Crystal Palace – Liverpool 1-2

Rosalega hressandi sigur á Crystal Palace, loksins loksins. Fáránlega gaman að vinna leiki með marki í síðustu spyrnu leiksins.

Þessir 11 hófu leik hjá Liverpool í dag

Mignolet

Flanagan – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Lallana – Origi – Firmino

Bekkur: Ward, Toure, Clyne, Allen, Coutinho, Sturridge, Benteke

Opnunarmínúturnar voru mjög fjörugar og eftir korter hefði staðan vel getað verið 3-2 fyrir Palace. Bæði Bolasie og Adebayor hefðu t.a.m. átt að skora fyrir Palace. Mignolet varði vel frá Bolasie og Adebayor fékk frían skalla sem fór í þverslánna.

Eftir þessa fjörugu byrjun dó þetta töluvert út og dómarinn tók rest af hálfleiknum í stífar æfingar fyrir lúðrasveitarmót sem hann er skráður í næstu viku og blés af krafti. Palace voru þó klárlega með yfirhöndina út fyrri hálfleikinn á meðan flækjustigið á sóknarleik Liverpool var hærra en leikmenn liðsins ráða við.

Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og það skilaði Palace marki strax í upphafi hálfleiksins. Varnarmenn Liverpool fór í keppni hver gæti staðið sig verst í að hreinsa boltann í burtu og eftir þó nokkar tilraunir nennti Joe Ledley þessu ekki lengur og hamraði boltann í netið. Gjörsamlega óþolandi.

Eftir klukkutíma kom Coutinho loksins inná en fyrir Flanagan sem hafði átt mjög erfiðan dag. Milner skemmdi þessa tilraun Klopp strax mínútu seinna er hann fór í algjörlega tilgangslausa og mjög lélega tæklinu sem skilaði honum öðru gulu spjaldi en hann hafði farið í bókina í fyrri hálfleik einnig. Milner fullkomnaði þar vondan dag sinn.

Á 71.mínútu fengu okkar menn gjöf frá Palace er markmaðurinn hrasaði aðeins við það að sparka boltanum frá markinu og sendi þess í stað beint á Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin.

Benteke kom inná þegar rúmar tíu mínútur voru eftir og var mjög nálægt því að skora í sinni fyrstu snertingu og satt að segja voru okkar menn töluvert líflegri manni færri en heldur en þegar jafnt var í liðum. Ekki beint jákvætt það fyrir varafyrirliðann. Moreno var þó næst því að skora fyrir okkar menn en langskot hans á 86.mínútu söng í stönginni. Mjög óheppninn að skora ekki.

Pressa Liverpool hélt áfram lokamínútunar og Benteke var í alvörunni mjög öflugur eftir að hann kom inná. Hann bjargað svo deginum er hann komst í gegn er 26 sekúndur voru eftir af uppbótartíma og fékk dæmda vítaspyrnu. Hann fór sjálfur á punktinn enda allir aðrir leikmenn liðsins nýlega búnir að klikka á víti.

Ótrúlega sætur sigur fullkomlega upp úr þurru hjá okkar mönnum. Mjög öflugt að koma til baka manni færri og guð minn góður hvað Crystal Palace átti skilið að tapa fyrir Liverpool með þessum hætti.

Þetta sýnir hvað það er öflugt að eiga góða menn á bekknum sem geta gjörbreytt leikjum, það var nóg af slíkum mönnnum á bekknum í dag.

Maður leiksins

Engin keppni um mann leiksins, Dejen Lovren var algjörlega frábær í dag og er klárlega maður leiksins. Benteke átti frábæra innkomu og vann leikinn og eins koma Emre Can og Mignolet út í plús frá þessum leik. Coutinho kom inn á miðjuna eftir að Milner fór af velli og þar á hann að vera héðan af, engin spurnin. Þetta er allt annað lið með hann í hringiðunni og það sást í dag þrátt fyrir að við værum manni færri.

Frábær sigur, ég gleymdi því algjörlega að ég er allt of þunnur til að fagna þessu marki eins og ég gerði.

76 Comments

  1. Var ekki einhver að tala um skort á karakter?? Pappakassar! Þetta er skilgreiningin á karakter!!

  2. Ég er mjög stolltur af mínum mönnum. Voru að mínu viti betra liðið undir lok leiksins í stöðunni 1-1. Viljinn og ákefðin var það sem skilaði 3 stigum í hús.

