Hull á morgun

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

Hvað á að kalla svona leik? Maggi myndi tala um Bananahýði. Klárlega er þetta algjör hreinn og beinn skyldusigur. Það þarf að fara í svona leik og sýna það að leikurinn gegn Burnley hafi verið slys, ekkert stórslys, en slys. Slys geta alltaf átt sér stað og hafi þau ekki þeim mun meiri afleiðingar, þá er svo sannarlega hægt að læra af þeim. Það er hægt að læra það hvernig eigi ekki að gera hlutina. Mér hefur fundist okkar menn hafi lært af þessum Burnley leik. Mér fannst það sjást í leikjunum gegn Burton, Derby og á vissan hátt Leicester líka. Það er alveg hægt að finna leiðir þótt heilli umferðarmiðstöð sé komið fyrir í vítateignum.

Hull á það sameiginlegt með Burnley að vera með slakasta leikmannahópinn í deildinni að mati flestra. Ég er t.d. ekki viss um að það sé mikill gæðamunur á Hull og Derby, sem við spiluðum við á þriðjudaginn. Ég er búinn að spá þessum liðum alveg frjálsu falli aftur í deildina fyrir neðan. Það breytir því þó ekki, að versti tíminn til að mæta svona liðum, er í upphafi tímabilsins. Það sást einmitt vel á Hull að þeir komu óhræddir til leiks, höluðu inn nokkur stig og komu mönnum á óvart, unnu til að mynda meistarana í fyrsta leik og svo Swansea í þeim næsta. Voru meira að segja frekar óheppnir að tapa fyrir Man.Utd á marki á síðustu sekúndunum. Það er því alveg morgunljóst að þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Það er einfaldlega ekkert gefið í þessari blessuðu deild, sér í lagi í upphafi hvers tímabils.

Hull eru nánast stjóralausir eftir að Steve Bruce sagði óvænt upp störfum rétt fyrir mót. Það kom frekar á óvart í fótboltaheiminum, en hann taldi sig ekki vera að fá nægilega styrkingu á liðinu. Það er nefninlega frekar skrautlegur gaur sem á þetta Hull lið. Hann er búinn að vera að reyna að breyta nafni þeirra í Hull Tigers, en hefur fengið mikla mótspyrnu frá stuðningsmönnum liðsins. Hver myndi ekki vilja breyta nafni Liverpool í Liverpool Giants? Einhver? Hélt ekki.

Sturluð staðreynd um Hull er að þeir safna ekki frímerkjum, þeir safna markvörðum. Nú þegar hafa þeir notað þrjá slíka, Jakupovic, Marshall og Kuciak. En Allan McGregor, Will Mannion og Robert Peet bíða ennþá eftir sínum tækifærum. Það borgar sig að byggja á breiddinni. Þeir eru með nokkra ágætis leikmenn. Vörninni stjórnar Curtis Davies. Á miðjunni ráða þeir Snodgrass, Huddlestone og Livermore ríkjum og svo eru þeir fínir leikmenn þeir Elmohamady og Abel Hernandes. Þetta lið er þó mest litað af gaurum sem náðu ekki að “meika” það hjá Man.Utd og Tottenham. Hull hefur skorað 6 mörk í þessum fyrstu 5 leikjum, en fengið á sig 7 mörk. Það er einu marki minna á sig fengið en okkar menn geta státað af. Liverpool hefur á móti skorað heil 11 mörk í þessum 5 leikjum, þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora gegn Burnley. Einhver staðar sá ég það ritað að Liverpool væri búið að skora allra liða mest í Evrópu á árinu 2016.

