Er kominn tími á þá ungu?

Það kemur sá dagur að börnin vaxa úr grasi og taka við keflinu af þeim sem eldri eru. Börnin taka við stjórninni og þeir eldri verða úreltir og þreyttir. Það gerist ekki allt á einum degi og þessi börn þurfa að gera sín mistök til að öðlast þá reynslu sem þau þurfa til að spreyta sig í heimi hinna fullorðnu.

Sú staða þyrfti kannski að koma upp hjá Liverpool aftur. Börn félagsins eru mörg hver að ljúka sinni skólagöngu og eru að undirbúa sig til að hefja líf sitt sem fullorðnar manneskjur og spreyta sig á meðal þeirra. Undanfarið hefur Jurgen Klopp látið Liverpool taka risa stóra U-beygju frá þeirri stefnu sem félagið virtist ætla að fylgja þegar kemur að ungum leikmönnum félagsins.

Ég hef áður ritað um unglingastarf félagsins hér á síðunni. Hér er einn pistilinn og hér er annar.

Í öðrum þeirra kom ég inn á Alex Inglethorpe sem hefur spilað stórt hlutverk í unglingastarfi félagsins undanfarin ár. Hann var í upphafi ráðinn stjóri u21 árs liðsins en fékk svo stöðuhækkun og varð gerður að yfirmanni unglingastarfsins. Hann gerði garðinn frægann hjá Tottenham og vann frábært starf með leikmönnum eins og Nabil Bentaleb, Harry Kane, Ryan Mason og fleiri strákum sem eru að festa sig í sessi sem stórir leikmenn hjá því liði.

Ein af þeim aðferðum sem Inglethorpe og félagar hans notuðu hjá Tottenham var að þeir notuðu mikið lánskerfið og sendu leikmenn sína í yngri deildirnar til að þeir gætu fengið kjöt á beininn áður en þeir væru klárir í aðallið þeirra. Það tók að sjálfsögðu sinn tíma en er að skila sér í dag. Þetta virtist ætla að vera eitthvað sem hann vildi laga hjá Liverpool sem hafði ekki gert vel í þessum málum áður.

Leikmenn voru lánaðir út um allar trissur. Sumir fóru í næst efstu deild, sumir í aðra deildina, einhverjir fóru neðar og aðrir fóru erlendis. Það virtist fara mikil vinna í að finna félög fyrir þessa stráka til að öðlast dýrmæta reynslu og heilt yfir held ég að þessi tilraun Liverpool hafi bara reynst nokkuð góð.

Jurgen Klopp mætir á svæðið og afar fljótlega eftir að hann tók við þá gagnrýndi hann það svolítið að félagið hafi ekki haft efnilegustu og hæfileikaríkustu unglinga félagsins hjá sér. Hann benti á að þeir þyrftu að vera innan raða félagsins, æfa eftir þeirra áherslum og þróa leik sinn áfram með liðsfélögum sínum.

Hann kallaði nokkra leikmenn á Melwood í landsleikjahléi fyrir áramót og vildi sjá sem flesta þeirra í návígi, kynnast þeim og sjá nákvæmlega hvað hann hafði í höndunum. Honum virtist lítast nokkuð vel á þetta því hann kallaði lang flesta þeirra til baka – þá aðallega þá sem voru innan Bretlands. Danny Ward var að gera frábæra hluti með Aberdeen sem voru að berjast um skoska deildartitilinn og strákar eins og Seyi Ojo, Ryan Kent og Kevin Stewart gerðu fínt mót í neðri deildunum.

Þeir hófu að æfa á Melwood með öðrum af efnilegri leikmönnum félagsins og eru farnir að spila saman aftur með u21 árs liðinu. Í svakalegri leikjahrynu ákvað Jurgen Klopp að láta reyna á þessa stráka og stillti þeim upp ásamt örfáum aðalliðsmönnum í þremur leikjum í FA bikarnum eftir áramót.

Hafa þessir ungu strákar þótt standa sig afar vel í þeim leikjum og voru flottir í viðureignunum gegn Exeter. Brad Smith var afar flottur í vinstri bakverðinum og var mjög effektívur í sóknarleiknum sem og Sheyi Ojo sem var líka með mark og stoðsendingu í leikjunum af bekknum. Jerome Sinclair komst líka á blað sem og Joao Teixeira. Það var því margt mjög jákvætt sem Liverpool fékk úr þessum tveimur leikjum.

Klopp sá sér þann leik að borði og stillti upp þessum strákum gegn sterku liði West Ham sem mættu til leiks með flesta af sínum bestu leikmönnum. Lið West Ham hafði tvisvar áður unnið Liverpool á leiktíðinni með samanlagði markatölu 5-0, þetta var því gífurlega erfitt verkefni fyrir strákana og sýnir það að Klopp hefur eitthvað danglandi á milli fóta sér.

Það var ekki að sjá endilega hvort liðið var byggt á leikmönnum með samanlagða 10 deildarleiki í efstu deild fyrir utan nokkra leikmenn úr aðalliðinu sem hafa verið að koma úr meiðslum eða í takmörkuðum hlutverkum. Cameron Brannagan stal senunni og átti frábæran leik. Hæfileikar hans hafa aldrei verið í vafa en líkambygging hans þykir fremur smá og setja margir spurningamerki við hann í efstu deild. Hann sannaði að svo er víst ekki og stjórnaði gjörsamlega fyrri hálfleiknum á miðjunni hjá Liverpool. Annar strákur á miðjunni hefur komið skemmtilega á óvart – ekki bara í þessum leikjum heldur bara yfir höfuð.

Fyrir nokkrum árum nældi Inglethorpe in Kevin Stewart eftir að hann var látinn fara frá Tottenham. Hann kom sem allt í lagi bakvörður en greinilega hafði hann trú á stráknum. Hann byrjaði á að fara í æfingaferð til Asíu eða Bandaríkjana með aðalliðinu sem kom á óvart. Hann hefur síðan þurft að bregða sér í allra kvikynda líki hjá Liverpool og spilað á miðjunni, bakverðinum og miðverðinum. Hann hefur verið virkilega flottur sem djúpur miðjumaður í þessum bikarleikjum, hann má eiga það og kemur á óvart að hann sér kominn með aðalliðsleiki hjá Liverpool eftir að hafa verið sagt upp hjá Tottenham.

Vá, þetta er orðið alltof langt hjá mér og ég er ekki alveg kominn að punktinum svo ég reyni að vinda mér beint í hann.

Leikur aðalliðs Liverpool hefur verið og er afar sveiflukenndur. Það er erfitt að sjá holningu á liðinu og hvernig það á að virka. Við fáum smjörþef af þessu hér og þar en svo klikkar það í leiknum á eftir. Þetta er ákveðið áhyggjuefni og er ég pínu ósáttur með að Klopp sé ekki farinn að kippa eins og einum og einum aðalliðsmanni úr byrjunarliðinu og gefa öðrum tækifæri. hóst Joe Allen!

Maður horfir á bikarleikinn gegn West Ham, hann var ekkert besta frammistaða sem byrjunarlið Liverpool hefur nokkurn tíman sýnt, og voru mörg vandamál þessa liðs svipuð og hjá “aðalliðinu”. hóstBenteke og framlínan. Hins vegar þá finnst manni sjáanlegt að þarna eru leikmenn sem hafa unnið saman í einhvern tíma, þekkja til hvers annars og eru með hlutverk sín að mestu á hreinu – ásamt því að vera afar hungraðir í þessi tækifæri.

