Koma mikið fleiri í sumar?

Eftir því sem lengra líður frá lokum síðasta tímabils verð ég meira og meira á því að Liverpool kaupi ekki mikið meira í sumar. Það er ekki gott að gera mjög margar breytingar á skömmum tíma og Klopp hefur núna ákveðið forskot á kollega sína.

Man City, Man Utd, Chelsea, Southamton (og Everton) verða öll með nýja stjóra í vetur. Wenger er undir mikilli pressu hjá Arsenal og Tottenham þarf að ná jafnvægi milli Meistaradeildar og deildar næsta vetur.

Við gerum ráð fyrir United, City og Chelsea sterkari á næsta tímabili, engin spurning en öll verða þau með nýja stjóra, með ný lið og allir munu þeir líklega gera töluvert af breytingum. Þær geta tekið tíma og það er alls ekkert öruggt að þær heppnist. Ofan á það fá þessir stjórar allir mjög takmarkað undirbúningstímabil vegna stórmóta. Sama á auðvitað við um Liverpool en Klopp hefur núna haft heilt tímabil með sína menn.

Þar fyrir utan held ég að hópurinn hjá Liverpool sé alveg nógu góður þegar lykilmenn eru heilir og ekki má gleyma að við hann hafa nú þegar bæst sex nýir leikmenn sem Klopp hefur lítið sem ekkert unnið með áður. Allt leikmenn sem maður myndi hugsa sem part af 18 manna hóp næsta vetur.

Markmaður

Forgangsverkefni númer eitt í sumar var að kaupa nýjan markmann. Ég efa að margir trúi því að Mignolet sé áfram hugsaður sem fyrsti kostur. Hann fær samkeppni í fyrsta skipti síðan hann kom. Hvort sem við höfum trú á Karius eða ekki er núna búið að ganga frá þessari stöðu fyrir næsta tímabil.

Vörnin

Hér vantar augljóslega vinstri bakvörð en það hefur nánast ekkert með Moreno að gera, það var fáránlegt að fara inn í síðasta tímabil með engan bakvörð til vara. Moreno 22 ára getur mjög vel bætt sína veikleika á næstu árum, það væri eðlileg þróun. Hér vantar tilbúinn leikmann (22-26 ára), ekki 19 ára Chilvell.

Ef að Sakho sleppur við leikbann er ég á því að ekki þurfi að gera meira aftast fyrir næsta sumar. Joel Matip er löngu frágengið, vonandi hugsaður í stað Skrtel. Lovren spilaði mjög vel hjá Klopp og er á góðum aldri. Leikmaður sem kostaði £20m fyrir tveimur árum. Sakho missir vonandi ekki úr mínútu en líklega er vonlust að selja hann núna, hvernig sem tekið verður á hans máli. Mjög flottur bónus ef hann sleppur og klárlega samkeppni við Matip, það er ekkert öruggt að Matip fari bein í liðið. Auk þeirra er Joe Gomez, hvort hann sé nóg sem fjórði kostur veit ég ekki en vonandi fáum við meira en 60% frá því miðvarðapari sem Klopp kemur til með að leggja upp með næsta vetur. Enginn af miðvörðum Liverpool náði að spila 60% eða meira af spiluðum mínútum síðasta vetur. Fjórði kostur í miðverði verður vonandi ekki jafn mikilvægur næsta vetur og hann hefur verið undanfarin ár hjá okkur.

Toure, Skrtel, Caulker og Ilori fara allir enda þarf alls ekki eins stóran hóp næsta vetur.

Gomez verður líklega mikið meira bakvörður næsta vetur og þá vonandi sem varaskeifa fyrir Clyne. Flanagan er svo ennþá á mála hjá Liverpool, takist honum að haldast heill er það bókstaflega nýr leikmaður fyrir Klopp.

Miðjan

Þetta er sú staða sem ég vona mest að verði stórbætt það sem eftir lifir sumars. Hér myndi ég setja háu fjárhæðirnar sem Liverpool hefur ekki verið að eyða það sem af er sumri. Félagið er auðvitað nú þegar búið að kaupa inn Grujic sem er algjörlega spurningamerki fyrir næsta tímabil, sé hann ekki verða lykilmaður frá byrjun. Ef við endurheimtum Henderson aftur er þessi staða ekkert í það slæmum málum en við megum ekki við því aftur að missa hann svona út meira og minna allt tímabilið. Það yrði þá þriðja tímabilið í röð.

Komi inn nýr leikmaður er ég fyrst og fremst að horfa á það sem bætingu á Joe Allen, við þurfum miklu meiri nagla þarna inn heldur en hann. Grujic er líklega meira að taka það hlutverk sem Lucas hafði í vetur. Klopp er með mjög flotta ferilsskrá þegar kemur að því að móta góða miðjumenn í heimsklassa ogheldur því vonandi áfram núna. Enda er þetta hin staðan þar sem Liverpool er orðað við alla mögulega valkosti.

