Tottenham 1 – Liverpool 1

Leik lokið

Eitt stig. Áttu að vera þrjú. Hefðum þegið eitt stig kannski fyrir leik en áttum að klára þennan leik á fyrsta klukkutímanum.

Stutt í samantektarþráðinn okkar.

Loksins heimaleikur næst.

80 mín

Endi í enda, Tottenham skora upp úr engu – við áfram með tökin en vantar uppá að skapa opin færi.

1-1 Rose 72.mín

Tottenham komið sterkir inn og jafna. Clyne fer að hjálpa hafsenti og skilur Rose eftir sem skorar.

60 mín

Virkilega flott fyrsta kortérið hjá okkar mönnum, frábært skyndisóknarmark naumlega dæmt af vegna rangstöðu og Tottenham í miklum vandræðum. Sadio Mane þó stálheppinn að vera ennþá innþá eftir tvö brot verandi á gulu spjaldi.

Hálfleikur

Myndi telja okkur sanngjarnt yfir, fengum dauðafæri í byrjun og mikil hætta þegar við komum upp völlinn. Ekkert grófasta brot sögunnar sem gaf okkur þetta víti en virkilega flottur hálfleikur hjá okkar drengjum.

43 mín: 0-1 Milner (v)

Lamela braut á Firmino utarlega í teignum og víti réttilega dæma. Boring James mætti á punktinn og skoraði af öryggi.

Vel gert.

30 mín

Líf og fjör í leiknum hingað til, við fengið betri færi en leikurinn mjög opinn. Spurs settu inn annan senter og sýnast nú ætla að spila 4-4-1-1 með Kane undir Jansen.

15 mín

Spurs hafa verið meira með boltann og pressa okkur hátt án þess að hafa skapað mikið hingað til. Coutinho fékk sannkallað dauða- dauðafæri á 4.mínútu en Vorm varði frá honum úr markteignum. Ættum að vera yfir hér!

Leikurinn er hafinn!!!

Byrjunarliðið er komið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Winaldum

Coutinho – Firmino – Mane

Bekkur: Manninger, Grujic, Moreno, Lucas, Sturridge, Origi, Stewart.

Morgunleikur á laugardegi svo ég ætla aðeins að prófa að setja inn smá mola og minna twitter-notendur á að skella merkinu #kopis inn í færslurnar sínar því þá koma þær sjálfkrafa í færsluna hér að neðan.

Þessi færsla semsagt uppfærist með leiknum og það nýjasta verður alltaf efst. Nú er um hálftími í að byrjunarliðin verði tilkynnt og stærsta spurningin hjá okkur verður hvort að Coutinho verður leikfær en hann hefur verið stífur og lítið getað æft alla vikuna. Dele Alli er væntanlega að fara að byrja leikinn fyrir Tottenham í dag samkvæmt Jamie Redknapp í morgun í spjalli frá White Hart Lane á Sky.

Hann telur Tottenham mun líklegra til sigurs, Burnley leikurinn ræður sýnist mér mestu í spá hans þar.

97 Comments

  1. Svona byrjaði dagurinn:

    -Stöng -> Sega —tékk
    -Flotlína -> Airflo Ridge glær flotlína —tékk
    -Hjól -> Orvis Mirage —tékk
    -Taumur ->

    kona: ertu eitthvað tregur í taumi?

    Heyrðu elskan, ætla að fara að horfa á Liverpool.

    Bæ.

    P.S. 1-4

  2. Sturridge kvartar að spila á kantinum og Boom…. hann er bekkjaður.
    #klopptheboss

  3. Se ad Tottenham er med sitt sterkast lid i dag…Svo their hafa enga afsøkun ef illa fer….

  4. Ahh-væri nú alveg til í að sjá Firmino á timbrinu og Origi byrja. Hraði maður,HRAÐI 🙂

  5. LFC vantar ekta vinstri bakvörð, og svo Sturridge. Af hverju fær hann ekki svona leiki ?

  6. Hefdi viljad sja Sturridge inni i stad Firmino.. Firmino virdist enn vera i sumarfrìi og verid sennilega okkar slakasti leikmadur tad sem af er þessu tìmabili

  7. Maður er ekki alveg nógu viss með þennan leik, Spurs komin með þennan stöðuleika og þétta vörn ólíkt okkur. Ætla að tippa á að Mane verður munurinn á þessum liðum 1-2 fyrir Liv, Sturridge með eitt ásamt Mane. Kane eða Eriksen gera þetta spennadi.

