ÚRSLITALEIKUR Á MORGUN!!!

Hvað segiði, eruði með einhver plön fyrir miðvikudagskvöldið? Kósýkvöld yfir Grey’s Anatomy og snemma að sofa, kannski?

Ekki? Er ég að gleyma einhverju? Það getur þó allavega ekki verið verra en hjá þeim sem gleymdi að taka með sér gervisprengjuna eftir neyðaræfinguna á Old Trafford um daginn.

Cut the crap! Á miðvikudaginn er loksins komið að því að Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Evróputitill, Meistaradeildarsæti, sigur, peningar og stolt er í húfi. Það er allt undir í þessum leik fyrir Liverpool. ALLT!

Meistaradeildarsæti gæfi Liverpool meiri pening í kassann og myndi gera félagið að enn meira heillandi liði fyrir leikmenn. Liðið stæði betur í að verjast áhuga annara liða á leikmönnum sínum (Barcelona ekki einu sinni láta ykkur dreyma um að taka Coutinho frá okkur). Félagið fengi frábært tækifæri til að skrifa nýjan kafla í Evrópusögu sína sem er nú þegar frábær og líklega einna mikilvægasti parturinn – frekar óreynt lið Liverpool fengi þarna risa stórt innlegg í reynslubanka sinn. Þeir hafa upplifað svekkjandi tap eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn City í Deildarbikarnum í vetur og eiga eftir að upplifa tilfinninguna við það að sigra.

Engin Evrópukeppni á næstu leiktíð eða sæti í Meistaradeildinni verður raunin þegar leikurinn verður flautaður af á miðvikudagskvöld. Allt eða ekkert. Duga eða drepast. Örlög liðsins eru í þeirra eigin höndum, ekkert kjaftæði. Ekkert verið að vonast til að þetta lið vinni þetta lið og við vonandi náum þá árangri eða eitthvað þannig. Nei, þetta er einfalt Liverpool þarf að vinna og þarf að gera það á sínum forsendum og allt í húfi.

Það er geðveikt! Maður var spenntur fyrir úrslitunum í Deildarbikarnum og maður var spenntur fyrir viðureignunum gegn Manchester United, Dortmund og Villarreal en þessi leikur er að toppa þetta allt saman. Þetta er bara svo drullu spennandi – afsakið orðbragðið – og að Liverpool sé komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar er frábært. Að komast í úrslitaleikinn gefur liðinu samt ekki neitt, það er flottur áfangi að komast á þetta stg en það er alveg til einskis ef maður hefur ekkert til að taka með heim eftir leik. Tapararnir gleymast en sigurvegararnir ekki. Er Liverpool liðið taparar eða sigurvegarar?

Þar liggur kannski stærsta vandamálið og mesti óttinn sem maður hefur fyrir þennan leik. Á pappír og á sínum degi er Liverpool sterkara liðið af þessum tveimur. Þið gætuð reynt að afsanna þá kenningu mína en ég mun ekki breyta um skoðun. Gæðalega séð, leikmannalega séð og allt það ætti þetta að vera Liverpool sigur í 7/10 skiptum. Það sem er að vinna með Sevilla fyrir þennan leik er sú sigurhefð sem þeir hafa skapað sér, þeirra leikmenn kunna að vinna og hafa unnið áður. Ég meina, come on, þetta er fucking þriðji úrslitaleikur þeirra á jafn mörgum árum. Þetta er fimmti úrslitaleikur þeirra á síðustu tíu árum og þeir hafa unnið alla fjóra sem þeir hafa spilað hingað til. Þeir eru reyndir sigurvegarar og þegar uppi er staðið þá getur það oft vegið þyngra en fótboltaleg gæði liðana.

Maður horfir í gegnum hópinn hjá Liverpool og maður sér að það eru ekki margir reyndir sigurvegarar þarna. Sturridge vann einhverja bikara með Chelsea en í nokkurn veginn varahlutverki. Kolo Toure hefur unnið titla og deildarkeppnir með Arsenal og Man City, Milner hefur unnið deildina og titla með City. Það er ekki mikil önnur sigur reynsla þarna. Moreno vann þessa keppni með Sevilla fyrir tveimur árum og Henderson var í liði Liverpool sem vann Deildarbikarinn undir stjórn Kenny Dalglish og þeir Skrtel og Lucas hafa nokkra titla á ferilskrá sinni – en Lucas til dæmis hefur held ég aldrei unnið í úrslitaleik með Liverpool að ég held og gott ef leikurinn í vetur var ekki bara fyrsti úrslitaleikurinn sem hann gat spilað með Liverpool á þessum níu árum.

