£30m tilboði í Sadio Mané tekið

Samkvæmt fréttum kvöldins er Southamton sagt hafa tekið £30m tilboði Liverpool í Sadio Mané og er búist við því að hann fari jafnvel í læknisskoðun á morgun og skrifi undir í þessari viku.

Persónulega lýst mér vel á þennan leikmann og held að Liverpool vanti nákvæmlega svona tegund af leikmanni. Hann hefur mikinn hraða og veit hvar markið er eins og hann sýndi síðast þegar hann spilaði gegn Liverpool. Það er með ólíkindum að vera kaupa fimmta leikmanninn frá Southamton á þremur árum en af þessum fimm er þetta líklega sé eini sem ég hef verið alvöru spenntur fyrir að fá til Liverpool. Ágætt að hafa í huga líka að Lallana, Lovren og Clyne voru eftir áramót allir fastamenn í byrjunarliði Liverpool.

Klopp er búinn að fá markmann og miðvörð frá Þýskalandi, það pirrar mig ennþá að við séum að setja stóru upphæðirnar í leikmenn úr úrvalsdeildinni og hvað þá enn einn Southamton leikmanninn sem kom til þeirra fyrir 2 árum á næstum þrefalt lægri upphæð. En Mané hefði verið spennandi kaup frá hvaða liði sem er.

Mané inn fyrir enn einn rándýra úrvalsdeildarleikmanninn (Benteke) held ég að það sé klárlega styrking á liðinu.

Vona að Mané verði a.m.k. miklu betri kaup en síðast þegar keypt var leikmann frá Senegal fyrir háa fjárhæð!

39 Comments

  1. Vonandi fer hann ekki í flokk með carrol,benteke ,frekar Daglish og Suarez 🙂

  2. sælir….gaman að fá heitt slúður sem svo sannarlega virðist vera marktækt m.v helstu sourca á twitter í kvöld.

    Flottur leikmaður sem styrkir liðið og hentar leikstíl klúbbsins án vafa mun betur en t.d. Benteke (sem mér finnst reyndar líka flottur leikmaður).

    Ég skal þó alveg viðurkenna að ég hafði vonast til þess að koma Klopps myndi fækka því að við yfirborguðum fyrir leikmenn úr PL. Reyndar verður að horfa til þess að Grujic, Loris og Matip leysa vonandi amk 2 vandamál í vörninni fyrir fáránlega lítinn pening.

    Ég er pínu jójó samt yfir þessum kaupum, upp að vissu marki finnst mér Mane mjög spennandi. Ef maður hugsar hann þarna frammi á öðrum hvorum kantinum (eða á topp) með kannski Sturridge og Origi þá er það framlína sem ekki nokkur varnarmaður hefur áhuga á að mæta. Tveir öskufljótir og mjög líkamlega sterkir leikmenn í þeim Mane og Origi ásamt einum world class slúttara i Sturridge. Einnig fittar hann mjög vel í leikstílinn og það er frábært ef klúbburinn að ætlar loksins að einblína á notagildi leikmanna frekar en fyrri afrek.

    Hitt er svo annað mál að hann er keyptur á hörku mikinn pening ef satt reynist og hefur alveg átt sveiflukennd performance hjá Southampton. Einnig verður erfitt fyrir stráka eins og Ibe, Ings og Markovich að fá nægjanlega margar mínútur til að sanna sig. Reyndar held ég að Ibe hafi svosem fengið fullt af mínútum hingað til. Það verður amk töluverð barátta um sæti (sem kannski ætti að teljast jákvæður punktur). Ég geri í sjálfu sér ráð fyrir að benteke fari í sumar m.v. þessar fréttir þannig að við það kæmist aðeins meira jafnvægi. Einnig óttast ég það að hann er sagður hafa impressað klúbbinn með frammistöðu sinni gegn lfc undanfarið…..hvenær var leikmaður keyptur eftir slíkt hóst Bogdan.

