Sama gamla sagan

Minni á upphitunina frá Steina fyrir Burton leikinn hér að neðan!

Burnley 2-0 Liverpool
Þessi úrslit komu, því miður, nákvæmlega ekkert á óvart. Þessi óstöðugleiki sem þetta Liverpool lið er orðið þekkt fyrir er ástæðan fyrir því að Liverpool hefur ekkert gert í deildinni síðustu tvo áratugina eða svo. Það er alltaf hægt að treysta því að liðið mæti í stóru leikina en því miður er ekki sama sagt um leiki gegn minni spámönnum.

Það er oft sagt að menn eigi ekki að lesa of mikið í fyrstu leiki tímabilsins, þ.e. hvað spilamennsku varðar. Þetta snýst um stigasöfnun, flæðið og annað slíkt kemur svo með auknu leikformi. Það er því extra pirrandi þegar hvorugt er til staðar, þ.e. hvorki spilamennskan (já já, 80% með boltann en hættulegasta færið okkar var samt skot af 35 metrum) né úrslitin. Eins og það var jákvætt að ná að koma til baka á Emirates þá er það alveg hrikalega svekkjandi að klúðra þessari byrjun með tapi gegn nýliðum Burnley og fá á sig 2 mörk í þokkabót, sem gerir 5 mörk í tveimur leikjum.

Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Jafnvægi í liðinu er mikilvægara (að mínu mati) en “marquee signing”. Ef síðasta tímabil (og síðustu 20 ár ef út í það er farið) sagði okkur eitthvað þá var það að jafnvægi í liðinu er ekki neitt, þarf ekki nema að horfa til Sevilla, Newcastle og Southampton leikjanna til að sjá það. Á góðum degi, já eða góðum 45 mínútum, þá getur liðið yfirspilað hvaða lið sem er en getur svo ekki lokað leikjum og á afskaplega erfitt með að “vinna ljótt”. Það þarf ekki alltaf að vera með 30 skot eða 80% með boltann, stundum þarf liðið að virka sem ein heild, sækja sem ein heild og verjast sem ein heild. Það má alveg færa rök fyrir því að það sé verið að veðja á sóknina þetta tímabilið, enda lítið verið gert til að styrkja liðið aftar á vellinum, en það hefur verið veikleiki liðsins síðan Rafa var stjóri.

Klopp virðist ætla að treysta meira og minna á vörn síðasta tímabils með sömu vernd fyrir framan (Can og Lucas til vara). Lovren (ekta Liverpool leikmaður, fínn 50% af sínum Liverpool ferli, slakur hin 50%) á væntanlega að mynda miðvarðaparið með Matip og sitthvoru megin við þá verða Milner (jebb) og Clyne, með Moreno til vara. Hvað með verndina sem vörnin fær frá miðjunni? Henderson er ekki og hefur aldrei verið djúpur miðjumaður. Ætlum við þá að trúa því og treysta að Can sé þessi maður (verið óstöðugur eins og aðrir, hans bestu leikir eru eins og með aðra, þegar liðið er pressulaust í 8-10 sæti með engu að keppa) sem bindi saman vörn og miðju? Ég er ekki alveg seldur á það en ég treysti Klopp fyrir þessu!

Já… svo halda menn bara að við megum við því að lána Sakho

Það eru mörg spurningarmerki í kringum liðið. Þessum spurningum var ekki svarað gegn Arsenal og ekki heldur gegn Burnley. Við eigum ennþá eftir að fá Karius, Matip og Can inn – en liðið verður samt að fara að læra af mistökunum og verða stöðugra í leik sínum. Stöðugleiki snýst heldur ekki bara um einstaka leikmenn, það snýst um holningu á liðinu og að leikmenn þekki sitt hlutverk. Við verðum að þola það að geta spilað án Matip, Karius (sem n.b. hafa ekki spilað mínútu í ensku deildinni) og/eða Can. Alveg eins og að sóknarleikurinn verður að geta fúnkerað þó svo að Coutinho detti út. Við fyrstu sýn virðist lítið hafa breyst í þessum efnum, en það má auðvitað ekki dæma liðið of fljótt. Samkeppnin í deildinni er rosaleg, liðið má ekki við því að vera komið 9 stigum frá topp 4 í september. Allir leikmenn Liverpool verða að fara mæta í flesta leikina, ekki bara 3-4 hvern, síðustu misseri höfum við verið með of marga slíka leikmenn, þ.m.t. okkar besti maður, Coutinho.

Aðrir leikir
Man Utd 2 – 0 Southampton
United byrjar vel, Zlatan kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum og Pogba var flottur í sínum fyrsta leik. Fullt hús stiga og eiga talsvert af leikmönnum inni, eru klárlega kandídatar.

