Southampton 3 – Liverpool 2

Okkar menn mættu til Southampton í dag í algeran lykilleik fyrir framhaldið í deildinni.

Töluvart var um breytingar. Hendo búinn að vera veikur, Firmino lítilsháttar tognaður aftan í læri og Milner í banni.

Upptilling Klopparans var á þennan veg:

Mignolet

Flanagan – Lovren – Sakho – Clyne

Allen – Can
Sturridge – Coutinho – Lallana

Origi

Bekkur: Ward, Toure, Benteke, Henderson, Skrtel, Smith, Ojo.

Einhvern veginn svona myndi ég kalla þetta, hins vegar var gríðarlegt flæði í leikstöðum sóknarliðsins…sérstaklega milli Lallana, Sturridge og Origi sem að voru að skipta reglulega um leikstöður.

Heimaliðið hóf leikinn betur fyrstu 10 mínúturnar, voru ógnandi og grimmir án þess þó að skapa sér færi utan þess að biðja um vítaspyrnu þegar Lovren hljóp utan í Shane Long. Höfðu alveg eitthvað til síns máls þar.

Fyrsta mark leiksins kom á 17.mínútu og var algerlega í boði Philippe Coutinho sem fékk boltann á miðjunni, æddi upp völlinn og lét vaða af 20 metra færi og small boltinn í hliðarnetinu fjær alveg óverjandi fyrir Fraser Forster. Aðeins fimm mínútum síðar tvöfölduðum við forystuna með öflugri skyndisókn, Coutinho vann boltann á okkar helmingi, stakk á Origi sem hljóp með hann upp völlinn og lagði hann á Daniel Sturridge sem tók nokkur skæri áður en hann skellti boltanum í fjærhornið á frábæran hátt og tók dansinn sinn.

Nú áttum við leikinn um sinn, Joe Allen fékk dauðafæri sem Forster varði ótrúlega vel og svo skoraði Wales-arinn upp úr horni en þegar við vorum búnir að fagna um stund kom í ljós að aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu þar sem Sakho var talinn hafa truflandi áhrif á markmann Soton…sem var nú sennilega rétt.

Síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik komu heimamenn aftur inn í leikinn en án þess þó að komast í almennileg færi og í hálfleik var haldið með 0-2 stöðu sem var sanngjarnt miðað við gang leiksins.

Lovren var búinn að eiga erfitt með Shane Long og á gulu spjaldi. Sennilega varð það til þess að Klopp ákvað að henda Martin Skrtel inná í hálfleik og eftir þrjár mínútur var honum refsað fyrir peysutog á Pelle, fékk sitt gult og Soton víti. Mane mætti á punktinn en Mignolet varði vítið hans frábærlega og fékk gríðarleg fagnaðarlæti frá stjóranum okkar.

Soton setti tvo inná, Vanyama og Mane. Þeir áttu eftir að breyta þessum leik skulum við segja.

En heimamenn voru þar með komnir á bragðið, fóru að sparka boltanum einfaldlega langt og yfir miðjuna okkar sem hafði verið að leika vel og við einfaldleg “under the cosh”. Á 64.mínútu fengu þeir verðlaun, Can og Flanagan töpuðu boltanum á vonlausum stað, boltanum stungið inn á Mane sem skoraði þarna sitt fyrsta mark síðan í fyrri leiknum á Anfield og staðan 1-2 – fullkomlega sanngjarnt.

Eftir 70 mínútur var vaktinni lokið hjá Sturridge og virkaði örþreyttur eftir fína frammistöðu og flott mark, Benteke inná og í framhaldinu varð leikkerfið fastari 4-2-3-1 með honum uppi á topp.

Á 74.mínútu fengum við okkar fyrsta færi í seinni hálfleik, Lallana vann boltann ofarlega og stakk inn á Benteke sem skaut framhjá fjærhorninu, átti að gera betur þar.

Southampton voru hins vegar einfaldlega áfram miklu sterkari – alveg búnir að vinna miðsvæðið og Klopp fær slaka einkunn fyrir að bregðast alltof seint við því að miðjan okkar var einfaldlega handónýt og búin að skíttapa baráttunni þar. Á meðan Hendo var að klæða sig í búning til að koma inná á 84.mínútu jöfnuðu þeir þegar Graziano Pelle dúndraði boltanum í markið utan teigs.

Á 86.mínútu kom þriðja mark heimamanna. Endalaust klúður miðjumannanna okkar og Skrtel í að koma boltanum frá endaði með því að Pelle stakk boltanum í gegn og Mane kláraði í fjær.

Klopp henti þá Ojo inná. Of seint og þetta tap þýðir einfaldlega að við eigum engan séns á CL sæti og verðum nú að stóla á EL sigur til að spila Evrópuleiki á næsta ári.

Frammistöður leikmanna í dag voru sveiflukenndar og því miður virðumst við bara aldrei ná að spila heilan útileik eins og menn, sama hvað. Þennan leik áttum við að klára í fyrri hálfleik en ömurleg frammistaða í seinni hálfleik varð bara til þess að við fengum það sem við áttum skilið. Ekki neitt.

Mignolet var mjög sterkur og skipti heldur betur máli á lykilaugnablikum. Ferlegt að hans frammistaða dugði ekki til neins.

Flanno var lengst af flottur en ryðgaður og of kærulaus á köflum. Lovren átti erfitt gegn frískum framherjum heimamanna og missti sætið í hálfleik til Skrtel sem átti eina verstu innkomu sem ég hef séð. Sakho án vafa bestur í varnarlínunni, Clyne ágætlega solid í vinstri bakverðinum.

Can og Allen áttu flottan fyrri hálfleik en réðu ekki við neitt eftir að Vanyama kom inná og Soton tók þar með völdin á miðjunni. Coutinho átti fyrsta mark okkar skuldlaust en hvarf alveg í seinni hálfleiknum. Origi lagði upp mark númer tvö en datt út á löngum köflum. Sturridge var virkilega sprækur í fyrri hálfleik og skoraði flott mark en er enn ekki í neinni leikæfingu. Mér fannst Adam Lallana bestur hérna.

Því miður er bara ekki að stóla á liðið ennþá…því miður.