    Niðurstaða: Ég er sannfærður um að klúbburinn er að gera betra mót hér heldur en síðustu tvö sumur þegar á einhvern óskiljanlegan hátt voru stærstu kaupin leikmenn sem gjörsamlega öskruðu á mann að þeir hentuðu leikstílnum afar illa (Balotelli og Benteke).

  3. Ég tel þetta svona 10m of mikið en finnst hann svo sem góður. Það er ekki eins og ég borgi en þetta er samt löngu orðið vandræðalegt hvað Southampton er að ná miklum pening af okkur.

    Er þetta nóg til að vinna titil? Nei. Er þetta nóg til að koma okkur í topp4? Nei.

    Þetta eru stóru kaupin okkar í sumar. Hjá hinum liðunum eru Mkhitaryan, Gundogan og Xhaka ekki endilega stærstu kaupin. Vandamálið hefur aldrei verið skýrara.

    FSG out!

  4. Þetta er leikmaður sem hentar leikstíl Liverpool mjög vel, hann er auk þess nautsterkur, eldfljótur og veit vel hvar markið er.
    Mér er alveg sama hvað hann kostar og úr hvaða liði hann kemur og hvort að southampton kaupi annan leikmann fyrir minni pening sem slær í gegn hjá þeim. Við kaupum þann leikmann hvort eð er seinna 🙂
    Ég er spenntur fyrir Mane og held að hann eigi eftir að fúnkera vel í okkar liði.

  5. Sammála nr 4…. skita, ég hélt að klopp myndi gera betur, nenni ekki enn einum miðlungsleikmanni frá southampton.
    Gæti ekki veitð minna spenntur

  6. Clyne, lykilmaður í vörninni hjá okkur sem spilaði yfir 50 leiki á sínu fyrsta tímabili.

    Lallana, hörkuleikmaður sem var fastamaður í liðinu og spilaði mjög vel eftir að Klopp tók við.

    Lovren var okkar besti varnarmaður eftir að hann vann sér inn sæti í liðinu aftur eftir dapra byrjun.

    Hvaða máli skiptir þó við séum að kaupa frá southampton, ég get ekki séð annað en að þessir leikmenn hafi bara reynst okkur vel þó að Lambert hafi verið slakur, hann fékk þó tækifæri á að spila fyrir sitt draumafélag og kostaði ekki það mikið.

    Það má ekki gleyma því að Mane skoraði fleiri mörk á seinasta tímabili en allir okkar leikmenn.

  7. Einn daginn borum við of mikið og þann næsta bjóðum við ekki nóg 🙂

    Þetta er eins og að rökræða við konuna mína hehehe

    Það er samt eitt!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Maður hefur lesið KOP síðan Rafa skrifaði undir og her eru þeir pennar sem ég tek mest mark á í öllum heiminum.

    GUÐ HVAÐ ÉG VÆRI TIL Í LANDSLIÐSUMRÆÐU HÉR FYRIR LEIKINN Á MORGUN.

    PLÍÍÍÍS….

  8. Gæti ekki verið meira slétt sama frá hvaða liði menn koma. Salzburg kaupir hann Mane á 4millur, Southampton á 12millur og við á 30millur, svona virkar bara verðtryggingin ef menn standa sig vel og hafa sannað sig.
    Flottur leikmaður.

  9. Ég hugsaði fyrir cirka 2 árum að southampton væri með flott lið það vantaði bara breiddina núna eru þessir leikmenn komnir í lið sem nálgast góða breidd og ég treysti Klopp 100% að gera breiddina enþá sterkari eins og hann hefur sínt að góður leikmaður getur orðið betri undir hans stjórn. Vertu velkomin Mane

  10. Mjög spennandi kaup liðinu hefur sárvantað hraða og Mane er með mikinn hraða og gott markarecord. Verður spennandi að sjá Coutinho, Firmino, Mane, Sturridge og Origi spila saman.

  11. #7

    Er í alvöru verið að réttlæta Southampton kaupin? 92m á 3 árum höfum við sent til þeirra.

