Liverpool býður í Zielinski

Gleðilegan sunnudag. Evrópumótið er farið (vel) af stað. Dmitri Payet tryggði Frökkum sigur í opnunarleik með glæsimarki á föstudag, í gær unnu Walesverjar með Joe Allen og Danny Ward í fararbroddi sigur á Slóvökum (og Martin Skrtel) á meðan Englendingar Roy Hodgsonuðu sigri niður í jafntefli gegn Rússum í uppbótartíma. Adam Lallana var í byrjunarliðinu þar og James Milner kom inná. Aðalfréttirnar eru þó af óeirðum í Marseille og Nice í gær þar sem manni skilst að innfæddar bullur borganna hafi mætt bullum Englendinga, Rússa og fleiri til og slegist fyrir allan peninginn. Sorglegur fylgifiskur Evrópuboltans því miður að skjóta upp kollinum þar á ný.

Allavega, slúður! Liverpool! Leikmannakaup! Og það á sunnudegi. Takk fyrir það, segi ég nú bara.

The Guardian segir frá því í dag að Liverpool hafi boðið £9.5m í pólska landsliðsmanninn Piotr Zielinski hjá Udinese. Fréttin segir einnig að Jürgen Klopp hafi rætt við leikmanninn í síma og að Zielinski vilji helst koma til Liverpool (no shit, Sherlock) en að Napoli séu einnig í baráttunni.

Við sjáum hvað setur. Zielinski virðist vera kraftmikill miðjumaður sem getur spilað hægra megin líka. Á pappír smellpassar hann eflaust í það sem Klopp er að pæla hjá Liverpool.

Og við sjáum myndband:

Ef Klopp vill hann þá viljum við hann. Vonandi hefst þetta.

YNWA

17 Comments

  1. rosalega einhæf þessi myndbönd af leikmönnum. hugsa að það megi búa til svona mynband f flesta atvinnumenn og þeir myndu allir lukka vel.

  2. Maður fylgist óneitanlega aðeins spenntari með leik Póllands og N-Írlands.

  3. Sagan segir að Liverpool bjóði 9,5m punda í mann sem er metinn á 12m –
    FSG and the way they do buisness.

    Ef þetta klikkar verðum við að athlægi.

    Leikmaðurinn lookar vel. Flott viðbót.

    Bíð enn eftir nafninu 🙂

  4. Alltaf gaman hvað FSG undirbjóða í ÖLLUM tilvikum. Reyna að eilífu að undirbjóða þar til þeir enda að lokum í hinu uppsetta verði. Hvað er pointið ef þetta er ekki að virka? Væri alveg eftir því að við ættum séns í Götze eftir EM en FSG menn undirbjóði.

  5. Þessi mikli kappi komst ekki í byrjunarlið Póllands í dag. Langar svo að vera spenntur fyrir þessu en það er vissulega ekki auðvelt þegar topp liðin á englandi eru orðuð við alvöru menn sem eru að detta inn einn af öðrum.

    En hver veit, kannski verður eitthvað úr þessum strák og þá getum við úthúðað honum eftir nokkur ár þegar við missum hann frá okkur í alvöru lið.

  6. Eitt hérna varðanai meint verð fyrir leikmenn. Eins og í þessu tilviki á félagið hans að vilja 12M. Þetta er bara eins og í öllum öðrum viðskiptum, sá sem hefur áhuga á að kaupa kemur aldrei með fyrsta boð sem match-ar verðið. Það sjá allir hvað það eru vitlaust. 12M ásett og fyrsta boð 9,5M (væntanlega plús ákvæði) meikar bara fullkomin sens.

    Það hefur marg oft komið fram að þessir samningar eru með allskyns klausum þannig að ef t.d. ákv. leikjafjöldi næst, árangur o.sv.fr. þá hækkar greiðslan þannig að á endanum verður hún eitthvað hærri en talan sem kemur fram í fréttum.

    Persónulega er ég Guðs lifandi feginn að klúbburinn borgi ekki bara uppsett verð í hvaða leikmann sem er sem þeir hafa áhuga á. Þá fyrst færi þessi skúta á hliðina. Nógu fjandi slæmt finnst manni þetta oft vera að ef Lpool hefur áhuga á leikmanni þá ríkur verðið á viðkomandi upp.