77 Comments

  1. Hahahahah þvílíkir aumingjar!

    Eins gott að deildin var löngu búin fyrir okkar menn.

    Vinnur Evrópudeildina.

    Áfram Liverpool!

  2. Átti Liverpool ekki að fá víti þegar að Benteke var hent niður inni í teig? Það þarf að skoða hvort að Skrtel eigi að fá fleiri leiki hjá aðalliði Liverpool.

  3. Þetta var dauðafæri.. City og United að fara spila núna og hefðum við haldið haus væru kominn all svakaleg pressa en í stað rennum við anskoti illa á rassinn.

    Ef og ef, þessi leikur átti að klárast í fyrri hálfleik! Evrópudeildin tók sinn toll og það sást á leikmönnum síðastu 30 mínúturnar, algjört HRUN.

  4. Þeir hafa áttað sig á því í hálfleik að þeir kæmust full nálægt 4 sætinu með sigri í dag og jafnað man utd að stigum sem er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili

  5. ,,Based on the analysis of 27.000 games it’s a hard fact that only 2 rest days diminishes the chances of a team by 40% ” Raymond Verheijen.

  6. Ég tel að menn vilji ekki 4 sætið. Leikmenn eru að þessu viljandi. Enda ekki þeirra hagsmunir að vera í Meistaradeild. Með því að vera í CL þá fær Klopp fleiri og betri menn inn á kostnað miðlungsleikmanna sem Rodger fyllti þetta blessaða lið af. Ég sé ekki aðra ástæðu….. Alltaf þegar við nálgumst 4. þá gerist eitthvað svona,,,,Tilviljun,,,kannski.

  7. Dortmund slær okkur auðveldlega út og við endum í 7-9 sæti í deildini en það er alltaf næsta season (gubb)

  8. Þetta síðasta mark skrifast á Mignolet – skelfileg úthreinsun hjá honum og hann fær þetta í andlitið.

    YNWA

  9. Banjó, þetta er eitt ruglaðasta komment sem ég hef lesið. Ken Ham væri stoltur af álíka samsæriskenningu

  10. Þetta tap skrifast á Klopp, eins magnaður og hann er þá eru þessar skiptingar sem drápu leik okkar. Skrtel ekki búin að spila í einhverja mánuði og fékk btw rautt í leik með u-21 í vikunni. Og svo benteke, ég veit ekki hvað hægt sé að segja um manninn en hann verður ekki hjá Liverpool á næsta tímabili.

    Það sá það hver maður að við vorum að skíttapa miðjubaráttunni í seinni hálfleik og átti Klopp að bregðast strax við og henda inn Henderson en ákveður svo að gera það þegar 5 mín eru eftir. Alltof fokking seint.

    Ég er brjálaður.

  11. Ótrúlegt að missa þetta niður, vesenið byrjaði þegar Klopp varð að breyta vörninni. Gamli Skrölltormurinn var ömurlegur þegar hann kom í vörnina, en ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!

  12. mamma min sagði mer að það er betra að þegja þegar maður hefur ekkert fallegt að segja þannig að…

  13. lélegasti hálfleikur hjá liðinu í einhver ár, benteke gat ekki unnið 1 skallabolta og klúðrar enn og aftur einn à móti markmanni. skrtel vil eg aldrei sjá aftur og flanagan var glataður i þessum leik. klopp fær svo falleinkun afhverju þétti hann ekki miðjuna löngu fyrr. en fyrri hálfleikurinn var gjörsamlega gjeggjaður hja okkar mönnum svo maður reyni að finna einhvað jákvætt ynwa !

  14. Mjög dipómatísk leikskýrsla. Liðið hrundi í seinni hálfleik, það er ekkert flóknara. Fyrsta markið var bara gjöf frá Flanagan og Can. Miðjan hrundi og guð minn góður, Klopp átti sína allra, allra, ALLRA verstu skiptingu síðan hann kom til Liverpool þegar hann setti Skrtel inn á fyrir Lovren. Ég bara neita að trúa öðru en að Lovren hafi verið meiddur en að það hafi ekki verið bara út af gula spjaldinu. En að setja þá Skrtel inn á frekar en Toure er að mínu mati gersamlega óskiljanlegt.

    Ég er ansi hræddur um að ferli Skrtel hjá klúbbnum okkar sé gott sem lokið núna. Auðvitað er ekki hægt að kenna honum einum um þetta algera klúður áðan en samt MJÖG VOND skipting.

    Held að Klopp hafi lært heilmikið um sitt lið eftir þennan leik og þetta fer allt í reynslubankann, en djöfull var þetta dýr lexía.

  15. Þessi leikur var copy-paste af Crystal Palace jafnteflinu vorið 2014. Skrtel er náttúrulega það sem fær mann til að vilja gubba í öllu þessu rugli. Það er einfaldlega of mikið af leikmönnum í þessu liði sem eru ekki winnerear eins og sköllótti Slóvakinn, hann má hunskast úr þessu liði sem fyrst. Kemur inn á og byrjar strax í glímu. Hann er ekki varnarmaður, hann er atvinnumaður í því að bakka frá sóknarmönnum.

  16. Liverpool að spila erfiðan leik á fimmtudaginn. Klopp ber ábyrgð á þessu tapi-dauðþreyttir menn á miðjunni augljóst eftir 60 mínútur. Setur sóknarmann inn á fyrir sóknarmann. Átti að koma með tvo miðjumenn inn á þar. Kútur búinn, Can búinn, Lallana búinn. Skelfilegt að Klopp sjái þetta ekki. Ojo og Henderson inn var algerega No-brainer en hann gerir ekkert!!!!! Týpískt dæmi um vont management.
    Nú er Europa league eini sénsinn á að enda þetta season með einhverri reisn.

  17. Djöfull síður á mér. Hef sjaldan verið eins reiður yfir fótboltaleik.

    Skrtel er úr stöðu í jöfnunarmarkinu og sigurmarkinu, þetta er landsliðleikmaður með mjög mikla reynslu en er að gera sig sekan um 2 mistök með nokkra mín millibili sem er að kosta liðið 3 stig í dag. Þetta er hans síðasta tímbil með liðinu, ef ekki þá er Klopp bara með hausinn á vitlausum stað.

