Kop.is Podcast #121

Hér er þáttur númer 121 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: Maggi, Kristján Atli og SSteinn.

Í þættinum ræddu strákarnir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og lok félagaskiptagluggans.

MP3: Þáttur 121

25 Comments

  1. hef átt erfitt með að sofna í mörg ár…eftir að eg uppgvötaði podcastið hjá ykkur fyrir ca 4 mánuðum þá set ég það í gang og er sofnaður áður en ég veit af….svo byrja eg aftur næsta kvöld þar sem frá var horfið…það tekur mig svona ca viku að klára þáttinn….það er aldrei neitt svo slæmt að það komi ekki eitthvað gott útúr því…takk fyrir SNILLINGAR

  2. Það vantaði alveg umræðu um fyrirliðamálin + mjög svo dvínandi getu Hendersons. Er hann nógu góður eins og er til að vera byrjunarliðsmaður? Og er hann rétti fyrirliðinn? Ein af ástæðunum fyrir því að liðið kemur svona dauft til leiks gæti verið skortur á almennilegri hvatningu, bæði fyrir leiki og í leikjum. Það er fjandakornið enginn kafteinn á vellinum. Eini kafteinninn er þessi þýski á hliðarlínunni.

  3. Tek heilshugar undir með nr 2. Gott podcast en ekkert rætt um getulausan Henderson. Verðum við ekki að fara sættast à að hann er ekki leikmaður sem kemur okkur neitt lengra? Góður drengur, àgætur à köflum en engin fyrirliði og aldrei þessi player sem manni finnst skipta höfuðmàli ( x factor) hvort er í liðinu. Miðvörður og varnartengiliður er einfaldlega möst fyrir þetta mót.

  4. Eins og kemur fram í podcastinu þá vantar Liverpool djúpan miðjumann með gæði og alvöru vinstri bakvörð. Henderson hefur ekki verið samur eftir að meiðslinn á þarsíðasta tímabili, sammála 2* og 3* Hendo er ekki lengur með gæðinn til að vera fyrirliði og byrjunarliðsmaður hjá Liverpool.

    Það var grátlegt að sjá N’Golo Kanté fara til Chelskí og Victor Wanyama fara til Tottenham (já ég veit að hann var Southampton leikmaður) á 11 milljónir punda.

    Kanté var fæddur fyrir hápressu og enginn leikmaður vann fleiri bolta hátt upp á velli í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hefði getað varið vörnina sem þarf klárlega á því að halda. Hvar voru tölfræðigúru Liverpool?

    Wanyama er buff og miklu betri leikmaður en Henderson og Wijnaldum sem djúpur miðjumaður og ekkert síðri en Can. Gaurinn er 1.88 cm á hæð og naut að burðum. Að mínu mati voru hann og Mane langbestu leikmenn Southamton á síðustu tveimur tímabilum.

    Í vinstri bakvörðinn vantar Liverpool leikmann eins og Jonas Matthias Hector sem kæmi með meiri stöðuleika í vörnina ásamt því að vera betri leikmaður en Moreno. Eins væri Ricardo Rodríguez styrking á bakvarðarstöðunni miðað við það sem Liverpool hefur í dag.

    Miðjan hjá Liverpool í dag er ekki á topp 5 yfir bestu miðjur deildarinnar. Vörnin nær heldur ekki inn á topp 5 yfir bestu varnir deildarinnar.

    Stöðuleiki er lykill að árangri og hann vantar klárlega hjá Liverpool í dag.

  5. Sem fyrr, frábært podcast og hrein unun að hafa aðgang að þessu hjá ykkur

    Varðandi fyrirliðaumræðuna hérna fyrir ofan þá finnst mér Hendo þurfa aðeins meiri séns, hann var að koma upp úr erfiðum meiðslum eftir síðasta tímabil og það er ekki að ástæðulausu að Gerrard tilnefndi Hendo sem fyrirliða eftir að hann fór frá Liverpool. Spurning hversu sterkan fyrirliða þarf þegar maður er með þessa rokkstjörnu á kantinum hjá okkur en ég eftirlæt mér fróðari mönnum í þeim efnum að meta það.

    Og svo varðandi metnað í leikmannakaupum, í mínum huga lýsir það ekki metnaði að opna bara veskið og borga uppsett verð fyrir þá sem eru að brillera í öðrum löndum. Það er fyrir það fyrsta ekkert sjálfgefið að slíkir leikmenn dafni áfram á Englandi. Það að opna budduna er ekki merki um metnað, það er easy way out. Metnaður í leikmannakaupum snýst um að greina, skoða og meta leikmenn fyrir það kerfi sem þjálfarinn er með og að þetta sé leikmaður sem er með Liverpool-hjartað sem slær í takt með The Kop í hvert skipti sem við spilum. Það er ekkert útilokað að það sé hár verðmiði á slíkum leikmanni en eins dæmin hafa sýnt þá er ekkert eftirsóknarvert að elta leikmenn sem eru bara að elta peninga og kjósa að spila í Kína frekar en á Anfield.