James Milner náði aldrei að heilla mig á miðri miðjunni og ég vona að hann verði ekki í nærri því eins stóru hlutverki þar og hann var á síðasta tímabili. Frábært að eiga hann í hóp og líklega spilar hann mjög marga leiki næsta vetur en miðjan þarf miklu meira stál.

Sóknartengiliðir

Lazar Markovic er bókstaflega nýr leikmaður fyrir Klopp. Það væri stórundarlegt ef hann fær ekki almennilegan séns til að sanna sig því að ef við losum okkur aftur við hann þarf að kaupa nákvæmlega eins leikmann í staðin. Hann er líkari þeim leikmanni sem maður býst við í Klopp liði heldur en þeir sem við vorum að nota í vetur. Hann fer ekki beint í byrjunarliðið en sleppi hann við meiðsli færi ég glaður inn í mót með bara hann sem “nýja” kantmanninn okkar. Hann kostaði helmingi meira en Origi, vonandi verður hann tekinn eins í gegn núna og gert var við Origi í vetur.

Coutinho var afgerandi valinn besti leikmaður tímabilsins og er á frábærum aldri, reyndar bæði til að springa út og eins til að selja. Ég bara sé ekki afhverju Liverpool ætti að þurfa þennan pening og hvað þá afhverju sala á honum ætti að koma til greina, það er ansi erfitt að fá eins mikil gæði inn í hópinn á meðan liðið er ekki í Meistaradeildinni og við eigum nú þegar í Coutinho. Er mjög spenntur fyrir að sjá hann í Klopp fótbolta, hvað þá í liði sem fær hvíld milli leikja.

Firmino er núna búinn með sitt fyrsta ár og hefur alla burði til að fara upp um 1-2 level. Ég er ennþá spenntari fyrir því að sjá hann í Klopp fótbolta með hvíld milli leikja.

Lallana var í miklu uppáhaldi hjá Klopp í vetur en er að mínu mati of mikill iðnaður til að spila svona stórt hlutverk. Hann væri hinsvegar rétt eins og Milner frábær að eiga í hópnum. Leikmenn eins og Lallana og Milner myndu allaf spila megnið af leikjum tímabilsins þó maður hugsi þá ekki sem lykilmenn. Hann er svolítið eins og Kuyt án markanna sem Hollendingurinn var að skila. Vill frekar kantmann í þessa stöðu, sérstaklega þegar við erum með leikmann eins og Coutinho á móti hinumegin.

Jordon Ibe sé ég ekki eiga mikla framtíð hjá Liverpool því miður. Sé ekki hvernig hann á að komast í liðið næsta vetur. Ojo held ég að verði mikið frekar sá sem fær séns í bikarleikjunum og verði af og til í 18 manna hópnum.

Sóknin

Það gleymist í umræðu um sóknina að Klopp fær alveg nýjan leikmann í Danny Ings, mann sem passar fullkomlega inn í hans hugmyndafræði. Hann er að verða 24 ára í sumar og stórbætir hópinn komi hann óskaddaður úr þessum meiðlsum.

Daniel Sturridge er búinn að vera heill undanfarnar vikur (eins langt og það nær). Þá sjaldan hann er heill þá skorar Liverpool mörk. Klopp mun aldrei byggja upp lið í kringum Sturridge og þriðja árið í röð vonar maður að hann verði ekki eins mikilvægur næsta vetur. Heimsklassa lúxus að eiga hinsvegar þegar hann er heill. Held samt að þetta verði hans síðasta tímabil hjá Liverpool.

Origi spilaði rétt svo 20% af þessu tímabili og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann haldi áfram að bæta sig eins og hann hefur verið að gera eftir áramót. Eðlilega erum við ekki með stöðugan leikmann sem hægt er að treysta 100% á leik eftir leik. Hann hinsvegar hefur gjörsamlega allt til þess að verða stórstjarna og einmitt þessi stöðugi leikmaður. Klárlega leikmaður sem ég sé fyrir mér að Klopp byggi sóknarleikinn í kringum.

Vonandi höldum við Benteke bara líka og förum inn í tímabilið með fjóra mjög góða og ólíka kosti. Lið sem eru að berjast um titla þurfa slíka breidd og eftir síðasta tímabil er ljóst að Liverpool þarf að eiga góðan fjórða kost ef þeir ætla leggja upp með Origi, Ings og Sturridge sem allir voru meira og minna meiddir allt síðasta tímabil. Persónulega held ég að Benteke hljóti að fara samt og Firmino verði (aftur) þessi fjórði kostur.

