Opinn þráður – Vangaveltur um breytingar á hópnum

Við förum betur yfir þetta á næstu vikum og mánuðum en nú þegar liðið hefur lokið leik eftir 63 leiki á einu tímabili er ljóst að einhverjir hafa spilað sinn síðasta leik og nokkrir nýir koma í staðin.

ÚT

Án þess að hrófla mikið við kjarna liðsins á þessu tímabili er hægt að losa sig við 13 leikmenn.
Bogdan – Mignolet hefur verið í samkeppni við Brad Jones og Adam Bodgan á tíma sínum hjá Liverpool. Nú þarf að koma inn markmaður sem er betri en þeir allir þrír.
Toure – Myndi frekar vilja halda honum eða Lucas en Skrtel. Líklegt að a.m.k. einn af þeim verði áfram úr því að Sakho er í banni.
Enrique – Loksins loksins, þarna er töluvert pláss á launaskrá að opna.
Caulker
Skrtel – Komið meira en gott.
Ilori
Lucas – Hann hefur verið við það að fara í mörg ár og ekki líklegur til að verða lykilmaður hjá Klopp.
Allen – Ágætur í vetur en Liverpool þarf miklu meira afgerandi miðjumann en Joe Allen.
Teixeira
Sinclair – Verði honum af vind og skít.
Benteke – Væri mikið til í að hafa hann sem 3-4. kost næsta vetur en gréti það ekkert að selja hann og fá t.a.m. inn Götze.
Balotelli – (Góði guð, gerðu það)
Alberto – Góður leikmaður sem fer eflaust á 5-10m.

Þarna inni eru ekki leikmenn eins og Markovic, Smith, Canos, Flanagan, Stewart og Wisdom sem gætu farið án þess að hafa of mikil áhrif á kjarna liðsins.

Eins held ég að það sé nokkuð ljóst að einhver af okkar lykilmönnum í vetur sé allt eins líklegir til að fara, vonandi ekki margir samt enda engin þörf á að umturna byrjunarliðinu og byrja alveg upp á nýtt. Þessi uptalning sýnir að það er svigrúm til að breyta gríðarlega miklu án þess að höggva neitt að ráði í kjarna liðsins. Þetta lið hefði náði miklu betri áragnri með lykilmenn heila (og minna leikjaálag).


INN
Félagið virðist vera langt komið með að klára megnið af leikmannakaupum næsta tímabils ef eitthvað er að marka alla áreiðanlegustu fjölmiðla tengdum Liverpool.

Joel Matip – Klárað í janúar, byrjunarliðs miðvörður frá góðu liði í Þýskalandi sem Klopp var með í huga áður en hann tók við Liverpool.
Marko Grujic – Hjá Dortmund var Klopp ítrekað að kaupa leikmenn á þessum aldri og henda nánast beint í liðið. Margir þeirra flokkaðir sem heimsklassamenn í dag.
Loris Karius – Eðlilegt að kaupa Karíus þar sem við erum nú þegar með bróðir hans, Baktus í markinu hjá okkur. Gríðarlega efnilegur þýskur markmaður sem hefur komið við sögu í öllum þeirra yngri landsliðum. Kannski ekki það sem við vorum helst að óska eftir en klárlega öflugri samkeppni við Mignolet en Jones og Bogdan.
Piotr Zieli?ski – Sömu rök með þennan og Grujic. Hér þarf Klopp að fá að njóta vafans því þetta er alls ekki það sem maður var með í huga upp á að styrkja miðjuna. Hann er þó sagður passa mjög vel inn í pressuleikstíl Klopp, það er ekki tilviljun að þeir sigta hann svona afgerandi út.

Þessir fimm eru annaðhvort staðfestir eða mjög líklegir. Aðrir sem eru mikið í umræðunni eru.
Mario Götze – Hann uppfyllir væntingar okkar um að kaupa heimsklassaleikmann. Kaup á honum myndu gera mjög mikið fyrir félagið, bæði móralskt og auðvitað hvað styrkingu varðar. En með enga Evrópukeppni á næsta ári og sóknarmannaflotann kominn aftur úr meiðslum er enginn rosaleg þörf á að breyta miklu sóknarlega.
Ben Chilwell/Jonas Hector – Jákvætt að við erum orðuð við vinstri bakverði. Ég vill alls ekki selja Moreno en það var galið að fara inn í mótið án þess að hafa neitt einasta back-up (samkeppni) fyrir hann. Hector er góður varnarlega og þýskur landsliðsmaður. Um Ben Chilwell veit ég ekkert annað er að hann er sagður mikið efni, komst samt ekki í byrjunarlið Leicester.

Þarna er sannarlega verið að bæta við markmanni, miðverði, vinsti bakverði, tveimur miðjumönnum og sóknarþenkjandi leikmanni. Ferilsskrá Klopp sýnir að við eigum ekki að gera okkur vonir um 5-7 proven leikmenn í hæsta verðflokki. Undanfarin ár sýna okkur líka að það hefur ekkert verið að gefa okkur að ráði aukalega. En vonandi fáum við nú 1-2 í sama klassa og Götze. Heimsklassa leikmaður á góðu verði og frábærum aldri.

