Wigan – Liverpoool 0-2

Liverpool vann Wigan 2-0 með mörkum frá Danny Ings og hinum 16 ára Ben Woodburn. Rosalega spennandi leikmaður þar á ferðinni sem og reyndar Ryan Kent sem lagði markið hans upp.

Fyrri hálfleikur var ekta æfingaleikur og svo gríðarlega spennandi að ég svaf af mér seinni hálfleik sem þó var mun betri.

Coutinho var að spila sinn fyrsta leik og átti bæði skot í stöng og slá áður en hann fór útaf í hálfleik ásamt átta öðrum. Okkar besti maður í fyrri hálfleik.

Karius, Matip og Randall voru þeir einu sem fóru ekki útaf í hálfleik en Matip meiddist í seinni hálfleik og fór haltrandi útaf. Klopp sagði eftir leik að það sé vonandi bara smávægilegt.

Næst er það svo Huddersfield á miðvikudaginn.

Uppfært 14:50

Leikirnir verða þyngri eftir því sem líður á æfingatímabilið og nú er komið að leik gegn Wigan klukkan 15:00. Þeir léku í sömu deild og Fleetwood á síðasta tímabili en unnu þá deild og spila í næst efstu deild á næsta ári.

Einfaldasta leiðin til að horfa á þennan leik er að ég held að gerast áskrifandi af LFCTV á opinberu síðunni.

Ég held að það hafi enginn bæst við æfingahópinn frá síðasta leik fyrir utan Coutinho sem fær líklega einhverjar mínútur í dag.

Helstu fréttir vikunnar eru annars þær að Joe Gomez meiddist aftur og þar sem Sakho er einnig meiddur er orðið ljóst að Liverpool ætlar að bæta við sig einum miðverði. Skrtel er farinn til Tyrklands, Toure var leystur undan samningi og Lucas er einnig orðaður við Tyrkland. Wisdom og Ilori eru ekki hugsaðir sem cover fyrir Lovren og Matip og því á að kaupa einn til viðbótar.

Klopp var í fjölmiðlum í vikunni að segja að Liverpool gæti ekki keppt um stærstu bitana á markaðnum, sérstaklega ekki án Meistaradeildarinnar. Hann leggur mun meira upp úr því að skapa góða liðsheild og talar um að hægt sé að vinna titla með þeim hætti. Engar fréttir þarna svosem og einmitt þetta er það sem heillaði FSG mest hvað varðar Klopp.

Hann er a.m.k. að gera sitt besta til að stilla væntingum í hóf fyrir þá þrjá leikmenn sem enn eiga eftir að ganga til liðs við Liverpool, en með nýjum miðverði er ljóst að Liverpool mun kaupa inn þrjá nýja leikmenn.

14 Comments

  1. Er ekki hægt að koma þeim skilaboðum áleiðis til Klopp að kíkja a.m.k. á Ragga Sig? Sérstaklega leikinn á móti Englandi BTW.

  2. Það er talað um 3 nýja inn fljótlega að minnsta kosti.
    Hvað ætli sé verið að skoða ?
    1. Miðvörður
    2. Vinstri bakvörður
    3. Miðjumaður eða sóknarmaður ?

  3. Já verður að skrifa liverpoolfc.tv í vafrann og í gegnum það virkar hjá mér

  4. Það er fjör í þessu.
    Aldrei séð liðið spila jafn hátt upp á vellinum.
    Varnarlínan að spila vel yfir miðju þegar við erum með possession.
    Coutinho og Firmino virðast vera koma vel undan sumri, coutinho m.a. búinn að eiga tvö skot í tréverkið.
    Matip og Lovren þéttir saman, gæti alveg séð þá fyrir mér byrja í haust.
    Greinilega hugur í mönnum.

  5. Vantar bara markið. Verður spennandi að sjá hverjir detta inn í hálfleik. Einhverjir 2 sem þurfa að spila 90 mínútur.

  6. Hlakka til að sjá hverjir þessir 3 verða.

    Afsökun að liðið sé ekki í Cl er bull, Chelsea og United eru ekki í CL.

    Sýnir svart á hvítu að vandi Liverpool eru eigendurnir
    Það á bara að “vona” að Klopp töfri fram kraftaverk en munurinn er sá að í ensku eru amk 5-6 lið hvert ár sem telja sig geta unnið deildina, jafnvel fleiri. Arsenal – United- City- Spurs-Liverpool (við trúum því amk oftast) Chelsea og jú meistarar Leicester.

    Vona svo innilega að Klopp kunni að galdra. Ef ekki þá þurfum við nýja eigendur ekki seinna en vorið 2017
    Tíminn tikkar 1990

  7. Væri slæmt fyrir landsliðið ef Raggi Sig færi til LFC þar sem hann væri aldrei að fara að vera annað en varaskeifa fyrir Lovren, Matip og Sakho, þarf að spila í liði þar sem hann er byrjunarliðsmaður, með fullri virðingu fyrir þessum frábæra leikmanni er ólíklegt að það yrði raunin hjá Liverpool

  8. Þið sem hafið séð þessa æfingaleiki núna upp á síðkastið. Hvernig er Ings að koma undan þessum meiðslum? Mikil ósköp sem maður gat grenjað þegar hann meiddist. Einn af fáum þá sem barðist eins og ljón.

  9. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Ibe hafi verið seldur. Kent virðist vera feikimikið efni og eflaust vilji til þess að gefa honum mínútur ásamt Ojo…..hreinlega ekki bara pláss fyrir svona mikið af ungum og efnilegum strákum sem er bara lúxusvandamál og mögulega eitt af betri dæmum um að Akademíu starfið sé að skila amk kosti peningum í hús og efnilegum leikmönnum þó svo að sem stuðningsmaður kalli maður alltaf eftir næsta Gerrard, Carra, fowler og Owen…..kannski Woodburn 🙂

    Var hrifinn af Matip þangað til hann fór út af. Einnig fannst mér Markovich gera vel í markinu hans Ings. Ings sjálfur virkar rosalega hungraður og verður eflaust okkar fyrsti kostur í byrjun móts þar sem Origi og Sturridge verða kannski ekki komnir í toppform. Einnig er Brannagan sprækur og mögulega sá sem á að stíga í sporin hans Allens ef hann verður seldur.

Nýja Breiðholt, skáldsaga eftir Kristján Atla

Slúður – Georginio Wijnaldum?