Reynum svo bara að gleyma að við eigum Balotelli ennþá.


Við sáum það nokkrum sinnum síðasta vetur að þetta lið okkar á helling inni. Sérstaklega sáum við það þegar örlítið um hægðist hvað leikjaálag varðar og lykilmenn fóru að skila sér af meiðslalistanum.

Klopp þekkir hópinn orðið mjög vel og hefur náð að sjá nánast alla spila. Það er forskot sem hann hefur á flesta mótherja sína. Það, plús engin Evrópudeild er eitthvað verður að nýta vel næsta vetur. Það er ljóst að Liverpool verður í töluverðum meiðslavandræðum áfram næsta vetur, Klopp er svo gríðarlega kröfuharður að slíkt er óhjákvæmilegt en vonandi verður þetta ekkert í líkingu við síðasta tímabil. Það er auðvelt að finna þessi sex stig sem liðinu vantaði upp á Meistaradeildarsæti í vetur.

Undirbúningstímabilið

Annað sem taka þarf með í reikninginn er að þrátt fyrir að Liverpool sé með flesta leikmenn allra liða á EM í sumar þá verða margir eftir á Melwood einnig sem fá því óhindrað undirbúningstímabil. Eins fer liðið í mun minna krefjandi æfingaferð en síðasta sumar, það var afleitur undirbúningur fyrir tímabil sem svo taldi 63 leiki.

Öll vörnin fyrir utan Clyne verður líklega á Melwood ásamt Loris Karíus. Hann þarf reyndar mögulega að fara á (helvítis) ÓL í Ríó sem er óþolandi, hversvegna í fjandanum er þessi hálfkáks fótbolti á ÓL?
Matip er ekki í hópi Þjóðverja, Lovren er ekki í hópi Króata, Sakho er ekki í hópi Frakka og Gomez er ekki í hópi Englendinga en nær vonandi öllu undirbúningstímabilinu. Sama á við um Flanagan. Klopp veitir ekkert af því að hafa alla vörnina að vinna með.

Firmino er mögulega einnig að fara á (helvítis) ÓL en hann er a.m.k ekki í Copa America hópi Brassa núna. Coutinho er á því móti sem er í gangi núna og verður búið 26.júní, langt á undan EM. Hann nær því ekki fullu undirbúningstímabili en líklega megninu af því.

Grujic, Markovic og Ings ná einnig öllu undirbúningstímabilinu. Eins fara ekkert allir sem við gerum ráð fyrir að Liverpool selji strax á næstu vikum, ef það tekst þá að selja alla.

Þeir 12 sem fara á EM eru Englendingarnir fimm, Henderson, Milner, Lallana, Clyne og Sturridge. Hann hefði virkilega mátt skilja Sturridge og Henderson eftir en hvorugur þeirra þarf hvíld eitthvað gríðarlega svonsem. Clyne er hinsvegar annað mál.

Joe Allen og Danny Ward eru í liði Wales og skiptir fjarvera þeirra afskaplega litlu máli hvað undirbúning fyrir næsta tímabil varðar. Svipað má eiginlega segja um Benteke og Mignolet sem eru í hópi Belga ásamt Origi. Sé ekki neinn þeirra fyrir mér sem byrjunarliðsmann í liði Belga á mótinu. Martin Skrtel er svo fyrirliði Slóvaka og hamlar fjarvera hans plönum Klopp ekki neitt.

Þjóðverjar eru svo með Emre Can í hópnum og nota sem bakvörð!

Þannig að þó Liverpool sé með flesta fulltrúa á EM er þetta ekki alveg eins slæmt og það virðist í fyrstu. Klopp hefur a.m.k. helling til að vinna með á Melwood.


Þannig að tveir leikmenn í viðbót takk svo lengi sem enginn af helstu lykilmönnum liðsins sé að fara. Miðjumaðurinn þarf að vera tilbúinn í slaginn strax, stóru kaup sumarsins.

37 Comments

  1. Hver á þessu “stóri”leikmaður svo að vera ? Það kemur mér verulega á óvart ef við kaupum heimsklassa leikmann,meðan topp 6 liðin verða bara sterkari næsta tímabil. Okkar hlutskipti virðist ætla að verða topp 6-10 í deild næstu season.