    Sérlega ánægður með Lövren MOM í dag, ekki spurning

  3. Djöfull þarf ég að skammast mín og éta drulluskítugan sokk eftir þennan leik. Ótrúlega sætur sigur og liðið mætti ekki til leiks fyrr en eftir að lenda manni færri.

    Alls ekki góður leikur en who fucking cares, við unnum þennan leik og risa risa þrjú stig. Frábær karakter eftir að hafa lent undir og manni færri og koma svona til baka.

    Respect Herr Klopp. Respect.

  4. Sælir félagar

    Það þurfa ekki allir sigrar að vera fallegir eða yfirburðasigrar. Stundum eru sigrar sem byggjast fyrst og fremst á karakter og baráttu bestu sigrarnir. Það eru sigrarnir sem gefa mest í sálina og gefa fótboltanum lit og líf. Þrátt fyrir að hafa ekki verið að spila verl tóku okkar menn 3 stig og drápu grýluna í eitt skipti fyrir öll. Aldrei framar mun CP vinna okkur – aldrei.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Ósanngjarn og ósvífinn Liverpool sigur!

    Þannig á það að vera !!

  6. Virkilega sterkt komm bakk!!

    Hélt fyrst að Benni væri að fiska vítið en það er farið aftan í hann, lítil snerting en snerting samt og það er alltaf víti!

    Svona á að gera þetta strákar!!!!

  7. Þetta er það besta sem gat komið fyrir Benteke! HETJA í dag og framm að næsta leik allavega.

  8. Þetta hafðist í dag…
    las yfir leikþráðin fyrir neðan ótrúlegt að sjá hvað netið getur fengið fólk til þess að commenta um… annað hvort eru þessir menn frábærir eða mestu aumgingjar í heimi fer bara eftir því hvort það sé 70 eða 90…. mínúta..

    Þetta voru frábær 3 stig og mikilvæg… frábært comeback hjá strákunum. en förum ekki frammúr okkur í neinu þetta lið er samt ekki nógu gott og 4 sætið yrði bara kraftaverk… tek það framm að það hafa oft komið til kraftaverka áður.

  9. Bíðið við. …… var ekki einhver sem slökkti á sjónvarpinu í stöðunni 1-0??

    Verð nú eiginlega að segja gott á þig!

  10. Loksins voru Liverpool heppnir. Þetta hlytur að gefa liðinu sma sjalfstraust og von upp a framhaldið. Koma svo rusta United næst! – þa verður liðið buið að fullkomna hefndarþrennu a einni viku!

  11. Frábær sigur eftir frábært comback.

    Ég vill að menn taka eftir því að þegar liverpool jafnaði 1-1 þá var Klopp að skipa sínum mönnum að fara framar og ætlaði allan daginn að sækja til sigurs manni færri.

    Eftir að C.Palace skoraði þá fóru þeir allt í einu að pakka í vörn og liverpool tók öll völd á vellinum en átti í erfileikjum með að skapa eitthvað. Millner var rekinn af velli og það var eins og liverpool fór þá bara í extra gír og gaf enþá meira í og voru mun líklegri en Palace að skora eftir að við jöfnuðum.
    Ég er ekki viss um að þetta var víti en ég skal taka þessi þrjú stig með bros á vör.

    Maður leiksins hjá mér:
    E.Can – þvílík barráta og dugnaður hjá honum í dag. Vann boltan trekk í trekk og var mjög sterkur varnarlega og góður á boltanum.

    Ég vill líka hrósa Origi sem var mjög ógandi, Lallana eins og Can gerði það að verkum að við náðum að spila svona vel manni færi með dugnaði og svo var hann mjög ógnandi.
    Lovren/Sakho stóðu sína vakt vel og var Lovren ekki í vandræðum með að spila hægra megin í þriggja manna vörn og tæklingin í restina var rosaleg.
    Benteke kom svo með frábæra innkomu. Átti þrjúskot á markið og skoraði eitt mark
    Henderson og Mignolet flottir í dag.