Það er því spurning hvort að Klopp ætti ekki að íhuga það að fara að kippa aðeins út þeim sem hafa ekki verið að standa sig nógu vel og/eða eru hreinlega bara búnir að spila of mikið af mínútum undanfarið og eru farnir að brenna svolítið út. Því miður virðist oft sem nokkrir eldri leikmenn liðsins hafi ekki þessa baráttu eða hungur sem þessir yngri leikmenn virðast hafa. Það að Kevin Stewart sé til dæmis að sýna meira hungur til að vera í liðinu en ákveðnir aðilar með margra ára reynslu úr deildinni ætti í sjálfu sér ekki að vera boðlegt.

Á síðustu árum höfum við horft upp á Flanagan, Sterling og Ibe koma upp í aðalliðið og spila stór hlutverk eftir að hafa náð að sýna hæfileika sína og hugarfar á hæsta level-i eftir að þeir fengu sénsinn. Maður getur ekki annað en fundist strákar eins og Brannagan, Teixeira, Brad Smith, Ward og Kevin Stewart – jafnvel Jerome Sinclair – eiga að fá tækifæri til að berjast við þá eldri um þessar stöður.

47 Comments

  1. Þetta er góð spurning. Eru þeir ungu orðnir nógu góðir, eru þeir nógu góðir í bland við eldri og reyndari og eru þeir eldri og reyndari eitthvað mikið betri en þeir ungu í dag?

    Mitt mat er að eins og liðið er að spila núna og hvernig það er sett upp af herra Klopp þá held ég að það eigi að nota það sem eftir er af þessu tímabili til þess að prófa sig áfram með núverandi mannskap og unglinga. Það er alveg morgunljóst að þetta leikjaálag er gjörsamlega að drena allan kraft úr liðinu (sem maður myndi halda að væri aðallið) og því spila þeir eins og fávitar, (eins og í gær) og ef það væri ekki fyrir hinn “stórkostlega” Mignolet þá hefði leikurinn farið 4-0 fyrir Lester sem er í sjálfu sér rannsóknarefni.

    Hafsentaparið okkar var fáránlega lélegt, miðjan görótt og sóknarmennirnir skjóta púðurkerlingum eins og sagt er. Við keyptum ekkert gáfulegt í janúarglugganum sem getur bætt liðið. Svarið mitt er því nokkuð augljóst: Já, það á að gefa þeim tækifæri, verðskuldað.

    Það bæði dreifir álagi sem og það reynir þá meira á menn, menn sem eru kannski orðnir nógu góðir fyrir stóra prófið, og þurfa að fara í próf.

  2. Á 25 árum höfum við fengið Fowler, Owen, Carragher og Gerrard, sem hafa gagnast okkur að einhverju ráði (Sterling er ekki góður leikmaður og þessar 50m fóru í Benteke svo þær, í raun, gögnuðust okkur ekkert). Þetta er allt áður en akademían ‘var tekin í gegn’. Eftir það hefur hún engu skilað. Það má vel vera að hún hafi flotta stefnu, fínt starfsfólk og góða aðstöðu en árangur hennar er dæmdur af magni leikmanna sem skilast til aðalliðsins.

    Í því samhengi erum við með gjörsamlega vonlausa akademíu. Liverpool aðdáendur eru rosalega fljótir að grípa unglinga og hefja þá upp og tala um að þeir ættu að koma inn í liðið. Samt sem áður geta þeir sjaldnast nokkuð og tölfræðin ætti að tala sínu máli. Þessi sama hvöt fékk LFC aðdáendur til að halda að Lallana væri góður í minnst 1.5 ár. Helsta vonin í dag finnst mér liggja hjá Flanagan sem einhverskonar rotation leikmanni, ekki meira en það og hann er nú orðinn 23 ára ef ég man rétt.

    Algjörlega galið að ætla að mynda einhverja svona stefnu. Unglingaliðin eru þarna, ef einhver kemur úr þeim er það bónus en maður á aldrei að treysta á slíkt. Stóðu þessir unglingar sig virkilega svona vel gegn þessum liðum? Steindautt 0-0 jafntefli gegn West Ham og 2 viðureignir til að vinna league 2 lið. Erum við ekki að fara svolítið framúr okkur hérna? Í alvöru talað, er þetta raunveruleiki liðsins okkar í dag?

    Unglingunum verður ekki kennt um vandamál aðalliðsins en ég sé ekki að þeir séu einhver lausn við þeim vanda. Vandamálið okkar er einfaldlega hversu fáir heimsklassa leikmenn eru í hópnum (núll) og þá finnuru ekki í varaliðinu. Reyndar er vandamálið líka að það er eiginlega engin góður í aðalliðinu heldur.

    Það eina sem dugar til að lækna þetta lið er að gjörsamlega hreinsa allt út og fá topp menn inn í staðinn. Þessir unglingar geta fyllt upp í einhver göt en það má ekki vera of mikið af því. Þessi fjárfesting er svo langt umfram getu FSG að við erum fastir í þessu limbói, milli 5. og 10. sætis. Næstumþví klúbbur. Hasbeen.

    Ef við lítum aðeins á vandamálið.

    – Mignolet.
    Átti tvær frábærar vörslur í gær en toppaði það svo með versta úthlaupi sem ég hef séð á ævinni. Var alltof framarlega í marki 1 og kom mjög einkennilega út gegn Vardy í seinna markinu (lokaði því alveg 0). Honum verður svo sem ekkert kennt um þetta en hann gerir í raun ekkert aukalega. Þetta var hans besti leikur lengi og hann var samt ekki góður. Ef hann verður aðalmarkvörður á næsta tímabili ætla ég ekki að horfa á það. Selja.

    – Bogdan. Henda.

    – Clyne.
    Finnan var aldrei sérstaklega framúrskarandi en hann var solid sjöa (einkunnarskali). Clyne er svipaður, nema bara -2, solid fimma. Voðalega oft target-aður af stórum center-um og tapar því alltaf illa. Eins og allir sem hafa verið keyptir frá Soton, þá var hann peningasóun. Ef Brendan og nefndin væru enn við völd, þá væru þeir samt að fara að kaupa meira frá Soton. Selja.

    – Flanagan.
    Nauðsynlegt að halda enda eini local gaurinn. Ég vill hann beint í liðið fram yfir Clyne. No nonsense defender. Ekki nógu góður fyrir topplið en skömminni skárri en allt sem við höfum átt í bakvörðum í langa tíð. Halda sem backup.

    – Moreno.
    Ekki nógu góður í vörn til að vera bakvörður og ekki nógu góður í sókn til að vera kantmaður. Jafnframt er hann mjög heimskur fótboltamaður. Mun kosta okkur +5 mörk á tímabili sem bakvörður. Selja.

    – Sakho.
    Einu sinni hélt ég að þú værir góður. Mér líður bara eins og kjána að hafa haldið þetta. Þvílíkt og annað eins liability. Hann er samt sennilega skástur en það er bara ekki hrós hér. Wes Morgan og Robert Huth eru betri en allir miðverðirnir okkar. Selja.