  2. Ég skil fullkomlega hvert þú ert að fara með þessum pistli en eins og sönnum Liverpool stuðningsmanni þá er of mikið EF í þessu hjá þér.
    Að fara inn i þetta tímabil og vona að fáir meiðist. Þú vonar að leikmenn koma upp úr meiðslum og blómsti, bæði Gomez og Ings voru að koma úr hræðilegum meiðslum. Það getur vel verið að þeir verið aldrei sömu leikmenn eftir þessi meiðsli.
    Þú vonar að Markovic sé að koma úr láni og blómsti, hann átti vont tímabil og það er ekkert sem bendir til að hann sé að bæta sig. Ibe er búinn að vera hræðilegur.
    Þannig þetta lið er ekki með kanntmann. Vinstri bakvörðurinn er mjög vondur. Miðjan búin að vera slæm og lið nýta sér það auðveldlega. Aðalsóknamaðurinn hefur ekki spilað mikið og mun meiðast. Allavega ég sé of mikið af leikmönnum sem mættu fara og aðrir koma og bæta liðið.

    Ég er kannski ógeðslega svartsýnn en ég sé þetta allavega svona. Taflan lýgur aldrei við enduðum í 8 sæti. Klopp er frábær en hann þarf betri leikmenn til að berjast um þetta 4sæti. Ég vill allavega að Liverpool kaupi 3-4 í viðbót. Vinstri bakvörð, miðjumann, kanntmann og hugsanlega leikmann eins og Götze.

    Ég skal klárlega éta sokk ef Klopp mun koma þessu liði án þess að bæta það töluvert í 4sæti.

  3. Sko

    Markovic, Ings og Gomez eru allir að koma inn í hópinn, það er bara staðreynd. Segi ekkert til um eða gef mér að þeir blómstri allir en þeir eru allir líklegir til að gera meira fyrir okkur en þeir gerðu á síðasta tímabili. Er ekki að reikna með neinum þeirra sem föstum byrjunarliðsmanni (strax). Engu að síður klárlega styrking á hóp.

    Það eru minni líkur á meiðslum þegar leikjaálagið er lítið, það nánast segir sig sjálft.

    Miðjumaður fyrir/með Henderson sem er eitt efið er helsta krafan hjá mér og minna mikilvægi Sturridge sem er hitt stóra efið finnst mér vera ansi nálægt því að vera frágengið fyrir næsta tímabil í Origi (plús Ings).

    Það er búið að kaupa þrjá leikmenn sem allir gera ráð fyrir að fara beint í hópinn a.m.k. Ég tel upp aðra þrjá sem gera sömu kröfu í það allra minnsta. Sé ekki mjög mikið meira fyrir mér í sumar. Klopp mun að ég held ekki kaupa nýtt lið inn í einum glugga.

  4. Matip er ekki í hópi Þjóðverja…
    Enda er hann að spila fyrir Cameroon 😉 og gæti þess vegna horfið í afríkukeppnina eftir áramót en það hefur enginn áhrif á pre-season 😉

  5. Higuain vill fara, hvað er satt og ekki satt í þeim efnum og ef það er svo að hann vilji fara, hversu mikið vill hann koma til Liverpool? Það var slúður en hversu líklegt ætli það sé. Hann er hvað 29 ára og á alveg nokkur góð ár eftir.

  6. Vel ritað en ég er ekki sammála öllu.

    Skítt með leikjaálag, meiðsl eða óheppni. Það sér það hver heilvita maður að Liverpool FC vantar leiðtoga, þennan heimsklassa leikmann, match winner. Sást greinilega í úrslitaleikjum síðasta tímabils. Við eigum aragrúa af “næstum því” leikmönnum sem geta orðið þessar stjörnur (en kannski ekki ) en eru því miður í dag allt of mikil jó-jó. Góðir í 2-3 leiki en hverfa svo þar á milli.

    Klúbburinn þarf eitt til tvö góð “marguee” signings. Já ég veit að margir hata þetta orð og gera lítið úr því en þetta er eigi að síður rétt. Hver er stórstjarna Liverpool FC í dag? Hver er leikmaðurinn sem selur treyjurnar? Leikmaðurinn sem dregur vagninn þegar illa gengur? skilar 20 mörkum + á tímabili? Hver?

    Ég hef mikla trú á Klopp, hann ætlaði sér líka Mario Götze og þau kaup hefðu verið af þessu kalíberi sem ég auglýsi eftir, stórt nafn og flottur leikmaður. (ég ætlaði að kaupa treyjuna) Það mál var eitthvað undarlegt og á endanum kom hann ekki, því miður. Það þarf nefnilega ekkert svo mikið magn í þennan hóp en 2 heimsklassaleikmenn væru vel þegnir (GÆÐI) – ekki 18-19 ára “næstum því leikmenn” heldur leikmaður á aldrinum 22-27 ára sem hefur reynsluna og þau gæði til þess að hjálpa liðinu strax.

    Í kring um okkur eru liðin að styrkja sig. City taka Gundogan og eru hvergi nærri hættir. Við vitum að þeir eiga eftir að næla í fleiri leikmenn.