    Mér fannst Firminho fyrir utan markið eiga í miklum vandræðum í dag og var ekki að fýla hörkuna í leiknum. Mér fannst Moreno gefa sig allan í leikinn en hann á í vandræðum varnarlega og þótt að hann á nokkur flott tilþrif þar þá er hann stundum of gjarn að gefa aukaspyrnur og missa boltan út sinni ákveðni og þarf að læra að lesa leikin aðeins betur.

    3 stig gegn Palace eru flott úrslit og gott vegarnesti í leikinn gegn Man utd.

  12. Fyrir þá sem hlakkar mikið í núna, þá eru bara til svo lélegar bíómyndir að maður labbar út í hlé, þó svo að myndin gæti endað vel.
    Alveg sama hvort leikurinn vannst eða ekki, þá var þetta ekki boðlegt.

    Frábært samt að leikurinn vannst.
    Ég gerði orð U2 að mínum; “with or without you”

  13. Þegar Benteke kom inná byrjuðu sumir með blammeringar….og þar á meðal ég. Við fengum þau skilaboð að hann ætti eftir að troða upp í okkur sokk, sem ég sagðist glaður taka við ef það gerðist.
    Viti menn, kallinn fær víti og skorar, á loka andartökum leiksins (sem gerði það bara sætara). Nú ég reif af mér skó og sokk og tróð í kjaftin á mér 🙂 félagarnir á Bryggjunni klikkuðu auðvitað á að vera með myndavelina klára.

  14. Þetta var með ólíkendum, þvílík heppni að ná 3 stigum, Takk Crystal Palace hahahahahaha

  15. Frábær vinnusigur. Ekkert sérstakt á köflum en Liverpool átti allan daginn skilið að vinna. Vítaspyrnan var út í hött en við tökum því fegins hendi, dómararnir dæma. Við hefðum verið óhress með að fá dæmt á okkur svona víti. . Benteke í raun mjög góður þessar mínútur og með smá heppni hefði getað skorað 3 mörk.. Sennilega besti leikur Lovren í vetur, Couthino góður, Moreno óheppinn að skora ekki í stangarskotinu ofl sem mætti telja. Allt frekar jákvætt en við megum ekki missa okkur. Enn eru 30 stig í pottinum. Áfram Liverpool.

  16. Svei mér þá ef Emre Can færist ekki stöðugt nær fyrirliðabandinu! Hefur sýnt yfirburða vilja og baráttuhörku og virðist ákveðinn í að eigna sér miðjuna og starting XI stöðu.

  17. Afhverju í fjandanum er umræða um hvort þetta var víti eða ekki, sáu menn ekki endursýningar af þessu atviki? Fáránlegt hjá varnarmanninum líka að fara í þessa tæklingu og bjóða með því hættunni heim.

    Btw þetta hefði bara við sætara gegn Pardew ef þetta víti hefði verið vafasamt.

  18. Fyrsta siptið í sögunni sem liverpool vinnur leik eftir að hafa misst leikmann af velli marki undir. ef við hefðum ekki kreist út sigur þá væri maður liklega að andskotast í þessum undarlegu skiptingum Kolo inn fyrir Firmino meikaði nákvæmlega engan sense og að setja Bentake inn frekar en Sturage var undarleg ákvörðun en úrslitin segja sína sögu og maður bara enfaldlega veit ekkert betur en Klopp, svo enfallt er að bara.

  19. Þessi brottrekstur hjá Milner táknar þá væntanlega að hann sé off í leiknum við Southampton eða hvað? Með Lucas og Stewart meidda, þá er það annaðhvort spurning um að Allen komi inn á miðjuna, eða að Coutinho færist niður. Ég þykist vita hvor þessara kosta Einar Matthías kjósi.

  20. Algerlega sammála með mann leiksins en Lovren var hreinlega frábær. Annað sem ég man ekki hvenær gerðist síðast en hvað er langt síðan Liverpool hefur unnið 3 leiki í röð í deildinni?
    Áfram svona!

  21. Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar Maggi kom aðvífandi með spaðann á lofti og heimtaði high five sem ég var að mynda Nettómótið í Kef! Hann skýrði þó vitaskuld tilefnið í kjölfarið. 🙂

  22. Hvar í fjandanum er Plumbus??

    Since Klopp was appointed as manager Liverpool have come back from losing positions to take something from the game in 9 matches.

