ekki neitt.

Uppgjör helgarinnar kemur svo á mánudaginn.

YNWA

32 Comments

  1. Andskotinn , nú fer maður að verða bjartsýnn aftur og byggja upp einhverjar væntingar. Svei þér Jurgen Klopp !

  2. Vá hvað Klopp er mikill snillingur. Selja Ibe á 15 millur og kaupa Mané á slikk. Matip frítt. Klavan á kúk og kanil. Sturridge orðin nær óþarfur.

    Hvar endar þetta!

    Þori ég að segja það….. Neippssss

  3. Hvernig fór þetta ekki 6 eða 7-1 og 5-0 í hálfleik hefði ekki verið ósanngjarnt. Var að horfa á leikinn í kvöld og þvílíkir yfirburðir og pressa að vinna bolta aftur. Við vorum vissulega einum fleiri en fannst Ragnar, Matip og Henderson eiga 100% leik varnarlega …ok 99% en fyrsta snerting sveik aldrei hjá þeim. Þvílík liðsheild og maður þegar spenntur fyrir næsta leik. Við getum ekki sett út á neinn í liðinu og staffinu eftir svona leik. YNWA

  4. Rosalegt lið sem Klopp er að smíða. Síðustu 10-15 ár man ég ekki eftir að liðið hafi verið jafnlítið háð 1-2 mönnum. Nú virðist sem maður komi í manns stað og sóknargetan í dag án Sturridge og Origi sýndi það ágætlega. Megnið af síðasta tímabili fór í andköf yfir því hvort Sturridge væri í standi. Þetta er virkilega velkomið!

  5. Og heh, ég skrifaði þessa athugasemd áður en ég las skýrlsuna. Sé að við Eyþór erum býsna sammála. 🙂

  6. Sælir félagar

    Þetta var nánast fullkominn leikur hjá liðinu og bara óheppni að fá á sig þetta mark. Ég vel Lallana sem mann leiksins þó Milner, Mane og Coutinho geri líka tilkall til þess og ef til vill eðlilegast að velja allt liðið.

    Frá bær sigur og mögnuð frammistaða gegn liði sem hefir verið að standa sig nokkuð vel nú í byrjun móts. Þrátt fyrir að Hull væru skipulagðir og leggðu rútunni í teignum var þetta aldrei spurning. Svo eftir að þeir misstu manninn útaf var þetta bara spurning um hvað mörk Liverpool yrðu mörg.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Án þess að maður vilji leyfa sér að verða of bjartsýnn, þá er það ánægjulegt að það fari fækkandi helgunum sem Liverpool tekst að eyðileggja fyrir manni. Sem er fáránlega jákvætt fyrir sálartetrið.

    Fannst í raun allir vera góðir í dag, einu mistökin, sem skiptu svosem litlu máli var hornið sem var gefið í aðdraganda marksins, var óþarfi. En kom að lítilli sök, þó að það hefði verið skemmtilegt að sjá hreint lak í fyrsta skiptið á tímabilinu.

    Er virkilega ánægður með að hafa góðan back-up miðvörð sem lítur ekkert út fyrir að eiga að vera endilega á bekknum. Svo verður gaman að fylgjast með Karius í leik þar sem raunverulega reynir eitthvað á hann, hann hafði náttúrulega ekkert að gera í dag nema að sækja boltann einu sinni í netið og það var lítið sem hann gat gert í því. Fannst einnig skemmtilegt að sjá Grujic koma inn á í dag, þó svo að hann hafi ekki getað sýnt mikið þar sem lítið var eftir og vel búið að hægjast á leiknum, enda unninn og engin ástæða til að taka neinar áhættur.

    Lallana er svo næstum því orðinn eins og nýr leikmaður og maður farinn að sjá það sem vildi frá honum þegar hann var keyptur. Þá er bara að vona að hann haldi dampi og háldi sér meiðslalausum!

    Það væri hægt að segja eitthvað jákvætt um alla leikmenn liðsins í dag! Framtíðin virðist björt í það minnsta, YNWA!

