Slúður – Georginio Wijnaldum?

Helsta slúður kvöldsins er að Liverpool hafi núna sett stefnuna á Georginio Wijnaldum leikmann Newcastle. Þar er á ferðinni öflugur miðjumaður sem stóð uppúr í ömurlegu liði Newcastle á síðasta tímabili.

Allir helstu Liverpool blaðamennirnir eru með þessa frétt og Tony Battett segir að félagið vonist til að klára kaupin á honum í þessari viku. Sjáum til með það. Ekkert virðist ætla að breytast hjá okkar mönnum, nú er búið að kaupa manninn frá Southamton sem félagið verður að kaupa á hverju ári skv. samkomulagi við Southamton, næst er það Newcastle sem fögnuðu í opið geðið á FSG þegar þeir seldu okkur Andy Carroll á £35m.

Rétt eins og með kaupin á Mané lýst mér ekkert illa á leikmanninn og held að hann geti passað vel í lið Liverpool og stóraukið ógnina af miðsvæðinu. En Newcastle vill ekki selja hann og lætur hann aldrei ódýrt.

Þetta er landsliðsmaður Hollands með 30 landsleiki og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Hollands. Hann er núna 25 ára en hann kom til Englands fyrir síðasta tímabil en hafði þar áður verið lykilmaður í liði PSV. Þar áður var hann hjá Feyenoord sem er hans uppeldisklúbbur. Líklega hefði maður verið spenntur fyrir þessum leikmanni í fyrra en það er spurning hvort hann verði ekki á þreföldu verði við það eitt að kaupa hann frá Newcastle, ekki PSV.

Uppfært

Hér er frétt frá Paul Joyce sem alla jafna er tekið mark á þegar kemur að Liverpool. Verðmiðin sagður vera um £20m sem er líklega innan skekkjumarka ef satt er.

Já og það er svo annað slúður að detta inn

erm…

32 Comments

  1. Sammála þessu…er Liverpool ekki með scout á meginlandinu?…Afhverju að láta minni liðin á Englandi kaupa þá á 5-15 milljónir og svo kaupum við þá af þeim á uppsprengdu verði?

    Annars held ég að þetta sé fínasti leikmaður hehe

  2. Gríðarlega spenntur fyrir Georginio Wijnaldum. En Ragnar Klavan? Í alvöru?

  3. Svo virðist sem þetta sé ekki endilega þessi “experienced miðvörður” sem talað var um að Liverpool ætlaði sér að fá vegna allra þessara meiðsla en Echo segir að Klopp ætli að leitast eftir því að fá annan tímabundið þar til Gomez og Sakho koma til baka.

    Þá virðist sem Ragnar Klavan sé bara að taka plássið sem Kolo Toure skilur eftir sig.

    Allavega þekki ekkert til Klavan en er mjög spenntur fyrir Wijnaldum. Það gætu orðið afar, afar skemmtileg kaup held ég.

  4. Raggi Klovn ? 30 ára Eisti
    Voru menn að týna klink úr FSG spribauknum ?

    Sá hollenski er eflaust ágætur – hugsa að þessar 40 treyjur sem seldust í Newcastle í fyrra hafi verið með hans nafni.

    Má ekki kaupa úr liðum sem eru í CL ?

    Bara spyr.

    Er orðinn allt of neikvæður.

    Bring on the season 🙂

  5. Jæja, ég sem var að vonast eftir Hector og einhverjum miðherja sem er ekki Eisti.

  6. ég tek undir það að Wijnaldum er ágætis leikmaður og stóð upp í annars slöku newcastle liði í fyrra. Efast um að hann styrki byrjunarliðið neitt sérstaklega og því get ég ekki sagt að ég sé mikið spenntur.

    Þeir sem hafa horft á undirbúningsleikina núna hafa eflaust tekið eftir hvað lfc er með mikið af leikmönnum á sínum snærum og m.t.t að stór hluti af byrjunarliðinu er ekki kominn til æfinga þá er ljóst að hópurinn er töluvert stærri en hann þarf að vera. Persónulega finnst mér óskiljanlegt ef leikmenn eins og Ilori og Wisdom verði leikmenn lfc mikið lengur ef þeir duga ekki til þess að brúa bilið sem backup fyrir Matip og lovren meðan Sakho er meiddur, ég átta mig þá bara engan veginn á tilgangi þess að hafa þá.

    Skal alveg viðurkenna að ég er full neikvæður út þetta slúður, ég hef bara takmarkaða trú á 30 ára eistlendingi til þess að bakka upp nokkra leiki í staðinn fyrir menn sem hafa verið hjá klúbbnum í mörg ár eins og ilori, wisdom og auðvitað Lucas. Vona að þetta sé bara slúður.