Stoke 1 – 4 Man City
Það er ekki bara rauða liðið í Manchester sem byrjar vel, City rúllaði upp leiknum gegn Steaua í síðustu viku og héldu svo áfram þeirri spilamennsku á erfiðum útivelli gegn Stoke. Aguero búinn að taka þrjú víti í tveimur leikjum, nýta eitt þeirra en samt skora fimm mörk. Nolito skoraði einnig tvö í þessum leik, verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til hans. Ef að City heldur Aguero heilum og fá Kompany, Sané og Gundogan inn, þá eru fá lið sem geta stoppað þá. Set samt enn spurningarmerki við vörnina hjá þeim, Kompany getur ekki haldið sér heilum og eiga þá Stones og Otamendi að vera þeirra helstu menn? Við sjáum til.

Tottenham 1 – 0 Crystal Palace
Eins og það var ekki nóg fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool að tapa sannfærandi gegn Burnley, heldur þurftum við að horfa á bæði Chelsea og Spurs vinna sína leiki á lokametrunum. Markamaskínan Wanyama tryggði þeim öll stigin.

Swansea 0 – 2 Hull
Hull nær varla í lið og eru án þjálfara en eru samt með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Góður sigur á útivelli gegn Swansea, en ég held að þetta verði langur vetur fyrir Gylfa og félaga (og reyndar Hull líka en það er önnur saga).

Watford 1 – 2 Chelsea
Heimamenn komust yfir í byrjun síðari hálfleiks og virtust vera með leikinn í höndum sér. Belginn Michy Batshuayi kom svo inná og jafnaði 10 mínútum fyrir leikslok áður en Costa skoraði sigurmarkið í öðrum leiknum í röð, 1-2, fullt hús stiga hjá Conte og félögum. Chelsea verða hættulegir í ár, með stóran hóp og ekki í CL. Finnst samt eins og þeir eigi eftir að bæta við sig einum manni eða tveimur áður en glugginn lokar.

WBA 1 – 2 Everton
Örugglega ekki oft sem að lið Tony Pulis tapa niður forskoti á heimavelli. Everton gerði vel að koma til baka. Þeir eru auðvitað lið sem hefur alveg getuna til þess að enda mun ofar en þeir gerðu í fyrra, seldu Stones en fengu A.Williams inn í staðinn sem ég held að sé styrking til skamms tíma. Verður forvitnilegt að sjá hvernig Bolasie kemur inn í þetta lið, leikmaður sem hefur stundum (og oftar en ekki gegn Liverpool) litið út eins og Ronaldo í sumum leikjum en hverfur alveg þess á milli. Þarf að koma með meira end product, ekki skorað nema 9 mörk á þremur árum og var ekki með nema 3 stoðsendingar í fyrra.

Leicester 0 – 0 Arsenal
Efstu tvö liðin frá því á síðasta tímabili eru bæði án sigurs eftir tvær umferðir. Mikill pirringur hjá stuðningsmönnum Arsenal þessa stundina. Wenger hlýtur að ætla að versla eitthvað á næstu 8 dögum eða svo, verður svo að fara ná í sigra til að stemmingin verði ekki óbærileg á Emirates.

Sunderland 1 – 2 Middlesbrough
Boro byrja mótið vel og þá sérstaklega Negredo sem lagði upp tvö mörk í þessum leik. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi með Sunderland, virðast alltaf vera með ágætis hóp en fara aldrei í gang fyrr en þeir eru nánast fallnir, þá ná þeir að bjarga sér á lokametrunum. Moyes? Æji ég veit það ekki, skilar þeim eflaust ekki ofar en stóri Sam gerði.

West Ham 1 – 0 Bournemouth
Fyrsti leikur West Ham á nýja heimavellinum, slógu þar með met í sögu liðsins þegar 56.977 manns mættu á leikinn. Þessi fjöldi náði reyndar ekki alveg að skila þeirri stemmningu sem menn myndu halda, enda sungu stuðningsmenn Bournemouth “er þetta Emirates?”. Antonio tryggði heimamönnum sigur rétt fyrir leikslok með eina marki leiksins, annars var lítið að frétta í þessum leik og Bournemouth er nú neðst án stiga.

Nú tekur við leikur í deildarbikarnum gegn Burton áður en við heimsækjum WHL og spilum við Tottenham í leik þar sem við bara verðum að mæta tilbúnir og sækja öll stigin.

9 Comments

  1. Ég held að margir lesendur þessarar síðu ættu að lesa orð Tomkins tvisvar, eða þrisvar:

    “Why can’t Klopp see that we need …. ?

    This is classic fan behaviour, and classic Dunning-Kruger: non-experts can apparently see everything the expert (who also has access to the players all week, and far more video and data analysis of the game, as well as supremely informed voices alongside him) apparently can’t. Why can’t he see Moreno isn’t good enough? Why can’t he see that we need a defensive midfielder?

    Seriously, if you find yourself saying this, you’re probably guilty of being too unskilled to see your own ignorance because you don’t have the expertise to fully understand the problem. (And I do this too. We all do. But it’s helpful to realise it.)”

