Villarreal á morgun

Evrópa. Undanúrslit. Anfield. Seinni leikur. 1-0 undir. Það er komið að mikilvægasta leik tímabilsins hjá Liverpool FC. Ekki bara þeim mikilvægasta heldur þeim eina sem skiptir máli úr þessu. Hér er allt undir. Sigur eða sumarfrí.

Hversu heitt þráið þið þetta, strákar?

Villarreal-menn mæta grimmir á Anfield á morgun í seinni leik liðanna eftir nauman 1-0 sigur í síðustu viku. Sá leikur var með þeim leiðinlegri og tíðindaminni í Evrópudeildinni í vetur (og er af nokkrum slíkum að taka hjá okkar liði í ár) en einmitt þegar virtist sem okkar menn ætluðu að ná að snúa heim með markalaust jafntefli í farteskinu gleymdi liðið að leiknum lýkur ekki fyrr en dómarinn flautar af, heimamenn komust í skyndisókn og, voilá!, skyndilega var búið að stilla bökum upp við vegg fyrir heimaleikinn.

Um gestina ætla ég ekki að fjölyrða. Við sáum öll hvað í þá er spunnið í síðustu viku. Þeir eru með góðan markvörð og feykilega skipulagða og sterka vörn sem verður erfitt að brjóta niður annað kvöld. Á miðjunni eru strákar sem halda bolta vel og hafa sýnt í þessari keppni og La Liga í vetur að þeir halda haus og frammi eru tveir stórhættulegir, ekki síst Bakumbu sem gæti reynst skeinuhættur í skyndisóknum á morgun.

Höfum það á hreinu að þótt þeir séu yfir í einvíginu og muni verjast ötullega þá held ég að Guli Kafbáturinn hafi alveg augastað á útivallarmarki á morgun. Þannig að ég býst við að þeir verði með mjög skipulagðar og skeinuhættar skyndisóknir sem gætu orðið það sem ræður úrslitum í þessu einvígi.

Verkefni Liverpool FC er einfalt. Ellefu leikmenn þurfa að rífa sig upp úr lægð síðustu þriggja leikja og eiga sína bestu frammistöðu á tímabilinu og tólfti maðurinn þarf að setja sig í Dortmund-gírinn og sýna Spánverjunum hvernig menn fara að þessu á einum frægasta stemningsvelli heims, ef ekki þeim frægasta.

Hvað leikmannahópinn varðar staðfesti Jürgen Klopp í dag á blaðamannafundi að aðeins Emre Can er orðinn heill á ný og kemur inn í leikmannahópinn. Það er þó ekki búist við því að hann verði í byrjunarliðinu.

Í raun ætla ég að spá aðeins einni breytingu frá liðinu sem hóf leik í Vila-real fyrir viku. Í raun getum við kallað það leiðréttingu frekar en breytingu því Klopp gerði að mínu mati þau slæmu mistök á Spáni að velja taktík fram yfir þann lúxus að geta spilað sínum besta leikmanni í undanúrslitum Evrópukeppni.

studge

Sorrý, Jürgen, en hvað varstu að hugsa?

Allavega, Daniel Sturridge kemur inn í byrjunarliðið og ég ætla að giska á að það verði Lucas Leiva sem víkur. Sókndjarft byrjunarliðið mun þá líta nokkurn veginn svona út á morgun:

Mignolet

Clyne – Lovren – Touré – Moreno

Lallana – Allen – Milner

Firmino – Sturridge – Coutinho

4-3-3, 4-2-3-1, 4-4-2, 4-4-1-1, teiknið þetta upp að vild. Þessir leikmenn munu byrja og þeir kunna að spila fótbolta saman. Enda spái ég að við munum þurfa mörk, í fleirtölu, til að komast í úrslitaleikinn.

MÍN SPÁ: Villarreal skorar á morgun en það reynist þeim ekki nóg. Anfield skartar sínu kröftugasta og leikmenn okkar verða staðráðnir í að komast alla leið. Við komumst í 2-0 (Sturridge og Firmino, að sjálfsögðu), þeir minnka svo muninn í 2-1 í seinni hálfleik en Sturridge skorar aftur undir lokin og tryggir okkur 3-1 sigur, 3-2 samanlagt og við fögnum alla leið til Basel.

