Leik lokið: Chelsea – Liverpool 1-2

Leik lokið: Chelsea – LIVERPOOL 1-2
Ohhh þetta var svo hressandi sigur. Síðasti hálftíminn var góða þrjá tíma að líða í leik sem átti aldrei að detta í slíka spennu en það er öllum sama núna, frábær þrjú stig í London. Fyrsta tap Conte, gott ef það tók hann ekki 14 mánuði að tapa leik hjá Juventus. Hann mætti aldrei Liverpool þá.

Geri leikininn frekar upp á eftir.

61.mín – Mark – Diego Costa í bókstaflega þeirra fyrsta alvöru færi í dag. Matic komst upp að endamörkum og náði að koma boltanum inn á markteig þar sem Costa var eins og gammur og kláraði færið. Óþolandi hvað þetta lið okkar bara getur ekki haldið markinu hreinu.

Hálfleikur:

Hálfleikur: Ef einhver hefði fengið mig til að skrifa handritið af fyrri hálfleik hefði það verið ansi nálægt þessu. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum og beint framhald af Leicester leiknum. Forskotið þó ennþá allt of lítið fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool enda nóg eftir, þetta er jú ennþá Liverpool. Haldi okkar menn áfram að spila svona getum við þó fljótlega farið að tala um Liverpoolmund.

36.mín – MAAAAAAARRRRRK OG ÞVÍLÍKT MARK HJÁ HENDERSON 0-2
Hendrson fékk boltann fyrir utan teig í kjölfar innkasts á vallarhelmingi Chelsea og gjörsamlega smurði hann upp í bláhornið, hann var langt fyrir utan teig þegar hann hlóð í þetta. Geggjað.

17.mín – MAAAAARRRK 0-1 LOVREN
Coutinho með fullkomna sendingu inn á teiginn og tók rangstöðutaktík Chelsea manna gjörsamlega úr sambandi og fann Lovren sem potaði boltanum í netið. Liverpool mun sterkari í byrjun.


18:00 (EMK) – Liðið er komið
lfc-chelsea
Bekkur: Karius, Lucas, Stewart, Origi, Moreno, Grujic, Ejaria

Firmino er tæpur og fer út fyrir Coutinho.
Lovren kemur inn fyrir Lucas.
Can ekki á bekknum, Firmino ekki heldur í hóp.

Lið Chelsea er svona:

Courtois

Ivanovic – Cahill – Luiz – Azpilicueta

Kanté – Matic – Oscar
Willian – Costa – Hazard




17:40 (EMK) – Gleymdi auðvitað að koma inná það áðan að ekkert lið í veröldinni þarf eins mikið á breidd að halda. Jahérna!


16:40 (EMK) – Öll helstu óvissuatriðin varðandi byrjunarlið Liverpool eru merki um aukna samkeppni um stöður, Leicester leikurinn hjálpaði öllum sem byrjuðu inná í þeim leik.

Coutinho vs Sturridge – Firmino kemst kannski ekki í landsliðið en hann er fyrsta nafn á blað hjá Liverpool. Mané er ennþá mikilvægari hinumegin og Lallana er búinn að vera frábær á miðjunni. Eina augljósa leiðin í liðið er fyrir Sturridge og eftir síðasta leik er erfitt að sjá ástæðu fyrir því að hrista upp í sóknarlínunni. Nota bene, Coutinho skoraði tvö mörk í þessari viðureign á síðasta tímabili. Origi og Ings komast ekki einu sinni í umræðuma.

Karius vs Mignolet – Rúmlega 60% vilja Karius í markið strax skv. könnun kop.is á twitter í gær. Þeim verður líklega ekki að ósk sinni í dag en Karius er heill og andar ofan í hálsmálið á Mignolet.

Lovren vs Lucas – Klopp verður að fara fá stöðugt miðvarðapar og þrátt fyrir góðan leik gegn Leicester er Lucas ekki hugsaður sem framtíðarkostur þarna, Lovren hinsvegar er það. Hann er klár í slaginn og fer líklega í liðið á ný.

Can vs Henderson – Can er að verða leikfær þó hann byrji ekki í dag. Hann er alls ekki öruggur með byrjunarliðssæti haldi miðjan áfram að spila og eins og gegn Leicester og hver sem dettur út af Handerson, Winjaldum eða Lallana er merki um góða breidd í liðinu.

Spái að það verði sama lið og gegn Leicester nema Lovren kemur inn fyrir Lucas.


Hvernig væri það nú hjá okkar mönnum að berja okkur ekki enn eina ferðina niður á jörðina strax í kjölfar frábærrar frammistöðu? Þetta er tilvalinn leikur í það, stutt í hann núna. Rétt eins og Liverpool spilar aldrei vel á mánudögum þá held ég að föstudagar séu miklu meira málið fyrir okkar menn.

