Burton 0 – Liverpool 5

Leik lokið með öruggum LFC – sigri

Samantektarþráður fljótlega í kvöld.

0-5 Sturridge á 83.mínútu

Enn Mane að stúta vörn Burton, nú stingur hann tvo af á vinstri vængnum og leggur á vítapunktinn þar sem Sturridge neglir hann í markið!

0-4 Sturridge á 78.mínútu

Löng og frábær sókn endar á nettum þríhyrningi Milner og Mané sem endar á því að Milner kemst frjáls inn í teiginn og sendir á markteiginn fjær þar sem Sturridge er afar yfirvegaður og skorar, enn eitt mark úr markteignum.

0-3 Naylor (sm) á 61.mínútu

Nú skyldi þetta eiga að vera leik lokið. Hornspyrna frá vinstri, Can skallar inn í markteiginn og boltinn fer í netið af læri hafsentsins Naylor. Okkar menn verið kærulausir í seinni hálfleik en fínt að fá létt mark úr set-piece.

Hálfleikur: 0-2

Liverpool miklu sterkari hér í fyrri hálfleik. Heimamenn byrjuðu nokkuð frísklega en fljótlega tóku okkar menn völdin og fengu góð færi áður en mörkin tvo voru skoruð. Burton hafa ekki enn fengið færi í leiknum og það virðist nokkuð ljóst að við verðum í þriðju umferð keppninnar.

En þetta er jú Liverpool og heill hálfleikur eftir!

0-2 Firmino á 22.mínútu

Hryllilegt útspark Burton markmanns endar í kassanum á Mané sem leggur boltann út á Clyne sem æðir upp hægri kantinn og á flotta sendingu inn í markteig þar sem Firmino skallar hann léttilega í netið.

0-1 Origi á 14.mínútu

Milner fer upp vinstri vænginn og kemst á bakvið bakvörð Burton, chippar á fjær á Mané sem fer illa með varnarmann, æðir inn að endalínu og leggur út í markteiginn þar sem Origi stýrir honum með hælnum í markið. Virkilega snyrtilegt mark!

Kick off!

Verkefni kvöldsins er að spila við Burton Albion í deildarbikarkeppninni og við munum uppfæra þráðinn líkt og við höfum gert nú í vetur.

Eins og áður þá setjum við inn twitter-feed í færsluna, bæði til að fylgjast með twitter og auka umræðuna. Að sjálfsögðu eru athugasemdir vel þegnar.

Við byrjum á liðsskipan:

Byrjunarliðið

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Can
Firmino – Origi – Mane

Bekkur: Manninger, Sturridge, Klavan, Wijnaldum, Moreno, Stewart, Ings.

Bara einfaldlega ekkert slegið af í keppninni sýnist mér, meira að segja mesta efnið – Grujic – er ekki í hóp í dag!

20 Comments

  1. Þessi leikur verður notaður til að prófa nýtt game plan gegn lakari liði

    Þetta verður eitthvað 😉

  2. Er coutinho bara gefid alveg hvild i dag eda ? Hann er ekki einu sinni i hòp, hann er dkkert meiddur er tad nokkud ?

    Annars sterkt lid sem klopp stillir upp, eg hefdi viljad sja Grujic fà sènsinn i kvold.

    Hefdi lika verid gaman ad sja Origi og Sturridge saman frammi.

  3. Vonsvikinn með að sjá ekki Grujic byrja þennan leik. Get mér til um að hann byrji þá á móti Tottenham.

  4. Hvaða rugl er að byrja ekki með Moreno inn á, við erum búnir að tapa öllum leikjum í vetur sem hann er ekki með frá byrjun…

  5. Núna þarf Liverpool að kála leiknum. Alveg eftir því að fá á sig mark eftir smástund.

  6. Nei, úps. Alveg eftir því að skora 2 mörk og missa það síðan niður 😉

  7. þetta byrjar ágætlega, nema Henderson er að gefa boltann full mikið frá sér á miðjunni ….., með slæmum sendingum.

  8. Staðan er 2-0 en ég verð eiginlega ekki rólegur fyrr en staðan er orðin 3-0. Hef séð Liverpool áður vera með yfirburði gegn neðri deildarklúbbum en fá síðan á sig eitt skítamark og allt í einu er neðrideildarliðið orðið eldbrjálað og er allt í einu komið inn í leikinn.

    í hreinskilngi sagt, þá veldur Burton mér vonbrigðum. Þeir virka andlausir og það er eins og þeir séu búnir að sætta sig þegar við tap. Það vantar alla ástríðu í þá.

    Mér finnst tempóið minna meir á æfingaleik en alvöru.

    En gaman að sjá Matip. hann er búinn að eiga góðann fyrrri hálfleik.

  9. Fínn fyrri hálfleikur. Liðið að keyra á ca 80% gasi enda virðist það vera yfirdrifið nóg gegn þessu liði. Hefði verið fínt að ná einu í viðbót og getað gefið Ings Grujic og Sturridge fleiri mínútur í seinni. Verst að maður getur lítið sem ekkert dæmt Matip þar sem Burton hafa varla farið í sókn.

  10. auðveld æfing og ég rýni í frammistöður eftir leik…
    En í hálfleik verð ég að minnast á Henderson. Allar sendingar hans framávið eru arfaslakar og maður setur spurningamerki við stöðu hans í liðinu,?
    mun þó dæma hann frekar eftir 6-8 leiki

  11. Er einhver með annað stream það þarf lykilorð á þetta sem Haukur bendir á

  12. Sturridge með 8 mörk í síðustu 7 leikjum í League cup ekki slæmt það

  13. bara 2 meiddir þennan leik ..ekkert mál getum þakkað fyrir að það voru ekki 3 ?

  14. Það er eins og að Hendo sé í krummafót miðað við sendingar hjá honum sem hafa farið úrskeiðis.

  15. Sammála með Hendó, lítur bara ekki vel út í sínum aðgerðum… Fín leikur en ekkert próf það kemur næstu helgi

  16. Liverpool hefur oft verið ósannfærandi gegn neðri deildar liðum en það voru þeir svo sannarlega ekki í dag og finnst mér okkar menn eiga heiður skilið að hafa unnið þennan leik með svona afgerandi hætti .Vörnin var góð og ekki gefa á sig eitt einasta færi, sem ég man eftir og svo er sóknin búinn að eiga aragrúa af færum, sem segir mér að það eru framfarir í gangi á milli leika og æfingarsvæðið verður okkar mikilvægasti áningarstaður, en ekki leikmannaglugginn.

    Auðvitað er þetta neðri deildarlið en það breytir því ekki, að stórlið misstíga sig oft á móti þeim og það er fjarri því sjálfgefið að vinna þau svona miklum yfirburðum. Stóra svarið við tapinu gegn Burnley verður auðvitað að koma gegn Tottenham en eitt er þó ljóst að þessi sigur er allavega plástur á egóið og vonandi forsmekkurinn af því sem koma skal.

Sama gamla sagan

Burton 0 – Liverpool 5 (leikskýrsla)