Risaleikur á fimmtudag!

Á fimmtudaginn hefst stærsti leikur Liverpool í afar, afar langan tíma. Við höfum átt nokkra stóra og mikilvæga leiki en eftir því sem við færumst lengra og lengra í þessari keppni þá verða leikirnir stöðugt stærri og mikilvægari. Okkur fannst viðureignin við Manchester United stór, okkur fannst viðureignin við Dortmund stærri en sú sem er framundan er sú stærsta – hingað til allavega.

Tímabil Liverpool hefur rokkað all svakalega á milli þess að vera frábært og ömurlegt. Gleði og reiði. Bjartsýni og vonbrigði. Eitt skref áfram og eitt til baka. Rodgers hefur tímabilið með liðið en ný kaup liðsins ná ekki að smella við liðið, úrslitin voru ekki sérstaklega hagstæð og á tímapunkti leit út fyrir að liðið kæmist ekki einu sinni upp úr riðlinum í Evrópudeildinni.

Jurgen Klopp tekur við stjórn liðsins og hægt og rólega fer liðið á rétta leið. Liðið fer í gegnum riðlakeppnina og slær út Augsburg, Dortmund og Manchester United. Gremjulegt tap í vítaspyrnukeppni gegn Manchester City í úrslitum Deildarbikarsins rændi Liverpool af frábæru tækifæri til að vinna fyrsta bikarinn í langan tíma og afar pirrandi tap gegn West Ham í FA bikarnum þýddi að ekki var hægt að taka titil þar. Liðið náði aldrei að komast af alvöru í baráttuna um fjórða sætið í deildinni svo öll eggin hafa því verið sett í Evrópudeildarkörfuna. Þar er allt undir, þar mun vera skorið úr um hvort tímabilið verði vonbrigði eða ekki og ræður því hvort Liverpool verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eða ekki. Það eru þrír leikir sem standa á milli Liverpool og enn einu ævintýrinu í Evrópu og Meistaradeildarsætis fyrir næstu leiktíð.

Allt er undir. Shit hvað þetta er spennandi!

Stiklað á stóru um Villarreal
Villarreal hefur fengið á sig orðspor fyrir að vera nokkurs konar Euroshopper útgáfan af Atletico Madrid. Þeir þykja mjög sterkir til baka og afar skipulagðir. Heimavallar record þeirra í Evrópukeppninni er virkilega öflugt og hafa þeir unnið alla sex þeirra og fengið á sig aðeins eitt mark. EITT MARK! Það gefur okkur sterklega til kynna að það gæti reynst afar erfitt að brjóta niður varnarmúr þeirra. Skipulagður varnarleikur þeirra er að gera liðum afar erfitt að komast á bakvið þá en Liverpool er að skapa helling af færum í leikjum sínum svo það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta mun spilast.

Líkt og er ekki óalgengt með öll nema þrjú lið í spænsku deildinni þá er Villarreal að leggja öll egg sína í bikarkeppnirnar og leggja mikið upp með að ná árangri í Evrópudeildinni – líkt og Sevilla hefur gert undanfarin ár. Þeir rétt misstu af Meistaradeildarsæti í fyrra en sitja sem stendur í fjórða sætinu í La Liga núna svo það þýðir að þeir eru nokkuð sterkir.

Miðjan hjá þeim vill vera mikið með boltann og eru að nota kantmenn sína þannig að þeir komi inn á miðjan völlinn – aftur, ekki ósvipað og hjá samlöndum þeirra í Atletico Madrid. Bruno er þeirra helsti leikmaður á miðjunni og sá sem sér um að stýra spilinu í þeirra leik og Denis Suarez er að spila á kantinum fyrir þá og er hann mjög flottur tekknískur leikmaður. Framlínan þeirra er nokkuð sterk en fyrrum Tottenham leikmaðurinn Roberto Soldado er þar ásamt Cedric Bakumbu, níu marka manni í Evrópudeildinni.

Þrátt fyrir að þeir séu enn með mjög sterka vörn þá vantar tvo leikmenn í liðið þeirra vegna meiðsla og er þar miðvörðurinn öflugi Mateo Musacchio sem verður líklega ekki meira með á tímabilinu og gæti alveg komið til með að muna um hann fyrir þá þegar uppi er staðið.