    Í hvaða heimi er Lallana góður leikmaður? Alls stoðsendingar og mörk í deild er sennilega neikvæð tala yfir 3 tímabil. Vissulega hleypur hann mikið og snýr sér í hringi vel en hverjum er ekki andskotanum sama um það fyrir utan kannski Roy fkn Hodgson. Ég myndi samþykkja 2m tilboð í hann.

    Lovren hefur spilað nokkuð vel í 0.5 ár en í 1.5 ár var hann versti miðvörður sem ég hef séð í deildinni. Á þá bara að gefa honum það að hann sé góður? Meðaltalið er enn í stórum mínus hjá honum. Hann má fá annað tímabil en hann er ennþá á hálum ís hjá mér.

    Clyne er solid. Verri en Arbeloa og Babbel, svipaður og Finnan, betri en allt annað sem við höfum átt síðan ég fór að horfa. Jafnframt eini leikmaðurinn sem var borgað eðlilegt verð fyrir.

    Þessi stefna í leikmannakaupum er svo löngu úr sér gengin. Næst kemur svo einhver pólskur varamaður. Tölfræði/sagan segir okkur að nær allir þessir menn muni drulla á sig. Við endum í 7. sæti, ekki reyna að segja ykkur eitthvað annað.

    Ekkert kjaftæði um hans 1m kaup hjá Dortmund, við erum í allt öðru umhverfi og það dugar ekkert hér. Sömuleiðis ekkert kjaftæði um Leicester sem flokkast meira sem 1/30 ára undur. Menn geta ekki gert sér það að stefnu. Í 99.99% tilfella vinnur Golíat.

    Vandamálið er ekki kaupin á Mané. Vandamálið er að þetta eru “stóru kaupin” okkar þetta sumarið. FFS! Er ekki einhver leikmaður í Bristol City sem við borgað 15m fyrir?

  12. Þrátt fyrir að Götze hefði verið meiri spennandi kaup og stærra nafn þá hefur Mane ákveðna þætti fram yfir hann. Mane er sneggri og hefur ekki jafn slæma meiðslasögu og Götze og í raun spurning hvort það hefði verið gott að bæti við enn einum meiðslapésanum.

  13. Hver hefur gefið það út að þetta séu stóru kaupin í sumar ?
    Ég hef ennþá trú að það verði fengin klassa miðjumaður sem mundi senda Allen og Hendo úr liðinu.

    Það verður slatti sendur í burtu í sumar og ég held að Klopp hafi alveg vit á því sem hann er að gera.

  14. Tuðarar, sáuð þið hvernig enska deildin fór í fyrra? Deildin vannst ekki með því að kaupa besta leikmann í heimi heldur með því að raða saman bestu liðsheildinni. Við erum með Klopp sem er þekktastur fyrir einmitt að búa til svoleiðis lið.
    Gekk united eitthvað betur eftir að hafa keypt di maria? Eða fengið Falcao, þetta risa nafn sem virðist vera það eina sem menn hugsa um? Nei. Og ekki hjálpaði það Chelsea mikið í fyrra að fá Falcao og Pedro í liðið.
    Andið með nefinu, njótið þess að sjá Klopp og félaga raða saman vinnusamasta hápressuliði evrópu og gefið þeim smá séns að vinna vinnuna sína.

  15. Hvernig er hægt að ætlast til að Liverpool kaupi stórstjörnur þegar við erum ekki í meistó? Við erum bara ennþá að reyna að komast í top 4. Hef trú á því að Mané hjálpi okkur að komast þangað.

    Hvað sem menn eru að tuða um FSG þá virðast þeir ekki að vera nískast eitthvað lengur. 30 milljón punda leikmenn að detta inn. Svo þegar við komumst í meistó og verðum farnir að spila alvöru bolta þá hef ég fulla trú á að FSG eyði peningum til að fá alvöru leikmann sem Klopp segir að passi í kerfið og liðið.

  16. Fagna Mane vel og innilega enda gríðarlega flottur leikmaður þar á ferðinni.

    Þetta FSG væl er orðið alvarlega þreytt, þeir moka peningum í leikannakaup (ekki FSG að kenna ef leikmennirnir standi sig svo ekki) og eru í þessum töluðu að stækka Anfield um nokkur þúsund sæti þannig að tekjur félagsins mun stóraukast.
    Svo tóku þeir þá ákvörðun að losa sig við Brendan Rogers og réðu inn einn heitasta þjálfara knattspyrnuheimsins, elsku kallinn hann Klopp.