Þannig er það, reynsluleysi Liverpool í þessum málum gæti verið úrslita factor í leiknum eða þá að þetta hungur í titil verði auka drifkraftur fyrir liðið sem vill komast á bragðið. Einhver staðar þurfa menn víst að byrja og hvað væri betra en að byrja þetta á sigri í Evrópukeppni?

Ef við rennum fljótt yfir Sevilla liðið þá ættu þeir að vera nokkuð klárir í þennan leik. Það er svolítið síðan þeir tryggðu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári í gegnum spænsku deildina en þeir vilja að sjálfsögðu bæta við öðrum Evrópudeildartitli í safnið sitt og komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Þeir eru líka að sama skapi í úrslitum spænska bikarsins og spila hann að ég held um næstu helgi.

Konoplyanka, kantmaður sem Liverpool menn ættu að kannast eitthvað við, meiddist á æfingu um daginn og var talinn tæpur fyrir leikinn. Hann hinsvegar spilaði í síðasta deildarleik þeirra og skiljanlega þá hvíldu þeir marga af lykilmönnum sínum í þeim leik. Klárlega með næstu tvo leiki sína í huga.

Vinstri bakvörður þeirra Benoit Tremoulinas, kantmaðurinn Jose Antonio Reyes og miðjumaðurinn Michael Krohn-Dehli eru meiddir og verða líklega ekki með á morgun.

Soria

Coke – Rami – Carrico – Escudero

Banega – N’Zonzi – Krychowiak

Vitolo – Gameiro – Mariano

Eins og sjá má þá er þetta mjög sterkt lið sem Sevilla getur stillt upp og þeir eiga svo leikmenn eins og Vicente Iborra, Konoplyanka og Fernando Llorente á bekknum.

Rami er öflugur miðvörður og Coke er sterkur í hægri bakverðinum. Miðjan þeirra er mjög sterk og mikill styrkur í henni en þeir Steven N’Zonzi, fyrrum leikmaður Stoke City, og Krychowiak sitja fyrir aftan Ever Banega. N’Zonzi og Krychowiak sjá svolítið um skítverkin á meðan að Banega er meira í hlutverki leikstjórnanda.

Það verða líklega Vitolo og Mariano á köntunum hjá þeim. Vitolo er nokkuð öflugur en ég bara veit ekki alveg nógu mikið um þennan Mariano annað en að hann er að upplagi hægri bakvörður en er að byrja flesta leiki þeirra þessa dagana á hægri kantinum og Konoplyanka er að koma mikið af bekknum seinna í leikjum.

Helsta ógn þeirra er klárlega framherjinn Kevin Gameiro sem hefur verið svakalega drjúgur í markaskorun fyrir þá og er kominn með einhver 28 mörk í 50 leikjum í öllum keppnum, þar á meðal sjö mörk í átta Evrópudeildarleikjum.

Stjóri þeirra, Unai Emery, er reyndur stjóri og er mikill bikarkeppna og Evrópudeildar sjéní. Honum tekst að gera Sevilla liðið afar þétt og vel skipulagt og reynsla hans og liðsins gerir þetta að afar erfiðu verkefni fyrir Liverpool. Sevilla hefur ekki unnið neinn útileik á leiktíðinni og vonandi heldur það áfram á morgun!

Fréttirnar af leikmannahópi Liverpool eru virkilega góðar fyrir þennan leik. Lykilmenn liðsins fengu góða hvíld frá því þeir spiluðu síðast og engin ný meiðsli hafa litið dagsins ljós (knock on wood). Jordan Henderson kom inn á í síðasta deildarleik og var mjög líflegur í 30 mínútur eða svo og Divock Origi hefur fengið grænt ljós og verður líklega á bekknum með Henderson. Danny Ings snéri aftur á völlinn eftir mjög löng meiðsl en því miður gagnast hann ekki liðinu á morgun þar sem hann er ekki í Evrópudeildarhópi liðsins lengur. Það ætti því aðeins að vera einn lykilmaður, Mamadou Sakho, sem verður ekki með í þessum leik. Danny Ward ætti líka að vera klár í slaginn og verður líklega á bekknum.