  8. Skrítið val enginn out and out striker enginn vinstri bak,þetta verður erfitt,en vonandi gengur það.

  9. nei Coutinho þú átt að setja hann þarna en frábærlega varið hjá Vorm

  10. Hérna…. fyrirgefiði – en af hverju var þetta ekki bara víti, þetta brot á Matip? Fær maður 2-3 atrennur og tiltal á milli??

  11. Mér finnst vera algjört jafnræði á milli þessara liða. Frábær skemmtun þessi leikur, leiftrandi hraður og skemmtilegur og þetta getur fallið á hvorn veginn sem er. Vona að helvítið hann Worm hætti nú að verja í smá stund….geggjuð frammistaða hjá honum.

  12. Mané mjög líflegur. Coutinho að koma sér í fín færi. Hlýtur að smella.

  13. ojæja – held þetta sé að jafna sig ágætlega út hjá dómaranum… vona að Mané tímasetji tæklingarnar aðeins betur. frábær gredda í honum 🙂 maður hefur ekki séð sona síðan Suarez var og hét – hressandi!

  14. Er hræddur að Mane fjúki útaf ef hann fer ekki að róa sig með að trampa svona

  15. Dómarinn leyfir mönnum að sparka og atast í mane og svo þegar mane gerir smá hlut er dæmt á hann. Hata þannig dómara.

  16. Spurs fá að djöflast fullmikið í Mané óáreittir af dómara. Henderson verður að fara benda á þetta og setja pressu á dómarann.

  17. Matip lítur mjög vel út í þessum fyrri hálfleik sterkur, öruggur og góður á boltanum og ber boltann oft upp úr vörninni og tekur þátt í sóknarleiknum.

  18. Held að ég hafi sjaldan séð jafn lélegan dómara dæma leik í premier eins og þennan hann veit ekkert hvað hann er að gera ekkert samræmi í dómgæslunni.Eigum að vera fleiri mörkum yfir í hálfleik.

  19. Úff Mané er aftur mjög tæpur. Rose gerir þó eins mikið úr þessu og hann getur.

  20. Annaðhvort skiptir klopp Mane útaf eða þá að dómarinn sendir hann í sturtu. En þvílíkt flott sókn og synd að vera rangstæður með nokkrum sentimetrum í svona færi

  21. Við verðum að skora fleiri mörk því ég hef ekki mikla trú að liverpool haldi hreinu

  22. Núna verður liverpool að nýta þessi færi sín og hvar var Clyne þarna ?

  23. Léleg varnarvinna hjá Moreno þarna………..nei bíddu

    Milner og Clyne báðir ekki með á nótunum í markinu. Pirrandi að geta ekki nýtt yfirburðina sem við höfðum í um það bil 60 mín.

  24. Hvað ætlar Kolp að hafa Lalana lengi inná. Han hefur ekki sést í leiknum.

  25. Hvað er málið með að setja Origi inn á. Sturridge er að mínu mati mun betri kostur. Finnst eins og það sé stundum verið að frysta Sturridge.

  26. Origi er ekki búinn að gera neitt rétt eftir að hann kom inná engin rétt hlaup búinn að vera dæmdur 2 rangstæður virkilega léleg innkoma frá drengnum

  27. Það er eins og vanalega liverpool er sinn versti óvinur ótrúlegt miðað við tækifæri til að gera útum leikinn

  28. Glatað lið og glataður þjálfari hann veit ekki dick hvað hann er að gera.Þreittur á þessu kjaftæði

  29. REF BALL er allt sem ég hef að segja ..versti dómari sem ég hef séð lengi.

  30. Afskaplega sáttur að taka þá ákvörðun að hvíla mig frá áhorfi á Liverpool leiki. Það er að mjög gott andlega

  31. Hræðileg dómgæsla,karaktersleisi að klára þetta ekki.farþegar þarna inná eins og Lallana og Winjaldum (skil ekki þau kaup)

  32. Góður leikur, áttum meira skilið en við fengum en það gerist finnst mér alltof alltof oft.
    Var sammála öllum skiptingum klopp nema hvað að ég hefði viljað sjá þær koma svona 5-10 mín fyrr.