    Þetta er það sem hann talaði um í upphafi, að verða amk töff 2 bít lið. Svo kemur þungarokkið!

  23. Ekki falllegasti sigurinn en líklega sá sterkasti undir stjórn Klopp. Að sjá mannskapinn étinn á miðjunni af lélegra liði lengi vel og sjá svo sama hóp koma sterkari til baka manni undir, og vinna, er merki um karakter sem við höfum ekki séð lengi hjá Liverpool.

    Þetta er sami hópur og tapaði illa fyrir Palace í október. En það er önnur stemmning núna.

    Alveg frábært að sjá liðið eigna sér miðjuna í mótvindi og nýta sér það til að skapa svo færin sem unnu leikinn. Ég segi bravó, þótt þetta hafi kannski verið ljótt.

  24. Glæsilegur sigur, vissulega ýkti Benteke þetta svakalega en líklegast snerting. Verum hreinskilin, ég hefði verið alveg brjálaður að fá þetta víti á móti okkur 🙂

    En góður dagur verður bara betri, Mike Dean búinn að senda Mata í bað eftir 25 mín og stefnir í að það muni bara 3 stigum í scums eftir þessa helgi 🙂

  25. Nokkrir lykilmenn voru greinilega þreyttir eftir Man City leiki vikunnar, einkum Milner, sem mér hefur þótt nokkuð góður, Henderson sem er langt frá sínu besta og jafnvel Lallana sem þrátt fyrir frískleg hlaup tók margar rangar ákvarðanir.
    Tek undir að skiptingarnar hjá Klöpp voru góðar. Kolo kom inná fyrir Firmino svo Can gæti farið aftur á miðjuna en hún var að gefa vel eftir fyrir það. Krafturinn og ákafinn í Lövren og Can og frískleiki Benteke síðustu 15 mín skópu sigurinn að mínu áliti.

  26. #25 Milner a leið i tveggja leikja bann enda annað rauða spjaldið hans a tímabilinu

  27. Alltaf víti, allan daginn, alla daga. Þu ferð ekki i svona kontakt, þá færðu dæmt a þig víti. Scums að tapa, vonandi helst það!

  28. Góður dagur.

    einum færri vinnum við Palace og einum færri tapar Manu fyrir WBA.

    Vonandi vísbending um hvað koma skal !

  29. Þetta var augljóslega ekki víti og mark Firmino var klárlega heppni.

    En Liverpool hefur verið oft óheppið á þessu tímabili eins og kannski sást best gegn Sunderland og jafnvel í jafnteflisleiknum gegn Arsenal.

    En það er sterkur karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir og núna þegar Man Und var að tapa er Liverpool allt í einu komið í blússandi séns.

    En best að halda sér á jörðinni, Chelsea er næst og þeir eru örugglega staðráðnir að tapa ekki fyrir Liverpool í tvígang á þessu tímabili. En ef Liverpool ynni þann leik, þá er liðið allt í einu komið í baráttu um meistaradeildarsæti.

    Ég vona innilega sigurganga sé hafinn. Það er alltaf erfitt að spila svona marga leiki og því var það dulin blessun að detta úr annarri bikarkeppninni og hinn er lokið. Þá er bara Evrópudeildin og deildarkeppnin eftir.

  30. Eru menn í alvöru að draga vítaspyrnudóminn í efa, við skulum átta okkur á því að Benteke kemur inn á siglingu á leið inn á móti marki hallar sér til vinstri og þá þarf ekki meira en mýflugu snertingu til að fella viðkomandi og snertingin er augljós…. dýfa nei, leikaraskapur nei, hrein og klár snerting já.

    Góður sigur algjör heppni að markmaður cp skuli slæta í útsparkinu og gefa á Firminho sem gerir mjög vel.
    Y.N.W.A

  31. Sterkt hjá liðum sem hafa verið undir og misst mann af velli að koma til baka eins og Liverpool gerði í dag og WHU í gær. Sum lið hafa ekki karakter í slíkt 🙂

    Í fyrsta skipti á ævinni treysti ég mér ekki í að horfa á vítaspyrnu hjá Liverpool. En inn fór hún.

    En er bakvarðarstaðan ekki leyst? Loveren minnti mann á Roberto Carlos á flugi upp kantinn og til baka í vörnina.