Það súmmerar nákvæmlega upp tilfinningu manns fyrir þessu liði. Það er alveg fáránlega skemmtilegt að horfa á það spila fótbolta þessa dagana og bara vonandi heldur það áfram þannig. Ef varnarleikurinn heldur áfram að sýna batamerki, þá aukast möguleikarnir til mikilla muna þegar litið er til markmiðasetninga á tímabilinu. Það er meira að segja töluverð breidd í flestum stöðum, sér í lagi sé tekið mið af því að liðið er ekki að keppa í neinni Evrópukeppni. Það er helst hægri bakvarðarstaðan sem veldur áhyggjum, komi eitthvað fyrir Clyne. Staðan er einfaldlega þannig að menn eins og Emre Can þurfa að sýna sig og sanna aftur, eigi hann að gera tilkall til að ýta einhverjum út úr byrjunarliðinu. Einnig er ég sannfærður um það að ef þeir Matip og Lovren haldast heilir í vetur (að mestu leiti) þá verðum við að horfa á allt annað sync á þessari vörn. Það bara getur ekki verið hollt að geta nánast aldrei stillt upp sama miðvarðarparinu og auðvitað eykur það á óöryggi allra þegar menn eru að verja markið sitt.

En hvað, hvernig mun Klopp mæta með þetta lið á Anfield í þennan leik? Það er mun erfiðara að beita hinni frægu hápressu ef boltanum er strax dúndrað fram völlinn. Liðið mun verða með boltann meirihluta leiksins og nú þarf að horfa til manna eins og Mané, Firmino, Lallana og Coutinho. Minna mun mæða á mönnum eins og Hendo og Wijnaldum, þar sem boltanum verður eflaust sparkað yfir þá og þeir fyrst og fremst að reyna að leita hina léttleikandi mennina uppi. Það þarf að koma eitthvað óvænt, eitthvað extra. Moment of brilliance frá Bobby eða Sadio. Það þarf líka að reyna að brjóta þá snemma. Því lengra sem líður á leikinn, því erfiðara verður þetta og því meira eflast mótherjarnir í varnarleik sínum og eru klárir í að henda hausnum fyrir alla bolta.

Ég á ekki von á að Klopp hendi Mignolet út og því byrjar hann í markinu. Aftasta línan ætti að halda sér frá Chelsea leiknum, sé lítið sem breytir því akkúrat núna þar sem maður hefur ekki heyrt af neinum meiðslum þar. Wijnaldum á víst að vera klár í slaginn eftir að hafa meiðst lítillega gegn Chelsea. Hann, Hendo og Lallana ættu því að halda miðjustöðum sínum. Sturridge hefur svo lítið æft undanfarið og er smá spurningamerki. Ég held að það verði enginn séns tekinn með hann og því komi Bobby Firmino inn fyrir hann og sóknarlínan verði því Coutinho, Firmino og Mané. Svona ætla ég því að giska á byrjunarliðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mané – Firmino – Coutinho

Eins og fyrr sagði, þá snýst þetta fyrst og fremst um að ná að brjóta þá á bak aftur sem fyrst. Þetta Hull lið er þannig að ef þeir ná að halda þessu í núllinu, þá gætu þeir hæglega sprengt upp og sett mark á okkur og tekið öll stigin. En þeir gætu líka sprungið eins og blaðra sem alltof mikið loft var komið í. Vonandi verður það raunin og okkar menn sigli þessu örugglega í höfn. Svona leikir hreinlega verða að vinnast. Ég er fullur bjartsýni og ætla að spá því að við slátrum þessu Hull liði. Leikurinn fer 5-0 og það verða þeir Coutinho, Firmino og Mané sem setja þrjú af þessum mörkum. Þeir Matip og Wijnaldum munu svo setja sín fyrstu mörk fyrir félagið á hinum glæsilega Anfield.

38 Comments

  1. Samála byrjunarliðinu nema að ég spái að Karius byrji í markinu.

    Ég hef séð fjóra heila Hull leiki í vetur(geri aðrir betur) og finnst mér það virkilegt vanmat að segja að þeir séu eins góðir og Derby.

    Mér fannst Hull vera mjög þéttir gegn Man utd þegar þeir töpuðu alveg í lokinn. Mér fannst þeir flottir í fyrsta leiknum gegn Leicester þar sem þeir unnu 2-1, Þeir voru solid þegar þeir unnu Swansea en þeir voru galopnir á móti Arsenal í 1-4 tapi(þetta eru 90 mín leikirnir).