27 Comments

  1. Góð upptalning hjá þér Einar. Sennilega verður stóri ruslakústurinn notaður í sumar. Hvernig er eiginlega staðan á Markovic? Það átti ekki vera neitt smá efnilegur pjakkur. Hefði viljað sjá á út listanum Lovren og Sakho. Við höfum ekkert með svoleiðis pésa að gera. Var Caulker bara brandari eða heldur hann uppi miklu stuði á skemmtunum hjá liðinu. Hann var og er varla kostur númer 10 í vörninni. Fer Allen? hann var góður í vetur af manni í hans stærðarflokki að vera. Niðurstaðan, inn koma í byrjunarlið; eitt stykki góður markvörður, tveir topp miðverðir og hálfur til einn sóknarmaður. Losa sig svo við dótið sem er í besta falli uppfylling.

  2. Hef engu við þetta að bæta og er ennþá að hlæja að þessu……

    Loris Karius – Eðlilegt að kaupa Karíus þar sem við erum nú þegar með bróðir hans, Baktus í markinu hjá okkur.

  3. Sælir félagar

    Hefi svo sem ekki miklu við þetta að bæta en tel þó að við þurfum 2 til 3 heimsklassa leikmenn til þess að þessi hópur þróist í átt að meistaraliði. Þegar jafn mistækur leikmaður og Coutinio er valinn leikmaður ársins hjá liðinu með miklum yfirburðum er samkeppnin ekki mikil. Frammistaða hans í úrslitaleiknum á miðvikudagskvöldið setur risa spurningamerki við hann sem leikmann.

    Vonandi getur Klopp fengið menn sem setja ný og öflugri viðmið í leikmannahópnum. Ef það gengur ekki verður þetta sama hjakkið í sömu gömlu hjólförunum sem liðið hefur hjakkað í síðan Suarez fór. Þar var maður sem setti allt önnur viðmið en verið hafa í liðinu undanfarin ár. Þó við fáum ekki hans líka (nánast ógerlegt að hann sé til) þá er ekki erfitt í raun að hækka standardinn í liðinu hvað þetta varðar.

    Menn eins og Firmino, Can, Coutinio, Sturrridge og fleiri þurfa menn sem eru betri en þeir og gera þannig kröfur til þeirra að þeir bæti sinn leik og komist á sama stall og nýir heimsklassa leikmenn. Ég hefi svo sem ekki á takteinum hvaða leikmenn það eiga að vera en þeir kosta peninga og það þarf að leggja þá til. Þar kemur tiul kasta eigenda sem verða að kost til því sem kosta þarf til að þetta gangi eftir.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Brendan Rodgers er tekinn við Celtic frá Glasgow og óska ég honum velfarnaðar þar. Meira var það ekki.

    YNWA

  5. ,, …enda engin þörf á að umturna byrjunarliðinu… ”

    Hmm…

    Vorum við ekki öruglega að lenda titlalausir í 8. sæti? Finnst árangur liðsins og skoðun stuðningsmanna á leikmönnum ekki alveg fara heim og saman, ekki í fyrsta sinn.

    Að mínu mati ætti að selja, auk þeirra sem Einar nefnir, eftirfarandi leikmenn.

    Moreno. Að einhverjum hafi tekist að gera Josemi að næst versta spænska bakverði í sögu Liverpool er mikið afrek.

    Mignolet. Ekki nógu góður til að vera varamarkvörður og er einmitt lélegri en flestir sem gegna því hlutverki hjá keppinautum okkar.

    Sakho. Umdeildur en eftir þetta lyfjadæmi er þetta bara búið. Náum ekki að selja hann fyrr en í janúar í fyrsta lagi en það ætti að kaupa í hans stað engu að síður og setja hann á sölulista.

    Lallana. Að eiga 1-2 góða mánuði á 2 árum og vera vinur John Snow er bara ekki nóg hér. Gerir lítið annað en að snúa sér í hringi.

    Henderson. Suarez er galdramaður sem lét ansi marga líta vel út. T.d. Sterling og Henderson. Hann hefur ekkert getað fyrir og eftir góða tímabilið, tilviljun? Vonandi eru Spurs tilbúnir til að borga eitthvað rugl Englendingaverð.

    Svo eru einhverjir á tæpasta vaði. Lovren vann sér inn annað tímabil, naumlega. Helsta stjarna liðsins, a.m.k. að mati flestra, er svo einhver ofmetnasti leikmaður sem ég man eftir en hann er reyndar ungur. Spurning hvað við ætlum að bíða lengi eftir því að Coutinho spili vel í meira en 4.-5. hverjum leik.

    Ég skil lítið í þessum kaupum á miðjumönnum. Mér finnst að Can og Milner ættu að berjast um eina stöðu og varnartengiliður ætti að eignast hina stöðuna. Liverpool hefur unnið einn B-bikar (úrslitaleikurinn var gegn Championship liði) og endað að meðaltali í svona 6.-7. sæti síðan Mascherano fór.

    Við getum keyrt á mjög litlum hóp á komandi tímabili og við verðum að nýta okkur það. Selja mikið, kaupa lítið. Kaupa gæði, ekki magn.

  6. Það þarf að átta sig á því að við þurfum að gera breyttingar en

    Það verður að hafa einhverja eftir því að við vitum að lykilmenn okkar eru alltaf að meiðast.