    Set tvist eða jafnvel ás á Skrtel fyrir þennan leik.

  18. Klopp ekki með með sitt á hreinu og verður hann að taka sökina að miklu leyti í dag 🙁

  19. tölfræði skrtel i dag gjöriði svo vel

    Martin Škrtel game by numbers:
    3 goals conceded
    1 penalty given away
    0 tackles won
    0 blocks
    0 interceptions

  20. Í fyrsta sinn síðan 1964 sem Liverpool tapar leik eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik

  21. Mignolet var ÖMURLEGUR, bara í fyrri hálfleik var ég búinn að telja 5 feila hjá honum sem hann reyndar komst upp með, en það var ekki honum að þakka. Tvisvar hljóp hann út í fyrirgjöf en hætti við í miðju hlaupi og stóð eins og álfur í teignum. Þvílíkt grín sem þessi gæji er. Varði reyndar vítið vel. En við þurfum að losna við hann ekki seinna en í sumar….væri jafnvel til í að prófa Ward, ég myndi þó allavega fyrirgefa honum þessi barnamistök öll sökum aldurs og reynsluleysis. Mignolet hefur ekki þann munað að geta falið sig á bakvið svoleiðis.

    Skrtel var ævintýranlega slakur og maður spyr sig hvort það sé tilviljun að þetta hrun kom eftir að hann kom inná? Benteke var ömurlegur, hvernig stendur á því að þessi strákur getur ekki unnið skallabolta? Hann fer varla upp í þá.

    Sturridge var taktlaus eins og undanfarið. Skoraði reyndar gott mark en flest annað var slakt. Leti hans fer alveg afskaplega í mig, mér finnst hann alltaf spila fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, ekki liðið.

    Sakho, ohh Sakho….mig langar svo að líka vel við þig. En ég vil hann í burtu í sumar. Vonandi er þessi Joel Matip alvöru pappír og getur myndað sterkt par með Lovren…..og Lovren, afhverju fór hann af velli? Hlítur að hafa verið tæpur því hann var búinn að vera mjög solid í fyrri hálfleik.

    Benteke, Skrtel, Sakho og jafnvel Sturridge væri ég til í að selja í sumar. Gegn því auðvitað að kaupa alvöru miðvörð og sóknarmann í staðinn. En Mignolet VERÐUR að fara í sumar, í versta falli fá sér sæti á bekknum.

    Ég er nú ekki vanur að kvarta mikið eftir slakar frammistöður en ég bara get ekki Mignolet lengur

  22. Daginn

    Það jákvæða við þetta tap var það að þeir sem héldu að Skrölti væri góður leikmaður halda það ekki lengur, leikurinn hrundi þegar hann kom inná, gaf víti með sínu sígilda peysutogi, alltaf úr stöðu og vann varla skallabolta. Niðurstaðan að því gefnu að Klopp sé ekki blindur er sú að hann verður seldur(gefinn) í sumar, því ber að fagna. Semsagt flottur leikur áður en skröltinn mætti á svæðið.

    Ynwa

  23. Hey, krakkar. Lítið upp frá sjónvarpstækinu og fáið ykkur labbitúr í sólinni. Það er komið vor. Einn skítaleikur breytir því ekki að allt er á uppleið. YNWA.

  24. Djöfulsins skítatorfur sem þetta lið okkar er stundum, en svona er þetta búð að vera í vetur og í fyrra og í hittiðfyrra; liðid vinnur leik og næsta víst að það tapar þeim næsta. Klopp verður að gera betur, til þess var hann fenginn til okkar. Helvítis fokking fokk.

  25. þulirnir á LFC-tv sem eru alltaf mjög diplómatískir eiga erfitt með að leyna pirringnum sínum í garð Skrtel. Klopp var að útskýra í viðtali að hann hafi tekið Lovren út af þar sem hann hafi verið mjög nálægt því að fá seinna gula spjaldið. Þannig að ekki er hann meiddur, sem betur fer.

  26. Leiktíðin hefur verið geðhvarfa sýkt, háir toppar og djúpar lægðir, þetta getur bara ekki verið hollt, en pesónulega, úr því sem komið er, myndi ég frekar villja sjá lægðirnar í deildinni og toppana í evrópu boltanum.

  27. Dapurt!

    Sturridge skorar gott mark úr þröngri stöðu nánast úr kyrrstöðu. Alvöru striker. Benteke var la la hjá verðandi 1 deildar liði Aston Villa og bara spurning hvenær hann kemst ekki lengur á bekkinn. Enginn “fear factor” þegar hann kemur inná og bætir ekki sóknarleikinn. Ekki furða að vera ekki í byrjunarliðinu. Verður seldur í sumar.

    Allen samur við sig í dauðafærum (Everton hér um árið einhver?) en bætir það svo sannarlega upp með vinnusemi á miðjunni. Gefur allt í þetta en hann og Can máttu ekki við margnum á miðjunni í seinni hálfleik. Vantaði tilfinnanlega kraftinn í Henderson og Milner í lokin.

    Skrtel…….. hef sem fæst orð um hann. Öryggisleysi út um alla vörn eftir að hann kom “ferskur” inná. Verður varaskeifa næsta season eftir að Klopp verður búinn að taka til.

    Nú er bara sleikja sárin, næsti leikur heima við Spurs 2. apríl og leikjatörn eftir það.

  28. Af mjög mörgum slæmum var þetta líklega versti tapleikur Liverpool síðan 2013/14 og því miður skrifast þetta algjörlega á nýtingu Klopp á varamönnum Liverpool. Hörmulegar skiptingar kostuðu okkur sigurinn svipað mikið og ævintýralega léleg færanýting liðsins.

    Fyrri hálfleikur var algjörlega frábær, hundfúlt að vera bara 2-0 yfir svo góð voru færi okkar manna. Sterkt í fjarveri Henderson, Firmino, Milner og Moreno plús það að liðið var að spila erfiðan leik á fimmtudaginn.

