Liðið gegn United

Liðin eru komin fyrir leikinn á Old Trafford

Svona hugsa ég að þetta sé
United - Liverpool
Bekkur Liverpool: Ward, Toure, Benteke, Allen, Origi, Ibe, Smith

Bekkur United: Romero, Depay, Valencia, Schneiderlin, Schweinsteiger, Darmian, Williams.

Moreno er meiddur, enn ein hamstring meiðslin sem svo gott sem káluðu þessu tímabili hjá okkur. Milner kemur inn fyrir hann og er væntanlega hægri bakvörður frekar en Emre Can sem vissulega hefur spila þá stöðu, meira að segja gegn United ef ég man rétt.

Sama lið að öðru leiti og gekk frá þeim um daginn.

Eina breyting Van Gaal er að setja Carrick inn í byrjunarliðið og er spurning hvort hann eða Blind verða á miðjunni. Fellaini slapp við bann og er þá á sínum stað á miðjunni.

Ekkert rugl í kvöld, klára þetta og það sannfærandi takk.

92 Comments

  1. Reyndar virðist liðið svona:
    Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Milner, Can, Henderson, Lallana, Coutinho, Firmino, Sturridge.

  2. Ertu viss um að Moreno sé í liðinu. Get ekki betur séð en að Milner sé í bakverðinum.

  3. Svona er liðið skv. opinberu síðunni.

    Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Milner, Can, Henderson, Lallana, Firmino, Coutinho, Sturridge.
    Subs: Ward, Toure, Smith, Benteke, Allen, Origi, Ibe.

  4. lýst ekkert vel á milner í bakverði en við tökum þetta 3-1 utd menn eru örvæntingarfullir og það mun skjóta þeim um koll KOMA SVO !!!!!!!

  5. Skil ekkert hvað þið eruð að tala um 🙂

    Skrifa þetta annars á helvítið hann Eyþór, ég var í panikki er liðið var ekki komið og gleymdi að uppfæra liðið frá síðasta leik á meðan ég kláraði færsluna.

  6. Með þessa framlínu að þá hljótum við að ná að setja eins og eitt mark á þetta lið.

  7. Fyrstu 5 mín….allt í járnum og bæði lið átt ágæta spretti, stefnir í fjörugan leik

  8. Er á leiðinni í 10 daga frí á Tenerife en þori bara ekki að fá mér bjór fyrr en okkar menn skora!!!

  9. Afhverju erum við að liggja til baka og verjast? Það er stórhættulegt. Sækjum eitt helvítis mark og gerum út um þetta

  10. Clyne er búinn að vera hræðilegur í leiknum og svo gefur hann víti núna

  11. Clyne í vinstri bak og Milner hægri! Clyne ekki með getuna í þetta

  12. Af öllum leikjum þá þurfti Clyne að verða ósannfærandi í þessum leik! Vonandi að okkar menn fari að mæta til leiks!

  13. Hvar er Coutinho?
    Nú þurfa menn að girða sig í brók og ná einhverjum tökum á þessum leik. Þetta er skítlélegt man utd lið

  14. Nóg eftir.. þruma í slá hjá Sturridge og núna Henderson að missa aaaaaalgjöran sitter. Munum skora

  15. við verðum að nyta færin, Henderson rett aðan og coutinho með mjog gott skotfæri fyrr i leiknum þar sem De Gea fram honum.

    verðum að tussa inn einu marki

  16. Liverpool eru heldur betur búnir að fá færi til að skora og um leið og fyrsta markið kemur að þá er þetta einvígi búið en þetta er of spennandi svona á meðan að Liverpool eru ekki búnir að skora.

  17. Er að horfa á þetta yfir Atlantshafi á tengingu sem Icelandair segir að sé 3G en er nær Dial-Up. Náði þessu marki samt. Eruð þið ekki að grínast með þetta!!!

  18. Svona á að gera þetta gefa þeim smá von og kremja þá svo eins og pöddur á hálfleiksflautinu.

  19. Þetta einvígi er búið gott fólk 🙂
    Fáum Dortmund í næstu umferð 😉

  20. Jeij. Coutinho að minna á sig. Var næstum búinn að gleyma honum. Búið spil!

  21. Hvað getur maður sagt? Ætlaði að agnúast út í Cautinho vegna þess að mér fannst hann bera ábyrgð á fyrsta markinu … en hvað getur maður sagt. Þvílíka snilldin. Stórkostlegt mark á hárréttum tíma.