    Ég vill því halda Kole Toure og Joe Allen. Mér finnst báðir flottir í því sem þeir hafa verið að gera. Þetta eru leikmenn sem eru svona hópsleikmenn. Ekki leikmenn sem eru í byrjunarliðinu í hverji viku en hafa verið að koma inn og einfaldlega staðið sig með prýði. Þeir eru vel liðnir innan hópsins og ég held að þeir geta enþá hjálpað þessu liði.
    Mér heyrist líka Klopp tala mjög vel um þá báða.
    Ef Joe Allen kemur og vill fá byrjunarliðsæti og ekkert annað annars fer hann þá látum við hann fara en ef hann er tilbúinn að berjast fyrir sínu sæti með þeim formerkjum að hann verður að býða eftir sínu tækifæri og ef hann spilar vel þá einfaldlega heldur hann sæti sínu þá vill ég halda honum.

    Klopp er nefnilega þekktur fyrir að eyða ekki of miklu heldur einfaldlega að hjálpa mönnum að bæta sig. Liðið okkar er ungt og held ég að við eigum einfaldlega eftir að sjá nokkra menn verða betri undir hans stjórn en ég persónulega er ekki mjög hrifin af 15 inn og 15 út á tímabili.

    Ég veit að síðasti hálfleikur var skelfilegur en ég held að við þurfum aðeins að styrkja byrjunarliðið okkar. Því að breyddin er fín ef við losum okkur ekki við allt klappið.

    Það sem okkur vantar:
    1. Nýjan markvörð.
    2. Nýjan vinstri bakvörð.
    3. Djúpan miðjuman – E.Can fín þarna en langar að hafa hann ekki svona fastan fyrir framan vörnina því að hann er smá viltur og langar að taka á rás með boltan en getur það ekki of mikið með þessa varnarskildu.
    4. miðvörð – kannski er hann kominn alla leið frá þýskalandi.

    Ég er nefnilega á því að Sturridge, Origi, Ings og Benteke séu bara flottir valmöguleikar í sóknarleiknum okkar og ef Benteke verður seldur þá má skoða kaup á sóknarmanni.
    Lallana, Coutinho, Firminho, Millner, Can, Henderson, Allen, Ibe, Ojo, Steward + nýr djúpur miðvörður(sterkur) er fínt að hafa á miðsvæðinu eða fyrir aftan sóknarmenn liðsins.

    Klopp bað okkur um að trú á hann og liðið og það geri ég og vonandi þú líka

    YNWA

  7. Ég hefði haldið að liðið væri búið að brenna sig nógu oft á því að ætla að gera of miklar breytingar í einu. Við sjáum alveg hvað þetta lið er fært um að gera, sbr. leikina við Dortmund, Villareal og United í Evrópudeildinni, City í deild, Southampton í deildarbikar o.s.frv. Það að ætla að umturna liðinu með einhverjum 6-7 nýjum mönnum þýðir bara enn eitt tímabilið þar sem liðið þarf að finna sig og slípast saman. Spái því að það komi inn tops 3 leikmenn sem við segjum að gangi beint inn í sterkasta byrjunarliðið.

  8. Maður hoppar nú ekkert hæð sína í loft upp yfir þessum leikmönnum sem orðaðir eru við liðið þessa dagana. Nema auðvitað Götze, og það verður heljarinnar mál að næla í hann. Það væri algjör draumur ef það tækist, og enn frekari staðfesting á því hversu mikilvægt var að fá Klopp til félagsins. Matip virðist líka geta orðið gæðakaup, hann var einn besti varnarmaður Bundesligunnar í vetur.

    Ég er samt ósammála því að það þurfi ekki stórar breytingar. Ef við lítum yfir síðustu 5 tímabil eða svo, jafnvel síðustu 10 tímabil, þá hefur liðið fest sig ærlega í sessi sem miðlungslið. Algjört miðlungslið. Rafa var næstum því búinn að gera liðið að meisturum 2008-2009. Það er óþarfi að rifja upp hvernig sú saga endaði.

    Það var svo einn maður öðrum langtum fremur sem dró þetta lið í titilbaráttu fyrir tveimur árum síðan.

    Þessi tvö tímabil voru “freak of nature” og þess utan hefur Liverpool einfaldlega haldið sig í meðalmennskunni og látið önnur lið taka fram úr sér. Þetta er einfaldlega Stóri-Dómur yfir núverandi eigendum, stratekía þeirra hefur algjörlega misheppnast og vonandi munu nýjir eigendur koma til félagsins fyrr frekar en síðar.

    Liverpool var núna að enda í 8. sæti í PL, og fyrir utan Arsenal þá voru öll stóru liðin í deildinni að gera hressilega í brækurnar.

    Stórar breytingar? Ég held að það þurfi stórar breytingar á leikmannahópnum, og þá undanskil ég enga, sama hvaða nafni þeir gegna, fyrri reynslu eða fegurð. Menn sem hafa verið fastamenn í liðinu síðustu ár og ekki náð að rífa liðið upp í toppbaráttu, þeir eiga bara að fara.

    Nú spyr ég bara í alvörunni, hver er kjarni liðsins, sem menn vilja ekki hrófla við? Það er oft talað um hryggjarsúluna í liðinu, hún þurfi að vera í lagi og svo er hægt að byggja í kringum hana – það er þá miðað við mark, vörn, miðju og sókn. Hér áður fyrr vorum við með Reina, Carra, Hyppia/Agger, Alonso, Mascherano, Gerrard og Torres. Geðheilsu minnar vegna ætla ég ekki að líkja núverandi leikmannahóp við þessa leikmenn. Látum það bara gott heita að segja að skrefin sem tekin hafa verið til baka á ekki lengri tíma, við teljum þau í fleirtölu.