Í tólf leikjum þeirra í Evrópudeildinni hafa þeir unnið átta, gert þrjú jafntefli og tapað einum. Aðeins eitt af tíu mörkunum sem þeir hafa fengið á sig í keppninni hefur komið á heimavelli og ellefu af 22 sem þeir hafa skorað hafa komið þar. Heimavöllurinn er því mikið vopn fyrir þá og gæti leikurinn á fimmtudaginn reynst afar erfiður fyrir Liverpool. Eitthvað rámar mig í að hafa heyrt um það að þeir séu það lið í La Liga sem er að eiga fæst skot að meðaltali í leikjum sínum.

Mótherjar Villarreal í keppninni til þessa hafa verið Rapid Wien, Viktoria Pizen, Dinamo Minsk, Napoli, Bayer Leverkusen og nú síðast Sparta Prague. Það að liðið hafi slegið út Napoli og Bayer Leverkusen sýnir styrk þeirra.

Hvað er að frétta af Liverpool?
Já, hvað er að frétta?

Loksins hafa fjölskyldur og aðstandendur þeirra 96 sem létust í Hillsborough slysinu fengið réttlætið sem það hefur þráð svo heitt. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Liverpool FC, fólkið í borginni og þá sérstaklega alla þá sem misstu ástvini í þessum hræðilega atburði.

Af leikmannamálum þá er nú ekki allt gott að frétta þessa stundina. Orðum þetta öðruvísi, allt það sem var gott að frétta af leikmannamálum liðsins var afar fljótt að núllast út. Henderson, Can og Origi meiðast og eru allir tæpir á að spila aftur á leiktíðinni. Klopp var nú smá bjartsýnn og spáði því að Can og Origi gætu náð að spila aftur í vor ef allt gengur upp sem er frábært og Danny Ings gæti hafið æfingar með liðinu aftur í þessari viku, aðrar frábærar fréttir ofan á þær slæmu sem höfðu áður litið dagsins ljós. Hvað kemur þá? Að sjálfsögðu slæmar fréttir.

Liverpool setti Sakho í bann vegna þess að UEFA var að gera rannsókn á honum og öðrum leikmönnum félagsins eftir að það greindist ólöglægt efni í fitubrennslutöflum sem hann hafði verið að taka. Frábært. Alveg fucking frábært! Þetta setur Liverpool í fáranlega erfiða og vonda stöðu. Ekki nóg með að einn af lykilmönnum liðsins má ekki spila með liðinu í þessum mikilvægu leikjum þá getur þetta kostað félagið alveg hellings pening ef hann verður frá í sex mánuði, ár eða jafnvel tvö. Enn á eftir að dæma í þessu og Sakho hefur játað þetta á sig.

Liðið hefur verið á ágætis skriði síðustu vikur og er taplaust í mörgum leikjum. Það hefur ekki allt verið fallegt og er góður sóknarleikur oft núllaður upp með kærileysislegum varnarleik og lélegri markvörslu (eða skort á vörslum). Í síðasta leik tapaði liðið niður 2-0 forystu gegn Newcastle sem situr í fallsæti og endaði leikurinn 2-2. Liverpool í hnotskurn, ekki satt?

Nokkrir leikmenn fengu smá hvíld í síðasta leik og Klopp hefur verið duglegur að rótera hópnum í síðustu leikjum til að hafa menn ferska og góða. Liverpool spilaði leik snemma á laugardeginum en Villarreal á sunnudeginum og þeir róteruðu víst ekki liðinu sínu í jafntefli gegn Real Sociedad.

Það vantar miðjuna hjá Liverpool og er það í hlutverki þeirra Milner, Lucas og Allen að sjá um að fylla skörðin sem Emre Can og Henderson skilja eftir sig. Milner og Lucas virðast vera fyrstu kostir á miðsvæðið þessa stundina og ég held að þeir muni koma til með að byrja þennan leik á miðsvæðinu.

