Liðið gegn Villarreal

Jæja, liðið er klárt. Klopp stillir þessu svona upp í kvöld

Mignolet

Clyne – Lovren – Toure – Moreno

Allen – Lucas

Milner – Lallana – Coutinho
Firmino

Bekkur: Ward, Benteke, Sturridge, Skrtel, Ibe, Smith, Chirivella

Svolítið sérstakt að Sturridge skuli vera á bekknum, annars er ég ánægður að sjá Allen koma inn.

Koma svo!

YNWA

73 Comments

  1. Spái frekar Milner-Lucas-Allen.
    Ég er sáttur með liðið. Að spila gégn vel skipulagðu liði þarf maður vel mannaða og sterka miðju. Og þetta er sú sterkasta í boði.

  2. Eðlilegt og skynsamlegt. Þriggja manna miðja. Sama uppleggið og á móti Man City á útivelli.

    Vörnin þarf extra protection frá miðjunni til að vernda Touré.
    Á miðjunni vantar svo okkar mikilvægustu menn.
    Milner ræður ekki við að spila á tveggja manna miðju eins og sást á móti Dortmund. Og Allen og Lucas þurfa nauðsynlega að hafa hlaupagetu og styrk Milner nálægt sér til að bæta upp fyrir sína veikleika.
    Það að Sturridge byrji á bekknum er svo aftur fyrirsjáanlegt. Hann er enn afskaplega óagaður án bolta og jafnvel með bolta líka – eins og sást á móti Newcastle þegar hann missti boltann í fáránlegri stöðu og gaf Newcastle skyndisóknina sem gaf af sér jöfnunarmarkið.

    Við megum ekki við svoleiðis vitleysisgang í kvöld. Agaður leikur þar sem menn hlaupa í svæði og hjálpa hvor öðrum. Hápressa ef aðstæður leyfa.

    Klopp stillir liðinu hárrétt upp – eins og hans er von og vísa.
    Markmiðið verður að öllum líkindum að drepa leikinn. Reyna að ná skyndisóknum þegar tækifæri gefst til og refsa. Hápressa ef aðstæður leyfa. Ætla að giska á útisigur í kvöld. Mignolet mun halda markinu hreinu. En býst hinsvegar ekki við að Liverpool muni fara yfir 40% í possession í kvöld.

  3. Skynsamlegt upplegg. Halda þessu í 0-0 fram á 60+, henda þá Sturridge inn og sjá hvort hann laumi einu.

    Þetta er smá svona Rafa flashback 😉

  4. Mjög sáttur að sjá Allen í byrjunarliðinu.
    Verð bara spenntari og spenntari og spenntari með væntingarnir í hófi 🙂

    YNWA

  5. Djí, Ward og Skrtl áttu alltaf að byrja. Nú er 0-4 í hættu. Ekki sáttur.

  6. Nú skulum við nýta þau færi sem koma. Mörk á útivelli gerir allt auðveldara

  7. Sæl og blessuð.

    Hvað þetta er stórhættulegt… Hef það á tilfinningunni að VillaReal sé Crystal Palace Íberíuskagans. Hafa eitthvert hnakkadrambstak á okkar mönnum. Finn fnykinn af Tony Pulis þarna einhvers staðar.

    Svo er ég smeykur um að Allen/Lucas kombóið sé ekki að gera sig … en beggars can’t be choosers.

  8. Þeir sögðu hjá BT sports að Sturridge hafi al of a sudden verið bekkjaður og að Firmino kæmi í staðinn…. heyrðist ég heyra það …

  9. Ég sé ekki að Villareal nái að brjóta okkur niður með þetta lið, en er nokkuð bjartsýnn að við náum að slefa inn einu marki. Það vantar bara Balebeba Jeff og þá væri þetta aldrei spurning.

  10. Lucas og Allen á miðjunni er fullreynt…. þetta er búið fyrirfram…. 🙁

  11. Dortmund er miklu betra en þetta villareal lið.

    Koma svo, klára þetta í kvöld! !!!

  12. Kolo búinn að vera besti maður Liverpool hingað til og Owen Hargreaves hefur lyst hans framlagi sem bæði “perfect” og “flawless.”

    King Kolo!

  13. Ég er að upplifa algjört anti climax , vonandi lifnar þetta við í seinni

  14. Á þessu stigi keppninnar þá snýst þetta um að spila agað, ekkert annað. Halda haus, leikinn á enda.

  15. Þetta er mjög taktískur leikur ergo: hundleiðinlegur.
    En það kemur ekki á óvart í undanúrslitum

  16. Vel spilað hjá okkur, ekta ÞÝSKUR AGI í leik LFC. Við þurfum bara að ná betri skotum á mark villarreal. Firminho verður að bæta sig, allt of margar feilsendingar hjá honum. Vona að hann fari útaf á 60 mín og að Sturridge komi inná og setji eitt stykki 🙂 KOMA SVO RAUÐIR ! ! !

  17. Mjög spes hvernig Villarreal spilar þennan leik
    spurning um að setja smá hraða í leik okkar manna og pota svona 1 til 2ur mörkum inn

  18. Jamm, hundleiðinlegt og agað á útivelli er bara hið besta mál ef menn halda einbeitingu.

    Fá Studge inn á 60-70 og hann setur útivallarmark!

  19. Klopp hvað ertu að hugsa. Ibe fyrir Coutiniho. Þessi leikur er buinn að öskra sturridge frá upphafi. Nú held ég þú sért úti að skíta.