    Það er alveg hægt að skilja smá hugsunina á bak við Lovren skiptinguna, hann var búinn að eiga erfitt í fyrri hálfleiknum, var á spjaldi og mátti líklega ekki gera mikið til að fá annað spjald. En það að skipta ferkar haugryðguðum og lélegum Martin Skrtel inn heldur en að taka sénsinn á Lovren eða horfa frekar til Toure sem hefur spilað vel undanfarið drap leikinn. Vissilega gott að segja þetta eftir leik en þeir sem hafa horft á Skrtel undanfarin ár hugsuðu þetta líklega allir. Staðan er 5-0 fyrir Watford og Southamton á síðustu 86.mínútum sem Skrtel hefur verið í liðinu. Það er ekki tilviljun. Vona að hann spili ekki aftur fyrir okkar menn, þetta er búið.

    Eins riðlar þetta vörninni alveg, Flanagan var alls ekkert traustvekjandi og á köflum í tómu veseni í seinni hálfleik. Skrtel hefur ekki spilað síðan í desember og var ekkert góður þá heldur og Clyne var að spila úr stöðu vinstra megin. Það er aldrei gott að riðla vörninni svona mikið, hljótum að vera búin að sjá nógu mörg dæmi því til staðfestingar undanfarin ár.
    Þrjú mörk á 40.mínútum hjá Skrtel á móti þremur mörkum á síðustu 795 mínútum án hans. Skoðið hvaða leiki við vorum að spila inn í þessum 795.mínútna pakka. Þetta er ekki tilviljun.

    Miðjan var spræk í fyrri hálfleik en Allen veitir alls ekki sama cover og Henderson er farinn að gera með Can á miðjunni. Það var augljóst frá fyrstu mínútu seinni hálfleiks að Klopp þyrfti að bregðast við skiptingum Southamton í hálfleik og þétta hjá okkur miðjuna. Það að setja Benteke inn fyrir Sturridge var eiginlega verri skipting en að setja Skrtel inná. Hann skammaði svo Benteke strax eftir leik en hefði líklega átt að öskra á sjálfan sig í spegli.
    Skil ekki afhverju í veröldinni hann var ekki búinn að bregðast við eftir svona 10.mínútur af seinni hálfleik.

    Það dró verulega af þeim sem voru að spila á fimmtudaginn sem hjálpaði ekki skipulagsleysingu í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það áttu okkar menn færi til að klára þennan leik, líka í seinni hálfleik, Liverpool átti ekkert betri færi síðast þegar liðin mættust og Liverpool vann 1-6.

    Sturridge er að skora það reglulega að hann þarf helst alltaf að koma við sögu en hann getur augljóslega ekki mikið meira en 50.mínútur og var farþegi þar til hann fór útaf. Benteke gerði ekki merkilegri hluti en fékk engu að síður færi til að klára leikinn og nýtti það hræðilega. Hvernig hann átti að breyta yfirburðum Southamton á miðjunni veit ég svo ekki.

    Firmino og Milner var sárt saknað úr hópnum í dag, sérstaklega þegar verulega fór að draga af Coutinho og Lallana. Eitt af milljón dæmum um hvað Europa League er erfið/dýr með svona sterkri deild heimafyrir.

    Liverpool er núna búið að tapa 15 stigum úr sigurstöðu sem er glæpsamlega hörmulegt. Það eru svona leikir sem eru að kosta okkur sæti í Meistaradeild á næsta ári. Missa niður fáránlega leiki eins og þennan og gegn Sunderland fyrir stuttu. Skíttapa fyrir West Ham og Watford. Heima og heiman gegn hundlélegu United liði, tap heima gegn Palace og jafntefli gegn Norwich o.s.frv.

    Ótrúlega mikið af hræðilega vondum töpuðum stigum í vetur en þetta er held ég það allra versta.

    Að lokum, kudos á Lovren sem ældi út úr sér fyrir leik að liðið væri með momentum og 4.sætið væri ennþá innan seilningar. Vonandi grjóthalda okkar menn kjafti í fjölmiðlum fyrir leiki héðan af.

  29. Í þessum leik lærðum við að Skrtel er ekki fyrsti, ekki annar og ekki þriðji varnarmaðurinn okkar.
    Að Sturridge og Coutinho eru ennþá með þetta.
    Að þrátt fyrir að á tímabili hafi litið útfyrir að þeir væru komnir með eitthvað súperþrek eftir mikla leikjatörn þá var liðið búið, bæði andlega og líkamlega uppúr miðjum seinni hálfleik.
    Að Mignolet getur haldið okkur inni í leikjum sem við erum í raun að tapa.
    Klopp getur misleikið leikinn og gert taktísk mistök, miðjan er styrkleiki Soton og við leyðum þeim að ná henni af okkur.
    Að ef við látum yfirspila okkur á miðjunni og Skrtel er skíta uppá bak, mun samt einhver koma á Kop.is og kenna Mignolet um.

  30. Fjúff sem betur fer bauð lengjan ekki upp á möguleika að veðja á sunnudagsleikina því ég hefði svo sannarlega tapað á liverpool í dag:-)

  31. Lélegt hjá okkar mönnum.En hið jákvæða er að ég held að Klopp geri miklar breytingar á liðinu í sumar. Og vonandi til batnaðar . Get ómögulega kennt Klopp um ósigurinn . Menn sem fara á völlinn eiga bara að standa sig og gera sitt besta. Og þarna vantaði soldið upp á það. Benteke má svo sem fara í ruslið. Skilar engu. En Kaiser Klopp finnur menn sem liðið þarf á að halda.

    Áfram Liverpool og in Klopp we trust

  32. Held eg hafi bara ekki verið jafn ótrúlega sar og svekktur i einhver ár, jesús almáttgur. Konan mín heldur pottþétt að eg se alvarlega sjukur geðklofi því eg hoppaði af kæti herna fram að hálfleik en það eina sem hún heyrði í seinni hálfleik var hátt jess þegar Mignole varði vítið og svo heyrði öll blokkinn þegar eg öskraði ANDSKOTINN þegar pelle jafnaði, eftir það hef eg ekki sagt stakt orð. For inní rúm eftit leikinn nánast grenjandi og var að koma fram og se United vera að vinna City. Var buin að sja fyrir mer að halda með Man Utd i dag ef okkar menn næðu i 3 stig en eftir að við topuðum vildi eg sja city cinna bara til að svekkja mig minna a okkar leik.