  7. Georginio er hann af brasiliskum ættum? Wijnaldum var annars yfirburðamaður á miðjunni hjá Newcatle siðasta vetur og skoraði helling af mörkum sem er meira en okkar framliggjandi miðjumenn hafa verið þekktir fyrir t.d Lalana og Henderson og myndi þar af leiðandi fara beint í byrjunaliðið sem sagt gera liðið betra en það er í dag og svoleiðis mann þurfum við ekki einhvern efnilegan ,nóg til af þeim.
    En mér sýnist að FSG séu alveg til í að eyða peningum í rétta leikmenn svo að sennilega er það Klopp sem vill ekki stóru nöfnin ,hann virðist ætla að halda sig við Dortmund planið og versla bara leikmenn í sitt lið sem passa inn í gegenpressning stílinn og ég ætla alla vega að stóla á hann í vetur með það.
    Svo bring on Georginio!

  8. Á í alvörunni að kaupa leikmann frá liði sem féll úr úrvalsdeildinni á 20 millur? Það getur vel verið að hann sé góður í fótbolta en það er pottþétt hægt að fá betri mann á töluvert minni pening. Ég skal bara nefna einn leikmann sem ég væri mun frekar til í að sjá í liðinu. Hann spilar með landsliði sem var á meðal 8 efstu þjóða á EM og var þar lykilmaður skoraði meira að segja tvö mörk á mótinu. Er duglegur snöggur og þyndarlaus og gerir sjaldan mistök. Hann skoraði líka 10 mörk með sínu félagsliði á síðasta tímabili. Þetta er að sjálfsögðu Birkir Bjarnason gæti trúað að myndi kosta svona í mesta lagi 10 millur og ég fullyrði að hann er als ekki verri leikmaður en þessi Wijanaldum

    Já ég er líka hundónægður með þessa kaupstefnu Liverpool að kaupa miðlungsleikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni á allt of háu verði þegar hægt er að kaupa þá ódýrari og líka dýrari og betri leikmenn annar staðar frá. Ég hata líka þessa afsökun sem er greinilega búið að heilaþvo Mr. Klopp með líka að Liverpool geti ekki keppt við stóru klúbbana af því að þeir eru ekki í CL. Raunin er bara því miður sú að ástæðan fyrir því að Liverpool getur ekki keppt við “stóru” klúbbana er að þeir eru bara ekkert stór klúbbur lengur.

    Því miður er fótboltinn í dag þannig að þeir sem eiga mestu peningina og eyða mest ná árangri. Jú jú það koma alltaf upp lið sem koma á óvart eins og Leicester en það gerist bara örsjaldan og þannig lið eru ekki að halda sér í topp baráttu ár eftir ár. En því miður þá virðist Liverpool einmitt vera orðinn þannig klúbbur að ef það nær að vera í topp 4 þá er það frábært ár. Það má alveg benda á að það hefur bara tekist einu sinni á síðust 5 tímabilum ef ég man rétt.

    Það getur alveg verið möguleiki á að Liverpool takist að komast í topp 4 núna þar sem þeir eru ekki í neinni evrópu keppni, en hvað á þá að gera á næsta ári á þá að halda áfram að kaupa meðal leikmenn úr PL og hver er þá afsökunin fyrir því að ná ekki í stæðust bitana? Alla vega man ég ekki eftir því þegar Liverpool komst loks í CL að þeir hafi verið að kaupa einhverjar stjörnur jú þeir seldu besta leikmanninn og enginn sem var keyptur var einu sinni nálægti því að hafa 50% af hæfileikum hans.

    Þannig ég ætla því miður að vera Dr. DragmeDown þessa leiktíð en vona náttúrlega að Klopp sé galdramaður og haldi okkur í topp baráttu næstu árin.

  9. Fínt að fá eistneska Ragnar sem varaskeifu til Liverpool. Skil vel að Klopp fari á eftir manni sem hann þekkir til úr þýsku deildinni. Menn vilja ólmir fá Ragga Sig úr rússnesku deildinni en hafa allt á hornum sér yfir því að verið sé að sækja rúmlega 100 landsleikja mann sem hefur reynslu úr þýsku og hollensku deildinni. Vissulega væri gaman að fá íslenska Ragga til Liverpool en hagsmunum landsliðs Íslands er að mínu mati betur borgið ef hann leikur með liði þar sem hann á fast byrjunarliðssæti. En það er “click-bait” hátíð hjá íslenskum fréttamiðlum í dag þar sem annar hver maður skoðar fréttir með fyrirsögnina “Ragnar til Liverpool”. Afsakið mig meðan ég æli…..

  10. Ég held að Klopp viti manna best hvað hann getur fengið fyrir 20m £.
    Ef hann vill eyða þeim pening í ungan hollending úr 1.deildarliði, þá ætla ég ekki að efast um þau kaup í eina sekúndu.
    Hef fulla trú á manninum, og miðað við 6 ára langtímasamningin sem honum var boðið á dögunum, þá er ég ekki sá eini..