    – Lovren.
    Átti 2 góða mánuði og hélt að hann væri rokkstjarna. Kemst ekki í landslið Króatíu en spilar svo fyrir Liverpool og kostar 20m, hvað er að þessu liðið sem stjórnar LFC? Einstaklega takmarkaður leikmaður og óþolandi hvað LFC aðdáendur eru fljótir að gleyma og halda að hann sé einhver lausn. Var lélegur í Frakklandi, sæmilegur í Soton með 2 mjög góða DMC fyrir framan sig og aftur lélegur hér. Ætti að fara aftur til Króatíu og spila þar. Selja.

    – Skrtel.
    Peysutogarinn mikli. Hef bara aldrei skilið þennan leikmann. Hann er ekki góður í neinu. Á stundum tæklingar sem ‘looka’ og það blekkir kannski einhverja í að halda að hann sé góður. Það þarf reyndar ekki mikið til að heilla LFC aðdáandann eins og sjá má á stöðu hópsins. Selja.

    – Lucas.
    Stefndi í að verða einn besti DMC deildarinnar, meiddist í 2 ár og hefur verið tilgangslaus leikmaður síðan. Leiðinlegt en við getum ekki haft leikmenn í liðinu upp á eitthvað sentimental dæmi. Alltof hægur og gefur fáranlega mikið af aukaspyrnum. Selja.

    – Allen.
    Þetta er eitthvað svipað og með Lovren. Hefur átt góðan mánuð og allir LFC aðdáendur gleyma hversu lélegur hann var fyrir það og nú er hann allt í einu frábær. Vissulega verðskuldar hann tækifæri í liðinu fyrir síðasta mánuð en ekkert meira en það. Hann er ekki góður fótboltamaður. Selja.

    – Can.
    Hvað nákvæmlega færir hann liðinu? Hann hefur átt mjög góða leiki þar sem hann er physical presence þarna á miðjunni og með crisp sendingar en oftast er hann bara þarna og gerir ekki neitt. Klúðraði víti um daginn og er fyrsti Þjóðverjinn sem gerir það í sögunni. Halda sem backup útaf aldri.

    – Milner.
    Það er alltaf fólk í fótbolta sem vinnur tölfræðikeppnir sem skipta engu máli. Einhver á kannski ‘flestar hornspyrnur teknar’ eða ‘flestar aukaspyrnur á eigin vallarhelmingi teknar’. Milner á eina slíka í hlaupavegalengd. Best væri ef hann myndi hlaupa alla leið aftur til Manchester. Þessi gaur býður ekki upp á neitt. Er verri en Joe Cole því hann er á hærri launum. Gefa.

    – Henderson.
    Einn af fáu leikmönnum liðsins sem geta eitthvað. Okkar besti leikmaður í raun. Kæmist hann í byrjunarliðið hjá Arsenal, Chelsea, City? Held ekki og ef eitthvað lýsir stöðu Liverpool í dag er það að okkar besti leikmaður kemst ekki í liðið hjá keppinautum okkkar (sem eru samt ekkert keppinautar okkar því þeir heita Watford og Stoke). Hefur verið meiddur meira og minna allt tímabilið og spurning hvernig sú saga endar. Halda, XI.

    – Coutinho.
    Var góður þarsíðasta tímabil þegar hann spilaði neðar á vellinum í tígulmiðju. Hefur ekki verið góður síðan. Á kannski 1 góðan leik í hverjum 5. Er bara að skjóta í hvert sinn sem hann fær boltann og gerir það ekkert sérstaklega vel. Er illa raunveruleikafirrtur ef hann heldur að það komi honum í Barcelona. Eins og vanalega, nóg að taka ein skæri og þá byrjar dýrkunin. Hann má fara fyrir rétt verð mín vegna, ég vil allavega ekki svona byrjunarliðsmenn. Hann þarf í raun að sanna sig alfarið upp á nýtt fyrir mér eftir síðasta 1.5 árið. Selja / Halda sem backup.

    Ibe.
    Bíddu hvað hefur hann gert til að spila með aðalliðinu? Getum við ekki allt eins prófað Ojo, mér finnst hann lúkka miklu betur. Skil ekkert hvernig þessi gaur komst í aðalliðið. 33 deildarleikir, 0 mörk og sennilega 0 stoðsendingar. Ef þú ert nógu góður ertu nógu gamall og allt það en hann er bara ömurlegur í fótbolta greyið. Selja.

    – Lallana. Henda.

    – Firmino.
    Okkar besti leikmaður í vetur þó hann hafi verið langt frá sínu besta. Hefur átt það til að hverfa en það er skiljanlegt í aðlögunarferli. Jafnframt held ég að flestir myndu hverfa í þessum sóknarleik okkar. Hefur allavega verið lang bestur í þessum fáu leikjum sem liðið hefur actually spilað vel sem gerist reyndar sjaldan. Halda, XI.

    – Sturridge.
    In theory, okkar besti leikmaður en hann er bara ekki leikmaður. Rándýr áhorfandi. Selja.

    – Ings.
    Ég bara veit ekki hvort hann sé nógu góður. Verður allavega að fá séns og því myndi maður alltaf halda honum. Hef ég trú á honum? Nei ekkert sérstaklega. Undanfarin ár hafa kennt mér að verða aldrei spenntur fyrir neinum kaupum og efast um alla. Halda sem backup.

    – Origi.
    Sjá Ings.

    – Benteke. Henda.

    Þetta er semsagt þeir sem við, að mínu mati, ættum að halda:
    Flanagan, Can, Henderson, Coutinho, Firmino, Ings, Origi

    Vissulega munu flestir LFC aðdáendur mótmæla því og halda dýrkun sinni á Milner, Lallana og Lovren áfram en skilja svo ekkert hvernig stendur á því að við séum í 8. sæti með markatöluna -4. Hlítur að vera íslensku ríkisstjórninni að kenna því ekki eru leikmennirnir lélegir. Kannski á ameríska ATF hlut af sökinni. Til hvers að æsa sig, þetta er nú bara leikur (sem tekur raunverulegan tíma okkur engu að síður). Kemur allt með kalda vatninu o.s.frv. Allt er til í afsökunarbanka liverpool stuðningsmannsins.

    Mín skoðun engu að síður sú að allir umfram þessa 7 eru gjörsamlega tilgangs- og gagnslausir leikmenn og það að ætla að kítta upp hópinn með unglingum ofan á þessa 7 myndi… sennilega ekki vera neitt verra en þetta er í dag en það yrði ekki betra heldur. Bara áframhaldandi limbó í 5.-10. sæti.

    Liverpool… í efri helmingnum frá stofnun úrvalsdeildarinnar… vúúhúú!

  3. Það er komin viss pressa á Klopp í sumar eftir að við keyptum ekkert í januar, og nóg er af stöpunum sem mætti fylla í.

    Ég sé fyrir mér hreinsun i sumar sem myndi hjálpa mikið: Enrique fer, Sakho einfaldlega ekki góðu

  4. Það er komin viss pressa á Klopp í sumar eftir að við keyptum ekkert í januar, og nóg er af stöpunum sem mætti fylla í.

    Ég sé fyrir mér hreinsun i sumar sem myndi hjálpa mikið: Enrique fer, Sakho einfaldlega ekki góðu, Kolo Toure frjáls, Lucas og Allen báðir meira til að fylla upp í hópinn en að hjálpa til en betra að gefa tveimur yngri séns á lægri launum. Svo er Benteke eins og froskur í eyðimörk og mætti fara. Sama með Sturridge en hann þarf að geta spilað meira en 10-15 mínutur her og þar til að verðskulda 150 þús pund á viku.
    Inn þurfum við gæði fyrir magn en yngri strákarnir fylla upp í hópinn.