    Give it a break.

  17. Finnst hann ekkert sérstakur…en kannski verður hann betri í betra liði

  18. #20
    betri í betra liði? var Southampton ekki fyrir ofan okkur í deildinni? við erum kannski betra lið en við erum ekki nógu mikil bæting á liði fyrir hann svo hann breytist úr meðalgóðum leikmanni í heimsklassa leikmann

  19. Risakaup, mjög sáttur.

    Við verðum að halda áfram. Arsenal og City einnig búin að styrkja sig hressilega, maður bíst við að Chelsea styrki sig með sama móti.. á meðan eru united að kaupa eitthverja liðhlaupa sem ég hef aldrei heyrt um (eitthver Bailliy og Mkhitaryan?!) 😀

  20. Þriðji dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi! Bara Andy Carroll og Benteke hafa kostað meira…….þetta lofar góðu :-). Klopp er víst búinn að fylgjast með Mane í e-r ár og horfir sennilega ekki bara til árangurs hans hjá Southampton.

  21. sko…. ef einhver af ykkur hefur verið að fylgjast með fréttum af peningamálum í ensku deildinni þá ættuð þið að vita það að það er svo miklu-miklu meira streymi af fjármagni í englandi en nokkurri annarri deild í heiminum, enda sér maður það að “litlu liðin” eru að fá til sín hörku leikmenn.
    hvaða helvítis máli skiptir það þó mané kosti þetta mikið…… þessi gæi er algjör killer og hefur ekki gert annað en að brillera í ensku deildinni.
    menn sem eru í teyminu hjá klopp hafa sagt það að hann hafi verið á radarnum hjá honum löngu áður en hann kom til liverpool, rétt eins og origi… og origi hefur verið í fanta formi eftir að klopp tók við…

    ég ætla að vera svo djarfur að segja það að þetta verði kaup ársins í ensku deildinni

  22. Allt jákvætt nema tvennt.

    1. Hausinn á Mane er ekki í lagi.

    Fer í fýlu þegar hann fær ekki það sem hann vill.
    Það er ekki viðhorf sem er í boði hjá Liverpool.

    Koeman bekkjaði hann eftir þetta.
    “I don’t understand a player who comes late to a meeting. I spoke to him two days ago about his attitude. I thought he wasn’t really focused and concentration. I didn’t like the way he was training.”

    2. Finnst 30 M pund vera of mikið!!!!!

    EN ef hann skorar 15 mörk eða meira næsta tímabil þá er það ódýrt.

    Bíð spenntur með ullarsokkinn tilbúin……..

    YNWA

  23. Djöfull er það grunnt viðhorf að horfa bara á hvaðan hann kemur.

    Er þá leim að kaupa Payet því hann er í West Ham?

    Frábær leikmaður sem hefur gríðarlegann hraða og kraft, getur spilað báðar kantframherjastöðurnar sem og uppi á topp.

    Ég hef reyndar trú á heilum Sturridge, það eitt og sér gæti verið nóg til þess að komast í harða toppbaráttu.

  24. Það sem Bjarni og Ásmundur sögðu, hef engu við að bæta 🙂

  25. Eru menn í alvöru ekki sáttir með þennan leikmann???

    Hvað eru menn að vænta? Að við kaupum Messi, Suarez, Hummels og Möller?

    Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir þessum leikmanni. Hann hefur gríðalega gott jafnvægi og er snöggur. Fullkomin blanda fyrir leikstíl Klopp.

    Ég myndi vilja sjá leikkerfi líkt og Þýskaland spilar þ.e. sókndjarfir bakverðir, tveir djúpir miðjumenn og restin gerir árás!!