Klopp fór ekkert leynt með það um daginn og greindi frá því að þeir sem munu líklega byrja leikinn á morgun fengu frí gegn WBA þó kannski einhverjar stöður gætu verið í boði fyrir einhverja en reikna má fastlega við sama byrjunarliði og við sáum gegn Villarreal og Chelsea.

Mignolet

Clyne – Lovren – Touré – Moreno

Lallana – Milner – Can – Coutinho

Firmino – Sturridge

Þetta er mjög sterkt lið og ekkert hægt að kvarta undan því. Christian Benteke, Divock Origi, Joe Allen og Jordan Henderson verða líklega allir á bekknum svo breiddin og gæðin þar ætti að vera mjög góð. Þar verða líklega Martin Skrtel, Danny Ward og Brad Smith myndi ég giska á.

Það er mikill sóknarþungi í þessu liði og leikmenn þarna sem gætu tekið upp á því að klára leikinn upp á sitt einsdæmi ef þeir detta í gírinn. Emre Can hefur verið frábær undanfarið og mun hann þurfa að hafa fyrir hlutunum á miðjunni þar sem leikmenn Sevilla eru ekki hræddir við að fara í kontakt og eru mjög duglegir, James Milner þarf því að vera á tánnum líka á miðsvæðinu. Sóknin hjá Liverpool er virkilega flott, hún er hreyfanleg, ógnandi, dugleg og mjög fjölhæf svo við getum bókað það að varnarmenn Sevilla eiga örugglega eftir að eiga erfitt með svefn þegar þeir hugsa um að þurfa að mæta þeim. Lovren og Toure þurfa að halda sterkum framherja í skefjum en þeir hafa gert vel í þessari stöðu undanfarið og morgundagurinn verður vonandi engin breyting á.

Deildin var gífurleg vonbrigði – þó það hafi margt jákvætt litið dagsins ljós þar – og getur sigur á morgun breytt ásýnd okkar á tímabilinu til hins betra. Liðið hafnaði í 8.sæti í deildinni og náði ekki einu sinni að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og endaði nokkuð langt frá þeim stað sem maður vildi sjá liðið. Tveir úrslitaleikir og meðalmennska í deildinni er ekki fallegur árangur ef maður fær ekkert út úr því. Ef liðið fer í tvo úrslitaleiki en tekur ekki bikar þá verður það að teljast gífurleg vonbrigði. Margt jákvætt sem maður getur tekið frá þessari leiktíð en árangurinn væri afar neikvæður. Sigur í Evrópudeildinni, þátttökuréttur í Meistaradeildinni gæti hins vegar gjörbreytt öllur. ÖLLU!

Leikmennirnir geta skrifað nafn sitt í sögu Liverpool og fyrir marga þeirra þá gæti þetta hreinlega “bjargað” ímynd þeirra hjá stuðningsmönnum félagsins. Skúrkar geta orðið hetjur og þeir geta heyrt nafn sitt sungið og kallað hærra og ástríðufyllra en nokkurn tíman áður. Þeir fá frábært tækifæri til að gera svo margt og þessi leikur mun segja okkur svo, svo mikið um leikmannahópinn okkar.

Elsku Jurgen Klopp, gerðu það komdu bikarnum á Anfield. Stýrðu liðinu í Meistaradeildina. Skráðu þig í sögubækurnar sem Liverpool goðsögn – gerðu það sem Houllier, Rafa Benitez, Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan og komdu með Evróputitil á Anfield.

Holy shit hvað ég er orðinn spenntur fyrir þessu!!

15 Comments

  1. Maður er að deyja úr spenning.
    Þetta er stór bikar og finnst mér það ólíkt mörgum að meistaradeildarsæti sé bara bónus en ekki aðalmarkmiðið.