    Fokk hvað er svekkjandi ef United vinnur að hugsa um það að okkar menn væru i dauða dauða færi a 4 sætinu hefðum við bara tussast til að vinna i dag.. Nuna gratbið eg um 2 mörk fra city til að slutta lika a 4 sætið hja Man Utd

  33. Svona í tilefni dagsins……… væri það nú ekki bara svolítið sætt ef West Ham tæki 4 sætið??

    Engin Meistardeild í Manchester borg og Guardiola fær bara einhverja meðalskussa til sín. Van Gaal áfram með MU og ennþá að reyna finna upp hjólið í möppunni sinni.

    Og Leicester meistari í vor……… bara huggulegt.

  34. #35
    Hver kenndi Mignolet um þetta tap? Ég las honum hressilega pistilinn en kenni honum ekki um í dag. Lastu það út úr þessu hjá mér eða varstu að tala um einhvern annan?

    Breytir því ekki að hann var ömurlegur þó það kæmi ekki niður á úrslitunum beint…hann átti þó sinn þátt í þriðja markinu. Hann varði vítið vel, hvað annað gerði hann af viti í dag? Ertu að tala um æðisleg úthlaupin hans í fyrirgjöfum? Hvað með hvernig hann er alltaf á tánum þegar það koma sendingar innfyrir og er fljótur að átta sig? Hvað með frábæru spyrnurnar hans, ein slík átti sinn þátt í sigurmarkinu í dag. Ég held að það sé enginn að kenna honum beint um tapið í dag, heldur eru menn bara að benda á það augljósa. Mignolet er vonlaus markvörður og gerir allt of mörg mistök, þó hann komist stundum upp með það eins og í dag(fjölmargir feilar en bara einn sem kostaði, spyrnan í þriðja markinu). Ég er búinn að fylgjast með Liverpool síðan ca 1985, ég man ekki eftir lélegri aðalmarkverði hjá okkur. Varamarkvörður Southampton í dag er hugsanlega betri en Mignolet eins sorglegt og það nú hljómar…..kannski ekki en þeir eru álíka lélegir!

  35. horfði á city – united. leikmenn united hrynjandi í hrönnum úr krampa síðustu mínútur enda nokkurn veginn sama liðið og búið að spila erfiða leiki 2svar í viku undanfarnar vikur líkt og við. líkamlega búnir þeir náðu að grinda sinn skítasigur. okkar menn gáfust upp, með 2marka forystu þegar lítið var til leiksloka. kopp ÞARF að taka á þessari uppgjöf.

  36. Viddi,
    nei nei maður engin mörk frá Shjitty 🙂
    0-1 sigur og bara 1 stig í 4 sætið fyrir okkur United menn 🙂
    kv. stebbi

  37. Hrikalega svekkjandi í dag en mér finnst eiginlega út í hött að afskrifa 4. sætið strax. Ef við vinnum Everton í leiknum sem við eigum inni eru 4 stig í City. Ég sé ekki að West Ham og Man Utd. haldi dampi til að ógna City en við getum það vel. Líkurnar eru ekki með okkur, ég viðurkenni það, en það er allt hægt – 24 stig í pottinum.

  38. Það var alveg augljóst að við vorum að fara að missa þetta niður miðað við hve mikið miðjan var að missa boltann í seinni. Svo bætti ekki úr skák að Skrtel náði ekki að vinna skallaeinvígi í 2. markinu og svo í því þriðja nær hann ekki að hreinsa heldur! Pirrar mig líka svakalega að Sakho með sínar löngu lappir var með mennina í öllu mörkunum en nær ekki að komast fyrir skotin! Held að Klopp vita nú að hann klúðraði með að setja Skrtel inn. Maður breytir ekki vörn sem er að virka! Svo átti hann að bregðast við miðjuveseninu mikið fyrr.
    Mikið djöfull er þetta pirrandi.

  39. Það er gjörsamlega glatað að geta ekki fengið almennilegan stöðugleika í þessa vörn og að menn spili 10-15 leiki í röð, Ef það er staða á vellinum sem þú vilt ekki hringla í þá er það vörnin og það sést vel í dag.

    Flanagan kemur inn, Clyne á vinstri og svo Skrtel inn í seinni, en góðu fréttirnar eru kannski þær að Skrtel er trúlegast á sínu seinasta tímabili með liðinu, hann er frekar slappur varnarmaður, það verður bara að segja eins og er.

  40. Hver sá sem heldur (eða hélt fyrir leik) að Liverpool gæti náð 4. sætinu þarf að fara í einhverskonar firringarmælingu.

    Að því gefnu, þá kæri ég mig eiginlega ekkert um 5., 6. og hugsanlega 7. sætið (fer eftir hverjir mætast í úrslitum FA hvort það gefi sæti í Evrópudeild). Tek 8.-17. sæti fram yfir þau alla daga. Vissulega eigum við að hafa nógu stóran hóp til að geta spilað í CL en við bara eigum hann hvorki og til hvers að gera okkur erfitt fyrir útaf einhverri B-keppni.

    Öll sætin nema 1. sæti eru tapsæti (já Wenger minn svona er það bara) og mismunur peningaverðlauna þeirra er smávægilegur í samanburði við aðra innkomuþætti. Án EL getum við losað okkur við fleiri leikmenn og keypt færri og betri. WinWin.

    Þannig getum við réttlætt þennan ósigur en engu að síður verð ég alltaf pirraður útaf tapleikjum og sérstaklega svona klaufalega töpuðum leikjum. Ég vona að fólk sé farið að átta sig á takmörkunum Skrtel eftir næstum áratug hjá félaginu. Verið versti varnarmaður liðsins sennilega öll þessi ár.

    Annars er kominn tími á að Benteke missi sæti sitt á bekknum, hann er ekki nógu góður fyrir það. Þvílíkt hræ af leikmanni. Þetta eru svo miklu verri kaup en Andy Carroll sem var ekkert slæmur hjá okkur þó hann hafi ekki verið 35m góður.

    4 skot á markið, 3 mörk. Þetta kallast víst framfarir hjá Liverpool. Vei.

    Spáum í Dortmund, tönkum þessa deild og gefum ungum leikmönnum séns.