  5. Tek undir með Jón Steini síðastliðin 5-6 ár tökum við alltaf skref aftur á bak og Liverpool er stór klúbbur en það er ekki hægt að kalla hann topp klúbb lengur, höfum ekki verið í bárattu um titilinn síðastliðin 25 ár fyrir utan 3-4 skipti. Meðalmennskan er algjör, við réttlætum fyrir okkur öll kaup og drepum niður allar efasemda raddir og allt í botni í bjartsýni en vonbrigði er það helsta sem þessi klúbbur stendur fyrir undanfarin ár, nenni ekki að horfa á Liverpool leiki lengur, sparar hausverk og pirring.

  6. Veit einhver hvort Liverpool á möguleika á að rifta samningnum við Sturridge?

    Svona miklar fjarvistir hljóta að teljast „samningsrof” af hans hálfu. Mér finnst eins og ég hafi lesið um svoleiðis málalok hjá einhverju liði.

  7. Já láta þá ungu klára tímabilið. Þetta er svo mikið rusl sem Rogers keypti, það gæti ekki versnað.

  8. Ég las þráðinn eftir síðasta leik og hugsaði með mér af hverju sumir eru í svona mikilli mótsögn við sjálfa sig – af hverju menn bölva þessum getulausu leikmönnum en vilja samt ekki alvöru hreinsun í sumar. Ástæðan sem margir benda á er sú að það sé bara ekki sniðugt að fara í enn einn uppbyggingarfasann.

    Sjálfur er ég þó á því að það þurfi allsherjar endurskoðun og allsherjar uppstokkun á leikmannahópnum í sumar, og þó fyrr hefði verið. En svo kem ég í nýjan þráð og les komment númer 2. Þótt ég sé bara mjög sammála mörgum punktum þar, þá vill Jón Steinn í því kommenti halda eftir 7 leikmönnum, þar af aðeins tveimur sem eru aðalliðsmenn.

    Ekki einu sinni ég myndi taka svona djúpt í árinni! Þetta er ekki hreinsun, þetta er slátrun! 🙂

    Ég skil t.d. ekki af hverju hann vill selja Ibe, sem að öðrum ólöstuðum er okkar efnilegasti leikmaður.

    Sem kannski leiðir mig á þessa braut sem Ólafur Haukur er að fara með sínum pistli.

    Mantran í dag er sigur og titlar umfram allt. Það má Fowler vita að við höfum lengi beðið eftir titli, bikar eða bara einhvers konar verðlaunum. En hvaða lið eru það sem eru að vinna titlana á Englandi? Jú, ManCity og Chelsea hafa einokað titilinn síðustu ár, er ekki svo? Og hvað eiga þau sameiginlegt? Þeir eru með afskaplega fáa uppalda leikmenn innan sinna raða. Leikmenn sem hafa verið þarna í fleiri fleiri ár, jafnvel rúman áratug. Ég myndi halda að þeir væru teljandi á fingrum annarrar handar.

    Með öðrum orðum – ef við ætlum okkur að gera LFC að Englandsmeisturum, þá er uppskriftin augljós. Kaupa, kaupa og kaupa meira.

    Því má reyndar halda til haga að LFC hefur keypt ansi mikið undanfarin ár, árangurinn er ekki í samræmi við það, en það er önnur saga.

    Leiðum hugann að einu öðru mikilvægu atriði, sem nú þarf að taka með í reikninginn. Nú hefur Guardiola ákveðið að taka við ManCity. Hann vinnur á ákveðinn hátt. Hann hafði gífurlegt fjármagn hjá Barcelona, hann hefur mikið haft hjá Bayern og hann mun komast í endalausan peningapytt hjá City. En hann er ekki týpan sem kaupir stórstjörnur í hverja stöðu. Hann er algjörlega óhræddur við að koma ungum leikmönnum inn í liðið. Hann hefur gert það hjá Bayern, og árangur hans með Barcelona á þessu sviði var hreint út sagt stórkostlegur.

    Þótt Guardiola sé í sérflokki þjálfara í dag, þá er Klopp meitlaður í sama mót. Klopp hefur í rauninni aðeins verið með Dortmund sem var nú ekki beint vel fjárhagslega statt. Hann þurfti því að búa til lið úr ungum leikmönnum, ýmist uppöldum eða ódýrum aðkeyptum leikmönnum. Og árangurinn var auðvitað eins og við þekkjum orðið svo vel í dag.

    Það er einmitt ein ástæðan fyrir því að Klopp var fenginn til félagsins – hann kann að búa til lið sem er ekki stútfullt af heimsklassa leikmönnum. Þess vegna var hann frekar súr yfir því að allir okkar ungu og efnilegustu leikmenn voru í láni hingað og þangað, út um allar trissur. Og þess vegna kallaði hann nokkra þeirra til baka og hefur gefið þeim tækifæri í bikarkeppnunum.

    Ólafur Haukur – sem ber fallegt nafn, rétt eins og nýjasti fjölskyldumeðlimur minnar fjölskyldu 🙂 – hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að Klopp eigi vitaskuld að kippa út aðalliðsmönnum sem ekki standa sig og leyfa ungu leikmönnunum að fá tækifæri.

    Það er mér t.d. algjörlega óskiljanlegt að Benteke skuli valinn fram yfir t.d. Ojo, sem hefur hreinlega virkað á mann sem miklu betri og miklu hættulegri leikmaður en stóri Belginn. Brannagan er annar sem stóð sig vel í síðasta leik. Velski Pirlo er svosem ekkert unglamb, en hann hefur þó verið skömminni skárri síðastliðinn mánuð en hinir miðjumennirnir okkar. Samt fær hann það mikilvæga hlutverk að halda bekknum heitum.

    Við getum líka horft á það þannig, að menn munu aldrei sanna sig nema þeir fái tækifærið og fái traustið frá stjóranum. Nú þegar við getum kvatt þetta blessaða 4ja sæti, þá er tækifæri núna fyrir Klopp að senda öllum dýru byrjunarliðsleikmönnum okkar tóninn – með því að gefa Ward, Flanno, Smith, Brannagan og Ojo, já og jafnvel Pirlo, tækifæri í byrjunarliðinu.

    Homer
    Þakkar þeim sem hlýddu

  9. Hreinsun á hópnum er ekki option, við fáum ekki fyrir leikmennina það sem við settum í þá og margir eru að spila undir getu vegna þess að gæði vantar í kringum þá.

    það sem vantar er að losna við farfega einsog Ballotelli Enrique osf, spila ungu krakkana inn í liðið og kaupa ein til svo virkilega góða sem mhyndi gera hina góða í kringum sig.

    hreinsun myndi skila meðal mönnum inn eða vera alltof dýr. fyrir utan þá hefur hreinsum verið reynd öll síðustu sumur með hrikalegum afleiðingum.

  10. Sælir félagar

    Já við erum á leið í 9. sæti því Everton er að vinna Newcastle og fer upp fyrir okkur. Eitthvað sem gleður?! marga Púllara að Liverpool er orðið litla liðið í borginni eins og MU í sinni borg. Þessir gömlu féndur LFC og MU mega muna fífla sína fegurri og aðrar tíðir með blómum í haga. Helsti munurinn er hamingja okkar með Klopp en þeir hafa LvG og eru lítt sáttir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Mjög hressileg comment hjá #2 Jón Steinn.