  11. Ég held að við Íslendingar ofmetum aðeins leikmenn landsliðsins. Þeir eru góðir þegar þeir spila i treyjum landsliðins en þegar þeir fara ur henni eru þeir oft a tíðum meðal menn. Sjáið bara Aron Einar i þvi samhengi.
    Birkir Bjarna er alls ekki nógu goður til að leika með Liverpool og það er eitt að spila me Basel en annað að spila með Liverpool.
    Einnig haldið að Lfc hafi verið byrjað að skoða Wijnaldum i sumar ? Þannig virkar ekki þetta kerfi. Þeir hafa eflaust fylgst lengi með honum seð hann verða betri leikmann i Pl og hugsað að hann geti orðið enn betri hja okkar liðið. Eg er mjög spenntur fyrir þessum kaupum.

  12. Sælir félagar

    Ég tek algerlega undir það sem Arnarfuglinn #15 segir hér fyrir ofan. Það er eiginlega enginn í íslenska liðinu sem hefur þau gæði sem Liverpool liðið þarf á að halda eftir að Eiður Smári fór yfir hæðina. En ég er sammála þeim sem vilja treysta Klopp fyrir þessu sem öðru.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  13. Dude nr .17

    Nei alls ekki sammála, það verða alltaf svona menn sem gagnrýna allt og Liverpool ekki fyrsta liðið sem hann er að gagnrýna.. Klopp

  14. Èg er til i ad kaupa Wijnaldum en ef hann og þessi Ragnar eru þeir einu sem koma i vidbót og okkar menn enda gluggann jafnvel i plús eftit ad allar solur ganga i gegn þa er eg alls ekki anægdur med FSG..

  15. Sælir félagar

    Hvað hefur þessi Raymond Verheijen gert sem sýnir að hann viti betur en Klopp. Klopp hefur gert menn að stórstjörnum og unnið titla af stærri gerðinni og verið í keppnum á stóra sviðinu svo eitthvað veit hann. En þessi Verheijen skauli hverju hefur hann skilað í hús mér er spurn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Hvar spilar hann samt nákvæmlega? Er hann attacking midfielder eða er hann central?

  17. Hann spilar í raun margar stöður á vellinum, hann spilaði 1 leik á hægri kantinum í fyrra en eitthvað meira á vinstri kantinum.
    Hans besta staða er í raun sú staða sem er hvað best mönnuð hjá Liverpool sem er í holunni fyrir aftan sóknarmennina.

    En krafturinn í honum og hraðinn gerir það að verkum að hann mun trúlega henda Hendo og þeim á bekkinn og hann myndi þá að mínu mati spila við hlið Emre Can á miðjunni.

    ————-Sturridge
    Coutinho–Firmino–Mane
    —-Wijnaldum– Emre Can

    Það er ekkert hægt að neita því að þetta lið myndi líta ansi vel út sóknarlega.

  18. Ég sé fyrir mér að við séum að fara fylgjast með æðislegum fótbolta þetta season ??

  19. Ég spyr bara þá sem efast um Ragnar eista vitið þið eitthvað um kappan?
    Eftir því sem ég best veit þá er hann vinstri fóta maður og getur leyst bakvarðarstöðuna sem er bráðnauðsinlekt.
    Leikmaður með mikla reynslu og gerir lítið af mistökum.
    Kostar lítið og launin ekki fram úr hófi
    Ég held að Klopp sé með þetta. 😀

  20. #11 nei hann er ekki af brasilískum ættum heldur súrínamskum, eins og langflestir þeldökkir Hollendingar.

    Arnars er Wijnaldum líklegast hugsaður í svipaða rullu og Zielinski var hugsaður sem cm eða cam, en hann er fjölhæfur og getur líka spilað á köntunum. Hann er samt betri á miðjunni. Í hollenska landsliðinu spilar hann sem cm í þriggja manna miðju. Hann er nú meira spennandi en Zielinski að mínu mati. En svo er hann væntanlega með rétta hugarfarið ef Klopp er að hugsa sér að kaupa hann.

    Annars er líka eitthvað slúður um Medel, sem kæmi líklegast inn fyrir Lucas. Það væru ekki svo slæm skipti.

  21. Hámark 25 leikmenn eldri en 21 árs leyfilegt í EPL listanum – Liverpool með 29 plús þessa sem eru í umræðunni hér. Ljóst að 6 þurfa að fara (+21 árs) og það líklega allt útlenskir leikmenn þar sem hámarkið er 17 leikmenn þar af 25 ( leiðréttið mig ef rangt). Því tel ég Balotelli, Bogdan, Benteke, Ilori, Markovic og Lucas alla vera á leið frá félaginu. Kannski fleiri?

  22. Algjörlega, ef hann gæti það myndi hann gera það. Rafa er fagmaður.

    Annars held ég að þessi hollendingur gæti verið ágætis ksup.

Wigan – Liverpoool 0-2

Hverjum ógnar Wijnaldum?