  41. Loftur, hvað meinar þú með Skrtel hafi nærri unnið deildina fyrir 2 árum. Hann var einmitt orsökin fyrir því að við unnum ekki deildina 2014 enda fékk liðið á sig 50 mörk í deildinni, sem er álíka mikið og lið sem enda í miðri deild. Ég er búin að tuða um að liðið sé hörkugott en hugarfarið furðulegt og veika staðan er varnarlega hvort sem það er varnarmennirnir eða miðjumennirnir. Þessi leikur staðfesti þessar pælingar algjörlega. Skrtel er sennilega ofmetnasti leikmaður liðsins, jafnvel allra tíma, og þó víðar væri leitað. Til að veturinn verði drullusæmilegur í deildinn verður að hala inn sem flest stig í leikjunum sem eftir eru og hef ég trú á að það takist. Áfram svo Liverpool rífa sig upp eftir þetta skítatap.

  42. Ekki að það skipti einhverju máli en sigur Utd. á City í dag gerir það að verkum að það er alveg jafn langt í 4. sætið hjá okkur og fyrir leikina í dag, þ.e. 7 stig og við eigum einn leik til góða og getum safnað samtals 27 stigum í viðbót. Líka athyglisvert að við erum búnir að spila 13 heimaleiki en 16 útileiki sem þýðir það að af þessum síðustu 9 leikjum okkar í deildinni eru 6 heimaleikir.

    Er lengi búinn að segja það að liðið er bara ekki nógu stabílt til að geta landað þessu blessaða 4. sæti, því miður. Það verður lagað fyrir næsta tímabil. Klopp gerði nokkur mistök í dag sem hann lærir the hard way af.

    1) Skrtel er og verður ekki nógu góður leikmaður fyrir LFC. Verður sennilega seldur í lok tímabils og keypur öflugur hafsent.

    2) Þetta er fullreynt með Benteke. Hann var ömurlegur í dag. Verðum að kaupa öflugan framherja í sumar. Ekki hægt að stóla á Sturridge og þó að Origi sé efnilegur þá skorar hann ekki mikið.

  43. Æ mig langaði umfram allt að Klopp næði sigri í dag. Bara uppá stöðugleika og sjá hann væri að ná tökum á deildinni þrátt fyrir þessa “Rodgers” leikmenn. En Klopp gerði þvi miður ekkert til að halda forystunni. Hann hreinlega virtist bara ættla að treysta á að þetta mundi reddast. Eins og staðan er nuna vona eg bara að Sturrage haldist heill og að Brassarnir sýni stöðugleika í sínum leik. Klopp er frábær en þetta var vont í dag.

  44. #39
    hvað er huggulegt við það að van gaal verði áfram hja Man utd
    hann er buinn að stýra þeim i einhverjum 6 leikjum á móti okkur og við höfum unnið 1 og hann er enþá með þá i FA cup
    við getum ekki gert grín að van gaal og Man utd, þar sem hann virðist vera að landa betra tímabili en við

  45. Fyrir mér er ástæðan fyrir tapinu tvíþætt:

    * Skrtel kemur með óöryggi með sér í vörnina þegar hann kemur inná. Hvort það er út af því að hann sé svona lélegur varnarmaður (n.b. þá var hann kjörinn leikmaður ársins fyrir… 5 árum síðan?) eða hvort það er út af skorti á samhæfingu skal ósagt látið.

    * Helmingurinn af liðinu (Can, Lallana, Coutinho, Sakho, Clyne og Mignolet) var að spila á fimmtudaginn, og ljóst að það var farið að draga mjög af mönnum í seinni hálfleik. Hjálpaði ekki að Southampton menn fengu ferskar lappir inn á miðjuna í hálfleik.

    Ég held að það hljóti samt að vera þannig að með tilkomu Matip á næsta tímabili, þá sé Skrtel dottinn niður í a.m.k. 4 sætið í röð miðvarða, og jafnvel neðar. Svo það kæmi ekki á óvart ef hann væri á útleið.

    Eins og fleiri þá lít ég á þetta tímabil sem ekkert annað en upphitun fyrir næsta. Þið vitið, næsta tímabil verður okkar tímabil…. right? Right? Hellooooo…. anyone?

  46. mér fannst einn leikmaður bera af og það var Lallana, tek undir með skýrsluhöfundi varðandi val á manni leiksins. Hann var ótrúlega sprækur og stöðugt ógnandi sóknarlega. Vann boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum. Hann blómstrar þessa dagana í leikkerfi Klopps og má vel við því enda ferillinn hjá lfc búinn að vera brösóttur.

    Ég tek undir gagnrýni á Skrtel, hann hefur ekki verið neitt sérstakur varnarmaður síðustu ár og sérstaklega ekki þegar hann hefur ekki sterkan leiðtoga sér við hlið. Að spila honum haugryðguðum virðist heldur ekki hjálpa. Ég er samt ekki viss hvort ég hefði endilega valið Toure framm fyrir hann enda báðir að mínu viti nægjanlega sterkir.

    Flanno fannst mér klaufskur og eiginlega bara lélegur, tapaði boltanum nokkrum sinnum illa.

    Eins skemmtileg og mér fannst miðjan í fyrri hálfleik þá hrundi hún í seinni…..allen gjörsamlega týndist og afsakaplega fannst mér hann og Can þurfa meiri hjálp. Alveg ljóst að Origi, Sturridge og Benteke þurfa að hjálpa þegar við spilum með tvo “strikera” í liðinu. Origi var fínn i fyrri hálfleik og sturridge skoraði gott mark en þessir menn mættu varla til leiks í seinni og greinilegt að Sturridge var bara game over eftir 60min. Síðan er það átakanlegt hvað Benteke nær illa að stimpla sig inn, óganði ekkert eftir að hann misnotaði færið sitt eftir undibúning Lallana.

    Mér fannst eiginlega sárast af öllu að Allen skyldi ekki ná að klára þessa helvítis geggjuðu sókn í fyrri hálfleik…..einhvern veginn svo mikið saga hans hjá lfc.

    Ætli niðurstaðan hafi ekki verið sú að of margir leikmenn brugðust traustinu í seinni hálfleik og það kristallaðist í mistökum hjá veikustu hlekkjum liðsins, liðsheildin tapaði þessu að mínu mati.