Í raun hugsa ég að liðið verði nokkurn veginn það sama og við sáum gegn Everton fyrir um það bil viku síðan. Sturridge kæmi þá líklegast inn fyrir Origi og þá kæmi annað hvort Kolo Toure eða Skrtel (please ekki Skrtel) inn í miðvörðinn fyrir Sakho. Ja, eða kannski Klopp fletti í gegnum símaskrána sína og reyni að grafa upp símanúmerið hjá Steven Caulker. Munið þið eftir honum?

Ég ætla að giska á að liðið verði svona í leiknum og er þetta bara að mínu mati nokkuð öflugt lið og ætti að vera sóknarpúður þarna að mínu mati til að næla þá vonandi í eitt eða fleiri útivallarmörk.

Mignolet

Clyne – Lovren – Toure – Moreno

Milner – Lucas

Lallana – Firmino – Coutinho
Sturridge

Nú er alveg gjörsamlega að duga eða drepast fyrir Liverpool. Svo mikið er í húfi og það er algjörlega í höndum leikmanna liðsins og stjórans um að klára þetta dæmi. Þrír leikir og glorían er okkar og fjórði Evrópudeildarbikarinn kemur á Anfield og gefur Liverpool, Klopp og leikmönnum frábært veganesti fyrir framtíðina. Þrír leikir, að minnsta kosti þrisvar sinnum níutíu mínútur sem liðið þarf til að fara alla leið og fyrsta hindrunin á veginum er sterkt lið Villarreal.

Augsburg, Bordeaux, Sion, Rubin Kazan, Manchester United og Dortmund hafa beðið lægri hlut gegn liðinu í þessari keppni í vetur og vonandi bætist Villarreal við í þennan hóp. Sjáum hvað setur, fyrst er afar erfiður útileikir gegn “Gulu kafbátunum” í Villarreal. Ég segi líkt og fyrir leikinn gegn Dortmund að lykillinn í einvíginu verður að ná útivallamarki eða tveimur og vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. Það gæti reynst afar erfitt að ná þessu útivallarmarki gegn afar sterkur og skipulögðu varnarliði en við sjáum hvað setur, ég held að sóknarlína Liverpool sé mjög góð og gæti vel tekið upp á því að finna glufurnar í varnarmúr mótherjana.

Ég er fáranlega spenntur. Það er hrikalega langt síðan Liverpool fór í einhverja alvöru atlögu að Evróputitli og vonandi verður þetta árið sem Liverpool stimplar sig aftur inn sem stórveldi í Evrópu og hampar enn einum titlinum. Á tímapunkti á leiktíðinni átti maður ekki endilega von á því að sjá Liverpool á þessum stað en hér erum við og förum vonandi alla leið.

Áfram Liverpool!

24 Comments

  1. Þetta verður erfiður útileikur. Reyna bara að halda hreinu!!!!!!!!!!!!!!

    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!

  2. Maður á eftir að sofa illa í nótt af spenningi fyrir morgundeginum held ég. Tímabilið er undir hjá okkar mönnum og ekki hjálpa nýjustu meiðsli eða lyfjamisferli. En vonandi mæta okkar menn bara sturlaður í þennan leik og búa til góð úrslit.

    Mig er búið að langa til að vinna þennan bikar í allan vetur og ég ætla bara að hafa trú á því að við klárum þessa keppni. Við vinnum annaðkvöld 1-2

  3. Vona að Klopp stilli liðinu upp svona. Þetta er okkar bestar sóknarlína þegar litið er til meiðsla og ég tel okkar besta möguleika að veðja á góðan sóknarleik í staðinn fyrir að reyna að stilla upp varnarsinnuðu liði.

    Ég mun vera sáttur með jafntefli en vonast auðvitað eftir góðum sigri 🙂 Spái 1 – 2. Coutinho og Sturridge með mörkin.