    Þetta lið er sterkari en Burnley liðið sem við töpuðum fyrir og vona ég að menn mæta ekki værukærir í þennan leik en þeir vita að við erum að fara að berjast við varnamaúr í 90 mín og svo skyndisóknir.

    Það verður fróðlegt að sjá hvort að við séum búnir að finna lausnir og læra af misstökunum sem við gerðum gegn Burnley.

    Ég hef trú á strákunum og ég spái að við klárum þetta 2-0 en þegar maður er liverpool aðdáandi þá er maður samt eiginlega tilbúinn í hvað sem er.

    Ég mann nefnilega eftir því á síðustu leiktíð að eftir 1-4 sigur á útivelli gegn Man City, 2-0 sigur á Swansea og 1-6 sigur gegn Southampton í deildarbikarnum og liðið virkaði mjög sterkt og mjög stutt í 1.sætið í deild og 4.sæti meira en raunhæft markmið þá kom 2-0 tap gegn Newcastle(sem voru neðstir), 2-2 jafntefli gegn West Brown og 3-0 tap gegn Watford. Svo að maður var slegin í rot um allar væntingar.

  2. Takk, en ath. Hullarar eru mun sterkari en Derby og því mun reyna á að komast framhjá rútunni spái ég. spennustigið er strax farið að hækka.

  3. Þessi leikur er eins og ég hef áður sagt alvöru próf á Klopp. Þetta er það sem hefur reynst okkur erfiðast á síðustu árum. Það er að spila á móti „litlu liðunum“ og mótivera menn í þessa leiki.
    Ef það næst að þá er ég bjartsýnn á framhaldið í vetur. Annars verður þetta barátta um 5-8 sætið.
    Ég ætla að spá því að Klopp hafi unnið heimavinnuna sína vel frá Burnley leiknum og standist prófið í kvöld.

  4. Sælir félagar

    Þetta verður erfitt í byrjun og hugsanlega getur Liverpool lent í því sama og MU og verið í vandræðum með að brjóta varnarmúr Hull á bak aftur. En, ef og þegar það tekst þá ættu allar flóðgáttir að opnast og SSteinn gæti orðið sannspár með 5 – 0 spána sína. Það væri ekki leiðinlegt og markatalan mundi skána mikið þó hún sé ekki neitt hroðalega slæm.

    Það ber auðvitað að hafa í huga að Liverpool er miklu betra lið en MU. Þar af leiðir að okkar mönnum ætti að ganga betur að opna vörn Hullaranna og þá þurfa þeir að koma fram á völlinn og reyna að ná inn marki. Þar með gætu flóðgáttir opnast og . En í stöðunni 4 – 0 munu þeir fara í að lágmarka skaðann og leggja rútunni í teignum aftur. Okkar menn verða þá orðnir sæmilega saddir og sætta sig við að dúlla sér það sem eftir lifir leiks. Sem sagt 4 – 0 er mín spá.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Carragher er að tala um á Facebook að Karíus byrji – Klopp er ekkert að tvínóna…

  6. Nr. 9. Held að menn ættu bara að hætta þessu ef þeir hafa ekki trú á sjálfum sér. Ánægður með Clyne að hafa trú á að titillinn geti endað à Anfield.

  7. Sælir félagar

    Þá er draumurinn úti. Clyne heldur að Liverpool verði meistari. Venjulega hefur svona blaður verið ávísun á tapleik eða leiki. Af hverju geta menn ekki bara þagað og hugsað um vinnuna sína?

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Ég fagna því að Karius byrji á morgun en það er þó ekki vegna þess að Mignolet hafi verið að standa sig illa, alls ekki. Heldur finnst mér munurinn á þeim tveimur vera sá að Mignolet er góður verjari en Karius er bæði góður verjari og einnig góður knattspyrnumaður.

    Með þessu á ég við að hann hefur auga fyrir leiknum og færni til að nýta sér það, bæði að fara í boltann og ekki síður að koma boltanum frá sér þannig að það skapi hættu fyrir andstæðinginn.