    Arsenal eru búnir að næla í Granit Xhaka og Jamie Vardy er ansi nálægt því að klára sitt á Emirates. Hvað sem mönnum finnst um þann mann þá er hann orðin stjarna, stjarna sem skilaði 24 mörkum í PL á síðasta tímabili og vann titilinn.

    United eru að klára Zlatan og ákaflega þykir mér það dapurt þegar stuðningsmenn okkar hérna á síðunni gera lítið úr því. Skítt með þá staðreynd að maðurinn sé 34 ára að verða 35 ára. ÞETTA ER EIN STÆÐSTA STJARNA FÓTBOLTANS Í DAG. Fyrir utan það að vera frábær leikmaður – ítreka frábær leikmaður, í raun stórkostlegur. Þoli það ekki er menn gera lítið úr þessu, minnimáttarkennd (ég hata það jafn mikið og við flestir að sjá hann í United) Skoðum tölfræðina hans í ár, 38 mörk í deild , 9 í bikar og 5 í meistaradeildinni. 52 mörk í 54 leikjum!! Mér er sama þótt franska deildin sé slakari en enska, þetta er ótrúlegur árangur. United mun selja t.d fleiri Zlatan treyjur þessa vikuna en Liverpool mun selja allt tímabilið fyrir alla leikmenn sína. Zlatan er WINNER. Ekki eru United með CL boltann handa honum.

    Mourinho á svo eftir að kaupa meira.

    Þetta eru liðin sem við viljum keppa við. Ekki satt?

    Okkur vantar einfaldlega leiðtoga, þennan mann sem getur hjálpað okkar ungu og efnilegu að komast á næsta stig. Myndi ekki skemma að það væri stjarna. Það skiptir nefnilega máli. Þeir 15 leikmenn sem seldu flestar treyjur árið 2015 þá var Zlatan t.d í 6 sæti, enginn núverandi Liverpool maður komst á topp 20. Steven Gerrard var númer 7 en Galaxy treyjur eru þar inni líka. Á Liverpool ekki að eiga leikmann á þessum lista?

    Hver það er veit ég svo sem ekki – Henrikh Mkhitaryan?? Miðjumaður sem skorar 23 mörk í 51 leik í fyrra. James Rodriguez ?? Óraunhæft kannski, en hann er ekki í plönum Real og vill kannski koma ferlinum í gang. Yaya Touré ?? Virðist ekki ætla að vera í plönum Guardiola, er jú 33 ára en hokinn reynslu og hefur GÆÐI. Þarf kannski nýja áskorun og bróðir hans ætti að geta hjálpað til. Ég meina af hverju ekki? Þetta eru allt leikmenn sem ég væri til í að sjá LFC reyna við. En því miður er þetta óskhyggja hjá mér og rætist sennilega ekki…. engu að síður mitt input í þessa umræðu – hef fylgst með Liverpool síðan 1980 – þróun mála hræðir mig, við erum að missa af lestinni, eigum söguna en það er heldur betur kominn tímí á að við kynnum ungu kynslóð Liverpool manna fyrir velgengni.

    Staðreyndin er einföld, við endum í 8 sæti árið sem Leicester vinna og lið eins og Chelsea mæta ekki í mótið. Skítt með meiðsli og leikjaálag, taflan lýgur ekki. Okkur vantar kannski ekki marga leikmenn en okkur vantar þá réttu – Ekki þessa NÆSTUM ÞVÍ.

  7. Mikið er ég sammála Oddi hér fyrir ofan. Það er pínu kjánalegt af okkur aðdáendum Liverpool að tala um hvað við erum alltaf óheppin og nú munu þessi og hinn stíga upp og Liverpool endar í topp 4. Við skulum bara kíkja á síðustu 7 tímabil. Eða frá því að lið Benitez hafnaði í 2. sæti (2008 – 2009)
    Á þessum árum hefur liðið endað í þessum sætum.
    2009-2010 7. sæti
    2010-2011 6. sæti
    2011-2012 8. sæti
    2012-2013 7.sæti
    2013-2014 2. sæti
    2014-2015 6. sæti
    2015-2016 8. sæti

    Ég bara er ekki að sjá hvernig Liverpool er allt í einu kominn með hóp sem verðskuldar að vera í topp 4. Það er nákvæmlega ekkert sem gefur það til kynna. Jafnvel þó meistari Klopp sem kominn í brúnna.

    Menn mættu endlega benda á þá leikmenn sem önnur topplið væru æst að kaupa til sín fyrir utan Coutnho sem var sennilega lélegasti leikmaðurinn í úrslitaleiknum núna í maí og hefði líklega mátt bara taka útaf og menn hefðu ekki tekið eftir því.

    Menn skulu bara bera saman hópinn hjá Liverpool vr. Chelsea, Arsenal, Man U, Man City og Tottenham.