    Sérstaklega er ég sammála neðangreindri setningu:

    “Unglingaliðin eru þarna, ef einhver kemur úr þeim er það bónus en maður á aldrei að treysta á slíkt. Stóðu þessir unglingar sig virkilega svona vel gegn þessum liðum? Steindautt 0-0 jafntefli gegn West Ham og 2 viðureignir til að vinna league 2 lið. Erum við ekki að fara svolítið framúr okkur hérna? Í alvöru talað, er þetta raunveruleiki liðsins okkar í dag?”

    Hins vegar er það gersamlega óraunhæft að ætlast til eða yfir höfuð láta sér detta í hug að farið verður í aðra eins hreinsun (slátrun) og hann er að leggja til.

    Er heldur ekki að öllu leyti sammála honum varðandi hvaða leikmenn eigi að halda og hverjum eigi að fórna, en auðvitað er hægt rökræða það fram og til baka. Við erum hins vegar sammála að gera verður róttækar breytingar á leikmannahópnum og ég veðja á að lágmark 6 úr núverandi leikmannahópi verði látnir taka poka sinn í lok leiktíðar.

    In Kopp we trust.

  12. Það er nú ekki í lagi með marga hér inni !!!!!!!!!!!!!!! Er nú engin Pollýanna, en svona svartsýnisraus eins og menn hrauna úr sér hér nær ekki orðið nokkurri átt. Það er hreinlega orðið grátlegt að lesa það sem menn spúa út úr sér í gremju og reiðikasti, sumir hverjir rígfullorðnir karlfauskar sem haga sér eins og smákrakkar. Öll umræða er af hinu góða, en þegar þessi annars stórgóða síða er orðin losunarstaður fyrir gremju og grát þá verð ég bara að viðurkenna að ég hef varla geð í mér lengur til að líta yfir kommentin og ég hálf skammast mín fyrir það sem margir hér láta útúr sér um hluti varðandi klúbbinn, hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á. Það hafa allir sína skoðun á hlutunum sem er bara gott og gilt, en eins og umræðan er orðin hér inni er hún engum til gagns .

  13. Homer, ég óska þér innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Fallegt af þér að skíra hann í höfuðið á mér! 🙂

  14. Átti að fara á Leicester-Liverpool 2-0 þráðinn og á við um þau orð sem þar eru skrifuð og reyndar alltof mörg komment í þráðum síðustu vikur og mánuði !!!!!!!!!!

  15. Látum unga leika sér
    lið með punga graða.
    Fola lungu færa þér
    frekar stunguhraða.

    YNWA

  16. Hvur andsk… Ritstjórnarfasisminn breytti p….a í kjarka 😀
    En þið lesið það þá bara í huganum. Styð fasistana hehe.
    YNWA

  17. Sælir félagar

    Það er rétt hjá Duddi#14 að Everton er í 11, sæti eftir umferðina. Guði sé lof þá erum við ennþá stóra liðið í Liverpool. Biðst afsökunar á þessu rugli í mér. Að öðru leyti vil ég bara segja að athugasemd Jóns Steins #2 segir allt sem ég vildi sagt hafa.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  18. Homer og Jón Steinn:

    Þó ég deili svo sannarlega ykkar áhyggjum á leikmannahópnum þá finnst mér tímasetningin á þessari umræðu skrýtin.

    Sl. tvo og hálfan áratug hafa 4 lið unnið deildina: Man Utd, Arsenal, Chelsea og Man City. En síðustu hefur Arsenal dottið út. Fyrir þennan vetur var ekki annað hægt að segja en að eina leiðin til þess að vinna enska titilinn væri með stjörnuprýddu liði.

    En…. Við vorum að tapa fyrir liði sem er núna í topp sæti deildarinnar og hvernig er byrjunarliðið þeirra? Vissulega eru þeir með Vardy, Marhez og Kanté sem ég held að sé frábærir leikmenn en þeir eru líka með Drinkwater, Albrighton, Fuchs og Simpson !!!

    Kæmust þessir menn í byrjunarlið Arsenal, Man City eða Chelsea? Kæmust sennilega í Man Utd en það er önnur saga.

    Leicester City er núþegar búinn að sanna að það er nóg að að hafa 2-3 afburða leikmenn. Þeir rífa hina upp á hærra plan! Er það ekki ? Vorum við ekki með Suaréz? Gerrard? Torres?

    Ég er sannfærður að okkur vantar ekki hreinsun. Okkur vantar 2-3 afburða leikmenn!! Að mínu viti erum við ekki með neinn (sérstaklega eftir að Henderson tók upp á því að vera lélegur). Kannski er Friminio einn af þeim og kannski verður Henderson aftur góður. Þá vantar bara EINN !!

    Ég held að Klopp sé alveg sammála og sé bara að bíða eftir rétta leikmanninum. Ekki eins og LFC geti bara farið á markaðinn náð í einn svoleiðis.

    Sumsé, 1-2 ALVÖRU kaup og þá meina ég ALVÖRU KAUP í sumar

  19. Við eigum enga heimsklassaleikmenn og munum væntanlega aldrei eiga aftur. Liverpool er leiðinleg borg og liðið okkar er lélegt í alla staði. Við eigum frekar að falla um deild og þá kannski vinnum einhverja deild. Við erum barnaliðið í þessari deild. Við eigum enga menn sem kæmust einu sinni á bekkinn hjá risunum í Manchester United.

  20. Jón Steinn (2) þú ert skemmtilega jákvæður vinur, það er ekki langt síðan að við nánast unnum deildina ( bara að fyrirliðinn okkar hefði ekki runnið á rassinn) að ætla að henda liðinu okkar er ekki gæfuspor en að fá inn 2-3 leikmenn sem henta liðinu væri betur fallið til árangurs.

  21. Sammála um að allsherjar hreinsun í sumar skilar ekki neinu nema óstöðugleika og enn frekari töfum á uppbyggingu. Hvað síðan helmingur þeirra leikmanna nær ekki að aðlagast. Oft þarf ekki að bæta við nema einum til tveimur leikmönnum til þess að hjólin fara að snúast.

    Stóra vandamálið er að leikmannahópurinn var einfaldlega ekki tilbúinn að takast á við það verkefni að spila flesta leiki allra liða í Evrópu. Hópurinn var alltof þunnur og það vantar ákveðin gæði í nokkrar stöður. Afleiðingarnar eru m.a. tíð meiðsli og óstöðugleiki.

    Verður vandamálið leyst með því að henda út 10 leikmönnum og fá 10 nýja leikmenn í staðinn næsta sumar? Nei…Það þarf að meta stöðuna í lok tímabils. Er liðið að fara í Evrópudeildina eða ekki?. Hve stóran hóp þarf liðið á næsta tímabili og hvaða stöður þarf nauðsynlega að styrkja.

    Ég persónulega vil frá 2-4 góða leikmenn í hverjum sumarglugga sem gera aðra leikmenn betri í kringum sig frekar en 10 nýja leikmenn með tilheyrandi óvissu hvernig þeir koma til með að aðlagast.

  22. Það sem Tryggvi (Nr. 26) sagði.