    Áfram Liverpool

  9. Það er nú frekar vandræðalegt að þaga bara þegar maður er spurður af fréttamanni. En það er satt, ég man eftir tveim tilfellum þar sem Gerrard tjáði sig um að Liverpool gæti orðið enskur meistari, og í kjölfarið töpuðum við næsta leik á eftir…

  10. PS, þetta verður erfiður leikur… þetta verður ekkert 5-0 dæmi. Annað hvort 1-1 eða taugatrekkjandi 2-1 sigur

  11. Hvað er að. Út með kassann. Liðið hefur að minnsta kosti rekið út kassann eftir Burnley leikinn og þeir ætla ekkert að slaka á með það.

    Við ætlum að gera tilkall til titilsins og mér finnst menn megi alveg gefa það í skyn.

    Annars má bara pakka saman og fella tjaldið.

    Hvað höfum við í þá keppni?

    Leik einu sinni í viku þar sem menn hlaupa meira en nokkuð annað lið.

    Fáránlega metnaðarfullan og passionate stjóra.

    Leikmenn sem eru sannfærðir og tilbúnir að deyja fyrir hann og liðið.

    Að þessu sögðu, við slátrun Hull punktur.

    YNWA

  12. Clyne var spurður að því í viðtali við Sky Sports hvort að Liverpool geti unnið titilinn.

    „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta það. Við erum með hóp af leikmönnum til að berjast um titilinn,” sagði Clyne.

    „Ef við höldum áfram að spila eins og við erum að gera þá getum við vonandi verið á meðal toppliðanna í lok tímabils.”

    Get ekki séð að hann hafi átt eitthvað frumkvæði með að tala um meistaravonir, heldur vonast hann að vera í toppbaráttunni. Slökum aðeins á svartsýninni þið ágætu pennar. Tökum þetta 3-1 á morgun.. YNWA

  13. #16Ekkert spurning um að fella tjaldið, bara spurning að bera virðingu fyrir mótherjanum og gera sitt besta út frá því, (þoli ekki vanmat, það er veikleiki þeirra sem mistakast), allir hérna inni héldu að Burnley yrðu “walk in the park” eftir Arsenal leikinn, svo reyndist ekki vera……

  14. Áttum að vinna burnley, eigum að vinna hull. Vanmat á ekki að eiga sér stað hjá atvinnumönnum.

  15. Ef við berum í gamni þessa fyrstu fimm leiki saman við sömu leiki síðasta tímabil (eða sambærilega í tilviki Burnley) þá er Liverpool núna með -1 stig.

    Ef við skoðum næstu umferðir hefur Liverpool möguleika á að bæta þetta um fimm stig í næstu tveimur leikjum (Hull og Swansea) og 8 stig ef við tökum United leikinn með. 10 stig ef við tökum W.B.A leikinn með líka.

    Það sem ég er að segja með þessu er að Liverpool vann ekki einn leik í fyrra gegn þeim liðum sem við eigum í næstu fjórum umferðum. Þetta hefur auðvitað ekkert að segja á þessu tímabili en segir okkur kannski eitthvað um hversu mikið svigrúm þetta lið hefur til að bæta sig frá síðasta tímabili. Eins og staðan er núna eru miklu fleiri lykilmenn heilir, það er miklu betri holning á liðinu og flestir þessara leikja koma ekki inn í brjálað leikjaprógramm líkt og nánast allir leikir síðasta tímabils. Það jafnar heldur betur leikinn fyrir okkar menn í ansi mörgum tilvikum enda spilaði ekkert lið fleiri leiki í álfunni heldur en Liverpool á síðasta tímabili.

    Núna eins og áður er mönnum tíðrætt um að Liverpool verði að vinna litlu leikina til að hægt sé að taka liðið alvarlega. Það er nú þegar búið að falla illa á fyrsta prófinu á þessu tímabili og á morgun er næsta próf, lið sem verður alveg klárlega í neðri hluta deildarinnar á þessu tímabili, rétt eins og Burnley.