    Fyrir mér er það bara að renn upp sú staðreynd að Liverpool er miðlungsklúbbur sem jú kannski nær einu sinni á 10 ára fresti að komast í CL sem er svipað og Everton sem er búið að vera á svipaðri stöðu og Liverpool sviðuðu ár.

    Það að búið sé að kaupa Matilip og einhvern unglingamarkvörð frá Þýskalandi er ekki að sýna mér að Liverpool verði eitthvað ofar á næstunni.

  8. Vá, Oddi #8 negldi þetta alveg!

    Þetta er einmitt það sem Liverpool-pennarnir á Echo og fleiri síðum hafa verið að benda á. Okkur sárvantar 2-3 frábæra leikmenn. Erum með fullt af góðum leikmönnum og mjög efnilegum en sárafáa (ef þá einhverja) frábæra.

    Er líka algerlega sammála Odda með að við eigum að bara okkur saman við Chelsea, Arsenal, City, United og Tottenham. Þetta eru liðin (og sennilega Leicester) sem við verðum að keppa við á næsta tímabili. Er alveg kominn upp í kok á meðalmennskunni hjá klúbbnum okkar. Leikmenn eins og Lallana og Henderson eiga aldrei að vera sjálfsagðir byrjunarliðsmenn í okkar liði.

    Er líka mjög sammála Einari Matthíasi hvar neyðin er mest hjá okkur á vellinum. Það er klárlega vinstri bakvarðarstaðan og 1-2 heimsklassa miðjumenn. Myndi líka þiggja alvörðu striker. Stórhættulegt að stóla á Sturridge og þó að Origi sé góður þá er hann enn mjög ungur.

  9. Sælir félagar

    Ég er sammála flestu sem fram hefur komið en hef ef til vill þá sérstöðu að ég vil selja Coutinio fyrir 40 millur plús. Mér finnst hann alltof óstöðugur leikmaður og þó hann eigi til brilljant takta þá vantar það mikið í stöðugleika og vinnusemi að hann má fara fyrir rétt verð. Ef það verð fæst fyrir hann vil ég að peningar séu lagðir í vinstri bak og heimsklassa varnartengilið hvað sem hann kostar. Annars bara góður.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  10. Ég er sammála að það vanti kantmann í liðið og Klopp hefur talað um það…þannig að polverjinn, Gotze.. Eða einhver annar er á leiðinni pottþett

  11. “Matip er ekki í hópi Þjóðverja,”

    leikur gaurinn ekki fyrir kamerún ?

    Annars er ég mjög sammála þessum megin atriðum þessa pistils. Ég skrifaði eitthvað svipað fyrir einhverjum misserum á þessum vef við dræmar undirtektir, en þar benti ég á að hópurinn hjá Liverpool væri virkilega sterkur og það þyrfti aðeins nokkra leikmenn í réttar stöður og þá ætti hann að vera fær um að berjast um meistaratitilinn.

    Ég set samt spurningamerki hvort það sé endilega eitthvað forskot sem Klopp hefur á hina stóru klúbbana. Allavega minnir mig að Mourinho varð meistari með Chelsea á sínu fyrsta tímabili og sama á við um Claudio Ranieri. En ég skil rökin samt. Hann hefur fengið góðan tíma til að leggja setja sinn svip á liðið og hefur nú alla möguleika á að fjárfesta í þær stöður sem hann telur mikilvægast að manna.

  12. Ég held að við ættum að eiga ágætisforskot í deildinni. Það er tækifæri til þess að losna við þá sem lakari eru sem ætti tvímælalaust að nýta, aðrir njóta þess að hafa lengri tíma til undirbúnings á milli leikja. Síðasta þegar við höfðum þann lúxus lentum við í 2. sæti.

    Mér finnst ólíklegt að Mourinho eigi eftir að gera mikið á fyrsta tímabili með þetta manure lið. Honum gengur yfirleitt best á öðru tímabili. Gardiola hefur aldrei þurft að þola svona mikla samkeppni þannig að mér finnst ólíklegt að shitty spretti strax úr rásblokkinni hjá honum. Hann þarf örugglega að læra á ensku deildina eins og aðrir. Conte gæti náð að kreysta eitthvað út úr þessu Chelský liði en þar virðist samt allt vera í klessu. Ég myndi halda að stuðullinn á að Leicester falli sé bara nokkuð góður núna.

    Það er að mínu viti ólíklegt að einhver established alþjóðleg stórstjarna muni vilja koma til okkar og við hafa áhuga (og getu) á að punga út þeim fjárhæðum sem þyrfti til þess að láta það gerast. Hins vegar hef ég trú á að Klopp geti spilað vel úr því sem hann hefur og ég held að núna sé lag áður en Mourinho, Guardiola og Conte ná tökum á sínum liðum.