    Svo tökum við Tottenham 3-1, engin spurning!

  6. Er eitthvað vit í að kaupa djúpan miðjumann þegar Klipperty vill ekki spila með djúpan miðjumann?

  7. Persónulega skil ekki hvernig það er hægt að vera með einhverjar spár um hvernig tímabilið fer á þessum tímapunkti. T.d ef Jurgen Klopp nær að laga það sem fer úrskeiðis í varnarleiknum en viðhalda sóknarógninni, þá erum við eins og allt annað lið en hefur spilað í síðustu leikjum. Held ég að honum muni takast það ? Svarið er hiklaust já.
    Ég sjálfur tók eftir vissum áherslubreytingum í vörninni. T.d sá ég að Clyne sparkaði botlanum af hættusvæði yfir á hinn vallarhelminginn í staðinn fyrir að senda boltann inn á miðjuna eins og hann gerði gegn Burnley er við fengum á okkur mark. Burton fékk þá boltann en Liverpool viðhélt pressunni og náði boltanum af þeim skömmu síðar.
    Svona smáatrið geta vegið virkilega þungt ef þau þýða það að varnarmistökum fækkar hægt og bítandi um helming.

    Hitt er að næsti leikur er Tottenham og ef okkar menn tapa þeim leik, þá eru bölsýnisrökin skiljanlegri, en fyrir mér er það algjörlega augljóst að það er ómögulegt að sjá hver raunveruleg geta liðsins er. En ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að vera svartsýnn, því við höfum einn allra besta stjórann í deildinni.

  8. Takk fyrir fjörlegar og skemmtilegar umræður. Finnst þó ekkert sérstakt að Hendó sé tekinn fyrir og sagður of lakur fyrir liðið. Ég held að hann veiki ekki liðið en spurning er hvort hann styrki það nægjanlega mikið. Greinilegt er að hann hefur alls ekki náð sér fyllilega eftir meiðslin og þurfi jafnvel enn lengri tíma til þess. Held ennþá að staðan sem okkur vantar í sé í aðra hvora miðvarðastöðuna ef ekki báðar, fimm mörk fengin á sig í tveimur deildarleikjum er alls ekki ásættanlegt. Ég trúi ekki öðru enn að Klopp sé að gera dauðaleit að miðverði þessa stundina. Er þó bjartsýnn fyrir Tottenham leikinn og held að menn hafi lært af Burnley leiknum. Áfram svo Liverpool.

  9. Við tókum ekkert marga leikmenn sérstaklega fyrir í gær og það var því engin yfirsjón að ‘sleppa’ Hendo. Hann hefur svo sem verið upp og ofan í byrjun móts, mér fannst hann t.d. frábær gegn Arsenal en svo fékk hann bágt fyrir leikinn gegn Burnley.

    Mín skoðun: hann er fyrliði liðsins og var meiddur nánast allt síðasta tímabil. Það er galið að ætla að ‘gefast upp’ á honum eða henda honum út úr liðinu í ágúst. Við verðum að gefa fyrirliðanum tíma til að koma sér í betra leikform. Það sama gildir um Daniel Sturridge, Joel Matip, Loris Karius, Danny Ings og aðra sem hafa verið lengi frá eða misst úr undirbúningstímabili.

    Dæmum Hendo síðar, ekki núna.

  10. Eins og staðan er núna þá væri ég alveg til í eitt stk panic buy 😉 ….. En samt ekki Balotelli desperate panic buy

  11. Yrði galið að fá Joe Hart á láni frá City – með möguleika á kaupum? Gætum þá losað okkur við Simon Mignolet í eitt skipti fyrir öll.

  12. Joe Hart yrði tæplega bæting á okkar málum. Hræðilegur markmaður.

  13. Joe Hart v/s Simon Mignolet……má ég aðeins hugsa……Simon Mignolet allan daginn. Ekki það að ég sé aðdáandi Mignolet en Joe Hart yrði tæplega bæting. Annars hef ég bara fulla trú á okkar mönnum þó svo vélin hafi aðeins hikstað í byrjun.
    YNWA

  14. Hefur engin annara herna ahyggjur af þvi ef à af làna Sakho i burtu ? Ì fyrsta lagi er hann okkar besti midvordur og i odru lagi ef hann fer höfum vid bara 3 midverdi ì Lovren, Matip og Klavan, Klavan virkar illa a mann auk þess sem midverdir okkar eru ansi gjarnir à ad meidast. Ad minu mati væri þad alger gedveiki ad làna Sakho og kaupa engan ì stadinn..