Þetta skal gerast. Ég neita að trúa að tímabilinu ljúki annað kvöld. Koma svo Rauðir!

YNWA

28 Comments

  1. Kick and hope á Sturridge.

    Hann er eins og Yakubu frammi þarna á móti þessum dvergum í Villareal.

  2. Okei taktík eða ekki. Klopp lagði leikinn upp þannig sem var skynsamlegt hjá honum og okkur. Munið þið eftir Liverpool -Arsenal. Höfðum reyndar Suares en Sturri gerði sitt. 4-0 eftir 22 mínútur. Þetta verður eitthvað.

  3. Mummi og Bragi Brynjars verða á vellinum þannig að Liverpool er ekki að fara að tapa þessum leik, spái 2-0 fyrir okkar menn, Kútinjó og Sturridge með mörkin, góðar stundir , YNWA 🙂

  4. Sælir félagar

    Það skiptir mig engu máli hverjir spila, hverjir skora eða hver taktíkin er. Tveggja marka sigur og ekkert minna er það sem ég vil.

    það er nú þannig

    YNWA

  5. sæl

    ég hnaut um orðið hæ strákar! Því ef þið vitið það ekki, þá fylgjast konur með þessari síðu líka!

    ÉG fór að hugsa um Liverpool í heild. Eins og réttilega var bent á í annarri umfjöllun spilaði Liverpool á fjögurra daga fresti í bæði evrópudeildinni og meistardeildinni. Allt þett á kostnað mikilla meiðsla aðalleikamanna liðsins. Væri ekki skynsamlegra að leyfa Klopp að koma liðinu í stand bæta við nýjum mönnum einbeita sér síðan að ensku deildinni í stað þess að vera á þremur vígstöðum? Helst af öllu vinna deildina á næsta ári? Bara spyr. ÉG vil árangur en ég geri mér grein fyrir því að þegar aukaleikmenn eru nýttir til þess að spila deildarleiki finnst mér hugsunin ekki vera á réttri leið. Ég tel að við eigum aðeins að slaka á leyfa hverjum leik að spila og horfa með spenningi á næsta tímabil. Mér er í raun skítsama núna hvort við komust alla leið í meistaradeildina eða ekki. ÉG horfi frekar á næsta tímabil.

  6. Þetta verður eitthvað rosalegt, allt tímabilið undir. Fáum við möguleika á að komast í úrslitaleikinn og eiga séns á titli og cl sæti eða dettum við út og tímabilið gjörsamlega ömurlegt. Það er ansi stutt þarna á milli
    Í þennan leik verða menn að leggja allt sem þeir eiga til og ekkert minna. Það verða allir að hitta á toppleik og vonandi fáum við ekki mark á okkur.

    Ef Emre Can er heill þá á hann að sjálfsögðu að byrja þennan leik og þá helst á kostnað Lallana eða Firmino enda væri líka gott að geta sett annan þeirra ferkskan inná ef á þarf að halda.

    En eitt vil ég sjá og það er Sturridge í byrjunarliðinu, við þurfum mörk.
    Ég er nokkuð bjartsýnn á þennan leik enda tel ég okkur vera með betra lið og svo verður Anfield vonandi rokkandi og rauður.

  7. Stemmningin verður væntanlega rosaleg, ekki bara European night at Anfield og mikið undir í þessum leik heldur einnig fyrsti heimaleikurinn eftir dóminn um Justice for the 96.

    Ég vona að okkar menn komi gíraðir inn í leikinn og láti stemmninguna blása sér byr undir báða vængi. Ég ætla að vera bjartsýnn og ætla að syngja allan leikinn á vellinum og styðja mína menn. Ég er samt raunsær og er skíthræddur um 1-1 eða 2-1

  8. Uppstignardagur. Enginn trúarbrögð samt eða þannig. Kristur reis upp frá dauðanum. Sem Liverpoolmaður er spennan mikil. 4-1 er mín spá. Firmino með þrennu.

  9. kristina (#6) segir:

    “ég hnaut um orðið hæ strákar! Því ef þið vitið það ekki, þá fylgjast konur með þessari síðu líka!”