    Á síðasta tímabili náði Liverpool (aðeins) í 36 stig gegn liðunum 10 í neðri hluta deildarinnar. 36 stig af 60 mögulegum eða 60% árangur. Það er oft miðað við að ágætt sé að fá 2 stig af 3 í gegnum tímabilið, það myndi gefa 76 stig. Árangur Liverpool í fyrra gegn bara neðri helmingi deildarinnar gaf ekki einu sinni svo vel. Liverpool á að a.m.k. vinna þrjá af hverjum fjórum leikjum gegn þessum liðum (45 stig) ef ekki meira. Sem dæmi er munurinn á 45 stigum í þessum leikjum vs 36 sig á síðasta tímabili nógu mikið til að gefa sæti í Meistaradeildinni (okkur vantaði sex stig uppá sæti þar).

    Árangurinn gegn liðunum níu sem voru með Liverpool í efri hluta deildarinnar gáfu 24 stig af 54 mögulegum sem gerir 44% árangur. Liverpool fékk minna en 1,5 stig í þessum leikjum sem er rosalega dapurt. Bara það að vinna heimaleikina gæfi 27 stig sem kannski sýnir hvað þetta er léleg stigasöfnun. Ef eitthvað af orkunni og einbeitingunni sem fór í það að vinna United, Dortmund og Villareal í Evrópu eða spila með Man City og Sevilla færi bara í deildina er mjög líklega hægt að bæta þessa stigasöfnun töluvert.

    Þetta Liverpool lið sem við erum að horfa á í ár er miklu meira sannfærandi en það sem við sáum í fyrra. Þetta lið er að hlaupa yfir andstæðinginn í hverjum leik (líka í leiknum sem tapaðist), skora mun meira og vörnin er farin að taka á sig mynd sem gerðist aldrei í fyrra.

    Gott dæmi um þetta og gríðarlegur munur frá síðasta tímabili er að þó andstæðingurinn hafi í 4 af 5 deildarleikjum tímabilsins skorað síðasta mark(mörk) leiksins hefur Liverpool bara einu sinni tapað forystu niður í jafntefli. Kannski er þetta tilviljun, auðvitað er vont að Liverpool hafi núna fjórum sinnum ekki náð að halda markinu hreinu þegar verið er að verja forystu, þetta held ég að sé klárlega eitthvað sem hjálpar þeirri ákvörðun að skipta um markmann á morgun. Það er ekki eins og þetta sé nýtt vandamál.

    Það tapaði ekkert lið unnum leik eins oft niður í fyrra og Liverpool og þá hefðum við líklega tapað stigum gegn Arsenal, Chelsea og Leicester öfugt við núna. Tottenham voru svo ljónheppnir að ná stiginu. Þetta gefur vonandi fyrirheit um það sem koma skal í vetur.

    Hull hafa sýnt það í byrjun tímabilsins að fréttir af andláti þeirra voru töluvert ýktar, þetta lið getur alveg spilað fótbolta rétt eins og önnur lið deildarinnar.

    Vonandi fæ ég þetta ekki í bakið en ég held að það lið sem Liverpool stillir upp á morgun verði mun sterkara en liðið sem mætti Burnley. Þetta lið er að slípast betur saman með hverjum leik og það er komið lengra núna í 8. leik þessa tímabils heldur en það var í 3. leiknum. Þetta er auðvitað engin afsökun fyrir tapinu þá en það hjálpar t.a.m. mjög mikið núna að fá Karius (vonandi er það bæting), Matip og Mané inn, enginn af þeim var með gegn Burnley. Milner var að spila í nýrri stöðu rétt eins og Henderson en báðir hafa bætt sig töluvert síðan þá. Sama má segja um Lallana og Winjaldum. Bæting þessara leikmanna hefur svo auðvitað domino áhrif á allt liðið. Það er t.a.m. erfitt að velja einn mann leiksins eftir hvern einasta leik núorðið. Það segir eitthvað um hvað allt liðið er að spila vel sem heild.

    Það verða ekkert allir leikir flugeldasýning en ef Liverpool ætlar að láta taka sig alvarlega er ekki í boði að tapa stigum tvo leiki í röð gegn nýliðum. Á Anfield er bannað að tapa stigum gegn liðum sem enda í neðri hluta deildarinnar.