    YNWA

  4. Góð upphitun og spenningurinn að verða óbærilegur. Ef við gátum sigrað Dortmund þá getum við sigrað þetta lið. Hvar er Flanó, er hann meiddur ennþá eða kemst bara ekki alveg á fullt? Segi það sama og þú Ólafur, ekki nota Skrtel. Frekar nota Lucas ef allt fer í steik í vörninni. Í vetur finnst mér að óöryggi og taugaveiklun hafi fylgt Skrtel og það má alls ekki í svona leik. Held að liðið verða eitthvað varnarsinnaðra en uppstillingin hér á síðunni, jafnvel að Allen byrji inná. Síðan er það stórsnillingurinn Benteke sem gæti verið leynivopnið í þessum leikjum. Amk er hann öflugur á bekknum og góður að bera vatnsflöskur, stór og sterkur strákur. Gegn liði, sem treystir á að halda hreinu og skora eitt mark, skiptir öllu máli að halda hreinu og engin rúlluboltamörk í þetta sinn, takk fyrir. Vonandi hefur Mignolet tekið 1-2 sálfræðitíma síðan í síðasta leik, svona til öryggis.

  5. Væri til í að sjá Velska glaumgosann Ward á milli stanganna í kvöld. Hann virkar á mig sem sterkur karakter og jafnframt fyndinn gæji. Húmor markmanna er vanmetinn, samanber lukkudýr Spænska landsliðsins Pepe Reina.

    Að öðrum (Hóst, Skrtel) ólöstuðum vil ég einnig sjá höfðingjann síunga Kolo í byrjunarliðinu. Af illri nauðsyn reyndar, en hann er maðurinn til að hlaupa í skarð Mamadou.

    Síðast en ekki síst er þetta leikur sem öskrar nafn Velska Pirlo, Broseph Allen. Frammistaða hans hefur batnað í beinlínusambandi við skegg- og hársöfnun hans. Litli Xavi er bara orðinn andskoti myndarlegur, og er það afar mikilvægt úr því að myndarlegasti knattspyrnumaður heims Emre ‘The Man’ Can er meiddur. Þetta ruglar andstæðingana í ríminu.

    Spái því að Studge skori og fagni með bros á vör, Moreno mun taka með honum dansinn en klúðra honum meistaralega. Maskínan Kolo skallar svo inn einu og fær taugaáfall í fögnuði. Hinir skora svo eitt og við förum með tvö sterk útivallamörk á Anfield.

    Og verði nú svo

  6. -Af hverju dróumst við gegn Manutd?
    -Af hverju spilar Klopp við sitt gamla félag strax á sömu leiktíð og hann er ráðinn?
    -Af hverju sigrum við á einn dramatískasta hátt í sögu keppninnar í þeirri viðureign?
    -Af hverju meiðist Origi í leik á móti erkifjendunum rétt eftir að hann er orðinn sjóðandi.
    -Af hverju fellur Sakho á LYFJAPRÓFI nokkrum dögum fyrir leik og eftir sína bestu frammistöðu?

    Jú af því að við erum að fara að vinna þennan andkostans titil!!!

    Þetta handrit var ekki skrifað svona til þess að við dettum út núna. Þetta verður besta bíómynd allra tíma á eftir Cool runnings

    Og vitið þið af hverju?

    Því ofan á þetta handrit mun bætast við að:
    -Kolo nokkur Toure sem féll einmitt líka á lyfjaprófi mun þurfa að spila alla leiki hér efitr og verða hetjan í vörninni og blása mönnum baráttu anda í brjóst.
    -Benteke mun verða óvænt hetja í seinni leiknum á heimavelli og koma okkur áfram.
    -Danni Ings mun mögulega koma inná í úrslitaleiknum og skora sigurmarkið.

    Við fórum ekki þessa leið til að detta út núna. Þetta væri svipað og ef Steven Seagal myndi drepast í byrjun myndarinnar.

    YNWA 2016
    næstbesta bíómynd allra tíma

  7. Sælir félagar

    Ef maður væri örlagatrúar þá mundi maður fara að hugsa eftir sömu skemmtilegu brautunum og Ingi Torfi. En sem betur fer er ekkert sem bendir til að einhver æðri máttarvöld séu með skítuga puttana í atburðunum í þessum heimi sem nota bene er eini heimurinn sem við þekkjum.

    Í fótboltanum er það þannig að liðin, stjórarnir og atburðarás leiksins stjórnast af aðstæðum og tilviljunarkenndum atburðum innan vallarins sem helst væri hægt að skilgreina og áætla með óreiðulögmálum.