    Ekkert kjaftæði svo í seinni hálfleik.

    Áfram Liverpool!

  22. Það þurfti eitthvað sérstakt til að koma boltanum framhjá De Gea og það það gerðist svo sannanlega. Ekki frá því að Coutinho hafi verið með slúttið hjá Messi í gær í huganum. Svona gera bara heimsklassaleikmenn. Þetta ætti að létta spennunni og hjálpa mönnum að setja annað markið.

  23. Coutinho er einhver albesti leikmaður sem hefur spilað með Liverpool….þessi yfirlysing er i boði Brio.

  24. Spáin mín getur enn ræst, 3 mörk enn Sturridge 2 og Can 1 koma svo LIVERPOOL 🙂

  25. #48

    Þarf ekki eitthvað sterkara en 4.8% til að bakka upp svona yfirlýsingu? 🙂

  26. Það má líkja þessu við að Kúturinn hafi skorað tvö mörk, því núna þarf Man Und allt í einu þrjú mörk til að sigra í leikinn í stað eins áður en hann gerði markið.

  27. Nr 42, það er skrifað í skýin að þetta verða okkar menn vs. Dortmund í úrslitum, þvílíkur leikur sem það yrði.

  28. Svona mark eins og Coutinho var að bjóða upp á á að telja tvöfalt þaniig að við erum að tala um að staðan er 1-2 fyri Liverpool í hálfleik

  29. Er à bar à Tenerife með fullt af utd fans þeir eru ekki kàtir ì hàlfleok greyjin en àfram svona lads

  30. Sæl öll.

    Þetta er sko alls ekki búið!!?!
    Núna kristalaðist helsti akkilesarhæll Henderson, það vantar mörk í hann.

  31. Þetta fer ekki í framlengingu úr þessu. Nú er að halda haus og læða inn einu í viðbót með handfylli af salti í sárið.

  32. Þá verður allavega ekki framlenging og vító….það verða úrslit á 90 mínútum í þessum leik.

  33. Ég veit ekki hvað málið er með Clyne í þessum leik en hann hefur verið vægast sagt slakur og brjótandi á mönnum á hættulegum stöðum vona bara að hann fái ekki annað gult spjald sem þýðir rautt. Hann hefur alls ekki verið sjálfum sér líkur því að vanalega er hann frekar traustur varnarlega.

  34. Já, Clyne í bullandi vandræðum. Vantar aðeins meiri yfirvegun í þetta. Þurfum að fá Firmino meira inní leikinn.

  35. Af hverju lokum við ekki þessum leik?? Erum að bjóða upp á allt of opið spil. Firminho og Sturridge út, Allen og Origi inn.

  36. Ég spyr bara eins og bjáni… er sturrage að reyna á sig?
    missir boltan í hvert skipti sem hann reynir eitthvað.
    Ég vil fá Origi inn

  37. Þvílíkt run hjá Coutinho en alveg skelfilega afgreitt hjá Studge

  38. Af hverju eru allir svona alvarlegir í framan? Er jarðaför í gangi?

  39. Kúturinn hefði átt að klára þetta! Mikið betra að sjá Origi inná í stað Sturridge.

  40. Satt er það #73, miðverðirnir og Can búnir að vera ótrúlega öflugir. Öll vandræðin varnarlega á vængjunum.

  41. hvernig er þetta ekki rautt á schweinsteiger? reyndi aldrei að fara í boltann, var bara að spá í að sparka lallana niður…

  42. HalliPalli: Er það ekki bara proffessional foul ….og það er bara gult?

  43. “not graceful, but he gets the job done”

    Amerískur lýsir um Mamadou okkar Sahko =P

    Djöfuls leik er kallinn búinn að eiga!

  44. Alvöru innkoma hjá Origi. Bastian átti að fá rautt allan daginn.

  45. Sakho er minn maður leiksins, stoppar allar tilraunir til sókna hjá djöflunum

  46. Sakho er búinn að éta allt og alla þarna í vörninni verið alveg frábær

  47. Núna vantar bara cherry on top og skora eitt falllegt(eða hundljótt) mark á helvítin 🙂

  48. Þetta Utd lið er svo lélegt að þeir væru örugglega í fallbaráttu ef de Gea væri ekki í markinu.

Evrópa. United. Old Trafford. Á morgun.

Man Utd – Liverpool – 1-1