  13. Það er nokkuð ljóst eftir síðasta tímabil að það þarf ekki alltaf að versla mikið inn til að ná árangri. Menn setja = merki milli gæði og penninga en það þarf ekki alltaf að haldast í hendur.

    Man City verða virkilga sterkir með frábæran stjóra en það mun taka liðið og stóran tíma að aðlagast deildinni og nýju leikskipulagi.

    Man utd er auðvita að fá inn stjóra sem þekkir deildina út og inn. Þeir eiga eftir að vera mjög sterkir(því miður) en Mourinho á eftir að kaupa mikið og það gæti tekið smá tíma fyrir þá leikmenn að aðlagast deildinni.

    Chelsea að fá fína stjóra en gætu verið í sama vandamáli og Man City.

    Arsenal er það lið sem ég held að hafi hvað mesta forskot í byrjun hvað varðar stöðuleika og þeir munu versla inn í sumar það er ég viss um.

    Tottenham verða ekki í titlabaráttuni spái ég en það fer ótrúlega mikil orka í meistaradeildina og þeir hafa ekki reynsluna þar.

    Meistaranir verða mjög solid en það verður ekkert ævintýri á næsta tímabili hjá þeim.

    Liverpool njóta góðs af því að Klopp er búinn að vinna með hópnum og veit hvað liðið þarf. Leikjaálag verður ekki vandamál en það kemur í veg fyrir álagsmeiðsli og að menn detta niður í formi. Liðið fær nógan tíma til að æfa og tel ég að liverpool liðið muni enda í top 4 á næsta tímabili.

  14. #7

    Ég sammála þessu hjá þér að mörgu leiti en okkar leiðtogi í dag er Jurgen Klopp og hann hefur sýnt það og sannað að ekki er nauðsynlegt að kaupa menn sem eru komnir með heimsklassa stimpilinn á sig.

    Það eru menn í þessum hóp sem hafa leiðtogahæfileika eins og Emre Can og Lovren en áður en Klopp kom þá voru menn ekki með mikla trú á þessum köppum.

    Eins og staðan er í dag þá er ég ekkert smá sáttur við þessa 3 leikmenn sem eru komnir fyrir slikk. Næst besti markmaðurinn í þýsku deildinni á eftir Neuer sem er arguably besti markmaður í heimi. Matip sem var valinn í lið ársins í Bundesliga og einn efnilegasti leikmaður í evrópu Grujic sem er varnartengiliður sem kann að skora.

    Allir þessir leikmenn eru stærri en 190cm á hæð!

    Þarna sé ég þessa Klopp og aðstoðmenn sýna vera að gera nákvæmlega það sama og þeir gerðu hjá Dortmund sem skilaði frábærum árangri.

    Auðvitað væri gaman að fá Götze og einhverja á sama kaliberi og ég er ekkert búinn að útiloka að það gerist en það að kaupa menn bara til að selja treyjur er ekki stílinn hans Klopps.

    Having said that, þá er ég að HATA að Zlatan sé að fara til United því hann er einn af mínum uppáhalds leikmönnum og það er pirrandi að þurfa núna að hætta að halda með honum en ég held að hann hefði ekki passað inn í þessa uppbyggingu sem á sér stað hjá LFC núna. Meira að segja ef ég væri Manu fan þá hefði ég vilja sjá Martial sem aðal striker og Rashford með honum því þeir tveir eru frábærir. Martial minnir mig á Henry back in the day.

  15. Oddi sagði bara allt sem mig hefði langað að koma frá mér ef ég hefði haft nennu til. Algerlega sammála hverjum staf í hans pistli.

  16. #13

    “Síðasta þegar við höfðum þann lúxus lentum við í 2. sæti”

    Mikið rétt, en þá vorum við með einn af bestu leikmönnum veraldar í okkar liði Luis Suarez.

    kv
    Oddi

  17. þetta er allt breytingum háð, við verðum bara að treysta Herr Klopp. það eina sem truflar mig varðandi hann er hans record i urslitaleikjum. En það þarf líka smá lukku með en hún fylgir oft með er vel gengur.En það verður aldrei leiðinlegt. með þennann mann við stjórnvölin. njótum þess að hafa þennan ljúfling og gleðigjafa hjá okkar liði.

  18. Ég er sammála flestu hér og sem stuðningsmaður þá vil ég auðvitað stórstjörnu í liðið.

    En hversu raunhæft er það? Við reyndum við einn sem fór til Arsenal, svo reyndum við við annan sem fór til Kína eða eitthvað!! Nú enduðum við í 8. Og engin Evrópa.

    Ég ætla bara að treysta að Klopp reddi þessu. Þegar hann tók við Dortmund þá var það mun svartara en hann keypti menn og hreinlega bjó til stórstjörnur! !