    Nú er bara að vona að hvíldin hjá Sturridge og Couthinho verði til þess að þeir mæti grimmir til leiks á móti MU á fimmtudag og tæti þá í sig.

    Góður dagur í enska boltanum um helgina fyrir Liverpool. Mikið af úrslitum sem féllu vel fyrir okkur og við komnir í stöðu til að gera lokaatlögu að því að hrifsa fjórða sætið af Arse.

  32. Hvet allt áhugafólk um passív aggressívisma til að lesa öll ummælin í uppstillingaþræðinum. Gull.

  33. Það er þetta með liðin sem vinna einum færri 🙂

    Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en takk kærlega fyrir mig, Tony Pulis!

  34. Menn eru misharðir á því að þetta hafi verið vítaspyrna, en ég fullyrði að hér væri allt logandi stafnanna á milli ef Liverpool hefði fengið á sig svona vítaspyrnudóm á 95 mínútu þessa leiks.

    Ég sjálfur er, greinilega, í minnihluta þeirra sem tel að þetta hafi ekki verið vítaspyrna. Mín rök eru þau að þetta er ekki leikur án snertingar, snertingin var í algjöru lágmarki og Benteke féll með tilþrifum sem hefðu gert Pippo Inzaghi stoltan. Þess má geta að Pippo er í miklu uppáhaldi hjá mér, þannig ég meina ekkert slæmt með þessu!

    Jú, þarna var snerting og varnarmaðurinn gerði sig sekan um barnaleg mistök þegar hann fór niður í jörðina á þennan hátt. Hann bauð hættunni heim með þessum asnaskap sínum, Benteke nýtti sér það og sótti vítaspyrnu.

    Snertingin var þarna, en hún var afar lítil og það að menn skuli segja hér að það þurfi lítið til að koma manni úr jafnvægi í þessari stöðu er mér hulin ráðgáta – enda Benteke vaxinn eins og naut og á að geta staðið pínulitla snertingu af sér.

    Kannski er það bara ég, en mér finnst bara ekkert gaman að því þegar leikmenn láta sig falla við svona litla snertingu. Þetta var ekkert klárt víti, þetta var bara vel sótt hjá honum og þar við situr. En ég segi aftur, ef við fengjum á okkur svona víti þá yrði allt brjálað hérna.

    En 3 stig í húsi, því ber að fagna, hvernig svo sem menn fara að því að sækja þau 3 stig 🙂

    Mér finnst samt Milner fá að sleppa ansi billega hér, allir eru að tala um þetta víti eða ekki-víti. Rauða spjaldið var fullkomlega verðskuldað hjá varafyrirliðanum og kórréttur dómur. Tóku menn annars eftir því í aðdraganda seinna gula spjaldsins þá hélt Milner – og ekki í fyrsta skipti – að hann væri bara jafn teknískur og Silva, Coutinho, Ronaldo og Messi, og reyndi einhverjar krúsídúllur við að komast framhjá varnarmanninum?

    Hann gerir þetta trekk í trekk, tekst aldrei hjá honum blessuðum. Hann týnir boltanum, sjálfum sér og samherjum, og varnarmaðurinn einfaldlega tekur af honum boltann.

    Ég er ekki mesti aðdáandi Milner en ég virði það að hann er manna vinnusamastur. Best væri að hann myndi halda sig við þau mál og einfaldlega hætta þessum stælum og gera bara það sem hann gerir best – djöflast í andstæðingnum, og koma svo boltanum á samherja við fyrsta tækifæri.

    Homer

  35. #48 Homer, vissulega var snertingin ekki mikil, en að sama skapi barnalegt af varnarmanni CP að fara í Benteke þarna. Ég fullyrði að ef hann hefði leyft honum að fara áfram þá hefðum við ekki unnið þennan leik.

    Ég er sammála þér að það er fullhart að dæma víti á þetta, en Benteke sækir þetta allan tímann. Þetta var samt baráttu sigur með smá heppni en þú vinnur fyrir heppninni, hún kemur ekki að sjálfu sér. Við sýndum karakter og það veit á gott að koma tilbaka. Við skulum vona að það skili sér í næstu tvo leiki hjá okkur. Það væri ÆÐISLEGT að slá út lvg og hans leiðinlega lið.