    Það er komið gott af þeirri hugmyndafræði að taka alla leikmannaglugga eins og Valur er að gera hér á landi. Liðið er að taka inn allt of marga menn í einu sem ætlað er að koma beint í byrjunarliðið/hópinn en ná aldrei að aðlagast liðinu og koma inn í lið sem er fyrir mjög ósamstillt. Megnið af þessum leikmönnum okkar voru taldir góðir áður en þeir komu til okkar, sumir þeirra voru meira að segja lykilmenn í titilbaráttu liðsins fyrir 2 árum. Þeir lenda eðlilega i basli þegar vantar Suarez, Sturridge, Sterling og mjög oft Coutinho. Þetta er sóknarlínan sem skoraði yfir 100 mörk.

    Núverandi hópur samanstendur af leikmönnum sem þrír mjög mismunandi knattspyrnustjórar hafa soðið saman. Þetta voru fjórir stjórar lengi vel en það er ekkert eftir frá tíma Roy Hodgson. Núna er fimmti stjórinn tekinn við.

    Auðvitað hreinsar hann eitthvað til en það sem vantar í þennan hóp er fyrst og fremst gæði og ekkert nema gæði. Þessi hópur er alls ekkert lélegur þegar allir eru heilir og líklega væri Liverpool í Meistaradeildarbaráttu með eðlilegan meiðslalista og svipað leikjaálag og liðið er vanalega með. Sturridge, Ings, Origi og Benteke koma ekki í staðin fyrir Suarez, Sturridge, Sterling og Aspas en þegar þeir eru allir meiddir á sama tíma er þetta nánast alveg vonlaust. Benteke er þá Aspasinn okkar þetta árið.

    Það er nóg til af leikmönnum sem eru alveg nógu góðir til að halda á píanói í góðu liði og ef það vantar fleiri slíka leikmenn er unglingastafið meira en nógu gott um þessar mundir til að fylla upp í þau skörð. Klopp gerði þetta afburðavel hjá Dortmund og Ferguson byggði sín United lið upp með þessum hætti lengst af sínum ferli. Allur peningurinn á að fara í gæði og þá er ég að meina þrjá, max fjóra leikmenn. Eitthvað sem kemur mjög líklega ekki allt í einum glugga. Klopp þarf að vera með framtíðarplan og kaupa gæðaleikmenn sem henta í það plan. Ekki henda 35m í Carroll og 32,5m í Benteke sem henta alls ekki í leikskipulagið nokkrum mánuðum seinna. Þetta eru upphæðir sem duga til að kaupa gæðaleikmenn, þeim hefur bara verið sóað fáránlega, oftar en ekki í EPL leikmenn með verulega brenglað markaðsvirði.

    Varðandi unga leikmenn þá er alls ekki komið að því að henda þeim öllum saman inn í liðið á einu bretti eins og gert er í ákveðnum bikarleikjum. Það er hinsvegar klárlega kominn tími á að prufa einn og einn í bland við okkar sterkasta lið. Gefa mönnum eins og Ojo, Kent, Wilson, Brannagan o.s.frv. séns með okkar bestu mönnum. Svipað og gert hefur verið með Flanagan, Sterling, Ibe, (Suso) og Smith. Þeir verða ekki allir góðir eða framtíðarmenn hjá Liverpool en það er mikið líklegra að við náum að ala upp góða leikmenn með þessum hætti heldur en með því að henda þeim öllum inn á sama tíma og henda frá okkur tímabilinu.

    Unglingastarfið skilar ekki af sér mörgum píanóleikurum, (Gerrard, Owen, Fowler, Sterling) en það er hægt að spara gríðarlegan pening með því að treysta á ungu leikmennina og fá þá upp í stað þess að kaupa menn eins og Allen, Borini, Alberto, Aspas o.s.frv. o.s.frv. Þetta gerði Klopp hjá Dortmund með frábærum árangri og náði í einhverjum tilvikum að þróa unga leikmenn í heimsklassa leikmenn. Reus, Götze og Lewandowski voru engar stjörnur þegar Klopp tók við þeim. Kagawa og Sahin voru með hlutverk hjá Dortmund sem þeir kunnu upp á 10 og hlutu nafnbótina bestu leikmenn deildarinnar sitthvort tímabilið. Báðir fóru til stórliða en fundu sig aldrei enda ekki að spila sama afmarkaða hlutverk og þeir fengu hjá Klopp. Þetta þarf hann að ná að þróa hjá Liverpool.

    Liverpool hefur alveg efnivið í góða leikmenn og klárlega stjóra til að vinna eitthvað úr þeim efnivið (er þá að gera mér vonir um að fá 1-2 upp á tímabili, það væri mjög gott record. Að lokum mæli ég með því að þið skoðið leikmannaglugga Dortmund meðan Klopp var með liðið. Fyrir utan fyrsta árið var hann ekki að kaupa mjög marga leikmenn en af þeim sem hann keypti urðu ótrúlega margir mun betri undir hans stjórn, jafnvel stórstjörnur.

  23. Jæja þá. Nú er maður búinn að róa sig niður eftir leikinn gegn Leicester. Málið er bara það að sá leikur var alveg massíft reality check. Þótt skömm sé frá því að segja þá erum við alveg vanir að tapa fyrir Man U og það er ekkert óeðlilegt við að það gerist öðru hvoru. Þótt það hafi gerst allt of oft í röð núna upp á síðkastið. Spilamennskan var bara svo hörmuleg gegn Leicester.

    Ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið keypt síðustu misseri og ekki keypt inn rétt. Leikmenn fá ekki tíma til að aðlagast og leikmenn eru keyptir sem passa ekki endilega inn í leikstíl liðsins. Ég er samt algjörlega á því að flestir leikmenn á þessu kalíberi ættu að geta aðlagað sig að breyttum leikstíl nýs stjóra því leikstíllinn er ekki það ólíkur því sem Brendan Rodgers vildi amk. gera upphaflega, pressa grimmt, vinna boltann ofarlega, en munurinn er sá að Rodgers vildi death by football, mikið possession en ekki þungarokk Klopp með beinskeittum sendingum og hröðum sóknum fram á við.

    Varðandi þennan góða pistil Ólafs Hauks og kommentin sem eru hér að ofan þá held ég að engum ungum leikmönnum sé greiði gerður með því að vera hent ósyndum í djúpu laugina. Það er auðvitað stjórans að meta hvenær þeir eru tilbúnir, en ég myndi segja að unglingastarfið þyrfti að minnsta kosti að vera það sterkt að 2-3 ungir leikmenn væru á bekknum hverju sinni og einn í byrjunarliði. Það er fjarstæðukennt hvað Liverpool hefur eytt peningum t.d. í varamarkmenn og fringe-leikmenn sem komast síðan varla í hóp. Þessi hlutverk eiga uppaldir leikmenn að leysa.

    Að því sögðu þá tek ég ekki undir hreinsunarstefnu Jóns Steins og þeirra 73 einstaklinga sem hafa like-að hana. Enn einn uppbyggingarfasi með nýjum þjálfara er óþarfi þótt það vanti vissulega hrygg og karakter í þetta lið eins og margir hafa bent á. Og það fæst með 200 milljón punda fjárfestingu í 4 leikmönnum. Eða ofurklókindum Jurgen Klopp.

  24. Svo það sé á hreinu, þá er hreinsunin sem ég kalla eftir (#2) ekki eitthvað sem ég vil að gerist á einu sumri. Þessi hreinsun mætti fara fram á 2-3 árum. Ég er aðalega bara að fara yfir þá sem ekkert erindi eiga í þennan hóp.