    Sögur Knattspyrnuliða mælast í bikurum en ekki meistaradeildarsætum þótt að þau séu líka mjög góð með sýnar tekjur ,aukalíkur á að fá sterkari mannskap og vera í keppni um sterkasta bikarinn.

    Þá tæki ég alltaf Evrópubikar fram yfir meistaradeildarsæti svo að það sé á hreinu en finnt helvíti gott að það fylgir með.

    Þetta er algjör 50/50 leikur og þarf alltaf að ganga upp svo að bikarinn fari til Liverpool. Stjórinn bað stuðningsmenn að trúa á liðið og ég trúi því að þær klára þennan leik með sæmd og bikar í fanginu. Ég spái því að við fáum óvænta hetju á morgun en saga Liverpool er einmitt full af þeim í stórleikjum.

    1-0 sigur Liverpool í spennuþrungnum leik og Kolo Toure með sigurmarkið(þetta er óvænta hetjan).

    YNWA

  2. Flott upphitun. Er einhver sem veit hvort það sé skylda að sýna þennan leik í opini dagskrá?

  3. Geðsýki!

    Svo held ég að við þurfum ekki enn að missa svefn yfir mögulegum kaupum Barca á Coutinho. Hann þarf að verða stöðugri til þess…

  4. Takk fyrir frábærar upphitanir í allan vetur og alla þessa ótrúlegu pistla.
    Núna er komið að þessu og gjörsamlega allt undir, stærri leik hefur Liverpool ekki spilað í allt of mörg ár.
    Þetta verður löng bið en ég ætla að vera í bjartsýnni kantinun þó það sé erfitt því þá getur fallið orðið hærra.

    Sigurhefðið er kannski sterkari þeirra megin en ég held að gæði okkar manna muni klára þennan leik.
    Klopp getur loksins stillt upp gríðarlega sterku byrjunarliði og bekkur verður mjög sterkur og fjölbreyttur.

    Spái þessu 2-1 fyrir okkar mönnum og titill heim og Cl á næsta tímabili með glænýja og spennandi leikmenn undir stjórn Klopp.

    Koma svo.

  5. Spennan magnast! Vinnum þetta 3-1 með mörkum fra Bobby og Studge.

    Koooooma svooo Liverpooool!!!!

  6. Rakst á áhugaverða tölu frá fyrrum aðstoðarþjálfara okkar honum Pako Ayesteran sem ætti að vekja áhuga einhverja. Hann segir meðal annars:
    “A lot will depend on the players in the midfield. If Ever Banega plays as a midfielder, Sevilla will try to build from the back. If Banega is the one who plays as a second striker, maybe behind Kevin Gameiro, then he links the game and creates opportunities in the middle. They don’t build as much from the back when he plays there.
    Speaking generally, ‘the team’ is Sevilla’s main strength, but the player who makes the difference for them is Banega. He is key and the dangerman as far as Liverpool should be concerned.”http://www.express.co.uk/sport/football/671077/Liverpool-Pako-Ayestaran-Champions-League-Rafa-Benitez-2005-Europa-League-Final-News
    Get ekki beðið eftir morgundeginum

  7. djöfull er maður svekktur að hafa ekki fengið podcast fyrir þennan leik 🙁

  8. Sælir,
    Hvar er stemningin í bænum að horfa á leikinn i kvöld? Horfi alltaf heima i stofu, en langar í meiri stemningu sem fylgir þessum leik 😉

  9. #12 heimavöllur Liverpool er a Spot i Kópavogi,

    Eg spái sama liði og stillt er upp að ofan nema i 4 2 3 1 kerfi. Við erum sterkari aðilinn i þessum leik og vinnum þetta vonandi örugglega 2 0

  10. Góður hálfleikur. Sevilla með yfirhöndina fyrstu 20 mínúturnar en svo fóru hjólin að snúa aðeins hjá okkur. Ekki margir sem búa yfir jafnmiklum klassa og hann Sturridge okkar, elska að hann sé okkar, elska það!

    Hver er annars tilgangurinn með þessum sprotadómurum? Þeir gætu allt eins verið á bótum, eru að stela laununum sínum. Hvernig sjá þeir ekki þessar blatantly obvious handleikni hjá Sevilla?

Nýr kafli í Evrópusögunni

Basel-dagur [dagbók]