  8. Henderson orðin besti miðjumaðurinn okkar aftur? Búin að vera frábær

  9. Frábær sigur. Vonandi fara síðustu leikir að lækka raddirnir í þeim sem hafa fundið liðinu allt til foráttu síðustu mánuði. Þessi úrslit koma bara alls ekki á óvart. Kemur frekar á óvart að sigurinn hafi ekki verið stærri. Alveg sama hvernig fer í næstu leikjum það breytir því ekki að Liverpool er með frábært lið í höndunum og var það reyndar líka síðasta vetur (fyrir utan miðjuna í vörninni). Nýju mennirnir viðast falla vel inn í spilið og ég get ekki betur séð en Mane sé klassa leikmaður. Gleymum okkur samt ekki alveg. Vel gengur að skora en veikleikarnir eru þeir nákvæmlega sömu og voru á síðustu leiktíð, þ.e. miðjan í vörninni og jafnvel varnarvinnan á miðjunni. Sakho er búinn með sinn tíma, Klaven er fínn leikmaður en ekki í toppklassa fyrir bestu liðin, Matip er spurningarmerki og Lovren er góður leikmaður á sínum bestu dögum en vantar enn að vera nógu stöðugur. Niðurstaðan sú sama og áður. Það vantar miðvörð, og jafnvel miðverði, í liðið því með góðri vörn vinna lið titla. Með góðri sókn vinna lið leiki. Við höfum dæmin fyrir framan okkur: Tímabilið 2013-14 var Liverpool með besta sóknarlið á Englandi, jafnvel í allri norður Evrópu. Skoraði 110 mörk í 43 leikjum en hvað komu margir titlar. Núll titlar, 2.sæti í deildinni og tiltölulega snemma ú leik í bikurunum. Ástæðan, jú handónýt vörn fyrir topplið, 55 mörk fengin á sig, 1,3 mark í leik. Lið vinna bara alls ekki titla með því að fá á sig 1,3 mörk að meðaltali í leik. Í vetur eru komin 9 mörk í 8 leikjum, 1,1 mark að meðaltali í leik. Það er of mikið. Áfram svo Liverpool.

  10. #10

    Matip spurningarmerki?

    Hefur verið einn besti miðvörður Bundesligunnar í 6-7 ár og hefur mikla reynslu í meistaradeildinni. Hann er heimsklassa miðvörður og engin ástæða til að efast um það eftir þessa 6 leiki sem hann hefur leikið með LFC.

  11. Ekkert spurningamerki við Matip.
    Klassa leikmaður.

  12. Æ hvernig var aftur þessi tölfræði með Rodgers…. DJÓK!!!

    En eitt fyndið, eftir sigurinn á móti chelsea sögðu menn
    “já já en liverpool þurfa þá að drullast til að vinna litlu liðin!!!”

    alveg hárrétt en það fyndna er samt að eftir þennan leik segja menn
    “já já en þetta var bara Hull og þeir gátu ekkert”

    heheh erfitt að gera öllum til geðs 🙂

    Ég held að við séum komnir til að vera og hér eftir þurfi bara að kaupa 2 leikmenn í hverjum glugga en ekki 7.

  13. Góð vörn er vissulega gott að hafa en að vísa í tímabil þar sem við skoruðum 110 mörk og lentum í öðru sæti og svo alhæfa að ekki sé hægt að vinna deildina með 1.3 mörk á sig er bara ekki rétt.

    Það segir sig sjálft að lið sem skorar að meðaltali 3 mörk í leik og fær á sig eitt getur auðveldlega unnið alla leiki. Vandinn er hvenær þessi mörk koma.

    Seasonið sem við lentum í öðru sæti byggði allt sitt á Suarez en eins og menn eru að benda á þá er eitthvað annað að gerast í dag, eitthvað sem minnir á gullárin…

    Ekki það að ég væri á móti því að fá amk einn heimsklassa miðvörð.

  14. bara svona rett til að vera neikvæði gaurinn í allri þessari jákvæðni sem umlyggur þennan góða leik. karius, er hann virkilega bæting, fékk á sig eitt skot og eitt mark, fór ekki út í boltann í horninu þegar markið kom og skotið sem kom í kjölfarið hefði vel geta verið varið af Mignulet. auðvitað er ekki hægt að dæma hann á einum leik þar sem hann spilar með vörn sem hann þekkir svo gott sem ekkert, en þetta var það eina neikvæða sem ég get fundið við þennan leik.

  15. Er klárlega sammála því að breiddin í liðinu er það sem maður tekur sérstaklega eftir ..þetta var oft þannig að manni kveið hver kæmi í stað þeirra sem byrjuðu en núna er þetta orðið lúxusvandamál og menn keppast um stöðurnar og það er nákvæmlega sem Klopp talaði um og vildi hafa baráttu í stöðurnar.

  16. #15
    Auðvitað er neikvætt að fá á sig mark og getað ekki haldið hreinu svona einu sinni en á meðan LFC steamrollar yfir mótherjann á skítugum takkaskóm í staðin og setur 3-4 fleiri mörk í andlitið á þeim þá gæti manni ekki verið meira sama.

  17. Þetta var flottur leikur í gær maður er virkilega sáttur við 5-1 sigur. Þetta var samt ekki besti leikur liðsins heilt yfir á tímabilinu en þegar lið vinna 5-1 þá er ekki annað hægt en að vera sáttur.