    Vandamál LFC í dag er einfaldlega að þeir leikmenn sem eru á launaskránni eru alltof óstöðugir. Það er með öllu ófyrirgefanlegt að menn eins og Coutinho, Firmino og Milner – eins vel og af þeim er látið – hverfi bara í úrslitaleik í Evrópu. Tapið var ekki þeim að kenna en alvöru leikmenn stíga upp í stórum leikjum. Þetta eru leikmennirnir sem ættu að rísa upp, kjarninn í liðinu ásamt Lovren/Sakho, Mignolet og Sturridge.

    Ég hef sagt það áður að það á bara að fara “all-in” á Götze núna. Það verður erfitt fyrir liðið að fá topp leikmenn til félagsins núna, en til þess er Klopp hjá okkur. Hann á að sannfæra menn um að koma, og það er nú hæg heimatökin þegar kemur að Götze í þeim efnum.

    Liverpool þarf virkilega á því að halda, og þarf helst að fá annað svona stórt nafn inn líka auk Götze. Vonandi tekst það. Og vonandi verður skorið inn að beini í leikmannahópi Liverpool í sumar og þeir látnir fara sem hafa skitið upp á bak síðustu tímabil.

    Homer

  9. Skil engan veginn menn sem vilja losna við menn sem spiluðu 2000+ mínútur í vetur.
    Myndi helst vilja halda öllum sem komu að byrjunarliðinu af einhverju ráði.

    Mignolet vegna þess að Karius(Eiginlega eini markmaðurinn sem er orðaður við okkur þessa dagana) er ungur og alls ekki fullkominn markmaður sem gæti allt eins tekið Lovren á þetta á sínu fyrsta tímabili og skriðið inní skel.

    Allen því Grujic og Zielinski eru báðir óskrifuð blöð, frekar að selja hann að ári ef annar hvor þeirra/báðir spila sig upp fyrir hann í goggunarröðinni.

    Toure því hann er Kolo.

    Moreno því sama hver kemur inn þá þurfum við backup og hann mætti líka fá séns ofar á vellinum, einn besti krossarinn í liðinu ásamt Milner. Fyrir utan að gefa okkur meiri sóknarmöguleika umfram þann (væntanlega) varnarsinnaðri bakvörð sem við fáum inn.

    Hendo er einfaldlega að verða einn af reynslumeiri leikmönnum liðssins og hafði bætt sig nógu mikið fram að meiðslavandræðunum til að eiga inni séns á að ná sér aftur. Vinnslan smitar frá sér.

    Lallana er fínn leikmaður að hafa í hópi, en vonandi tekst Götze (eða hverjum þeim sem kemur inn) að takmarka hans mínútur.

    Jordon Ibe… nei, en jújú, en nei …eða hvað?

    Er orðinn þreyttur á þessum endalausu yfirhalningum á hópnum ár eftir ár.
    Náum engum stöðugleika ef við hendum burt 4-5 leikmönnum sem eru reglulega í byrjunarliði/hóp, og kaupa 4-5 í staðinn hvert einasta sumar. Enda hefur það sýnt sig að árangur liðsins fyrir áramót er alltaf á þann veg að þegar loksins er búið að slípa liðið saman þá höfum við dregist alltof langt aftur úr allri baráttu.

    Tveir úrslitaleikir á þessu tímabili sýna að það er ágætis “beinagrind” í þessu liði, þarf bara að skera burtu smá fitu og henda á smá vöðvum.

    Hvað varðar einstakaleikmenn sem koma inn hef ég ekki áhuga á að eyða tíma mínum að spá í, því Klopp kemur hvort sem er til með að kaupa leikmenn sem ég veit líklegast lítið sem ekkert um. Götze líklega sá eini sem ég hef séð spila nokkuð og þó ég hafi orðið pínu spenntur fyrst að heyra af þeim kaupum þá hef ég fyllst efa undanfarið, 20mp+ maður sem missti úr 4 mánuði vegna nárameiðsla og spilar sömu stöðu og Coutinho, Firmino og Lallana… spurning að fá pjúra kantara fyrst?

  10. Ég er að hugsa um að vera alveg slakur í sumar og treysta Klopp og félögum til þess að finna þau púsl sem vantar í liðið. Ef Klopp nær ekki að koma Lpool upp úr meðalmennskunni mun ekkert duga nema OFURRÍKIR eigendur. Klúbburinn hefur samt sem áður styrkst fjárhagslega undanfarin ár og í haust mun Anfield loksins stækka. Hversu mörg ár (áratugi) höfum við beðið eftir því??

    Miðað við yfirlýsingar Klopps er löngu ákveðið hvaða leikmenn hann hyggst reyna að fá til liðsins í sumar. Það eina sem hefur sennilega breyst á síðustu vikum er að við þurfum nýjan varnarmann í stað Sakho. Klopp hefur líka lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á leikmönnum sem gera kröfu um meistaradeild.