Byrjunarliðin koma inn klukkutíma fyrir leik, við notum svo #kopis á twitter.

72 Comments

  1. Meiðsli Lovren voru nú ekki alvarleg og geta komið fyrir hvern sem er. Það er allt annað ef miðverðir eða aðrir leikmenn missa út einn leik. En ekki 10 leiki eins og gerðist oft í fyrra og koma síðan til baka í lélegu leikformi og spila síðan 2-3 leiki á 80-90% getu áður en þeir komast aftur á fullan snúning.

  2. Verðum að vinna þennan leik ef við ætlum að vinna titilinn, meigum ekki við öðru slysi!

  3. Eru Liverpool stuðningsmenn eitthvað í því að syngja svona leiðindasöngva eða gera bara klassalausir stuðninsmenn svoleiðis?

  4. Liverpool búið að ráða ferðinni þessar fyrstu tæpu 20 mín. Lítur mjög vel út allt saman

  5. Þetta var eins og arnarskotið úr “skot og mark” þáttunum hjá fyrirliða vor, Hendo. Frábært mark!
    Matip heillar alltaf meira og meira vona að hann haldi áfram á sömu braut.

  6. Total football hjá LFC – Þvílík unun að horfa á fram að þessu.

  7. Þetta er æðislegt. Liverpool að vinna Chelsea 2-0.

    Það sem mér þykir eftirtektarverðast er að vörnin er búinn að vera frábær og á köflum er liðið búið að spila Chelsea sundur og saman.

    Ef þessi varnaleikur er kóperaður og peistaður yfir allt tímabilið, þá verðum við Englandsmeistarar.

  8. Geggjað ! fullkomnlega spilaður hálfleikur, chelsea hafa ekki fengið hálffæri. er ekki kominn tími á að klára einn leik professional og næla sér í fyrsta hreina lak tímabilsins ? 😀

  9. STÓRKOSTLEG FRAMMISTAÐA!! Það þarf ekki fleiri orð yir fyrri hálfleikinn…

  10. Vá hvað þetta er geggjað lið sem að Klopp er að smíða fyrir okkur, Það eru vissulega 45 mín eftir en þessi fyrri hálfleikur var eign okkar manna og við verðum að klára þetta.

    Og þetta mark hjá Henderson, þessi strákur er að stíga upp í seinustu leikjum og sanna það að þó að hann hafi spilað hálfmeiddur allt seinasta tímabil þá sé hann klárlega ekki búin hjá okkur þrátt fyrir að vera dæmdur harkalega, Hann hefur fengið harðari gagngrýni því hann tók við keflinu af kóngnum.

  11. 45 mín búnar og þetta lítur vel út. Chelsea áttu þarna smá kafla í fyrihálfleik þar sem þeir settur pressu á okkur en fengu ekkert færi og Henderson skoraði líklega eitt af TOP 3 mörkum tímabilsins(og ég segji þetta í september ) og 0-2 forskot í hálfleik.

    Þetta er samt alls ekki búið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Klopp leggur liðið upp í þeim síðari.
    Á að halda áfram að pressa og ef svo er höfum við orku í það út leikinn?
    Munum við aðeins liggjar aftar og leyfa þeim að koma framar og nota svo hraðan í Sturridge og Mane til að refsa þeim.
    Hvernig bregst liðið við ef það fær á sig mark?

    Við fáum svör við þessu eftir smá stund en ég vill vekja athygli á Lallana en eina ferðina. Þvílík vinnsla í manninum og er að drukkna í sálfstrausti.

  12. Frábær fyrri hálfleikur. Við skulum ekki jinxa þetta. Allur seinni eftir.

  13. Eigum eftir ad fa hættulegar skyndisòknir i seinni halfleik tegar chelsea fer ad pressa og ta er bara ad refsa þeim

  14. Ég hef aldrei verið sannfærður með Henderson frá því að hann kom til liðsins. Hef alltaf fundist hann svoná næstum góður. Aðalgata fór í taugarnar á mér hvernig hann klúðraði góðum færum aftur og aftur. Að gera hann að fyrirliða.. Á eftir Gerrard.. úff .

    En á þessu tímabili spilandi DMC þá verð ég bara að éta hattinn og viðurkenna að ég sá þetta ekki í honum.

    Það er einmit leiðtogi sem skorar SVONA mark í mikilvægum leikjum! !!

    Sjáiði hvað Klopp er að gera við þetta lið?