    Ég veit að það les fullt af konum þessa síðu, er minntur á það í hvert sinn sem ég fer t.d. á pöbb að horfa á Liverpool-leik. Enda var ég ekki að ávarpa lesendur síðunnar heldur strákana sem spila fyrir Liverpool-liðið í kvöld. 🙂

  10. The bench the last time #LFC played a European semi-final at Anfield: Cavalieri, Kyrgiakos, Degen, Ayala, Pacheco, N’Gog, El Zhar.

  11. Það er í svona leikjum sem maðurinn er aðskilinn músinni. Þeir sem eiga góðan leik í kvöld munu vera í framtíðarplönum hr. Klopp. Þeir sem skíta á sig verða geymdir og gleymdir.

    Liðið okkar hefur alltof lengi verið í einhverju miðjumoði og nú er kominn tími til að taka þetta á næsta level. Sæti í meistaradeildinni með hr. Klopp í brúnni mun laða flesta ef ekki alla leikmenn í næsta leikmannaglugga. Og okkur vantar gæði umfram magn ef við ætlum alla leið næsta season. Ég er ekki endilega að tala um marquee signing, efnilegustu leikmenn heimsins vilja sjá að eitthvað crazy er að gerast og vilja vera partur af því. Tap í þessu einvígi mun senda slæm skilaboð og það einfaldlega má ekki gerast! !!!

    Ég var síðast eins spenntur fyrir leik þegar við mættum AC Milan… Svo mikilvægur er þessi leikur! !!!!!!!

    Koma svo !!!!

  12. Við tökum þetta 3-1 það verður 3 0 í hálfleik, þeir skora snemma í seinni og neglur verða nagaðar niður í bein þar til flautað verður af.

  13. Innsæi mitt segir mér að við vinnum þennan leik og ef ekki þá mun ég vera stuðningsmaður í blíðu og stríðu eins og ég hef verið síðan ég var 8 ára eða í 50 ár. Ég gladdist af öllu mínu hjarta þegar við fengum loksins réttlæti eftir 27 ára baráttu. Með hliðsjón af þessu réttlæti þá verður stemminginn á vellinum mögnuð.
    Ágætu félagar, karlar og konur, góða skemmtun.

  14. Held að Anfield springi í kvöld… spái 3-0 og öll mörkin í seinni..

  15. 17 like á komment #6?

    Það sem ég sakna hvað mest er að fá að horfa á Liverpool spila á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum við bestu lið í Evrópu yfir dimma kalda vetrarmánuði á þessu skeri sem við búum á.

    Ég nenni ekki að horfa á önnur lið spila í sterkustu deild í heimi og svo sitið einn á barnum og horft á Liverpool vs Sion eða eitthvað jafn óspennandi lið!

    Vinnum þessa djö… B-deild og verðum í þeirri bestu á næsta tímabili!

  16. #17, félagi.

    LFC er búið að slá út Dortmund, sem er eitt besta lið Evrópu, og Man. Utd, erkifjendur sína. Í kvöld ætlar liðið svo að pakka Villareal saman til að mæta (og að sjálfsögðu sigra) Sevilla, sigurvegara Evrópudeildarinnar síðastliðin tvö ár, í úrslitaleiknum.

    Prófaðu að bæta nokkrum dropum í glasið og sjáðu hvað gerist.

  17. Váá hvað ég er stressaður og er eiginlega jafn stresssaður ad sjá byrjunarliðið og fyrir leiknum sjálfum. Eg trui ekki oðru en að sturridge byrji þennan leik

  18. Er að horfa á nba leik .Atlanta Cle. Skiptir kannski ekki máli í stóara samheiniginu. spennan er að gera útaf við kallinn!!!

  19. Liðið komið! Can, Sturridge, Couts, Lallana og allir okkar sterkustu menn!

  20. Staðfest lineup:

    Liverpool: Mignolet; Clyne, Lovren, Toure, Moreno; Milner, Can; Lallana, Firmino, Coutinho; Sturridge

    Substitutes: Ward, Skrtel, Smith, Lucas, Allen, Ibe, Benteke

  21. Flott.

    Allen kemur inn fyrir Can á 70min í stöðunni 2-0 og Benteke inn fyrir Sturridge á 80min og kemur Liverpool í 3-0. Villareal minkar muninn í uppbótartíma. 3-1.

    ÁFRAM LIVERPOOL!

Englandsmeistarar Leicester!

Liðið gegn Villarreal!