    Þrátt fyrir brokkgengt gengi í vetur og hrun í síðari hálfleik á miðvikudag er ég bjarstsýnn á framtíðina var doubter sl. haust en varð believer í vetur.

  11. Góða kvöldið drengir.

    Mér finnst ansi margir hérna vera svolítið úti á túni í umræðu hérna um komandi tímabil og pælingar varðandi leikmannaskipti.

    Ef hægt er að reyna lýta á þetta lið okkar með svolítið gagnrýnum augum þá finnst mér nokkri punktar þurfa að koma uppá borð og teknir með í dæmið.

    Ég hef reynt að sjá alla leiki þetta tímabilið og þetta er það sem ég hef tekið eftir.
    Ef við byrjum aftast þá er markvörðurinn okkar búinn að gefa það út að hann hafi algerlega misst trú á því að hann geti sinnt þessu starfi. Það kom upp umræða þar sem hann talaði um að konan hafi blásið í hann kjark og í kjölfarið tók hann nokkra sæmilega leiki og allt var uppá við , sem síðan var fljótt að hverfa og mér hefur hann ekki getað haldið almennilegu controli á miðvörðunum eða verið í takti með þeim.

    Okkar bestu miðverðir í dag eru skelfilegir , vinna illa saman og hefur einhver spáð í boltatækninni hjá Sakho það er nóg að hóta að pressann og hann fer allur í keng og lýtur út eins og smástrákur þegar hann reynir að losa sig við boltann .

    Clyne er mjög þéttur og heilt yfir þá er hann mjög góður og vonandi höldum við honum næstu árin.
    Hvað moreno varðar þá skil ég ekki að hann sé spilaður sem bakvörður , hann myndi gera magnaða hluti framar á vellinum og ég held að hans náttúrulega staða sé þar .

    Milner er búinn að vera kletturinn á miðjunni og virðist kunna fara betur með bolta en henderson sem virðist vera með sama skotleyfi og gerrard hafði og guð hjálpi mér hvað ég er þreyttur á öllum þessum draslskotum frá honum , það þarf að kenna þeim manni að velja skotin sín betur. Með þá framlínu sem við höfum þá á hlutverk Henderson fyrst og fremst að vera að þjónusta þá .
    Can þarf ekkert að ræða ef hann fær að spila sinn leik þá er hann alltaf þéttur

    Allen er og hefur aldrei verið meira en miðlungs maður í þessari deild og hetjan mín hann Lucas verður aldrei samur eftir undangengnar meiðslahrinur .

    þar fyrir framan erum við með svaðalega talenta ibe sem vinnur vel og ég held að verði bara betri , litli kuti og Firminho hafa sýnt hvað þeir geta en líka spilað illa en ég skrifa það mikið á að þeir hafa nú ekki verið með menn í kringum sig sem hafa verið að sinna þeim nógu mikið . Með réttu mennina í kringum sig þá eru þetta menn sem klára leiki.
    Sturridge er sennilega einn færasti markaskorarinn í deildinni , meiðsli og lélegt hugarfar virðast vera eyðileggja það .
    Origi er að stíga upp og það verður spennandi að sjá hvað hann ætlar sér langt því þeir sem hafa fylgst með honum hljóta að sjá eins og ég hæfileikana og viljann hjá honum , að mínu mati getur hann orðið okkar best leikmaður frá því bitvargurin var og hét .

    Hvað myndi gerast ef við fengum miðvarðapar sem markvörðurinn getur náð góðu sambandi við og farið að stóla á.

    Hvað ef miðjumennirnir okkar fara einbeita sér fyrst og fremst að því að fara þjóna framlínunni og köntunum frekar en að reyna hnoða sér endalaust áfram .

    Hvað gerist ef við fáum almennilegan og áræðinlegan striker.

    Það er fullt af talent í þessu liði en menn verða að fara spá fyrst og fremt um að spila sínar stöður af alvöru áður en þeir fara að reyna eitthvað meira en það. Menn hafa finnst mér verið margir með of vítt hlutverk á vellinum og það þarf að koma skikki á það.

    Að lokum þá spáði ég um dagin að við kæmumst yfir en myndum svo tapa því ef það er eitthvað annað en bullandi drifkraftur og gleði sem Klopp hefur sýnt fram á eftir að hann kom þá er það að hann hefur margsinnis sýnt það að hann hefur ekki hugmynd hvernig á að halda fenginni forystu , mörg dæmi sem sanna það , hann er seinn til breytinga og heldur til of ástríðufullur á kantinum við þær aðstæður , hoppandi og skoppandi um öskrandi á menn og hvetjandi áfram þegar kannski sniðugra er að endurskoða taktík og jafnvel innáskiptingar.
    Það verður að vera smá synk í þessu rokk og ról bolta sem hann vill spila.

    Ég hef sjaldan verið bjartsýnni á framtíð míns heittelskaða klúbbs en þetta er það sem ég tek frá síðasta tímabili og tel þetta vera það sem þarf að einbeita sér að á komandi meistaraári . Já ég segi það við verðum í baráttu um dolluna á næsta ári en vonandi með meira öryggi en hefur verið í leik okkar manna undanfarna mánuði.