  33. Algjorir aular ad taka ekki 3 stig i dag.. hefdi lika viljad sja Sturridge helst byrja en annars inn eftir 60 min en ekki 86 min eda hvad tad var.

  34. En hvernig er það nú gerir Clyne alger byrjendamistok í markinu að fara í skallaboltann sem annar liverpool maður er í og þá fær Rose þennan tíma ef þetta hefði verið á hinum kantinum með Moreno þá væri búið að taka hann af lífi. Clyne á þetta mark algerlega skuldlaust að mínu mati.

  35. Meðan Lallana og Henderson eru byrjunarliðsmenn þá breytist ekkert, því miður.

    Og þessi dómari! vá maður

  36. Djöfull eru menn eitthvað barnalegir. Flottur leikur gegn góðu liði. Dómarinn lélegur í báðar áttir, Mané átti að fá 3 rauð.

  37. Godur leikur og LFC betra lidid…
    Domarinn var frekar slakur en eg held ad hann hafi verid jafn slakur fyrir bædi lid.
    Mane besti madur vallarins…

  38. Það er ekki hægt að neita því að ég er ósáttur með 1 stig og það sýnir kannski hvað Klopp er með gott lið í höndunum því að Spurs eru með gott lið sem enduðu í 3 sæti í fyrra og við að spila á þeirra velli.
    Ég hefði viljað sjá Sturridge koma inná miklu fyrr og kannski var Klopp að segja honum með þessu að þetta væl um hvar hann spili hafi ekkert að segja, það er einn sem ræður og það er Klopp.

    Milner var flottur í vinstri bakverðinum en slökustu menn leiksins voru klárlega Lallana og Winjaldum. Pressan hjá liðinu var virkilega skemmtileg áhorfs og bara skemmtilegur leikur heilt yfir.

  39. Skil ekki þessa hysteríu núna eftir leik. Við spiluðum flottan bolta og áttum að vinna þennan leik. Dróg af mönnun í seinni og Tottenham vann sig inn í leikinn. Klopp kannski of lengi að bregðast við og þeir jafna. (Hvað er málið með Grujic, af hverju fær strákurinn ekki mínútur eftir að vera einn sá besti á undirbúningstímabilinu).

    Jafntefli á WHL er ekki heimsendir á móti sterku liði.

  40. Nokkuð vel gert á mjög erfiðum útivelli á móti topp liði !! Hefði getað dottið hjá okkur i dag en að hrauna yfir Klopp hér eftir leik er bara barnalegt.

  41. Væl væl væl.
    Hvað er að mönnum herna inni
    Spiluðum mjög vel gegn flottu Tottenhamliði og hefðum att skilið að sigra.
    Mer finnst Liverpool líta vel út og er bjartsynn a framhaldið.

  42. Tottenham og Liverpool eru einfaldlega þetta jafngóð lið, spila svipaðan bolta og gæði leikmanna nokkuð svipuð. Að því leyti endurspegla úrslitin raunverulega stöðu liðanna, og T. okkar helstu keppinautar í vetur um fjórða sætið.

  43. Smurfs drulluheppnir að fá eitthvað utur þessu i dag. Liðið okkar lítur vel út og verður bara betra, Matip og Lovren flottir og þessi Mané… Sá mun reynast okkur vel. Langar rosalega mikið að vita af hverju við fengum ekki 1-2 víti til viðbótar. Skelfilegur dómari leiksins var algjörlega uti a túni! Vinnum Leicester heima i magnaðri stemmningu og mótið mun hefjast fyrir alvöru hjá okkur.

  44. James Milner fæddist til að spila sem vinstri bakvörður fyrir Liverpool.

Tottenham á morgun

Tottenham 1 – Liverpool 1 (skýrsla)