    Það eina sem maður getur metið eru gæði leikmanna, vitsmunir og reynsla stjórnenda og áhrifaþættir eins og stuðningsmenn og heima- eða útivallaráhrif. Svo kemur auðvitað til trúin sem er fyrst og fremst tilfinningaleg afstaða til ætlaðra úrslita. Ég til dæmis hefi óbilandi trú á liðinu mínu og því segi ég að við vinnum þennan leik með einu marki. Förum ekki nánar út í það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Einu sinni var þjálfari sem hét Claudio Ranieri og hann trúði á að liðið sjálft væri það eina sem gæti haft áhrif á gengi þess og engin æðri máttarvöld eða örlög hefðu með það að segja. Í dag er hann að verða Enskur meistari og veit að hann hafði rangt fyrir sér 🙂

  9. Ingi Torfi #8
    Mögulega hefðu myndirnar hans Steven Seagal getað orðið betri ef hann hefði drepist í byrjun þeirra.

  10. Annað hvort slátrun, 0-4 fyrir Liverpool …….. eða 5-5 jafntefli. !

    Engir aðrir möguleikar í boði miðað við hvernig tímabilið hefur sveiflast. 🙂

  11. #8 Mikið svakalega vona ég að þetta sé rétt hjá þér, en vill samt benda á að það að Steven Segal deyi í byrjun myndarinnar myndi bæta hvaða mynd sem er, betra væri samt að hann væri ekki í leikaraliðinu. Beinlínis held ég að myndir batni í raungu hlutfalli við mínotur sem Steven Segal sést í myndini.

  12. Couthinho frændi með 3 mörk í kvöld ekkert stress stákar villareal er bara semi lið og við ættum að geta tekið þá klárlega og klárað einvígið í kvöld

  13. Ég myndi hafa smá áhyggjur af vörninni okkar ef þetta færi 5-5 en úrslitin samt ekki svo slæm á útivelli #12 Sveinbjörn.

    Jafn spenntur og þegar Liverpool – Everton spiluðu í FA Cup úrslitum á Wembley 1989, get ekki spáð rökrétt en vonast eftir sigri.

  14. Sæl öll.

    Ég ætla að trúa því að Ingi Torfi#8 hafi rétt fyrir sér og að við lyftum þessa flotta bikar 18.maí og ég ætla að trúa og vona að leikurinn í kvöld verði einleikur af okkar hálfu og að þessir Villareal gæjar, sem urðu svo glaðir að fá okkur í undanúrslit af því að þá eigi þeir greiða leið í úrslitin á móti Sevilla ,sitji eftir á vellinum með tárin í augunum og viti ekki hvað kom fyrir. En ég held að það verði nú ekki svo….

    Hinsvegar vona ég að staðan verði þannig þegar flautan gellur að okkar menn geti boðið upp á spennandi og skemmtilegt Evrópukvöld 5.maí því ég ætla að skella mér á Anfield og upplifa þessa ólýsanlegu stemmingu ég ákvað að flýta för minni og sjá tvo leiki í stað eins og vona svo sannarlega eftir tveimur sigrum. Ég held að stemmingin á Anfield 5. maí verði rafmögnuð því það er fyrsti heimaleikurinn eftir niðurstöðu dómsmálsins og væntanlega verður aðeins glaðst.

    Nú er bara að heita á allt og alla eða vera bara cool eins og Claudio Ranieri og treysta því að drengirnir sjái um þetta…

    Þangað til næst YNWA

  15. Kolo kallinn er nú ansi hægur, ekki alveg að gera sig að hafa hann þarna. En hvernig er það með hann, er hann ekki að klára samninginn sinn núna í vor, hættur ?

    Annars ætla ég að spá 2-1 tapi í kvöld, Allen setur hann, hver annar.

  16. Ég held það verði lagt áherslu á að fá ekki á sig mark:

    Mignolet
    Clyne – Lovren – Toure – Moreno
    Milner – Lucas – Allen
    Lallana –Sturridge – Coutinho

  17. Mignolet, Clyne, Toure, Lovren, Moreno, Lucas, Allen, Milner, Lallana, Coutinho, Firmino.

  18. Liverpool XI: Mignolet, Clyne, Toure, Lovren, Moreno, Lucas, Allen, Milner, Lallana, Coutinho, Firmino.

Kop.is Podcast #116

Liðið gegn Villarreal