  12. Nú líður á vorið og þá grípur tuskuæðið suma. Ég skil að menn séu ekki fyllilega ánægðir með Moreno og Mignolet, menn séu þreyttir á ójafnvæginu í Coutinho og Firmino og meiðslunum á Sturridge. En að selja þessa menn til að kaupa aðra betri á eftir að bíta okkur í rassinn. Þetta eru jú eftir allt saman nokkrir af okkar skástu mönnum, hver í sinni stöðu. Væri ekki nær að kaupa menn sem slá þessa út úr byrjunarliðinu, og láta þessa stráka slá út enn verri menn af bekknum? Til hvers eigum við t.d. að selja eina vinstri bakvörðinn okkar? Bara til að þurfa að kaupa tvo.

    Ég nenni stundum ekki þessum leikmönnum, en eitt það síðasta sem êg nenni núna er enn ein sumarhreinsunum hjá Liverpool.

  13. Til hvers eigum við t.d. að selja eina vinstri bakvörðinn okkar? Bara til að þurfa að kaupa tvo.

    Amen.

    Það er svo ekkert óeðlilegt við að lið séu óstöðug í 63 leika tímabili þar sem nánast allir leikmenn liðsins lenda í meiðslum. Svo er hvað helst verið að pirra sig á þeim sem jafnvel hafa spilað mest. Moreno held ég t.a.m. að komi betur út með betri vörn með sér, þéttari miðju og hvað þá traustari markmann. Já og í minna leikjaálagi.

    Hann spilaði 50 leiki í vetur eða 3.673 mínútur. Ekki að það sé eitthvað ómanneskjulegt en það er ekkert skrítið að hann hafi verið óstöðugur á köflum í liði sem var heilt yfir gríðarlega óstöðugt og endalaust að breytast vegna leikjaálags og meiðsla. Það er líka alltaf horft framhjá því að hann er LAAAAANG fljótasti varnarmaður liðsins og var oftast í vetur lang fljótasti leikmaður byrjunarliðsins, það bjargaði okkur oftar en ekki varnarlega. Hann er líka það ungur að maður útilokar enganvegin að Klopp geti unnið meira með hann.

    Það var galið að fara inn í mót með ekkert back up, náðum ekki einu sinni að semja við Brad Smith fyrr en í nóvember. Það væri enn heimskulegra að selja Moreno núna og þurfa þá að kaupa tvo bakverði.

    Það er hægt að taka flesta lykilmenn liðsins fyrir svona. Eigum við t.d. að afskrifa þessa sóknarlínu okkar vegna markaskorunar á þessu tímabili? Sturridge var meiddur í rúmlega 18 mánuði, þar af megnið af þessu tímabili og spilaði samtals 1.460 mínútur. Origi var meira og minna meiddur þetta tímabil og spilaði bara 1.266 mínútur. Hann kom í liðið um áramótin sem sóknarmaður sem maður sér fyrir sér að slái Sturridge út á þó báðir séu heilir. Danny Ings meiddist strax í október og spilaði 418 mínútur á tímabilinu. Liðið var farið að skora helling af mörkum eftir áramót í beinu framhaldi af því að við fórum að endurheimta þessa leikmenn úr meiðslum. Allt eru þetta leikmenn á mjög góðum aldri og raunar má bæta Benteke og janvel Firmino við hvað það varðar. Það má heldur betur bæta sóknarflotan en það er enginn þörf á að skipta öllum út.

    Henderson náði að spila 1.757 mínútur á tímabilinu og var að spila þrátt fyrir meiðsli allar þessar mínútur. Hann fær það bara ekkert metið af meginþorra þeirra sem dæma hann hvað harðast og hefði líklega betur sleppt því að spila þrátt fyrir meiðsli til að koma betur út. Fyrir tímabil var hann okkar langbesti miðjumaður og þessi meiðsli hans voru eitt það síðasta sem liðið mátti við. Can og Milner stigu vel upp (Can sérstaklega sem miðjumaður) en góð minn góður hvað okkur vantaði heilan Henderson oft. Seljum frekar Allen, Lucas og Milner áður en sala á Henderson kemur til umræðu. Rosalega vanmetin leikmaður á mörgum stöðum sem ég vona að endi ekki eins og Lucas sem jafnaði sig aldrei alveg af sínum meiðslum.

    Kjarni liðsins er ca. Mignolet – Clyne – Lovren – Moreno – Can – Henderson – Milner – Coutinho – Lallana – Firmino – Origi og Sturridge. Ings og Benteke líklega líka ásamt því að Sakho dettur út af augljósum ástæðum. Fyrir mér liggur nákvæmlega ekkert á að losa sig við neinn af þessum þó að nokkrir þeirra megi við meiri samkeppni. Það er t.a.m. sama lögmál með Mignolet og Moreno, til hvers að selja hann til að þurfa þá að kaupa tvo markmenn? Hann var að skrifa undir fimm ára samning og hvort sem okkur líkar það betur eða verr var hann ekki hugsaður fram að næsta sumri. Benteke er líklegastur til að fara af þeim sem ég flokka til kjarna hópsins enda fjórði og jafnvel fimmti kostur í liðið. Hann er of dýr til að hægt sé að halda honum áfram í því hlutverki. Enda myndi sala á Benteke ekki hafa mikil áhrif á kjarna liðsins.

  14. Eg verð fyrir verulegum vonbrigðum ef það kemur ekki markmaður og varnarmaður i sumar. Að öðru leyti er eg sattur við liðið.