  36. Varnarmaðurinn fer i löppina a Benteke þegar hann er að fara framhja honum. Hvað atti Benteke að fipast og missa boltann i utspark?

  37. Snilldarúrslit í frekar illa spiluðum leik okkar manna,svona miðað við city afgreiðslunna í leiknum á undan en þetta er akkúrat sem okkur hefur vantað svo lengi, vera ekkert spes en vinna samt.

    en ein spurning getur einhver hent inn link fyrir match of the day,væri til í kíkja þann þátt.

  38. Eru menn virkilega að tuða um þessa vítaspyrnu á þessari síðu! Jú, jú heiðarleikin og allt það, einmitt…..þrjú stig í hús er það sem skiptir máli í þessari baráttu. Gleðjumst yfir sigri og vonumst eftir fleirum. Siðapostularnir vilja eflaust líka að við skilum til baka rangstöðumörkum, láti dómarann vita ef við fáum boltann í höndina og svo framvegis 🙂
    P.s. Þar fyrir utan þá var þetta víti allan daginn
    YNWA

  39. Er enn fullur. tessi sigur er gæsahuðar virði og meiri en tað. Vá Vá vá

  40. Það er mjög fyndið að heyra hvernig mönnum og þá aðallega utd vælukjóum tekst að kalla þetta dýfu og aumingjaskap…
    Ég get alveg veðjað hægri hendinni að það er ekki til sá leikmaður sem hefði reynt að standa þetta af sér um leið og það er snerting.. Og það er heimskulegt að halda öðru fram..

    En ljótur var hann sigurinn og það besta við þetta er að hann gefur 3 stig einsog allir hinir sigurleikirnir

  41. væru menn að deila um víti/ekki víti ef þetta hefði gerst á miðjum velli? Leyfi mér að efast stórlega um það. Alltaf víti fyrir mér

  42. Sem betur bjargaði dómarinn okkur enn einu sinni. Áttum ekki skilið að vinna en við höfum kannski borgað dómaranum einhver aur til að hjálpa okkur once again.

  43. Gjavar (#60) segir:

    „Sem betur bjargaði dómarinn okkur enn einu sinni. Áttum ekki skilið að vinna en við höfum kannski borgað dómaranum einhver aur til að hjálpa okkur once again.“

  44. hehe hvenær verður ip talan á Gjavari bönnuð, þetta er utd scum sem er búinn að trolla seinustu tíu þræði eða svo. Honum líður eitthvað illa núna greyinu með gaaalinn á bekknum.

  45. Gjavar: það besta er að við borguðum líka dómaranum í manu leiknum til að reka Mata út af. Two for one díll hjá TheFA um helgina.

  46. Svakalega mikilvægur sigur. Ef við vinnum deildarleikinn sem við eigum inn þá erum við með jafn mörg stig og ManUnited í deildinni. Ekki svo slæmt 😉 Þessi sigur þýðir að enn er smávegis séns á að ná fjórða sæti þó að maður reyni vissulega að halda væntingunum niðri. En sigurinn var líka mikilvægur þar sem hann gefur leikmönnum vonandi búst fyrir leikina á móti ManUnited.

  47. Gjavar greinilega bitur stuðningsmaður manjúr. Vil benda þér á áfallahjálp Suðurnesja Gjavar minn, hef heyrt að þeir séu færir í að taka við fólki sem er í áfalli og er að fara í áfall á næstu dögum.

    Klopp sagði eftir leikinn að bekkurinn í þessum leik hafi verið sá sterkasti sem hann hefur haft sem þjálfari, í öll sín 15 ár eða svo.

    Hvernig verður þetta þegar hann verður búinn að fínpússa hópinn… GET EKKI BEÐIÐ!!!