    Ef og hefði, meiðsli og ekki meiðsli. Öllum liðum ætti að vera kunnugt um hver max leikjafjöldi er fyrir hvert tímabil og eiga að vera viðbúin meiðslum. Það afsakar ekkert frammistöðu þessa tímabils. Vissulega vorum við með marga meidda í einu en manu hefur oft haft það slæmt líka. Frávera Sturridge er normið og að tala um ‘hefði Sturridge…’ er ekki til neins. Óheppni er ekki til, aðeins hugtak fyrir tapara.

    Flestir eru sammála um að það þurfi nýjan framherja. Ef það á bara að kaupa 1-3 ‘alvöru leikmenn’ (ef við gætum nú bara pantað þá), á þá að skilja öftustu 6 (GK, varnarlínan, DMC) nokkurnvegin í núverandi mynd? Myndum kannski rétt ná að skríða jákvæðu megin í markatölu en 5.-10. sætis limbóið bíður okkar.

    Sá á netinu að þetta væri næst dýrasta varnarlína í heimsfótbolta (á eftir PSG):
    Clyne – Lovren – Sakho – Moreno
    Hef svo sem ekki kannað tölurnar hjá hinum liðunum en finnst það alveg passa. Okkar kostar rúmlega 60m punda held ég. Hvað er hægt að segja?

    …og btw, hvaða ‘alvöru’ leikmenn ætlar FSG að fá á þessum 50-100k sem þeir borga max “áður en hann hefur sannað sig hjá lfc”?

  25. #2 komment tvö segir allt sem segja þarf. LFC er oðrið svo mikið meðalslið að margir stuðningsmennirnir eru komnir með stokkholms syndrom í því að verja það.

  26. Sælir félagar

    Jón Steinn 30# tók af mér ómakið við að setja fram skilning minn á því sem hann segir í athugasemd 2#. Svo það er óþarfi að tala meira um það. Hinsvegar þykir mér vænt um hve málefnalega og vinsamlega Jónas #17 talar um þá félaga hans sem tjá sig hér inni og eru ósáttir við ástandið og árangurinn og frammistður leikmanna. Það er alltaf prýði að svona gæðamönnum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Löngu búinn að afskrifa þetta tímabil. Þetta er fínn undirbúningur fyrir Klopp til að koma tilbúinn inn í næsta heila tímabil á englandi. Það er eiginlega allt plús héðan í frá, frá mínum bæjardyrum séð.

    En ég geri ákveðnar kröfur á Klopp á næsta tímabili, en núna fær hann góðan tíma til að átta sig á út í hvaða drullupitt hann er kominn í.

  28. Veit ekki hvort mér finnst leiðinlegra að lesa comment hér sem byrja eitthvað á þessa leið:

    “Þetta Liverpool-lið er tómt drasl sem er á leiðinni til fjandans og við ættum að losa okkur vil alla þessa aumingja sem spila með liðinu og svo burt með þessa andskotans Kana sem stjórna klúbbnum!”

    EÐA

    “Það er nú ekki í lagi með marga hér inni !!!!!!!!!!!!!!! Er nú engin Pollýanna, en svona svartsýnisraus eins og menn hrauna úr sér hér nær ekki orðið nokkurri átt. Það er hreinlega orðið grátlegt að lesa það sem menn spúa út úr sér í gremju og reiðikasti, sumir hverjir rígfullorðnir karlfauskar sem haga sér eins og smákrakkar. Öll umræða er af hinu góða, en þegar þessi annars stórgóða síða er orðin losunarstaður fyrir gremju og grát þá verð ég bara að viðurkenna að ég hef varla geð í mér lengur til að líta yfir kommentin og ég hálf skammast mín fyrir það sem margir hér láta útúr sér um hluti varðandi klúbbinn, hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á. Það hafa allir sína skoðun á hlutunum sem er bara gott og gilt, en eins og umræðan er orðin hér inni er hún engum til gagns .”

    Það sem er svo frábært við þessa síðu er að menn og konur geta deilt sínum skoðunum og auðvitað eru þær mismunandi. Það er alveg ofboðslega þreytandi þegar einhver vitringurinn stígur fram og skammast yfir því að menn skuli voga sér að vera neikvæðir út í spilamennsku liðsins og setja fram skoðanir sínar hér án þess að vera með persónulegt skítkast.

    Í mínum huga er það ekki persónulegt skítkast að hafa skoðanir á því hvaða leikmenn eru nógu góðir fyrir Liverpool og hverjir ekki. Það er heldur ekki persónulegt skítkast að gagnrýna liðið fyrir hörmulega spilamennsku eins og hún er er búin að vera undanfarna mánuði.

    Við hljótum flest að vera sammála um að það er ekki ásættanleg staða fyrir Liverpool að vera í 8. sæti í deildinni í byrjun febrúar og vera úr leik í baráttunni um meistaradeildarsæti. Sérstaklega er það ergilegt ef við skoðum hvað við erum búnir að eyða miklum peningum í þann leikmannahóp sem við höfum. Við getum svo öll haft okkar skoðanir á þvi af hverju staðan er svona hjá liðinu. Hver svo sem ástæðan er þá staða liðsins langt í frá að vera ásættanleg.

    Þeir sem þola ekki málefnalega gagnrýni á Liverpool-liðið ættu bara alveg að sleppa því að vera hér inni.

    Finnst þessar greinar hjá pistlahöfundum algerlega frábærar og segi bara kepp up the good work!

  29. Joao Teixeira er 23 ára. Ári eldri en Can, Sterling og systir mín og ári yngri en Coutinho. Jafngamall og til dæmis Suso og Flanagan (18 árum yngri en Fowler!). Spurning hvenær maður er ennþá ungur og hvenær ekki nógu góður.

  30. Eru ekki komnar neinar fréttir hvort Sturridge hafi sloppið við meiðsli á æfingunni í dag ? 🙂

  31. Hvernig verður sumarið hjá Klopp. Missum við marga á EM? Verða Brassarnir með landsliði í einhverju verkefni?

  32. Já skysport líka komnir með þetta.

    Kaveh Solhekol ?@SkyKaveh 1m1 minute ago
    Shahktar coach Mircea Lucescu confirms Liverpool target Alex Texeira is joining Jiangsu Suning for €50m #lfc #YNWA

    Ótrúlegt dæmi.. en jæja þá er bara finna annað target.

  33. Núna er Jamie Carragher hjá Barcelona í heimsókn. Þar hittir hann fyrir tvo gamla félaga, Mascherano og Suarez. Minnir mig á það að frá því að Kanarnir tóku við félaginu höfum við misst alla okkar heimsklassa leikmenn án þess að fá gæði í staðinn. Sá einhversstaðar að þetta hafi verið einn á ári. Allavega má telja þessa upp:

    Torres
    Mascherano
    Alonso
    Carragher
    Gerrard
    Suarez
    (og svo Sterling sem er potential súperstjarna)

    Ætli ég sé ekki að gleyma einhverjum?

  34. Þessi topp barátta gæti orðið ansi spennandi í ár. 4 lið að berjast um titilinn. Ef að City og Leicester gera jafntefli á laugardaginn og Tottenham vinnur sinn heimaliek á móti Watford þá eru Tottararnir bara þremur stigum frá toppi. ( sama á við um Arsenal )

    Ansi svekkjandi að hafa ekki náð að vera með í þessari baráttu í ár. Glatað tækifæri.