  15. Mikið vona ég að ég að við séum ekki að fara kaupa back up fyrir Moreno heldur frekar kaupa mann sem fer beint í byrjunaliðið. Við sáum það skýrt á þessu tímabili að Moreno er ekki nógu góður til að vera fyrsti kostur

  16. Misminnir mig eða er búið að afskrifa joe gomes??ýtti hann ekki moreno úr liðinu í haust?er hann ekki í liðinu lengur?bara spyr.

  17. mín vegna mega fara Mignolet , Moreno , Coutinho , Lallana , Benteke ,Skrtel og Lucas. Coutinho er bara ekkert að heilla mig, hefur ekki skrokkinn í þetta. Fáum nýjan markmann, djúpan miðjumann ( stórann og sterkann) og þrusu vængmenn…þá verður þetta komið. Liðið er veikt þegar Coutinho, Lallana og Firmino eru allir inná og skíta upp á bak. Gefa Firmino smá sjéns í viðbót en hinir tveir mega fara. Og fá líka betri vinstri bakvörð sem kann að verjast….

  18. #17 ég segi nú bara guði sé lof að þú ert ekki að stýra þessu liði.

  19. Skemmtilegar og fjörlegar umræður. Ég er bara alls ekki sammála þeim sem hrauna yfir Moreno. Hann var að vísu slakur í úrslitaleiknum en heilt yfir var hann sæmilegur og mun betri en miðverðirnir. Slakur árangur Moreno í sumum leikjum skrifast mestmegnis á óöryggi miðvarðanna og aftasta miðjumanns. Bakvörður í nútíma knattspyrnuleik á ekki að vera atast mikið inn í eigin vítateig. Til þess eru tveir miðverðir. Punktur. Clyne var á löngum köflum mjög góður og var ásamt Milner besti maður liðsins í vetur, það er alveg klárt.
    Ef liðið styrkir sig með öflugum miðverði og markverði þá verður spennandi að fylgjast með liðinu næsta vetur. Sennilega þarf að fínstilla nokkra gaura sem hafa verið mistækir og upp og ofan í vetur. Má þar nefna Coutinho, Lallana og Firmino. Þar held ég að tímar hjá öflugum sálfræðingi myndi gera mikið gagn. Þessir þrír eru nefnilega með allra bestu sóknarþenkjandi miðjumönnum deildarinnar á góðum dögum.

  20. Hjalti: bakverðir í nútima knattspyrnuleik eiga ekki að vera að atast mikið inní eigin vítateig.
    Ertu til í að hitta mig og teikna upp varnarleggið sem er i huga tinum????

    Fyrirgefðu vinur en ég held að eg hafi aldrei heyrt annað eins.

    Mikið væri ég til spila gegn svona vörn.
    Td ef kemur bolti fyrir markid, viltu ekki fá bakvördinn fjær til að vermda svædið bakvid miðverdina ? Hefdir att að horfa á nybakaða meistarana á Englandi spila meira. Stór ástæða fyrir sigri teirra voru bakverðirnir . hvernig teir hjálpuðu Morgan og Huth er kannski eitthvað sem menn ættu einmitt að læra.

    Clyne gerði vel allt timabilið enda alvöru bakvördur. Moreno hefur ekki skilninginn. Hann skortir skilning á leiknum. Ef hann hefði skilninginn væri hann frábær en höfuðið stjórnar limum. Reyndar öllum limum hja John Terry.

    Eg ætla ad nefna alla kosti Moreno.
    Hradi.

  21. Moreno væri frábær sem einhverskonar free role gegenpresser. Hlypi út um allan völl, elti boltann og tæklaði menn.
    En grínlaust voru þau mörg mörkin í vetur sem hann bjargaði með hraðanum. Ekki síst þegar hann var sá eini sem var kominn til baka. Ýtti hröðum sóknum út frá teignum og vann tíma fyrir liðið til að koma sér til baka.
    En skortur á hæð gerir það að verkum að hann verður aldrei sterkur í teignum. Þau eru fá skallaeinvígin sem hann tekur og hann hefur ekki skrokkinn í að berjast við sterka framherja. Þar sem Clyne er í sömu vandræðum þó hann sé eflaust líkamlega sterkari verðum við háðari miðvörðunum en annars væri.

    Varðandi hópinn þá myndi ég halda að það gæti tæki Klopp tvö tímabil í viðbót til þess að gera liðið samkeppnishæft útfrá stöðugleika og þeirm.

    Þannig að ég myndi vilja horfa þessi tvö ár fram í tímann. Þá verður Moreno, eins og Coutinho, 26 ára að nálgast fullan þroska. Firmino verður 27 ára, Origi verður bara 23 á meðan Sturridge til dæmis verður orðinn gamli maðurinn í sókninni 29 ára. Lallana verður þrítugur. Hópurinn er frekar langt frá því að ná hámarki sínu. Kolo, Skrtel, Lucas og Milner verða kannski dottnir út, en í raun ætti bara einn af þeim að komast í byrjunarliðið í dag.

    Þessi grunnhópur á að sjálfsögðu eftir að þróast og breytast. Við þurfum fleiri sterka leikmenn inn. En útfrá aldri hópsins eigum við ekki að selja menn vegna skorts á stöðugleika á þessu umbreytinga tímabili, hann kemur með reynslu og betri taktískri þekkingu. Við eigum að einbeita okkur að því að bæta við hópinn og gera hann sterkari sem heild til framtíðar.