  47. #42 Eru í alvörunni ManU-menn að kommenta hérna? Hversu lame er það?

    YNWA!

  48. anda rólega og fókusa á það sem við erum í.

    deildin fer ekki í taugarnar á mér því ég gerði aldrei neina von um að við næðum meistaradeildar sæti… eitthvað sem við getum hugsað um á næstu leiktíð þegar það er búið að lappa aðeins upp á hópinn.

    hinsvegar tel ég það plús ef við endum í 7-10 sæti, vera lausir við evrópudeildina á næstu leiktíð er risastór plús.. minna leikjaálag.

    segi ég bara eins gott að united og við vinnum tottenham til að hjálpa leicester við að halda toppsætinu.. þeir eru svo nálægt þessu og það væri grátlegt ef þeir misstu fyrsta sætið svona á loka sprettinum.

    væri skondið ef west ham tæki 4 sætið og liverpool, man utd, man city og chelsea væru öll fyrir utan meistaradeild á næstu leiktíð.

  49. Skil ekki svona hugsunarhátt, að vera ánægður með að sleppa Evrópukeppni útaf minna leikjaálagi. Ég vil ná í Meistaradeildina, ef ekki þá UEFA keppnina. Ekkert væl um leikjaálag, við eigum bara að vera með hóp sem ræður við þetta!

  50. Sæl og blessuð.

    Þetta var ekki nógu gott. Ljóst má vera að mannskapurinn lafir á lyginni. Þarf að þétta raðir og hreinsa út. Eymingja Skörtel er klárlega ekki-maður leiksins. Svo var átakanlegt hvað þeir voru eitthvað smáir á miðjunni.

    Jæja, það er mánudagsmorgunn.

  51. Sælir félagar, þegar maður er i Englandi þa horfir maður a Match of the Day um kvöldið a sunnudegi. Menn þar voru mjög ósáttir með framkomu Klöpp gagnvart Beneteke eftir leik þar sem hann hundskammaði leikmanninn fyrir framan allan völlinn. Eg er sammála þeim að þetta a Klopp að gera inn i klefa eftir leik ekki a vellinum.
    Annars er augljóst að liðið var þreytt og ekki tilbúin i að fa tvo fríska fætur inn i staðin fyrir þreytta labbir i byrjun seinni.
    Svona er þetta bara, styðjum okkar menn og hættum að drulla endalaust yfir allt og alla. Erum i 8 liða urslitum i EL og va hvað eg væri til i að vinna þann bikar frekar en að na 4 sæti i deild.

  52. Greinilegt er að nokkrir menn eru á útleið annaðhvort vegna eigin ógetu eða vegna þess að þeir falla ekki inn í kerfi Klopp:
    Benteke klárlega ef eitthvað lið vill kaupa hann.
    Lucas sem virðist ekki getað leikið eins og þegar hann var bestur fyrir meiðslin fyrir nokkrum árum.
    Skrtel sem er greinilega búinn og hefur í raun aldrei verið topp leikmaður.
    Touré fer sennilega en hefur þó verið að leika sæmilega þegar hann fær séns.
    Henderson spurningarmerki og jafnvel einhverjar fara-ekki fara hugmyndir hjá honum sjálfum.
    Allen veit ég ekki hvort Klopp er fullkomlega ánægður með. Allen er ekki miðjumaður af því kaliberi til að spila í toppliði.
    Held að Klopp smíði nýja liðið kringum Lovren, Can, Lallana og Firmino. Vill því hafa leikmenn sem henta leikstíl þessara leikmanna.

  53. Hefði þessi leikur unnist og aukaleikurinn líka þá væri liðið 1 stigi frá meistaradeildarsæti, frábært!

  54. Hættið að tala um þreytu. Man U spilaði bikarleik a milli evropuleikja og unnu svo City i gær a fullri ferð allan timan. Vill ekki heyra neinar þreytu afsakanir hérna.
    Aumingjaskapur og ekkert annað. Tökum bara næsta keik þessi er búinn.

  55. eins og ég var svekkt eftir að hafa horft á fyrri hálfleik þar sem liverpool réði ríkjum og hefðu þá átt að klára leikinn þá gerðist það ekki með a,m,k 4 mörkum!. En það sem gerðist hjá south. að mínu mati var að fyrri hálfleik voru þeir í því að sparka og rugla í Devan lovren þeir höfðu lítinn áhuga á öðru.Hann fékk þar með gult spjald. Það versta gerðist að hann fór út af og Skirtel minn kom inn á. þar með leysti Klopp stressið hjá South og þeir yfirspiluðu okkur í seinni hálfleik. við áttum því miður lítil svör við því enda fóru úrslitin á þennan hátt, hins vegar fannst mér mjög athyglisvert að klopp virðist skamma Bentek fyrir hans hlut það var síður svo að hann bæri einn þessa ábyrgð, Joe allen klúðraði í dauðafæri, og Sturridge í seinna færi sínu, Liðið virtist algeralega búið á því, sér í lagi sóknarleikurinn eftir annars frábæran leik í fyrri hálfleik, miðjuspilið var lélegt og vörnin virtist ekki vita hvað hún átti að gera eftir að Skirtrel minn kom inn á.Það var helst Shako sem reyndi, Clyne, var ofmikið að reyna að sanna sig sem leikmann liverpools til þess að ógna South að mínu mati. Hvað kom eiginlega fyrir get ég ekki svarað.Nema það að liðið virtist hafa hætt að trúa á sig og gefist upp.

  56. Mikið vildi ég óska að enhver setur envern pistil hérna inn, bara einhvern… má þess vegna vera um hvernig ýsa er betri en þoskur, bara eitthvað sem kenur þessari fyrirsögn neðar á síðuna svo maður verður ekki þuglyndur þegar maður villist hérna inn.

  57. Ég er ennþá ekki búinn að átta mig á því hvernig liðið náði að klúðra þessum leik. Ein rétt skipting hefði gert útum þennan leik. Þetta eru þeir punktar sem ég velti fyrir mér:

    – Af hverju setti Klopp, Benteke inná? Við vorum búnir að tapa miðjunni áður en hann kom og það lá í loftinu að Soton myndi skora. Skipting þar sem Hendo eða Brad Smith kæmu inn á hefði bætt helling, því þá hefði verið hægt að setja Coutinho fram og annaðhvort Smith eða Hendo út á kant til að elta Mane.