  35. mikið svakalega er umræðan orðinn óvægin hérna.
    við getum öll verið samála um að ekkert okkar er ánægt með að Liverpool hefur ekki landað deildar titli síðan 1990.

    En þetta er eins og umræða um tölvuleikjakalla þegar talað er um leikmenn félagsins.

    við verðum að gera okkur grein fyrir að allir þessir menn eru mennskir, Liverpool er vinnustaður þessara manna, Ég væri ekkert voðalega sáttur á mínum vinnustað ef 11 manns yrðu reknir og 11 nýir kæmu inn, ég hef kynnst þessu fólki og sumum unnið með lengi og lært inná.
    sama á við um fótboltamenn þeir eru ekki að fara eyða ferlinum hjá félagi sem er í endalausri uppbyggingu og með starfsmannaveltu á við strætó ferðir.

    hvað eru heimsklassakaup á leikmönnum?

    var það þegar manutd keypti Veron? eða þegar West ham keypti Payet?

    var Xabi Alonso heimsklassanafn þegar Liverpool fékk hann?

    Það eru allskonar dæmi til í þessu.

    ef City Colts getur búið til leikmann eins og dele alli þá ætti Liverpool að geta það.
    þetta er spurning hvort menn þora að gefa mönnum séns.

    Þetta er oft spurning um heppni og staðsetningu hjá leikmönnum hvað verður úr þeim.

    uppúr eitthverjum unglingastörfum koma allar þessar stjörnur ekki satt?

    þetta er bara að sýna mannlega hegðun gagnvart því fólki sem er að reyna standa sig.
    auðvitað hafa ekki allir hæfileikana en það þarf að vera opin leið fyrir þá sem hafa hana
    og stend algjörlega með Klopp að vera skoða þessa menn og meta þá hvern einn og einasta þarna gæti leynst demantur þó svo það sé bara einn næstu árinn.

    leikmenn eru metnir af bæði gétu og perssónuleika og öllu hvernig þú ert að fúkkera í hópnum og framveigis. Þetta eru ekki kallar í FIFA sem fá gétu einkanir í tölum og þú selur eða kaupir eftir þeim.

    Ég get eiginlega sagt ykkur það strax að það verður enginn bruna útsala í sumar.
    það verður reynt að fá leikmenn inn sem menn telja hafa eiginleika sem vantar í það púsluspil sem nú þegar er til staðar til að móta félagið áfram í rétt átt.
    og alveg örugglega munu einhverjir fara frá borði sem teljast ekki henta í þá mynd sem menn ætla með þetta allt saman.

    t.d. hefur verið talað um að það vanti hæð í liðið og það verður mögulega unnið í því.
    og svo vantar hraða á suma staði á vellinum og eitthvað fleira geri ég ráð fyrir.

    róum okkur aðeins með sverðið og treystum Klopp eins og hann hefur beðið okkur um.

    þetta er jú gæinn sem byggði upp frábært lið hjá dortmund með mikið minna fjármagn en honum stendur nokkurtímann til boða hjá Liverpool.

    eða hver af þessum mönnum voru heimsklassa þegar hann fékk þá?

    Robert Lewandowski (£3.33m, 2010)
    Shinji Kagawa (Free, 2010)
    Mats Hummels (£2.94m, 2009)
    Ilkay Gundogan (£3.85m, 2011)
    Neven Subotic (£3.15 million, 2008)

    og þetta kallast Big-money signings í hans tíð
    Marco Reus (£11.97m, 2012)
    Henrikh Mkhitaryan (£19.25m, 2013)
    Pierre-Emerick Aubameyang (£9.1m, 2013)
    Ciro Immobile (£12.95m, 2014)

    ætli markahrókurin úr seria A hafi ekki verið stærsta nafnið en gat jafnframmt minnst með þessu liði.

    Og við munum pottþétt sjá kaup hjá klopp hjá lfc sem munu ekki takast og önnur sem ganga upp.

    eigum við ekki að sjá hvað menn geta eftir að liðið fer að fúnkera betur og bætt hefur verið í veikleikana sem þarf ekkert endilega að skrifast á gétuleysi leikmanna þess heldur hluti eins og hæð og framveigis…

    þú vinnur nefnilega ekki körfubolta leiki með 5 point gourd a. þótt þeir væru allir john stockton það þarf center og framveigis og það er eiginlega stærsta vandamálið að mínu mati að okkur vantar eiginleika á svo marga staði á vellinum þannig að liðið virki betur og menn fari þá að spila betur. það er bara ekki fræðilegt að allt liðið nema eitthverjir 5-7 leikmenn séu rusl…..

    hef þetta ekki lengra…..

  36. Þvílikur metnaðurinn hjá Texeira, vildi fara í stærri deild til að vinna sér sæti í landsliðinu. Money can buy everything.

  37. Það er eiithvað skrítið við þetta Tex mál, hann vildi fara til að eiga möguleika á landsliðinu, sá möguleiki hefði verið mikill hjá liverpool, litill hjá gamla félaginu en nákvæmlega enginn í kína, þarna er eitthvað að gerast sem við skiljum ekki.

  38. Þessu tengt þá langar mig að spyrja ykkur um hverjar væntingar ykkar eru til Livpool og hvernig þið rökstyðjið þær?

    Segjum sé svo að ykkar væntingar séu að Liverpool séu í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Á hverju byggið þið væntingar ykkar?

    Ég skal setja sama sýnidæmi um hvernig þetta virkar:

    Mínar væntingar til Liverpool eru að þeir verði í fyrsta sæti í úrvalsdeildinni, vinna ensku bikarkeppnina, deildarbikarkeppnina og vinna evrópunadeildina.

    Liverpool á að standa undir þessum væntingum vegna þess að sögulega hefur Liverpool unnið deildina, bikarkeppnir og Evrópukeppnir. Síðast 2001 þá unnust margir bikarar á einu tímabili.

    Liðið hefur marga landsliðsmenn frá sterkustu landsliðum heimsins. Í markinu er markvörður belgíska landsliðsins. Í vörninni er franskur, slóvenskur, króatískur landsliðsmenn. Bakverðirnir eru líklegir í enska og spænska landsliðsins.
    Á miðjunni eru enskir landsliðsmenn og frammi er enskur og belgískir landsliðsmenn. Fyrir utan brassa sem eru að banka á brasilíska landsliðið og þýskur landsliðsmaður.

    Þjálfari liðsins er einn sá besti og eigendur liðsins eru tilbúnir að fjármagna leikmannakaup.

    Þetta er náttúrulega ekki mínar væntingar. Ætli mínar séu ekki þær að við vinnum ekkert og komust í engar Everópukeppnir.

  39. í þessum leikjum sem maður sá þá leyst mér rosalega vel á Brad Smith, þess vegna spyr maður, hvort það væri ekki spurning að henda Moreno á kantinn og Brad Smith í bakvörð.
    Moreno væri þá ekki alveg last line of defence og hefur þá hraðan til hjálpa Smith í vörninni.
    Þarna værum við komnir með stór hættulega cross-a sem benteke gæti gagnast af.
    svo er Texeira, ótrúlega smooth leikmaður minnir mikið á coutinho/iniesta, en miðað við þá aðalliðsmenn sem hann er að keppa við í sinni stöðu þá er ég annsi hræddur um að hann fá ekki nóg af tækifærum og muni fara.

Leicester – Liverpool 2-0

Sunderland næstir