  22. Moreno kostaði okkur tvo titla á tímabilinu, var einnig útúr stöðu gegn city. Væri til í Jonas Hecktor inn og Joe Gomes berst við hann um stöðu. Annars treysti ég Klopp til að styrkja hópinn í sumar

  23. Margir góðir punktar hérna.

    Ég setti like á Homer aðallega vegna þess að ég er sammála því að núverandi strategía eigendanna hafa skilað engu öðru en meðalmennsku. Árangurinn undir þeirra stjórn er verri en undir fyrri eigendum. Frá 1993-2009 var liðið almennt (með örfáum undantekningum) í 2-5. sæti en síðan þá er það 6-8. sæti (með einni undantekningu).

    Þetta þýðir einfaldlega að leikmennirnir sem eru keyptir eru of ungir og of óstöðugir. Það fylgir aldrinum. Stundum erum við hoppandi kátir yfir því hvað liðið er ungt og efnilegt, svo koma úrslitaleikir sem tapast af því að menn eru eintómir mjölkisar inni á velliunum. Í þokkabót verður síðan alltaf annar hver leikmaður og rúmlega það að Florent Sinama Pongolle eða Bruno Cheyrou. Næsti hinn og næsti þetta sem getur ekkert. Nærtækt dæmi sem við þekkjum vel er íslenska landsliðið í fótbolta. Þeir voru flestir meira og minna á svipuðum stað um tvítugt en núna var einn að falla úr 1. deild, annar var bestur í sínu liði í Premier League, þriðji kemst ekki í lið og svona mætti lengi telja. Árin eftir tvítugt eru þau ár sem skera úr um hvaða leið leikmenn fara og fleiri feila heldur en ná alla leið.

    Það er raunar óskiljanlegt að eftir öll þessi ár af svipaðri strategíu að menn átti sig ekki á því að langbestu kaupin eru í 22-24 ára gömlum leikmönnum sem hafa reynslu í stórum deildum. Slík kaup verða ekki 100% og hafa svosem ekki verið það en ef ég man rétt þá gerði Einar Matthías þessu góð skil fyrir ekki svo löngu síðan.

    Varðandi það að hreinsa til þá eru nýjustu fréttir þær að Joe Allen sé á leið til Swansea. Það er svosem allt í lagi, ekkert mikill söknuður í honum. Ég er samt þeirrar skoðunar að það gangi ekki að skera upp allt liðið. Þeir sem spiluðu mest í vetur mega alveg minnka mikilvægi sitt hjá liðinu þannig að einfaldlega séu keyptir betri leikmenn en þeir sem eru fyrir. Það þarf ekkert að spá í breidd liðsins núna þegar liðið mun aðeins spila einhverja 45 leiki eða svo á næsta ári. 20 manna hópur + unglingar ætti alveg að duga.
    Af þeim sem eru hvað undeildastir þá spiluðu fjölmargir meðalmenn allt of marga leiki:

    Mignolet 55 leiki

    Moreno 50 leiki

    Lallana 49 leiki

    Benteke 42 leiki

    Ibe 41 leik

    Lucas 40 leiki

    Allen 37 leiki

    Skrtel 27 leiki

    Toure 26 leiki

    Þetta eru 9 leikmenn sem enginn ætti að vera lykilmaður hjá alvöru Premier League liði. Þeir væru hins vegar allir prýðilegir squad leikmenn hjá hvaða liði sem er.

    Fjölmargir þeirra eru þó á allt of háum launum til að vera squad leikmenn og því þarf líklega að hreinsa slatta af þessum leikmönnum. Ég myndi segja að Skrtel, Allen og Benteke séu helstu kandídatarnir og þar á eftir séu það Lucas og Toure. Þetta eru hins vegar allt reyndir og öflugir leikmenn sem væri bagalegt að missa alla í einu. Þess vegna held ég að fyrri þrír séu þeir einu sem ætti að losa út fyrir utan ungu leikmennina. Held t.d. að Stewart, Randall, Brannagan og Smith gæru farið þrátt fyrir ágæta frammistöðu í vetur, sem og nánast allir lánsmennirnir.

    Varðandi Moreno þá er hann fínn í hluta leikjanna en það þyrfti að kaupa annan vinstri bakvörð sem hefur ólíka eiginleika, t.d. einhvern sem getur varist (líka inni í eigin vítateig).

    Það eru í heildina þá einhverjir 12-13 leikmenn sem gæti horfið á braut án þess að það hafi mikil áhrif á byrjunarliðið í þessum ca. 45 leikjum sem eru framundan á næsta tímabili.

    Að vanda er sumarið tíminn fyrir okkur púllara og það verður fróðlegt að sjá breytingarnar á hópnum. Vonandi verður hópurinn sterkari en á þessu ári og við getum náð okkur inn í Meistaradeildina að ári.

  24. við fáum samkeppni í markið, vinstri bakvörð og miðvörð og sterkann varnartengilið, losum okkur við nokkra leikmenn sem við höfum ekki not fyrir og byggjum á því, ég vill personulega ekki algjörar hreinsanir eina ferðina enn og að þurfa að byggja upp enn eitt lið frá grunni.

Fyrstu kaupin að nálgast?

Núverandi hópur