  15. Guð minn góður þessi varnarvinna hjá okkar mönnum þarna……

  16. Shit eg er svooo stressadur, labba bara um ibudina i kvidakasti.. plìs setjum 3 makid bara NUNA !!!

  17. Yess !!!!!!!!!!
    Sjaldan verid meira stressadur. Skelf og notra herna ennþà..
    En virkilega sætt !!!

  18. Jæja þarna sönnuðu strákarnir sig á stóra sviðinu frábær úrslit og frábært að sjá vinnusemina í liðinu

  19. gott að Lucas gat gefið mönnum séns á að bölva sér í sand og ösku

  20. Now you’r gonna believe us. We’re gonna win the league!!! 🙂

  21. Vá þetta var einfaldlega risa stór sigur og djöfull var gaman að horfa á þetta.

    Til hamingju með þennan sigur, þetta var fyllilega verðskuldað.

  22. Okkar menn komnir í toppbaáttuna og eiga það skilið.Eina sem skyggir á er að Everton er fyrir ofan okkur.

  23. Heilt yfir frábær leikur. Svo virtist eftir sóknarhrynu Chelsea í síðari hálfleik, væru bæði liðin sprungin og leikurinn myndi meira á tvo boxara í 12 lotu sem eru búnir á því af þreytu.

    Fyrir utan varnarmistökin, sást berlega að varnaleikurinn hefur stórlagast. Chelsea er ekki að fá mikið af færum í þessum leik og eina markið sem þeir fengu var fáranlegt. Matip nánast skokkar fram hjá Henderson inn í autt svæði og fær boltan þar aftur og kemst upp að markinu, sendir fyrir og costa skorar.

    Annars hlítur að vera góðar fréttir ef vörnin er ekki að fá nema eitt mark á sig á móti svona góðu liði. Það skapaði ekki mikið af færum og í rauninni var þetta sanngjarn sigur sem vanst í fyrri hálfleik.

    YNWA.

    og er ekki kominn tími að vissir aðhangendur hætti þessu eilíðfar svartsýnisrausi ? Við erum búinn að spila gegn , -Tottenham, Arsenal, Leicester, Chelsea og burnley og erum búinn að mæta á þremur fleirri útivelli en flest önnur lið í deildinni og erum samt í 4 sæti.

    Ef við vinnum Chelsia á Stamford Bridge, Arsenal á Emirates, þá hljótum við að geta unnið hvaða lið sem er í deildinni.

  24. Frábær skemmtun, blóðþrýstingurinn í 200. Klopp er að gera góða leikmenn betri en þeir voru.

  25. Frábær sigur í alla staði og geggjaður fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Aukaspyrnan sem dæmd var á Lucas er svona óþolandi dæmi þar sem Hazard teigir út vinstri fótinn til að ná í snertingu, þetta er eitthvað sem dómarar verða að fara yfir og stoppa og gefa þá meintum brotaþola gult spjald fyrir að sækja snertinguna 😛

  26. Maður er eiginlega hugsandi núna Klopp er að gera svakalega hluti með þetta lið. Fyrir ári síðan vorum við búnir að versla annað árið í röð svakalega stórt og Brendan Rodgers svoleiðis að fara sýna okkur af hverju hann var svona góður þjálfari! Andlaust lið og oftar enn ekki var bara spilað upp á 1-1… Heilt ár er liðið og Klopp er gera stórkostlega hluti með leikmenninna sem Brendan gat varla fengið til að skapa svo mikið sem eitt færi… Þetta er eiginlega lyginni líkast hvað margir þarna hafa gengið í endurnýjun í liverpool búningi á þessu rúmlega ári sem Klopp hefur verið hjá okkur. Gleymum ekki stundum er bara hrein unun að fylgjast með okkar liði spila fótbolta það er ekki nema ár síðan þá vorum við gjörsamlega leiðinlegasta lið Englands!

  27. Skil þetta bara eftir hérna 🙂

    Antonio Conte’s last 31 home games:

    WWDWWDWWWDWWWWWWWWWWWWDWWWWDWWL

    YNWA!

  28. Úff hvað Lallana og Wijnaldum voru góðir í dag, pressan hjá þeim var svo góð og hvernig þeir leystu úr pressu Chelsea með góðu spili. Þeir eru mínir menn leiksins. Þeir gerðu verkefni Henderson svo miklu auðveldari.

    Mane, Wijnaldum og Matip look-a fyrir að vera mjög góð kaup.

    Að vinna Chelsea á Stanford Bridges án Firmino og Can er magnað! Frábært að fara inn í helgina svona 🙂

  29. búnir með fimm leiki. 33 eftir skít töpuðum fyrir Burnley Mæli með að allir andi mjög djúft

Heimsókn á Brúna annað kvöld

Chelsea – Liverpool 1-2 (Skýrsla)