Sakho hreinsaður af ásökunum?!

Þetta er ekki staðfest. Við uppfærum um leið og staðfestingin kemur. Vonum að þetta sé rétt.

Samt …

Hér eru fréttirnar sem eru að berast frá Frakklandi í dag. L’Equipe segir frá því að upprunalegt 30-daga bráðabirgðabann sem UEFA gaf Mamadou Sakho eftir að hann „féll“ á lyfjaprófi hafi runnið út í dag og því hafi ekki verið framlengt af því að í ljós kom að megrunarlyfið sem hann tók var ekki á bannlista eftir allt saman:

Hérna … sko …

ERUÐ ÞIÐ AÐ FOKKING GRÍNAST Í MÉR?

Eruð þið að segja mér það að Sakho hafi fallið á lyfjaprófi því hann mældist með lyf sem er svo ekki á bannlista!? Og út af þessu missti hann af ÁTTA fokking síðustu leikjum Liverpool, þar á meðal úrslitaleik Evrópudeildarinnar?! Og út af þessu gæti sæti hans í Evrópuhópi Frakka mögulega verið farið til andskotans af því að allir héldu að hann væri á leið í langt bann!?

Ókei, anda rólega. Bíðum eftir staðfestingu á þessu. En ef sú staðfesting berst þá er bara eitt að segja: farðu í rassgat, UEFA! Langt og djúpt og innilega. Að neyða Liverpool til að splitta upp miðvarðarpari sínu á mikilvægustu vikum tímabilsins, að ræna leikmanninn æru sinni og mannorði, kosta hann þátttöku í stærsta félagsleik ferils síns og svo mögulega þátttöku í Evrópukeppni Landsliða í sínu eigin heimalandi?

Ef þetta er satt þá held ég að bæði Sakho og Liverpool muni leita réttar síns gagnvart UEFA. Þessum erkifíflum sem sekta Liverpool fyrir að hafa sungið “Manchester is full of shit” í Evrópudeildinni í mars en slepptu United fyrir að þeirra stuðningsmenn hafi sungið Hillsborough-söngva á sama leik. Þessir fávitar sem reyna alltaf að kenna Liverpool um allt (sjá: Aþena 2007). Þessi spilltu, vanhæfu fífl. Lögsækið þá alla.

sakhokiller


Í öðrum fréttum er það helst að Roy fucking Hodgson vill að æfi AUKALEGA til að SANNA að hann sé klár í slaginn fyrir EURO.

AUKALEGA?!

Hversu mikill andskotans vanviti er Roy Hodgson? Er ekki nóg með að hann hafi beinlínis slasað Sturridge í tvígang áður með því að hunsa tillögur Liverpool-manna að æfingaprógrammi fyrir Sturridge? Nú er sérsniðið prógram Sturridge búið að halda honum heilum og leikfærum í á fimmta mánuð án vandræða en um leið og Roy fokking fær hann í hendurnar er hann farinn að taka sprettæfingar og síberíur eins og ekkert sé? Og meiðist þá strax, og Roy bregst við því með því að vilja að hann æfi aukalega?

Plís, Roy. Veldu Marcus Rashford bara í hópinn. Hann skoraði í gær og allt. Hann getur örugglega æft endalaust fyrir þig, enda bara 18 ára. Hættu bara að eyðileggja okkar besta leikmann.

Fokk!

Góða helgi öllsömul.
YNWA

18 Comments

  1. woðalega er kristjan atli orðljotur en eg er bara sammala og hef engu wið að bæta.

  2. Þa? er alltaf hressandi a? lesa eitt gott “rant”. Ég tek undir hvert einasta or?.

  3. Ég veit að þetta rant er skrifað á núlleinni en reyndu að hafa staðreyndir samt á hreinu. Bæði félögin voru sektuð fyrir leiki liðanna, og “Manchester is full of shit” var ekki það eina sem okkar stuðningsmenn sungu.
    En ef þetta efni er ekki á bannlista, af hverju játaði hann sök? Og af hverju var ekki farið í að þræta fyrir þetta fyrr? Það er eitthvað þarna sem við vitum ekki, ég trúi því ekki að þetta hafi verið svona rosalega mikið klúður frá upphafi. Það hreinlega má ekki hafa gerst að UEFA setji menn í bann fyrir að nota lyf sem er ekki bannað, þvílíka hneykslið sem það yrði, ofan á allt annað sem hefur verið í gangi hjá þessu batteríi.

    En mikið rosalega hlýtur Sakho að vera reiður ef þetta er satt.