  7. Eins og ég skil þetta þá er uppsett verð 12 milljónir EUR, boð Liverpool upp á 9,5 milljónir GBP er nokkur vegin 12 milljónir EUR. Liverpool er því að bjóða uppsett verð enda eftir því sem ég hef lesið þá buðu bæði Liverpool og Napoli uppsett verð og Udinese samþykkti fyrir sitt leyti bæði tilboð en leikmaðurinn vill frekar fara til Liverpool.

  8. Þið getið gleymt því að einhver “stór” nöfn verði keypt í sumar.

    Klopp mun skera niður hópinn því það er enginn evrópubolti næsta vetur.

    Klopp mun kaupa nokkra “no names” sem eru góðir í fótbolta í stað þeirra leikmanna sem hverfa á braut.

    OG Klopp mun nýta betur unglingadeildina til að fylla upp í aðalliðið.

    Slípar þetta saman í sumar og í fyrstu leikjum næsta tímabils.

    Niðurstaðan, ungt, frískt, gratt, hratt, lið sem á góðum degi rústar MU 5-0 og á slæmum degi tapar fyrir Exeter 1-0.

    Góðu fréttirnar eru að Liverpool spilar sjaldan við Exeter á næsta tímabili. 😉

    Gott dæmi um hvernig Klopp hugsar og þróar leikmenn þá er hér bútur úr viðtali við Lewandowski.

    ‘When I left (Poznan) after the second season, I wanted to take the next step – but suddenly I was playing in a No 10 role. I was quite mad because I wanted to play up front.

    ‘It was only in the following year that I realised how much I had learned in that position. I told myself: “You have become a better player.” Then I realised why the coach had asked me to play as a No.10; he made me a more complete player.’

  9. Sama í hvaða business hugleiðingum þú ert þá muntu líklega alltaf byrja á að undirbjóða og ef þú ert að leitast eftir því að selja – sem Udinese er augljóslega að gera – þá sættistu oft á aðeins lægra en þú settir upp.

    Ef Liverpool byrjar á að bjóða rúmlega 9 milljónir en Udinese vill 12 þá munu félögin líklega hittast einhvers staðar á miðri leið hugsa ég. Staða Liverpool er nokkuð góð þar sem leikmaðurinn virðist tilbúinn að hafna öðrum til að komast til Liverpool.

  10. Sumir verða alltaf jafn ósáttir þegar LFC reynir að kaupa leikmenn á sanngjörnu verði í staðinn fyrir að ofborga, og þegar LFC borgar of mikið fyrir leikmenn.

  11. Takk fyrir góðan pistil. Held að flestir séu að sættast við kaupstefnu Klopp. Þetta er líka örugglega ein ástæðan fyrir því að hann var ráðinn. Hann hefur svaðalega gott track record að finna og slípa demanta…hvort þessi er einn slíkur verður bara að koma í ljós en eitt er víst. Ég treysti Klopp og ætla ekki að fara á taugum þó engin þekkt nöfn stimpli sig inn fyrir haustið.

    Allir líta vel út á Jútúbinu segja sumir…nokkuð til í því en samt ekki alveg…veit t.d. ekki um útlitið á Kvarme og Voronin á þessum vinsæla samfélagsmiðli. En punkturinn er líklega sá að ef maður spilar hundrað leiki þá má örugglega finna einhver jákvæð moove til að setja saman í klippu. Hinsvegar, ef maður horfir vel og vandlega og skoðar það sem leikmaður virkilega er að gera á velli þá má merkja ýmislegt…t.d. hvet ég ykkur að skoða brotið sem birtist 2:02. Þarna sér maður yfirvegun, útsjónarsemi og hugrekki sem ég held bara að góðir leikmenn búi yfir. Ég er alveg til í að gefa Zielinski Zéns…

  12. Sagan segir líka að Udinese sé í fýlu af því að við svindluðum með því að tala við leikmanninn fyrst. Þess vegna sé ekki búið að ganga frá þessum díl.

  13. Enskir fjölmiðlar rugla reyndar leiðinlega oft saman Evru og Pundi, það er væntanlega hin rótgróna heimsvaldastefna þeirra sem truflar þá, allir skulu tala í pundum eða versla í þeim. Þannig hef ég skilið stöðuna að Liverpool er að bjóða £9,5 milljónir (sem er €12 milljónir evra, skvt einföldum útreikningi á almennu gengi) og enskir séu að þvæla með þetta fram og til baka.

Farvel Kolo Toure

Allir vegir liggja til…Southampton?