    Liðið held ég að segi sig sjálft á morgun nema eitthvað óvænt komi uppá líkt og hefur gerst fyrir undanfarna leiki.

    Karius kemur inn í markið, þetta er að mínu mati alls ekkert stór ákvörðun og ekki eftir neinu að bíða, líklega er Klopp búinn að bíða spenntur eftir þessi tækifæri. Karius verður ekkert fullkominn og mun líklega gera sín mistök. Hann má við einum a.m.k. í leik og verður þá í versta falli á pari við Mignolet. Eitt líka við hann er að þrátt fyrir aldursmuninn held ég að Karius komi seint til með að tapa sjálfstraustinu svo glatt, sama get ég ekki sagt um Mignolet.

    Clyne – Matip – Lovren – Milner varnarlínan velur sig sjálf. Þetta er eitthvað sem ekki hefur tekist undanfarin ár og því meira sem þeir ná að spila sig saman því betri verður varnarleikurinn.

    Henderson verður fyrir aftan Lallana og Winjaldum sem hvíldu í miðri viku. Can er augljóslega ekki kominn í leikform en kemur vonandi á bekkinn í þennan leik. Ansi mikil styrking á hópnum þar.

    Firmino kemur svo væntanlega aftur inn og þá fyrir Sturridge sem æfði lítið í vikunni. Mané og Coutinho með honum.

    Það er komið að því að halda hreinu einn leik, vinnum þetta 1-0 í erfiðum leik

  16. Svona fyrir forvitnissakir, ákvað ég að skoða gegn hvaða liðum Liverpool tapaði stigum í fyrra í deildinni, því ég var orðin hundþreyttur á möntrunni um að það stæði sig alltaf vel gegn stórliðum en tapaði mikið af stigum gegn þeim litlu. Liverpool tapaði 10 leikjum og gerði 12 jafntefli og vann 16 leiki

    það tapaði tvisvar sinnum fyrir – West Ham, Man Und,

    Það tapaði einu sinni fyrir Watford, Southamton, Cristal palace, Leicester,Swansea, Newcastle.

    Það gerði tvisvar sinnum jafntefli við- Arsenal, tottenham, West Brom

    Það gerði einu sinni jafntefli við Norvich, Everton, Newcasltle, Chelsea, Sunderland, Southamton

    Mér sýnist þessi kenning ekki standast skoðun. Aðalástæða þess að Liverpool tapaði í fyrra var vegna slæmrar varnar og töpuðust stig og leikir gegn liðum sem voru allsstaðar í töflunni og þrátt fyrir afleitt tímabil, voru okkar menn aðeins tveimur sigrum frá meistaradeildarsæti.

    Ég vona bara að okkar menn þaggi niður í þessu nuði og vinni Hull. Við höfum getuna en þurfum að sýna það á vellinum. Ég trúi því að okkar menn geri það.

  17. Sælir félagar

    Takk fyrir viðbótina við upphitunina Einar M. hún er flott. Þú ert hinsvegar þekktur bölsýnismaður og spáir okkur erfiðum 1 – 0 sigri. Ef til vill raunsætt en ef miðað er við það sem þú segir um að liðið sé í stöðugri framþróun og sé alltaf að slípast betur og betur saman þá er þessi spá hrein bölsýni 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  18. Af hverju á hverju einasta tímabili missir einhver leikmaður Liverpool útúr sé að þeir geti orðið meistarar? Þetta hefur alltaf jnxast í drasl og liðið drullað uppá bak strax í leiknum á eftir! Stop it!

  19. Nr. 22

    Vonandi er þetta dæmi um bölsýni á þessu tímabili, þá er búið að hækka standardinn. 🙂

    Þrjú stig, þó það kæmi úr rangstæðu vítaspyrnu sjálfsmarki á 98.mínútu og ég væri sáttur.

  20. Leikmenn eIga að trúa því að þeir verði meistarar.
    Þeir eiga að fara í hvern leik til að vinna hann.
    Ef þeir trúa því ekki að þeir fari í hvern leik til að vinna hann þá eiga þeir ekki að vera í leikmannahóp Liverpool.
    Ummæli Clyne og trú á að vinna titilinn er það sem ég vil sjá eftir leikmönnum haft!