  4. Eins og ég skil þetta þá játaði Sahko að hafa tekið fitubrennslu lyfið og það er á bannlista UEFA.

    En núna eru UEFA, eftir að Sakho og lögmenn hans settu spurninga merki hversvegna þetta lyf væri á bannlistanum, að ath þetta betur og ákveða þá í kjölfarið hvort þeir taki umrætt lyf af bannlista.

    Þannig að lyfið er á bannlista, hann viðurkenndi að taka lyfið en spurningin er hvort lyfið eigi að vera þarna yfir höfuð.

    https://www.theguardian.com/football/2016/may/28/mamadou-sakho-no-further-doping-ban

  5. ja við spilum bara ekkert i neinni kepnni a vegum uefa. punktur. þeir skammist sin.

  6. Oh UEFA (Oh UEFA),
    Is full of shit (Is full of shit),
    Oh UEFA is full of shit,
    its full of shit, shit and more shit,
    Oh UEFA is full of shit…

  7. Sælir félagar

    Ég tek undir hvert orð sem KAR segir í pistli sínum. Mér finnst það sem hann segir síst of djúpt í árinni tekið. Það væri hægt að sjóða saman reiðilestur sem yrði að banna innan 16 ára ef þetta er satt. Enginn getur vitað hvað þetta hefir kostað klúbbinn ef rétt reynist en það gætu verið tugir milljóna ef þetta hefir kostað t.d. meistaradeildarsæti.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Að undanskilu öllu ógeðinu í kringum Hillsborough yfirhylminguna hef ég hreinlega aldrei orðið eins sót helvíti reiður þegar kemur að fótbolta. Ég rétt vona að FSG muni ekki láta þetta yfir sig ganga vandræðalaust.

  9. Þetta toppar mest allt frá þessum vanvitum hjá UEFA ef rétt er, stórskaða tímabilið hjá Liverpool. Djöfull mega þeir troða öllum sínum smjörklípusektum rakleitt þangað sem sólin ekki skín.

  10. Hættum nú að vera þessi endalausu fórnarlömb og hugsa alltaf hvað ef þetta og hitt hefði verið svona en ekki hinsegin. Sjáum fyrst til hvað kemur út úr þessu! Breytum því sem hægt er að breyta og er í okkar valdi að breyta. Fögnum sigrum og tökum tapi að æðruleysi og allt það.
    YNWA.

  11. Jæja. Jafn bölvanlegt að Sakho var tekinn úr umferð þá er nátturulega frábært að fá hann aftur í hópinn. Þetta leysir viss miðvarðavandamál í upphafi tímabilsins og þá þarf fyrst og fremst að fokusera á að kaupa vinnstri bakvörð í samkeppni við Moreno, nema Klopp hafi í huga að kaupa annan miðvörð.

  12. Kolo var besti maður liðsins í úrslitaleiknum. Ekkert viss um að Sakho hefði toppað það.

    En hitt er rétt að UEFA klíkan er álíka steikt og FA klíkan. Ef menn væru samkvæmir sjálfum sér þá ættu þeir að leggja háar sektir á sjálfa sig og greiða Sakho og Liverpool bætur.

    Eða sæti í meistaradeildinni c”.)

    En Sakho, velkominn aftur.

    YNWA

  13. Nr. 13

    Auðvitað er fjallað um svona mál á stuðningsmannasíðu Liverpool. Það er svakalegt ef hann átti ekki að fara í bann, þetta fokkaði upp miðvarðapari Liverpool, staða á vellinum sem þú vilt allra síðasta hrófla mikið við og eins er þetta að eyðileggja EM fyrir Sakho, sem og orðsporið. Veit ekki hvað þú ert að meina með “endalausu fórnarlömb” en ef þetta bann átti ekki rétt á sér er UEFA að fara svakalega illa með Liverpool og skemma fyrir okkur úrlitaleik í þeirra næst stærstu keppni.

  14. Einar, ég er bara að benda á það að Sakho tók ólöglegt lyf samkvæmt öllu og hann viðurkenndi það. Hann er hinsvegar með góðan lögfræðing sem sér glufur í regluverkinu. Að kenna UEFA um okkar ófarir er mikil einföldun og þessi færsla skrifuð í einhverri geðshræringu hjá Kristjáni, róa sig aðeins!

  15. Lágmark að UEFA hafi regluverkið algjörlega á hreinu áður en þeir fara að dæma menn í bann. Vont samt að meta þetta án þess að hafa allar upplýsingar.

Enn einn frá Southampton?

31 ár liðið frá Heysel