    Það að kaupa Matip, Karius, Klavan og Grujic er augljóslega hugsað til þess að leysa einvhern vanda sem sem Klopp og co. höfðu skilgreint.

    Árangur þessara breytinga gæti tekið nokkra mánuði að koma í ljós enda megnið af þeim ekki farnir að spila eina mínútu.

  2. City líta hrikalega vel út og ef Aguero ætlar að vera í þessum ham út tímabilið getur ekkert lið stoppað þá. Þeir eru liðið ‘to beat’. Það er einföld fótbolta-stærðfræði að þegar þú tekur lang öflugasta hópinn, styrkir hann um 150m pund og færð svo Pep Guardiola til að stýra skútunni að þá þarf meira en stórkostlegt klúður til að dollann endi ekki í Manchester.

    Þarna á eftir verða svo Chelsea og svo er United liðið soldið wildcard – klárlegur kandídat en ég bind jafnframt óstjórnlega miklar vonir við að þetta springi allt saman í andlitið á Móra. Rooney virðist vera orðinn algjört has-been og mötuneytið hjá þeim þarf að birgja sig upp af helvíti miklu magni af sænskum kjötbollum ef þeir ætla stóla á að á hinn 34 ára Zlatan leiði sóknina eins síns liðs allt tímabili.

    Fyrir áhugasama um önnur lið mæli ég svo með Arsenal Fan TV á youtube – óborganleg skemmtun að horfa á Gunners fara yfir-um af bræði eftir fyrstu tvo leikina og Wenger. Tekur athyglina aðeins frá Burnley.

  3. Þetta verða ekki bara 1 tapleikur sem verða svona. Við eigum eftir að spila à mòti fullt af liðum sem spila svipaða taktík og Burnley.
    Ég held að þetta breytist ekki nema við fàum nýja eigendur. Því miður.
    Þetta er ekki eins og hjà Klopp í Þýskalandi. Þar þurfti hann “aðeins” að taka fram úr Bayern. Í Englandi eru þetta miklu fleiri lið.
    Bilið à milli okkar og td United mun bara aukast. Þeir kaupa Pogba á miðjuna (mann sem þeir nánast gáfu 2012) en við kaupum leikmann úr fall liði Newcastle.

  4. helv.rugl bara að geta ekki,,afgreitt” Burnley,alveg óháð því hvaða velli er verið að spila.Burnley er og verður drasl en framhjá því verður ekki litið að inn a milli ná þeir úrslitum. það þarf að sýna hörku og ekki halda að hlutirnir gerist af sjálfu sér.

  5. Gallinn við greinarnar hans Tomkins er að þeir óupplýstu nenna ekki að lesa þær. Þar með haldast þeir í vítahring þess og taka ekki orð hans inn. Við hinir sem erum opnir fyrir þeim erum þeir einu sem koma til með að verja Klopp eftir því sem líður á.

    Ég sagði það um leið og Klopp var ráðinn að ef stuðningsmenn Liverpool myndu elta hann úr starfinu myndi ég gefast upp á að horfa á liðið. Finnst eins og fótboltinn í dag, og þá sérstaklega á Englandi sé að breytast í einhverja dramaþætti þar sem eitthvað verður að gerast. Orð þjálfara eru snúin á bak aftur og þeir gagnrýndir fyrir þau, sama hvað þeir fokking segja. Alveg að verða kominn með upp í kok.

    Stemming á völlunum hrakar eftir því sem miðaverð hækkar, sem veldur því að stuðningsmenn heimta að fá “þjónustuna” sem þeir borguðu fyrir. Þetta Premier League fyrirbæri er nánast komið í þrot í mínum huga. Þýska deildin er eitthvað sem ég mun beina augum mínum í auknum mæli til næstu mánuði. Þar eru félög að meirihluta í eigu stuðningsmanna og stemmingin í takt við það. Þjálfarar fá tíma til að byggja upp liðin sín og þannig gat t.d. Klopp tekist að koma Dortmund á þann stað sem þeir eru á núna.

    Plíís, gefið manninum meiri tíma.

  6. Liverpool er eins og gott bókhald… ef það er debet… þá er líka kredit.. en við verðum að halda áfram að vera jákvæðir og trúa eins og Klopp bað okkur um þegar hann tók við.

    I´m a believer.

    YNWA

  7. Eins ágætur og Tomkins er þá finnst mér hann bæði vera of langorður og of mikill já-maður (m.ö.o. þá neglir hann það ekki í hverjum einasta pistli). Það er hins vegar rétt sem hanns segir í þessari grein að menn verða að anda með nefinu og sjá hlutina í eðlilegu samhengi. Þeir sem nenna að fylgjast með íslenska landsliðinu ættu að hafa séð hversu langt er hægt að ná með því að pakka í vörn og kýla boltann fram.

Deildarbikarinn rúllar af stað

Burton 0 – Liverpool 5