  21. Sé ekkert að ummælum Clyne. Það nær enginn árangri nema með það hugarfar að viðkomandi sé bestur. Fór einu sinni til íþróttasálfræðings (Jóhann Ingi) sem sagði að enginn næði topp árangri nema hafa helst hálf galna ofurtrú á sjálfum sér. Nefndi menn sem hann (íþróttasálfræðginurin) hefur unnið með sem héldu að þeir væru bestir í sinni grein i öllum heiminum, þó að enginn annar héldi það (t.d. Íslendingur sem komst á verðlaunapall í sundi á ólympíuleikum og Evrópukeppni og handboltamenn úr landsliðinu). Að því sögðu spái ég samt ströggli á morgun og sigri með einu marki eða jafntefli.

  22. Eruð þið ekki að grínast? Hversu oft hafið þið ekki séð leikmenn, ekki bara Gerrard heldur man ég líka eftir Lovren, Can og fleirum, með einhverjar yfirlýsingar þegar eitthvað hefur gengið vel, og svo drullað upp á enni strax á eftir. Menn eiga bara að þegja og segja að það sé allt of snemmt að tala um titilbaráttu þótt þeir geti hugsað sitt og talað um það innan hópsins.

    Að því sögðu þá held ég samt að Liverpool vinni leikinn í dag, með ströggli.

  23. Munurinn er samt sá að þeir sem hafa misst það út úr sér á síðustu 10-15 árum að við getum unnið deildina hafa allir verið á svipinn eins og Jón Gnarr í Fóstbræðrum þegar hann sagðist ætla með boccia lið eldri borgara í æfingabúðir til Kína – Í 2 ÁR!
    Nú trúa menn í alvöru. Sem er gott.

  24. Vá hvað þetta Leicester lið er dapurt, sýnir bara svart á hvítu hvað deildin var ævintýralega slök á síðasta tímabili. Utd er að slátra þeim 4-0 eftir 40 mínútna leik.

    Vonandi tökum við Hull City sannfærandi í dag og eins og menn hafi komið inn á að þá er þetta skyldusigur ef að við ætlum að gera eitthvað í þessari deild.
    3-0 sigur og ekkert kjaftæði!

    YNWA!

  25. Missi nú soldið álitið á Klopp ef hann skiptir um keeper. Hefur svo sem legið við að hann myndi troða samlanda sínum í markið við fyrstu mistök Simons.en ég taldi þó að hann fengi allavega að gera þau mistök áður en honum yrði skipt út. Veit ekki með ykkur en finnst þetta ekki senda rétt skilaboð til leikmanna og hreinlega bara hálf lélegt ef eg á að segja eins og er.

  26. Sælir félagar

    Það er magnað að Leicester er að spila sinn slakasta leik í rúmt ár á Gamla klósettinu. Það er eins og venjulega að lið virðast fá alvarlega í hnéin á þessum velli og það án þess að nokkur ástæða sé til. MU að spila sinn langbesta leik á þessari leiktíð og eiga þetta skilið gegna afar slöku liði Leicester. Því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. #32

    Er ekki samkeppnin bara af hinu góða? Hún getur alveg bætt Mignolet ef eitthvað er. Ég fagna samkeppninni sem er að eiga sér stað í markmansstöðunni. Við þurfum klárlega á því að halda líka

  28. Ég er enginn Einstein en sammála Cline og sé ávallt fyrir mér sigur í næsta leik hjá okkar liði. 2-0 sigur í dag væri flott.

  29. Nr. 32
    Hversu mörg mistök þarf hann að gera?

    Held annars að þetta snúist mikið meira um að Karius passar betur inn í leikskipulagið heldur en Mignolet. Hann spilar mun framar og virðist vera betri með boltann í löppunum heldur en Mignolet. Eitthvað sem hefur verið veikleiki á þessu liði með Mignolet aftast enda ávallt ótraustvekjandi.

Kop.is Podcast #123

Liverpool – Hull 5-1 (leik lokið)