    – Af hverju í ósköpunum setur hann ryðgaðann Skrtel inná? Ekki búinn að spila aðalliðsleik síðan í desember, var það ekki nógu mikið rugl á vörninni að hafa Flanagan hægra megin og Clyne vinstra megin? Ég kaupi ekki þessa afsökun Klopp að hann hafi skipt Lovren vegna þess að hann væri á gulu spjaldi. Hvaða heimsklassa þjálfari gerir svona? Erum 2-0 yfir í hálfleik gegn erfiðum andstæðing. Hitt liðið gerir tvær skiptingar og hann tekur besta varnarmann liðsins útaf og setur ryðgaðan í staðinn sem átti slappa leiki með varaliðinu á undan.

    – Menn vilja klína þessu á Skrtel sem er skiljanlegt að einhverju leyti, en það er ekki honum að kenna að leikmenn Soton hafi komist bakvið miðjuna okkar trekk í trekk. Ekki nóg með það að þá var það Flanagan sem átti hræðilega sendingu sem bjó til fyrsta mark Soton.

    – Af hverju tók Klopp ekki stoltið aðeins frá og láta liðið frekar bara spila varnarleik þar sem Soton voru búnir að eigna sér miðjuna? Coutinho var orðinn dauðþreyttur, en samt var hann, Allen, Origi og Benteke hátt upp á velli að pressa sem gerði það að verkum að Soton komst auðveldlega upp miðjuna okkar.

    – Ég velti því fyrir mér eftir leik af hverju Klopp hafi tekið Benteke fyrir í lok leiksins fyrir framan alla. Var hann að reyna að sýna öllum að úrslitin hafi verið Benteke að kenna en ekki honum sjálfum? Þetta var hræðilegt “man management” hjá honum. Fyrir mitt leyti var þessi leikur taktískt afhroð. Eins mikla snilli sem Klopp hefur sýnt í skiptingum á leiktíðinni að þá botna ég ekkert í því af hverju hann tók þessar “amateur” ákvarðanir.

    Í stað þess að taka rokkið á þetta að þá tók hann Justin Bieber.

  58. @Einar Matthías

    Þú segir í #34:

    “Firmino og Milner var sárt saknað úr hópnum í dag, sérstaklega þegar verulega fór að draga af Coutinho og Lallana. Eitt af milljón dæmum um hvað Europa League er erfið/dýr með svona sterkri deild heimafyrir. ”

    Er eitthvað auðveldara að vera í meistaradeild og spila við enn sterkari lið og þurfa svo að spila á laugardegi? Jú, ok, mögulega ef maður á þriðjudagsleik.

    Eins og Ingi Sig. segir í #61, þá er það bara engin afsökun að hafa spilað evrópuleik þremur dögum áður.

    Jú, það er ekki gott að fá bara tveggja daga hvíld, eins og rannsóknir sýna, en það er eins fyrir öll lið sem spila í evrópukeppni.

    Við viljum væntanlega að liðið sé í meistaradeildinni, þrátt fyrir aukið álag, er það ekki?

    Ég er þeirrar skoðunar að hópurinn á að ráða við þetta álag.

    Þetta á ekkert að vera flókið:
    Ef álagið er mikið, þá á þjálfarinn að aðlaga uppstillingu/liðsval/spilamennsku eftir því.
    Klopp gerði það ekki og liðið hrundi eins og spilaborg. Höfum séð þetta áður hjá honum.
    En vonandi fer hann að læra inn á þetta, ég hef fulla trú á honum!

  59. Vörnin, vörnin, vörnin eða varnarleysið. Af hverju tala menn ekki meira um vörnina. Þegar vörnin er léleg þá nýtast mun verr þau fáu mörk sem liðið skorar. Hef ekki enn skilið af hverju ekki er lögð höfuðáhersla að kaupa sterkann varnarmann og reyndar nokkur síðastliðin ár. Ef skoðaðar eru tölur um mörk fengin á sig (í vetur) þá hefur liðið ekki fengið á sig fleiri mörk per leik síðan tímabilið 1964-65. Við erum að tala um hálfa öld. Sterkur varnarleikur hefur lengi verið eitt af einkennum Liverpool en síðastliðin 3-4 tímabil hefur hann ekki verið samboðinn félaginu. Góður árangur flestra liða byrjar á vörninni og þeir sem reyna að halda öðru fram hafa lítið vit á fótbolta. Að undanskyldu þessu atriði þá er liðið aldeilis fínt og margir leikmenn verulega góðir. Girða sig svo almennilega í brók það sem eftir er af tímabilinu og taka Evrópudolluna.

  60. Ætli það se eitthvað til i að Yaya mæti a svæðið i sumar?….eg held að það yrðu svaðaleg kaup.

  61. podcast fljótlega? er til í að sjá þessa færslu koma neðar svo að hún verði ekki lengur efst

  62. Það á bara að eyðileggja fyrir manni paskana með þessari færslu.

    Opinn þráður væri bara fínn, takk.

  63. Flott move hjá Klopparanum að fara með guttana til Tenerefe.
    Held að hann geti virkilega hjálpað einhverjum peyjum þarna til að taka stóra skrefið yfir á stóra sviðið.

    Annars má þessi færsla standa sem lengst sem fín áminning um að það er verk að vinna áður en menn fara að vinna.
    YNWA

  64. Bara svona til að dreifa huganum fram að næstu færslu.

    Má ég biðja um eitt og aðeins eitt orð sem ykkur finnst lýsa Klopp best. Mitt væri “integrity”.

  65. Úff. Ef þessi færsla verðu enn efst á morgun verður það sannarlega langur föstudagur!

  66. Framlínan hjá okkur að gera virkilega góða hluti – 90 mills samkvæmt slúðrinu ?. Ef við fáum 40m fyrir Benteke og 50m fyrir Sturridge þá stefnir í fínan glugga í sumar ?

Byrjunarliðið gegn Soton

Opinn þráður – Johan Cruyff