  48. Magnaður leikur! Auðvitað var þetta “spúkí” víti og það er alveg á hreinu að ef þetta hefði dottið svona hinu megin á 94 mínútu þá væru slatti af púllurum hálfsköllóttir eftir allt hárreytið! 🙂 En allar mínar vættir … hversu oft hefur ekki Liverpool verið öfugu megin á vogarskálum fótboltagyðjunar þegar kemur að “svona úrslitum”!! Palace menn áttu öflugri færi í fyrri hálfleik og geta bitið sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín (Kunnugleg tilfinning!). Magnaðast við leikinn er að Liverpool menn voru betri 10 en þegar þeir voru 11. Innkoma Couthino skipti öllu í þeim efnum. Um leið og hann kom inn fór hann að draga varnarmenn CP úr stöðu og það var greinilegt að þeir óttuðust hann. Þetta gaf brodd í sóknarleikinn sem skorti tilfinnanlega í leiknum. Lovren og Shako voru síðan báðir með frábæran leik og Mignolet var barasta sjálfsöryggið uppmálað allan leikinn.

    Koma svo Liverpool… ef næsta tveggja leikja rimma vinnst þá verður nú gaman að lifa!!

    YNWA

  49. Eyþór. #68

    Þetta er bráðfyndið hjá stuðningsmönnum CP og alveg 400 undirskriftir….

    .,,ha.ha ha..ha..made my day.

  50. Það er gaman að sjá viðsnúninginn á liðinu okkar og við trónum á toppnum á Form Table í PL í síðustu 6 leikjunum ásamt nokkrum öðrum liðum.

    Er það tilviljun að hjólin fóru að snúast þegar meiðslahrinan fór að lægja og þegar Klopp fékk nokkra daga á milli leikja… Svarið er auðvitað NEI!

    Hérna er góð grein um ,,hate to loose” hugarfarið sem Klopp er greinilega að ná að berja inn í hausamótin á okkar strákum.

    http://www.thisisanfield.com/2016/03/jurgen-klopps-winning-mentality-revitalised-liverpool-ahead-top-four-push/

  51. #69

    Þetta er það. Þetta minnir svolítið á #freesuarez undirskriftarsöfnunin hjá stuðningsmönnum Arsenal haustið 2013.

  52. Takk fyrir allt, líka það að einginn nýr þráður hefur komið inn því það er frábært að hafa þessa fyrirsögn hún segir okkur margt og þetta var feitur sigur.
    TAKK
    Björn

  53. Þeir sem hafa spilað sem alvöru fótboltamenn og þá sérstaklega sóknarmenn, vita að svona snerting, þegar maður er á þessum hraða í sambærilegri stöðu, klárlega tekur mann úr jafnvægi og í mörgum tilfellum fellir mann.

    Með ólíkindum að lesa sum kommentin hérna um þennan vítaspyrnudóm eins og til dæmis kommentið frá Homer (sem að öðru leyti skrifar virkilega góð komment).

    Þetta var alltaf víti og hafa allir sparkspekingar sem ég hef hlustað á verið sammála um það. Og virkilega vel af sér vikið hjá línuverðinum að sjá þetta.

    Annars frábær sigur og unaðslegt að sjá Pardew ape-shitta yfir þessu.

    Áfram Liverpool!

  54. Held að þetta sé vinnuregla hjá dómarasambandinu. Setja dómara á ís (ef það er hægt) sem er mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum eða hjá stuðningsmannaliðum, burt séð frá því hvort um rétta ákvörðun var að ræða eða ekki. M.ö.o. það er ekki fræðilegur að línuverðinum verði refsað fyrir að dæma réttilega víti eins og hann gerði.

  55. Skil alla þessa umræðu um vítið bara alls ekki og er algjörlega sammála Gary Linker með að þetta var rétt ákvörðun hjá línuverðinum. Það hefur verið sýnt fram á það og það sést vel í endursýningum að hnéð fer í fótinn sem kippist til og Benteke fer niður.
    Mistök hjá varnamanninum að fara í tæklinguna sem hann áttar sig á og dregur til baka en það er bara of seint og hann fer í mannin. Fóturinn kippist augljóslega til og sem sést vel á á myndsekeiði sem Lineker postaði á twitter https://twitter.com/LiverpoolGifs/status/706505611672997888/photo/1 .

    Mögulega gerir Benteke sér mat úr þessu en menn sem eru á fullu gasi og fá svona snertingu þurfa ekki mikið til að missa jafnvægið og detta. Breytir því ekkert að þetta var víti og rétt dæmt.
    Ætli Specsavers keyri ekki á eina góða útsölu eftir þessa orrahríð.

Liðið gegn Palace

Kop.is Podcast #112