  20. Hljóta að vera einhver meiðsli hjá Kútnum, koma svo Ibe stattu þig strákur!

  21. þetta er nu meira eins og friendly leikur. boring leikur meira að segja.

  22. Bara plís góði GUÐ vonandi er Coutinho heill !!

    Þurfum eitt mark eða tvö..

  23. Update frá bekknum, Kúturinn er ekki meiddur, hann er eitthvað veikur

  24. Off leikur hjá Firmino, losa hann út fyrir Stugde eða jafnvel Benteke. hann er ekki að gera gott mót… Núna er ég viss um að hann á eftir að skora 🙂

  25. Úff, Íslogi , reyndu aftur 🙂 þá skorar hann , flott skot en vel varið

  26. Klopp ekki ánægður með IBE, “stop saying sorry Ibe” öskraði hann á hann !

  27. Vonandi er Studge ekki eitthvað tæpur – skrýtið ef hann fær ekki síðustu 10 í stað Firmino.

  28. Klopp hefur núll áhuga á að vinna þennan leik. Með allt niður um sig i þessum leik og ætti að skammast sin fyrir þessa skitu algjörlega er ekki að lesa þennan leik.

  29. Uss, fjörugar mínútur, frábær varsla hjá SM og þvílíkur sprettur hjá Moreno (sá er fljótur).

  30. Þesslitli þjálfara ræfill þeirra hleypur ekki svona að viku liðinni

  31. Lallana missir boltann aulalega í sókninni og liðið er einfaldlega alltof lengi að koma sér aftur í possession.

  32. Þessi litli þjálfara ræfill þeirra hleypur ekki svona að viku liðinni

  33. Þarna var klopp tekinn í skák og rústaður…:(
    Hvernig er ekki hægt að sjá þetta…:(

  34. Það rannsóknarefni að Sturridge fær ekki mínútu og enn og aftur er vinstri vægurinn galopinn sem leiðir til marks.

  35. Þurftum alltaf að skora á Anfield hvort eð er – segjum við bjartsýnismenn.

  36. Svei, en pirrandi tap.

    En burtséð frá því, getur EINHVER sagt mér hvað Ibe er að gera í þessu Liverpool-liði?

  37. Íbe missti boltan í 100% tilfella i þessum leik. Klopp á þetta tap skuldlaust með allt niðrum sig.

  38. Þessi Skita skrifast á Klopp!!!!
    Mörkin á útivelli skipta öllu en nei nei best að hafa engan striker!!!

    Algjört rugl og ekkert annað

  39. # 59 Gunnar nei held að það sé ég sem er á túr er voðalega pirraður eitthvað.

  40. Tryggi #60:

    En nú þurfum við að skora tvö.

    Og ef þeir skora eitt, þá þurfum við þrjú.

    Bjartsýnismenn átta sig vonandi líka á þessu.

  41. Ibe inn á gerði þetta erfitt, drengurinn er enganvegin með hausin í þetta…

  42. Smá handboltasamlíking.

    Það eru tuttugu sekúndur eftir og það er jafnt. Þitt lið er í vörn. Hvað gerirðu bara alls ekki? Jú þú reynir ekki að fiska boltann. Bara alls ekki. Litlar líkur á að það takist og ef það mistekst er allt opið fyrir aftan þig og þú ert skúrkurinn.

    Það var nákvæmlega það sem Lallana gerði. Í mínum huga algerlega ófyrirgefanlegt á þessum stað í leiknum. Fáránleg ákvörðun sem galopnaði liðið.

    Eins hrifinn og ég er af teknísku leikmönnunum okkar þá finnst mér þeir of oft svindla á varnaskyldunni … og það hefur kostað okkur allt of mörg stig.

    En við tökum þetta í seinni leiknum. Vinnum 5-3.

    Áfram Liverpool!

  43. #vælukjóar
    Þið sem komið hérna inn þegar illa gengur og kommentið af ykkur rassgatið í þunglyndinu! Farið e-ð annað með þetta endalausa og óþolandi væl!
    Klopp er minn maður, smá feilspor í kvöld. Ekki gleyma því samt að það munaði 60 sekúndum að allir yrðu sáttir!
    Sammála mönnum að Ibe hafi átt slæma innkomu……. langar samt ekki að setja hann í gálgann eins og sumir (vælukjóarnir) hérna inni.

  44. #60 pétur Klopp er 100% minn maður en það er samt ekki að segja að hann sé yfir gagnrýni hafi. Mitt mat er það að hann klúðraði þessum leik algjörlega. Þessi leikur öskraði á framherja hjá okkur frá fyrstu mínútu. Við áttum að vinna þennan leik og möguleikarnir voru þarna augljóslega en það var enginn inní teig til þess að klára sóknir. Þess vegna segi ég Klopp klúðraði þessu með skelfilegum leik að sinni hálfu.

  45. Pétur. Þeir sem voru að yfirfara leikinn á BT sport voru sammála því að það vantaði framherja og það að Sturridge hafi setið á spytunni allan leikinn er meira en lítið furðulegt.

    Það er svo dýrmætt að skora á útivelli en Liðið hafði ekki kjark í að taka sensinn og hann gerði í buxurnar þegar hann setti Ibe inná. Hefði verið eins vitið að færa Firmino í stöðuna hans Coutinho og setja Sturridge uppá topp.

    Sú gagnrýni á rétt á sér hérna eins og á BT sport og annars staðar. Þó að menn segi sína skoðun hér þa þarf það ekki að flokkast sem þunglyndi eða væl. Menn eiga að vera ósáttir með svona rugl

Risaleikur á fimmtudag!

Villarreal – Liverpool 1-0