    Liverpool byrjaði leikinn af krafti og það er ótrúlega mikilvægt að ná að skora og opna andstæðingana þegar þeir liggja svona aftarlega. 1-0 er samt alltaf hættulegt þegar liverpool á í hlut og var það því vendipunkturinn að komast í 2-0 og vera manni fleiri = game over. Þriðjamarkið kom svo fljótlega og liðið virtist ætla að skora fleiri fyrir hálfleik.

    Síðarihálfleikurinn var samt ekki eins góður. Liverpool stjórnaði öllu í síðarhálfleik án þess að nýta sér yfirburðina. Fengu klaufalegt mark á sig eftir að Millner gaf hornspyrnu og spurning um hvort að Karius hefðu ekki átt að fara út í þennan svífandi bolta. Coutinho skoraði Coutinho mark og svo Millner aftur eftir víti.
    Síðustu 15 mín fóru eiginlega í ekkert og fannst mér skiptingarnar eiginlega drepa leikinn.

    Virkilega ánægður með 3 stig og sanfærandi sigur og næsta verkefni er Swansea úti og vona ég að liðið haldi svona áfram.

  18. Frábær sigur. Nú er ekki spurning hvort – heldur hvaða leikmann koma meiddir til baka eftir landsleikjahlé.

  19. Þegar maður var farinn að finna til með Hull og þeirra stuðningsmönnum og varð hálf fúll yfir því að leikurinn skyldi ekki enda svona eins og 10-1 þá veit maður að LFC er á réttri leið 🙂

  20. stórkostlegur leikur og alveg magnað að sjá ákefðina í liðinu sem í raun kláraði leikinn á fyrstu 25 mínútunum.

    Einnig finnst mér rosalegur munur á pressunni m.v. það sem sást í fyrra. Mér finnst munurinn helst felast í því hvað allt liðið er komið rosalega framarlega á völlinn, t.d. er ekkert óvanalegt að sjá miðverðina vera komnir framyfir miðjuna og hirða þar boltann eftir pressu framarlega á vellinum. Þannig sér maður t.d. framherjana pressa á boltamanninn og í kjölfarið losar hann sig við boltann og næsti maður sem pikkar upp boltann fær í kjölfarið á sig pressu frá miðjumönnum og síðan er þriðja pressan í raun miðverðirnir sem sækja næsta sendingu enda þá yfirleitt einhver sending sem klikkar þegar svona mikil pressa er.

    Tek undir með vali á mönnum leiksins, þeir voru mjög góðir. Ég verð að játa það að Mane er að koma mér svakalega á óvart. Hann er gríðarlega ógnandi leik eftir leik og skapar svo mikin usla í vörn andstæðing, hann hreinlega leggur menn í einelti með þessum sprettum sínum og áræðni. Alveg stórkostleg byrjun hjá honum.

  21. Var að horfa aftur á fyrri hálfleik og þvílík unun! Ég hallast að því að liðið hafi í raun verið að spila framliggjandi tígul í 4-2-4 uppstillingu ef maður reynir að setja þessa spilamennsku í eitthvað form… sem er hálf galið útaf fyrir sig. En Henderson og Wijnaldum virtust halda miðjunni til skiptis, Henderson oftar, og þar fyrir framan voru Lallana, Coutinho, Mané og Firmino í fljótandi tígul.

    Vá hvað það var samt gaman að fylgjast með Milner í þessum leik. Þetta er bara ein sú besta frammistaða vinstri bakvarðar sem ég hef séð í langan tíma, og þá ekki bara hjá Liverpool. Sá einmitt á TAW að þeir eru að máta hann í vinstri bakvörðinn í enska landsliðinu ef hann heldur þessu áfram… örugglega þvert á hans eigin óskir. En samt, aðeins vitleysingur myndi gráta sæti í landsliðinu sínu! Hann er kannski ekki með topp fyrirgjafir en hann bætir það upp með öðru sem bakverðir hinna liðanna eiga ekki von á.

    Þetta tímabil lofar bara óendalegri skemmtun. Það eina sem maður biður um núna er næsti leikur!

  22. Sælir, nú les maður að Bayern Munchen sé að bera víurnar í Klopp, er það ekki rétt hjá mér að Klopp hafi samið til 8 ára í sumar? Getur einhver svarað þessu?

  23. Síðan Meistari Klopp tók við hefur okkar ástkæra Liverpool lið skorað 71 mörk, meira en öll önnur lið í EPL!

    Fowler blessi Klopp og ykkur öll!