  15. Sælir félagar

    Ég hefi engu að bæta við þennan þátt og það sem þar kemur fram. Ég held að ég geti tekið undir hvert orð Magga í þessum þætti og gert að mínum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Það er orðið allt og langt síðan að Íri spilaði fyrir Liverpool, svo að Robbie Brady er klárlega málið!

  17. Takk fyrir góðan þátt.

    Það er (oft) gaman að horfa á Liverpool spila gegn liðum sem finnst gaman að vera með marga ofarlega á vellinum, svona lið einsog Arsenal og Tottenham. Þá láta sóknarmenn okkar ljós sitt skína. Enda mikið pláss fyrir krúsídúllur og að koma við boltan eins oft og þeir geta á stóru svæði. Minni barátta og meiri fótbolti.

    Ég er ekki að segja að ég sé taktískur snillingur og hef enganveginn sömu gáfur og Klopp en þurfum við virkilega að hafa striker, þrjá hreinræktaða sóknarsinnaða miðjumenn, og tvo aðra á miðri miðjunni sem spila best með manni undir sér sem “sópara”, á móti liði eins og Burnley? Sem liggja meira og minna í vörn og sækja á okkur þegar við erum fámennir og ófócuseraðir í vörn. Ég er ekki svo viss en tek það fram aftur að Klopp er snillingurinn,ekki ég.

    Væri verra að vera með tvo sentera (jafnvel striker og AMC) og fjóra baráttumenn á miðjunni. Einhverja sem klafsa sig í gegnum leikinn og skora ljót mörk í ljótum sóknum. Einhverja sem gefa hinu liðinu 50% possession og færa þá þannig framar. Auðvitað viljum við að liðið domineri alla leiki en ég tæki alltaf 3 stig og 19% possession framyfir 0 stig og 81% possession.

    Held það sé vandamálið hjá Klopp. Vantar plan b. Hann vill að sitt kerfi sé það besta í heiminum og að önnur liði þurfi plan b gegn okkur, skiljanlega en þannig er ekki raunveruleikinn. Ekki hjá liði sem hugsar ekki með veskinu. Finnst hann þrjóskur við þetta og gæti kostað okkur of mörg stig.

    En svo gæti þetta virkað og ég fengið samviskubit yfir að hafa kallað hann þrjóskan.

    Meira var það ekki.

  18. vid eigum ad kaupa gary medel, grjothardur chilebui sem vaer frabaer fyrir framan vornina okkar

  19. Leiðinlegt að heyra þið trúið ekki á það sem við erum að gera, vissulega undanfarin ár og sérstaklega árið eftir að Suarez fór höfum við skitið í brækurnar í leikmannagluggunum. Síðustu 2 sumargluggar hafa verið frábærir og mikil viðbót við ungan og efnilegan hóp. Farið að átta ykkur á því Burnley getur unnið hvaða lið sem er í þessari deild á góðum degi og það er það sem gerir hana svona spennandi! Ekki fara panika útaf einu feilspori sýniði að þið séum með aðeins breiðara bak en það. Við klikkuðum kanski á að fá vinstri bakvörð en það er ástæða fyrir því, setjið trú á þessa hæfileikaríku stráka, vonum matip verði algjör klettur ef ekki reddar Lucas okkur með bros á vör, stútfullur af leikskilning og varnarhæfileikum. Við erum með öflugustu sóknarlínuna í deildinni og það eru ekki allir hættir að spá í verðmiðunum á zlatan og pogba þetta er bara djók og ég hefði ekki viljað sjá þetta í mitt lið! Liðið okkar er að byggja liðsanda með virkilega góðan efnivið, verður bara betra ef Karius kemur vel út annars er ég 100% við splæsum 100m í markmann ef þess þarf svo við förum að verja þessi fáu skot sem varnarmennirnir okkar klikka á að blokka, en skoðið tölfræðir það ná ÖLL lið skot á mörk í leik við erum bara einu sem getum ekki treyst á elsku mignolet þegar heimsklassa sóknarmenn ná að komast á bakvið varnarmennina okkar. YNWA

  20. Og kæru bræður, við erum ekkert í vandamálum með DM stöðuna(varnarsinnaður miðjumaður) Það er sterkasta staða Emre Can og persónulega finnst mér hann betri en pogba þar en ég er algjör Emre Can fan. Svo er Lucas, þetta er hans besta staða þar sem hæfileikar hans nýtast best. Svo við erum með 2 mjög góða kosti úr aðalliðinu og ef Pedro Chirivella verður ekki lánaður þá er hann einn sá efnilegasti í heimi og Klopp gæti auðveldlega gert úr honum heimsklassa leikmann ef hann fær tíma og tækifæri ef það verða meiðsli.

  21. Jón Jónsson er ekki að spara stóru orðin.

    Annars takk fyrir gott poddkast. Þið eruð æði.

Burton 0 – Liverpool 5 (leikskýrsla)

Tottenham á morgun