    GK: Mignolet, Karius
    DC: Shako, Lovern, Matip, (Gomez)
    DL/R: Clyne, Moreno, Gomez,
    DM/MC: Henderson, Can, Milner, Grujic,
    AT: Coutinho, Firmino, Mané, Sturridge, Lallana, Origi, Markovic, Ings (Ibe)

    Þetta er þrusu hópur sem á að gera miklu betra en 8. sæti. Einnig verður að hafa í huga að við erum ekki í evrópu keppni og því ekki gott að vera með of stóran hóp.

  26. Maður er á báðum áttum.

    Góða
    Hefur stundum virkað óstöðvandi.
    Er duglegur og áræðin
    Er enþá ungur að árum.

    Ókostur.
    Verðið er mjög hátt. Það segjir ekki allt en oftast þegar maður borgar svona mikið þá vill maður vera nokkuð viss um að fá frábær gæði tilbaka(Man utd að kaupa mjög sterkan leikmann frá Dortmund fyrir minna).
    Er eins og jójó. Stundum frábær og stundum veit maður ekki að hann er að spila.
    Spurning með hegðun því að hann átti í smá vandræðum með hana hjá Southampton.

    Nú les maður mikið á fjölmiðlum að Southampton aðdáendur trúa ekki hvað Liverpool er að borga mikið fyrir hann og tala um að þótt að þetta sé fín leikmaður þá er hann ekki 30m punda virði.

    Svo á móti verður maður ekki að treysta Klopp, það er það sem hann bað um og kannski sér hann eitthvað í þessum strák sem maður sér ekki. Kannski hentar hann hápressuni sem Klopp vill spila fullkomlega og vona ég að sú sé raunin en eina sem maður getur gert er að bjóða hann velkominn og vona hið besta.

  27. Núll spenntur. Er hræddur við hegðunarvandamál og óstöðugleika. Galið verð.

    Svo er maður líka pínu fúll í ljósi þeirra frétta að United sé að kaupa Mikkítarjan á 26,3 milljónir punda, það er stórkostlegur leikmaður.

    En… ég var búinn að ákveða að treysta Klopp fyrir verkefninu amk næstu tvö árin og ætla ég að halda mig við það.

    Áfram Liverpool!

  28. Ég held að það verði engin leikmaður Liverpool maður með hegðunarvandamál hjá Klopp.

    Hefurðu séð hann reiðan 🙂

  29. Þarf ekkert að pæla í þessu.

    Það er bara eitt sem skiptir máli: Ef Klopp vill hann, þá vill ég hann!

    Klopp er að búa til lið sem spila Klopp bolta, aggressive, pressing, hungrað lið sem á eftir að hafa orku í að hundelta alla mótherja út um allan völl.

    Það er alltaf það sem klopp hefur gert, búið til lið sem er ,, greater then sum of its parts,, með mönnum sem hafa potential til að spila Klopp boltann.

    Reynslan hefur sýnt að hann kaupir þá unga, keyrir þá jafnvel út svo þeir eru að verða búnir í skrokknum um 28 en er þá oft búinn að gera úr þeim stjörnur!

    Eigum við að telja þessi áður óþekktu nöfn sem eru stjörnur í dag vegna klopp…….?

    -Shinji Kagawa – free
    -Lewandowski 3,3 mills
    -Hummels 3 mills
    -Gundogan 3.85mills
    -Subotic 3,1 mills
    -Reus 11 mills
    -Götze bvb academy

    Ég er bara spenntur fyrir því sem koma skal!

  30. Ef að Mane hefði endað í 6. sæti með Wolfsburg í vetur með þessi mörk skoruð væru menn að missa sig.

  31. #34 það hefði verið ótrúlegt að enda í 6.sæti með Wolfsburg því þá hefði Mane verið eini leikmaður liðsins sem gerði það , þar sem þeir enduðu í 8.sæti 😉
    Mainz lentu í 6.sæti og já ég veit hvað þú ert að meina en langaði bara aðeins að snúa útúr.

  32. Hodgeson tókst að senda megnið af Liverpool leikmönnunum heim á alvöru æfingar snemma ómeidda. Því fagna allir góðir menn.

Hvað eru hin liðin á gera í sumar?

Schadenfreude!