  24. Afglapi og Guðjón. Þið megið ekki misskilja af hverju ég set spurningarmerki við Matip. Hann er hörkugóður en eins og er aðeins búinn að leika örfáa leiki fyrir Liverpool og því ekki búinn að sanna eitt eða neitt í búningi okkar liðs. Ef hann verður búinn að leika vel fyrstu 25-30 leikina þá tekur maður spurningarmerkið burtu. Veit ekki betur en fullt af mönnum sem hafa komið til Liverpool hafi átt að vera næstum því bestir eða efnilegastir í heimi (allavega miðað við verðið á þeim) en hvað gátu þeir svo í rauða búningnum, t.d. Benteke (32,5 ), Downing (20), Markovic (20 ) og jafnvel Allen (15) svo einhverjir örfáir séu nefndir.
    Haddi. Á Englandi hefur það ekki verið vænlegt til að vinna titla að fá á sig mikið yfir 1 mark að meðaltali í leik, amk ekki á seinni árum. Sagan segir okkur það. Á þeim 24 árum sem PL hefur verið til hefur meistarinn 3svar fengið á sig meira en 1 mark að meðaltali (mest 1,18 árið 1999-00). Liverpool varð enskur meistari 1963-64 með því að fá á sig 45 mörk í 42 deildarleikjum (1,07 mark í leik) . Eftir það varð Liverpool alltaf meistari, og það ekki ósjaldan, með því að fá á sig 1 mark eða minna að meðaltali í leiki. Svona er þetta bara. Sennilega er of sterkt að alhæfa en ég held að það sé mjög erfitt að vinna deildina með því að fá á sig 1,3 mark að meðaltali í leik, punktur.

  25. Krummi, Klopp hefur margoft gefið það út að hann hafi ekki áhuga á því að starfa fyrir félög á borð við Bayern, Real Madrid eða Manchester City…

    Hann og Liverpool eru fullkomin fyrir hvort annað…

    Klopp er ekki maðurinn til að starfa með prímadonnum…

  26. Sæl öll.

    Jæja þá eru drengirnir búnir að sanna að þeir geti unnið þó svo að ég sé ekki á leiknum eða í vinnunni. Og þvílíkur sigur,þvílik gleði. Ég að sjálfsögðu las öll kommentin og gerði mér þá grein fyrir því hversu lítið ég veit um fótbolta…að spila þríhyrning 4-2-2 með framliggjandi miðverði úff hljómar eins og Japanska fyrir mér. Ég held þeir hafi bara spilað með hjartanu og leikkerfið eitthvað sem Klopp vinur minn teiknaði upp yfir bjórnum sínum í vikunni, mér gæti í raun ekki verið meira sama hvaða kerfi þeir spila bara á meðan þeir spila svona og spila svona mikið betur en andstæðingurinn. Þeir vilja helst klára þetta sem fyrst svo þeir geti svo notið þess í seinni hálfleik að sýna sig fyrir okkur stuðningsmönnunum.

    Ég varð svo yfir mig spennt og glöð eftir leikinn að ég gerði það sem maður á aldrei að gera í sigurvímu ég fór í tölvuna og keypti mér ferð á Anfield á síðasta leikinn. Þegar ég svo sagði frá þessu í vinnunni þá sagði einn vinnufélaginn” Já okey þú ætlar sem sagt að sjá þegar þeir lyfta bikarnum” Vá ef það yrði nú rauninn…ja þá skal ég éta helv….jakkann sem fylgdi húfunni sem ég japla á núna.

    Kæru vinir, þangað til næst
    YNWA

  27. Það að sé verið að orða Bayern og eitthvað við Klopp segir bara allt sem segja þarf ..afhverju í fjandanum ætti Klopp að hafa áhuga á því hann er að stýra fokkins LFC það verður ekkert stærra en það !
    Bayern er ekki challange en LFC eru challange eins og er að snúa skútunni við og sigla til sigurs það er það sem Klopp vill það er það sem við viljum líka og eigendur og stuðningsmenn eru ekki að fara sleppa taki af Klopp neitt á næstunni!

  28. Milner segir þetta í viðtali
    „Gæðin í hópnum eru ótrúleg, það er samkeppni um hverja stöðu og enginn er með öruggt byrjunarliðssæti.”
    Þetta er það sem er það besta við LFC þetta á að vera svona ..að við séum með gamechangera á bekknum ekki eitthverjar lélegar varaskeifur sem teljast varla sem squadplayerar.

    Manni hlakkar til að sjá hvern Klopp setur inná útaf maður veit hvers konar gæði bíða líka á bekknum ég myndi segja þetta væri lang stærsta breytingin á LFC sem ég hef séð í langan tíma.

    Manni fannst LFC ekki gera annað en að selja leikmenn þetta tímabil en samt eru svona margir að keppast um stöður það segir mér að Klopp og hans crew vita nákvæmlega hvaða menn þeim vantar!

Liverpool – Hull 5-1 (leik lokið)

Hvað vitum við?