    In Klopp I trust

  19. Liverpool við það að klara kaupin á Hector Herrera. Væri hann spennandi kostur…. ? Hann var á skotskónum í síðasta landsleik í Copa America. En eins og svo oft áður eru Liverpool að klara kaup sem ekkert verður úr…. sjáum hvað gerist

  20. Skemmtilegar umræður hérna eins og von er á.

    Í ljósi þess að við getum ekki boðið annað en deild og bikarbolta næsta vetur, þá er augljóslega minni líkur á að fá stór nöfn í sumar til klúbbsins. En Klopp hefur svo sannarlega sýnt það að hann getur gert menn að stórum nöfnum og það eru mínar væntingar til næsta veturs.

  21. Ég held að Henderson verði seldur í sumar einfaldlega vegna þess að Klopp á eftir að taka af honum fyrirliðabandið. Það hljóta allir að sjá að hann er enginn leiðtogi og ömurlegur sem fyrirliði. Hann var góður við hlið Gerrard punktur. Skil ekki þessa trú sumra á þessum dreng.

  22. svo var nú eitthvað með það að henderson væri bara ekki nógu góður. i skrokknum. etv. er gaurinn bara gölluð. vara.

  23. Mér finnst alltaf svo fyndið þegar menn eru að heimta marquee kaup..

    Amk virðast margir setja þá skilgreiningu við þetta hugtak að um ræði leikmann sem heitir eitthvað..

    Mér persónulega væri alveg sama þó að það væru keyptir 11 leikmenn úr Fleetwood liðinu, svo framarlega sem þeir performa..

    Kante, flokkast hann sem marquee? Mahrez í ágúst í fyrra? Vardy?

    Gefðu mér mann sem kemur í lið til að hlaupa úr sér lungun, henda sér í tæklingar, brjóta af sér af pirring ef illa gengur.. Gefðu mér karakter, leiðtoga, drifkraft.. Þá skiptir mig engu hvort hann selji treyjur á fyrsta tímabilinu sínu eða ekki..

    Fyrir utan það, að hjá þeim liðum sem Klopp hefur verið, þá hefur hann ekki beint verið í marquee kaupum, er það? Mykhaterian eða hvað hann heitir mögulega stærstu kaupin hans? Ég hafði ekki mikið heyrt um hann fyrr en hann var orðaður við okkur..

    Ég vil liðsheild framar stjörnum.. Einhver sem áttar sig á því að nafnið framan á búningnum er helvíti mikilvægara en nafnið aftan á treyjunni!

  24. Það er líka oft verið að pæla í hver verður stóri leikmaðurinn sem verður keyptur í sumar. Gætum keypt Crouch aftur, hann er ógeðslega stór.
    Annars bara ekkert að frètta 🙂

  25. #29
    ……….fliss fliss…..

    það hafa bara verið stórir leikmenn keyptir undanfarið……

    Matip = 1,95
    Grujic = 1,90
    Karius = 1,89

  26. Sælir félagar

    Ég stend við skoðun mína á Coutinio þrátt fyrir að hann hafi skorað 3 mörk gegn arfaslöku liði Haiti. Það er nákvæmlega þetta sem hann gerir, skorar í einum leik og leggur upp og er allt í öllu og svo sést hann ekki í næstu tveimur þremur leikjum. Varnarvinna og barátta er líka veikleiki hjá honum í öllum leikjum. þannig að – ef rétt verð fæst fyrir hann vil ég selja Kútinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Enginn vildi missa Sterling en svo vilja allir selja Coutinho? Coutinho er í okkar top3 bestu leikmenn, ég skil stundum ekki.

  28. Af hverjum ættum við að vilja selja Coutinho ?
    Auðvitað er hann óstöðugur, hann er ungur leikmaður sem er að spila með mönnum sem eru ekki á hans leveli.
    Þessi drengur myndi brillara ennþá meira með betri leikmönnum.

  29. Coutinho er enginn Ronaldo sem eipshjittar í hverjum einasta leik…en hann er aftur á móti skemmtikraftur og sólari af guðs náð og ég myndi frekar gefa Sturridge heldur en að selja Coutinho.

  30. Neikvæ?ni.is stórstjarna keypt. Ég man ekki eftir stórstjörnu sem var keypt. Suarez var engin stórstjarna þegar hann var keyptur. Allavega kaupum drulludýra unga efnilega leikmenn sem ver?a me? Liverpool hjarta alla tí? en pössum upp á a? skipulagsheildin Liverpool rá?i vi? verkefni?. Þa? er ekki bara þjálfari e?a eigandi sem gera allt.

Coutinho orðaður við önnur lið?

Klopp, kaupvæntingar og næsta árið